Kórónavírusinn í Kína virðist til muna hættulegri en dæmigerð flensa!

Skv. þeim gögnum er liggja fyrir - virðist dánar-tala að hlutfalli meðaltali á bilinu 2-3%.
Það er miklu hærra en meðal-dánarhlutfall flensu þ.e. ca. 0,1%.
--Hinn bóginn, vegna mikillar útbreiðslu flensu-vírusa, valda þeir samt dauða hundruða þúsunda manna á plánetu Jörð að meðaltali á ári hverju.

Til samanburðar virðist dánartala þess Kórónavíruss er gengur í Kína lág.
Þ.e. skv. nýlegum fréttum, eru látnir nú umfram 160.
--Útbreiðsla sjúkdómsins er nú meiri en svokallaðs SARS víruss fyrir nokkrum árum.

Wuhan coronavirus has now passed 6,000 cases worldwide

Coronavirus Live Updates: China Now Has More Cases Than It Had of SARS

Australian lab first to grow virus outside China

Það sem menn óttast eðlilega, er hve hratt vírusinn breiðist út.

  1. En hann virðist dreifast með sama hætti og flensa, þ.e. ef fólk hóstar - dreifist við það ský af vírusum, og það nægir að anda því að sér - til að líklega smytast.
  2. Þetta er afar hröð smit-leið, sem skýri hraða útbreiðslu. Einn sem hóstar um borð í flugvél, getur smytað marga um borð - síðan dreifa þeir smytinu líka.

 

EM Coronavirus, causing SARS

 

 

Coronaviruses take their name from their crown-like shape.Credit: Getty

 

 

Eðlilega afar erfitt að fást við vírus sem er þetta bráðsmytandi!

Þegar Kína lokaði samgöngu-leiðum frá Vuhan borg, gat það einungis - hægt á dreifingu sjúkdómsins þaðan, þannig unnið hugsanlega einhvern tíma.
En þegar hefur veiran greinst í fjölda landa í Asíu, einnig í Bandaríkjunum ásamt einhverjum Evrópulöndum.
--Fólk stígur upp í flugvél og flytur veikina með sér.

  1. Það að áströlsk rannsóknar-stofa hefur ræktað veiruna - gefur von um að bóluefni verði þróað með hraði.
  2. En forsvarsmenn hennar hafa lofað rannsóknarstofum út um heim, eintökum af veirunni - svo þær geti einnig tekið þátt í þróun þess.

--Nú sé þetta pent, kapphlaup við tímann.
Að þróa bólu-efni áður en veiran verður að eiginlegum -- pandemic.

Höfum í huga, að vegna þess að þetta er veira -- eru dæmigerðar andlitsgrímur nær fullkomlega gagnslausar!
--Vírusar eru það smáir að þeir fara beint í gegn.

Þetta er vandamál, auk þess að þetta virðist svo bráðsmytandi, að læknar og hjúkrunar-fólk á spítölum, smytast einnig -- og fær veikina.
--Þetta hefur reynst verulegt vandamál í Kína.

Að ekki tekst að verja lækna og hjúkrunar-fólk fyrir veikinni, það veikist þá hratt - þ.s. eftir allt saman, er það er í samskiptum við sjúklinga er það undir stöðugu áreiti frá veirunni, og því rökrétt að starfsfólk sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva -- verði sjálft veikt.
--Þetta er vandi, því þetta grefur undan getu þeirra stofnana, sem eiga að vinna gegn veikinni.

  • Eiginlega möguleiki að slíkar stofnanir gætu lamast.
  • M.ö.o. það verði skortur á hjúkrunar-fólki og læknum, sem færir séu um að sinna sjúklingum -- vegna þess að það fólk verði hratt einnig að sjúklingum.

Þetta er atriði sem ef sjúkdómurinn heldur áfram að breiðast svo hratt út.
Sem þarf að taka á með mikilli alvöru!
--Þ.e. hvernig á að verja starfsfólkið fyrir sjúkdómnum, svo það geti sinnt sjúklingum?

Bóluefni getur ekki komið of fljótt.

 

Niðurstaða

Kína-kórónavírusinn nýji, virðist valda skæðri lungnabólgu - sem smytast svipað og dæmigerð flensa. Vegna þess að sjúkdómseinkenni séu alvarlegri virðist dánarhlutfall verulega hærra.
Á bilinu 2-3% samanborið við ca. 0,1% af völdum dæmigerðrar flensu.
Það gæti hugsanlega verið nægilega hátt dánarhlutfall, til að valda útbreiddum ótta.
Þetta sé þó ekki sjáanlega nærri eins skæð pest, og Spánar-veikin 1918.
--Hinn bóginn, er tæknilega mögulegt að veiran stökkbreytist, það gæti gert hana hættulegri en einnig virkað í hina áttina.

Einu góðu fréttirnar sem ég hef séð, er rannsókn í Ástralíu er leiddi til þess að það tókst í fyrsta sinn - utan Kína, að rækta hina nýju Kóróna-veiru.
A.m.k. gefur vonir um að bóluefni komi fram án þess að mjög löng bið verði eftir því.

Þá tekur við að framleiða nógu mikið af því og nægilega hratt.
Svo heimurinn sleppi með skrekkinn!

 

Kv.


Eldgos yfirvofandi við Grindavík - innan 50 km. radíus frá Reykjavík?

Flestir Íslendingar ættu að vita að svokallaður - Atlantshafs-rekhryggur - liggur í gegnum Ísland, að hryggurinn kemur í land á Reykjanesskaga. Að staðsetning Íslands mitt á rekhrygg, ásamt því að talið er að svokallaður - heitur reitur - liggi undir landinu einhvers staðar með miðju undir Vatnakjökli Norð-Vestanverðum, er ástæða ofsalegrar eldvirkni á Íslandi sögulega séð sem og þess að á Íslandi eru fjöldi háhitasvæða svokallaðra.
--Reykjavík sjálf, er á litlu nesi sem út frá hinu stærra Reykjanesi. En staðsetning borgarinnar þíðir, að eldvirk svæði eru nærri.

Forvitnileg mynd sem sýnir hraun þau er runnu á Reykjanesskaga á tímabili er hófst rétt um miðja 12. öld og lauk um miðja 13 öld! Takið eftir hrauninu er rann í sjó rétt við Staumsvík!

Hraun á Reykjanesskaga eftir landnám

Fréttir hafa borist af hræringum við Grindavík! Trölladyngjukerfi að vakna?

„Lít­ur út eins og byrj­un á langvar­andi ferli“

Óvissu­stig vegna kviku­söfn­un­ar und­ir Þor­birni

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna kvikusöfnunar

Viðbúnaður vegna nálægðar við byggð

Áhugavert að svokallaðir Krísuvíkur-eldar verða 1151.
Gos í Trölladyngju, Ögmundarhraun og Kapelluhraun renna.
Ef maður skoðar hvaða ár gos verða á tímabilinu frá miðri 12. öld fram á miðja 13. öld.
Er eins og að hrina gosa hefjist með -- gosi í Trölladyngjukerfinu 1151.

Eins og mynd sýnir, hafa einnig orðið fjölda gosa undan landi við Reykjanesskaga!

Engum ætti að koma á óvart að Atlantshafshryggurinn sé mjög eldvirkur, og hann liggur einmitt um Reykjanesskaga - en er einnig undan landi til Suð-Vesturs út frá Reykjanesskaga.

Mynd sýnir skjálftavirkni undanfarna daga nærri Grindavík!

Jarðfræðingar hafa áttað sig seinni ár að eldgos ganga yfir í hrinum!

Um sé að ræða - rek-hrinur, þ.e. eins og væntanlega Íslendingar hafa heyrt -- rekur N-Ameríkuplatan í Vestur, og Evrópumeginlandsplatan í Austur. Milli þeirra á Íslandi, liggur rekhryggurinn umtalaði.
--Hinn bóginn, ganga þessi rek fyrir sig í hrinum.

Svokallaðir Mývatnseldar er urðu á 9. áratug 20. aldar, hafi verið rekhrina á því svæði.
Eldgosahrina á Reykjanesskaga er stóð í ca. öld, hafi verið - slík rekhrina.
--Svæðin á hryggnum er liggja um Ísland.
--Hafi slíkar rekhrinur með hléum.

  1. Kannski 1000 ár - kannski 800 eða minna - kannski lengur en 1000 ár.
  2. Ef ný rekhrina er að hefjast á landi á Reykjanesskaga - þíði það hugsanlega að slíkar hrinur á landi á því svæði, verði á bilinu 800-900 ára millibili.
  • Á þessum punkti vitum við að sjálfsögðu ekki hvort að hrina sem virðist vera hafin, lykti með gosi.
  • Í Mývatnseldum, urðu reglulegar hreyfingar þ.s. kvika færðist í kvikuhólf undir svæðinu rétt Sunnan við Mývatn -- síðan fór hún af stað, en oft endaði hún neðanjarðar.

Þó urðu í hrinunni - nokkur gos sem myndir eru til af ef fólk vill framkvæma netleit.
Hrinan sem nú virðist hafin við - Grindavík, gæti endað með kvikuhlaupi sem nær ekki upp.
Auðvitað er ekki hægt að staðhæfa, að þetta sé upphaf að nýju - óróleikatímabili á Reykjanesskaga.

Hinn bóginn, virðist það ekki sérdeilis ósennilegt: Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er.
--Þorvaldur Þórðarsson benti á þetta í okt. 2018.
--Að Reykjanesskagi virtist kominn á tíma.

 

Niðurstaða

Reykvíkingar hafa síðan á 20. öld verið áhorfendur af gosum annars staðar á landinu. En nú gæti verið að hefjast ný landrekshrina lík þeirri sem stóð yfir frá ca. miðri 12 öld fram á ca. miðja 13 öld, og sjá mynd að ofan skilaði nokkrum eldgosum og hraunum sem teljast náttúruvætti í dag.

Gos á Bljáfjallasvæðinu og Krísuvíkursvæðinu, geta ógnað Reykjavík. Háð því akkúrat hvar þau koma upp. Auðvitað eru útbyggðir Reykjavíkur - sérstaklega Hafnarfjörður og Grindavík, í miklu meiri hættu en íbúakjarni Reykjavíkur sjálfrar.

Eins og sjá má á mynd, náði hraun frá Krísuvíkursvæðinu að renna í sjó við Straumsvík þ.s. álver er í dag.

Við getum auðvitað ekkert annað gert en fylgst með fréttum.
Það jákvæða við eldgos á Reykjanesskaga, er að þau virðast líkleg að vera - hraungos.
Það er mun skárra, en öskugos!
--En hraunum er hægt að bægja frá byggð, t.d. með því að setja upp varnar-garða er líkjast flóðvarnargörðum -- háð því að sjálfsögðu hvernig landið liggur, hve nærri byggð eldstöð er, hve mikill hraunstraumurinn er og hve mikinn tíma menn hafa.
--En þ.e. ekkert sem tæknilega útilokar smíði - leiðigarða, til að bægja hrauni framhjá byggð t.d. til sjávar, ekki ólíkt einnig því hvernig flóðvarnargarðar gegn snjóflóðum virkuðu nýverið.

Þá auðvitað þurfa stórvirkar vinnuvélar að vera tiltækar - þægilega nærri.
Við verðum að vona að gos skelli ekki á með þeim hætti, að það þurfi að rýma svæði er bera umtalsverðan íbúafjölda.
--Ef þ.e. að skella á nýtt rektímabil á landi á Reykjanesskaga, verða gos á landi á Reykjanesskaga þá væntanlega viðvarandi hætta í ca. 100 ár eins og síðast.

 

Kv.


Það sem veldur mér vonbrigðum með -impeachment trial- Trumps, að Repúblikanar ætla ekki að láta hann svara fyrir lögbrot sem lögfræðiskrifstofa Bandaríkjaþings úrskurðaði um!

Vegna þess að sannarlegt lögbrot liggur fyrir, þá væri eðlilega nálgunin að farið væri alfarið eins að og er gengið var á Bill Clinton á sínum tíma, vegna þess að hann laug að þinginu um framhjáhald með Monicu Levinsky.
--Það sem þarf að hafa í huga, allir forsetar sverja eið fyrir þingmönnum beggja deilda Bandaríkjaþings - um hollustu við stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Slíkir hollustueiðar eru afar forn aðferð, en fela skv. hinni gömlu hefð í sér ígildi ráðninga-samnings.
--Allir forsetar hafa þurft að sverja eiðinn, þegar athöfninni er lokið - er viðkomandi formlega forseti Bandaríkjanna. Samhengið, að sverja eið - verða forseti, er því fullkomlega skírt.

Ég tel mig fremur vissan, að tengingin milli eiðsins og það að eiðurinn formfesti valdatöku nýs forseta - sé grunnurinn að baki heimild þingsins til að -reka- forsetann.
--Þá er eðlilega horft til þess, hvort forseti hefur rofið eiðinn.

  1. Því eðlilegt að horft sé til lögbrota.
  2. Lögbrot sé skv. því, eiðbrot - þ.s. svardaginn tengdist valdatökunni, veiti eiðbrotið átyllu til brottreksturs.
  • Dálítið eins og samskipti háttsetts starfsmanna í fyrirtæki og forstjóra -- ef starfsmaðurinn braut starfsreglur, er viðkomandi eðlilega kallaður á teppið.
    --Slíkt þíði ekki endilega brottrekstur sé niðurstaðan, en slíkt sé eðlilega til skoðunar, en starfsmaður þurfi þá væntanlega að sannfæra forstjórann að hann muni ekki brjóta af sér aftur - að starfsmaðurinn sé enn fullur áhuga á starfinu, og því að vinna fyrir fyrirtækið o.s.frv.

M.ö.o. mér finnst að Repúblikanar ættu með réttu að samþykkja að kalla Donald Trump til yfirheyrslu í þingsal - láta hann svara fyrir lögbrotið.
--En eins og í ímynduðu tilviki milli starfsmanns og forstjóra, þurfi niðurstaðan ekki að vera brottrekstur - en eðlilegt að svör þau sem veitt séu við spurningum, hafi áhrif á það hver niðurstaða slíkra bollalegginga yrði.

Office of Management and Budget—Withholding of Ukraine Security Assistance

 

Ég tek auðvitað fram, að sú útkoma að líklega verði ekki gengið þannig á forsetann kemur mér alls ekki að óvörum!

Hinn bóginn, þarf þingið að gæta að sínum rétti - en þingið hefur löggjafar-valdið.
Meðan forsetinn á að hlíða lögum, sem þíðir - þingið setur honum reglurnar.
--Ef forsetinn, brýtur lög - þá er hann einnig að ganga á rétt þingsins.

Það er óhjákvæmilega alltaf togstreita milli - framkvæmdavalds og þings.
Þ.s. framkvæmdavald gjarnan vill leitast við að - víkka út sitt vald.
Meðan að þingið - leitast við að verja þau valda-mörk er hafa tíðkast.

  1. En punkturinn í þessu er sá, að ef þingið bandaríska gætir ekki þess, að viðhalda sinni stöðu sem verið hefur - milli framkvæmda-valds og þings.
  2. Getur afleiðingin orðið sú, að veita framkvæmdavaldinu aukið vald-svið umfram þ.s. áður hefur tíðkast.

Slíkar breytingar þurfa alltaf að fara fram með mikilli gætni.
Því erfitt getur síðar verið að færa - strikið aftur til baka.
--Höfum í huga, víkkað vald-svið gildir þá einnig fyrir næstu forseta.

M.ö.o. er málið miklu mun stærra en vera einungis um -- Trump.
Hinn bóginn, hefur umræðan lítt snúist um það víkkaða valdsvið -- sem gæti af hlotist.
--Ef Trump fær vilja sínum framfylgt, að þingið láti það athuga-laust að Trump taki sér aukið vald umfram það vald sem embætti forseta hefur hingað til haft.

 

Höfum í huga, bandarísk stjórnlög hafa um margt verið fyrirmynd!

Eins og ég skil úrskurð - Office of Management and Budget - þá gilda sömu reglur í Bandaríkjunum um rétt forseta til að hafa afskipti af gildi laga.
--Og gilda um rétt íslenskra ráðherra til að skrifa reglugerðir.

Réttur til skrifa reglugerð, er alltaf skv. gildandi lagaramma!
--M.ö.o. Alþingi veitir heimild skv. lögum.
--Ef slík heimild er ekki veitt, er hún ekki til staðar - punktur.

  1. M.ö.o. getur íslenskur ráðherra, ekki gripið fram fyrir Alþingi að vild.
  2. Eins og ég skil úrskurð lögfræðiskrifstofu Bandaríkjaþings, virkar þetta með sama hætti fyrir Bandaríkjaforseta.

Þ.e. ekki sé til staðar almennur réttur til að - breyta virkni laga með skipun.
Heldur þurfi viðkomandi lög, að skilgreina slíkan rétt - til að sá réttur sé til staðar.
Samtímis, sé sá réttur, takmarkaður af þeirri skilgreiningu!

  • M.ö.o. er punkturinn sá, að réttur Trumps til að gefa skipun um að greiðslur til Úkraínu yrðu tímabundið stöðvaðar, ekki til staðar.
  • Þ.s. þingið hafi er það samþykkti lög um þá aðstoð til Úkraínu sem þær greiðslur eru hluti af, aldrei veitt embætti forseta - heimild til að hlutast til um virkni þeirra laga.

M.ö.o. hafi því afskipti forseta - brotið á rétti þingsins hins bandaríska.
M.ö.o. verið lögbrot!
--Að sjálfsögðu er fyrirmyndin hvernig þetta virkar á Íslandi, upphaflega frá Bandar.

 

Niðustaða

Ég er ekki að segja -- þingið eigi að reka Trump.
Heldur að, þingið ætti að ganga á hann -- kalla á teppið í þingsal.
Fá hann til að svara fyrir lögbrot sitt -- biðjast afsökunar, og lofa bót og betrun.
--Auðvitað, ef hann hafnaði því að biðjast afsökunar - væri brottrekstur eðlilegur.

 

Kv.


Eftirlitsskrifstofa bandaríska þingsins staðfesti að Trump braut bandarísk lög - þar með virðist hafið yfir vafa að réttarhöld yfir Trump standist lög

Bendi fólki á að meirihluti Repúblikana á sínum tíma, stóð fyrir réttarhöldum yfir Bill Clinton fyrir að hafa logið að þinginu um -- um framhjáhald með Monicu Levinsky.
Þó mörgum hafi virst framhjáhald smámál, þá fór mað mál í formlegt þingréttarhald.

Trump impeachment trial opens as watchdog faults White House on Ukraine

White House broke law by withholding Ukraine aid, watchdog finds

Office of Management and Budget—Withholding of Ukraine Security Assistance

Faithful execution of the law does not permit the President to substitute his own policy priorities for those that Congress has enacted into law.  OMB withheld funds for a policy reason, which is not permitted under the Impoundment Control Act (ICA).  The withholding was not a programmatic delay.  Therefore, we conclude that OMB violated the ICA. 

Fólk getur opnað hlekkinn beint á skjalið - en þessi stutti texti er niðurstaðan.
Að þar sem að þingið hafi verið búið áður að ákveða að Úkraína fengi tiltekna fjárhagsaðstoð, formlega binda þá ákvörðun um aðstoð í lög.
--Hafi forseta ekki verið heimilt, að grípa fram fyrir þá ákvörðun þingsins.

  1. M.ö.o. hafi það verið lögbrot er forseti Bandaríkjanna, ákvað að halda eftir aðstoð þeirri sem Úkraína átti að fá skv. lögoði þingsins - sem hann gerði í nokkra mánuði.
  2. Til þess að uppfylla lög, hefði væntanlega Donald Trump þurft að fá - sérstaka heimild þingsins.

Donald Trump hefur aldrei þrætt fyrir að hafa haldið þessum peningum - tímabundið eftir, heldur hefur Donald Trump og ríkisstjórn hans, ávalt staðhæft að fullkomlega löglegt - jafnvel eðlilegt hafi verið, að tímabundið halda þessu fé.

  • En nú hefur Eftirlitsskrifstofa Bandaríkjaþings, formlega úrskurðað um lögbrotið.

 

Þetta þíðir þó að átyllan um - impeachment er að fullu til staðar!

Það liggur fyrir staðfest lögbrot - eins og til staðar var staðfest lögbrot í tilviki Bills Clinton.
--Hinn bóginn, er hnakkryfist um tilgang þess að Donald Trump hélt tímabundið eftir því fé sem Bandaríkjaþing hafði lögfest að Úkraína ætti að fá.

Ef einhver man eftir frægu símtali við Zelensky forseta Úkraínu -- þá óskaði Donald Trump eftir því að Hunter Biden, sonur Joe Bidens frambjóðanda, yrði rannsakaður af Úkraínustjórn.
--Þegar Donald Trump ræddi við Zelensky, var Donald Trump með peningana í haldi.

Þar með, vilja margir meina - að Zelensky hafi verið undir, óeðlilegum þrýstingi.
Töluvert síðar, fékk Úkraína peningana fyrir rest afhenta.
--Stjórn Úkraínu, hóf þá rannsókn sem forseti Bandaríkjanna óskaði eftir sem sérstökum greiða.

  1. Það liggur ekkert fyrir hvað Hunter Biden ætti að hafa gert af sér.
  2. Eina sem ég hef séð, bent á greiðslur til lögmannsstofu Hunter Biden -- rausnarlegar greiðslur, hef ég hvergi séð nokkra útleggingu á því, fyrir hvaða lögmannsvinnu stofa Hunter Biden var að fá greitt - eða ekki.
  3. En þá var H. Biden stjórnarformaður -Burisma- sem er gasfyrirtæki í Úkraínu.
    --M.ö.o. hef ég ekki hugmynd hvort sú greiðsla var eðlileg/óeðlileg.
    --Sjálfsagt á að skína í gegn, að e-h sé óeðlilegt við þær greiðslur.
    En ég hef aldrei séð nokkra eiginlega útskýringu á málinu.

En punkturinn sem margir benda á, er að H. Biden er sonur Joe Biden -- þannig að það virðist mörgum greinilegt, að Trump var að beita Úkraínu þrýstingi -- til að grafa upp eitthvað hugsanlega óþægilegt fyrir pólitískan keppinaut.
--Bendi á að staðfest er nú, Donald Trump braut lög með því að halda fénu eftir.

En málið er, að það getur einnig verið lögbrot það að - beita annað land þvingun í von um að það land reddi - pólitísku óþægilegu sem forsetinn telur sig persónulega geta notað sér til framdráttar!
--En bandarísk kosningalög banna erlend afskipti af bandarískum kosningum, þ.e. útlendingum slík afskipti.

  • Samtímis, er bandarískum borgurum bannað að stuðla að lögbroti.
    --Sem sagt - Trump gæti verið, samsekur.

Tilvitnanir úr eftirfarandi lögum: 52 USC 30121, 36 USC 510

  1. A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election.
  2. A solicitation is an oral or written communication that, construed as reasonably understood in the context in which it is made, contains a clear message asking, requesting, or recommending that another person make a contribution, donation, transfer of funds, or otherwise provide anything of value.

Punkturinn er sá - eins og kemur fram - að erlendur einstaklingur má ekki taka þátt í tilraun til að hafa áhrif á bandaríska kosningahegðan! Og á sama tíma, má bandarískur einstaklingur ekki stuðla að lögbroti - sbr. solitiation.
--Sem á íslensku orðleggst sem, samsekt.

Nú þegar - þingréttarhöld yfir Trump eru að hefjast!
Þá er það áhugaverð rétt er þau hefjast - að fá staðfestingu Eftirlitsskrifstofu þingsins.

 

Niðurstaða

Virðist staðfest, að Donald Trump vissulega framdi a.m.k. eitt lögbrot skv. úrskurði -- Government Accountability Office. Þar með ætti rifrildi um lögmæti þingréttarhalds að hætta, þ.s. að staðfest lögbrot liggur fyrir.
Hinn bóginn reikna ég með því, að mikið verði fjallað um tilgang meintan eða raunverulegan Donald Trumps - með því lögbroti.

Donald Trump hefur að hafnað því að hafa beitt Úkraínuforseta þrýstingi til að rannsaka - bandarískan einstakling, sem er einnig sonur eins helsta pólitíska andstæðings Donalds Trumps.
Hinn bóginn, verður því ekki neitað að ríkisstjórn Bandaríkjanna heldur fénu eftir - þegar frægt samtal á sér stað þ.s. Trump óskar eftir því við Zelensky að hann geri sér greiða. Það sé ekki heldur hægt að þræta fyrir, að nokkru eftir að ljóst er að úkraínustjórn hefur opnað á slíka rannsókn -- er féð sem Úkraína átti að fá, afhent.
--Ég reikna með því, að gerð verði tilraun til þess, að sanna - fjárkúgun.

En hún væri líklega -- annað skírt logbrot eins og ég bendi á að ofan, ef unnt er að sína fram á það sönnur.

 

Kv.


Íran og Trump virðast bakka frá stríði að sinni! Hinn bóginn, í ræðu hélt Trump því ranglega fram Íran beri ábyrgð á dauða þúsunda Bandaríkjamanna í gegnum árin! Ræðan virðist heild yfir hatursræða gegn Íran!

Flestir bjuggust við mjög hörðum viðbrögðum Írana í kjölfar morðs Quassem Solmeimani hershöfðingja yfirmanns íranska lýðveldisvarðarins.
Hinn bóginn, aðgerð Írans virðist einungis hafa falist í því að rúmlega 12 eldflaugum var skotið frá Íran í átt að bandarískum herstöðvum -- Bandaríkin gáfu ekki upp nokkurt mannfall.
--M.ö.o. virðist að Íran hafi ákveðið að hætta ekki á stríð, út á dauða eins manns - þó sá hafi verið afar hátt settur, og lengi verið mikilvægur skipuleggjandi aðgerða á vegum Írans.

Trump backs away from military action against Iran

Trump avoids escalating crisis, says Iran is 'standing down'

Iran leaves an off-ramp, and Trump seems inclined to take it

Image result for war president trump

Ræða Trumps: Remarks by President Trump on Iran

At my direction, the United States military eliminated the world’s top terrorist, Qasem Soleimani. As the head of the Quds Force, Soleimani was personally responsible for some of the absolutely worst atrocities...He viciously wounded and murdered thousands of U.S. troops, including the planting of roadside bombs that maim and dismember their victims.

Ræða Trumps er afar sérkennileg -- hann virðist kenna Quassem Soleimani um dauða sérhvers bandarísks hermanns, sem farist hefur -- síðan formlegu stríði lauk í Írak eftir innrás 2003.
--En þ.e. eina leiðin sem ég fæ fullyrðingu hans, um dauða þúsunda hermanna, að ganga upp.

En Bandaríkin sannarlega urðu fyrir töluverðu manfalli, í Írak - þegar átök þar voru við al-Qaeta, og einnig í Afganistan þ.s. átök hafa verið við Talibana.
--En þ.e. algerlega absúrd, að tengja dauða þessara hermanna við Íran.

Eina skiptið sem hugsanlega má tengja dauða bandar. hermanna við Íran -- er á 9. áratug 20. aldar, Lýbanon sprengjutilræði framkv. af Hezbollah.
--En það var auðvitað löngu áður en Quassem Suleimani kom við sögu.

  • Vandamál við tal Trumps -- er hvað það er oft fullt af - bullshit.

Soleimani directed the recent attacks on U.S. personnel in Iraq that badly wounded four service members and killed one American, and he orchestrated the violent assault on the U.S. embassy in Baghdad.

Hópur íraskra Shíta reyndi að storma bandar. sendiráðið í Írak - það var eldflauga-árás á bandar. herstöð sem rakin er til annars vopnaðs shíta hóp í Írak.
--Ef Trump hefur einhverja réttlætingu fyrir drápi á Soleimani, þá er það dauði þessa eina hermanns.

  1. Bandaríkin hafa lengi haft þá stefnu að hefna harkalega fyrir -- fall á eigin hermanni.
  2. Hinn bóginn sé venja að -- senda sprengjur á einhverja herstöð þess lands, sem talið er bera ábyrgð -- ekki að drepa einn af helstu leiðtogum þess.
  • A.m.k. man ég ekki eftir nokkru dæmi þess, Bandar. hefni sín með nákvæmlega þessum hætti - þegar einn maður fellur.
    --Þegar Bandaríkin eru ekki í formlegu stríði.

Hinn bóginn, hafa fullyrðingar Trumps á þann veg Soleimani beri ábyrgð á dauða -- þúsunda bandar. hermanna í gegnum árin, engin veruleika-tengsl.
Að kalla hann, fremsta hryðjuverkamann heims -- farsakennt.

Iran’s hostilities substantially increased after the foolish Iran nuclear deal was signed in 2013, and they were given $150 billion, not to mention $1.8 billion in cash...Then, Iran went on a terror spree, funded by the money from the deal, and created hell in Yemen, Syria, Lebanon, Afghanistan, and Iraq.

Eitt versta vandamálið við ræður Trumps - er bullið í þeim.
Þarna endurtekur hann þráð, sem kennir Íran um allt sem miður hefur farið í Mið-Austurlöndum sl. áratug - sbr. stríðið í Sýrlandi, átök í Afghanistan og Írak.

Rugl er of veikt orðalag - allir vita að Írak varð fyrir innrás ISIS 2013, og meira að segja Trump ætti að vita, að íranskir aðilar tóku þátt í aðgerðum í samvinnu við bandarískan her, til að kveða niður Íslamska ríkið.
Að sjálfsögðu ber Íran ekki ábyrgð eitt á þeirri átakasyrpu sem spratt af stað í Sýrlandi.
Að tengja Íran við átök þ.s. Bandar. voru í árekstri við Talibana -- fær mann til að velta fyrir sér, hvað Trump var að reykja -- þetta er slíkt bull.

They must now break away from the remnants of the Iran deal -– or JCPOA –- and we must all work together toward making a deal with Iran that makes the world a safer and more peaceful place...Peace and stability cannot prevail in the Middle East as long as Iran continues to foment violence, unrest, hatred, and war....Today, I am going to ask NATO to become much more involved in the Middle East process.

Eina ferðina enn, vandamálið við ræður Trumps er bullið í þeim.
Trump sem sagt, miðar út frá kenningu sem á engan stað í raunveruleika, þ.s. Íran er erki óvinur alls góðs í Mið-Austurlöndum, bakvið allt slæmt sem gerist og hefur gerst.
Kenning sem er fullkomnir órar.
--Í ljósi þessa, verð ég að sjálfsögðu að hafna þátttöku NATO hugmynd hans.

  1. En hann á auðvitað við það - að fá NATO til að taka þátt í aðgerðum gegn Íran.
  2. M.ö.o. að blanda Evrópu inn í málið -- sem andstæðing Írans.

Að sjálfsögðu segi ég -- nei takk.
Þetta sé að sjálfsögðu ekki hugmynd að friði.

Finally, to the people and leaders of Iran: We want you to have a future and a great future — one that you deserve, one of prosperity at home, and harmony with the nations of the world.  The United States is ready to embrace peace with all who seek it.

Þetta kemur í endi á ræðu, þ.s. Trump fullyrðir Íran miðju alls hins illa á Mið-Austurlandasvæðinu.
--Trump virðist heimta einhvers konar fullkomna uppgjöf af hálfu Írans.

  1. Vandamálið fyrir Íran er að sjálfsögðu það sama og vandamálið er fyrir Norður-Kóreu.
  2. Nefnilega það, að Trump sjálfur sannaði er hann gekk frá kjarnorkusamkomulagi sem Obama hafði náð eftir margra ára samninga við Íran.
  3. Að það er engin leið að leggja traust á samning sem gerður væri við forseta Bandaríkjanna.

Ef næsti forseti getur einfaldlega -- fretað yfir allt sem forveri hans gerði í embætti.
Er enginn skynsamur tilgangur í að gera samninga yfir höfuð.
--Með því að labba í burtu, eyðilagði Donald Trump alla möguleika á því að gera samninga.

Hann getur því einungis -- leitast eftir því að kremja Íran í duftinu smáa.
Í því samhengi ætti hvatning hans til NATO að skoðast!
--Þ.s. hann getur ekki náð samningum, þarf hann að þvinga fram einhvers konar fullnaðarsigur.

  1. En hvernig það er hægt án stríðs.
  2. Blasir ekki við mér.

Flestir fjölmiðlar tóku þó eftirfarandi orðum Trumps:

Our great American forces are prepared for anything.  Iran appears to be standing down, which is a good thing for all parties concerned and a very good thing for the world.

Ásamt næstu orðum Trumps:

The fact that we have this great military and equipment, however, does not mean we have to use it.  We do not want to use it.  American strength, both military and economic, is the best deterrent.

Að Trump mundi ekki fyrirskipta hernaðarárásir á Íran a.m.k. að sinni!

  1. Þrátt fyrir þetta - hef ég miklar áhyggjur af því hvernig Trump talar um Íran, sem miðju hins illa í Mið-Austurlöndum - fullyrðir tóma þvælu að Íran beri ábyrgð á dauða þúsunda Bandaríkjamanna.
  2. Því þau orð, hljóma sem hugsanleg tilraun til að byggja upp - stuðning meðal Bandaríkjamanna fyrir stríði gegn Íran.

Að því leiti líkist þetta -- lygaherferðinni 2003 um svokölluð - Weapons of Mass Destruction.
En þá byggði Bush stjórnin upp ímyndaða hættu -- fór síðan í stríð til að eyða henni.

 

Niðurstaða

Það sem ég hef mestar áhyggjur af, eru fullyrðingar Trumps að Íran beri ábyrgð á dauða þúsunda Bandaríkjamanna í gegnum árin -- George W. Bush, gerði a.m.k. tilraun til þess fyrir stríðið gegn Írak 2003, að láta líta svo út hann hefði sannanir fyrir fullyrðingum sínum um meint ógnarvopn Íraks.
En ég kem ekki auga á nokkurn tilgang annan fyrir því að halda því fram að Íran sé ábyrgt fyrir dauða þúsunda Bandaríkjamanna í gegnum árin, m.ö.o. að Íran sé sá erkióvinur sem hafi skaðað Bandaríkin hvað mest í gegnum árin, en að Trump sé að leitast við að safna fylgi fyrir stríði við Íran.
Að tala um - frið inni í ræðu þar sem hann aurar með hreinum lygum yfir Íran, er að sjálfsögðu ekki sannfærandi. Hann gerir ekki einu sinni tilraun til að láta lygarnar hljóma sennilegar.
En allir sem hafa fylgst lengi með fréttum af Mið-Austurlöndum, vita að al-Qaeta bar megin ábyrgð á mannfalli Bandaríkjamanna í Írak árin eftir 2003, róttækur Súnní hópur sem hatar Shíta og að Talibanar bera ábyrgð á mannfalli Bandaríkjamanna í Afganistan, annar róttækur Súnní hópur sem hatar Shíta.
Trump getur þar með einungis treyst á að fólk sem hafi enga þekkingu á Mið-Austurlöndum, taki ekki eftir því að fullyrðingar um ábyrgð Írans á þeim átökum -- eru fullkomnar staðleysur.


Kv.


Stríð milli Bandaríkjanna og Írans virðist yfirvofandi - í ljósi harðra ummæla Trump

Ég vísa til ummæla Trumps á Twitter:

  1. Donald J. TrumpVerified account @realDonaldTrump Iran is talking very boldly about targeting certain USA assets as revenge for our ridding the world of their terrorist leader who had just killed an American, & badly wounded many others, not to mention all of the people he had killed over his lifetime, including recently....2:52 PM - 4 Jan 2020
  2. Donald J. TrumpVerified account @realDonaldTrump The United States just spent Two Trillion Dollars on Military Equipment. We are the biggest and by far the BEST in the World! If Iran attacks an American Base, or any American, we will be sending some of that brand new beautiful equipment their way...and without hesitation! 9:11 PM - 4 Jan 2020

Íranska lýðveldið frá stofnun 1979!

Hefur ávalt haft þá stefnu, að svara fyrir sig - líku líkt m.ö.o. Íranska lýðveldið í kjölfar byltingarinnar í Íran er Resa Palavi keisari var hrakinn frá völdum 1979, hefur nánast stöðugt þaðan í frá verið í átökum af einhverju tagi.
Hvað Bandaríkin varðar má vera þau líti svo á að Íran hafi átt upptökin, sbr. gíslatöku-atburðinn fræga, er sendiráð Bandaríkjanna í Teheran var tekið í áhlaupi af æstum múg, síðan sendiráðsfólki haldið í gíslingu mánuðum saman -- það mál endaði þó án manntjóns.
Enginn vafi sá atburður átti einhvern þátt í, hve hörð afstaða Bandar. til hins nýja íslamska lýðveldis Írans þróaðist í að vera.
Hinn bóginn, í ljósi árásar Saddams Hussain á Íran er hratt af stað stríði við Írak frá 1980-1988, í ljósi þess að Bandar. kusu að styðja við stríð Saddams gagnvart Íran -- í ljósi þess að mannfall Írana + Íraka var samanlagt um milljón, þar af mun fleiri Íranar.
--Er vart hægt að halda því fram að halli á Bandaríkin, hvað varðar hver gerði hverjum skráveifur -- Bandaríkin hafi ef það var hefnd hefnt sín í mjög háu margfeldi.

Íran hefur í reynd ekkert gert Bandaríkjunum mikið síðan -- bendi á að Íran og Bandaríkin höfðu samvinnu við það að eyða, Íslamska ríkinu svokallaða.
--Var samvinna milli Bandar. hers og Íranska-lýðveldisvarðarins þar um, og hópa innan Írak sem eru shítar en vopnaðir sem einnig tóku þátt í þeim átökum.
Það er ekki langt síðan þau átök tóku enda!

  1. Umkvartanir Bandaríkjanna, lúta fyrst og fremst að þeirri staðreynd, að Íran hefur grætt mjög mikið -- á mistökum Bandaríkjanna sjálfra.
    Áhrif Írans hafa aukist mikið á kostnað bandamannaríkja Bandaríkjanna á svæðinu.
  2. Stærstu mistök Bandaríkjanna, var auðvitað 2003 innrásin í Írak - en þ.s. þá gerðist, að afar fjandsamlegri stjórn Bath flokks Saddams Hussain, minnihlutastjórn íraskra Súnníta -- var lögð í rúst.
    Bush kom á lýðræðiskerfi í Írak í kjölfarið, sem í sjálfu sér var jákvæður atburður.
    Hinn bóginn, var það strategísk mistök - því lýðræði leiddi að sjálfsögðu til þess að meirihluti Íraka komst til valda - þ.e. íraskir shítar.
    Íraskir shítar eru auðvitað - vinveittir Íran.
  3. Það þíddi, Bandaríkin skiptu út fjandsamlegri ríkisstjórn er hafði öflugan her - fyrir vinveitta fyrir Íran ríkisstjórn.
    Írak hætti að halda aftur af Íran, varð þess í stað vinveitt ríki er þar með var ekki lengur blokkerandi fyrir vöxt áhrifa Írans - Íranar þurftu ekki lengur að hafa fjölmennan her á þeim landamærum, gátu fókusað í aðrar áttir, o.s.frv.
    --Fyrir utan að Íranar fengu samgöngur í gegnum Írak, þeir ekki áður höfðu.
  4. Stríðsátökin í Sýrlandi, uppreisn er hófst sumarið 2011 er þróaðist yfir í borgarastríð -- síðan eftir að borgarastríð hefst sáu margvíslegir utanaðkomandi aðilar þá upplausn sem það stríð orsakaði í landinu sem tækifæri -- þannig að einungis ári eftir að það stríð hefst, eru utanaðkomandi hópar hratt vaxandi þáttur í þeim átökum - ISIS kemur til skjalanna, 2013 þ.e. tveim árum eftir stríðið hefst.
    --Fólk þarf að hafa rétta tímalínu, þ.e. upphafleg uppreisn er sjálfssprottin uppreisn með rætur í landinu sjálfu.
    --En stríðið leiðir strax til upplausnar -- sú upplausn gerir utanaðkomandi aðilum kleyft, að mæta á svæðið -- ca. ári síðar eru utanaðkomandi hópar þegar orðnir áhrifamiklir.
    --En ISIS tekur ekki til starfa í Sýrlandi fyrr en 2013, en verður þá hratt öflugt.
    **2014 eftir að hafa byggt sig upp í upp.
    Hinn bóginn, niðurstaða þess stríðs virðist hafa styrkt veldi Írans enn frekar, þ.e. í dag er Íran með her í Sýrlandi Íran áður ekki hafði, sýrlenska ríkið er miklu veikara en áður - vart lengur sjálfstæður valdaaðili - Hesbollah er einnig með her í Sýrlandi er Hesbollah áður ekki hafði og ræður þar einnig svæði við landamæri Lýbanon. 
    --Þetta hafi leitt til þess, að Sýrland sé í dag lítið meira en svokallað -protectorate.-

Auðvitað hugsanlegt að einhverjir Bandaríkjamann kenni Íran um árás sem Hesbollah gerði í Lýbanon í forsetatíð Reagans á bandarískt lið er það um skamma hríð var í Lýbanon, skv. yfirlýstri stefnu að stuðla að friði hvort sem það var raunverulega stefnan eða ekki, hið minnsta litu Hesbollah samtökin á þær liðssveitir sem fjandsamlegar sér og í kjölfar þeirrar árásar -- fóru Bandaríkin með lið sitt frá Lýbanon.
Hinn bóginn, var stríðið milli Íraks og Írans þá enn í gangi, Bandar. studdu þá Saddam -- þannig að ég sé ekki að Bandaríkin geti í nokkrum skilningi í tengslum við þann verknað, átt nokkra óhefnda harma.

  1. Ef maður skoðar einungis rás atburða eftir 1990, þá hafa ekki verið nokkur bein átök milli Bandaríkjanna og Írans.
  2. Íranar hafa ekki gert nokkrar innrásir í bandalagsríki Bandar., einungis grætt á mistökum Bandar. sjálfra -- sem hefur leitt til þess að veldi Írans hefur vaxið töluvert á kostnað áhrifa Bandar. á svæðinu.

Morðið á Quassem Solmeimani hershöfðingja -- hefur að ég fæ séð, enga skýra réttlætingu.
En sem undirbúningur fyrir stríð við Íran -- en yfirmaður íranska lýðveldisvarðarins, hefur verið í gegnum árin mjög öflugur leiðtogi varðarins - í sjálfri framlínu margvíslegra skugga-átaka bandamanna Bandar. og Írans.
--Án vafa hafa margir beðið bana í því skugga-stríði, Soleimani verið öflugur liðsstyrkur fyrir málstað Írans í þeim skugga-átökum.

  • Ef Bandaríkin fyrirhuga stríð, þá er rökrétt að ráða Soleimani af dögum.
    Því, líkur eru á að sá er taki við, sé ekki eins snjall.
    Þó svo sé langt í frá öruggt.
  • Að taka af lífi mikilhæfan leiðtoga, getur verið rökrétt aðgerð -- þegar stríð er fyrirhugað.

En ef tilgangurinn er ekki að hefja stríð - er mjög erfitt að sjá nokkra skýra rökhugsun í þeirri ákvörðun.

 

Ég verð því að áætla að það sé rétt, að Trump fyrirhugi sennilega stríð!

Trump hafi vitað sem er - að Íran svarar alltaf fyrir sig, stefna sem Íran hóf í átökum við Saddam Hussain -- hefur síðan alltaf fylgt í gegnum hin löngu ár leynistríða við Saudi-Arabíu og Sameinuðu Furstadæmin, líklega einhverju leiti við Ísrael.
--Enginn veit hvað Íran akkúrat gerir, en morð á 3ja æðsta manni Írans. 
--Líklega kallar á morð á einhverjum afar hátt-settum, annaðhvort í Bandar. eða SA.

  1. Málið er að sá skali af aðgerðum sem Trump lísir yfir, þíðir stríð!
  2. Það geti vart verið spurning.

Þannig, að yfirlýsing Trumps - sé yfirlýsing um - casus belli.
Þ.e. stríðs-átyllu!

Stríðs átylla, er taktísk aðgerð - tilraun til að lísa af sér ábyrgð fyrir upphaf stríðs.
Með yfirlýsingunni, ætlast hann þá til að - aðrir kenni Íran um!
--Þegar hann hefur stórfelldar árásir á Íran, í kjölfar þess að Íranar hefna morðsins á Quassem Soleimani, með einhverjum eftirminnilegum hætti.

  • Þá verður stríðið hafið!

Reikna má með því, Íranar beiti vopnuðum hópum shíta innan Íraks, sem ráðist þá þegar á hermenn Bandaríkjanna hvar sem þá er að finna í Írak - en enn hafa Bandar. 5þús. þar.
Fyrir utan, má reikna með að Hesbollah ráðist á Ísrael, í tilraun til að blanda Ísrael inn í stríðið -- Hesbollah mundi líklega ráðst með nægilegum krafti, til að Ísraelar telji sig þurfa að svara með fullri árás á Lýbanon, og líklega Sýrland að auki.
--En Hesbollah, er einnig með verulegt lið þar, líklega yrði einnig ráðist að Ísrael þaðan.

Fyrir utan þetta, mundi Íran beita Lýðveldis-verðinum utan landsteina, með klassískum aðferðum skugga-stríð, þ.e. sambærilegar árásir við það sem bresku SAS sveitirnar oft framkvæmdu í Seinna-stríði.
--Árásir með tækni skæruliða jafnvel hryðjuverkahópa, en framkvæmdar af hersveitum undir stjórn ríkis.

  • SAS sveitirnar voru alræmdar!

Verður örugglega ráðist á herstöðvar Bandaríkjanna með þannig aðferðum -- herstöðvar Bandar. í Evrópu t.d. líkleg skotmörk, og síðan hvarvetna annars staðar þ.s. Íranar geta.

 

Fyrir rest mundi Íran síðan klára kjarnorkuvopnaáætlun sína!

En það yrði líklegust afleiðing stríðs -- að Íran verður að óvinveittu Bandar. kjarnorkuveldi.
--Þ.e. árásir Bandar. tryggi þá útkomu, stað þess að hindra hana!

Málið er að Íranar grófu mikilvægustu þætti kjarnorkuáætlunar sinnar undir írönsk fjöll.
--Grafið niður í sérstyrkt byrgi undir fjöllum.

Þegar George W. Bush - skipaði Pentagon að gera áætlun um eyðileggingu kjarnorkuáætlunar Írans, kom Pentagon með áætlun -- um skammtíma innrás.
--Þ.s. að eina leiðin til að eyðileggja þ.s. grafið er undir fjöll, væri að hertaka þá staði með landher, síðan beita verkfræðingsveitum hersins til að sprengja þá staði.

  1. Eins og staða mála er í Mið-Austurlöndum, hafa Bandaríkin ekki þann liðsstyrk á svæðinu er dygði til slíkrar árásar.
  2. Þannig að það virðist þá fyrirhugað, að beita víðtækum loftárásum.

Það mundi þó ekki knýja Íran til uppgjafar, mundi ekki heldur stoppa kjarnorkuvopnaáætlun Írans - heldur knýja Íran til að setja kjarnorkuvopnaáætlunina á turbo.
--Stríðið mundi þá standa þangað til Íran, hefði sannað að það gæti beitt kjarnorkuvopnum.

En á þeim punkt-, mundu meira að segja -- hægri sinnaðir Repúblikanar líklega ákveða, frekara stríð óðs manns æði.
--Niðurstaðan yrði þá, Íran óvinveitt kjarnorkuveldi - sú útkoma tryggð.

Fyrir utan að hundruð þúsunda geta hafa látið lífið í loftárásum, og öðrum árásum.
--Ef Bandar. safna liði til innrásar, hefja innrás -- mundi mannfallið geta farið yfir milljón, þar af einhver þúsund Bandaríkjamanna.

Ólíklega mundu Bandar. haldast mjög lengi í Íran - Íran líklega strax stefna aftur að kjarnavopnum, ef og þegar sá her færi - ef af innrás mundi verða.
--Ef innrás er verður fyrirhuguð, verður sá undirbúningur ljós í mánuði áður en til skarar væri látið skíða, þ.s. söfnun nægs liðsstyrks tekur þann tíma - og það er ekki hægt að fela slíkt á gerfihnattaöld.

  • En ef Bandar. gera enga innrás, stríð fer fram með loftárásum og óhefðbundnum her-mótaðgerðum Írana - þá verður Íran kjarnorkuveldi fyrir rest án nokkurs sennilegs vafa, og það líklega bindur fyrir rest endi á þau átök.
  • Í hvorugu dæminu, sé ég Bandaríkin græða á þessu! Þ.e. hvort að átök verða án innrásar, eða með innrás -- tjón Bandar. yrði líklega meira í seinna tilvikinu.
    Orðstír hnekkir þeirra að sjálfsögðu þá einnig enn stærri.

 

Niðurstaða
Mér virðist það stefni því miður í stríð í Mið-Austurlöndum milli Bandaríkjanna og Írans, það líklega hefjist einhverntíma á nk. vikum. Líklegur endir þess stríðs, yrði sennilega eftir að Íran sannar eign og síðan getu til að beita kjarnorkuvopnum. Bandaríkin koma örugglega ekki til að græða nokkurt á þeim átökum. Tap þeirra yrði líklega meira, ef þau safna liði fyrir innrás og hefja síðan innrás, en ef átök fara einungis fram með lofthernaði af hálfu Bandar. - óhefðbundnum hernaði af hálfu Írans og bandamanna Írans. Í því tilviki endar stríðið líklega þegar Íran sanna getu til að beita kjarnorkuvopnum, þannig að endanleg afleiðing stríðs yrði þá sennilega sú að tryggja að Íran verði óvinveitt Bandar. kjarnorkuveldi.
Fyrir utan það, eftir að slíku stríði væri lokið, mundi Íran án vafa halla sér mjög ákveðið að Rússlandi og Kína -- Íran þyrfti þá líklega verulega efnahags-aðstoð, Kína væri þá sennilega eini valkosturinn, svo að stríð líklega endar þá á að færa Íran upp í hendurnar á Kína. 
--Kína hefur nægt fjármagn til að endurreisa Íran, þaðan í frá má sjálfsagt reikna með nánu bandalagi þar á milli, á kostnað að sjálfsögðu áhrifa og valda Bandar. í Mið-Austurlöndum. M.ö.o. að á enda, verði líkleg niðurstaða að stríð flýti fyrir hnignun áhrifa Bandaríkjanna á svæðinu.
--M.ö.o. að það hefði verið mun skárra, að ef stefnu Obama hefði verið fram haldið.

Kv.


Taflið um Líbýu - Erdogan, Pútín, Krónprins SA, Donald Trump - hver nær olíunni og gasinu?

Donald Trump varaði Erdogan við því að blanda sér inn í málefni Líbýu, sagði innkomu Tyrklands mundi flækja stöðuna í landinu -- en vitað er að General Haftar hefur sl. 6-10 mánuði gert ítrekaðar tilraunir til að taka gömlu höfuðborg Líbýu Tripoli.

Trump warns about Libya meddling after Turkey votes to send troops

Kortið sýnir vígstöðuna! Eins og sést, þá fór Haftar með her sinn djúpt inn í eyðimerkur Líbýu, hóf síðan tangarsókn frá eyðimörkinni beint að höfðuðborginni.
--Þannig fór hann framhjá varnarlínum Tripoli stjórnarinnar á ströndinni!

File:Western Libya Operation (2019).png

Það sem gerir stöðuna áhugaverða - Trump, Pútín, Mohammed Bin Salman Al Saud - allir í senn styðja Haftar hershöfðingja!

Erdogan hefur nú formlega heimild tyrkneska þingsins til að senda her til aðstoðar Tripoli-stjórninni -- ekki er almennilega vitað hvað Donald Trump gengur nákvæmlega til.
--Að virðast þarna óvænt kannski vera í bandalagi við Pútín og Bin Salman - samtímis.
--Fyrir utan þetta, hefur Sisi hershöfðingi landstjórnandi í Egyptalandi, sent mótmæli.
En ég lít ekki á Sisi sem sjálfstæðan aðila, eftir allt saman fjármagnaði SA - byltingu hersins undir stjórn Sisi, hefur stutt ríkisstj. Sisi síðan með ómældum fjárframlögum.
Þar fyrir utan, hefur SA verið að fjármagna Haftar hershöfðingja, virðist sennilegt að SA þ.e. Bin Salman krónprins, vilji krækja sér í annað leppríki á strönd Miðjarðarhafs.
Allir ættu að vita, hversu ákveðið Donald Trump hefur stutt við Bin Salman, komt skírt fram þegar Bin Salman lenti í vandræðum í kjölfar morð sem hann líklega fyrirskipaði á þekktum blaðamanni.
--Hinn bóginn, veit enginn - af hverju Trump er svo náinn Bin Salmann, manni óneitanlega grunar fjárhagslega hagsmuni - þ.e. persónulega fjárhagslega hagsmuni, enda Al Saud fjölskylduveldið gríðarlega auðugt, miklu persónulega auðugra en Trump fjölskyldan.
--Ég get vel trúað Trump til að hafa - spillingar-tengsl við Bin Salman. Þannig, útskýrist náið samband það sem virðist milli hans og Bin Salman, er hafi leit til að DT hafi fyrir augum allra stutt Bin Salman með ráð og dáð.
--Ég verð að ætla, að stuðningur Trumps við Haftar - komi í gegnum samband hans sem líklega er þá persónulega fjárhagslegs eðlis við Bin Salman, þannig hann fylgi Bin Salman að málum í þessu tiltekna máli.

  1. Hinn bóginn, er stór spurning -- af hverju Pútín er einnig kominn inn í leikinn, einnig til stuðnings Haftar hershöfðingja!
  2. Það þarf alls ekki vera, Pútín sé í samskiptum við DT og Bin Salman, um hans hlutverk í þessu.

En Rússland hefur sent þekktan málaliðaher á svæðið - Wagner Group, er orðinn heimsþekktur málaliðaher, hefur Pútín nú beitt liðssveitum Wagners - um víðan völl - A-Úkraínu, Miðafríkulýðveldinu, Venezúela, og þær liðssveitir berjast nú með her Haftars hershöfðingja.
--Með því að nota málaliða, þá viðhefur Pútín svokallað -deniability- þó allir að sjálfsögðu viti mæta vel, að Wagner gerir ekkert nema liðssveitir hans fái greitt í beinhörðu.

Fyrst að gas er undan ströndum Egyptalands og Ísraels, er það örugglega einning undan ströndum Líbýu

Related image

Að Erdogan mæti á svæðið með herlið líklega á næstunni er áhugavert!

Engin leið er að vita til hvers það leiðir - en hingað til hefur stuðningur utanaðkomandi aðila við Haftar ekki verið það rosalega öflugur, til þess að sterk innkoma geti ekki gerbreytt stöðunni aftur.
--Þegar hefur Erdogan sent hergögn til Tripoli stjórnarinnar.

Sem tæknilega hefur stuðning Evrópusambandsins, en t.d. Ítalía hefur stutt við þá stjórn sérstaklega - til þess að fá þá stjórn til að halda aftur að flóttamanna aðstreymi yfir Miðjarðarhaf.
--En aðkoma Haftars hefur truflað það mál verulega, leitt til þess að nokkrum fjölda flóttamannabúða varð að loka, nokkur flóttamanna-bylgja hefur því verið upp á síðkastið yfir hafið.

Síðan nýtur Tripoli stjórnin, viðurkenningar Sameinuðu-Þjóðanna.
Samt sem áður er í gildi - vopnasölubann SÞ til allra stríðsaðila.
--Bann sem virðist fyrst og fremst gagnast, Haftar.

Enda segir Donald Trump í orðsendingu sinni, mikilvægt að virða vopnasölubannið.
En að sjálfsögðu brjóta allir þeir aðilar er veita Haftar aðstoð það bann.
--Þannig, orð Trumps um að Tyrklan eigi að virða bannið.

Þíðir eiginlega -- vogaðu þér ekki að skipta þér af.

  1. Spurning hvort að glænýr gassölu-samningur Ísraels við Kýpur og Grikkland, skipti máli: Israel, Greece and Cyprus set to seal €6bn gas pipeline deal.
    Tyrkland hefur hávært mótmælt þessu samkomulagi, en samningurinn virðist fela í sér að Ísrael hafi tekist að fá Grikkland og Kýpur til að setja niður deilur um það hvernig ætti að skipta tekjum af stórri gaslynd sem fundist hefur á landgrunni við Kýpur.
    Þ.s. að samkomulagið virðist ekki fela í sér að kröfum Tyrklands sé í nokkru mætt, þannig að Tyrkir fái sneið kökunni -- hefur ríkisstjórn Tyrklands eftir að fregnir bárust af samkomulaginu, talað því allt til foráttu.
  2. Tyrkland, kynnti í desember samkomulag um gasréttindi í lögögu Líbýu, við Tripolistjórnina: Turkey’s territorial deal with Libya stokes Mediterranean tensions.
    Viðbrögð við því samkomulagi hafa verið í þann dúr frá þeim er styðja Haftar, einnig frá Grikklandi og Kýpur - að samkomulagið það sé ekki pappírsins virði. Stjórnin í Tripoli hafi engin réttindi til að gera slíkt samkomulag fyrir hönd Líbýu - o.s.frv.

Í gangi virðist slagur um auðlyndir við Miðjarðarhaf!
Greinilega er samkomulag Tyrklands við Tripoli stjórnina - einskis virði, ef Haftar mundi takast ætlunarverkið að hertaka Tripoli borg.
--Þannig, að rökrétt í samhenginu fyrir Erdogan að senda herlið.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að hefja miklar vangaveltur um það hvað Tyrkland ætlar að gera í Líbýu, að lágmarki miðað út frá gasvinnslu samningi við Tripoli stjórnina, þarf Tyrkland að tryggja að stjórnin haldi Tripoli borg - og svæðum á strönd Líbýu sem hún enn heldur.
--Það væntanlega þíðir að Tyrkland þarf að mæta á staðinn með nokkurn herstyrk.

En þar fyrir utan hef ég ekki hugmynd. Tyrkland er auðvitað með tæplega 900þ. manna herlið heilt yfir - næst fjölmennasta í NATO. Þó Rússland sé með Wagner málaliða-her á svæðinu. Fyrir utan að þar kvá einnig vera málaliða-sveitir á vegum SA.

Þá mundi ég ætla að Tyrkland muni ekki senda það fjölmennt herlið. Að spilum yrði algerlega snúið, þannig að Tripoli stjórnin færi að sækja hart fram gegn stjórninni í Tobruk í A-Líbýu.
En tæknilega gæti Tyrkland, sent inn það stóran her að Tripoli stjórnin næði öllu landinu.
--Því fylgdi hugsanleg áhætta, að reita Pútín til reiði - þó hann virðist ekki enn vera að taka mikla áhættu - engin leið að vita hversu mikla áherslu Trump leggur í stuðning við Haftar, því algerlega óþekkt hve reiður hann gæti orðið - Erdogan er ekki vinur Bin Salmans, þannig Erdogan er líklega sama hversu reiður Bin Salman hugsanlega verður.

Tyrkland er a.m.k. landfræðilega mun nær svæðinu en Rússland. Þannig, út frá samgöngum séð, ætti Tyrkland eiga auðveldar með að styðja við herstyrk í V-hluta Líbýu.
--Þetta mál gæti átt eftir að verða spennandi eftir því sem árið gengur fram.

Hugsanlega gerist ekkert meir en að Erdogan tryggir það að vígsstaðan fari aftur í það jafnvægis-ástand er ríkti fyrir rúmu ári -- m.ö.o. herliði Haftars verði stökkt á flótta frá svæðum sem Haftar tók tiltölulega nýlega, t.d. gas- og olíulyndir inni í eyðimörkinni.
--Þannig pattstaða er var fyrir rúmu ári með hvora ríkisstjórn Líbýu með ca. hálft landið, væri þar með endurreist.

Þetta allt á eftir að koma í ljós.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband