48% Bandaríkjamanna andvígir Trump forseta - Trump forseti nýtur stuðnings 36% Bandaríkjamanna á sama tíma

Mig grunar að Donald Trump geti verið óvinsælasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna - eftir einungis 6 mánuði við störf. Þá meina ég, að það geti verið að enginn annar hafi verið álíka óvinsæll eða jafnvel óvinsælli eftir einungis 6 mánuði við störf!
--Þetta eru a.m.k. afar sérstakar óvinsældir!

Þetta kemur fram í könnun ABC News: Washington Post-ABC News poll.

Poll finds Trump’s standing weakened since springtime

Trump ókátur!

http://a.abcnews.com/images/Politics/GettyImages-494750710_16x9_992.jpg

  1. Ertu sáttur/ósáttur við frammistöðu Donalds Trumps sem forseta?
    Sáttir: 36%. Ósáttir: 48%.
  2. Ertu sáttur/ósáttur við störf Donalds Trumps forseta hvað varðar stöðu efnahagsmála?
    Sáttir: 43%. Ósáttir: 41%.
  3. Gengur Donald Trump vel/ílla að koma stefnu sinni fram?
    Vel: 38%. Ílla: 55%.
  4. Hefur Donald Trump staðið betur/verr en síðustu forsetar?
    Betur: 23%. Verr: 50%.
  5. Hefur leiðtogahlutverk Bandaríkjanna í heiminum styrkst/veikst í tíð Donalds Trumps?
    Styrkst: 27%. Veikst: 48%.
  6. Treystir þú/vantreystir þú hæfileikum Donalds Trumps til þess að semja við leiðtoga heims fyrir hönd Bandaríkjanna?
    Treystir: 34%. Vantreystir: 66%.
  7. Treystir þú/vanstreystir þú Donald Trump til að semja fyrir hönd Bandaríkjanna við Pútín forseta Rússlands?
    Treystir: 32%. Vantreystir: 66%.
  8. Á grundvelli þess sem þú hefur heyrt, telur þú/telur þú ekki, að Rússland hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu forsetakosninganna 2016?
    Telja Rússland hafa reynt að hafa áhrif: 60%. Telja Rússland ekki hafa reynt: 31%.
  9. Telur þú að Demókrataflokkurinn standi fyrir eitthvað, eða sé bara á móti Trump?
    37% Segja hann standa fyrir eitthvað. 52% Segja hann einungis á móti Trump.
  10. Telur þú Donald Trump samvinnuþíðan/ósamvinnuþíðan gagnvart rannsókninni á hugsanlegum afskiptum rússneskra stjórnvalda á kosningunum 2016?
    Samvinnuþíður: 37%. Ósamvinnuþíður: 52%.
  11. Var fundur Donalds Trumps yngra, Jareds Kushner, Paul Manaford kosningastjórna Donalds Trumps núverandi forseta - með rússneskum lögfræðingi er falbauð upplýsingar sem hún sagði skaðlegar Hillary Clinton; réttmætur eða óréttmætur?
    Réttmætur: 26%. Óréttmætur: 63%.
  12. Viltu halda í ObamaCare eða styður þú áætlun Repúblikana?
    ObamaCare áfram: 50%. Áætlun Repúblikana: 24%.
  13. Hvort er mikilvægara að veita lágtekjufólki aðgengi að heilsugæslu á viðráðanlegum kjörum - eða skera niður skatta?
    63% Vilja veita lágtekjufólki heilsugæslu. 27% Vilja frekar lækka skatta.

Ef maður íhugar fyrri forseta Bandaríkjanna!

Er Trump eftir 6-mánuði í embætti svipað óvinsæll og George Bush var varð á sínu seinna kjörtímabili. En hvorki Obama eða Bill Clinton fóru nokkru sinni niður fyrir 40% stuðning kjósenda.

Eins og myndin að ofan sýnir - heldur Trump ennþá stuðningi Repúblikana.
Meðan að Trump tapar töluvert stuðningi meðal fólks - sem ekki er skráð í annan hvorn megin flokkinn.

Áhugavert að einungis -- Repúblikanar virðast hafa trú á getu Trumps sem samningamanns fyrir hönd Bandaríkjanna.
--En tölurnar virðast sýna, að allir aðrir Bandaríkjamenn vantreysta getu Trumps þar um.

Ljóst virðist, að tilraun Trumps og Repúblikana - til að afnema Obama-care, virðist ekki auka þeirra vinsældir!
--Möguleiki að það mál ráði mestu um minnkun vinsælda forsetans.
--Hinn bóginn hefur nóg annað verið í gangi sl. 6 mánuði.

 

Niðurstaða

Það er eiginlega alltof veikt orðalag að tala um Donald Trump sem - umdeildan. Hann er eiginlega orðinn verulega meira en einungis umdeildur.
--Rétt að nefna að Hollande fyrrum forseti Frakklands, fór alla leið niður í einungis 3% stuðning almennra kjósenda.

Sannarlega hóf Trump ekki störf með mjög öflugan stuðning, en fall úr 42% stuðningi í 36% stuðning, er þó klárlega tilfinnanlegt áfall.
--En það hlýtur að þíða, að Trump sé stærstum hluta þegar búinn að þurrausa sitt póliíska "capital."

En mig hefur grunað að Trump verði - "Lame Duck."
--Það gæti verið búið að gerast áður en þessu ári er lokið.

En ferill Trumps niður hefur verið algerlega einstakur.
--Eða a.m.k. ég man ekki eftir nokkru sambærilegu.

 

Kv.


Ríkisstjórn Trumps sendir öllum ríkjum heims fyrirmæli sem þeim ber að uppfylla innan 50 daga -- eða þegnum þeirra gæti verið bannað að ferðast til Bandaríkjanna!

Það er óhætt að segja að einhvers staðar á hnattkringlunni, verða þessi fyrirmæld umdeild.
Margt af þessu er reyndar fullkomlega eðlilegt - en þarna er að finna atriði sem fjöldi ríkja þegar uppfylla.

Hinn bóginn er þarna einnig að finna atriði er eiga eftir að vekja athygli.
Og einnig líklega verða verulega umdeild!

U.S. demands nations hand over more traveler data

http://images.huffingtonpost.com/2016-11-09-1478731481-7938188-3-thumb.jpg

Fyrir neðan eru atriðin 10 -- sem ríkjum heims ber að uppfylla innan 50 daga!

The U.S. State Department will require all nations to provide extensive data to help it vet visa applicants and determine whether a traveler poses a terrorist threat, according to a cable obtained by Reuters

  1. Countries should issue, or have active plans to issue, electronic passports that conform to ICAO specifications and include a facial biometric image to enable verification of travel documents;
  2. Countries should regularly report lost and stolen passports, whether issued or blank, to the INTERPOL Stolen and Lost Travel Document Database to maintain the integrity of travel documents;
  3. Countries should make available any other identity information at the request of the U.S. including, as appropriate, additional biographic and biometric data and relevant immigration status.
  4. Countries should make available information, including biographic and biometric data, on individuals it knows or has reasonable grounds to believe are terrorists, including foreign terrorist fighters, through appropriate bilateral or multilateral channels;
  5. Countries should make available through appropriate bilateral or multilateral channels criminal history record information, including biographic and biometric data, on its nationals, as well as permanent and temporary residents, who are seeking U.S. visas or border or immigration benefits;
  6. Countries should provide exemplars of all passports and national identity documents they issue to the U.S. Department of Homeland Security’s Immigration and Customs Enforcement Forensic Laboratory, including applicable date ranges and numbering sequences, as required, in order to improve U.S. Government fraud detection capabilities;
  7. Countries should not impede the transfer to the U.S. Government of information about passengers and crew traveling to the United States, such as Advance Passenger Information and Passenger Name Records;
  8. Countries should not designate individuals for international watchlisting as national security threats or criminals solely based on their political or religious beliefs.
  9. Countries should take measures to ensure that they are not and do not have the potential to become a terrorist safe haven;
  10. Countries should accept the repatriation of their nationals who are subject to a final order of removal in the United States and provide travel documents to facilitate their removal;

 

  • Visa Waiver Program countries should meet the statutory and policy requirements of the Visa Waiver Program. After 50 days, the Secretary of Homeland Security, in consultation with the Secretary of State and the Attorney General, must submit to the President a list of countries recommended for inclusion on a presidential proclamation prohibiting the entry of designated categories of their nationals because those countries do not meet the new standards or have an inadequate plans to do so.

 

Atriði 8

Þetta gæti t.d. verið beint að landi eins og Tyrklandi - þ.s. hreyfing kennd við klerkinn, Gulem - hefur verið beitt ofsóknum af Erdogan sl. 12 mánuði.
Þetta gæti einnig beinst að landi eins og Rússlandi eða Kína - þ.s. fólk hefur verið fangelsað skv. mati Amnesti International, vegna skoðana sinna á pólitík.
Eða Írans, þ.s. ofsóknir gegn hópi Bahíá hafa viðgengist lengi.
--Sé því ekki að Bandaríkin geti framfylgt þessu ákvæði.

Atriði 9

Fjöldi landa í heiminum er með veikt ríkisvald - grófustu dæmin eru auðvitað lönd -- þ.s. ríkisstjórn landsins, einfaldlega ræður ekki yfir öllu landinu, sbr:

  • Afganistan þar eru stór landsvæði undir stjórn Talibana,
  • Yemen hefur 2-ríkisstjórnir er keppa um völdin í landinu og reka stríð gegn hvorri annarri,
  • Líbýa hefur 2-ríkisstjórnir sem keppa um völdin í landinu og reka her gegn hvorri annarri, Sómalía er nánast alveg í upplausn,
  • Sýrlandi að sjálfsögðu skipt milli stríðandi fylkinga,
  • Írak - en þar ræður ríkisstjórn einungis um helming landsins,
  • S-Súdan, þar er borgarastríð.

Fyrir utan þetta, er fjöldi landa sem ekki eru beint í upplausn - en þ.s. lög og regla er samt á veikum grunni.
--Fjöldi slíkra landa er í Afríku, einnig má telja einhver lönd í Mið-Ameríku og S-Ameríku til slíkra landa, og einhver Asíulanda.

  • Þá á ég við lönd þ.s. spilling er mjög mikil.
  • Eða að skipulagðir glæpahópar af öðru tagi en hryðjuverkasamtök, hafa mikil ítök.
  • Eða einfaldlega að stjórnvald er veikt - vegna þess að landið er fátækt.

--Mikið af þessum löndum, á sennilega litla sem enga möguleika til að uppfylla skilyrði ofangreind á 50 dögum, hvað þá á 5 eða 10 eða 20 árum.

Atriði 10

Það atriði snýr greinilega að - flóttamönnum eða ólöglegum innflytjendum.
--En nú á greinilega að beita þeirri hótun, að svartlista land þannig að þegnar þess fái ekki yfir höfuð að ferðast til Bandaríkjanna, ef land tekur ekki við fólki til baka.

  1. Þarna er verið að vísa til þess, vænti ég - að algengt er að fólk sé ekki með vegabréf í sínum fórum -- sem gerir það flókið að vísa því úr landi.
  2. En gjarnan, neita lönd að kannast við að viðkomandi -- sé þegn þess lands. Ef bandarísk innflytjendayfirvöld beina fyrirspurnum að því landi.

--Hinn bóginn er sönnunarbyrði erfið.

Hvernig t.d. vita Bandaríkin fyrir víst - að persóna X sé t.d. frá Sierra Leona.
--Ef viðkomandi hefur hent öllum persónuskilríkjum?
--Ef Sierra Leone, neitar að viðkomandi sé frá Sierra Leona?

  1. Tæknilega skv. þessu, gætu Bandaríkin ákveðið -- að loka á alla þegna lands, ef Bandaríkin telja að tiltekinn fjöldi einstaklinga -- sé frá því landi, þó það land þverneiti að kannast við það að þeir einstaklingar séu þaðan.
  2. Það virðist augljóst, að það verði ekki sama - hvaða land á í hlut; þ.e. lönd með veika valdastöðu í heiminum, séu miklu mun líklegri - að verða beitt slíkum hótunum.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu máli.
En fjölmennasti ólöglegi innflytjendahópurinn er náttúrulega frá S-Ameríku, og Mexíkó.
--Sumar borgir í Bandaríkjunum, jafnvel stöku fylki -- hafa neitað að starfa með FBI-skv. fyrirmælum núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Um að aðstoða FBI-í því að leita uppi fólk.

Það er óhætt að segja að málefni ólöglegra innflytjenda séu umdeilt innan Bandaríkjanna, nú sem gjarnan áður! En deilur um innflytjendamál, virðast dúkka upp innan Bandaríkjanna alltaf öðru hvoru.

Það er einnig ágætur möguleiki á -- nettri milliríkjadeilu.
Fer þó eftir því -- gagnvart hvaða ríkjum reynt væri að framfylgja þessu ákvæði, og einnig hversu langt væri gengið þar um.

 

Niðurstaða

Eitt af því áhugaverða við skjalið sem Reuters komst yfir er orðalag þess.
En klárt er af orðalaginu að -- skjalið er fyrirmæli til allra ríkja heims:

"The report outlines the new standards that all 191 countries are required
to meet..."

--"Required to meet" m.ö.o. fyrirmæli sem þau þurfa að uppfylla.

Einhvers staðar á það orðalag eftir að reka upp stór augu! Bandaríkin í sjálfu sér geta sett inngönguskilyrði til Bandaríkjanna - þannig séð setja langsamlega flest lönd heims upp einhvers konar inngönguskilyrði.

En mig grunar að flest lönd mundu vera dyplómatískari í orðalagi -- en nota orðalagið "fyrirmæli sem öll 191 ríki heims skulu uppfylla." Með þeim hætti sé skjal orðað sem sent sé til þeirra allra.
--Einhvers staðar mun það orðalag vera kallað -- hroki.

  1. Það á algerlega eftir að koma í ljós, hvernig bandarísk stjórnvöld fara með mál þeirra fjölmörgu landa - sem algerlega án nokkurs vafa munu ekki uppfylla skilyrðin innan 50 daga.
  2. En klárlega liggur fyrir sá tæknilegi möguleiki -- að löndum þeirra þegnar Donald Trump setur í ferðabann til Bandaríkjanna; að þeim fjölgi mjög verulega.

--Þetta mál gæti þar með orðið stórt sprengiefni - eða ekki.
--Fer algerlega eftir því með hvaða hætti - ákvæðunum verður framfylgt eða ekki.

 

Kv.


Forseti Bandaríkjanna - afsakar son sinn, með þeim orðum - allir aðrir hefðu gert þetta

Þetta sýnir fram á innri mann Donalds Trumps forseta, en skv. þeim orðum þá virðist hann líta á það sem sjálfsagðan hlut -- að pólitísk framboð standi fyrir vísvitandi lögbrotum.
--Þetta finnst mér algerlega einstaklega aum svör.
--Vegna þess að þau séu á ákaflega lágu siðferðisplani.

  1. En siðferðislega séð, er það ekki málsvörn.
  2. Vegna þess að allir aðrir gera þetta -- hverjir eru þá þessir allir.
  • En slík mótbára lýsir að mínu viti - skoðunum viðkomandi á öðru fólki, þ.e. hroka viðkomandi og stærilæti - einnig, afstöðu þess til laga og regla, þ.e. hver virðing viðkomandi er fyrir lögum og reglu, sem einnig beri hroka og stærilæti vitni.

Að sjálfsögðu getur það aldrei verið réttmætt fyrir forseta Bandaríkjanna, að réttlæta lögbrot - þó að sonur hans eigi í hlut.
--En málið er að um er að ræða fullkomlega skírt lögbrot, skv. minni bestu vitneskju þar um!

Sjá fyrri umfjallanir mínar um sama mál:

  1. Ljóst að sonur Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna er í raunverulegum vandræðum gagnvart bandarískum lögum
  2. Nýtt virkilega óþægilegt hneykslismál fyrir Donald Trump

Endurtek eina ferðina enn, tilvitnun í bandarísk kosningalög: 52 USC 30121, 36 USC 510

  1. A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election.
  2. A solicitation is an oral or written communication that, construed as reasonably understood in the context in which it is made, contains a clear message asking, requesting, or recommending that another person make a contribution, donation, transfer of funds, or otherwise provide anything of value.

--Algerlega skýrt, að ekki má kaupa upplýsingar af erlendum einstaklingi, ætlað að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga innan Bandaríkjanna.
--Og að sjálfsögðu má ekki bandarískur ríkisborgari taka þátt í slíku lögbroti eða stuðla að því.

Málið er að líklega sé nóg, að hafa mætt á fundinn - með þá fyrirætlan að kaupa slíkar upplýsingar.
--Ekki þurfi til að kaup fari fram!
--En samsæri um að brjóta lög, sé einnig lögbrot.

  • Til að forðast misskilning, er ég því algerlega handviss, miðað við það sem Donald Trump yngri hefur viðurkennt - að hann hafi gerst sekur um saknæmt athæfi skv. bandar. refsilöggjöf.
  • M.ö.o. að Donald Trump yngri sé þar með, sekur skv. eigin viðurkenningu.

Þannig að túlkun orða forseta Bandaríkjanna er þá skýr -- hann afsakar lögbrot sonarins!

Highlights of Reuters interview with Trump

Vissi hann á sínum tíma af fundi sonar síns með rússneskum lögfræðingi?

Donald Trump eldri: "No. That I didn’t know. Until a couple of days ago, when I heard about this. No I didn’t know about that.

--Engin leið að vita hvort forsetinn segir satt!

Hvort hann óskaði sér að hafa vitað af fundi sonarins?

Donald Trump eldri: "Look - that campaign ... I actually always thought I’d win, to be honest with you, because I’ve been winning my whole life, to be honest with you, but we started a campaign as a non-politician, and many people were skeptical. Some weren’t, some people who know me weren’t ... but many were skeptical. And it was a wild time. And we would meet with many people."

--Þetta hljómar sem persónuleg afsökun hans sjálfs - að hann hafi ekki haft yfirsýn um það við hverja var rætt, hvað var gert í hans nafni.

Kannski rétt, en einnig þægileg afsökun nú.

Donald Trump eldri, frekar um sömu spurningu: "That same meeting: a person comes in, sits, leaves, quickly. It was a 20-minute meeting, I guess, from what I’m hearing. Many people, and many political pros, said everybody would do that. If you got a call and said, 'Listen I have information on Hillary and the DNC,' or whatever it was they said, most people are going to take that meeting, I think."
“I think many people would have held that meeting."

Þetta er einfaldlega lélegt!

  1. En skársta túlkunin væri sú, að framboðið hafi hreinlega ekki haft fyrir því, að ræða við lögfræðinga -- áður en ákveðið var að ræða við fólk um kaup á hugsanlega skaðlegum upplýsingum um pólit. keppinaut.
    --Hinn bóginn, taka dómstólar aldrei það sem gilda afsökun -- að viðkomandi hafi ekki kynnt sér gildandi lög --: Þ.e. alltaf álitin skilda þegna, að þekkja lögin.
  2. Hinn bóginn - blasir við önnur túlkun: Að þessi orð bera vott um hroka. M.ö.o. þeim hafi verið drullu sama um það, hvort það væri lögbrot. En að sjálfsögðu einnig, siðferðisbrest á háu stigi.

Donald Trump eldri: “Most of the phony politicians who are Democrats who I watched over the last couple of days – most of those phonies that act holier-than-thou, if the same thing happened to them, they would have taken that meeting in a heartbeat."

Þessi orð lísa fyrirbærunum -- hroka og fyrirlitningu.

  1. Það sem gerðist var að Al Gore, fyrir kosningar árið 2000 er hann keppti við George Bush -- fékk sambærilegt tilboð; þó ekki frá útlendingi - þ.e. framboð hans fékk tilboð í gegnum e-mail, eins og Donald Trump yngri segist fyrst hafa fengið tilboð í gegnum e-mail.
  2. Al Gore kærði málið án tafar til --: FBI.
    --En um var að ræða plögg sem höfðu lekið frá forsetaframboði George Bush, leki sem hefði getað komið framboði Bush illa.

--Þetta kallar maður siðferðisþrek - því líklega hefði Al Gore getað hagnýtt sér þennan leka.
--Trump, miðað við hvernig hann talar - hefði ekki hugsað sig um tvisvar!

En eins og Donald Trump segis sjálfur frá.
Er hann sigurvegari - honum hafi aldrei komið annað til hugar en að hann mundi vinna.
--En sú hugsun getur einnig leitt fram lágan síðferðisþröskuld, að þá sé allt réttlætanlegt.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að leyna því neitt - að ég mun fagna þeim degi er Trump er ekki lengur forseti Bandaríkjanna. Mér leist aldrei á hann - það nær svo langt aftur er ég fyrst frétti af framboðs tilraunum hans, er hann hóf keppni um útnefningu Repúblikana flokksins.
--En hegðan hans sem forseti hefur í engu sannfært mig um að ég hafi dæmt hann rangt.

Og hvernig hann kemur nú fram, með hroka og stærilæti gagnvart andstæðingum, sem og hroka gagnvart bandarískum lögum -- sýni sennilega algerlega endanlega fram á það að það hafi verið virkilega hræðileg mistök fyrir þá er kusu hann forseta, að hafa gert það!
--Ég hef reyndar alltaf talið mig vita að það hafi verið mistök.

  • Það sé alltaf að koma betur og betur í ljós, að sú slæma sýn maður hafði af honum algerlega frá byrjun -- sé einfaldlega rétt.

 

Kv.


Ljóst að sonur Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna er í raunverulegum vandræðum gagnvart bandarískum lögum

Það áhugaverða er að hegðan hans virðist gefa vísbendingu í þá átt að hann átti sig ekki sjálfur alveg á því - að hann geti verið í vandræðum af þess konar tagi að þau geti komið honum í fangelsi.
--En Donald Trump yngri, eins og komið hefur fram í öllum alþjóða fjölmiðlum, birti umdeilda e-maila þ.s. hann greinilega samþykkir að mæta á fund með - rússneskum lögfræðingi.

  1. Þ.e. greinilegt af þeim e-mailum - að hann vissi að lögfræðingurinn væri rússneskur.
  2. Og hann mætti á þann fund, vegna þess að skv. þeim e-mailum var honum talin trú um að til stæði að falbjóða honum -- gögn um Hillary Clinton, er sögð voru skaðleg fyrir hennar framboð.
  • Þannig virðist e-mail syrpa hans, uppfylla skilyrði í bandarískum kosningalögum, er banna að erlendir einstaklingar geri tilraun til þess að hafa áhrif á bandarískar kosningar.
    --Í almennum bandr. hegningarlögum, er bandarískum einstaklingum að sjálfsögðu bannað að aðstoða við lögbrot.

Donald Trump yngri, 39 ára

--Í þessu tilliti skiptir engu máli hverrar þjóðar útlendingur er.
--Málið sé að um útlending sé að ræða, sem sé að falbjóða skaðlegar upplýsingar - ætlað að hafa áhrif á bandarískar kosningar!

Tilvitnanir úr eftirfarandi lögum: 52 USC 30121, 36 USC 510

  1. A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election.
  2. A solicitation is an oral or written communication that, construed as reasonably understood in the context in which it is made, contains a clear message asking, requesting, or recommending that another person make a contribution, donation, transfer of funds, or otherwise provide anything of value.

Punkturinn er sá - eins og kemur fram - að erlendur einstaklingur má ekki taka þátt í tilraun til að hafa áhrif á bandaríska kosningahegðan!

Og það líklega dugar til að koma Donald Trump yngra í vanda -- ef hann mætti til fundarins með það í huga að falast eftir upplýsingum af erlendum einstaklingi - í því skini að hafa áhrif á bandarískar kosningar.
--M.ö.o. þurfi það ekki endilega til að kaupin hafi farið fram!

 

Tilvitnanir í nú fræga e-maila Trumps yngra

'I love it': Donald Trump Jr

On June 3, 2016, Mr Goldstone emailed Mr Trump Jr to say that Aras Agalarov had been given "very interesting" information from the crown prosecutor of Russia "which would incriminate Hillary and her dealings with Russia and would be very useful to your father."
Mr Goldstone wrote: "This is obviously very high level and sensitive information.
"I can also send this information to your father, but it is ultra sensitive so wanted to send to you first."

Mr Trump Jr replied 17 minutes later.
"If it's what you say I love it especially later in the summer," he wrote.

On June 6 Mr Goldstone emailed again, offering to put Mr Trump Jr in touch with his client, Emin Agalarov.

Mr Trump Jr agreed to speak to the singer, who Mr Goldstone explained was on stage performing, but would be able to speak to him 20 minutes later.

The following day, Mr Goldstone emailed Mr Trump Jr again.
"Emin asked that I schedule a meeting with you and the Russian government attorney who is flying over from Moscow for this Thursday."

Mr Trump Jr replied: "Thanks Rob appreciate you setting this up." 

Ms Veselnitskaya then met Mr Trump Jr at Trump Tower on June 9 2016, and has described the president’s son as being desperate for information which would damage Mrs Clinton, saying they “wanted it so badly”.

--Donald Trump yngri -- klárlega vissi að hann var að hitta erlendan einstakling.
--Eins og ég benti á, ef maður notast við kosningalög Bandar. - ofangreindar lagagreinar.
--Þá skiptir engu máli hverrar þjóðar útlendingurinn sé.
--Það sem máli skipti, að blátt bann sé við því, að falast eftir upplýsingum frá erlendum einstaklingi í þeim tilgangi að hafa áhrif á bandarískar kosningar.

Þetta sé ekki -treason- þ.s. líklega sé ekki unnt að sanna að Veselnitskaya hafi verið á fundinum á vegum rússneskra stjórnvalda!
Ég þekki ekki viðurlög gagnvart brotum á bandarískum kosningalögum -- en grunar að þau séu ekki nándar nærri eins alvarleg, og gagnvart ásökun um "treason."

  • Þetta geti þítt, að Donald Trump yngri - geti mögulega lent í fangelsi.

 

Niðurstaða

Eins og ég nefndi í gær - líklega mundi faðirinn náða soninn, þ.e. veita honum forsetanáðun, ef hann mundi fá á sig dóm út af fundinum með Veselnitskayaju.
Hinn bóginn, mundu réttarhöld vera óskaplegt drama.
Auðvitað tröllrýða fjölmiðlaumræðu meðan þau mundu standa yfir.

Burtséð frá endanlegri niðurstöðu þeirra.
--Hvernig sem því máli vindur, þá er ljóst að hneyskslismál tengdum framboði sjálfs núverandi forseta Bandaríkjanna - eru komin afskaplega nærri honum sjálfum.

  1. Það verður áhugavert að fylgjast með stöðumati þingmanna Repúblikanaflokksins.
  2. Sérstaklega í Fulltrúadeild Bandaríkjaþaings.

En þar fara fram kosningar 2018.
Ef óvinsældir forsetans vaxa frekar meðal þjóðarinnar.
Gæti vilji a.m.k. Fulltrúardeildar-Repúlikana til að standa með forsetanum, dvínað.

Ef skoðanakannanir fara að líta mjög illa út um sumarið 2018, þá gætu þingmenn Repúblikana í Fulltrúadeild farið verulega að ókyrrast um sína stöðu.

 

Kv.


Nýtt virkilega óþægilegt hneykslismál fyrir Donald Trump

Það varðar son Trumps, Donald Trump yngri - og það sem verra er að Trump yngri hefur þegar viðurkennt það sem hann er sakaður fyrir; en það hefur hann vart gert nema að málið hafi verið sannað!
--En um er að ræða að Trump yngri hitti í júní 2016 rússneska lögfræðinginn Natalia Veselnitskaya, vegna þess að hún átti að hafa í sínum fórum - skaðlegar upplýsingar fyrir Hillary Clinton.
--Með Donald Trump yngra í för á fundinn voru þeir Jared Kushner eiginmaður Invönku Trump dóttur Donalds Trump eldra, og Paul Manaford - er í júní 2016 var stjórnandi kosningaherferðar Donald Trump eldra, núverandi forseta Bandaríkjanna.
--Paul Manaford sjálfur er í seinni tíð afar umdeildur maður, vegna Rússlands tengsla.

Donald Trump yngri, 39 ára

Donald Trump Jr. hires lawyer for Russia probes

Donald Trump Jr.’s stunning admission to the New York Times

Senate intelligence committee wants to question Donald Trump Jr over his meeting with a Kremlin-linked lawyer

Republicans dismayed by Trump Jr’s meeting with Russian lawyer

Donald Trump Jr. is digging himself a deep legal hole

Sumir lögfræðingar telja að Donald Trump yngir sé í raunverulegum vandræðum, eftir að hafa viðurkennt eftirfarandi:

Donald Trump yngri: “After pleasantries were exchanged,” - “the woman stated that she had information that individuals connected to Russia were funding the Democratic National Committee and supporting Ms. Clinton. Her statements were vague, ambiguous and made no sense. No details or supporting information was provided or even offered. It quickly became clear that she had no meaningful information.”

  • Vandamálið er að kosningalög í Bandaríkjunum - banna að keyptar séu upplýsingar af erlendum einstaklingum - vísvitandi til að skaða einstakling sem er í kjöri innan Bandaríkjanna.

Tilvitnun í lög: "A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election."

  1. "other thing of value" víkki bannið töluvert, þannig að - - það líklega banni einnig kaup á upplýsingum af erlendum einstaklingi - ætlað að hafa áhrif á kosningar innan Bandaríkjanna.
  2. Lögfræðingar telja að auki, að það sé nægilegt til að - hanka Donald Trump yngra, að hann hafi mætt á fundinn í þeim tilgangi að kaupa slíkar upplýsingar --> Það að kaup fóru ekki fram, dugi honum ekki sem vörn í málinu.
  3. Hinn bóginn geti verið flókið að sanna það - - að hann hafi vitað að til stóð að kaupa skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton af erlendum einstaklingi.
  • M.ö.o. í skilningi laganna, skipti ekki máli hvort erlendur einstaklingur er rússneskur eða af einhverju öðru erlendu þjóðerni.

--Donald Trump yngri virðist hafa áttað sig á að hann sé í vanda - skv. frétt þess efnis, að hann hafi ráðið sér lögfræðing -- sem þekktur er fyrir að verja mafíósa.

Þetta mál í sjálfu sér - hankar ekki Donald Trump eldri.
En það lítur að sjálfsögðu ekki vel út fyrir hann - ef sonur hans fer í fangelsi!
--Forseti auðvitað getur náðað dæmda einstaklinga!
--Trump eldri mundi sennilega einmitt gera það!

 

Niðurstaða

Þetta nýja hneyksli er áhugavert, óþægilegt fyrir Trump eldri - því hingað til hefur enginn þetta nærri honum komist í raunveruleg vandræði gagnvart bandarískum lögum, fyrir athæfi tengd framboðsmálum Donalds Trump eldra.

Spurning hvort nokkur trúi frásögn Donalds Trump yngra, að kaupin hafi raunverulega ekki farið fram. En sennilega má treysta því að sérstakur saksóknari sem bandaríska þingið fól að rannsaka óþægileg mál tengd -- framboðsmálum Donalds Trump forseta. Muni spyrja þá alla er mættu á fundinn með Veselnitskayaju, hvað akkúrat fór fram.

En vandi Trumps yngra er að hann sé líklega samt í vanda gagnvart bandarískum lögum, fyrir það eitt að hafa viðurkennt að hafa mætt á fund með erlendum einstaklingi - í því skyni að kaupa af þeim einstaklingi upplýsingar ætlað að hafa áhrif á bandaríska kosningahegðan.
--Spurningin einungis hvort takist að sanna að hann hafi vitað er hann mætti á þann fund, að Natalia Veselnitskaya var útlendingur.
--Það sé einnig spurning hvort nóg sé, ef tekst að sannfæra kviðdóm um það, að hann hafi líklega vitað að hún væri útlendingur - er hann lagði spurninguna fyrir hana, eftir að fundur þeirra var hafinn.

--En ef Donald Trump yngri færi í fangelsi, mundi Donald Trump eldri örugglega veita forsetanáðun!
--Einhverjir fylgismanna Donalds Trump eldra, mundu sennilega túlka það sem sigur!

 

Kv.


Mótmælendur á G20 fundinum í Hamborg, brjálaðir -- að sögn Araba aðkomumanna í Hamborg, er að sögn skildu ekki þessa hegðan

Skv. fréttum sl. 3 daga í Hamborg - meiddust fleiri en 200 lögreglumenn, 143 voru handteknir af þeim 122 haldið í varðhaldi; vegna óspekta og skemmarverka á almannafæri.
--Verulegur fjöldi bifreiða var brenndur, rúður brotnar í fjölda verslana og nokkur fjöldi þeirra rændur: Scuffles, water cannon at final anti-G20 march in Hamburg -- Hamburg's G-20 Security Failure

Mótmælendur fyrir aftan logandi götuvígi!

Image result for riots hamburg

Verslun er hefur fengið fyrir ferðina

Image result for riots hamburg

Logandi bifreiðar

Related image

Áhugaverð viðbrögð Araba í Hamborg, en þar hafa Arabar margir hverjir einungis búið, örfá ár eða skemur!

Óhætt að segja þau viðbrögð setji í jákvæðara samhengi þann menningarmun sem er til staðar!

Hamburg's G20 rioters are 'crazy' in the eyes of Arab refugees

G20 Summit: Refugees call Hamburg rioters 'crazy' after third night of violence

  1. ""If people did this in Egypt they would be shot," said Ibrahim Ali, a 29-year-old Egyptian who came here in 2011."
  2. "The state provides everything: housing, unemployment benefits and education. Yet those people are not happy. I don't get it."

Áhugaverð viðbrögð - en ég held það sé klárlega rétt að egypska lögreglan mundi beita skotvopnum, í sambærilegu tilviki, og ekkert hika við það.
Klárlega er stuðningskerfi ríkisins í Þýskalandi allt annað en í Egyptalandi.

Sjálfsagt ekki undarlegt að egypti frá draumalandi Sisi hershöfðingja komi atferli mótmælenda um helgina - undarlega fyrir sjónir.

  1. ""They are crazy. I can't believe my eyes," said Mohammad Halabi, 32, a Syrian who arrived in Germany as a refugee some 18 months ago."
  2. "They have such a beautiful country and they're destroying it."
  3. "When he was not serving falafel, Halabi ran toward the square where rioters had set barricades on fire, and took pictures of police firing water cannon."
  4. ""This is nothing. I'm not scared," he said, sharing pictures with family members living in Turkey. "Bombs falling on your neighborhood, that's scary.""

Síðan er það Sýrlendingurinn, að vinna við götusölu í Hamborg, sem óx ekki í augum að fylgjast með látunum í Hamborg um helgina - eftir að hafa upplifað sprengjuregnið í Sýrlandi.
Einnig hann skilur ekki hvernig fólk, sem honum finnst hafa allt, kemur til huga að láta með þeim hætti sem mótmælendur létu um helgina í Hamborg.

Óeirðalögregla að störfum!

Image result for riots hamburg

Mér finnst þetta í reynd góður punktur um umburðarlyndi lögreglu frá Egyptanum!

En þetta er einn megin munurinn á lögreglu í lýðræðislöndum og í einræðislöndum - að í lýðræðislöndum kemst fólk upp með miklu mun meira andóf - en fólk á möguleika til í einræðislandi.

Raunveruleg lýðræðislönd verja réttindi borgara til þess að mótmæla.
En ekki til að fremja skemmdarverk - þess vegna eru sérstakar lögreglusveitir til að fást við óeirðir, búnar með þeim hætti er menn sjá í myndum.
--Og fólk er handtekið fyrir eignaspjöll!

En í því liggur einn megin munur á lögreglu aðgerðum gegn mótmælum í lýðræðisríkjum, að í lýðræðrislöndum er -- réttur lögreglu til beitingar skotvopna takmarkaðri.
Lögregla mun síður líkleg til valdbeitingar af slíku tagi!

  • Enginn virðist t.d. hafa verið drepinn af lögreglunni yfir helgina í Hamborg!
    --Þrátt fyrir allt sem gekk á, og meiðsl yfir 200 lögreglumanna, fyrir utan verulegar skemmdir að virðist á eignum við þær götur þ.s. óeirðir helgarinnar fóru fram.

 

Niðurstaða

Varðandi niðurstöðu G20 fundarins - er skýrt af niðurstöðu þess fundar að gjá er milli stjórnvalda í Washington og annarra meðlimalanda G20 um nokkur mikilvæg mál. Það er alveg nýtt að Washington sé á fundinum að virðist - alfarið sér á parti með afstöðu í stórum málum: U.S. isolated on climate at summit of world leaders - - Was the G-20 Summit Really Worth It?

Það virðist að gerast það sem mér virtist líklegt.
Að önnur stór lönd mundu halda sig við sína grunn afstöðu til stórra mála.
M.ö.o. að ríkisstjórn Trumps verði einangruð um þau mál.

  • Sennilegast að hin löndin ætli sér einfaldlega að bíða í 3 ár í von um að annar og mun þægilegri í samskiptum einstaklingur - verði forseti Bandaríkjanna næst.

--Á ekki von á því að stórfellt rask verði í samskiptum Bandaríkjanna við önnur lönd.
--Frekar að 4-ár Donalds Trump verði 4-tínd ár!
--Svo fremi að Trump fremji ekki eitthvert risastórt axarskaft er hleypi öllu upp.
En vísbendingar í Washington virðast um að hann sé að mestu "contained."
Stjórnmál í Washington virðast það klofin, ásamt því að sjálf ríkisstjórnin einnig virðist það, að líklegast verði afar afar litlu komið í verk. Þannig að ríki heims, líklegast geti einfaldlega beðið Trump af sér, uns væntanlega einhver annar verði forseti er 4 ár Trumps verða liðin.

 

Kv.


Elon Musk fær samning um að búa til risastóran rafhlöðupakka fyrir Ástralíu

Elon Musk hefur lofað Suður-Ástralíu svæðinu, að rafhlöðupakkinn verði tilbúinn á 100 dögum.
Ef það tekst verður það mjög góð auglýsing fyrir fyrirtæki Musk, og Musk sjálfan.
--Jafnvel svo að það sé ekki endilega víst að þessi tiltekna framkvæmd gangi upp efnahagslega fyrir Tezla fyrirtæki Musks.
--En manni virðist sennilegt að það auki kostnaðinn við verkið, að flýta því svo mikið - sem sennilegt virðist að verið sé að gera.

Tesla wins giant battery contract in Australia, has 100-day deadline

En það sem sennilega hangir á spýtunni, er að ef verkið gengur upp á tilsettum tíma.
Getur Tezla átt von á fleiri slíkum samningum frá Ástralíu og víðar að.
--Enda verkefnið vakið umtalsverða athygli.

https://www.awesomestories.com/images/user/f9a1001120.jpg

Þetta snýst um vandamálið að geyma mikið magn af orku með hagkvæmum hætti!

Málið er að Suður-Ástralíu hérað hefur búið við mikil vandræði í rafkerfi sínu sl. 3 ár, eftir að ákvörðun var tekin um að -- hefja lokun kolaraforkuvera.
--Fjölgun vindorkuvera hefur verið stefna í staðinn.

  1. Útkoman að sjálfsögðu var fyrirsjáanleg, þ.e. miklar spennusveiflur í kerfinu.
  2. Og svokölluð "blackouts" eða víðtækt rafmagnsleysi - við og við, einnig viðvarandi hætta.

"In September, South Australia's 1.7 million residents were left without power, some of them for up to two weeks, when the grid overloaded and collapsed."

Þetta er auðvitað vegna þess - að sólarorka og vindorka framleiðir ekki rafmagn með stöðugum hætti.
Heldur eru toppar og lægðir þar um - er fara efti veðri.
--Ekki sveiflum í eftirspurn innan rafkerfisins eftir rafmagni.
--Að auki geta toppar og lægðir - verið á röngum stöðum innan rafkerfisins.

  1. Engar ódýrar lausnir eru til á þessu.
  2. Þ.e. gríðarlega kostnaðarsamt fyrir atvinnulíf, er rafmagn er mjög óstöðugt - því þá þurfa flest fyrirtæki að kaupa sér, vara-aflstöðvar.
    --Auk þess að heimili þurfa á slíku að halda líklega einnig.

"The battery, designed to light up 30,000 homes if there is a blackout, will be built on a wind farm operated by France's Neoen - parts of which are still under construction."

Það þíðir að verkefni Tezla er ekki nema dropi í hagið - miðað við umfang vanda S-Ástralíu.
En það þíðir á sama tíma - ef útkoman er sú að mat manna er að verkefnið hafi gengið upp, og sé nánar tiltekið hagkvæm eða tiltölulega hagkvæm lausn.
--Þá getur Elon Musk átt von á því að selja margar slíkar rafhlöður til Suður-Astralíu á nk. árum.

  1. Vandamálið er að varðveita rafmagn þegar framleiðslutoppar eru í rafkerfinu.
  2. Svo það rafmagn geti síðan farið inn í kerfið, þegar framleiðslulægðir á rafmagni lenda á kerfinu.

--Lægðir og toppar eru fullkomlega óhjákvæmilegir ef rafkerfi á að vera mjög háð framleiðslu á rafmagni með vindi og sól.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að dæma neitt um það hvort að rafhlöðupakkarnir hans Elons Musk eru lausnin á þeim stóra vanda sem margir klóra sig í hausnum yfir -- vegna áherslunnar á framleiðslu rafmagns með vindi eða sól.

En ef hátt hlutfall er framleitt með vindi eða sól -- þá verður kerfið að innihalda einhvern skilvirkan "buffer" því annars verða spennusveiflur fullkomlega óviðráðanlegar.

  • Hátæknibúnaður þarf yfirleitt stöðugt rafmagn -- sjónvörp og töluvur geta eyðilagst, ef stórir spennutoppar skella yfir.

 

Kv.


Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ-hótar árásum á N-Kóreu, ef allt annað bregst

Nikki Haley: "One of our capabilities lies with our considerable military forces. We will use them if we must, but we prefer not to have to go in that direction, ..."
Þetta hljómar sem afar skýr hótun um beitingu vopnavalds, ef N-Kórea hættir ekki við uppbyggingu núverandi eldflaugavopna, með tæknilegri getu til að bera kjarnavopn til annarra heimsálfa.

https://www-tc.pbs.org/weta/washingtonweek/sites/default/files/20160112-Nikki-Haley.jpg

U.S. prepared to use force on North Korea 'if we must': U.N. envoy

US options narrow on North Korea military action

Það sé órökrétt að gera ráð fyrir öðru, en því að hernaðarárás á N-Kóreu líklega starti Kóreustríðinu á nýjan leik!

  1. Ítreka að Kóreustríðinu lauk einungis með - vopnahléi.
  2. Þannig, að það þarf ekki annað til að starta stríðinu að nýju - en herirnir hefji aftur skothríð.

Hafandi í huga að N-Kórea er í reynd "armed camp" - t.d. er áætlað að heildarfjöldi fallbyssa sem N-Kórea ræður yfir, og er unnt að fyrirskipa að hefja skothríða á borgir í S-Kóreu.
--Sé ca. 6.000.
Herra Kim þarf líklega einungis að senda boð, og skothríð líklega hefst á sömu klukkustund. Þúsundir Suður-kóreumanna, geta verið látnir í borgum S-Kóreu klukkustundu síðar.

Það væri auk þessa órökrétt að líta það óhugsandi, að herra Kim mundi ekki beita kjarnavopnum - ef hann sannfærist um það, að markmið árása Bandaríkjanna væri að þurrka út ríkisstjórn hans eða ráða hann af dögum.

  1. Þess vegna velti ég því fyrir mér, hvað haukarnir nú við völd í Hvíta-húsinu, eru að hugsa.
  2. En sérfræðingar segja, að N-Kórea hafi grafið mikið af sínum mikilvægustu vopnum niður í djúpum, vel vörðum byrgjum.
    --Þannig að nær ómögulegt væri að tryggja eyðileggingu þeirra.
    --Áður en Kim mundi geta fyrirskipað beitingu þeirra vopna.

En flugvélar geta ekki eytt vopnum - sem ekki er unnt að staðsetja.
--Þannig gæti loftárás, án þess að hún næði nokkrum umtalsverðum árangri í því að eyða mikilvægustu vopnum N-Kóreu, samt dugað til að endurræsa Kóreustríðið - með því gríðarlega mannfalli og tjóni er þá líklega verður.

 

Niðurstaða

Mun Donald Trump endurræsa Kóreustríðið, og þar með óbeint valda langt yfir milljón manns líklega fjörtjóni, auk þess mikla tjóns á mannvirkjum á Kóreuskaga er þá líklega yrði?
--Höfum í huga, að ef það gerist, líklega kenna íbúar Kóreuskaga - Donald Trump um, hvort sem þeir búa í Suður- eða Norður-Kóreu.
--Þannig að Donald Trump getur ekki endilega reiknað með því að sameinuð Kórea - verði bandamaður Bandaríkjanna. Fyrir utan að það ríki þá réði yfir tækni beggja landanna þ.e. tækni til kjarnorkuvopnagerðar - til smíði langdrægra eldflauga - auk hernaðartækni S-Kóreu sem er sambærileg við vestræna hernaðartækni annars staðar.

 

Kv.


Eldflaugatilraun N-Kóreu nærri að vera geimskot - en flaugin fór langt yfir lágmarksbrautarhæð fyrir gerfihnetti

Skv. fréttum náði flaugin a.m.k. 2.500km hæð - í stað 2.100km. eins og fyrst virðist hafa verið talið, sem þíðir að -parabólísk- braut er lengri en sýnd á mynd að neðan; a.m.k. 6.000km.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/f-nklaunch-g-20170515.jpg

Skv. áætlunum sérfræðinga -- þá erum við að tala um drægi upp á a.m.k. 6.0000km. Ef brautin er hefðbundin -parabóla- langdrægrar kjarnavopna berandi flaugar!

North Korea says tests first ICBM; experts say Alaska within range

North Korea claims first long-range missile launch

"Given the flight time and altitude reached, he missile could have a range of more than 6,500km if fired at a standard trajectory, said David Wright, a prominent North Korea missile expert." - “That range would not be enough to reach the Lower 48 states or the large islands of Hawaii, but would allow it to reach all of Alaska,


Hvað á ég við með - næstum því geimskot?Þessi mynd sýnir lægstu sporbauga gerfihnatta yfir Jörð!

https://28oa9i1t08037ue3m1l0i861-wpengine.netdna-ssl.com/wp-content/uploads/2015/08/LEO.jpg

  1. 2.500km, kannski er fullyrðing N-Kóreu rétt að flaugin fór í 2.800km. hæð, þar sem hvor hæðin um sig er langt fyrir ofan - lágmarks brautarhæð fyrir gerfihnetti.
    --Þá klárlega fór flaugin alla leið upp í geim.
  2. Hinn bóginn, fór hún samt ekki á sporbaug þ.e. féll strax niður nærri jafn lóðrétt og hún fór upp -- sem þíðir að ekki var orka flaugarinnar næg fyrir einu sinni, lágmarks sporbaug upp á ca. 160km. um Jörðina.

Nær alveg lóðrétt skot upp í svo mikla hæð, hefur þó brennt mjög mikið eldsneyti.
Þannig að líklega má treysta því að flaugin mundi hafa endað miklu lengra í burtu frá skotstað en rúmlega 900km. - ef flaugin hefði tekið verulega til muna láréttari feril.

http://aroundtheworldineightywaves.com/wp-content/uploads/Korean-Peninsular.gif

Trump er auðvitað bandbrjálaður

Trump: "Hard to believe South Korea and Japan will put up with this much longer," - "Perhaps China will put a heavy move on North Korea and end this nonsense once and for all!"

  1. Ég sé samt sem áður ekki að hvort sem á í hlut Kína - eða S-Kórea, séu líkleg til þess eftir sem áður að beita N-Kóreu nægum þrýstingi til að knýja N-Kóreu til uppgjafar í málinu.
  2. Einfaldlega vegna þess, hversu stór áhætta ríkjanna er.

Myndin að ofan sýnir vel hversu litlar fjarlægðirnar eru til landanna í kringum N-Kóreu.
Ef það yrðu kjarnorkusprengingar á Kóreuskaganum, jafnvel þó þær væru allar innan N-Kóreu - er ljóst að geislavirk ský gætu borist til allra landanna í kring! Valdið óskaplegu tjóni.

--En ógnarstjórnin í N-Kóreu, ef beitt þrýstingi, gæti vel hrunið saman í nokkurs konar stjórnleysis ástand, þ.s. fylkingar innan elítunnar leituðust við að ná stjórn á einstökum herfylkjum hers N-Kóreu, til að berjast um völdin.

--Gætu menn fyrirfram útilokað, kjarnasprengingar í slíku ástandi?
--Það fyrir utan auðvitað þá augljósu hættu af milljónum flóttamanna!

  1. Þarna er ég ekki að nefna -- hugsanlega innrás eða stórfelldar loftárásir.
  2. En þá virðist mér nánast alveg öruggt, að kjarnorkusprengjum yrði beitt - sem þíddi án nokkurs vafa, að geislavirk ský berðust langt út fyrir Kóreuskagann.

--Hafandi þetta í huga, þá virðist mér litlar sem engar líkur á því, að Donald Trump takist að sannfæra Kína eða S-Kóreu, til þess að beita það nægilega harkalegum úrræðum gegn N-Kóreu.
--Að kjarnorkuprógramm stjórnar N-Kóreu verði stöðvað.

 

Niðurstaða

Kim Jong-un, greinilega sýnir Donald Trump fingurinn, með því að fyrirskipa tilraun með nýja langdræga eldflaug, er virðist alveg ný gerð langdrægra eldflauga N-Kóreu: Síðast er Bandaríkin réðust inn í N-Kóreu, fór her Kína yfir hin landamæri N-Kóreu. Næsta spurning getu þá verið, hvort að Donald Trump í framtíðinni - gerir tilraunir til þess að fyrirskipa hernaðarárás á N-Kóreu.

Ekki er algerlega víst hvar valdmörk bandaríska þingsins og forsetans liggja, en skv. lögum frá 1973: WarPowersAct. Þá þarf forseti alltaf að tilkynna þinginu um fyrirhugaða hernaðarárás af hvaða tagi sem er -- innan 48klst. áður en sú árás fer fram. Forsetar Bandaríkjanna eftir Nixon, hafa alltaf gætt þess að tilkynna árásir með þeim fyrirvara; en það hafi samt ekki formlega reynt á það -- hvort að lögin veita þinginu neitunarvald.
--Gæti þurft úrskurð æðsta dómstóls Bandaríkjanna.

En stjórnarskráin veitir forseta Bandaríkjanna, stöðu yfirmanns herafla.
Meðan að einungis Þing Bandaríkjanna má lísa yfir stríði, eða heimila innrás landhers.
--Gömul ákvæði auðvitað, er ekki voru til flugvélar né eldflaugar.

Forsetar virðast hafa getað beitt án formlegrar afgreiðslu þingsins - að öðru leiti en því að láta það vita með tilsettum fyrirvara, sérsveitum Bandaríkjahers sem og stýriflaugum, og flugvélum!

  1. Hinn bóginn, getur enginn vafi verið á því, að sérhver hernaðarárás á N-Kóreu.
  2. Sé nærri algerlega örugg til að -- starta Kóreustríðinu aftur.

Það geti því orðið mjög forvitnilegt, hvað gerist -- ef Trump ætlar að fyrirskipa árás á N-Kóreu með 48klst. fyrirvara - og þingið ef til vill; segist hafa neitunarvald í krafti laganna frá 1973.

  • Þingið að sjálfsögðu hafi stjórnarskrárvarða réttinn til að lísa yfir stríði.
    --Sérhver árás á N-Kóreu, mundi þíða tafarlaus stórstyrrjöld á Kóreuskaga.

Ef maður ímyndar sér sérstaklega að Marine General James Mattis verði eins ákveðinn í orðum og hann nýlega var, sbr:

"A conflict in North Korea, John, would be probably the worst kind of fighting in most people's lifetimes," ... "The North Korean regime has hundreds of artillery cannons and rocket launchers within range of one of the most densely populated cities on Earth, the capital of North Korea."

Kannski mundi þingið segja -- nei!
--Trump lenda í enn einni stjórnarskrárdeilunni!

 

Kv.


Trump ætlar að keppa við Rússland í sölu á gasi til A-Evrópu

Ég ætla ekkert að segja um líkur þess að þessi stefna Trumps hafi erindi sem erfiði. En eitt af stefnuatriðum Trumps, er að auka útflutnings á gasi frá Bandaríkjunum. Og gasfyrirtækin, virðast sjá fyrir sér þann möguleika - að höggva í gasútflutning Rússlands til A-Evrópu.

--Ég sel þetta auðvitað ekki dýrar en ég keypti!

Trump to promote U.S. natgas exports in Russia's backyard

Hugmyndin virðist vera ekki síst sú, að Bandaríkin séu áreiðanlegri

En það hafa komið upp eintök tilvik að deilur hafa sprottið upp milli A-Evrópuríkis og Rússlands, og það legið í loftinu sú hætta - að Rússland mundi hugsanlega skrúfa fyrir gasið.

  1. Members of the initiative include Poland, Austria, Hungary and Russia's neighbors Latvia and Estonia.
  2. "I think the United States can show itself as a benevolent country by exporting energy and by helping countries that don’t have adequate supplies become more self-sufficient and less dependent and less threatened,"
  3. "It undermines the strategies of Putin and other strong men who are trying to use the light switch as an element of strategic offense,"
  4. "In many ways, the LNG exports by the U.S. is the most threatening U.S. policy to Russia,"

Bandaríkin m.ö.o. ætla skv. þessu að notfæra sér það vantraust gagnvart Rússlandi sem er til staðar - en þjóðirnar hafa orðið vitni að því að Rússland getur skrúfað fyrir gas; ef deilur um verð koma upp.

Bandaríkin geta a.m.k. auglýst það sem kost - að dreifa kaupum milli Bandaríkjanna, og Rússlands.
--Þannig minnka áhættu ríkjanna!

  1. "Cheniere Energy Inc (LNG.A), which opened the first U.S. LNG export terminal in 2016, delivered its first cargo to Poland in June. Five more terminals are expected to be online by 2020."
  2. "Tellurian Inc (TELL.O) has proposed a project with a price tag of as much as $16 billion that it hopes to complete by 2022, in time to compete for long-term contracts to supply Poland that expire the same year and are held by Russian gas giant Gazprom (GAZP.MM)."

Rússland hefur auðvitað tiltekið forskot: Stóra atriðið eru auðvitað sá infrastrúktrúr til flutninga á gasi, Rússland hefur til staðar - þ.e. leiðslur, með nægri flutningsgetu.

Kannski hefur Rússland efni á að selja gasið - ódýrar.
--Hinn bóginn eru það nokkuð veik rök.
--Því Rússland að sjálfsögðu vill hámarka sinn gróða af sínu gasi, ekki lágmarka.

Bandaríkin mundu þurfa að treysta á risa-tankskip sérbúin til flutninga á náttúrugasi undir þrýstingi, sem vöka m.ö.o. sbr. "LNG Liquefied natural gas."

  1. Ég spái engu sérstöku um árangur þessarar - söluáætlunar Bandaríkjanna.
  2. Hinn bóginn - væri ég hissa ef þau næðu ekki að taka einhverja sneið af þeirri köku.

--Rússlandi mun auðvitað mislíka, ef Bandaríkin draga út tekjum Rússlands.
--Spurning hvort Rússland getur nokkuð gert í því?

 

Niðurstaða

Ég hef nokkrum sinnum heyrt þá kenningu að Rússland standi svo vel, vegna þess hve mikið af gasi og olíu Rússland enn hefur. En vandamálið er einmitt að --> Rússland hefur nánast ekkert annað en gas eða olíu.
--Enn nærri 70% útflutningstekna Rússlands, eins og er Yeltsin var forseti.

Ég mundi kalla þetta, alvarlegan veikleika.
Ekki styrkleika!

Fyrir utan olíu og gas.
Virðist Rússland einna helst hafa gjaldeyristekjur af vopnasölu.
M.ö.o. ef þ.e. stór vopnasölusamningur eitt árið, getur hlutfall olíu og gas, dottið í 60% það árið.

  • Ef Bandaríkin naga í þessa mikilvægu grein - þ.e. sölu á gasi til Evrópu.
    --Þá gæti það raunverulega veikt rússneskan efnahag.
  • En gasleiðslurnar eru - samtímis veikleiki/sem styrkleiki. En meðan skip geta siglt annað. Þá tekur mörg ár að smíða nýjar leiðslur -- ef Rússland mundi þurfa leita annarra markaða.

--Að naga í gasútflutning Rússland, gæti þar með raunverulega veikt rússneskan efnahag töluvert.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2017
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband