Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Fátt bendir til þess að samkomulag, sem átti að stuðla að sátt í Úkraínu, muni skila tilskildum árangri

Ég varaði við því í gær er ég frétti af samkomulaginu, að það gæti farið svo að það yrði án nokkurs árangurs: Það getur farið þannig að Genfar-yfirlísing Rússlands, aðildarþjóða ESB, Bandaríkjanna og stjórnvalda Úkraínu, hafi enga merkingu fyrir stöðu mála!

Þetta virðist ætla að verða útkoman, en andstæðingar stjórnvalda Úkraínu í A-héröðum. Neituðu um leið og þeir fréttu af yfirlýsingu Rússlands, Bandaríkjanna, stjórnvalda aðildarríkja ESB og ríkisstjórnar Úkraínu - - að afhenda vopn sín, rífa niður vegatálma, yfirgefa opinberar byggingar í þeim héröðum þ.s. þeir hópar virðast hafa tekið yfir alla stjórn mála, þ.e. Luhansk og Donetsk.

Síðan komu fram "nýjar hótanir um refsiaðgerðir á Rússland" - - sem er áhugavert. En túlkun Bandaríkjanna og aðildarríkja ESB - virðist vera sú, að ef "aðgerðasinnar neiti að hlýða skipunum" þá sé það Rússlandi að kenna.

New Russia sanctions threats as Ukraine stalemate goes on

Russia criticizes Washington's assessment of accord on Ukraine

  • Ég persónulega stórfellt efa, að "aðgerðasinnar" séu undir þannig beinni stjórn frá Rússlandi.
  • En þó margir séu að leggja að jöfnu rás atburða í Donetsk og Luhansk, og á Krímskaga. Þá virðast aðgerðasinnar í A-Úkraínu vera mjög sundurlaus samtíningur. Ekki eins og var á Krímskaga þ.s. þeir voru mjög augljóslega einstaklingar með herþjálfun.
  • Með öðrum orðum, á sumum stöðum má sjá greinilega einstaklinga með herþjálfun sem einnig eru harðvopnaðir, en síðan eru einnig vegatálmar undir stjórn einstaklinga er ekki virðast hafa slíka, og né nokkur sjáanleg vopn. Rétt að hafa í huga, að þó svo að til staðar séu einstaklingar með herþjálfun, þá er það ekki endilega sönnun þess að þeir séu rússn.flugumenn - en það geta t.d. allt eins verið liðhlaupar úr úkraínska hernum er gengið hafa í lið með "aðgerðasinnum."
  • Málið er líka, að á Krímskaga höfðu Rússar fyrir um 20þ. manna liðsafla í herstöð í borginni Sevastopol, svo það var þess vegna mjög trúverðugt að það væri lið þaðan væri verið að nota, í ljósi þess að hvert sem litið var - þá virtust vopnaðir einstaklingar á verði vera aðilar með herþjálfun.
  • En í A-Úkraínu sé ekki slík skýr mynd til staðar. Þannig, að ég er langt í frá viss um, að Pútín sé að "fjarstýra aðgerðasinnum í A-Úkraínu" eins og Vesturveldi virðast halda.
Eastern Ukraine's Pro-Russian Activists Stand Fast - "Denis Pushilin, the leader of the uprising that calls itself the People's Republic of Donetsk, said at a news conference in the southeast Ukrainian city's seized administration building that the activists wouldn't exit until the new leaders in Kiev leave the government, which he said they have been occupying unlawfully since late February."

""After that, we'll also agree to do it," Mr. Pushilin said. Instead, he said he and other activists in the building were continuing to prepare for a referendum on the southeast Ukraine region's future, which they intend to hold by May 11. We will defend our interests "until the last drop of blood if necessary" against the "Kiev junta," he said. (Follow the latest updates on the crisis in Ukraine.)"

Leiðtogi aðgerðasinna í Donetsk, sem sagt - segist leggja af sínar aðgerðir, ef stjórnin í Kíev fer frá og ef hópar úkraínskra þjóðernissinna, sem enn séu áberandi á götum og torgum Kíev, snúi heim til sín.

Hann sé annars að undirbúa almenna atkvæðagreiðslu í héraðinu - "væntanlega atkvæðagreiðslu þ.s. íbúar verða spurðir um hvort þeir vilja sjálfstæði héraðsins frá Úkraínu."

Mætast sem sagt - stálin stinn.

 

Niðurstaða

Mér sýnist að "aðgerðasinnar" ætli að leiða hjá sér samkomulag fimmtudagsins milli ríkisstjórna Rússlands - Bandaríkjanna - aðildarríkja ESB - og Úkraínu. Aðgerðasinnar muni líklega halda áfram undirbúningi fyrir "sjálfstæði Luhansk og Donetsk" frá Úkraínu.

Það áhugaverða við það er - - að það væri tæknilega mögulegt. Að þau héröð lýsi sig sjálfstæð í kjölfar almennrar atkvæðagreiðslu. En að Pútín, samþykki ekki inngöngu þeirra í Rússland. Þ.s. mjög ólíklegt er að nokkur annar en Rússland og hugsanlega Hvíta Rússland, muni viðurkenna sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra héraða frá Úkraínu. Þá mundu þau í reynd - - vera algerlega háð velvilja Rússlands um sína tilvist. Virka því eins og rússnesk fylgiríki eða leppríki. Rússland gæti meira að segja látið vera, að hafa rússneska hermenn staðsetta innan þeirra. Ef restin af Úkraínu væri t.d. fallin verulega í ástand stjórnleysis og því ekki ógn þaðan að sjá varðandi sjálfstæði Luhansk og Donetsk. 

Í ljósi þess að Vesturveldin og Rússland, virðast þegar vera farin að rífast um merkingu samkomulagsins, Vesturlönd búin að ítreka fyrri hótanir um frekari refsiaðgerðir. Má líklega vænta að eftir því sem upplausnarástand í Úkraínu versnar. Muni samband Rússland og Vesturvelda kólna frekar.


Kv.


Það getur farið þannig að Genfar-yfirlísing Rússlands, aðildarþjóða ESB, Bandaríkjanna og stjórnvalda Úkraínu, hafi enga merkingu fyrir stöðu mála!

Fyrir forvitna hlekkur á texta yfirlísingarinnar: Geneva Statement on Ukraine. Texti yfirlísingarinnar er ekki langur. Það vekur athygli að engu orði er minnst á Krímskaga. Sjálfsagt eru aðildarþjóðir samkomulagsins orðnar áhyggjufullar um þróun mála innan Úkraínu.

Four-way talks call for end to Ukraine violence

Geneva talks produce agreement on defusing conflict

Ukraine Talks End With Accord on Steps to De-Escalate Conflict

U.S. and Russia Agree on Pact to Defuse Ukraine Crisis

Four-way talks end with agreement on calming Ukraine tensions

U.S., Russia, Ukraine, EU call for end to Ukraine violence

 

Ástæða þess að ég segi, að það geti verið að þessi yfirlísing muni verða merkingarlaus

Er sú að það getur vel verið, að upplausnarástandið innan Úkraínu sé farið að lifa sínu lífi.

Með öðrum orðum, utanaðkomandi aðilar svo sem Rússar, eða Bandaríkin eða ESB - séu ekki með stjórn á því. Það sama eigi við stjórnvöld Úkraínu.

"All  illegal  armed  groups  must  be  disarmed;  all  illegally  seized  buildings  must  be  returned  to   legitimate  owners;  all  illegally  occupied  streets,  squares  and  other  public  places  in  Uk rainian   cities  and  towns  must  be vacated."

Þetta eru sannarlega virðingarverð markmið - sérstaklega í ljósi þess að því fylgir í næstu málsgrein, að sérhver sá sem skilar inn stolnum vopnum - yfirgefur opbinberar byggingar sem hafa verið teknar yfir; fái fulla sakaruppgjöf.

Vandinn er sá, að ég óttast að ekki sé boðið upp á næga eftirfylgni. Þó svo að það verði "monitoring mission" á vegum ÖSE. Þá mundi slík vart hafa meir en eigin lífverði, hvergi er minnst á að senda inn "SÞ liða" eða "liðssveitir" til að aðstoða við það verk að fylgja þessu fram.

En undanfarnir dagar hafa sýnt að ríkisstjórn Úkraínu, virðist hafa fullkomlega misst stjórn á tveim héruðum í landinu, þ.s. rússneskumælandi íbúar eru í meirihluta. Þó svo að "aðgerðasinnum" í þeim héröðum sé heitið sakaruppgjöf. 

Þá er algerlega óvíst, að látið verði af núverandi mótmælastöðum. Eða að þeir sem hafi tekið vopn ófrjálsri hendir úr vopnabúrum hersins muni skila þeim. Eða að þeir sem hafa tekið yfir opinberar byggingar. Muni yfirgefa þær og afhenda aftur til aðila á vegum úkraínskra stjórnvalda.

  • Það auðvitað getur verið, að áhrif yfirlísingarinnar verði "mikil" og allt sem þar kemur fram gangi eftir, þegar eftirlitsmenn frá Rússlandi, aðildarríkjum ESB og Bandaríkjunum - mæta á staðinn; til að hafa eftirlit.
  • Þar sem því er lofað að hafin verði víðtæk umræða um nýja stjórnarskrá fyrir landið. Það loforð í samhengi við loforð um sakaruppgjöf - - getur alveg haft mikið að segja.

Ég ætla ekkert að fullyrða að mótmælendur muni fara sínu fram, að ástandið muni halda áfram að velta upp á sig stjórnlaust.

Ég er einfaldlega að benda á, að á þessari stundu er sennilega ekki unnt að spá fyrir um hvort áhrif yfirlísingarinnar verða: Mikil - lítil eða jafnvel, alls engin.

 

Niðurstaða

Næstu daga verða að leiða fram hver áhrif hinnar nýju yfirlísingar Bandaríkjanna, Rússlands, aðildarþjóða ESB og Úkraínu verða. Þau áhrif geta verið farið yfir allt sviðið, frá því að vera mikil í að vera nákvæmlega engin. Að snjóboltinn innan Úkraínu haldi áfram, að atburðarásin sé einfaldlega þegar orðin stjórnlaus. Eða, að Bandaríkin, aðildarþjóðir ESB og Rússland, hafi enn slík áhrif á rás atburða. Að þeir aðilar geti í sameiningu ákveðið - að stöðva snjóboltann. Þegar stjórnvöld Úkraínu virtust vera búin að missa alla stjórn á rás atburða.

 

Kv.


Stendur Úkraína frammi fyrir nýju Yalta samkomulagi? Þ.s. Rússland og Vesturlönd, ákveða framtíðar skipan innan Úkraínu?

Ég fæ ekki betur séð an að allur kraftur sé úr þeirri "afskaplega veiku" tilraun stjórnvalda í Kíev, að senda liðssveitir til Donetsk og Luhansk héraða í A-hluta Úkraínu. Þ.s. andstæðingar stjórnvalda í Kíev, hafa tekið völdin í fjölda borga og bæja, að auki hafa vegatálmar mannaðir mótmælendum sprottið upp um víðan völl, og að því er best verður séð - - dugað til að hindra för hersveita úkraínskra stjórnvalda á vegum þeirra héraða.

Fyrir bragðið lítur staða stjórnvalda í Kíev, afskaplega - afskaplega veikt út. Fyrir fund um stöðu mála í Úkraínu sem stendur til að halda á fimmtudag 17/4. Þar munu fulltrúar stjórnvalda í Úkraínu, fulltrúar stjórnvalda helstu ríkja Vesturvelda og auðvitað fulltrúar stjórnvalda í Rússlandi - - hittast og funda um málið.

  1. Vitað er að fram verður lögð krafa Pútíns, um það að Rússland og Vesturveldi skipti "nefnd" sem "aðstoði" Úkraínu við það að semja nýja stjórnarskrá. 
  2. Krafa Rússlands er að sjálfstæði einstakra héraða verði aukið mjög mikið, þeim veitt mikið sjálfforræði - - ég er ekki viss um akkúrat hve mikið sjálfforræði Rússar heimta. Þ.e. hvort þeir meina fyrirbærið "Federation" eða "Confederation." Það orð sem næst kemur að lísa fyrirbærinu "confederation" á íslensku gæti verið "ríkjasamband," reyndar er það fyrirbæri ekki til "nákvæmlega skilgreint" - en punkturinn er að "Confederation" er lausara samband. Eiginlega ástand sem gengur ekki langtum skemmra fullu sjálfstæði. Það mætti ímynda sér, að ef Úkraína yrði "Confederation" í stað "Federation" þá væru ákvæði þess efnis, að einstök héröð gætu ákveðið að yfirgefa "sambandið" með því að halda atkvæðagreiðslu íbúa. Það gæti verið sameiginlegur forseti - - áfram. En í "Confederation" gæti verið að ekki væri til staðar "sameiginleg ríkisstjórn" þ.e. líklega væri hvert svæði með sína ríkisstjórn. En í "Federation" væri til staðar "sameiginleg ríkisstjórn" og væntanlega réttur til þess að skattleggja allt landið, skv. samþykki sambandsþings. En í "Confederation" ástandi, væri óvíst að slíkur réttur til skattlagningar væri til staðar - - það mætti þess í stað hugsa sér það fyrirkomulag, að hvert hérað innheimti alla skatta en léti hlutfall af hendi til sameiginlegra mála. Mörgu leiti ekki ósvipað núverandi fyrirkomulagi innan ESB. ESB mætti kalla "Confederation." 
  3. Rússar tala um það, að hvert hérað hafi rétt til að velja, t.d. hvort það vildi viðskipti við Rússland fremur en við Evrópu t.d., hafandi það í huga - - virðist mér tillaga þeirra vera meir í átt að "Confederation."
  4. Það er sem sagt skilningur minn skv. fréttum, að Rússar séu að heimta að einstök héröð fái það mikið sjálfforræði, að samband héraða innan úkraínska sambandsríkisins, yrði sennilega afskaplega veikt. Miðstjórnarvald innan Úkraínu væri þá skorið "mikið niður." Ef þetta er réttur skilningur, þá væri það nánast tillaga um að "leggja Úkraínu niður" en skilja eftir laust samband nærri sjálfstæðra héraða, sem hvert um sig hallaði sér að þeim sem það vildi.

En ég er ekkert viss um að slík tillaga sé líkleg til að "róa ástandið."

Jafnvel þó hún væri samþykkt, þ.e. samþykkt að skrifa nýja stjórnarskrá sem veitti nær algert sjálfforræði til þeirra héraða sem Úkraína í dag samanstendur af.

En vandinn er sá, að það "mundi ekki endilega augljóslega" stöðva rás atburða í átt að hugsanlegu "borgarastríði" sem getur verið í gangi.

Til þess að menn átti sig á af hverju - - þá eru einstök héröð í S-hluta Úkraínu, skipt milli rússn.mælandi og úkraínsku mælandi. Þ.e. blanda frá um 20% Rússar upp í rúm 40%. En í héröðum fyrir utan Luhansk og Donetsk, eru Rússar allst staðar "minnihluti" en á sama tíma "fjölmennur minnihluti."

Það eiginlega - - óttast ég. Skapar hættu á átökum þá "innan hvers svæðis" um framtíðarstefnu hvers svæðis um sig.

Það getur þegar verið orðið erfitt að stöðva þá þróun - - nú eftir að svo virðist að íbúar í Donetsk og Luhansk, hafi tekið að mestu yfir stjórn sinna héraða!

Expectations low as ministers hold Ukraine peace talks

Kiev’s weak grip on east falters

Ukraine's Efforts to Regain Control of East Sputter

Separatists take armored vehicles, humiliating Ukraine forces

 

Fátt virðist geta hindrað að Luhansk og Donetsk héröðin yfirgefi Úkraínu á næstu vikum

Aðgerðir úkraínskra stjórnvalda virðast hafa endað í "hreinni niðurlægingu" en skv. frásögn WSJ þá náðu rússneskir "aðgerðasinnar" á vald sitt 6 brynvörðum farartækjum Úkraínuhers. Að því er best verður séð, gáfust hermennirnir "upp" eftir að faratækin höfðu verið umkringd um nokkurn tíma, af reiðum hópi fólks sem innihélt vopnaðan kjarna. Það er engin leið að vita hvort þ.e. satt eða logið, að þeir hafi "gengið í lið" með uppreisninni eða ekki. En þ.e. a.m.k. hugsanlegt. En vopnaðir aðilar sem gættu þeirra faratækja, sögðust aðspurðir af blaðamanni, vera fyrrum liðsmenn hers Úkraínu.

Þetta getur verið rétt, vegna þess að mórallinn innan úkraínska hersins virðist afskaplega á lágu plani, þ.e. gríðarleg spilling í gegnum árin, laun mjög lág, tæki og búnaður í lamasessi, sama á við um þjálfun - - það bárust meira að segja fréttir af því, að hermenn hafi þegið mat frá hópi aðgerðarsinna á öðrum stað og verið fegnir.

"Ukrainian forces attempted to establish an operating base in the town of Kramatorsk and moved units from a nearby military air base into the city. According to Ukraine's defense ministry and a witness who spoke by phone, a column of six armored vehicles was halted by an angry mob of civilians and then commandeered by heavily armed men wearing military-style uniforms."

"The six vehicles then took up positions around a cafe near the city council building, and dozens of masked men in fatigues—with no insignia—and carrying automatic weapons and sniper rifles formed a cordon around them." - "When asked who they were, a masked soldier patrolling near the vehicles claimed the unit was part of the 25th brigade of Ukraine's airborne forces that had switched sides."

Ég á ekki von á því að Vesturlönd og Rússland muni ná samkomulagi, eftir að hafa íhugað það nánar hvort að það væri líklegt til að leysa vandann, að auka mjög mikið sjálfstæði héraða - - er ég langt í frá lengur viss um að svo sé.

En mér virðist blasa við, að innan þeirra héraða sem eru verulega skipt milli hópa, þá séu líklegar að rísa í kjölfarið upp deilur milli hópanna - - um þá stefnu sem þeirra héröð skulu taka.

  • En líkur eru á að Úkraínskumælandi, styðji stjórnina í Kíev.
  • Meðan að rússneskumælandi, séu á móti henni.

Klofningurinn sem sé líklega að halda áfram í landinu með brotthvarfi Luhansk og Donetsk héraða, líklega síðan haldi áfram - - innan þeirra héraða sem séu skipt milli hópanna.

Það sé í þeim klofningi - - sem ástand mála geti þróast yfir í "borgarastríð."

 

Niðurstaða

Mig grunar að úr því sem komið er, sé lítill grundvöllur fyrir sátt milli þjóðahópanna sem byggja landið sem heitir Úkraína. Þjóðernishyggja hvors íbúahluta - stefni að markmiðum sem erfitt sé að samræma. Meðan að rússnesku mælandi vilji áfram halla sér að Rússlandi, vilji úkraínskumælandi frekar halla sér að Evrópu. Það sé þessi deila um "grunn stefnu landsins" sem sé að kljúfa landið.

Þetta sé spurning um "hvorn menningarheiminn" fólkið vill.

---------------------------

Undir niðri kraumar gamalt hatur frá hamförum 20. aldar - - Úkraínskumælandi muna enn eftir hungursneyðinni í Úkraínu á 3-4. áratugnum, sem drap milljónir. Afleiðing samyrkjubúskaparvæðingar Stalíns.

Það var að mörgu leiti hefnd úkraínskra þjóðernissinna í Seinni Styrjöld, er þeir gengu í lið með nasistum er þeir réðust á Sovétríkin. Þá var hermönnum nasista tekið tekið sem frelsurum í mörgum héröðum innan Úkraínu, ekki þó þ.s. rússn.mælandi voru fjölmennir.

Það að margir Úkraínumenn síðan börðust með nasistum, hafa Rússar aldrei síðar meir fyrirgefið. Alltaf lifir meðal Rússa - sú hugsun að úkraínskir þjóðernissinnar séu "fasistar."

  • Ég hef á tilfinningunni, að þegar rússneska pressan rifjar upp þjónkun úkraínskra þjóðernissinna við nasista í Seinni Styrjöld, þá láti þeir vera að minnast á milljónir Úkraínskra bænda sem dóu hungurdauða á 3. og 4. áratugnum.
  • Fólk gjarnan man þ.s. hentar þeirra málsstað hverju sinni - að muna.
Eins og átök Króata og Serba í fyrrum Júgóslavíu sýndu fram á, þ.s. er til staðar að mörgu leiti sambærileg bitur forsaga, þá getur gamalt hatur gosið upp að nýju af miklu krafti - fljótlega eftir að átök hefjast fyrir alvöru.

 

Kv.


Aðgerðir úkraínskra stjórnvalda gegn andstæðingum sínum í Luhans og Donetsk virðast í mýflugulíki

Að "crackdown" sé hafið, hefur verið blásið fremur út af stjórnvöldum í Kíev, það hefur verið fjallað um það í helstu fjölmiðlum heims. En þegar ég rýni í pressuna, ber frásagnir saman, fæ ég ekki betur séð að þær aðgerðir, séu afskaplega í reynd "smáar í sniðum" og því lítt fallnar til þess að skelfa andstæðinga stjórnvalda í þeim héröðum Úkraínu, þ.s. rússnesku mælandi eru í meirihluta.

Ukraine launches 'gradual' operation, action limited

Clash Erupts at Military Airport in Eastern Ukraine

Það hafa borist óljósar fréttir af lest brynvarinna farartækja, með 2-3 skriðdreka fremsta í flokki, en annars liðsflutningafarartæki. Sem lagði af stað á sunnudag. En fátt hefur borist af fréttum af för þeirrar liðssveitar síðan - - nema að það bárust óljósar fréttir af því að hún hefði mætt vegatálma.

Þetta sá ég sl. mánudag, á þriðjudag berast engar frekari fréttir af þessari lest farartækja. Svo ég verð að álykta. Að hún sé föst við þennan "vegatálma" og þannig standi mál hvað þá liðssveit varðar.

En á þriðjudag, var fjallað um það með umtalsverðu "fanfare" að herflugvöllur í grennd við borgina Kramatorsk hefði verið, eins og það var orðað af hálfu stjórnvalda í Kíev, frelsaður.

Skv. frásögn "Reuters" sem mér virðist mest trúverðug, þá var fámennum herflokki lent þar á tveim liðsflutningsþyrlum.

Sá herflokkur virðist hafa tekið sér stöðu á flugvallarsvæðinu, síðan urðu einhverjir pústrar við "innganginn" þar sem ekið er inn á svæðið, en þar var víst til staðar "vegatálmi" mannaður stjórnarandstæðingum.

  • Það fara nokkrar mismunandi sögur af þeim pústrum.
  1. Skv. RIA-Novosti létu 4 lífið og tveir slösuðust.
  2. Frásögn yfirvalda er sú, að völlurinn hafi verið tekinn án nokkurs manntjóns eða líkamsmeiðinga.
  3. Skv. WSJ slösuðust 3.
  4. Skv. Reuters, þá voru einhver hundruð óbreyttra borgara við vegatálma við flugvöllinn, og það urðu pústrar og deilur milli þeirra og hermannanna, en undir kvöldið hafi þeir leitað inn í byggingarnar á flugvellinum. Skv. þeirri frásögn var ekkert manntjón. Vegatálminn sé enn mannaður mótmælendum, hermennirnir hafi ekki komist út fyrir flugvallarsvæðið.

Auk þessa, virðist að þyrlur hafi verið notaðar til að flytja fámenna herflokka til valdra staða á svæðinu, væntanlega vegna vegatálma mannaða af stjórnarandstæðingum.

  • Það virðist a.m.k. ekki augljóst, að það hafi orðið mannfall.

Aðgerðirnar virðast bera því vitni, að menn eru logandi hræddir við "mannfall" - leitast í lengstu lög við að forðast slíkt. Um það getur ekki síst ráðið, vitneskjan um tugi þúsunda rússn. hermanna sem bíða gráir fyrir járnum nærri landamærunum við Úkraínu.

 

Niðurstaða

Það getur vel verið að aðgerðir stjórnvalda í Kiev, verði stærri að umfangi á miðvikudag, en þær voru á þriðjudag. En a.m.k. fram að þessu, sé ég fátt í þeim sem líklegt sé að skefla andstæðinga stjórnvalda á þeim svæðum þ.s. rússnesku mælandi eru í meirihluta, en á þeim svæðum hefur andóf verið mest áberandi. Ef aðgerðir Kíev stjórnarinnar, ná ekki því umfangi að stjórnvöld nái stjórn á atburðarásinni, þá geta mál alveg æxlast með þeim hætti. Að Donetsk og Luhansk héröðin yfirgefi Úkraínu.

Á hinn bóginn, gæti verið skynsamt af hinni þjóðernissinnuðu stjórn. Að íhuga tilboð Pútins af fullri alvöru, þ.e. um stórfellt aukið sjálfræði einstakra svæða. Þ.e. að tekið verði upp "fylkja" fyrirkomulag í landinu. Og auðvitað að landið, samþykki að ganga aldrei í NATO.

Væri það virkilega óásættanlegt, t.d. að hvert svæði væri eins sjálfstætt og fylkin í Bandaríkjunum?

Það gæti verið eini möguleikinn, til að hindra að andóf í V-héröðum Úkraínu. Færist jafnvel alla leið yfir í borgarastríð.

 

Kv.


Það er hugsanlegt að heilu héröðin yfirgefi Úkraínu, án þess að stjórnvöld í Kíev fái rönd við reist

Á sunnudag setti Oleksander Turchinov settur forseti Úkraínu, aðskilnaðarsinnum í Luhansk og Donetsk héruðum "úrlitakosti." Að hætta aðgerðum eða fá það óvegið. Vandinn við að setja úrslitakosti, er að ef þú fylgir þeim ekki eftir - þá sýnir þú fram á veikleika þinn.

Skv. fréttum, voru engin átök í gær milli úkraínskra öryggissveita og aðskilnaðarsinna, ekkert sást til þeirra aðgerða, sem Oleksander Turchinov hafði talað um.

Þess í stað fjölgaði þeim bæjum sem aðskilnaðarsinnar hafa á valdi sínu.

Pro-Russian armed men stand guard as pro-Russian supporters gather outside the mayor's office in Slaviansk April 14, 2014. REUTERS/Gleb Garanich

Separatists tighten grip on east Ukraine, Obama and Putin talk

Obama, Putin Talk as Unrest Roils Eastern Ukraine

EU to Expand Targeted Sanctions on Russian Officials Amid Ukraine Unrest

Sanctions ‘grey zone’ leaves west in quandary

Kiev’s troops invisible in east Ukraine

 Map: Between East and West - the Strategic Importance of Ukraine

Úrslitakostir Oleksander Turchinov virðast hafa verið blöff!

Hættan er auðvitað sú, að nú þegar sýnt er fram á "veikleika" stjórnvalda í Kíev. Þá fari nú skriðan af stað fyrst nú fyrir alvöru. Mér virðist að öll atburðarásin á Krim-skaga geti endurtekið sig. Nema að í þetta sinn. Gæti aðgerðin gengið fyrir sig, án þess að Pútín sendi liðssveitir sínar inn.

En skv. fréttum, mættu aðskilnaðarsinnar alls engri mótspyrnu í gær, þegar þeir tóku flr. bæi á sitt vald. Og ef ekkert bólar á þeirri hörku á morgun sem Turchinov boðaði sl. sunnudag. Þá getur snjóboltinn haldið áfram þar til að bæði héröðin eru að fullu á valdi aðskilnaðarsinna.

Ef hlutir ganga þannig fyrir sig, þá gætu þeir haldið almenna atkvæðagreiðslu í Luhansk og Donetsk héruðum, eftir einhverjar vikur - - svæðin lýst sig sjálfstæð.

Síðan mundi Pútín væntanlega viðurkenna það sjálfstæði, og rússn.þingið. Þá gæti þarnæst komið að því, að þau svæði formlega óska aðildar að rússneska sambandslýðveldinu.

Ef eins og í fyrra skiptið, Pútín undirritar og síðan lætur Dúmuna staðfesta lög um inngöngu þeirra svæða í Rússland, þá væri aðgerðinni lokið - - væntanlega mundu rússneskir hermenn halda innreið sína inn í þau héröð. Á einhverju stigi í ferlinu, í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar héraðanna og óskar þeirra um aðild að rússn.sambandinu.

Vegna þess að rússn.mælandi eru öruggur meirihluti í Donetsk og Luhansk. Þá gæti þetta gengið fyrir sig, án verulegra átaka innan þeirra svæða.

En öðru nær mundi sennilega gegna með svæði þ.s. rússn.mælandi eru á bilinu 20% til tæplega 50% íbúa, ef rússn.mælandi ibúar flr. svæða rísa upp í kjölfarið. Og gera tilraun til þess að hrifsa völdin á sínum svæðum.

Þá gæti þetta leitt til borgaraátaka, þ.s. Úkraínskumælandi hluti íbúanna - gæti verið andvígur þeim aðgerðum. Og brugðist ókvæða við.

  • Þarna liggur sennilega megin hættan á borgarastríði - í þeim héröðum þ.s. rússn.mælandi eru fjölmennir, en á sama tíma - - ekki meirihluti.
  •  Þ.e. hugsanlegt að gripið verði til þjóðernishreinsana - þ.e. hættan sem ég sé fyrir, að átök íbúanna leiði til tilrauna til þess að skapa þjóðernislega "hrein" svæði.

Ég ætla ekki að fullyrða hvor hópurinn verður fyrri til þess. En hættan er að báðir muni ástunda þetta.

--------------------------------------------

Skv. nýjustu fréttum segja stjórnvöld í Kíev að "crackdown" gegn "uppreisnaröflum" eða "hryðjuverkaöflum" eins og þau kalla andstæðinga sína, sé hafið:

Ukraine crackdown begins 

Á hinn bóginn hafa fréttamenn á staðnum ekki enn skv. fréttum orðið varir við þær aðgerðir. Skv. fyrstu fréttum þriðjudags, virðist ástand mála lítt eða ekki breytt frá því í gær mánudag.

"Interim president Oleksander Turchinov insisted the operation had started in the eastern Donetsk region, "The anti-terrorist operation began during the night in the north of Donetsk region. But it will take place in stages, responsibly, in a considered way. I once again stress: the aim of these operations is to defend the citizens of Ukraine,""

Það getur verið þ.s. dagurinn í dag fer í, að sjá hvað eða eitthvað verður úr þeim aðgerðum. Ef um er að ræða "bara eina hersveit" þá geta aðskilnaðarsinnar örugglega gert eitthvað til að tefja hennar för, sérstaklega ef áherslan er á að forðast "átök." En óljósar fréttir hafa borist um för "column of armored vehicles" í A-hluta Donetsk.

 

Niðurstaða

Það varð sem sagt ekkert úr yfirlýstum aðgerðum stjórnvalda í Kíev gegn aðskilnaðarsinnum í Luhansk og Donetsk, á mánudag. Ef ekkert verður af þeim aðgerðum heldur á þriðjudag. Gæti atburðarásin farið á hraðferð, og þau svæði á nokkrum vikum - sagt skilið við Úkraínu. 

Skv. nýjustu fréttum, segja stjórnvöld í Kíev að aðgerðir séu hafnar en að þær verði - "...it will take place in stages, responsibly, in a considered way..." þó ástand mála þ.s. af er degi, virðist óbreitt frá því á mánudag. Kannski að dagurinn fari í það að sjá hvað fréttist af þeim "aðgerðum." Ef lítt eða ekkert gerist - þá mun veikleiki stjórnvalda í Kíef væntanlega hafa sannast.

það þarf vart að taka fram, að ef Luhans og Donetsk héröðin yfirgefa Úkraínu, þá verður það stórt efnahagsáfall fyrir stjórnvöld í Kíev, þ.s. þetta eru iðnvædd svæði þ.s. almenn velmegun er meiri en í flestum öðrum héröðum Úkraínu, og þ.s. iðnvarningur til útflutnings er framleiddur. Möguleikar stjórnvalda í Kíev, til að standa undir AGS prógrammi - sem er fyrirhugað. Munu þá bersýnilega minnka duglega.

Stóra hættan er þó - tel ég - að skriðan haldi síðan áfram. Hún stoppi ekki við Luhansk og Donetsk. Þá eins og sést á korti að ofan sem sýnir íbúasamsetningu eftir svæðum, gætu borgaraátök hafist fyrir alvöru.

 

Kv.


Borgarastríð að hefjast í Úkraínu?

Haft eftir Reuters, þá stefnir í "hörð" átök á morgun , mánudag 14. apríl, í héröðum Úkraínu á landamærunum við Rússland. En á sunnudag varð nokkur fjöldi af pústrum sem leiddi til dauða a.m.k. eins úr liði úkraínskra öryggissveita. Oleksander Turchinov settur forseti Úkraínu til bráðabirgða, hefur nú sett vopnuðum uppreisnarmönnum í landamærahéröðum "úrslitakosti" að gefast upp, eða sæta hernaðarárás.

Pro-Russian men stand guard at a barricade near the police headquarters in Slaviansk April 13, 2014. Ukraine's Interior Minister on Sunday told residents in the eastern city of Slaviansk to stay indoors, in anticipation of clashes between pro-Russian militants who have seized official buildings and Ukrainian security forces. REUTERS/Gleb Garanich

"Pro-Russian men stand guard at a barricade near the police headquarters in Slaviansk April 13, 2014. "

Eins og staða mála er, þá bendir margt til þess að bráðabirgðastjórnin í Kíev, njóti mjög lítils stuðning í A-héröðum Úkraínu. Þvert á móti, virðist andstaða við hana útbreidd á þeim svæðum. Fyrir bragðið geti ástand mála á þeim svæðum, verið - - afskaplega eldfimt.


Ukraine gives rebels deadline to disarm or face military operation

Oleksander Turchinov - "The National Security and Defence Council has decided to launch a full-scale anti-terrorist operation involving the armed forces of Ukraine,"

U.N. Security Council meets over Ukraine hours before deadline

"We will not allow Russia to repeat the Crimean scenario in the eastern regions of Ukraine,"

"Valentyn Nalyvaichenko, head of Ukraine's state security service (SBU), said in a televised interview, "If they open fire, we will annihilate them. There should be no doubt about this,""

Áhugavert orðalag, þ.s. Turchinov kalla þá sem hafa tekið sér stöðu á bæjarskrifstofum, lögreglustöðum, sett upp vegatálma - - hryðjuverkamenn.

Þetta hljómar sem klassískt dæmi um fyrirbæri sem nefnist á ensku "demeaning" - - > Form af áróðri.

Höfum þó eitt í huga, að ef þessi mótmælendur/uppreisnarmenn njóta umtalsverðs fylgis meðal íbúa, í Luhans og Donetsk héruðum, gætu þessi ummæli - skapað reiði og úlfúð, aukið samúð stuðning íbúa með þeim.

  • Fram að þessu hefur 1. látið lífið, áður en öryggissveitir gripu til aðgerða, hafði enginn látið lífið - enginn svo vitað séð slasast.
  • Sem segir mér, að nafnbótin "hryðjuverkamenn" sé "ósanngjörn" - einmitt hvers vegna, sú orðanotkun gæti virkað öfugt á íbúa þessara héraða.
  • Þ.e. þó spurning, þ.s. því er haldið fram af stjórnvöldum í Washington, og í Kíef, að sumir hóparnir séu "þrautskipulagðir" og geti verið "rússn.flugumenn." Það er að sjálfsögðu hugsanlegt, þó það sé rétt að benda einnig á, að þ.e. einnig möguleiki á að um sé að ræða rússn.mælandi Úkraínumenn, sem gegni herskyldu - "sem séu þess vegna með hulin andlit svo þeir þekkist ekki." En í svo klofnu landi, gæti ég vel trúað því til - að hluti af hernum reynist vera klofinn, eins og landið sjálft.

Átökin virðast vera í Luhansk og Donetsk héröðum! Sjá mynd!

Map: Between East and West - the Strategic Importance of Ukraine

Að sjálfsögðu hafa "lögleg" stjórnvöld fullan rétt til gagnaðgerða, til að mæta "ólöglegum mótmælum" en þ.e. þ.s. þessar aðgerðir "réttilega nefnast" þ.e. ólögleg mómæli. Sérstaklega ef "mótmælendur" eru vopnaðir - beita ógnunum. Þá eru þeir komnir nærri því að réttilega teljast "uppreisnarseggir."

  • Auðvitað er rétt að nefna, að "réttmæti" núverandi stjórnvalda í Kíev, er ekki beint hafið yfir vafa.
  • Síðan hafa Rússar a.m.k. 30þ. manna lið fullbúið vopnum, og að sögn NATO "very very ready for action" - - sumir segja að það sé fjölmennara, nær 50þ.
  • En a.m.k. er það miklu sterkara en það herlið sem núverandi stjv. Úkraínu geta beitt.
  • Og þ.e. alveg hugsanlegt, að ef það verða blóðug átök á morgun, þ.s. fj. rússn.mælandi borgara í Úkraínu fellur fyrir aðgerðum sveita á vegum núverandi stjórnvalda í Kíev, þá verði það "casus belli" fyrir Pútín. Ef ekki, þá gæti slík aðgerð, æst til frekari uppþota - - jafnvel hugsanlega, almennrar uppreisnar.
  • Ég er ekki að segja, að stjórnvöld í Kíev, eigi ekkert að gera. En þau eru stödd úti á óeiginlegu jarðsprengjusvæði, mistök sérstaklega blóðug mistök, geta kosta þau gríðarlega mikið - þ.e. heil héröð geti flosnað upp í almenna uppreisn.
  • Auðvitað, ef aðgerðin á morgun heppnast vel, í þeim skilningi að það verður óverulegt eða jafnvel ekkert mannfall, og stjórnvöld ná fullu valdi á stöðunni. Þá mun  Oleksander Turchinov hafa lesið stöðuna rétt.
  • En ef þetta fer svo, að það verður verulegt mannfall meðal "mótmælenda/uppreisnarmanna" og samtímis, það mistekst að kveða þá uppreisn niður, gæti morgundagurinn - - markað upphaf borgarastríðs í Úkraínu.

Á þessari stundu er ekkert unnt að spá. Eina sem unnt er að gera er að fylgjast áfram með rás atburða.

------------------------------------------------

Skv. nýjustu fréttum, virðast andstæðingar stjórnvalda í Luhans og Donetsk héruðum, vera að mæta úrslitakostum setts forseta Úkraínu, með því að "storka" honum - með frekari aðgerðum:

Ukraine President threatens military operation as unrest grows

  • Einn möguleiki er sá, að stjórnvöld í Kíev, lyppist niður þori ekki að beita þeirri hörku, sem þau hótuðu á sunnudag, en þá auðvitað verða líkur yfirgnæfandi á því að héröðin 2-yfirgefi fljótlega Úkraínu. 
  • Eftir að sýnt hafi verið fram á veikleika Kíev stjórnarinnar. En þ.e. ekki endilega víst, að það rói ástandið, þá gætu andstæðingar Kíev stjórnarinnar gert atlögu að enn flr. héröðum. Þ.s. rússn.mælandi eru ekki í meirihluta í flr. héröðum en Luhansk og Donetsk. Gætum við séð rísa upp, bein átök milli þjóðahópanna í kjölfarið í héröðum þ.s. rússn.mælandi eru a.m.k. fjölmennur minnihluti.
  • Ef sá hópur gerir atlögu að því, að taka yfir stjórn mála í þeim héröðum. Þá gætu úkraínsku mælandi, risið upp á móti.

Eins og sést á mynd að ofan, eru rússn.mælandi fjölmennur minnihluti í nokkrum héröðum til viðbótar.

 

Niðurstaða

Ég virkilega óttast þann möguleika að borgaraátök séu við það að hefjast í Úkraínu. En að mörgu leiti finnst mér atburðarásin líkjast rás atburða í Júgóslavíu. Áður en manndráp hófust að ráði. En það liðu margir mánuðir, meðan að spenna var að hlaðast upp, áður en manndráp hófust. En þegar þau á annað borð voru hafin - var óneitanlega sérstakt hve hratt þau undu upp á sig. Miðað við það hve blönduð mörg héröð eru, gætu borgaraátök í þessu landi, einnig eins og í Júgóslavíu leitt til þjóðernishreinsana. Sem mundi þá þíða flóttamannastraum. Þ.s. þetta er fjölmennt land, þ.e. 2-falt fjölmennara en Sýrland. Gæti sá flóttamannastraumur ef allt fer á versta veg, orðið mjög umtalverður.

Það þarf varla að benda á, að á sama tíma, ef þetta þróast yfir í borgarastríð, og það má þá búast við því að uppreisnarmenn í A-hlutanum muni njóta stuðnings Rússa, og stjórnvöld í Kíev stuðnings Vesturvelda.

Að borgarastríð mun þá skapa frekari spennu í samskiptum Vesturvelda og Rússlands.

Auk þess að sá möguleiki á efnahagstjóni fyrir Evrópu, er sannarlega til staðar ef mál þróast svo herfilega illa.

 

Kv.


Merkilegar breitingar í gangi á íslenska flokkakerfinu

Það sem virðist staðfestast - - er ný skipting stjórnmála á Íslandi skv. nýjum ás. Með öðrum orðum, að það sé að myndast 2-falt flokkakerfi. Þ.s. samhliða hægri vs. vinstri skiptingu, er önnur skipting eftir nýjum ás milli "aðildarsinnaðra flokkar" og "sjálfstæðissinnaðra flokka."

Þetta minnir á flokkakerfi í Færeyjum þ.s. til staðar eru "sambandssinnaðir flokkar" og "sjálfsstæðissinnaðir" og einnig er hægri vs. vinstri skipting.

Þannig séð má líta á "aðildarsinna" sem okkar "sambandssinna."

Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn

Mjög áhugaverð greining á "hugsanlegu fylgi flokkanna."

Nýr hægriflokkur gæti notið svipaðs fylgis og Sjálfstæðisflokkurinn


Aðildarsinnaðir flokkar eru þá:

  1. Nýr hægri flokkur.
  2. Björt Framtíð.
  3. Samfylking.

Sjálfstæðissinnaðir flokkar eru þá:

  1. Sjálfsstæðisflokkur.
  2. Framsóknarflokkur.
  3. Vinstri Grænir
Spurning hvar á að staðsetja "Pírata."

Mér finnst skv. ofangreindri hugmynd um hugsanlegt fylgi, samanlagt fylgi aðildarsinna ívið hátt.

En samanlagt fylgi þeirra hefur hingað til verið innan við 40%, þ.e. á bilinu rúmlega 30% í um 35%.

Í sl. kosningum, er samanlagt fylgi þeirra einungis 21,1%. Ef maður lítur ekki á fylgi Pírata sem aðildarsinnað fylgi. En höfum í huga að mörg atkvæði fóru líklega forgörðum í sl. kosningum í kraðaki flokka, sem gerði tilraun til að ná inn á þing. Vegna óánægju með síðustu stjórn, getur verið að fj. aðildarsinnaðra kjósenda hafi "ekki mætt á kjörstað."

Það sé heldur mikið, að fylgi aðildarsinna sé 42,8%. Þá það sé ekki mjög fjarri greiningu sem kom fram um daginn, þ.s. kjósendur voru spurðir um það hvort þeir gætu hugsanlega kosið nýjan hægri flokk. Þá var kringum 38% sem fannst það koma til greina, á móti rúmlega 60% sem fannst það ekki.

Það sé hugsanlegt að aðildarsinnum hafi fjölgað í kringum 40%. Þannig að skiptingin sé kringum 60/40.

Með Pírötum væri það í kringum 50/50. En þegar spurt hefur verið beint um afstöðu til aðildar, hefur a.m.k. hingað til afstaða kjósenda verið milli 35-40% með, rúm 60% á móti.

  • Þannig að ég hallast að því að aðildarsinnaður hægri flokkur, fái líklega minna en 20%.
  • Samt þó svo að slíkur flokkur væri með frekar öruggt líklegt fylgi um eða yfir 15%.

Það getur þítt að sá verði "stærsti aðildarsinnaði flokkurinn" í næstu þingkosningum.

Það er spurning hvað Samfylking gerir, en undir forystu Árna Páls hefur hún leitað nokkuð til hægri, kannski tilraun til að halda í "hægri krata" en ef þeir munu fara til nýs hægri flokks. 

Þá gæti verið svigrúm fyrir Samfylkingu að leita aftur til vinstri, að naga eitthvert hugsanlegt aðildarsinnað fylgi úr þeirri átt. En ef Samfylking heldur núverandi "hægri slagsíðu" miðað við þegar Jóhanna Sigurðar stjórnaði. Þá gæti farið að þrengjast verulega um stöðu Bjartrar Framtíðar.

Fylgi BF gæti kreists verulega saman, undir þrístingi beggja aðildarsinnuðu flokkanna, sitt hvoru megin við BF á hægri vs. vinstri væng.

  • Það væri auðvitað stór tíðindi, ef Sjálfsstæðisflokkurinn staðfestist sem flokkur á bilinu 20-26%. Hámarksfylgi hans verði hér eftir innan við 30%.
  • Framsóknarflokkurinn ætti að geta fengið töluvert meir en 11,5%. Þ.s. "sjálfstæðissinnaðir kjósendur" eru ívið stærri hópur. Hann gæti t.d. verið jafn stór, aðildarsinnuðum hægri flokki.
  • Stjórnarmyndun í framtíðinni, gæti orðið töluvert flóknari, ef hin nýja tvískipting flokkakerfisins staðfestist. En spurning um það, hvernig t.d. aðildarsinnum mundi ganga að ná að semja um stjórnarmyndun, við einhvern "sjálfstæðisinnaðan flokk" - en annars væri erfitt að sjá hvernig stjórnarmynstur getur orðið til sem býður upp á aðild sem hugsanlegan endapunkt.


Niðurstaða

Það eru merkilega hræringar í íslenska flokkakerfinu. Aðildarmálið klýfur þjóðina svo rækilega, að ný skipting stjórnmála á Íslandi sé að verða til. Þannig að flokkakerfið verði 2-falt. Bæði aðildarsinnaðir flokkar og sjálfsstæðissinnaðir flokkar, skiptist eftir hægri vs. vinstri ás. 

Stjórnarmyndanir í framtíðinni geta þá líklega orðið ærið flóknar.

Kannski mun það leiða til "minnihlutastjórna" eins og sums staðar er algengt í Evrópu.

 

Kv.


Það voru augljós mistök gerð í tengslum við SB Kef, Steingrímur J. er bara of þrjóskur til að viðurkenna það

Það er ekki furðulegt að í kjölfar útgáfu Sparisjóðaskýrslu Alþingis, þá vakni aftur upp umræðan í tengslum við óskaplegt tap ríkisins á SB Kef. Eins og er þekkt stóð SB Kef einungis uppi í 10 mánuði, frá því að ríkið bjó það fyrirtæki til úr rústum Sparisjóðs Keflavíkur. Eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum, fékk Steingrímur J. aðvaranir frá Seðlabanka og embættismönnum. Að það væri hæsta máta óráðlegt að leggja fé í þá hít sem rústir Sparisjóðs Keflavíkur voru. Og sem síðar kom á daginn.

Steingrímur J. - Steingrímur sér ekki eftir neinu

Gylfi Magnússon - Óhjákvæmilegt að reyna að bjarga þeim

Það er sannarlega rétt sem Steingrímur J. nefnir sér til varnar, að það hafi verið óhjákvæmilegt - að verja einhverju fé. Þegar Landsbankinn var látinn taka yfir innistæður þegar SB Kef féll 10 mánuðum síðar, þá þurfti ríkið að láta fylgja fjármagn með - borga með innistæðunum.

En þ.e. einmitt punkturinn, að Steingrímur J. neyddist til þess "hvort sem er" - hann hefði getað sleppt því að verja 30ma.kr. í endurreisn starfsemi Sparisjóðs Keflavíkur sem SB Kef, fé sem hvarf í hítina.

30ma.kr. er ekki "skiptimynnt." Það munar alveg um 30ma. til eða frá. 

Vandinn var, að þetta var langt í frá eina skiptið, sem Steingrímur J. beitti þrjóskunni fyrir sig, og hlustaði ekki á aðvaranir.

Önnur dýr mistök var þegar hann tók ekkert mark á aðvörunum þess efnis, að "gengistryggð lán" væru sennilega "ólögleg." 

En þegar samið var um endurreisn bankanna, þá fylgdu með í kaupunum slík lán - sem bankarnir síðan voru neyddir til að afskrifa stórum hluta í kjölfar dóma Hæstaréttar. Þarna tapaðist mjög mikið fé.

Það má nefna annað dæmi til viðbótar, nefnilega þegar samið var um lán sem tengdist endurreisn Landsbanka Íslands, lán sem í dag Seðlabanki Íslands segir að verði að endursemja um - þ.s. fyrirséð er að Landsbanki geti ekki staðið við greiðslur. Og, einnig í það skiptið var Steingrímur J. varaður við - og það ítrekað. En öllum aðvörunum var hafnað af honum og einnig Gyfla Magnúss. Reyndar virtist Gylfi í öllum af þessum deilum, standa við hlið Steingríms J. og verja öll sömu mistökin.

Að sjálfsögðu, var versta þrjóskukastið í tengslum við "Svavars samninginn," þegar það var alveg sama hve mikið honum var mótmælt, hve hávært á Alþingi og úti í þjóðfélaginu - - í gegnum Alþingi skyldi honum þröngvað. Þó er erfitt að ímynda sé hvernig í ósköpunum Ísland hefði getað staðið við þær óskaplegu vaxtagreiðslur, sem sá samningur gerði ráð fyrir. Ég man enn eftir fullyrðingum Gylfa Magnúss. sem einnig stóð framarlega í þessari deilu, þegar hann hélt því fram að Svavars samn. væri "viðráðanlegur." 

 

Niðurstaða

Ég held að það sem reynslan af stjórnvisku Steingríms J. og Gylfa Magnúss. kennir okkur. Sé að menn eigi að hlusta á "málefnalega gagnrýni." Það geti verið varasamt að "hlusta ekki." Ég er ekki að segja að stjórnvöld þurfi alltaf að - lúffa ef stefnan er gagnrýnd. Heldur það, að það sé rétt að taka málefnalega gagnrýni til raunverulegrar "íhugunar." En málið er að "fáir hafa alltaf rangt fyrir sér" og "enginn hefur alltaf rétt fyrir sér."

 

Kv.


Gríðarleg eftirspurn á markaði eftir fyrstu sölu Grikklands á ríkisbréfum í langan tíma

Grikkland seldi ríkisbréf fyrir 3ma.€ en hefði getað selt fyrir allt að 20ma.€. Slík var eftirspurnin - fyrir bragðið bauð markaðurinn niður vexti niður fyrir þ.s. menn áttu von á. Og fóru bréfin á einungis 4,95% vöxtum þ.e. ríkisbréf til 5 ára. Þetta er lægra verð en Ísland hefur fram að þessu svo vitað sé til fengið eftir hrun.

Greece returns to bond markets, says end of bailout nears

Greek €3bn bond sale snapped up

Þetta er makalaust með það í huga að einungis eru 2 ár síðan Grikkland rétt svo komst hjá algeru greiðsluþroti, landið varð í reynd greiðsluþrota að hluta þ.e. þurfti að fá verulega afskrift á skuldum, síðan þá hafa vextir og greiðsluskilmálar að auki verið gerðir til muna hagstæðari.

Það hefur verið reiknað með því að Grikkland þurfi á því að halda, að skuldir þess séu framlengdar enn frekar eða lækkaðar í annað sinn - þ.s. skuldastaðan er nærri 170%. Það er svipuð og áður en landið fékk niðurfærslu skulda að hluta.

Kreppan í landinu hefur þó virst vera að grynnka upp á síðkastið, og vonast eftir fyrsta mælda hagvextinum í ár.

En hagkerfið er samt ákaflega veikt - og það má sannarlega varpa fram spurningum um sjálfbærni skuldastöðu landsins.

Ég á eiginlega erfitt með að trúa öðru en því, að í þessari miklu eftirspurn felist "veðmál" aðila um það, að Grikklandi verði ekki leyft að verða gjaldþrota - opinberir aðilar muni lengja á lánum eftir þörfum.

Þannig að eftirspurnin sé vísbending um það, að kaupin teljist hagstæð samtímis því að áhættan sé metin lítil - vegna þeirrar trúar að Grikkland fái ekki að verða gjaldþrota. Sama hvað gerist.

 

Spurning hvort að hluti af þessu sé veðmál fjárfesta, að Seðlabanki Evrópu ætli að hefja seðlaprentun!

En það vaxtakrafa í gervallri S-Evrópu hefur lækkað verulega. T.d. um daginn, fór krafan fyrir 5 ára spænsk ríkisbréf, niður fyrir kröfuna í dag fyrir 5 ára bandarísk ríkisbréf.

Síðan virðist vera í gangi innflæði fjárfesta inn í Evrópu á sama tíma og þeir leita einnig til Bandaríkjanna, frá svokölluðum "ný-iðnvæddum" löndum.

Þeir eru kannski að leita í þau ríkisbréf, sem bjóða hagstæðustu vaxtakröfuna - þ.e. hæstu vextina. Eða með öðrum orðum, í þau bréf sem veita mesta "rentu." 

Fears grow over scale of eurozone bond rally

"“It is becoming a funny world,” says Erik Nielsen, chief economist at UniCredit. “I fear the market may have got the ECB wrong.”"

En þ.e. langt í frá víst, ef þ.e. þ.s. knýr lækkun vaxtakröfunnar á allra síðustu vikum, að Seðlabanki Evrópu muni hefja prentun á næsta vaxtaákvörðunardegi eða þarnæsta, eða jafnvel á þessu ári.

  •  "Mr Draghi has indicated it may prefer to boost credit flows in southern Europe by buying packages of bank loans to small- and medium-sized enterprises in the form of “asset backed securities”."
  • "The difficulty for the ECB, however, will be finding sufficient volumes of such assets to buy. “Only the government bond markets are deep enough for meaningful QE,” says Mr Mutkin at BNP Paribas."

Svo það getur verið veðmál fjárfesta, að þeir telja að "ECB" muni þurfa að kaupa "ríkisbréf" það sé ekki nægt framboð af öðru til staðar - - og það muni leiða til þess að vaxtakrafan muni lækka frekar.

Það hafi því verið um að gera að kaupa strax - áður en "ECB" fór að keyra niður vextina enn frekar.

Auðvitað er áhætta fjárfestanna sú, að babb komi í bátinn, og "ECB" nái ekki samstöðu innan bankráðsins um prentun. Eða að "ECB" finni leið til að afla sér nægs framboðs af öðrum bréfum.

 

Niðurstaða

Það er sérkennileg staða þegar ofurskuldsett lönd með mjög veik hagkerfi, geta selt skuldir á hagstæðum kjörum á markaði. Það sýnir að ekki er um eðlilega verðmyndun að ræða. Líkur á því að markaðurinn sé að veðja á að inngrip Seðlabanka Evrópu séu yfirvofandi, og að þau verði í því formi að "ECB" muni kaupa ríkisbréf á endursölumarkaði - fyrir prentað fé.

Það er góð spurning hvaða áhrif það hefur - en ef "ECB" keyrir niður vaxtakröfu aðildarríkja evrusvæðis með kaupum ríkisbréfa, þá er tæknilega ekki lengur þörf fyrir svokölluð "björgunarprógrömm." Ef það skiptir ekki "ECB" máli hvort að líkur séu góðar eða slæmar á því, að fá bréfin greidd upp.

  • En það væri alveg ný staða ef "ECB" fer að fjármagna ríkin með þeim hætti - - en skv. lögum ESB þá er "ECB" bannað að fjármagna ríkissjóði aðildarlanda.

En "ECB" hefur beitt því trixi, að kaupa þau ekki beint þegar ríkissjóðir hafa útboð á bréfum, heldur á endursölumarkaði. En þ.e. þannig séð einfalt að hafa fjárfesta sem fyrirfram semja við "ECB" um endurkaup. Og kannski spurning hvort að "ECB" væri að teygja á lögunum "of langt."

Það væri aftur á móti - - án nokkurs vafa "löglegt" ef "ECB" kaupir bankabréf og skuldapakka beint af fjármálafyrirtækjum, engin lagalega séð "grá svæði." Þannig gæti "ECB" í reynd keypt upp nær öll slæm lán banka í S-Evrópu. Ég hugsa að ef "ECB" óskar formlega eftir því, þá sé það vel mögulegt fyrir bankana á evrusvæði að hrófla upp einu stykki uppboðsmarkaði á slíkum eignum - - svo að "ECB" geti keypt slíkar eignir af þeim.

Þannig að það getur vel verið að veðmál markaðarins, þess efnis að "ECB" ætli að kaupa ríkisbréf - - sé einfaldlega rangt! Það væri rökréttara að kaupa upp slæmar eignir fjármálafyrirtækja, og þannig lækka afskriftakostnað fjármálafyrirtækja í S-Evrópu. En það ætti að skila ódýrari lánum í S-Evr. auk þess að framboð á lánsfé ætti að aukast að nýju. Þannig efla þann hagvöxt sem byrjað er að kræla á í þeim löndum.

 

Kv.


Staða mála á Íslandi virðist ótrúlega snúin samkvæmt greiningu Seðlabanka

Eins og margir ættu að hafa tekið eftir komu, Peningamál 2014/1, út í dag. Það er ekki svo að sú lýsing komi mér í opna skjöldu. Ég vissi að málin eru afskaplega snúin.

En þ.e. áhugavert að sjá þá lýsingu samt sem áður.

Greiðslubyrði erlendra lána og greiðslujafnaðarvandi þjóðarbúsins: Greiðslubyrði erlendra lána þjóðarbúsins er þung og uppgreiðsla á erlendum skuldum innlendra aðila verður hröð á næstu árum. Samhliða því þurfa ríkissjóður og Seðlabankinn að endurfjármagna hluta af útistandandi skuldum til að nægjanlegur gjaldeyrisforði sé til staðar, sem er ein af forsendum þess að losun fjármagnshafta verði trúverðug.

Þetta ætti að vera ágætlega skiljanlegt, ef skuldastaða ríkissjóðs er ekki trúverðug - þá augljóslega getur staða gjaldmiðilsins vart heldur öðlast trúverðugleika. Að endurreisa trúverðuga skuldastöðu ríkissjóðs, er eitt af lykilatriðum þegar kemur að losun hafta.

Fyrir utan skuldir ríkissjóðs og Seðlabankans vegur skulda - bréf milli Landsbankans og LBI þyngst en endurgreiðslur af þeim ná fullum þunga á árinu 2015. Samkvæmt yfirlýsingu Landsbankans mun bankinn þurfa á endurfjármögnun að halda áður en kemur að gjald - dögum skuldabréfanna árið 2016 en sama ár er um 115 ma.kr. erlend skuld ríkissjóðs vegna gjaldeyrisforðans á gjalddaga.

Landsbanki virðist skv. þessu vera "ógjaldfær" nánast, þetta er þó staða sem legið hefur fyrir lengi. Eða alla tíð síðan að Steingrímur J. samdi um þetta lán - sem var greiðsla fyrir lánapakka sem færður var úr þrotabúi Landsbanka HF yfir í hinn nýja Landsbanka HF. 

Miðað við upplýsingar sem Seðlabankinn hefur haldið á lofti varðandi þessa skuld, virðast mistök hafa verið gerð - þegar samið var um greiðsluskilmála á því láni.

Innlendir aðilar, þar með talinn Landsbankinn, hafa í nokkrum mæli safnað fyrir afborgunum næstu ára eða munu mæta þeim með sölu erlendra eigna. Að teknu tilliti til þess, auk varfærins mats á væntri endurfjármögnun, eru ófjármagnaðar afborganir fram til ársins 2018 um 550 ma.kr. eða sem nemur allt að 5,0% af lands - framleiðslu á ári.

Þetta er heldur ekki nýtt, hefur legið lengi fyrir. Ég velti fyrir mér í ljósi þess að gengi krónu hefur hækkað um rúm 11% sl. eitt og hálft ár - - af hverju þeirri gengishækkun var leyft að ganga fram?

En það er gríðarlega mikilvægt að viðskiptajöfnuðurinn sé "jákvæður" um nægilega hátt hlutfall, til þess að landið verði ekki "greiðsluþrota" hugsanlega.

Ég veit að neysla mun aukast, þar með mældur hagvöxtur og skatttekjur ríkisins - við það minnkar hallarekstur a.m.k. til skamms tíma á ríkinu.

En ef það þíðir, að ekki verði nægur gjaldeyrir fyrir framtíðar afborgunum, mun ríkinu refsast og það harkalega á allra næstu árum.

Til samanburðar var undirliggjandi viðskiptajöfnuður ársins 2013 jákvæður um 82 ma.kr. eða 4,6% af landsframleiðslu. Spá Seðlabankans bendir hins vegar til þess að viðskiptajöfnuðurinn verði óhagstæðari á næstu árum og snúist fljótlega í halla, m.a. vegna lækkunar húsnæðisskulda. Samkvæmt spá bankans mun inn - flutningur aukast í kjölfar skuldalækkunarinnar og viðskiptajöfnuður versna vegna þessa um sem nemur 1% af landsframleiðslu á ári sem jafngildir um 100 ma.kr. á næstu fimm árum. 4 Ef hins vegar er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður verði á næstu árum jafn meðaltali síðustu þriggja ára, þ.e.a.s. 3,5% af landsframleiðslu, eru afborganir erlendra lána um 100 ma.kr. umfram viðskiptaafgang á árunum 2014 til 2018.

Ef gengið hefði ekki hækkað - - en það eru höft og það á að vera unnt að stýra genginu. Þá hefði viðskiptajöfnuðurinn haft stærri afgang, það hefði verið því mögulegt að láta Seðlabankann safna hraðar upp gjaldeyrisforða.

Þó tæknilega sé unnt að greiða lán með því að slá ný - þá er ekki öruggt að þau verði hagstæðari en þau sem þá eru greidd upp, jafnvel ekki öruggt að þau verði eins hagstæð.

Það sé verið að taka "óþarfa" og líklega "óskynsama" áhættu - að láta gengið hækka í takt við hækkandi gjaldeyristekjur.

Skynsamara hefði verið að notfæra sér aukningu gjaldeyristekna, til þess að byggja hraðar upp eignasjóð Seðlabanka.

Nauðsynlegt er að viðhalda myndarlegum afgangi af utanríkisvið - skiptum á næstu árum til þess að standa undir þungri greiðslubyrði. Til að ná því markmiði þarf þjóðhagslegur sparnaður að vera svipaður og á síðasta ári og aukast síðan samfara aukinni fjárfestingu. Auk þess þarf að lengja í erlendri fjármögnun innlendra aðila og vegur skuld Landsbankans við LBI þar þyngst. Slíkar aðgerðir myndu draga verulega úr áhættu tengdri greiðslujöfnuði þjóðarbúsins og liðka fyrir losun fjármagnshafta.

Þetta er algert lykilatriði - það má ekki taka óþarfa áhættu með greiðslustöðu þjóðarbúsins, þegar hún er bersýnilega svo tæp.

Núverandi afborgunarferill erlendra lána þjóðarbúsins veitir að öðru óbreyttu ekkert svigrúm fyrir annað útflæði, svo sem því sem tengist nauðasamningum föllnu bankanna, skammtímakrónueignum erlendra aðila eða losun fjármagnshafta nema annað fjárstreymi komi á móti.

Ef staðan er gerð þannig þrengri en hún þarf að vera, þá einnig flækir það fyrir og líklega tefur - losun hafta.

Betra aðgengi innlendra aðila að erlendum lánsfjármörkuðum á viðráðanlegum kjörum er forsenda stöðugleika á komandi árum. Þungur afborgunarferill á erlendum lánum er ein helsta áhættan í fjár - málakerfinu í tengslum við losun hafta.

Það þarf vart að nefna, að hröð upphleðsla eignasjóðs í Seðlabanka, mundi skapa bætt traust á stöðu landsins gagnvart erlendri skuldastöðu þess, og þannig - stuðla að hagstæðari lánskjörum.

Þegar menn íhuga að endurfjármagna lán.

Uppgjör innlánsstofnana í slitameðferð Eignir Glitnis, Kaupþings og LBI eru nú metnar á um eina og hálfa landsframleiðslu, þar af eru innlendar eignir um 38% en hlutfall inn - lendra krafna er einungis tæplega 6%. Að öðru óbreyttu mun tæplega hálf landsframleiðsla af innlendum eignum koma í hlut erlendra kröfu hafa.

Þetta er ekkert smáræði - 50% af þjóðarframleiðslu, af fé - sem kröfuhafar hafa rétt á að fá. Og þ.e. ekki til fjármagn til þess að losa það fé.

Þetta er "gordíons"-hnútur sem þarf lausnar við:

  1. Viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins veitir ekki svigrúm fyrir útflæði krónueigna búanna og hindra verður fyrirsjáanlegt ójafnvægi í greiðslujöfnuði þjóðarbúsins af útgreiðslum þeirra með því að draga úr vægi innlendra eigna í eignasöfnum þeirra.
  2. Engar ákvarðanir liggja fyrir um framhald slitameðferðar búanna.
  3. Mikilvægt er að slitameðferðin hafi ekki neikvæð áhrif á greiðslu jöfnuð þjóðarbúsins og að slit búanna raski hvorki stöðugleika í bráð né lengd.
  4. Að loknum slitum þarf aðgengi innlendra aðila að erlendum lánamörkuðum að vera til staðar á viðráðanlegum kjörum, en það er forsenda langtímalausnar greiðslujafnaðarvandans.

Það versta við þetta er að forsendurnar virðast vart vera samræmanlegar - þ.e. útiloka hverja aðra.

 

Niðurstaða

Mér virðist að Íslendingar séu ekki að standa sig nægilega vel í aðhaldi. Það er ljóst af tölum er sína að framreiknað er gjaldeyrisforði ekki "nægur" fyrir útistandandi framtíðar afborgunum. Ísland hefði ekki átt að láta gengið hækka um 11% rúm sl. rúmt ár. Þess í stað hefði átt að halda genginu föstu - og frekar láta það fé renna inn í sjóði Seðlabanka. Enda í ljósi þess hver staðan er - getur það ekki annað en styrkt stöðu landsins. Að safna sem örast upp gjaldeyrisforða.

Það bætir stöðuna að öllu leiti, þ.e. samningsstöðu gagnvart kröfuhöfum - traust gagnvart erlendum fjármálastofnunum sem meta framtíðar greiðslugetu landsins og þannig stuðlar að lægri framtíðar vöxtum - og ekki síst flýtir fyrir lækkun skulda sem einnig eflir traust.

Það eru því augljós mistök "tel ég" að hafa látið þessa gengishækkun ganga fram.

------------------------------

Ps: Fyrir áhugasama bendi ég á eftirfarandi greiningu AGS á fjármálalegum stöðugleika helstu landa heims: FISCAL MONITOR April 2014

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband