Bloggfærslur mánaðarins, júní 2017

Kúbu-stefna Obama virðist ætla lifa af forsetatíð Trumps

Þrátt fyrir að Trump lýsi því yfir að hann hafi horfið frá Kúbu stefnu Obama, þá kemur annað í ljós þegar breytingar hans á stefnu Obama gagnvart Kúpu eru skoðaðar!

Trump keeps rolling back Obama legacy by tightening travel and trade with Cuba

Trump rolls back parts of what he calls 'terrible' Obama Cuba policy

Trumnp - "Effective immediately, I am canceling the last administration's completely one-sided deal with Cuba,"

  1. En Trump hefur ákveðið að viðhalda stjórnmálasambandi við Kúbu. Sendiráðið í Havana sem opnað var með pomp og prakt, verður opið áfram.
  2. Bandaríkjamenn af kúbversku ætterni, geta áfram ferðast til Kúbu - en nú verða þeir að ferðast um í skipulögðum hópum.
    --Eftirlit verði haft með því, að þær ferðir séu raunverulega -- "cultural exchange."
  3. Bandaríkjamenn af kúbverskum ættum, geta enn sent peninga til ættingja sinna á Kúbu.
  4. Bandarísk fyrirtæki er höfðu hafið - skemmtiferðaskipasiglingar til Kúbu, með viðkomu farþega í landi, geta haldið þeim ferðum áfram.
  5. Starwood Hotels Inc. - mun mega reka áfram Hotel Havana, sem keðjan hafði tekið yfir og standa yfir dýrar endurbætur á.
  • Bandarískum borgurum verður bannað að nátta á gististöðum í eigu kúpverska ríkisins.

“The requirement is that individuals who are going to Cuba actually engage in a full-time schedule of activities designed to enhance their interaction with the Cuban people and consistent with the policy objectives of ensuring that the money goes to the Cuban people and not to the military and intelligence services,”

Leitast verði við að hafa aukið eftirlit með ferðum Bandaríkjamanna til Kúbu - til þess að þær ferðir séu raunverulega "cultural exchange" þ.e. fólk að hitta ættingja, eða heimsækja æskustöðvar, eða heimsóknir í öðru menningarskyni.

Obama heimilaði ferðir í slíkum erindagerðum -- en ekki var viðhaft neitt eftirlit með því, hvort að ekki væri um eiginlegar túristaferðir að ræða.

En nú skal fylgst með slíku!

Þetta virðist með öðrum orðum ekki dramatískar breytingar.

Ég reikna með því, þ.s. næsti forseti Bandaríkjanna verði án efa Demókrati, þá verði losað um þessi mál á næsta kjörtímabili.

Auk þess, stefni í að í kosningum til Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eigi Repúblikanar undir högg að sækja - vegna vaxandi óvinsælda Trumps -- það sennilega leiði til þess að Demókratar nái þar þingmeirihluta.

Ekki ósennilegt að samhliða því að 2020 nái sennilega Demókrati kjöri sem forseti, þá sennilega leiða miklar óvinsældir Trumps til þess að Demókratar sennilega nái það ár einnig meirihluta í Öldungadeild Bandaríkjaþings.
--Þannig að nýr forseti Demókrata taki við í jan. 2021 með meirihluta í báðum þingdeildum.

  • Þá á ég fastlega von á að liðkað verði verulega um stefnuna gagnvart Kúbu.
    --En fyrri stefna hefur fram að þessu, haft nákvæmlega engin áhrif í þá átt, að breyta um landstjórnendur á Kúbu.
    --Mín skoðun er, að efnahagsuppbygging, sé mun líklegri að stuðla að slíku.
  • Þannig, að mínu viti - mundi frekari opnun mun sennilegar leiða til breytinga -- þó þær breytingar geti tekið töluverðan tíma að skila sér.
    --Bemdi á S-Kóreu, en þar var á endanum skipt úr einræði yfir í lýðræði.
    --Sama í Chile - ég held að efnahags uppbygging hafi haft mikil áhrif þar um, m.ö.o. efling millistéttar, er hafi leitt þær breytingar í báðum löndum.
    --Efnahagsuppbygging styrki millistétt, þ.e. þekkt afleiðing efnahagsuppbyggingar.

 

Niðurstaða

Það sem skipti máli sé að þó þrengt sé að réttindum Bandaríkjamanna til ferðalaga til Kúbu, sem getur leitt til þess að ferðum Bandaríkjamanna til Kúbu fækki eitthvað að nýju, eða a.m.k. það hægi verulega á fjölgun.
--Þá fela breytingar Trumps ekki það í sér, að horfið sé til baka aftur til þess ástands er var til staðar, áður en Obama forseti hóf opnunarferli gagnvart Kúbu.

Það þíðir, að mjög auðvelt verði undir næsta forseta Bandaríkjanna - frá og með embættistöku hans eða hennar 2021 -- að styrkja tengsl Bandaríkjanna og Kúbu að nýju, og síðan halda þeirri vegferð áfram.

En ég er fastlega þeirrar skoðunar, að meiri tengsl séu líklegri til að skila breytingum.
Auk þess, að ég er einnig þeirrar skoðunar, að hvatning til efnahagslegrar uppbyggingar, sé einnig líkleg til að stuðla að jákvæðum breytingum á Kúbu.

En það séu þau klassísku áhrif, að efnahagsuppbygging byggi upp millistétt, síðan sé það millistéttin þ.e. áhrif fjölgunar þess hóps - sem í fjölda tilvika sl. 100 ár hafi leitt breytingar til aukins frelsis.

  • Gamla stefnan hafi miklu frekar hjálpað flokkseinræðisstjórninni á Kúpu að halda velli.

 

Kv.


Bruninn í London - eldfim klæðning utan á íbúðaturninum sem sett var 2016, getur hafa breytt íbúðaturninum í brunagildru - eru hættuleg klæðningarefni til utan á húsum á Íslandi?

Mér fannst þetta atriði vert umhugsunar, en menn eru að velta fyrir sér -- hvernig eldur gat breiðst frá 4. hæð, upp á 24. hæð - á 15 mínútum; skv. sjónarvottum!
--En þetta ætti ekki að geta gerst!

Mér virðist bruninn benda til þess, að utanáhúsaklæðningar þurfi að taka til skoðunar, þ.e. nánar tiltekið - leggja bann við notkun klæðningarefna er geta brunnið.

Þetta þurfi öll lönd heimsins nú að skoða, Ísland að sjálfsögðu einnig, í ljósi þess er virðist hafa gerst í brunanum mikla í London.

Það getur vel verið að íbúðaturninn er brann í London, hafi haft fyrsta flokks brunavarnarhönnun, með niðurhólfun -- en mistök við val á klæðningarefni utan á turninn; getur hafa dugað til þess að flytja eldinn þá milli þeirra hólfa - þannig að ef slík hólfun var til staðar getur hún hafa ónýst með öllu vegna mistaka við val á utanhúsklæðningarefni.

Þetta er auðvitað fullkomlega skelfilegt til að hugsa, að ein mistök geti gert hús að brunagildru.

  1. En athygli hefur verið vakin á plast-klæðningu sem sett var utan á húsið fyrir liðnu ári.
  2. En byggingarreglugerðir í Bretlandi virðast ekki krefjast þess að utanáklæðningar á hús, séu eldfastar.

Eins og sjá má á myndum, hefur klæðningin greinilega brunnið utan á húsinu!

The building has been completely ripped out by the blaze

Þessi mynd virðist greinilega sýna klæðninguna loga utan á húsinu!

Grenfell Tower in Kensington, West London, looked like a scene from hell as a fire ripped through the building early this morning

Eins og sést, virðist eldurinn hafa borist hratt upp bygginguna á einni hlið hennar! Meðan að eldur virðist ekki enn hafa farið að loga á stórum hluta hæðanna! En íbúar hafi lokast hratt inni, um leið og eldur náði til -- eina stigagangsins í húsinu! Hugsanlega á þeim punkti, var aðaleldurinn í klæðningunni utan á húsinu. En lítt inni á hæðunum sjálfum á þeim punkti.
Residents still in the building had been told by firefighters to line the bottom of their doors to stop smoke getting in. Meanwhile, police conducted a roll call of flats to work out who might still be trapped inside

Það virðist möguleiki, að eldur hafi getað komist inn um glugga einhverra íbúðarglugga - á hæðum fyrir ofan hvar eldurinn byrjaði; eftir að hann komst í klæðninguna - þannig eldur í klæðningu flýtt fyrir útbreiðslu eldhafsins upp hæðirnar á húsinu. 
--Eldurinn getur beinlínis hafa borist í klæðninguna, eftir að gluggi springur á íbúð þ.s. eldurinn fyrst kom upp, og eldtungur síðan út um þann gluggja farið að sleikja klæðninguna nærri þeim glugga.
--Síðan getur eldurinn hafa borist eftir klæðningunni að næsta glugga fyrir ofan, umkringt þann glugga er klæðningin í kringum þann glugga fór að skíðloga, glerið á þeim glugga sprungið, þá eldurinn borist inn á þá hæð -- síðan ferlið endurtekið sig koll af kolli, lóðrétt upp hæðirnar inn um glugga á hæðunum beint fyrir ofan eldsupptökin.

  • Myndirnar virðast geta bent sterklega til þeirrar tilteknu sviðsmyndar -- sbr. eins og sést á mynd að ofan, að ein hliðin á húsinu skíðlogar - lóðrétt upp!
    --Sést einnig mjög vel á víedóunum.

Vara við mjög ljótum myndum á þessari síðu - sem sýna fólk veifandi út um glugga, sem án nokkurs vafa lét síðan lífið: Fears that new cladding made Grenfell Tower 'light up like a matchstick': First bodies are removed from building as 12 are confirmed dead and dozens missing amid chilling warning that 'nobody on top three floors survived'.

Myndir virðast benda til þess að eldurinn hafi farið hratt upp eina hliðina á húsinu alla leið upp á topp, síðan smám saman borist á hæðunum sjálfum um allt húsið!

Annað mynband með fréttalýsingu af atburðinum! Ath, sjokkerandi myndir af fólki horfandi út um glugga sem sennilega lét lífið!

Það hljómar þannig að eldur í klæðningu - geti einmitt skýrt rosalega hraða dreifingu eldsins lóðrétt nærri beint upp alla leið upp á topp, áður en hann virðist síðan hafa breiðst innan hæðanna sjálfra!

Eins og sést á myndunum á vídeóunum - er framan-af, klárlega eldur alla leið upp á topp.
--En á sama tíma, er eldlaus hluti á öllum hæðum alla leið upp á topp.
--Margir virðast hafa komist niður með því að bregðast hratt við, en síðan hefur stigagangurinn lokast sá eini í húsinu, og fólk lokast inni á hæðunum!

En ef menn voru ekki snöggir að hverfa niður, hefur sennilega mjög fljótlega möguleikar á björgun -- gufað upp.
--Mjög margir geta hafa látið lífið á efstu hæðum byggingarinnar!
--Vegna þess að sennilega slokknaði eldurinn ekki fyrr en nærri allt er brunið gat var brunnið, þá gæti reynst mjög erfitt að - komast að því, hve margir raunverulega létu lífið.

  • En líkin geta einfaldlega hafa brunnið fullkomlega til ösku, beinin líka.

12 dead in fire that destroyed 24-storey building

Death toll in London tower block blaze rises to at least 12

 

Niðurstaða

Þetta með klæðninguna á háhýsinu, virðist fullkomlega sjokkerandi. Ef eldur getur brotist út í einni íbúð, gluggi endanlega sprungið út þar -- eldur síðan borist í eldfima klæðningu, þaðan svo eftir klæðningunni nánast lóðrétt upp alla leið upp á topp.
--Síðan inn um glugga, þegar klæðning fer að loga hringinn í kring um þá glugga á hverri hæð, gler í þeim gluggum sem þá líklega springa svo eldurinn berst inn um þá.
--Þannig gæti eldurinn hafa borist framhjá öllum eldvarna-hurðum, ef þær voru til staðar, og einnig framhjá sérhverri eldhindrun er hafi hugsanlega verið byggð inn milli einstakra hæða!

Þannig slæm ákvörðun um val á klæðningu, til þess að minnka hita-útgeislun frá húsinu, og lækka þannig hitunarkostnað -- hafa breytt húsinu í tifandi eldsprengju!

Spurning hvort að íslenskar byggingareglugerðir -- hveða á um að klæðningar skuli vera eldfastar, eða hvort að klæðningar geta einnig á Íslandi, gert hús að brunagildrum?

 

Kv.


Yfirmenn Dómsmála Washington borgar og Maryland fylkis - hefja dómsmál gegn Donald Trump, á grundvelli meintrar spillingar forsetans í embætti

Þetta er mjög áhugavert, ekki síst hljóti það að vera ákaflega táknrænt -- að sjálf Washington borg, tekur þátt í þessum málarekstri, eða nánar tiltekið yfirmaður dómsmála í "District of Columbia."
Maryland fylki er eitt af elstu fylkjum Bandaríkjanna - eitt af upphaflegu stofn fylkjunum.

D.C. and Maryland sue President Trump, alleging breach of constitutional oath

 

Hinir ágætu yfirmenn dómsmála, telja Trump hafa brotið eftirfarandi ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna!

  1. "The President shall, at stated Times, receive for his Services, a Compensation, which shall neither be increased nor diminished during the Period for which he shall have been elected, and he shall not receive within that Period any other Emolument from the United States, or any of them."
  2. "No title of nobility shall be granted by the United States: and no person holding any office of profit or trust under them, shall, without the consent of the Congress, accept of any present, emolument, office, or title, of any kind whatever, from any king, prince, or foreign state."

Skv. fréttum, ef alríkisdómari vísar málinu ekki frá, heldur heimilar því að vera tekið fyrir.
Þá muni þeir Karl A. Racine fyrir hönd "D.C." og Brian E. Frosh fyrir hönd Maryland fylkis - krefjast þess að Trump afhendi dómstólnum öll gögn um sínar skattgreiðslur og tekjur.

Þetta telja þeir líklegast að fari alla leið fyrir æðsta dómstól Bandaríkjanna.
--En þeir telja ómögulegt að sanna málið sem þeir hafa höfðað gegn Trump.
--Nema að Trump afhendi öll gögn um tekjur sinna fyrirtækja, um hans persónulegu tekjur ásamt hans persónulegu skattskilum, sem og skattskilum hans fyrirtækja.

  1. Þeir telja að Trump hafi brotið bæði ákvæðin í stjórnarskrá Bandaríkjanna - með því að aðskilja sig persónulega frá sínum fyrirtækjum, með ónógum hætti.
  2. Hans fyrirtæki hafi fengið greiðslur frá erlendum ríkisstjórnum - sem skili beinum ábata til Trumps persónulega sem eiganda; sem líklega megi líta á sem tilraunir þeirra erlendu ríkja til að sleikja upp Trump eða veita honum greiða - - sem einmitt sé bannað!

    "...the Trump hotel near the White House...the Embassy of Kuwait held an event at the hotel, switching its initial booking from the Four Seasons."
    "Saudi Arabia, the destination of Trump’s first trip abroad, also booked rooms at the hotel through an intermediary on more than one occasion since Trump’s inauguration."
    "Turkey held a state-sponsored event there last month."
    "And in April, the ambassador of Georgia stayed at the hotel and tweeted his compliments."
    "Trump himself has appeared at the hotel and greeted guests repeatedly since becoming president."

    Auðvitað einstök tilviljun allt!

  3. Varðandi bannið við því að forsetinn fái aðrar greiðslur nema þær sem honum er skammtað skv. lögum...

    "On the domestic side, the suit alleges Trump has received unconstitutional financial favors from the U.S. government."
    "It says the U.S. General Services Administration, which handles federal real estate, wrongly allowed Trump’s company to continue to lease the Old Post Office building, where Trump built his D.C. hotel, even though a clause in the contract said no elected official could remain on the lease."

    "The GSA initially said Trump would have to fully divest from the hotel after the election." "But after Trump proposed increasing GSA’s budget, the suit says, the agency issued a letter saying Trump was in full compliance."

    Sem sagt, Trump bauð stofnuninni hækkuð fjárframlög, þá hætti stofnunin við að segja upp leigunni -- þó ákvæði leigusamnings séu þau að ekki megi kjörinn fulltrúi taka þátt í leigu þess húsnæðis.
    --Þeir vilja meina, þ.s. um sé að ræða opinberan aðila - að Trump gagnist persónulega að fá áfram að reka Trump-hótelið í "D.C." -- þá sé Trump þar með að fá meiri tekjur frá hinu opinbera; en honum sé skammtað skv. lögboðnum launum.
    --Sem sé brot á ofangreindu stjórnarskrárákvæði.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að segja meira um málið að sinni. Það sé sannarlega gríðarlega táknrænt að það sé "District of Columbia" eða Washington borg sem standa að baki málsókninni gegn Donald Trump, þó svo sannarlega að þátttaka Maryland fylkis skipti einnig máli.
Dómsmálastjórar beggja, vilja meina að íbúar þeirra svæða eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þess að þessi mál séu skýrð - og að þeir geti treyst því að ríkisstjórn Bandaríkjanna komi hreint fram frammi fyrir sínum borgurum.

  1. Ef málin mundu fara með þeim hætti, að stjórnasrkárbrot teldust sönnuð.
  2. Þá á ég erfitt með að sjá hvernig í ósköpunum Bandaríkjaþing mundi geta réttlætt að - rétta ekki tafarlaust yfir forsetanum.

Þannig að þetta sé virkilega alvöru mál fyrir núverandi forseta Bandaríkjanna.
En honum ber að hlíta ákvæðum stjórnarskrár Bandaríkjanna, og laga Bandaríkjanna.
Enda við embættistöku sver hann eið að því að virða hvort tveggja.
Bandaríska þingið hafi rétt til þess að svipta forseta Bandaríkjanna sínu embætti!
--Þá mundi Pence taka við þ.e. varaforseti Bandaríkjanna verða forseti þeirra!

 

Kv.


Sérsveit lögreglunnar með varðgæslu meðan "color run" stóð yfir - mig grunar að það sé hinn mikli ferðamannastraumur er skapar hættuna!

Ég hef séð fjölda athugasemda á þann veg, að við Íslendingar höfum boðið hættunni heim - eða að "góða fólkið" hafi gert Ísland hættulegt; en ég eiginlega hlæ að þessu.

  1. Fyrsta lagi, hefur Ísland fram að þessu tekið á móti, afar fámennum hópum aðkomufólks af því tagi sem þeir sem títt nota frasann "góða fólkið" vísa til.
  2. Í öðru lagi, hefur Ísland gætt þess að velja alltaf fjölskyldufólk. Það auðvitað skiptir máli, að velja úr - því augljóslega vilja fjölskyldur með börn fyrst og fremst koma börnum sínum í öruggt skjól. Slíkt fólk sé afar - afar ólíklegt að vera varasamt.
  3. Auk þess að hér er næga vinnu að hafa, þannig að fjölskyldufeður komast til vinnu - lenda ekki lengi á féló eins og víða innan Evrópu þ.s. atvinnuleysi er margfalt meir en hér.

Ég held það sé klárlega ferðamannastraumurinn sem lögreglan óttast.
Pælið í þessu - 2.000.000 ferðamenn í ár, án nokkurs vafa - sennilega rúmlega það að auki.

  1. Vandinn sé ekki, hverjum Ísland hefur hleypt til landsins.
  2. Heldur hverjum hafa nágrannalönd Íslands, hleypt til sín.

--En þau hafa mörg hver ekki verið eins varfærin, og við Íslendingar.
--En Ísland er algerlega galopið í alla enda, gagnvart Evrópulöndum.

Þess vegna sé fullkomlega rökrétt fyrir lögreglu Íslands, að hafa varann á þegar hættuleg hryðjuverk eru framin í Evrópu.
Ég er eiginlega feginn því frekar en að vera óttasleginn eða fyllast ónotum, að lögreglan byrgi brunninn áður en barnið er dottið ofan í.

Vopnaðir sérsveitarmenn að störfum í Color Run í miðbænum í gær.

Ætlar að ræða vopnaburðinn í Þjóðaröryggisráði

Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð

Vopnaðir sérsveitarmenn í miðbænum

Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run

Velti fyrir mér viðbrögðum Katrínar Jakobs!

En viðhorf Vinstri-grænna, á undan þeim - Alþýðubandalagsins, þegar kemur að spurningunni um vopnaburð lögreglu, auk þátttöku í varnarsamstarfi Vestrænna þjóða; þau viðhorf hafa ætíð slegið mig sem barnaleg eða næív.
Katrín Jakobs, talar um ónotatilfinningu vegna þess að það voru sérsveitarmenn niðri í bæ meðan "Color Run" stóð yfir, greinilega vopnaðir. Þetta hljómar eins og hún, sé mun uppteknari yfir því, að vopnaðir lögreglumenn hafi verið á staðnum, ef af hverju þeir voru þar.
Ég man enn eftir umræðunni um - MP6 byssur sem lögreglan vildi fá gefins af Norðmönnum.
--Hvort tveggja Píratar og VG-arar linntu ekki látum, fyrr en vopnin voru send aftur úr landi.

  • Lögreglan ætti að fá sér - MP7.

File:BundeswehrMP7.JPG

Lögreglan á eitthvað af MP6-byssum, sem eru "sub-machine-guns."
--MP7 notar sérstök "armor piercing" skot, ætlað að komast í gegnum skotheld vesti.
--MP6 notar samskonar kúlur og notaðar eru fyrir Heckler&Koch skammbyssur af eldri gerð, ekki öflug skothylki heldur, þannig að þær komast ekki í gegnum skotheld vesti.

Það þíði að meðan lögreglan notast við MP6 geta hryðjuverkamenn mætt í vestum.
--Eins og sést er MP7 þægilega lítið vopn, einmitt hentug fyrir öryggissveitir.

  • Einhverja sjálfvirka ryffla þyrfti að eiga einnig, en væntanlega er MP7 fyrst og fremst nothæf á tiltölulega stuttu færi.

 

Niðurstaða

Þvert ofan í andstöðu VG-ara og Pírata, þá styð ég fullkomlega að íslenska lögreglan eigi í fórum nægilegt magn vopna sem nothæf væru í því skyni að fást við hryðjuverkaöfl, ef til árásar af slíku tagi mundi koma. Þvert ofan í að öryggisaðgerðir lögreglunnar fylli mig ónotatilfinningu, eins og Katrín Jakobs talar um, þá fynn ég fyrir öryggistilfinningu frekar en hitt. Enda geri ég mér fullkomlega grein fyrir því, að ekkert og þá meina ég ekkert hindrar hryðjuverkamenn í Evrópu í því að beita sér hér, ef þeir svo kjósa. Enda landið gersamlega galopið fyrir komum og brottförum fólks sem hefur varanlegt dvalarleyfi í Evrópulandi, eða eru borgarar þeirra landa. Og ferðamannastraumurinn er kominn í rúmar 2-milljónir manna ár hvert, yfrið nægur straumur til að fela sig innan um, ef misindismenn hafa áhuga á að beita sér hérlendis.

Mig grunar að það sé einmitt þessi gríðarlegi ferðamannastraumur, sem skapi þau tækifæri til þess að beita sér - sem lögreglan óttast sem möguleika, nægilega til að telja ástæðu að vera sýnileg á næstunni á fjöldasamkomum, vopnuð.
--Sé ekki ástæðu til að pyrrast yfr því.
--Fagna því frekar, að lögreglan hafi allan varann á!

 

Kv.


Flokkur Theresu May kemur óvænt illa út úr þingkosningunum í Bretlandi - úrslit er munu flækja BREXIT viðræðurnar fyrir May

Íhaldsflokkurinn tapaði meirihluta sínum, þvert á skoðanakannanir fyrir kosningar er höfðu gefið vísbendingar um - aukinn meirihluta sem líklegri útkomu.
Á sama tíma, eru úrslit Verkamannaflokksins, ekki nærri eins slæm og útlit var fyrir mánuðum fyrir kosningar ef marka mátti kannanir -- þannig að Jeremy Corbyn líklega heldur velli

Jeremy Corbyn og Theresa May

Úrslit: May to try to form government after UK election debacle, uncertainty over Brexit talks

  1. Íhaldsflokkurinn...............318 þingsæti eða 48,9% heildaratkvæða.
  2. Verkamannaflokkurinn...........261 þingsæti eða 40,2% heildaratkvæða.
  3. Skoskir sjálfstæðissinnar.......35 þingsæti eða 5,4% heildaratkvæða
  4. Frjálslyndir....................12 þingsæti, eða 1,8% heildaratkvæða.
  5. Norður-írski Sambandsflokkurinn 10 þingsæti, eða 1,5% heildaratkvæða.

Skv. frétt ætlar Norður-írski Sambandsflokkurinn, að styðja minnihlutastjórn Theresu May.
Þar sem að Íhaldsflokkinn vantar 8 þingsæti upp á meirihluta.
Duga þá 10 þingsæti Norður-írska Sambandsflokksins til að May getur myndað stjórn.

Hinn bóginn er þetta augljóslega veikur meirihluti, með aðstoð annars flokks.
Sem þíði, að May getur lent í vandræðum með afgreiðslu BREXIT málsins á þingi.

En með svo lítinn meirihluta, geti litlir þingmannahópar í Íhaldsflokknum, hlaupið út undan sér - ef þeim líkar ekki útkoman!

http://e3.365dm.com/17/05/1600x900/d66ac98e790fc75253cfaa562742ca776235b769b51c91f0ee6dab09931b9519_3966040.jpg?20170529230702

--Einmitt áhætta sem May ætlaði sér að losna við.

  1. Þetta væntanlega geri viðræðurnar við ESB um BREXIT erfiðari en ella.
  2. Þar sem að úrslitin væntanlega minnka samningssvigrúm May - þ.e. þrengja möguleika hennar til að sýna sveigjanleika í viðræðum gagnvart öðrum aðildarþjóðum ESB.
  • Úrslitin líklega valda því, að viðræðurnar sennilega ganga erfiðar fyrir sig - verða tafsamari, og auk þess væntanlega auka líkur þess að þær endi illa -- þ.e. Bretland endi utan sambandsins án eiginlegs samkomulags!
    --Sem mundi flokkast undir mjög hart BREXIT.

En ef May er ófær um að sýna nokkra samningslipurð.
Gætu aðildarlöndin fyrir utan Bretland - einfaldlega tekið sameiginlega afstöðu.
--Þ.s. BREXIT tekur gildi eftir 2-ár, sjálfkrafa skv. lögum sambandsins sem lúta að því ferli er land vill yfirgefa sambandið; nema aðildarlöndin hin öll samþykki að framlengja það ferli.

  • Þá geti það verið raunhæfur möguleiki á slíkri útkomu - þ.e. BREXIT án nokkurs mildandi samkomulags Bretlands við aðildarríkin.

--Önnur aðildarlönd taki ákvörðun fullkomlega einhliða, án þess að gefa Bretum nokkurt svigrúm.
Og BREXIT taki gildi án nokkurs slíks samkomulags.

  1. Það væri að sjálfsögðu versta mögulega útkoma.
  2. Og mundi án vafa skapa langvarandi sárindi í samskiptum í kjölfarið.
  3. Sem mundi geta skaðað önnur samskipti, t.d. innan NATO.

--Þannig að slíkt, "hard BREXIT" gæti reynst mjög varasöm tíðindi fyrir NATO.
--Einnig fyrir Ísland, en Bretland er mikilvægt NATO land vegna þátttöku Bretland í því að viðhalda öryggi á Norður-Atlantshafi, með sínum flota og flugher.

Auk þess, að efnahagslegur skellur fyrir Bretland - mundi skaða útflutnings Íslands til Bretlands.
Til viðbótar, án vafa fækka breskum ferðamönnum til Íslands - á móti gæti Bretland orðið ódýrt ferðamannaland fyrir Íslendinga!

 

Niðurstaða

Fyrir Íslendinga eru kosningaúrslitin í Bretlandi líklega ótíðindi, vegna þess að þau valda því að Theresa May fari inn í BREXIT viðræður við önnur aðildarríki ESB - með mun veikari samningsstöðu en áður. Í stað þess að vonast var eftir sterkari samningsstöðu, séu hún í staðinn mun veikari.
Það sé vegna þess, að svo tæpur sé líklegur meirihluti May með aðstoð Noður-írskra Sambandssinna, að litlir hópar þingmanna innan Íhaldsflokksins, geta hlaupið út undan sér og neitað að samykkja atriði í BREXIT samkomulagi er geta orkað tvímælis - innan Bretlands.
Sem skapi May mun þrengri samningsstöðu en hún stefndi að, auk þess veikari samningsstöðu en hún hafði fyrir - sem auki augljóslega líkur á "hard BREXIT."
En skv. lögum ESB tekur BREXIT gildi eftir 2-ár, nema allar aðrar aðildarþjóðir samþykki að framlengja viðræður -- ef May hefur mjög lítið samningssvigrúm í bresku pólitísku samhengi.

Sé það mun líklegra en ella, að aðildarþjóðirnar einfaldlega ákveði allt - einhliða.
Sem þeim er fullkomlega heimilt skv. lögum sambandsins er lúta að brotthvarfi aðildarríkis.
Þá gæti lending Bretlands orðið mjög harkaleg - þ.e. lending án samkomulags af nokkru hinu minnsta tagi, til að liðka fyrir framtíðar viðskiptum Bretlands við ESB aðildarríki eða fyrir bresk fyrirtæki svo þau geti áfram starfað óhindrað innan ESB eins og þau gera í dag.

  1. Bendi auk þess á - að í slíku samhengi er "WTO" aðild Bretlands langt í frá öruggur hlutur -- þ.s. að Bretland gekk í "WTO" sem ESB meðlimur; sem þíði að það sé háð samkomulagi við ESB aðildarríkin - að Bretland fái áfram að notast við samkomulag aðildarþjóða ESB við önnur aðildarríki "WTO."
  2. M.ö.o. "hard BREXIT" geti auk þess þítt - að Bretland þarf að hefja það flókna ferli, að óska eftir sjálfstæðri aðild að "WTO." Er mundu vera margra ára flóknar viðræður.

--M.ö.o. ef viðræður far algerlega út um þúfur, getur Bretland lent í þeim tollum sem til staðar voru í alþjóða kerfinu -- fyrir "WTO" og fyrir "GATT."
Þeir voru háir!
A.m.k. 20% + rámar mig í.

Það væri töluvert duglegur kjaraskellur fyrir breskan almenning, ef hlutir fara á allra versta veg.

  1. Til viðbótar öllu þessu, gæti slík allra versta mögulega útkoman - eitrað samskipti Bretlands við meginlandsþjóðir -- í samhengi NATO.
  2. Bretland, gæti neitað að taka þátt í vörnum meginlandsþjóða NATO.
    --Það gæti alveg skapast NATO krísa í slíku samhengi.

Rússland væri þá það land sem græddi á slíku "super hard BREXIT."
--Atriði sem væri gott að meginlandslöndin í ESB hefðu í huga!

 

Kv.


Áhugaverður vitnisburður James Comey um samskipti hans við Trump - birtur

Sjá vitnisburð James Comey um persónuleg samskipti hans og Donald Trumps: Ex-FBI Director Comey's prepared testimony to Senate panel.

Skv. vitnisburðinum, staðfestir Comey að Trump hafi óskað eftir - persónulegri fylgisspekt Comey við Trump, og að Trump hafi óskað eftir því að FBI hætti að rannsaka Flynn - það þriðja merkilega sem fram kemur er að Comey staðfestir að hann hafi sagt Trump að Trump sjálfur væri ekki undir rannsókn!

  • Rétt að benda á, að til vitnis um þau samtöl, eru einungis Donald Trump og James Comey.
  • Þar sem í tilvikunum er um að ræða, 2ja manna tal.

--Svo að sjálfsögðu sannar vitnisburðurinn nákvæmlega ekki neitt.
--Hinn bóginn, treysti ég betur heiðarleik James Comey en Donalds Trump.
--Það sé ósennilegt þó að þessi nýi vitnisburður hafi einhverjar sérstakar afleiðingar fyrir Trump.

Mjög áhugaverður texti:

It is important to understand that FBI counter-intelligence investigations are different than the more-commonly known criminal investigative work. The Bureau’s goal in a counter-intelligence investigation is to understand the technical and human methods that hostile foreign powers are using to influence the United States or to steal our secrets. The FBI uses that understanding to disrupt those efforts. Sometimes disruption takes the form of alerting a person who is targeted for recruitment or influence by the foreign power. Sometimes it involves hardening a computer system that is being attacked. Sometimes it involves 'turning' the recruited person into a double-agent, or publicly calling out the behavior with sanctions or expulsions of embassy-based intelligence officers. On occasion, criminal prosecution is used to disrupt intelligence activities.

Because the nature of the hostile foreign nation is well known, counterintelligence investigations tend to be centered on individuals the FBI suspects to be witting or unwitting agents of that foreign power. When the FBI develops reason to believe an American has been targeted for recruitment by a foreign power or is covertly acting as an agent of the foreign power, the FBI will 'open an investigation' on that American and use legal authorities to try to learn more about the nature of any relationship with the foreign power so it can be disrupted.

Mér sýnist Comey þarna að ofan, vera að segja frá því hvers eðlis rannsókn FBI er!

  1. Tilgangur slíkra rannsókna, sé að skaða tilraunir erlends ríkis - til að útvega sér, sér handgengna aðila meðal embættismanna stjórnvalda Bandaríkjanna, sem það ríki síðar meir noti sér sjálfu til hagsbótar - en líklega gegn hagsmunum Bandaríkjanna.
  2. Tilgangur 2-sé síðan að snúa slíkum einstaklingi til baka, eða sannfæra viðkomandi að erlenda ríkið sé að gera tilraun til að nota hann, eða ef hitt bregst - glæparannsókn og hugsanleg saksókn síðar á viðkomandi.

Það sé ákaflega forvitnilega nú að vita hinn eiginlega tilgang rannsóknar FBI!

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að tjá mig neitt sterkt um þennan vitnisburð þ.s. þetta er eftir allt saman lýsing á 2ja manna tali. Þó ítreka að ég hef meiri trú á heiðarleik James Comey en Donalds Trump.
Það virðist að Trump hafi verið að fiska eftir því hvort Comey væri til í persónulega fylgisspekt.
Það virðist að Trump hafi beitt Comey þrýstingi um að hætta rannsókn FBI á Flynn.
Og það virðist að auki, að Trump hafi beitt Comey þrýstingi til að annað af tvennu - flýta heildar rannsókn FBI á aðilum tengdum ríkisstjórn Trumps sem mest, eða þá að hætta henni.
--En hvort Trump meinar skv. lýsingu Comey er ekki ljóst!

Trump m.ö.o. hafi skv. vitnisburði Comey reynt að hafa afskipti af rannsóknum FBI.
Og vonast til þess að unnt væri að koma FBI undir stjórn Hvíta-hússins.

  1. Ef það var von Trumps, með brottrekstri Comey, að geta skipt honum út fyrir sinn mann.
  2. Virðist sú von vera að bregðast, miðað við það - hver Trump hefur nú lagt fram; en rétt að benda á að nokkrir aðrir höfðu verið skoðaðir af Trump, sem ekki fengust til starfsins af óþekktum ástæðum - ekkert sérstakt bendi til að Christopher Wray verði handgengnari Trump en Comey reyndist vera: Trump velur Christopher Wray næsta yfirmann FBI - spurning hvað Trump hefur haft upp úr að reka James Comey?

Kv.


Trump velur Christopher Wray næsta yfirmann FBI - spurning hvað Trump hefur haft upp úr að reka James Comey?

Það blasi ekki við að Trump hafi nokkuð hið minnsta grætt á brottrekstri James Comey. En eins og þekkt er, var Comey um tíma "attorney general" undir George Bush þ.e. árin 2003-2005.
--Comey var síðan ráðinn yfirmaður FBI í tíð Obama, 2013 - eftir langa samningalotu milli Obama og meirihluta Repúblikana á þingi, um ásættanlegan yfirmann FBI.

Trump to nominate Christopher Wray as FBI director

Trump - "I will be nominating Christopher A. Wray, a man of impeccable credentials, to be the new Director of the FBI. Details to follow,"

Trump kynnti þetta á -tvíti- eins og hann virðist vanur að gera.

Christopher Wray Is Trump's Nominee To Be The New FBI Director: "From 2003 to 2005, he was the assistant attorney general of the Justice Department's Criminal Division, working under both Alberto Gonzales and John Ashcroft, as well as former FBI Director James Comey , who was then the deputy attorney general." - "Wray has been in private practice for the past 12 years, working in litigation as a partner at the King & Spalding law firm in Washington and Atlanta."

Takið eftir - nákvæmlega sama tímabil og Comey starfaði sem Dómsmálaráðherra Bandaríkjastjórnar í forsetatíð George Bush.

Hann hefur verið starfandi lögfræðingur að því er virðist síðan.

 

Niðurstaða

Ekkert sérstakt bendi til að Wray sé Trump maður. Að hann starfaði í ríkisstjórn Bush, samtímis því er James Comey var þar starfandi ráðherra, sýni að Wray sé álitinn Repúblikani eins og gilti um Comey á sínum tíma - þ.e. báðir sömu ár starfandi fyrir sömu Repúblikanaríkisstjórn Bandaríkjanna.

Sennilegt virðist að Trump, eins og gilti um Obama 2013 er hann útnefndi Comey, sé bundinn þeirri þvingan - að þurfa að velja yfirmann FBI, sem meirihluti þingsins sé líklegur að samþykkja.

En ég hef heyrt kjánalegar athugasemdir í þá átt, Comey hafi verið valinn af Obama -- þegar þingmeirihluti Repúblikana var til staðar; og hann að sjálfsögðu varð að semja við þingið, hver ætti að hreppa það hnoss að vera næsti yfirmaður FBI - og alveg klárt var að Obama átti alls engan möguleika á því að fá einhvern sinn mann þar inn.

Klárlega, var fyrrum ráðherra George Bush, ekki Demókrati.
Alveg örugglega, er Wray talinn Repúblikani með sama hætti og Comey var svo álitinn!

  • Mér virðist m.ö.o. að Trump hafi sennilega ekkert haft upp úr að reka Comey.
    Fyrst of fremst haft meira vesen upp úr því!

 

Kv.


Harkalegar deilur við Persaflóaríkið Qatar blossa upp - viðskiptabanns aðgerðir og slit stjórnmálasambands innleiddar af fjölda Múslimalanda

Aðgerðirnar virðast leiddar af Saudi-arabíu, þ.e. Saudi-arabía, Sameinuðu-arabísku-furstadæmin, Egyptaland og Bahrain - slitu stjórnmálasambandi við Quatar á mánudag, auk viðskiptabanns aðgerða, bann á ferðir íbúa Qatar til sömu landa - bann við komum skipa, og flugvéla frá Quatar, eða viðkomu skipa eða flugvéla á leið til Quatar.

  • Ekki virðist a.m.k. enn, að bann sé við kaupum á gasi frá Quatar - af hálfu Arabaríkjanna við Persaflóa.
    --En Doha í Quatar virðist vera stærsta umskipunar-/útflutningshöfn í heiminum á náttúrugasi á vökvaformi.
    --Nágrannalönd Quatar við Persaflóa, virðast töluvert háð þeim útflutningi, ef marka má fréttir.

Yemen, Maldive eyjar og Líbýa hafa síðan bæst við lönd sem virða bannið á Quatar.

Saudi Arabía hefur auk þess lokað á - Al Jazeera.

Arab powers sever Qatar ties, citing support for militants

Business impact of Qatar-Gulf rift

Qatar and its neighbors may lose billions from diplomatic split

Qatar's dispute with Arab states puts LNG market on edge

Saudi shuts Al Jazeera

Gulf rift threatens air travel

http://ian.macky.net/pat/map/pers/persblu2.gif

Ég held að við eigum öll að hlægja að ásökuninni - að Quatar styðji hryðjuverk!

  1. Höfum í huga, hverjir ásaka - þ.e. Saudi-arabía sérstaklega, og einræðisherrann í Egyptalandi Sisi, auðvitað Sameinuðu-arabísku-furstadæmin.
  2. Allt saman einræðisríki, lögregluríki.
  3. Allt lönd, sem við vitum að hafa stutt við margvíslega vopnaða hópa, sem styðja við þeirra utanríkisstefnu.

Við vitum að Quatar hefur dælt peningum í vopnaða hópa íslamista í Mið-austurlöndum, ekki síður en Saudi-arabía og önnur furstadæmi við Persaflóa.

  1. En Quatar hefur aðra stefnu þegar kemur að stuðningi við slíka hópa -- en einræðisríkin nágrannar sínir.
  2. Ólíkt einræðisríkjunum, hefur Quatar innleitt stjórnarskrá, sem hefur styrkt réttindi þegna og takmarkað geðþóttavald emírsins - kosið hefur verið til sveitastjórna reglulega síðan 2003 og þings síðan þá - en þingkosningar er áttu að fara fram 2013, hafa ekki enn farið fram; nýr emír tók við 2013.
    --Quatar telst því "constitutional monarchy" ekki ósvipað og Danmörk t.d., en lýðræði þó ekki enn orðið fullkomlega traust.
    --Al Jazeera virðist starfa í Qatar - með mjög litlum afskiptum stjórnvalda í Qatar.
    Ein deilan er auðvitað sú, að Saud fjölskyldunni er í nöp við umfjöllun þess fjölmiðils.
  3. Quatar heldur heimsmeistaramótið í fótbolta 2022.

Quatar hefur heimilað hópum sem vinna gegn stjórnvöldum í Saudi Arabíu, og stjórnvöldum nágrannalanda - að hafa aðsetur í Quatar.
Það grunar mig, að séu hin eiginlegu undirrót ásökunarinnar, að - styðja hryðjuverk.
Auk þess að Quatar styður gjarnan - aðra íslamistahópa en bandamenn Sauda, ekki síst þá tengda Bræðralagi Múslima. Íslamistahópar, andstæðir stjórnvöldum araba-einræðisríkjanna.

  • Þekki ekki hverjar kröfur nágrannalanda Quatar akkúrat eru.

En þykir líklegt, að krafist sé að Quatar þrengi að Al-Jazeera, þannig að stöðin hætti að birta gagnrýnar umfjallanir um stjórnvöld þeirra landa.
Að Quatar hætti að styðja Íslamistahópa - sem ekki njóta stuðnings Saudi-araba og annarra flóa Araba -- sérstaklega hópa tengda Bræðralagi-múslima.
Og hætti að veita stjórnarandstæðingum stjórnvalda nágrannalanda sinna, skjól.

  • Ef marka marka má fréttir, sé það ekki endilega augljóslega ómögulegt fyrir Quatar, að neita að gefa eftir kröfum granna sinna meðal Arabaríkja.
    --Þ.s. að mati fjölmiðla, geti Quatar flutt sitt gas áfram á erlenda markaði.
    --Quatar geti bætt sér upp að landamærum hafi verið lokað, með auknum skipaflutningum.
    --Viðskipti Quatar við nágrannalönd - séu ekki það stór í sniðum, að lokun á þau viðskipti leggi efnahag Quatar í rúst.
    ::Mesti skaðinn geti verið fyrir megin flugfélag Quatar, og uppbyggingu ferðamennsku.

Hin löndin gætu auðvitað farið út í hafnbanns aðgerðir.

Þau gætu einnig notað flugheri til að hindra samgöngur í lofti.

Quatar hefur auðvitað sinn eigin flugher, ekki síður tæknilega vel búinn!
--Ekki endilega ljóst, að Saudi-arabía ásamt bandalagslöndum, væru til í slík átök.

 

Niðurstaða

Það virðist allt í einu kominn nýr spennupunktur í Mið-austurlöndum. Óþekkt á þessari stundu hversu langt bandalagsríki Saudi Arabíu eru til í að ganga í beitingu þrýstingi á Quatar. Í þeim tilgangi að beygja utanríkisstefnu Quatar að þeirra vilja - og husanlega að einhverju leiti, stefnu Quatar í innanríkismálum.

  1. Quatar + Íran, eru miklu mun lýðfrjálsari lönd.
  2. En Saudi-arabía, Bahrain, Sameinuðu-arabísku-furstadæmin, og Egyptaland.
    --Í þeim löndum öllum, séu harðsnúnar einræðisstjórnir við völd.

Það þurfi greinilega að taka ásökun - einræðisríkjanna, um stuðning við hryðjuverk.
Með fjölda saltkorna, sérstaklega í ljósi þess - hvaða lönd eru að ásaka.

Greinilega líkar þeim ekki stefna Quatar í utanríkismálum, en Quatar virðist hafa fylgt eigin stefnu - leitast við að vera sjálfstætt "power" í Arabaheiminum. M.ö.o. ekki fylgiland Saudi-arabíu.
Það geti verið hin eiginlega ástæða, að Saudi-arabía umberi ekki lengur tilburði Quatar, til að vera sjálft valdamiðja á svæðinu, þeirra hneigð að styðja Íslamistahópa sem ekki njóta velþóknunar Sauda.
--Hin eiginlega deila snúist um völd!
--Að einhverju leiti sé sennilega einnig lýðfrelsi í Quatar, ógn í augum einræðisherranna!

 

Kv.


Mér sýnist hryðjuverkaárásin í London sýna að aðgerðir gegn hryðjuverkum eru að bera árangur

Málið sem ég vek athygli á er með hvaða hætti árásin var framin: London attackers kill seven, PM May says 'enough is enough.

  1. Theresa May - ""We believe we are experiencing a new trend in the threat we face as terrorism breeds terrorism," - "Perpetrators are inspired to attack not only on the basis of carefully constructed plots ... and not even as lone attackers radicalized online, but by copying one another and often using the crudest of means of attack."
  2. "Three attackers drove a van into pedestrians on London Bridge before stabbing revelers nearby on Saturday night, killing at least seven people in what Britain said was the work of Islamist militants engaged in a "new trend" of terrorism."

Þetta eru sem sagt -- "ad hog" árásir smárra hópa öfgamanna.
Engin vopn önnur en hnífar og ökutækið sjálft.

  1. Engar sprengjur, hvort sem heimatilbúnar eða að fullkomnari gerð.
  2. Ekki heldur skotvopn.

--Það segir manni, að yfirvöldum hafi gengið vel í því að ráða niðurlögum þrautskipulagðra hópa, sem ráða yfir þróaðri og um leið hættulegri aðferðum - og sem séu færir um að skipuleggja flóknari aðgerðir.

  1. Það að hryðjuverkamenn beita þessum afar einföldu "ad hog" árásum.
  2. Sé augljóst veikleikamerki.

Theresa May talaði um að beita auknum aðgerðum gagnvart öfgahópum er ala á hatri.
Sem leiði til árása af þessu tagi.

--Sennilegt virðist þ.s. þetta séu svo einfaldar árásir, með litlum sjáanlegum undirbúningi.

Að þær séu ekki framkvæmdar af þjálfuðum hryðjuverkamönnum.
Heldur eins og May sagði -inspired- þ.e. framin af öfgamönnum, sem hafi drukkið inn áróður öfgasamtaka og hvatningu þeirra til að standa fyrir árásum - af hvaða tagi sem er.

Ef þetta sé allt og sumt sem öfgasinnaðir -íslamistar- í Bretlandi ráða við að framkvæma.
Sé sigur yfirvalda yfir öfgasamtökum meðal breskra Múslima - hugsanlega í sjónmáli!

 

Niðurstaða

Ég ætla að leyfa mér að trúa því, að árásir af þetta einfaldri gerð - framkvæmd sennilega af óþjálfuðum aðilum, sé veikleikamerki - sem bendi til þess að yfirvöld hafi náð raunverulegum árangri gegn hreyfingum öfgasinnaðra íslamista, sem hafi verið færar um skipulagningu hættulegri hryðjuverka og er hafi ráðið yfir meðlimum þjálfaðir í notkun vopna og sprengjugerð.

Það geti þítt að hryðjuverkaógnin sé í rénun!

 

Kv.


Rússland yfirgefur ekki Parísarsamkomulagið - athyglisverð yfirlýsing Rússlands í kjölfar yfirlýsingar Trump

Einungis 3 sjálfstæð lönd í heiminum þ.e. Nicaragua, Sýrland og Bandaríkin - taka ekki þátt í Parísarsamkomulaginu; ef við gerum ráð fyrir því að ákvörðun Donalds Trump standi!

Trump takes US out of Paris climate deal

  1. Hinn bóginn í merkilegri yfirlýsingu segir Arkady Dvorkovich aðstoðarforsætisráðherra Rússlands.
  2. Langsamlega líklegast að Rússland staðfesti Parísarsamkomulagið á næstunni!

Spurning hvað það þíði? En það hlýtur að vera merkileg ákvörðun!

Sjá ræðu Trumps í fullri lengd!

Meðan Trump tekur Bandaríkin út úr Parísarsamkomlaginu --> Ætla Rússland og Kína, áfram að taka þátt!

Russia likely to back Paris climate deal despite U.S. withdrawal

  1. Það getur verið að Rússland og Kína - vonist eftir bættum samskiptum við Evrópu.
  2. Rússland, hefur lengi nú gert tilraun til þess - að fá bundinn endi á refsiaðgerðir NATO landa gegn Rússlandi, vegna deilunnar í tengslum við Úkraínu.
  • Athygli vekur að Kína og ESB - hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu, þ.s. Kína og leiðtogar aðildarríkja ESB, árétta mikilvægi Parísarsamkomulagsins og einbeittan vilja aðildarþjóða ESB og Kína - að standa við það samkomulag.

Indland kynnti - staðfestingu Parísarsamkomulagsins.

Skv. því standa Bandaríkin algerlega ein í afstöðu sinni.
--Fyrir utan bláfátækt ríki í Mið-Ameríki Nicaragua og land í upplausn og borgarátökum Sýrland.

  1. Það sé afar freystandi þar af leiðandi að velta fyrir sér.
  2. Hvort nokkurs konar einangrun Bandaríkjanna blasi við.

Þetta gerist líka skömmu eftir fund Trumps með aðildarríkjum NATO - og G7 fundi.

Á báðum fundum kom í ljós mjög mikill skoðanamunur - allt frá viðskiptum yfir í umhverfismál og deilur um peninga innan NATO.

--Síðan virðist Trump líta á Evrópu sem -- keppinaut Bandaríkjanna, umfram annað.
--En það er eins og hann horfi fyrst og fremst á heiminn -- út frá utanríkisviðskiptum.

Það sé gríðarleg viðhorfs breyting - ef það yrði framhald af þess konar viðhorfum gagnvart Evrópu í Washington.

Það sé freystandi að velta fyrir sér því - hvort að bandalag meginlandsþjóða Evrópu og Bandaríkjanna, sé í yfirvofandi hættu á að gliðna í sundur.

  • Líklegast virðist þó að bandalagsríki Bandaríkjanna - bíði og sjái hvort Trump yrði endurkjörinn 2020.
    --En það gæti verið hreinlega ólíklegt að bandalag meginlands Evrópu og Bandaríkjanna, hafi af 2-kjörtímabil Trumps.

Hið minnsta skapi stefna Trumps ný tækifæri fyrir Kína og Rússland.
Annars vegar í þeim möguleika, að samskipti Evrópu og þeirra landa, batni í kjölfarinu verulega.
Og hins vegar í því, að alþjóðleg virðingarstaða Rússlands og Kína batni!
Þar með möguleikar Rússlands og Kína, í samskiptum við lönd víða um heim.

Meðan að virðingarstaða og áhrifastaða Bandaríkjanna hnigni að sama skapi vegna ákvörðunar Trumps.
M.ö.o. virðist ákvörðun Trumps vera stórt skot í fótinn á hagsmunum Bandaríkjanna.
Meðan að keppinautar Bandaríkjanna -- fagna ókeypis gjöf Trumps til þeirra!

Ákvörðun Trumps á eftir að skaða Bandaríkin með mjög margvíslegum hætti - hver skaðinn akkúrat verði komi þó ekki endilega allur fram strax.

 

Niðurstaða

Ég endurtek þá afstöðu mína frá fyrri færslu, að ákvörðun Trumps um að yfirgefa Parísarsamkomulagið sé óskaplega slæm, og eigi eftir að skaða Bandaríkin mjög mikið.

Það að Bandaríkin standa þetta ein í málinu sem við blasir - að engin stórþjóð í heiminum önnur, ætlar að yfirgefa Parísarsamkomulagið.
--Virkilega undirstrikar það hve stórt glappaskot ákvörðun Trumps er.

Meira að segja -- Pútín virðist ætla að halda Rússlandi innan Parísarsamkomulagsins.
Kína þegar hefur formlega tekið slíka ákvörðun.

  1. Klárlega -- styrkist staða Rússlands og Kína.
  2. En staða Bandaríkjanna -- veikist og það líklega mjög verulega.

--Trump er sannarlega ekki "making USA great again."
--Þvert á móti skaði hann orðstír Bandaríkjanna hnattrænt með líklega mjög stórfelldum hætti.

Mjög sennilega þíði það minnkuð áhrif Bandaríkjanna í heims málum.
En stórskaðaður orðstír þíði, að geta Bandaríkjanna til að sannfæra þjóðir til að fylgja þeim að málum, verður þá stórsköðuð á eftir.

  • XI Jinping -- sennilega hlær að Trump núna.
  • Vladimir Putin -- líklega gerir það sama!

Trump er að vinna vinnuna sem Pútín hefur lengi dreymt um, þ.e. leggja Bandaríkin í rúst, helst bandalög þeirra í leiðinni.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 759
  • Frá upphafi: 846640

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 695
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband