Fjögurra flokka hægri stjórn, eða verður það - hægri/vinstri stjórn - eða vinstri? Fer yfir mögulega meirihlutastjórnarmyndun. Staða Framsóknar óvænt sterk!

Miðað við viðbrögð þeirra tveggja, langar Sigmund Davíð og Bjarna Ben aftur í stjórn - ekki endilega saman, spurning með hverjum -- ég sé ekki fyrir mér að Framsóknarflokkur fari með Miðflokki í nokkurri tæknilega mögulegri stjórnarmyndun, svo skömmu eftir klofning, og svo skömmu eftir að Sigmundur Davíð úthúðaði stjórnendum Framsóknar - eiginlega kallaði þá svikahrappa og næstum, glæpamenn.

  • Niðurstaða Framsóknar má kalla, varnarsigur - m.ö.o. mun betri en ég átti von á!
  • Sannarlega húmor í því að Framsókn endaði einum flr. þingmenn en Miðflokkur.

Ég geri m.ö.o. ráð fyrir því að Bjarni Ben fái stjórnarumboð frá forseta.
Að Bjarni Ben tali fyrst við Miðflokk annars vegar og Framsóknarflokk hins vegar.
--Líklega leitist hann við að spila þá flokka einhverju leiti hvorn gegn öðrum.

Og stefna á myndun hægri stjórnar, annað tveggja ásamt mögulegum samsetningum með Miðflokki, eða Framsóknarflokki.
--Sannast sagna virðast samsetningar með Framsókn bjóða upp á flr. möguleika.

Hvað sem verður myndað sé líklega klárt að frammi er tafsöm stjórnarmyndun.
--BB mun sjálfsagt verja mörgum vikum í sínar tilraunir!

Katrín líklega þarf þá að bíða nokkuð lengi eftir því að BB mistakist stjórnarmyndun, hugsanlega jafnvel fram undir áramót.

  • En vinstristjórnarmyndun undir forsæti Katrínar, væri örugglega ekki heldur fljótleyst úr hendi.

BB gæti þurft fram undir áramót, ef lítur úr að stjórnarmyndun takist hjá honum.

En traust milli flokka er takmarkað á Íslandi um þessar mundir.
Líklega vilja menn því ítarlega stjórnarsáttmála - sem tekur þá rökrétt langan tíma að semja um, flókið ferli þegar flokkar eru 4-5 í ríkisstjórn.

Að semja stjórnarsáttmála væri a.m.k. ekki síður flókið fyrir hugsanlega stjórnarmyndun Katrínar Jakobsdóttur.
--Hún getur þó sparað tíma með því að ræða við flokka samhliða því sem BB er með stjórnarmyndun í gangi, án formlegs umboðs frá Guðna Th.

Katrín Jakobs og Bjarni Ben

http://nutiminn.is/wp-content/uploads/2016/11/bjarni-katrin-250x140.jpg

Úrslit

  1. Sjálfstæðisflokkur......25,25%.....16 þingmenn
  2. Vinstri Grænir............16,99%.....11 þingmenn
  3. Samfylking................12,05.......7 þingmenn
  4. Miðflokkur................10,87%......7 þingmenn
  5. Framsóknarflokkur.....10,71%......8 þingmenn
  6. Píratar....................9,20%......6 þingmenn
  7. Flokkur Fólksins.......6,8%.......4 þingmenn
  8. Viðreisn...................6,69%......4 þingmenn
  9. Björt Framtíð..........1,22%......0 þingmenn
  10. Alþýðufylking............0,19%......0 þingmenn
  11. Dögun....................0,06%......0 þingmenn

Kosningaúrslitin virðast gefa mjög margar tæknilega mögulegar ríkisstjórnir.
Þó sannarlega séu sumar þeirra afskaplega ólíklegar!

  • Ég sé það ekki fyrir mér sem raunhæfan möguleika að Katrín Jaboks og Bjarni Ben -- myndi stjórn saman.
    --Geri því ekki alvarlega ráð fyrir þeim tæknilega möguleika í pælingum í tengslum við stjórnarmyndun.

 

Mögulegir meirihlutar, forysta Sjálfstæðisflokkur

35 þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Miðflokkur + Flokkur Fólksins.
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Píratar + Flokkur Fólksins.
35 þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking + Flokkur Fólksins.
32 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Viðreisn + Flokkur Fólksins
37 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking + Píratar

33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Píratar + Flokkur Fólksins
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking + Flokkur Fólksins
36 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar

33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins

35 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking
34 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur
33 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Viðreisn

40 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking + Píratar
38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Samfylking + Flokkur Fólksins

39 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Flokkur Fólksins
39 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Viðreisn
41 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Píratar
42 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking

38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Flokkur Fólksins
38 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Viðreisn
40 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Píratar
41 Þingmenn: Sjálfstæðisfl. + Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking

Ég sleppi tæknilega mögulegum fimm flokka stjórnum í tilviki Sjálfstæðisfl.

En miðað við úrslit - virðist líklegra til árangurs fyrir BB, að ræða við Sigurð Inga.
Framsókn örugglega þorir í stjórn með Sjálfst.fl. með 10% fylgi.
--Það mundi vera auðveldara að mynda stjórn með Framsókn - yfir til vinstri.

M.ö.o. ræða við Pírata eða Samylkingu, í og með viðræðum við Viðreisn og Flokk Fólksins
--Viðræður með Miðflokki mundu nánast útiloka Pírata og Samfylkingu.
Nema að forsvarsmenn Pírata og Samfylkingar - breyti um viðhorf gagnvart Sigmundi Davíð.

  1. Framsókn ætti ekki að flýta sér um of.
  2. Alveg þora jafnhliða að ræða óformlega við Katrínu Jakobsd.

En Framsókn þarf helst að geta spilað -- BB á móti Katrínu.
Til að ná sterkum samningum í stjórnarmyndunarferli!

BB mun líklega ekki eins auðveldlega geta spilað - Miðflokk gegn Framsókn.
--Vegna neikvæðra viðhorfa forsvarsmanna Samfylkingar og Pírata gagnvart SDG.

  • Niðurstaðan er því sú, að staðan virðist merkilega vænleg fyrir Framsóknarflokkinn.

 

Mögulegir meirihlutar, forysta VG

35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Viðreisn

40 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Píratar
38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Samfylking + Flokkur Fólksins

39 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Flokkur Fólksins
39 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Viðreisn
41 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Píratar
42 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Framsókn + Samfylking

38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Flokkur Fólksins
38 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Viðreisn
40 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Píratar
41 Þingmenn: Vinstri Gr. + Sjálfstæðisfl. + Miðflokkur + Samfylking

34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Miðflokkur + Flokkur Fólksins + Viðreisn
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn
34 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Flokkur Fólksins + Viðreisn
36 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins
36 Þingmenn: Vinstri Gr. + Framsókn + Samfylking + Píratar + Viðreisn

32 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn
33 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Flokkur Fólksins + Viðreisn
35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins
35 Þingmenn: Vinstri Gr. + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Viðreisn

32 Þingmenn: Vinstri Gr. + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins + Viðreisn

  1. Til að hámarka sín áhrif í stjórnarmynduninni, þarf Framsókn að ræða jafnhliða við Katrínu Jaboks -- þrátt fyrir að Bjarni Ben líklega fái keflið til stjórnarmyndunar frá Guðna Th.
  2. Sem betur fer út frá hagsmunum Framsóknarfl. eru til staðar neikvæð viðhorf til Sigmundar Davíðs af hálfu forsvarsmanna Pírata og Samfylkingar, sem og Vinstri Grænna -- sem geri þá flokka mun síður líklega að vilja ræða við Miðflokkinn.
  3. Það mun sennilega flækja mjög hugsanlegar tilraunir Bjarna Ben, til að spila Miðflokk gegn Framsókn -- og örugglega neitar Framsókna að starfa með Miðflokki - vegna sárinda tengd hörðum ásökunum SDG á stjórnendur Framsóknar sem hann endurtók mjög nýlega er hann klauf sig formlega frá Framsóknarfl. -- sárin eru þar með afar fersk.
  4. Meðan að Katrín - Logi Einars og Píratar viðhalda neikvæðum viðhorfum gagnvart SDG.
  • Þá virðist mér stöðuglega séð, Framsóknarflokkurinn standa merkilega sterkur eftir þessar kosningar, og hafa mjög vænlega stjórnarmyndunarkosti.

 

Og eftirfarandi tæknilega möguleg stjórn:

  • 32 Þingmenn: Framsókn + Miðflokkur + Samfylking + Píratar + Flokkur Fólksins

 

Niðurstaða

Ég efa að nokkru sinni í lýðveldissögunni hafi stjórnarmyndun verið eins flókin eins og í kjölfar kosninganna 28/10/2017. En tæknilega mögulegar ríkisstjórnir skipta tugum.

Hið augljósa í stöðunni virðist vera, að Bjarni Ben annars vegar og Katrína Jakobs hins vegar muni í sitt hvoru lagi streitast við að mynda stjórn.

M.ö.o. geri ég ráð fyrir því, að afhending umboðs af hálfu Guðna Th. líklega til BB verði einungis forms atriði. M.ö.o. að það muni í engu hindra Katrínu Jakobs í því, að hefja sínar eigin stjórnarmyndunartilraunir - samhliða stjórnarmyndunartilraunum BB.

Ef það fer þannig, vegna viðhorfa vinstri flokkanna til Sigmundar Davíðs.
Geti staða Framsóknar óvænt orðið afar vænleg, þegar nánast komi ekki annað til greina af hálfu BB eða Katrínar Jakobs, en að ræða við Sigurð Inga.

Líklega ræða samt forsvarsmenn Pírata og Samfylkingar við BB, samhliða viðræðum hans við Sigurð Inga -- þeir eigi að síður en Framsókn hafa BB sem valkost við Katrínu Jakobs.
--En neikvæðra viðhorfa hjá þeim gætir einnig gagnvart BB, kemur í ljós hversu sterk þau reynast vera.

Það getur því farið svo, að þeir treysti sér ekki í alvarlegar viðræður nema við Katrínu Jakobs -- þá væri erfitt fyrir Katrínu að líta framhjá Framsókn - meðan Vinstri Grænir haldast svo neikvæðir gagnvart SDG sem þeir hafa verið fram að þessu.

Á sama tíma, hefur BB þann tæknilega möguleika að mynda stjórn án vinstriflokkanna, en sá möguleiki sé líklega einungis til staðar með Framsókn, meðan viðhorf vinstri flokkanna gagnvart SDG haldast svo neikvæð sem þau hafa verið um nokkra hríð.

  • Skv. þessari greiningu getur staðan spilast þannig að Sigurður Ingi óvænt algerlega á skjön við skoðanakannanir fyrir kosningar -- standi uppi með pálmann í höndunum.
    --Eina ferðina enn, miðað við lýðræðissögu Íslands, standi Framsókn með mjög sterka samningsstöðu gagnvart öðrum flokkum.

--Sú staða að sjálfsögðu byggist á útlokun vinstri flokkanna á BB og SDG.
--Ef þeir útiloka báða, hefur BB einungis einn möguleika til stjórnarmyndunar upp á 32 þingmenn með Framsókn - afar veik stjórn, sem ég mundi ekki mæla með við Framsókn að taka.
--Og vinstri flokkarnir yrðu einnig að ræða við Sigurð Inga.

 

Kv.


Bloggfærslur 29. október 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband