Mun Mike Pompeo - verđa utanríkisráđherra í stađ - Rex Tillerson?

Sterkur orđrómur virđist í Washington ađ yfirvofandi sé ađ Donald Trump skipi Mike Pompeo - núverandi yfirmann CIA, utanríkisráđherra Bandaríkjanna "Secretary of State" í stađ Rex Tillerson - fyrrum forstjóra Exon Mobile.

Ţessi orđrómur hefur reyndar heyrst áđur - en sterk undiralda virđist nú til stađar.

Trump considers replacing Tillerson with Pompeo

Trump considers plan to replace Tillerson with CIA chief - U.S. officials

Trump turnover - Tillerson would be latest to leave administration

Mattis on Tillerson departure: 'There's nothing to it'

Tillerson unaware of plan to oust him, Senator Corker says

 

Mike Pompeo og Rex Tillerson

https://thenypost.files.wordpress.com/2017/10/tillerson-pompeo-split-getty.jpg?quality=90&strip=all

Eins og kemur fram, kannast hvorki Mattis né Tillerson viđ sannleiksgildi ţessa!

Pompeo er ţekktur harđlínumađur - harđur stuđningsmađur Ísrael, samtímis jafn gallharđur andstćđingur Írans -- hann hefur ađ sögn látiđ frá sér ummćli ţ.s. hann dásamar frammistöđu Trumps; sem líklega Trump hefur ekki ţótt leiđinlegt ađ heyra.

Á sama tíma hefur Tillerson veriđ undir ámćli harđlínumanna innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna - fyrir meinta linkind gagnvart Norđur-Kóreu og Íran, fyrir ađ styđja afstöđu Trumps gagnvart deilu Saudi-Arabíu viđ Quatar - ekki nćgilega einarđlega, o.s.frv.

Ţ.e. reyndar áhugavert ađ James Mattis virđist styđja Tillersons - en ţeir tveir virđast hafa talađ međ svipuđum hćtti innan ríkisstjórnarinnar; veriđ ţannig séđ "dúfurnar í hópnum."

Áhugavert ađ "Marine General" ţekktur sem "Mad dog Mattis" sé - dúfan í hópnum ásamt Tillerson.

Ţađ sýni sjálfsagt - hversu langt til hćgri ađrir ráđherrar í ríkisstjórn Bandaríkjanna virđast vera.

  1. Međ Mike Pompeo sem utanríkisráđherra - mundi utanríkisráđuneytiđ án vafa tala međ sama hćtti og Donald Trump -- en Pompeo hefur komiđ fram sem einarđur stuđningsmađur Trumps, međan ađ Tillerson hefur ítrekađ virst beita sér til ţess ađ milda stefnu ríkisstjórnarinnar, ađ ţví er best verđur séđ - međ stuđningi Mattis.
  2. Ţađ ţíddi ţá, ađ harđlína forsetans í utanríkismálum, mundi ţá vćntanlega vera framfylgt í mun meira mćli en fram ađ ţessu.

--Spurning hvort ađ síđar snúi Trump sér ađ ţví ađ setja sér ţćgari hershöfđingja yfir varnarmál.
--En ef Mattis fer úr ríkisstjórninni einnig - eitthvađ síđar, vćri vćntanlega enginn eftir ađrir en já-menn Trumps, fyrir utan starfsmannastjóra Hvíta-hússins. Sem einnig er hershöfđingi.

Ef Trump endađi einungis međ - já-menn í kringum sig. Ţá mundi vćntanlega enginn verđa eftir til ađ tékka af Trump.

En Trump hefur sagt Íran t.d. helsta útbreiđsluland hryđjuverka í heiminum. Trump vill greinilega taka upp einarđan stuđning viđ stefnu Saudi-Arabíu gegn Íran. Og gegn Quatar ţ.s. Bandaríkin hafa herstöđ -- en PENTAGON og Mattis hafa viljađ fara varlega í ţví máli. Ţví gćti einnig fylgt, stóraukinn stuđningur Bandaríkjanna viđ - stríđ Saudi-Arabíu í Yemen.

Á sama tíma, ótékkađur af, mundu vćntanlega líkur á átökum viđ Norđur-Kóreu einnig vaxa. En Trump hefur ítrekađ látiđ fara frá sér ummćli í ţá átt - ađ Norđur-Kórea yrđi lögđ í rúst ef átök hćfust, og fyrr í vikunni sagđist hann mundu "take care" á vandanum tengdum Norđur-Kóreu.

Hvorir tveggja utanríkisráđherrann og varnarmálaráđherrann, hafa veriđ talsmenn varfćrni í ţeim málum -- a.m.k. séđ í samhengi ríkisstjórnar Bandaríkjanna.

 

Niđurstađa

Spurning hvort ađ stefni í ađ utanríkisstefna Bandaríkjanna á nk. ári taki enn ákveđnari kúrs í harđlínuátt en fram ađ ţessu. En ef Pompeo tekur viđ af Tillerson - mundi utanríkisstefna Bandaríkjanna án vafa međ ómenguđum hćtti fylgja harđlínuafstöđu Trumps gagnvart Íran - ásamt hugmyndum Trumps um fulla samstöđu Bandaríkjanna međ Saudi-Arabíu og Ísrael; í deilum ţeirra landa á Miđ-Austurlanda svćđinu.

Auk ţessa ađ harka utanríkisstefnu Bandaríkjanna mundi ţá vćntanlega einnig fylgja harđlínuafstöđu Trumps gagnvart Norđur-Kóreu.

Ef Tillerson fer - vćri Mattis einn eftir til ađ halda aftur af ţeirri harđlínu. Ţá gćti ţađ sama endurtekiđ sig - ađ grafiđ yrđi undan Mattis og Trump á endanum sannfćrđur um ađ skipta honum út fyrir hershöfđingja međ skođanir nćr afstöđu Trumps sjálfs.

Ef Mattis yrđi einnig skipt út fyrir fylgismann Trumps - vćri ţá enginn međ ráđherrastöđu eftir til ađ halda á lofti öđrum sjónarmiđum; ţađ yrđi ţá - já-manna ríkisstjórn.
--Ţá vćri kannski óhćtt ađ segja - guđ hjálpi okkur öllum!

  • En ţ.e. alveg óhćtt ađ segja Trump mun meiri harđlínumann, en Bush nokkru sinni var.

 

Kv.


Bloggfćrslur 1. desember 2017

Um bloggiđ

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri fćrslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 846660

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband