Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Liggur kannski kynslóða slagur að baki vanda Evrópu?

Ég setti inn athugasemd um þennan möguleika á blogg Wolfgang Münchau, Eurozone stagnation is a greater threat than debt, og mér fannst undirtektir sæmilega góðar. En þetta er annar póll á það, af hverju Evrópa er í þessu ástandi - að vera stórskuldug, það ekki bara einstök ríki, heldur samfélögin sjálf, atvinnulíf til viðbótar, og sveitastjórnir að auki - samtímis að mikil og hörð andstaða er við svokallaða verðbólguleið. Samtímis að álfan sem heild virðist stefna í verðhjöðnun.

 

Hvernig gæti kynslóða slagur skipt máli?

Útgangspunkturinn er; hvernig meta einstaklinga sem eru á eftirlaunum sína hagsmuni?

  1. Mig grunar, að ellilífeyrisþegar, séu í eðli sínu - andvígir verðbólgu. Því hún gæti skaðað þeirra sparnað, þar með grundvöll þeirra tekna, þar með þeirra kjör.
  2. Að auki, gæti verið að þeim mundi hugnast - verðhjöðnun. Því að slíkt ástand, mundi sennilega auka "raunverðmæti" þeirra ellisparnaðar, þar með kaupmátt þeirra lífeyris, þar með þeirra lífskjör.

Þá er seinni útgangspunkturinn sú spurning; hvort að - - ellilífeyrisþegar séu ef til vill orðnir það fjölmennir í samfélögum Evrópu, að þeirra sjónarmið geti ráðið ferð?

Gæti það skýrt andstöðu -sem er sérstaklega áberandi í Þýskalandi- gegn verðbólgu, að Þýskaland er án efa - - einna hlutfallslega elsta samfélag Evrópu?

Að auki virðist töluverður stuðningur við þau sjónarmið innan Þýskalands -að verðhjöðnun sé alls ekki slæm.

 

Aldraðir séu líklega til að grundvalla lífskjör sín á peningalegum eignum

Það skapar líklega aðra grunnhagsmuni, en hjá - yngra fólk á vinnumarkaði, sem skuldar hlutfallslega mun meira, á hlutfallslega minna af peningalegum eignum.

  1. Kenningin gæti þá verið sú, að ef aldraðir eru nægilega margir til þess að geta hindrað, að beitt verði þeim úrræðum, að "auka verðbólgu" - til að berjast við skuldakreppu og skort á hagvexti.
  2. Þá gæti niðurstaðan orðið akkúrat sambærileg þróun á við þá sem gerðist í Japan - - sem ath, er einnig ákaflega aldrað samfélag. Sú að nægileg andstaða sé innan samfélagsins gagnvart leiðum til þess að efla verðbólgu - - til þess að "þróun í átt til verðhjöðnunar verði ekki stöðvuð."
  3. Síðan séu aldraðir, ef þeir eru orðnir nægilega fjölmennir, líklegir til að - líta ekki neikvæðum augum á þá verðhjöðnun. Þannig líklegir til þess, að leitast við að hindra að úrræðum verði beitt til þess, að lyfta samfélaginu úr því ástandi.

Grunnhagsmunir yngra fólks, séu aftur á móti, að - - létta undir skuldum. Í þeirra augum, "er verðhjöðnun hræðileg því þá hækkar raunvirði skulda stöðugt" - samtímis því, að yngra fólk ætti að vera líklegt -sinna hagsmuna vegna- að styðja það að lánum sé eytt upp í verðbólgu.

Af því, að lækkun skuldabyrði leiðir til bættra kjara þess hóps.

  • Á milli aldurshópanna - séu líkur á reipitogi. Þegar skuldakreppa geisar. Og andstæðir hagsmunir koma þá fram.

 
Niðurstaða

Ef þessi kenning er rétt. Að kynslóðaslagur gæti legið að baki - andstöðu við það að vinna á mjög lágri verðbólgu, ástandi sem stefnir að því er virðist, í átt að verðhjöðnun. Að í skuldakreppu, sé líklegt að gjósa upp á yfirborðið - - mismunandi hagsmunir aldurshópa innan samfélaga.

Þá geti ráðið niðurstöðu - - hlutfallsleg skipting hópanna meðal íbúa.

Ef þ.e. allt rétt - - þá getur það verið, að ef aldraðir eru mjög fjölmennir, að þá verði mjög erfitt að ná fram samstöðu um aðgerðir gegn ástandi - verðstöðnunar, jafnvel verðhjöðnunar.

  • Þá geti íbúasamsetning verið mikilvæg skýringarbreyta fyrir því, af hverju samfélag - - endar í japönsku gildrunni.
  • Það gæti einnig hugsanlega gefið vísbendingu um það - - að slík samfélög geti verið lengi í því ástandi, eða þangað til að íbúasamsetning fer að breytast að nýju - - yngri hópunum í hag. Eftir því sem aldraðir enda ævina.

Kv.

Ég velti fyrir mér, hvað ef - - Ebola berst til Kína eða Indlands?

Ákvað að lesa aðeins um Ebola sjúkdóminn - Ebola virus disease. Ebóla sjúkdómurinn virðist vera náttúrulegur sjúkdómur á röku hitabeltissvæðunum í Afríku Suð-Vestanverðri. 

Á hitabeltis svæðum Afríku virðist svokallað "bush meat" vinsælt, þ.e. kjöt af dýrum sem veidd eru í regnskógunum.

  1. Helsta kenningin virðist sú, að ef -viðkomandi dýr hefur verið sýkt af Ebola- þá geti meðhöndlun kjöts -þegar þ.e. hrátt- og eða -blóðs- og eða annarra -vökva- af dýrinu. 
  2. Ef viðkomandi vökvar eða kjöt komast í snertingu við bert hörund viðkomandi, eða kjötsíns er neytt án þess að það sé steikt eða soðið alveg í gegn - - - leitt til þess að sýkillinn berist í manneskju
  • Síðan getur manneskja sem er sýkt, borið sýkinguna áfram í aðra sem viðkomandi þekkir.

Skv. því sem fram kemur á Wikipedia síðunni:

  1. Þá eru lík þeirra sem látast af sjúkdómnum -- hættuleg. Það má ekki snerta þau með beru hörundi. Sennilega þarf að vera í mjög góðum vatnsheldum hönskum. Og líklega að auki fatnaði sem einnig er algerlega vatni heldur.
  2. Svo fylgir sjúkdómnum hár hiti - fyrir utan almenna vanlíðan, séu stundum blæðandi sár, oftar innvortis blæðingar, það má reikna með - svita. Helsta dánarorsök - - of lágur blóðþrýstingur. Eða með öðrum orðum, viðkomandi blæðir út. Oftast nær sjáist það ekki, því innri blæðingar séu mun algengari.

Hvernig dreifist sjúkdómurinn milli manna?

  1. Bein snerting eingöngu - - því miður geta hlutir sem sýkt persóna hefur snert berum höndum verið hættulegir, t.d. hurðarhúnar eða hvað annað t.d. borðbúnaður.
  2. Að snerta sýkta persónu er hættulegt, hvort sem sýkt persóna snertir af fyrra bragði eða ósýkt snertir sýkta.
  • Að vera í sömu flugvél og sýkt persóna - eða í sömu bifreið; er ekki endilega hættulegt.
  • Ef aldrei fer bein snerting fram, hvorki við sýkta persónu eða nokkurt af því sem sýkt persóna snerti.

Sýkt persóna sem fer um borð í flugvél - t.d. veit ekki að sá eða sú er sýkt; sýkir því sennilega ekki alla um borð.

Ég velti fyrir mér, hvað sá eða sú sem grunar að vera sýktur getur gert? Til að sýkja ekki þá sem eru nærri.

  • Ætli það væri ekki helst það, að fara í "fullan regngalla" - "vatnsheld stígvél" - "vatnsheldir hanskar" - "vatnsheldar buxur" og "vatnsheldur jakki" - - gæta þess að bert hörund snerti hvergi.

Af hverju kemur mér til huga, að Ebola gæti verið vandamál fyrir Indland eða Kína?

Það kemur til af því, að bæði löndin - - hafa enn mikið af svæðum þar sem heilsugæsla og uppbygging er ekki enn komin á sambærilegt stig við þ.s. tíðkast í þróuðustu löndum heims. Enn sé mikið af fátæku fólki, sem ekki hafi aðgang að - - góðri þjónustu í stærri borgum.

Indland sé töluvert verra hvað þá þætti varðar. 

Kína sé með mikið af starfsemi í Afríku - - Indland hefur þó aldalanga sögu viðskipta við lönd Afríku við Indlandshaf.  

Í báðum tilvikum séu Kínverjar á reglulegu flakki á milli í viðskiptaerindum og Indverjar.

Kína sé þó með umtalsvert meiri viðskipti í dag, að auki eru starfandi stórfyrirtæki á vegum Kínverja í dag í nokkrum fjölda Afríkuríkja - - með fjölda kínv. starfsmanna.

Ég gerir ráð fyrir því, að það sé hreyfing á þeim starfsmönnum, milli Kína og Afríku.

Mér virðist því - - þessi möguleiki fyrir hendi.

  1. Málið er - að ég er alveg viss um það, að Evrópulönd, lönd N-Ameríku, Japan, Ástralía, S-Kórea, Nýja Sjáland - - svo þróuðustu svæðin séu nefnd. Muni ágætlega geta höndlað hættuna af - Ebólu.
  2. En ég er ekki eins viss um Kína eða Indland.


Niðurstaða

Ég held að Ebóla sé ekki líkleg til að verða alvarlegt vandamál á Vesturlöndum. En hún gæti hugsanlega orðið að vandamáli "fyrir heimshagkerfið" ef hún berst til annarra af risalöndunum tveim - - þ.e. Indlands eða Kína. Sérstaklega Kína er það stórt orðið í heimhagkerfinu, að vandræði þar hafa hnattræn áhrif. 

Þessi 2-lönd eru sennilega líka það stór.

Að þau verða að sjá um sig sjálf. 

Önnur lönd séu ekki fær um að bjarga þeim.

 

Kv.


Það virðist vinsæl kenning að færri unnar stundir á viku stuðli að aukningu framleiðni

Ég hef í sjálfu sér - ekki hugmynd hvort nokkuð sé að marka þá kenningu, eða ekki. En ég ræddi við nokkra í dag, þá hugmynd "Pírata" að fækka vinnustundum á viku í 35: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, með síðari breytingum.

"Framleiðni á Íslandi er undir meðaltali OECD-landa. Frakkland, sem hefur verið með 35 stunda vinnuviku síðan árið 2000, er með talsvert hærri framleiðni en Ísland og er mun ofar í mælingunni um jafnvægi milli vinnu og frítíma. Danmörk, Spánn, Belgía, Holland og Noregur eru efst á þessum lista, þar er vinnutíminn styttri en á Íslandi en framleiðnin meiri. Í öllum þessum löndum eru greidd hærri laun nema á Spáni. Ekki er því hægt að útskýra meiri framleiðni né hærri laun með löngum vinnudegi. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og meiri lífsgæða."

Það er sem sagt uppi kenning: um samhengi milli vinnustunda og framleiðni.

 

Ég held að margir vanmeti "smæðar áhrif Íslands" annars vegar og hins vegar "samsetningu atvinnugreina" sem hugsanlega "hluta skýringu" á tiltölulega lágri framleiðni

  1. Öll þessi lönd eru miklu fjölmennari en Ísland, punkturinn í því er sá - að hér eru vinnustaðir almennt séð smáir; og mig grunar - - að vinnustaðir sem hafa 5.000 starfsmenn t.d. að á slíkum sé frekar grundvöllur fyrir notkun "vinnusparandi tækjabúnaðar" en á vinnustöðum er hafa 50 - 150 starfsmenn.
  2. Síðan er það spurning um samsetningu starfsemi, þarna er t.d. vitnað til landa eins og "Belgíu" - "Danmerkur" og "Frakklands." Allt lönd með þróaða framleiðsluatvinnuvegi. Punkturinn er sá, að mig grunar einnig, að þegar verið er að framleiða "tæki" úr "stöðluðum einingum" - þá auðveldi það til muna það að koma við "vinnusparandi tækni" sem sé því "framleiðniaukandi."
  3. Á Íslandi er grundvöllurinn - - ferðamennska, sem í eðli sínu er ákaflega mannaflafrek, erfitt er að sjá með hvaða hætti væri unnt að beita vinnusparandi stöðlun, eða ef auka ætti vinnuframlag hvers og eins starfsmanns, gæti það bitnað að þjónustunni sjálfri og ánægju viðskiptavina. Síðan er það fiskur - fiskar eru náttúrulega ekki í eðli sínu "staðlaðir" - þú færð þá í margvíslegum stærðum, tegundum og einnig gjarnan margvíslegan annan meðafla. Síðan þarf vinnslan að glíma við þ.s. "veiðist" og ná verðmætum úr því. Þó að margvíslegar tilraunir hafi verið gerðar til tækjavæðingar hennar, virðist mér sennilegt að eðli aflans hafi hamlandi áhrif á það hve mikilli "framleiðni" sé unnt að ná fram.

Það sem ég hef bent á, er að Íslandi vanti framleiðslustörf einmitt af því tagi - - sem gætu verið í starfsemi þ.s. auðvelt væri að ná fram góðri framleiðni, því líklega - - háum launum.

Auk þessa, hef ég bent á það, að hér sé nóg af áli sem flutt sé út sem "hrávara" og því ekki nýtt til neins á Íslandi.

Mér virðist blasa við, að "tæknilega" sé fyrir hendi tækifæri, að líta á þetta "framleidda ál" sem - - vannýtta eða í reynd ónýtta auðlind.

Og að Íslendingar, þurfi að horfa akkúrat til nýtingar þeirrar auðlindar, til þess að skapa hér á Íslandi þau verðmætu framleiðslustörf er akkúrat gætu skaffað þau háu laun - - sem svo marga hér á landi langar til að auðnast.

  • Jafnvel þó um væri að ræða einungis framleiðslu álfelga - styrktarbita - íhluta í önnur tæki - jafnvel leikföng --- hvað sem er, sem væri tiltölulega einfalt að framleiða.
  • Þá væri það strax framför - - aukning á verðmæti þess áls sem væri nýtt til þeirrar framleiðslu.

Auðvitað felast há launuðu störfin, í framleiðslu - - á hærra þrepi í "tæknistiganum" en framleiðsla slíkra tiltölulega einfaldra hluta.

En einhvers staðar þarf að byrja! Það þarf að læra að ganga áður en maður getur lært að hlaupa.

Mig grunar með öðrum orðum, að samsetning atvinnuvega hér, sé að verulegu leiti skýring þess, að framleiðni sé tiltölulega lítil á Íslandi.

Ég efa því, að þó svo að "lögboðin væri stytting vinnuviku" að þá mundi það í reynd leiða til þess að meðal Íslendingurinn mundi í reynd "vinna skemur per viku að meðaltali." Vegna þess að sú starfsemi sem mikið til fer fram hér virðist ekki megna að bjóða það há laun, að fólkl mundi telja sig hafa efni á að fækka við sig unnum stundum.

Okkur vanti "há virðisauka framleiðslu" sem geti skilað hárri framleiðni og dýrum störfum. Störf sem einmitt þau lönd sem vitnað var í að ofan - - hafa.

Ísland hafi einungis gengið í gegnum "iðnvæðingu" í einni grein - - sjávarútvegi.

Það skorti að landið iðnvæðist einnig í - - áliðnaði, þá meina ég ekki í formi nýrra álvera.

  • Ég held að þetta sé "stórt algerlega ónýtt tækifæri."

 

Hvernig munu vinnuveitendur bregðast við því, ef lögboðið væri að unnið skuli ein klst. skemur í dagvinnu?

Mér dettur í hug, að "tekin verði af" - - "kaffi" og "matarpásur." Þannig að morgunverðurinn verði sannarlega "mikilvægasta máltíð dagsins" því að fólk verði orðið "hungrað" þegar dregur að lokum vinnu annað hvort kl. 3 eða 4.

Annar möguleiki er að "áhrifin séu nær engin" þ.e. að fólk fari einfaldlega klst. fyrr yfir á yfirvinnutaxta.

Með öðrum orðum, að fólk vinni jafn lengi - og áður. Vinnufyrirkomulag verði það sama áfram, og ekki verði hreyft við "kaffi" og "matarpásum."

--------------------------

Kannski er það síðara - sennilegra. 

 

Niðurstaða

Mig grunar að áhrif lögboðinnar breytingar úr 40 stunda vinnuviku í 35 stundir á mælda framleiðni, verði mjög sennilega akkúrat engin. En sennilegast þá muni fólk áfram vinna sama klst. fjölda og áður, fólk þurfi á þeim launatekjum að halda - - sem fullri vinnu fylgi. 

Varðandi af hverju framleiðni er lág á Íslandi - - þá grunar mig að ástæðan sé ekki sú að fyrirtækjum sé illa stjórnað eða íslenskir stjórnendur séu vanhæfari en stjórnendur annars staðar. Heldur stafi tiltölulega lág framleiðni hérlendis - - af annars vegar "smæð landsins" sem leiði til þess að ísl. vinnustaðir séi smáir miðað við vinnustaði í öðrum löndum - og - hins vegar af samsetningu atvinnuvega hérlendis sem séu atvinnuvegir er séu í eðli sínu mannaflsfrekir og síður til þess fallnir en megin atvinnuvegir stórra Evrópulanda að verði við komið vinnusparandi tækni sem auki framleiðni.

  • Að auka framleiðni hér, snúist því ekki síst um - að breyta samsetningu atvinnuvega.
  • Að hækka laun til langframa, snúist um það sama.

 

Kv.


Líbýa gæti hugsanlega klofnað í 2-ríki, eftir austur/vestur línu

Borgarastríðið í Líbýu er hófst sl. sumar, virðist vera að skila skýrari markalínum milli stríðandi fylkinga. Það áhugaverða er - - að fylking kennd við "íslamista" virðist hafa að verulegu miklu leiti "haft betur" í átökunum. En skv. frétt NYTimes, ræður sú fylking Tripoli -eftir að hafa hrakið hina frá höfuðborginni í mánaðarlöngum átökum- og að auki ræður stærstum hluta strandar Líbýu.

  • Það þíðir, mjög líklega, en ég hef séð fréttir þess efnis, að olíuútflutningur landsins sé aftur kominn á fullan skrið, að "íslamista-fylkingin" ráði nú yfir - - olíuhöfnunum þar með tekjunum.

Málið sé þó flóknara - en bara Íslamistar gegn þeim sem segjast ekki vera Íslamistar. Einnig sé um að ræða, að önnur fylkingin hefur innan raða fjölda berba úr fjöllunum nærri Tripoli; meðan að hin fylkingin -sú sem segist and íslamísk- sé stærstum hluta einnig "arabísk."

Þannig að átökin hafi einnig þann blæ - að vera átök "þjóðernishópa."

  • Takið eftir kortinu - - skv. fréttum ræður íslamista, berba - fylkingin ströndinni alla leið að borginni Benghazi á Kýernæka skaga; sem sé í þeirra höndum! 
  • Meðan að miðstöð hinnar fylkingarinnar, sú sem segist "and íslamísk" en kvá einnig vera arabísk, sé með miðstöð í borginni Tobruk - nærri landamærum við Egyptaland.

Ég geri ráð fyrir að þetta hljóti að þíða, að íslamista-berba fylkingin ráði nú olíunni.

Það er auðvitað ekkert "smávegis" forskot.

http://www.ezilon.com/maps/images/africa/Libya-physical-map.gifFighting erupts in Benghazi as renegade general battles Islamists

General Escalates Libya Attack

Libyan Militias Seize Control of Capital as Chaos Rises

http://www.stripes.com/polopoly_fs/1.284201.1400633641!/image/image.jpg_gen/derivatives/landscape_804/image.jpg

Khalifa Hifter, sjá mynd að ofan, er leiðtogi "and íslamísku fylkingarinnar" virðist hafa stuðning herforingjastjórnarinnar í Egyptalandi - sem og "Saudi Arabíu ásamt bandamönnum Sauda við Persaflóa.

Skv. fréttum, þá tóku herþotur frá flugher Egyptalands þátt í árás Hifter á Benghazi, sem skv. fréttum - - mistókst samt sem áður. Hifter kvá ráða yfir litlum flugher, einhverjum leifum flughers Líbýu. Og einnig hefur einhver hluti af fyrrum herforingjum og hermönnum Gaddhafi - gengið í lið með honum. Hann sjálfur var herforingi í her Gaddhafis, þar til hann gekk í lið með uppreisninni gegn honum, og tók þátt í að steypa stjórn hans.

Hersveitir Hifter, virðast fá vopn og þjálfun frá Saudi Arabíu - flóa Aröbum, og Egyptalandi. Stjórnin í Egyptalandi er hvort sem er "fjármögnuð" af Saudi Arabíu og flóa Aröbum - - þannig að spurningamerki má setja við það, hvort hún sé "sjálfstæður aðili." Eða einfaldlega "þeirra liðsmaður."

  • Þetta stríð hefur því a.m.k. að einhverju leiti, þann tón að vera "proxy war."

Andstæðingar Hifter og liðs hans, hafa notað það gegn honum, að með honum í liði eru margir af þeim er áður þjónuðu Gaddhafi - - sakað þá um að standa fyrir tilraun til "gagnbyltingar."

Hafandi í huga, hvaðan Hifter hefur stuðning, er það ekki endilega - - augljóslega "ósönn ásökun."

  • En ef Hifter tekst að ná "Benghazi" og þar með Kýrenæka skaga öllum - - þá gæti skapast "skipting landsins" í Austur vs. Vestur.

Það slæma fyrir A-hlutann, er að "olían er í V-hlutanum."

Olíuútflutningshafnirnar - eru hafnirnar í V-hlutanum skammt frá borginni Misratah á ströndinni, sem kvá vera miðstöð hinnar fylkingarinnar. 

  1. Líbýa gæti þannig klofnað í "Tripolitaníu" vs. - -
  2. Kýrenæku, sem er svæði með árþúsunda sögu.

Ég er ekkert viss um að menning þeirra, eigi mikið sameiginlegt. Líbýa er þannig séð, enn eitt landið sem búið var til af nýlenduveldunum - - án þess að tekið væri tillit til "íbúaskiptingar" eða sögu svæðisins.

 

Niðurstaða

Líbýa gæti verið enn eitt landið, sem stefnir í að klofna. En þegar hefur Sýrland "de facto" klofnað í umráðasvæði stjórnvalda vs. umráðasvæði sem í vaxandi mæli er undir stjórn "Islamic State." Síðan er það Írak, sem getur klofnað í "þrennt" þ.e. svæði Kúrda, svæði Shíta og svæði Súnníta sem í dag eru mestu undir stjórn "Islamic State."

Það sem getur verið að flosna upp, eru þau landamæri sem -Ítalía, Frakkland og Bretland- bjuggu til, í samkomulagi sín á milli. Án nokkurs tillits til íbúanna sem þar bjuggu.

Kýrenæka svæðið, er t.d. "fornt menningarsvæði" alveg út af fyrir sig. Að fornu voru þar forn grískar borgir og svæði undir áhrifum gríska menningarheimsins í fornöld. Það svæði sé "menningarheild út af fyrir sig" og þ.s. mig grunar, að það sé "Tripolitan" svæðið einnig í A-Líbýu.

Að auki er vísbending um, ólíka íbúasamsetningu svæðanna.

  • Fyrst að andstæðingar Hifter, virðast hafa náð að mestu V-hluta landsins, strönd landsins að mestu, og þ.s. við virðist einnig blasa, olíunni.
  • Þá virðist mér erfitt að sjá, hvernig "Hifter" geti haft betur, nema að Saudi Arabía og bandamenn Sauda, ásamt herforingjunum í Egyptalandi, auki til mikilla muna - stuðning sinn við herflokka Hifters.

Það verður síðan að koma í ljós, hversu róttækur Íslamismi þeirra sem ráða stærstum hluta landsins, raunverulega er.

 

Kv.


Lækkun olíuverðs, ætti að skoðast sem "góðar fréttir" fyrir efnahag heimsins. Undanfarna daga hafa verið verulega lækkanir á mörkuðum, ekki síst í Evrópu

Það hefur kannski farið framhjá einhverjum, en undanfarna daga - hafa verið mestu lækkanir gengis verðbréfamarkaða --> Síðan 2011. Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum, virðast hafa misst alla þá hækkun sem orðið hefur á "þessu ári" og gott betur.

Lækkun hefur verið mest dramatísk í Evrópu, sjá: Fears About Eurozone Economy Hammer Markets

Umfang lækkunar er í stærðum, sambærilegt við þ.s. sást í evrukrísunni 2011.

Það sem -getur verið í gangi- er að markaðir séu farnir að fyllast "efasemdum" um þá "sögu" sem þeir hafa trúað um framtíð efnahags Evrópu, og evrusvæðis sérstaklega. Þeir séu þó ekki enn a.m.k. - í fullri paník. En þegar efasemdir eru komnar, er paník - - ekki endilega langt undan.

  • Traust markaða á Mario Draghi, sem myndaðist sumarið 2012 er hann setti fram sitt "fræga" loforð, um að gera hvað sem í hans valdi væri - til að bjarga evrunni.
  • Sé kannski farið að fölna.

En menn eru ef til vill, byrjaðir að fyllast efasemdum um það, að Draghi - - geti staðið við sitt fyrirheit er hann setti fram fyrir tveim árum.

Þeir séu þó ekki enn, komnir í fullt "vantrúar ástand." En trúin sé nú komin undir álag.

Þ.s. menn eru að bíða eftir - biðja um, er full prentunaraðgerð af hálfu "ECB."

Hún er ekki hafin enn, en gögn þau sem hafa hrannast inn, sem sýna að hagvöxtur í Evrópu hefur dalað síðustu mánuði, og sýnir ekki neinar skýrar vísbendingar um neinn viðsnúning frá þeirri hreyfingu. Og að auki, að verðbólga sé mæld að meðaltali einungis 0,3%.

Knýja sennilega á um þessar - - efasemdir.

Eins og ég hef margoft áður á bent, þá var það -trúin á Draghi- sem endaði evrukrísuna júlí 2012 þegar menn voru að óttast yfirvofandi hrun hennar - - > Vonin sem hann bjó til með sínu fræga loforði.

Þessi von, hafi síðan lifað sterkt með fjárfestum, skilað þeim miklu hækkunum á hlutum í Evrópu er hafa skilað sér síðan síð sumars 2012, auk þess að vaxtakrafa aðildarríkja evrusvæðis -flestra hverra- hefur aftur fallið niður undir þau mörk er hún var í; fyrir upphaf krísunnar.

  • Það auðvitað blasir við, að ef þessi tiltrú slökknar, þá tja - geta menn að nýju staðið frammi fyrir sömu spurningu; ásamt sama ótta -- > og síð sumars 2012.

Þetta er auðvitað ekki orðið enn - - Seðlabanki Evrópu hefur enn einhvern tíma, til viðbragða.

Ef nægilega sannfærandi prentunaraðgerð, skilar sér - - munu markaðir í Evr. líklega róast að nýju.

 

Lækkandi olíuverð eru góðar fréttir

Citigroup Sees $1.1 Trillion Stimulus From Oil Plunge

Ég held það sé rétt hjá greinendum "Citi" að lækkun olíuverðs um rúmlega 20% miðað við meðalverðlag sl. 3-ára, geti skilað þetta miklum áhrifum.

Þá má vænta þess að jákvæð áhrif taki nokkra mánuði að skila sér inn í heimshagkerfið - - olía hefur reyndar ekki verið eina hrávaran sem hefur lækkað.

Málmar hafa einnig lækkað - -einna helst rakið til minnkandi hagvaxtar í Kína.

Og sennilega eins og "Citi" spáir, lækka þeir enn frekar - vegna áhrifa lækkunar olíuverðs. 

Eins og gjarnan er -eins dauði er annars brauð- þá tapa hrávöru útflutningslönd sbr. Rússland og Ástralía. Þau lönd eru mörg fleiri, en þessi 2-eru ákaflega áberandi hrávöru útflytjendur.

Rússland - - olía og gas. Ástralía - - málmar af margvíslegu tagi.

En á móti, þá græða lönd sem framleiða úr málum. Og lönd sem neyta olíu og olíutengdra vara. Svo má ekki gleyma því, að kostnaður við - - flutninga minnkar. Það virkar -innan landa, utan landa, í flugi, á landi, og á sjó.

Þannig að til lengdar litið - þá ætti lækkun á olíu að stuðla að aukinni heimsverslun. Sem og að bæta efnahag þeirra landa, þ.s. samgöngur treysta mikið á olíuafurðir.

  • Þannig að þó að verðfall markaða, ekki bara í Evrópu - - heldur einnig í Bandar. og Asíu.
  • Sýni að markaðir eru að endurmeta framvinduna í ljósi nýs mats á aðstæðum.

Þá gefur verðfall á olíu - - heimshagkerfinu nýja von.

Auðvitað, þegar hagvaxtaráhrifa gætir frá því, þá mun það á endanum skila sér í auknum væntingum um neysluaukningu á olíu - - og þar með hærra verði.

Þannig gengur þetta - hring eftir hring eftir hring.

 

Niðurstaða

Ég held að fáir séu að óttast heimskreppu enn. En ef Seðlabanki Evrópu getur ekki hrint í framkvæmd nægilega öflugum aðgerðum til að snúa stöðugri lækkun verðbólgu við, sem síðast mæld er mæld sem 0,3%. Höfum í huga, að ef "Citi" hefur rétt fyrir sér - - þá mun lækkun olíuverðlags. Stuðla að frekari lækkunum á öðrum hrávörum sbr. málmum og matvælum. Sem mun skapa enn frekari verðhjöðnunar áhrif. Sem alveg -getur dugað til þess að ýta Evrópu niður fyrir verðhjöðnunar þröskuldinn.

Þá gæti ný hræðsla um stöðu skuldugra landa á evrusvæði, orðið það sterk. Að sá ótti gæti yfirskyggt þau annars jákvæðu áhrif á heimshagkerfið sem lægra olíuverð ætti annars að hafa.

---------------------------------

PS: Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur nýtt verðfall orðið á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu í morgun, þetta kemur m.a. fram hjá Financial Times: 

US and Europe stocks resume slide

 

 

Kv.


Hratt lækkandi verðlag á olíu - gæti skaðað efnahag Rússlands, ofan í refsiaðgerðir Vesturvelda

Vegna þess að það blasir við að hagvöxtur í heiminum verður lakari en fyrri hagspár höfðu gert ráð fyrir. Þá hafa væntingar um eftirspurn eftir olíu - minnkað. Sem hefur leitt til þess að verðlag hefur fallið og verið fallandi síðan sl. sumar. 

En síðustu efnahags fréttir sem hafa allar verið á slæma hlið - - hafa nú ýtt verðinu niður fyrir 90 USD á fatið, sjá mynd - - þ.s. verð endaði á mánudag í 86,02 USD.

Eins og sjá má - - þá hefur verðfallið verið nokkuð skarpt síðan rétt fyrir mánaðamót júlí/júní sl.

IEA cuts oil demand forecast

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/oil_prices.jpg

Skv. frétt Financial Times - - þá hefur "International Energy Agency" eða "IEA" sagt að fleiri þættir hafi áhrif en "slæm efnahagstíðindi."

En t.d. hafi olíuútflutningur Líbýu náð sér aftur á strik - - þó að brotist hafi út borgarastríð þar. Síðan hafi stríðið í Írak ekki haft nein neikvæð áhrif á útflutning á olíu. Til viðbótar, hafi Bandaríkin aukið verulega - útflutning á olíu vegna aukningar á framleiðslu frá "oil shale." Eða leirsteinslögum er innihalda olíu.

  • Ég skal ekki segja að ég sé sérlega sorgmæddur yfir því, að þetta séu líklega slæmar fréttir fyrir Rússland.

En lækkun olíuverðs mun slá á þeirra útflutningstekjur.

Ég hef heyrt að svo mikið hafi útgjöld rússneska ríkisins blásið út, að það þurfi til verðlag per fat ca. upp á 100 USD. Svo það myndist ekki "hallarekstur."

Og rússn. ríkið er núna með "umtalsverðan viðbótar kostnað" af - - refsiaðgerðum Vesturvelda. En á rússn. ríkið, fellur kostnaður af því - - að tryggja stöðu stórra rússn. fyrirtækja í ríkiseigu eða í eigu vel tengdra aðila. Svo þau lendi ekki í vandræðum með að greiða af skuldum, vegna þess að bæði ESB og Bandar. hafa lokað á aðgang þeirra fyrirtækja af bankaviðskiptum. 

En það þíðir að þau getur skort lausafé í réttum gjaldmiðlum, til að greiða af lánum í Dollurum eða Evrum. 

  • Síðan bætist við, að lækkandi olíuverð - - eru slæmar fréttir fyrir áætlanir Rússa að bora eftir olíu langt Norður í Íshafi. En kostnaður þar er líklega það mikill, að það má vera að verðlag þurfi að vera a.m.k. 100 USD per fat.

---------------------------------

Allt setur þetta aukinn þrísting á Rússland að semja við Vesturlönd.

Með öðrum orðum, að gefa eftir deiluna sem Rússland stendur í.

 

Niðurstaða

Rússland er viðkvæmara fyrir lágu olíuverði heldur en t.d. Saudi Arabía. Vegna þess að mun kostnaðarminna er að ná upp olíu við aðstæður sem til staðar eru í Saudi Arabíu. En við aðstæður sem til staðar eru í Rússlandi.

Það þíðir að rússnesk olía hefur "hærri brake even point" þ.e. rússnesk olíuvinnsla lendir fyrr í tapi en olíuvinnsla í Saudi Arabíu. Líklega er kostnaður Sauda það lágur. Að erfitt sé að sjá olíuverð verða það lágt að hagnaður verði ekki af vinnslu Sauda.

Þetta er auðvitað -- hin hliðin á þeim pening. Að Rússland sé svo háð olíu sem Rússland er.

Að vera með öðrum orðum - - auðlindahagkerfi. Ekki ólíkt því ástandi sem Ísland býr við. 

Þó Ísland búi ekki a.m.k. enn við olíuauðlindir.

  • Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif þróun olíuverðs mun hafa á efnahag Rússlands, sem er undir þrýstingi refsiaðgerða Vesturvelda.
  • En þessi 2-faldi þrístingur gæti orðið tilfinnanlegur.
  • Spurning hvort það dugar til þess, að Rússland skipti um stefnu í megindeilu Rússlands og Vesturvelda?

 

Kv.


Frekari upplýsingar hafa komið fram um ógeðfellda meðferð "Islamic State" á minnihluta trúflokki Yazida

"Islamic State" - virðist hafa endurvakið "þrælahald." Upplýsingar um þetta athæfi hefur reyndar legið fyrir um nokkurn tíma. En "Human Rights Watch" hefur sent frá sér skýrslu - þ.s. sagt er frá gríðarlega alvarlegum mannréttindabrotum "IS" gegn Yazidi fólkinu.

  • Það sem er nýtt við þetta, er "frásögn Islamic State af athæfinu" - þ.e. með hvaða hætti þeir fjalla sjálfir um þær aðfarir.

Ég bendi á þessa frétt Reuters:

Islamic State seeks to justify enslaving Yazidi women and girls in Iraq

Það eru sannarlega til fordæmi þess í Kóraninum, að "skilgreindir óvinir" séu hnepptir í þrældóm. Það er rétt að halda á lofti. Að í kringum 630 e.k. - þá var þrælahald ekki álitið rangur hlutur. 

Það hafði tíðkast í árþúsundir, það voru gamlar venjur að baki því, þótti ofur eðlilegt - að hneppa fólk frá sigruðum hópum í þrældóm.

Þ.e. einnig rétt að árétta, að þ.e. ekki fyrr en á 19. öld. Að hreyfing gegn þrælahaldi nær það mikilli útbreiðslu. Að þjóðir fara að banna það athæfi - hver á eftir annarri.

  • Í því ljósi, er ágætt að við rifjum það upp, að sennilega voru fáir stórtækari í þrælahaldi, en nýlenduþjóðir hinnar kristnu Evrópu.
  • Þó svo að við tökum tillit til alls þessa, þá er það ákaflega "sérstakt" svo rosalega vægilega sé tekið til orða, að ætla að "endurvekja siðvenjur er tíðkuðust fyrir öldum."

"Islamic State" - - er eins og uppvakningur frá fornöld!

 

Skv. lýsingu Islamic State samtakanna

  1. Þá var fjölskyldum Yazida sem þeir náðu á sitt vald, skipt upp á milli hermanna "IS" sem þátt tóku í aðgerðinni, er lyktaði með töku þorpa Yazid-anna.
  2. "Islamic State" tók skatt af "sölunni."
  3. En fólkið var "selt."

Þ.e. "börn" - "gamalmenni" - "karlmenn sem enn voru lifandi" og sérstaklega "konur."

Konurnar eru þá í reynd "sex slaves" þeirra sem þær voru seldar til.

Abu Bakr al-Baghdadi  - - leiðtogi samtakanna, hefur hvorki meir né minna en - lýst sig trúarleiðtoga allra múslima.

Sem slíkur, virðist hann hafa tekið sér rétt, sem maður verður að jafna við þann rétt, sem Múhameð á sínum tíma - - sem þá óskoraður trúarleiðtogi allra Múslima og einnig boðandi trúarinnar -- hafði.

En hann virðist "skilgreina alla Múslima sem berjast gegn hans stríðsmönnum" - - sem "gengna af trúnni."

Það virðist vera ástæða þess, af hverju "Islamic State" afhöfðar hermenn sem eru yfirbugaðir eftir bardaga.

Það að berjast gegn þeim - - þíði að þú sért "réttdræpur."

  • Að auki, virðist hann beita þessu sem "hótun" að skilgreina aðila "gengna af trúnni."
  • Liður í ákveðinni "ógnarstjórn" sem samtökin virðast reka á svæðum sem þau hafa tekið.

Öll andstaða sé bæld niður með miklum ofsa. Og skipulögð andstaða - - er alltaf í hættu að vera skilgreind "gengin af trúnni" og því samstundis - - réttdræp.

Það er þ.s. menn þurfa einnig að muna eftir - - að hann beitir einnig "aðra Múslima ofsóknum" ef þeirra trú eða afstaða til trúarinnar - - er önnur en sú sem er viðurkennd af, Abu Bakr al-Baghdadi.

 

Það sem ég verð að árétta, að skv. Kóraninum eru kristnir eða gyðingar, ekki trúleysingjar!

Þetta lá alveg skýrt fyrir t.d. í tíð Tyrkjaveldis, sem stóð yfir í nokkrar aldir. En Tyrkjaveldi fylgdi Kóraninum mjög nákvæmlega, þegar kom að "meðferð Kristinna og Gyðinga."

  1. Skv. Kóraninum, má Kristinn halda sinni trú, og það sama má Gyðingur.
  2. Kristnir eru skilgreindir, sem "trúað fólk" þ.e. ekki trúleysingjar. Þó Kristni og Gyðingdómur sé einnig skilgreind sem "trúvilla."
  3. Skv. þeim reglum sem giltu í Tyrkjaveldi soldánanna, sem voru í fullu samræmi við lög Kóransins; þá var Kristnum og Gyðingum, bannað að gegna opinberum embættum.
  4. Að auki, þurftu þeir að borga "sérstakan skatt" sem er - skilgreindur í Kóraninum.
  5. En hann er sérstök kvöð - - sem lögð er á "villutrúarfólk."

Kristnir máttu halda kirkjum sínum, Gyðingar sýnagógum - - og báðir hópar sínum bókum. Meðan þeir greiddu þennan skatt - - það ásamt annarri mismunun hélt þeim hópum fátækari.

Skv. þessu, er Gyðingum og Kristnum - auðsýnt verulegt misrétti. Ef ákvæðum Kóransins er framfylgt.

  • En punkturinn er sá, að aðfarir -Abu Bakr al-Baghdadi- að lísa Kristna og Gyðinga "ekki villutrúarfólk" heldur "skurðgoðadýrkendur" og "trúleysingja" - - > er þá brot á ákvæðum Kóransins.

Ef þessi lýsing mín væri ekki rétt - - þá hefði það ekki verið mögulegt fyrir Kristna og Gyðinga, að lifa með Múslimum í margar aldir. T.d. ríktu Tyrkja soldánar yfir Balkanskaga í nokkrar aldir.

Það án þess, að þær þjóðir þar sem "eru kristnar" - - væru neyddar til þess að ganga af trúnni.

 

Niðurstaða

Málið með "Islamic State" og Abu Bakr al-Baghdadi - - er að í margvíslegum atriðum. Er hann og hans liðsmenn, að boða þ.s. miðað við það hvernig Íslam var boðað í aldir í Tyrkjaveldi; er trúvilla.

En soldánarnir fóru yfirleitt frekar nákvæmlega eftir ákvæðum Kóransins. Þó ekki í persónulegu líferni, enda varð Tyrkjaveldi alræmt fyrir spillingu.

Á hinn bóginn, var þrælahald ávalt til staðar í Tyrkjaveldi. Þrælahald var ekki afnumið í Mið-Austurlöndum, fyrr en eftir Fyrra Stríð. Þegar Vesturveldi eiginlega - - neyddu þá útkomu fram.

Þetta er þó í fyrsta sinn - - sem ég frétti af því. Að nútíma trúarleiðtogi meðal Múslima - - lofsyngi þrælahald. Það sé þá enn eitt atriðið sem seti Abu Bakr al-Baghdadi í nokkurn sérflokk. 

  • En hann virðist mér þó ekki vera að boða það Íslam sem boðað var öldum áður, miðað við boð hans um meðferð á kristnum og gyðingum. Sem virðist hans uppfinning.
  • Hann er þá - - þvert á móti. Að boða nýtt form af Íslam. Eiginlega nýja "sértrú" af meiði Súnní.
  • Einhvers konar "haturs Íslam."

 

Kv.


Síða "Islamic State" samtakanna sem hefur íslenskt lén, virðist mér dæmi um þá þróun - hvernig baráttusamtök af margíslegu tagi nota netið til að dreifa skipulögðum áróðri

Þessi árátta baráttusamtaka af margvíslegu tagi, að nota vefinn "til að setja upp fréttasíður" er eiginlega gott dæmi um það. Hve það skipti miklu máli, að stjórna því - hvernig er sagt frá atburðum. Hvaða sýn á þá er gefin. Ekki síst, hvaða sýn á rás atburða - verður ríkjandi í huga fólks.

En ef þ.e. eitt sem nasistar kenndu okkur, og þeirra áróðursmálaráðherra, þá er það - - að stjórna því hvað fólk telur vera satt og rétt.

Líklega voru það þó "Lenínistar" í Rússlandi, í hinum nýstofnuðu "Sovétríkjunum" á 3. áratugnum, sem fundu upp þá aðferð - - að með skipulegum hætti, dæla úr "fréttum" sem voru í reynd "áróður."

Þó lönd hafi lengi gert þetta, einkum í tengslum við stríð, þá var það nýtt - - að halda á lofti áróðurs sýn, sem gegntók alla samfélagsþætti frá A-Ö. Einhvern veginn með þessum hætti virðist starfa "ISLAMIC STATE" þ.e. - - þeir séu með hugmynd að samfélagi, með þeim hætti megi líkja þeim við nasisma og kommúnisma.

 

Síða Islamic State - http://khilafah.is

Síða samtakanna er ekki einstök að því leiti að vera að "flytja fréttir skv. sýn samtakanna." Það eru fjöldi annarra aðila á netinu sem stunda mjög sambærilega "fréttamennsku."

Það er, fréttamennsku sem hafi þann tilgang að "halda á lofti eigin sýn þess aðila á rás atburða." Ég þarf ekki annað en að "vitna í Pútín sjálfan" um það hvað hann vill að rússneskir fjölmiðlar geri: 

Putin talks NSA, Syria, Iran, drones in RT interview

Putin - "When we designed this project back in 2005 we intended introducing another strong player on the world’s scene, a player that wouldn’t just provide an unbiased coverage of the events in Russia but also try, let me stress, I mean – try to break the Anglo-Saxon monopoly on the global information streams. And it seems to me that you’re succeeding in this job." - "Certainly the channel is funded by the government, so it cannot help but reflect the Russian government’s official position on the events in our country and in the rest of the world one way or another."

Akkúrat, Russia Today, sé með öðrum hætti - sambærileg fréttaveita við "fréttaveitu Islamic State" þ.e. tilgangurinn sé sá hinn sami, að "varpa upp sýn af því sem er satt og rétt, sem sé þeirra eigin." Og að afla stuðningsmanna út á við - við þá sýn. Hvort að sá aðili sem vill halda á lofti "eigin sýn" sé "Islamic State" eða "Pútín" skipti ekki megin máli.

  • Punkturinn er sá, að þetta sé nákvæmlega sama tegund af athæfi.
  • Að ástunda fréttamennsku, sem eigi meir skilt við skipulagðan áróður, en eiginlegar fréttir.

Ég vitna einfaldlega beint í orð Pútíns, að fréttastofan "Russia Today" geti ekki annað en endurspeglað sýn rússneskra stjórnvalda á rás atburða í Rússlandi, og innan alþjóðasamfélagsins.

Þarna sé hann með beinum hætti að viðurkenna, að RT sé vísvitandi áróðursmiðill. Þetta sést vel á fréttasýn RT-þ.s. sýn á rás atburða þ.s. Rússland er með einhverjum hætti í átökum við Vesturlönd, er öll á þann veg, að Rússland sé að berjast í bökkum í baráttu við ágang Vesturlanda. Aðgerðir Rússa séu þá ávalt varnaraðgerðir gegn þeirri ásókn.

  • Það er fullt af fólki, sem trúir þessari vörpun rússneskra miðla.
  • Það sem er síðan verra, er að verulegur fjöldi fólks er einnig farinn að trúa þeirri sýn sem "IS" varpar af rás atburða á eigin síðum.
  1. Tilgangurinn er, eins og ég sagði, í báðum tilvikum - - að halda sinni sýn á lofti.
  2. En ekki síður, að afla fylgismanna við sinn málstað.

Það er einmitt að gerast - - ég hef orðið var við mikinn fjölda vefara, sem eru greinilega orðnir "áhangendur" síðna, sem halda á lofti mjög neikvæðri sýn á Vesturlönd, og virðast eiga það allar sameiginlegt, að "Styðja Rússland" - - í átökum við Vesturlönd.

Mig hefur árum saman grunað, vegna þess hve þær síður "styðja ákveðið hagmunabaráttu rússneskra stjórnvalda" - "Takið eftir að ég tala ekki um hagsmunabaráttu Rússa heldur rússn. stjv." - - > Að þær síður, séu undir áhrifum a.m.k. frá "rússnesku leyniþjónustunni."

En þeirra málflutningur, gæti ekki verið ákveðnari fylgisspakur málstað rússn. stjv. - - en ef aðilar á þeirra vegum, væru að semja allt þ.s. þar er flutt. Þ.e. nákvæmlega þ.s. mig grunar.

 

Punkturinn sem ég er að halda á lofti er sá, að fyrst að rússnesk stjórnvöld geta aflað sér fylgismanna í gegnum netið, þá getur "ISIS/IS" það einnig

Ég sá frétt um daginn, þ.s. kom fram að japönsk stjv. væru að rannsaka stúdenta við japanskan háskóla, sem grunaðir væru um að ætla að fara til Sýrlands og berjast með "IS": Japönsk stjórnvöld rannsaka hóp af mönnum sem þau segja að hafi haft í huga að ferðast til Sýrlands og gang í lið með "Islamic State"

Það er einmitt þ.s. fólk þarf að hafa í huga, að þær síður sem "vísvitandi halda á lofti jákvæðri sýn á tiltekinn aðila" - "hafa þann tilgang að gera lesendur jákvæða gagnvart þeim aðila" - "og á endanum í von um að afla sér nýrra fylgismanna."

  • Fólk getur nefnilega stutt "málsstað" með mjög mörgum hætti. Sem dæmi, þá eru örugglega margir fleiri en þeir sem gera sé för til Sýrlands - - sem styðja "ISIS/IS" fjárhagslega.
  • Að auki, eru örugglega margir flr. en þeir sem gera sér för til Sýrlands, sem styðja málstað "ISIS/IS" á netinu, og taka þátt í umræðum.
  • Eða í samfélagsumræðu almennt í viðkomandi landi. 

Ég hef ekki orðið var við slíka - hérlendis. En það á örugglega annað við, í stærri löndum t.d. á meginlandi Evrópu.

Málið er að, þ.e. eðlileg þumalfingursregla - - að ef 1 gerist nægilega róttækur til að "berjast" þá séu sennilega a.m.k. aðrir 10 sem eru "stuðningsmenn" en ekki nægilega róttækir til að vilja berjast sjálfir.

Þ.e. líka mín ábending, að á móti þeim sem ferðast til Sýrlands - - er sennilega 10-faldur fjöldi, sem eru virkir stuðningsmenn, án þess að fara það djúpt - að þeir gerist stríðsmenn.

  • Það er því afar líklegt, að í þeim sömu löndum -þaðan sem einhver hefur farið til að berjast með IS/ISSI- sé líklega að finna, "áhugamanna hópa sem styðja ISIS/IS - með virkum hætti." 
  • Og enn frekar, að áður en einhver fer til að berjast með "ISIS/IS" hefur slíkur hópur örugglega verið til, í einhvern tíma - og aflað sér hóps fylgismanna, áhangenda.

Meginhlutverk slíkra hópa- er líklega að "skipuleggja fjármögnun ISIS/IS" þ.e. standa fyrir fjáröflun fyrir samtökin í því landi og auðvitað útdreifa áróðri samtakanna. Þetta sé fólk, sem muni vera löghlýðið og ef maður mundi leita á heimilum, mundi ekkert augljóslega ólöglegt finnast. Annað en kannski óbeinar vísbendingar um að þau séu meðlimir.

  • Síðan er einnig hætta á að út frá þeim hópum, myndist svokallaðar "sleaper cells."

Þ.e. hópar sem skipuleggi og undirbúi hryðjuverk - en séu ekki virkjaðir til slíkra. Nema gegn skipunum frá ráðamönnum innan "ISIS/IS."

------------------------------------

  1. Ísland þarf að vera á varðbergi gagnvart þeim möguleika - - að "IS/ISIS" afli sér fylgismanna á Íslandi.
  2. Og japanska dæmið, sýnir - - að það þarf alls ekki vera, að slíkir séu af múslímskum ættum eingöngu.
  3. Þvert á móti, gæti unglingar - og ungt fólk almennt, verið einmitt viðkvæmt fyrir áróðri þeirra samtaka.

Ungt fólk sérstaklega, því að þ.e. þegar við erum unglingar, sem við förum að hugsa í víðara samhengi og áður, við kynnumst gjarnan nýjum hugmyndum - - erum móttækileg. Mörg okkar hafa ekki hugsað mikið áður, um alvarlega hluti - rennum dálítið þekkingarlítið "inn í lífið" sem er akkúrat hvers vegna, við getum orðið "fórnarlömb hættulegs áróðurs."

Þegar haft er í huga, hve mikið af málstöðum er í boði, margir sem breiða boðskap sinn á netinu, og að flestir sem eiga unglinga, eru ekkert að fylgjast nákvæmlega með þeirra netvafri - - þá er þessi hætta mjög raunverulega fyrir hendi.

Þ.e. netið sem er orðið í dag - megin dreifingarstöð áróðurs. Bæði þess sem telst ekki alvarlegur - - og áróðurs frá samtökum eins og "ISIS/IS" sem eru virkilega stórhættuleg.

  • Vandinn er sá, að "áróðurssíður" setja alltaf upp gagnrýnislausa mynd af sínum málstað.  
  • Ég bendi fólki á að opna síðuna - khilafah.is - og sjá sjált, hvernig "ISIS/IS" segir frá.

Ég þarf varla að taka fram - - að skv. þeirri síðu, eru hersveitir "ISIS/IS" hetjur. Og takið eftir - - þær sveitir eru að "frelsa svæði Kúrda" sem þær sveitir eru að taka yfir, magnað eiginlega. En það geta ekki verið margir "Kúrdar eftir á þeim svæðum" þannig að "ISIS/IS" er að taka yfir að mestu tóm og yfirgefin svæði. Eins og í gamalli sögubók sagt er um Rómverja: "They created a desert and called it peace."

 

Niðurstaða

Íslendingar þurfa að vera á varðbergi gagnvart "ISIS/IS." En þó svo að rætt sé gjarnan um þá sem gera sér för til Sýrlands. Þá er sá hópur einungis - - það sem er sýnilegur stuðningur. Það má gera ráð fyrir að "ósýnilegur stuðningur" sé líklega margfalt meiri -t.d. að á móti hverjum einum sem fer til Sýrlands, séu a.m.k. 10 fylgismenn. En hlutfallið getur einnig verið - 100.

ISIS/IS - er að afla sér fylgismanna. Í gegnum eigin vefsíður.

Ég vara við þeirri hugsun - - að halda að þeir fylgismenn, geti einungis verið af ættum múslima.

Það geti verið "hver sem er" sem er ungur, ómotaður, óreyndur - hefur lítt pælt í málum áður. 

Þetta er þekkt atferli á netinu, en mjög margir hópar sem reka málstað af einu eða öðru tagi, starfa með sambærilegum hætti, og nota síður á eigin vegum, til þess að "afla stuðningsmanna eða fylgismanna."

Og margir þeir hópar - - leita einmitt á ungt fólk. Vegna þess að "ungt og ómótað fólk" er "móttækilegra."

Langsamlega flestir þeirra hópa, eru baráttuhópar fyrir málstað - - sem ekki er hættulegur. En aðferðirnar eru mjög svipaðar.

Þ.e. einmitt dæmigert, að reka "fréttasíðu" og þá nota "fréttaflutning" til að halda á lofti "sýn samtakanna" og því í reynd að "vera með fréttir í áróðursskyni."

Oft leika baráttusamtök þann leik, "að gera sína fylgismenn tortryggna gagnvart hefðbundnum fréttamiðlum" því að "baráttusamtökin vilja stýra hugsun sinna félagsmanna" og því er það að sá tortryggni gagnvart hefðbundnum fjölmiðlum "liður í því að stjórna sýn sinna félagsmanna."

Þetta er eiginlega orðin gríðarlega - algeng aðferð. 

Ég spyr fólk, hve oft hafið þið ekki rætt við einhvern á netinu - - "sem segir ekkert að marka venjulega fjölmiðla" og "sem lætur þig fá hlekk á síðu" eða "hlekki" sem sá segir "flytja sannar fréttir" meðan að venjulegir fjölmiðlar "flytja lygar." 

Maður getur eiginlega þá vitað strax - - að þar fer einhver, sem hefur gerst fylgismaður málstaðar "sem einmitt stundar slíkt atferli" að "sá tortryggni á aðra fréttamiðla" til þess að "geta stjórnað sýn sinna stuðningsmanna" með það markmið að "gera þá að virkum stuðningsmönnum síns málstaðar."

Það er einmitt þ.s. ég hef kynnst, aðilum sem bersýnilega eru "virkir stuðningsmenn." Og auðsýna þessi einkenni.

Í flestum tilvikum, eru slík samtök ekki hættuleg. Þau eru ekki að leitast við að fá til sín "hryðjuverkamenn." 

Þannig að einstaklingar sem styðja það atferli að dreifa áróðri þess málstaðar sem þeir styðja, eru almennt séð að öðru leiti - meinlausir. 

En aðferðirnar eru svipaðar, og samtök sem "dreifa hættulegum áróðri" beita. Stuðningsmenn hættulegra hreyfinga, beita mörgum af sömu aðferðunum, þegar þær afla sér fylgismanna. 

 

Kv.


Mýtan um stöðugleikann sem fylgi einræði

Það er töluvert vinsæl kenning í dag, að rétt sé að "styðja til valda að nýju einræðisstjórnir í löndum eins og Líbýu - Sýrlandi og Egyptalandi. Því að einungis "ófrelsi einræðis geti haldið við stöðugu ástandi í þessum löndum."

  1. Vandinn við þessa kenningu er sá, að einræðisstjórnir eru ekki stöðugar
  2. Annars hefðu einræðisstjórnir í Líbýu, Túnis, og Egyptalandi - ekki fallið eftir allt saman.

Þeim þarf alltaf að halda saman með valdi - því þær búa við andstöðu fjölmennra hópa. Að auki hafa þær yfirleitt ekki "réttmæti" eða "lögmæti" í nútímaskilningi, sem grefur undan stuðningi við þær. En ekki síst, er vandinn sá, að einræði leiðir ávalt til "óskaplegrar spillingar" og þ.e. ekki síst hún, sem grefur undan stuðningi við þær. Á endanum falla þær, þegar spilling hefur veikt þær nægilega innan frá, til þess að hinir fjölmögru andstæðingar þeirra heima fyrir "þori að rísa upp í byltingu."

  1. Ástæða þeirrar óreiðu sem finna má í löndum, eins og Sýrlandi og Líbýu - má örugglega rekja til þeirra ára, sem þau lönd hafa verið "einræðis lögregluríki."
  2. En einræði hefur tilhneigð, vegna þess að slíkar stjórnir byggja á valdi eingöngu - vegna þess að þær verða smám saman mjög spilltar; að skapa ástands hatur innan samfélagsins.
  • Þetta hatur brýst síðan upp á yfirborðið þegar stjórnin á endanum fellur.
  • Þá tekur við uppgjör milli þeirra hópa sem landið byggja.
Það fer þá eftir því, hve lengi einræðisstjórnin hefur verið við völd áður en hún féll, hve harkalega hún kom fram - - hve djúpstætt þetta hatur er, hve harkalegar afleiðingarnar verða þegar það loks brýst fram.

 

Franska byltingin

Það er ágætt í ljósi þessara atburða, að minnast byltingarinnar í Frakklandi - sem hófst á falli svokallaðrar Bastillu. Sem var alræmt fangelsi og ákaflega hatað.

Það gekk einmitt mjög mikið á í frönsku byltingunni - - Frakkland fékk á tímabili "ógnarstjórn" uppreisnarmanna, sem gengu mjög hart fram í "morðæði" er einstaklingar er tilheyrðu elítunni í Frakklandi, voru eltir uppi hvar sem til þeirra náðist - og þeir leiddir fyrir fallöxina.

Síðar fékk Frakkland, "einræði Napóleóns" - og Napóleóns stríðin. Ef það var ekki nóg, þá var konungsdæmið endurreist í nokkur ár að afloknum Napóleóns stríðunum. Þar til að því varð bylt - og gerð tilraun með lýðræði. En eins og þekkt er, þá endaði sú tilraun í nýju einræði - Napóleón III.

Lýðræði var síðan endurreist eftir fall Napóleóns III, eftir að í nokkra mánuði ríkti svokölluð Parísarkommúna yfir París og nágrenni - en Napóleón III féll eftir að hann tapaði stríði við Prússland.

  • Þá eru liðin nærri 90 ár eftir upphaf frönsku byltingarinnar.
  • Og það var ekki fyrr en með 3-lýðveldinu. Sem Frakkland fékk loksins sæmilega stöðugt lýðræði.

Í dag er 5-lýðveldið. En eftir Seinni Styrjöld, var lýðræði endurreist og það kallað 4-lýðveldið. Það féll síðan í óeirðum í Frakklandi kenndar við 1968 kynslóð.

Það sem margir gleyma - - er hve erfið saga lýðræðis hefur verið í þeim löndum mörgum hverjum, sem í dag eru velheppnuð lýðræðisríki.

Hægt væri að taka dæmi nær í tíma, t.d. Brasilíu eða Chile, en í báðum löndum féll lýðveldið í valdaráni hersins -- og var ekki endurreist fyrr en mörgum árum seinna.

Þó að báðar þjóðir hafi búið við ógnarstjórnir - þá sýnir endurreisn lýðveldis í báðum löndum. Sem í dag eru stöðug lýðræðisríki. Að fólk gefst samt ekki upp. Það missir ekki vonina.

  1. Ég segi þetta, ekki síst til að svara þeim, sem staðhæfa að "lýðræði sé ekki fyrir lönd eins og Egyptaland svo dæmi sé tekið.
  2. En það hefði verið ákaflega auðvelt, að draga sambærilegar ályktanir af sögu Frakklands á 19. öld.
  3. Eða þegar menn voru að skoða aðstæður í S-Ameríku á 8. áratugnum, en þá voru herforingjastjórnir í nánast hverju landi.

Það eru nefnilega - afskaplega mörg þau dæmi. Að lýðræði falli, sé endurreist, það falli aftur, og síðan sé það endurreist aftur - - kannski eru þetta margar tilraunir sbr. Frakkland.

Þó að lýðræði hafi ekki tekist í fyrstu tilraun í Egyptalandi - sé brokkgengt í Túnis, Líbýa sé fallin í borgaraskærur milli fylkinga.

Þá þíðir það ekki, að engin von sé þess, að lýðræði verði endurreist síðar - kannski áratug seinna, eða jafnvel, tveim eða þrem eða fjórum. 

Og þó það gangi ekki upp í - fyrsta sinn, eða jafnvel annað eða þriðja, getur það virkað samt fyrir rest.

Eins og saga Frakklands - Portúgals - Spánar - Argentínu - Brasilíu og Chile - -> Sýnir.

Þá gildi að - - gefast ekki upp.

Heldur reyna aftur, og aftur og aftur.

 

Niðurstaða

Ég hef alltaf tekið mikið mark á orðum Churchill þess efnis. Að lýðræði sé ákaflega gallað fyrirkomulag. Samt það skásta sem við þekkjum. Það er enginn vafi á að lýðræðislönd, eru oft skammsýn því þ.e. eðli lýðræðis, og þau gjarnan endurtaka sambærilega efnahagskreppur - því eftir allt saman er minni kjósenda ekki langt og fólk kýs þá sem endurtaka sambærileg mistök og áður, gjarnan.

Á hinn bóginn, sýnir reynslan - að einræði er enn gallaðra fyrirkomulag. Hrun einræðis, fylgir einmitt gjarnan - - borgaraátök. Þó ekki alltaf.

Átökin í Líbýu, Sýrlandi, Írak - - sína í reynd fram á galla einræðis.

Það að einræði, safnar upp spennu innan samfélaganna, meðan það er við völd.

Það leyfir ekki þjóðfélagsumræðu, það leysir ekki deilur - heldur frekar skapar þær, spennan og hatrið hleðst síðan upp; þannig að þegar hún fellur. Brýst uppsafnaða spennan og hatrið gjarnan út í átökum.

Franska byltingin er að sjálfsögðu - þekktasta dæmið. En þannig séð, má alveg líkja átökunum í Sýrlandi við uppreisnina í Frakklandi "hvað hefði gerst ef konungsstjórnin hefði haldið velli í París og nágrenni en á sama tíma ekki getað kveðið uppreisnina niður?"

Að styðja aftur einræði til valda - - er í reynd að endurtaka leikinn sem gerðist á undan. Og lyktaði síðan með uppreisn og innanlands átökum. Það virðist ákaflega rökrétt, að sú rás atburða fari líklega í endurtekningu - - en eftir að 100.000 mann hafa verið drepnir 8 milljónir hraktar frá heimilum innan Sýrlands er hatrið sennilega það mikið meðal íbúa á stjórnvöldum að nær óhugsandi virðist, að unnt verði að færa klukkuna í Sýrlandi til baka í "einræði sem mundi líta stöðugt út á yfirborðinu."

  • Sýrland mun örugglega skiptast. Ég sé ekki það land, hanga saman.
  • Mig grunar einnig, að það sé hugsanlega í farvatninu í Lýbíu.

 

Kv.


Draghi lofar að Seðlabanki Evrópu muni auka verðbólgu á evrusvæði

Ekki hans nákvæma orðalag, en í ræðu sem Draghi flutti á fundi sem haldinn var í Washington þá lofaði hann því, að "óhefðbundnum aðferðum yrði beitt eftir þörfum" og að "eignasafn Seðlabanka Evrópu því stækkað í samræmi við það." En ekki síst því, að verðbólga yrði aukin.

  1. "Let me be clear: we are accountable to the European people for delivering price stability, which today means lifting inflation from its excessively low level. And we will do exactly that.
  2. "The Governing Council has repeated many times, even as it was adopting new measures: it is unanimous in its commitment to take additional unconventional measures to address the risks of a too prolonged period of low inflation."
  3. "This means that we are ready to alter the size and/or the composition of our unconventional interventions, and therefore of our balance sheet, as required.

Þessi yfirlýsing virðist beind gegn vaxandi ótta að evrusvæði sé á leið í verðhjöðnun.

Opening remarks by Mario Draghi, President of the ECB, Brookings Institution, Washington, 9 October 2014

Draghi vows to fight eurozone deflation

 

Orð Draghi benda sannarlega til þess að stuðningur við víðtæka prentunaraðgerð fari vaxandi innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu

Ég bendi sérstaklega á orð hans, að hann túlkar nú hlutverk bankans að stuðla að "verðstöðugleika" með þeim hætti - - að það hlutverk kalli nú á aðgerðir til þess að auka verðbólgu úr núverandi stöðu 0,3%.

Það er ákaflega "sterk yfirlýsing" - þó hún sé ekki eins sterk og yfirlýsing Seðlabanka Japans um að auka verðbólgu í 2%, þá a.m.k. lofar Draghi því að Seðlabanki Evrópu muni koma verðbólgu á evrusvæði upp úr núverandi fari.

Þetta er ekki síst merkileg yfirlýsing, þegar hún er höfð í samhengi við það loforð - - að eignasafn Seðlabanka Evrópu verði stækkað eftir þörfum.

Ekki síst, hans orð, að bankaráðið sé á einu máli í stuðningi við þessar fyrirætlanir.

Það er einnig áhugaverður punktur á öðrum stað í ræðunni - "I expect credit to pick up soon next year."

Ég get vart annað en túlkað það svo, að hann reikni með því - að fyrirhugaðar "kaupaðgerðir" Seðlabanka Evrópu, muni flýta það mikið fyrir "hreinsun eignasafna banka" að aukning verði í lánveitingum á nk. ári.

  • Seðlabanki Evrópu, getur sannarlega skapað slíkt ástand, með nægilega stóru kaupa prógrammi.
  • En annað fyrirhugað kaupa prógrammið, virðist sniðið að þörfum bankanna - tilboð til þeirra, að kaupa eignir í formi lána til einkaaðila, á afleiðuformi.
  • Með því að kaupa slíkar afleiður af bönkum í Evrópu, getur Seðlabanki Evrópu flýtt stórfellt fyrir "hreinsun eignasafna banka" með því - - að taka "slæm lán" yfir og þannig taka taka áhættuna af þeim lánum, af bönkunum - yfir á Seðlabanka Evrópu.

Eins og Draghi sagði - - verði óhefðbundin prógrömm eins stór, og þörf er fyrir.

Þannig að Draghi skv. þessu -ef ég skil hann rétt- ætlar að tryggja að bankakerfi Evrópu verði endurfjármagnað með þessum hætti, svo að "lánveitingar geti aukist á nk. ári."

 

Niðurstaða

Ég get ekki skilið orð Draghi með öðrum hætti, en sem loforð um "um mjög stórt kaupa prógramm" - "fjármagnað með prentun" - sem muni stækka stórfellt eignasafn Seðlabanka Evrópu. Áður hafði Draghi talað um að stækka eignasafnið um 1.000 ma.€. En nú skv. hans orðum, að eignasafnið verði stækkað eftir þörfum. Þá gæti það allt eins stækkað um 2.000ma.€ jafnvel 3.000ma.€.

Það verður auðvitað að koma í ljós, hvort stuðningur við þessi loforð Draghi - er eins einhuga og hann segir þann stuðning vera.

En þ.e. áhugavert - - að hann efnir ekki 2% sem viðmið. Heldur segir, að Seðlabankinn muni lyfta verðbólgunni upp úr núverandi fari. Sem getur þítt, að þó hann sé búinn að fá samstöðu um verulega mikil kaup og stóra seðlaprentun - - sé enn til staðar einhver andstaða gagnvart því að kaupa prógrammið verði virkilega rosalega stórt.

En þegar kemur að því "síðar meir" má vel vera, að Draghi muni geta teigt og togað prógrammið yfir í að verða alfarið sambærilegt að umfangi, við prógramm það sem "US Federal Reserve" hefur keyrt í gegnum kreppuna í Bandaríkjunum. Sem virðist í hraðri rénun á þessu ári.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 804
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 740
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband