Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Eru Þjóðverjar raunverulega fátækari heldur en S-Evrópubúar?

Það er búið að vera mikil umræða í ca. viku um niðurstöður skýrslu sem gefin var út undir handarjaðri Seðlabanka Evrópu, en í reynd var unninn af sérfræðingum Bundesbank í Þýskalandi. En niðurstöðurnar eru á þá leið - að sérhver maður sem hefur fylgst með atburðarásinni í Evrópu gapir af undrun.

ECB: The Eurosystem Household Finance and Consumption Survey

En maður á virkilega erfitt með að trúa því - að millitekjuheimilið í Þýskalandi, þ.e. ef undanskilin eru þau sem eru verulega auðugari en meðaltalið og samtímis þau sem eru verulega fátækari en meðaltalið; séu umtalsvert fátækari.

Heldur en meðalheimili í löndum eins og Spáni - Ítalíu - Portúgal Grikklandi og já, á Kýpur séu ríkustu meðalheimili í Evrópu, hvorki meira né minna.

Ágæt umfjöllun á Wall Street Journal - útskýrir ágætlega hversu villandi þessi greining er!

Hana má einnig finna:  Are Germans really poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Prófessor Paul De Grauwe tekur sig þarna til og útskýrir málið.

Myndin að neðan er sú mynd sem dregin er upp af fjölmiðlaumræðunni í Þýskalandi, og virðist sannarlega segja sögu sem er líkleg til að reita meðal Þjóðverjann til reiði!

Figure 1. Net wealth of median households (1000€)

Are Germans Really Poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Hann vekur athygli á því, að allt önnur mynd blasir við - ef tekið er meðaltal yfir öll heimili í sömu löndum, en þá breytist myndin - tja, töluvert.

Figure 2. Mean household net wealth (1000€)

Are Germans Really Poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Paul De Grauwe bendir á, að skýring geti legið innan Þýskalands í því, að mikill hluti auðs landsins liggi hjá tiltölulega fáum. Og bendir á áhugaverðan samanburð sem gefi vísbendingar, nefnilega samanburð á millitekjuheimilum vs. meðalheimilinu. En þá er meðaltal allra heimila tekið vs. millitekjuheimilið.

Ef meðalheimilið er ríkara heldur en millitekjuheimilið, þá er það vísbending þess að tekjuskipting heimila sé ójöfn.

Og því ójafnari, sem munurinn er stærri.

Niðurstaða, gefur vísbendingu mikinn mun á skiptingu auðs milli hópa innan Þýskalands.

Figure 3. Mean/median

Are Germans Really Poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Síðasta myndin er einnig áhugaverð, þ.e. munurinn milli þeirra 20% sem eiga mest vs. þeirra 20% sem eiga minnst.

Sú niðurstaða er mögnuð ekki satt - að ríkustu 20% séu rúml. 140 falt ríkari en fátækustu 20%.

Figure 4. Wealth top 20% / wealth bottom 20%

Are Germans Really Poorer than Spaniards, Italians and Greeks?

Hvað segir þetta okkur um Þýskaland?

Þetta virðist benda til þess - að í Þýskalandi sé ótrúleg tekjumisskipting.

 

Hvernig skýrist þá að millitekjuheimilin í S-Evrópu virðast ríkari?

Stór hluti skýringarinnar virðist liggja í því að topp 20% Þjóðverja eiga svo óskaplega hátt hlutfall af þjóðarauðnum.

Ég hafði heyrt að það væri töluvert gap milli ríkra og fátækra, en þetta gap virðist meir sambærilegt við tölur um mun milli ríkra og fátækra, sem þekkist í Ameríku. 

Hef ekki skoðað tölur yfir Bandaríkin nýverið - en þar er mjög stór munur milli auðs þeirra fátækustu og þeirra ríkustu.

------------------------

En svo má ekki gleyma því, að tölurnar sem notaðar eru - eru ekki nýjar.

Það er, það hefur komið fram í fréttum að tölurnar frá Spáni, eru frá 2008. Mjög líklega vel úreltar.

Engar tölur eru yngri en frá 2010. Og kreppan hefur verið að éta upp auð fólks í S-Evr. í millitíðinni.

Að auki, er mjög algengt í Þýskalandi að fólk séu leiguliðar þ.e. leigi húsnæði það sem það býr í, hjá stórum fasteignafélögum sem reka leiguhúsnæði.

Munurinn á að hafa fasteign sem skráða eign vs. að hafa ekki fasteign sem skráða eign, geti skapað einhvern hluta af mun.

Að auki hefur verið bent á að meðaltekjuheimilið þýska hefur bara 2 persónur, meðan t.d. á Spáni sé það 2,3 persónur. 3 persónur á Kýpur.

Ekki síst, að í mörgum löndum S-Evrópu hafa verið útlánabólur - - sem hafa keyrt upp verð á húsnæði ofan við líklegt "raunvirði" meðan að í Þýskalandi hefur húsnæðisverðlag frekar en hitt verið í stöðnun, vegna fólksfækkunar.

  • Málið er kannski það - - að þ.e. þýska elítan sem á skuldir S-Evrópu.
  • Ekki Þýskur almenningur - - sem raunverulega virðist hlutfallslega fátækur miðað við þjóðarframleiðslu. Vegna hinnar gríðarlegu auðs-misskiptingar. 
  • Þeir sem tapa ef afskrifa þarf þær skuldir, væri fyrst og fremst þetta topp 20%.

 

Hættulegri hugmynd hefur skotið rótum í Þýskalandi út af þessari umræðu!

Der Spiegel: The Poverty Lie: How Europe's Crisis Countries Hide their Wealth

En hún er sú - að þetta sé réttæting þess, að ríkin í S-Evrópu grípi til stórfelldrar skattlagningar á meintan auð sinna þegna.

Ég þarf varla að taka fram, að ef slíkar hugmyndir myndu fara í framkvæmd - yrði líklega óskaplegur fjármagnsflótti frá þeim löndum. 

Og ekki síst, að hingað til hefur merkilegur stuðningur enn verið til staðar í löndum S-Evr. gagnvart evrunni, en ef þrýstingur myndaðist frá t.d. Þýskalandi um stórfellt aukna skattlagningu sem væri eiginlega nær því að vera eignaupptaka en skattur.

Þá held ég að sé algerlega víst, að millistéttin í þeim löndum, myndi snúast mjög rækilega gegn hinum sameiginlega gjaldmiðli. Og enn frekar þeir hópar sem eru yfir meðaltali.

 


Niðurstaða

Það sem ég óttast er að Bundesbank hafi látið vinna þessa skýrslu, af pólitískum ástæðum ekki síst. Það er. Til þess að hafa áhrif á umræðuna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi á þessu ári.

Mér sýnist af tölum greiningar próf. Paul De Grauwe, þýskur almenningur í raun og veru vera töluvert "arðrændur" af sinni eigin elítu. Sem sé ofsalega - ofsalega ótrúlega auðug.

En ég bendi á því til sönnunar, á viðskiptaafgang þann sem Þýskaland viðheldur. En Þýska elítan selur það til þýsks almennings - að jákvæður jöfnuður sé dæmi um sparsemi og ráðdeild Þjóðverja.

En sannleikurinn er sá, að þetta þíðir að launin innan Þýskaland hafa verið lægri en þau þurfa að vera, og fyrir bragðið hefur elítan sem á fyrirtækin verið að hirða ma. evra aukreitis í gróða. 

Raunverulegt arðrán - sem sagt. Síðan hefur elítan nýtt sér það að laun séu lág tiltölulega til þess, að ná þannig fram hagstæðri samkeppnisstöðu við löndin innan evrusvæðis sem þýskur iðnaður í eigu elítunnar keppir við. Svo græðir hún aftur, í gegnum lánin sem hún hefur veitt til S-Evr. búa svo þeir geti keypt meir af hennar fyrirtækjum.

Og í dag, harðneitar hún að gefa eftir svo sem eina evru í gróða, af rentunum af þeim skuldum - heldur heimtar það að S-Evr. rýi sig eins og sauðfé inn að skinni. 

  • Könnunin sé sett inn - til að æsa upp þýskan almenning.
  • Svo hann haldi áfram að styðja þá hörðu afstöðu gagnvart Þjóðum S-Evr. sem þýska elítan vill fram halda.
  • Því hún vill ekkert gefa eftir af sínum gróða.

Til þess að sjá hve alvarlegt ástandið er orðið - bendi ég á að lesa þetta:

'Like 1930s Germany': Greek Far Right Gains Ground

Ég óttast um evruna - - ef þessi verð ég að segja, óábyrga stefna elítunnar þýsku fær að halda áfram.

En ekki bara um evruna - - heldur einnig um Evrópu, sjá lýsinguna frá Grikklandi um vaxandi áhrif öfgamanna í Grikklandi.

 

Kv.


Við erum "markmiðssettur flokkur"?

Ákvað að hlusta aftur á viðtalið við Guðmund Steingrímsson í ríkissjónvarpinu þann 16/4. Hann má eiga það karlinn að hann er alltaf huggulegur í fasi, lítur vel út. En það var áhugavert á að heyra. Hve ílla fréttamönnunum gekk að fá hann til að útlista leiðir að þeim markmiðum. Sem flokkurinn hans hefur sett fram.

Ég skal alls ekki draga í efa að það er mikilvægt að setja sér markmið.

Og einnig mikilvægt að fókusa á þau markmið.

En það þarf einnig að skilgreina - leiðir að þeim markmiðum.

Einhvern veginn virðist Gumma frænda vefjast tunga um tönn, þegar að þeim þætti kemur.

 

Af hverju ætli það sé?

Áherslur Bjartrar Framtíðar!

Björt Framtíð - Ályktunin

Björt Framtíð - Yfirlýsingin

En þetta er allt sem ég sá á þeirra vef, og innihélt e-h sem gæti nálgast að vera hugmyndir að stefnu.

Ef maður les sig í gegnum þessi 3-plögg. Þá er langsamlega megnið af þessu - mjög almenns eðlis.

Eins og Guðmundur orðaði það - markmið.

En ef maður leitar að "leiðum" er mjög fátt að sjá - en þarna á tveim til þrem stöðum, má sjá tal um - einföldun skattkerfis. T.d. að einfaldað skattkerfi - geti gert litlum og meðalstórum fyrirtækjum auðveldar með að þrífast.

Síðan er töluvert talað um "grænan iðnað" en það eru engin dæmi nefnd um það - hvað er grænn iðnaður. Algerlega óskilgreint hugtak - því algerlega í lausu lofti. Hvað hann á við með "grænum iðnaði."

En eins mikið og hann talar um þetta, virðist eins og menn telji "grænan iðnað" einn helsta framtíðar vaxtasprota Íslands - - eða eins og Guðmundur sagði á einum stað í viðtalinu, nefndi þ.s. grein sem gæti "vaxið án takmarkana."

En ekki nefndi hann í viðtalinu nokkurt dæmi, um hvað hann ætti við - þegar hann talaði um "grænan iðnað."

-----------------------------------------

Ég held að vandi Bjartrar Framtíðar - sé að hópurinn samanstefndur annarsvegar af:

  1. Hópi Frjálshyggjumanna - þó hann noti orðið "frjálslyndur flokkur" þá er hin gamla þýðing á íslensku á stefnu "frjálslyndra flokkar" nefnilega "frjálshyggja."
  2. Og hinsvegar hópi sem kemur frá Besta Flokknum, sem líklega ekki síst, sprettur fram í andstöðu við einmitt "frjálshyggju" og önnur hörð form markaðskapítalisma.

Eins og að hafa "svart" og "hvítt" vinnandi saman.

Og útkoman sé niðurstaða þess - - að þau eru ekki sammála um neitt.

Annað en hin almennu markmið!

 

Hann er að leitast við að selja lítið innihald sem eitthvert nýtt og stórmerkilegt!

Það er kannski fyrir það sem viðtalið er fyrst og fremst áhugavert. Og hvernig Guðmundur leitast við að komast hjá því, að gefa nokkur skýr svör.

Enda hefur hann engin að gefa. 

Vegna þess hve lítið innihald stefna flokksins hefur.

En á sama tíma. Er Guðmundur Steingrímsson. Að leitast við að selja flokkinn. Sem eitthvað nýtt og stórfenglegt framlag innan ísl. stjórnmála.

Þetta er eiginlega stórt trix í sölumennsku - - að selja eitthvað lítilfjörlegt sem eitthvað magnað og merkilegt.

Ég held hann hafi engan sannfært - nema þá sem þegar voru sannfærðir fyrir.

 

Niðurstaða

Við fljótan lestur á stefnu BF þá eigum við öll að vera góð við hvert annað, hætta að rífast, vinna saman og vera ekki leiðinleg. Horfa bjartsýn fram á veg. Stefna að því að ekkert af því slæma sem áður hefur komið fyrir okkur, endurtaki sig. Ganga í ESB. Stefna að því að hafa eins lága vexti á húsnæðislánum og þau lönd sem lántökuvextir eru lægstir.

Það eina sem vantar - er ein góð hasspípa meðan maður les þetta yfir hjá þeim. 

Svo maður geti gert það í réttu sælu stemmingunni :)

  • Sennilega mesta froðusnakk sem ég hef séð!

 

Kv.


Að slá sig til riddara fyrir það sem þú ekki gerðir!

Svokallaður listi yfir "árangur ríkisstjórnarinnar" hefur verið að flugi um netið. Í umræðu um daginn kom einn einstaklingur með eina útgáfu af honum. Eins og sjá má hér að neðan:

1.Síðan Jóhanna tók við sem Forsætisráðherra. Hefur skuldatryggingaálag Íslenska ríkisins farið úr 1500 punktum í 150.
2. Fjárlagahalli úr 230 milljörðum niður í 3.
3. Verðbólga úr 18 % niður í 4%.
4.Vöruskiptajöfnuðurinn var neikvæður 1996 til 2008 en hefur verið hagstæður í hverjum einasta mánuði síðan Jóhanna Sigurðar dóttir tók við.
5. Gjaldeyristekjur hafa aldrei verið hærri
6. Atvinnuleysi er 4.6% stefndi í 20 % þegar Jóhanna tók við.
Verum jákvæð kjósum árangur kjósum Samfylkinguna.

  • Ég svaraði þessu í nokkru ítarlegu máli!
  • En ákveð að setja þau svör inn í eina bloggfærslu.
  • Ef einhver vill - má sá eða sú nota þau svör!

 

Skuldatryggingaálagið!

"Síðan Jóhanna tók við sem Forsætisráðherra. Hefur skuldatryggingaálag Íslenska ríkisins farið úr 1500 punktum í 150."

Skuldatryggingaálag fór niður stærstum hluta v. þess að viðskiptajöfnuður landsins snerist við - sjá ferilinn að neðan.

Eins og sjá má af ferlinum er mjög snöggur hápunktur, sem stendur mjög skamma stund. En meðaltalið vikurnar í kringum hrunið er álagið að sveiflast milli rúmlega 1000 punkta og upp í rétt rúmlega 1100 punkta eða 11%.

  • Af hverju fór það niður?
  • Fyrir tilstuðlan gengisfalls krónunnar!
  1. Hagstæður viðskiptajöfnuður þíðir að landið á fyrir skuldum.
  2. Og það skapar að sjálfsögðu traust sem eflist smám saman eftir því sem fram líður og landið heldur áfram að eiga fyrir skuldum.
  3. Ríkisstj. þurfti í reynd ekkert að gera, annað en að búa ekki til nýjar gjaldeyrisskuldir.
Sem hún reyndar bjó töluvert til af. Og barðist síðan um hæl og hnakka lengi vel sbr. Icesave málið, að stórfellt auka á þær - sem með miklu harðfylgi tókst að forða. Ég sé í reynd ekki neitt í þessu atriði sem hún getur hælt sér af. Nema að þegar hún var búin að tapa Icesave deilunni í tvö skipti. Gafst hún upp við þann verknað að auka okkar gjaldeyrisskuldir og þar með lækka okkar lífskjör. Ríkisstj. reyndi sem sagt lengi vel, að hækka sem mest skuldatryggingaálag landsins, sem að sjálfsögðu hefði verið afleiðing skuldaaukningarinnar í gegnum icesave.

Ferill yfir þróun skuldatryggingaálags Íslands!

http://www.zerohedge.com/sites/default/files/images/user5/imageroot/2011/09/pt%202.jpg

Endurfjármögnun fjármálastofnana!

Fjárlagahalli úr 230 milljörðum niður í 3.

Vandi við þessa tölu er að hallinn fyrsta starfsár ríkisstjórnarinnar var eðlilega mjög mikill, vegna þess að fyrsta árið var verið að endurreisa hrundar fjármálastofnanir - sjá t.d. eftirfarandi skýrslu: FYRIRGREIÐSLA RÍKISINS VIÐ FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI OG STOFNANIR Í KJÖLFAR BANKAHRUNSINS 

Sumt er eðlilega umdeilt, eins og SpKef, Sjóvá Almennar, Saga Capital o.flr. En menn greinir á hvort að allt þ.s. ausið var fé í það ár, var nauðsynlegt.

En stóra málið var auðvitað "endurreisn Landsbanka." Það var líklega óhjákvæmilegt að láta ríkið a.m.k. halda eftir einum af bönkunum þrem.

En punkturinn er - - að stærsti hluti hallans þetta ár, var kostnaður sem fór fram í eitt skipti.

Ekki í reynd hluti af "rekstrarvanda ríkisins."

Næsta árið, var hallinn meira en 100ma.kr. minni. Ekki vegna stórfellds árangurs í því að ráða við rekstur ríkisins.

Í reynd ætti að taka endurfjármagnanir fjármálastofnana út fyrir sviga - til að fá eðlilegan samanburð við árin á eftir, og miklu raunhæfari samanburð á "árangri ríkisstjórnarinnar" þegar kemur að rekstri ríkisins.

Að lokum, er þegar ljóst að hagvöxtur sá sem ríkið notaði sem viðmið í sl. desember þegar verið var að ganga frá fjárlögum þessa árs - eru ekki að standast. Hallinn verður því algerlega örugglega meiri en 3ma.kr. þetta ár. En engin leið að slá nokkurri tölu fastri.

Við getum verið að tala um halla upp á ma. tugi.

 

Verðbólguholfskeflan!

Verðbólga úr 18 % niður í 4%.

Verðbólga fór sannarlega í 18% þegar mest var. Og hefur lækkað í 4%. En þ.e. villandi að kalla það árangur ríkisstjórnarinnar.

En þegar gengið féll um 50% þá þíddi það að allir innflytjendur varnings þurftu að verðleggja sína vöru á ný skv. hinu nýja gengi. Þetta tók nokkurn tíma að spila sig í gegn, þ.s. lagerar ganga til þurrðar mishratt eru endurnýjaðir á misjöfnum tímum, að auki þurfti fj. fyrirtækja að hækka verð á þjónustu vegna þess að aðföng erlendis frá urðu dýrari mæld í krónum.

  1. Eftir að aðilar hafa aðlagað verð að hinu nýja gengi.
  2. Var það gersamlega óhjákvæmilegt að verðbólgan myndi jafn harðan á ný - hverfa!
  3. Ríkisstjórnin þurfti í reynd ekkert gera, annað en að gæta sín á því að búa ekki til nýja verðbólgu sjálf, með eigin aðgerðum.

Í hagkerfinu hefur verið og enn er eftir hrun - slaki, ekki þensla. Ekkert innan hagkerfisins er því að búa til verðbólgu. 

Þannig að ef ekkert heimskulegt er gert af hálfu stjórnvalda eins og t.d. að samþykkja háar innistæðulausar launahækkanir eða að setja seðlaprentvélar á útopnu. Þá gat sú verðbólga ekki annað en horfið þegar verðhækkana skriðan leið hjá.

 

Vöruskiptajöfnuðurinn!

Vöruskiptajöfnuðurinn var neikvæður 1996 til 2008 en hefur verið hagstæður í hverjum einasta mánuði síðan Jóhanna Sigurðar dóttir tók við.

Viðsnúningur vöruskiptajafnaðar Íslands var einmitt - mikilvæg hliðaráhrif gengisfalls krónunnar. Síðan 2008 hefur gengið séð um að viðhalda honum, þ.e. ýmist hækkað eða lækkað á víxl, eins og fólk væntanlega hefur tekið eftir sbr. hækkun sl. sumar þegar gjaldeyristekjur fóru upp lækkun þess sl. haust þegar þær fóru niður, hækkun aftur sem er hafin v. væntinga um auknar gjaldeyristekjur v. sumarvertíðar í ferðamennsku sem er rétt að hefjast, og örugglega lækkar hún aftur nk. haust þegar ferðamannavertíð þessa árs er búin.

Þannig gætir krónan gersamlega með sjálfvirkum hætti að jöfnuðinum - sem stjv. þurfa nákvæmlega ekki neitt að skipta sér af. Þetta er einn meginkosturinn við það að hafa eigin gjaldmiðil.

Án eigin gjaldmiðils - - þarf að stýra jöfnuðinum gagnvart útlöndum með stjv. aðgerðum, sannarlega. En ekki ef þú ert með eigin gjaldmiðil. Þá þurfa stjv. ekki neitt að skipta sér af því atriði.

 

Gjaldeyristekjur!

Gjaldeyristekjur hafa aldrei verið hærri

Önnur hliðaráhrif gengisfalls krónunnar hefur verið að hagstætt gengi hennar hefur frá hruni gert Ísland að miklu mun hagstæðara ferðamannalandi en Ísland var á sl. áratug. 

Þetta hefur skapað síðan hrun - stöðuga gjaldeyristekjuaukningu frá ferðamennsku, þetta er stigmögnun þ.e. aukning ár eftir ár eftir ár.

Ég man ekki eftir nokkrum aðgerðum ríkisins til að efla ferðaþjónustu - en það sé fyrst og fremst hagstætt gengi sem hafi skapað þá aukningu í ferðamennsku.

Ríkisstj. fékk happdrættisvinning frá móður náttúru þ.e. makrílgöngur og góð loðnuvertíð.

Til samans - hefur þetta skapað þann "hagvöxt" sem ríkisstjórnarflokkarnir eru að státa sér af.

 

Atvinnuleysi!

Atvinnuleysi er 4.6% stefndi í 20 % þegar Jóhanna tók við.

  • Þ.e. skáldskapur, atvinnuleysi var rúmlega 9% er það fór hæst.
  • Þ.e. ekkert sem bendir til þess að það hafi stefnt í 20%.

Enda ferðamennska þegar sjálfvirkt án afskipta ríkisstj. í aukningu v. hagstæðs gengis krónu.

Síðan, fékk ríkisstj. happdrættisvinning frá móður náttúru í formi - makríls og góðrar loðnuveiði.

Restina af lækkun þess, skýrist af í bland brottflutningi fólks og því að fólki í námi hefur fjölgað töluvert. Með öðrum orðum, það fækkaði á vinnumarkaði. Ég man einungis eftir einni vinnuskapandi aðgerð - eitt sumarið fékk fólk skattaafslátt til þess að kaupa verktakavinnu til að laga til heima hjá sér.

 


Niðurstaða

Ríkisstj. gerði í reynd mjög lítið til þess að skapa störf. Þvert á móti gerði hún mun meir til þess, að eyða störfum - sem atvinnulífið var að skapa. Með því að auka flækjustig skattkerfis sem eykur kostnað þeirra, þíðir að þau geta haldið færri við vinnu. Að auki, hefur mikið verið aukið á ríkiseftirlit sem þíðir aukna skriffinnsku, sem einnig þíðir aukinn kostnað. Og því færri störf. Ekki má gleyma hækkun skatta á atvinnulíf, sem einnig eykur kostnað þess og leiðir til færri starfa.

Mér sýnist ríkisstjórnin ef miðað er við þennan lista ætli sér að eigna sér meintan árangur, sem verður að segjast - að er ekki fyrir hennar tilverknað.

Flest af þessu, gerðist án þess að hún kæmi nokkuð nálægt. 

 

Kv.


Mario Soares vill að Portúgal lýsi sig einhliða gjaldþrota - Grikkland mælist í verðhjöðnun!

Best að nefna fyrst hver Mario Soares er. En hann er enginn annar en fyrsti forsætisráðherra landsins eftir að ríkisstjórn Salasar einræðisherra var steypt af stóli. Það er í gegnum millibilsástandið árin 1976-1978. Síðan aftur 1983-1985. Síðan forseti Portúgals frá 1986-1996.

Í portúgölsku samhengi er hann því mjög stórt nafn - - þess vegna vekur athygli þegar hann segir eftirfarandi í útvarpsviðtali sl. föstudag.

Euro-agony grinds on

"Soares called last week for the country to rally to "bring down the government" and fight the austerity policies of the Troika. The government had become a puppet of the eurozone, he claimed."

""In their eagerness to do the bidding of (German Chancellor) Angela Merkel, they have sold everything and ruined this country. In two years this government has destroyed Portugal," he said. "Portugal will never be able to pay its debts, however much it impoverishes itself. If you can't pay, the only solution is not to pay.""

Ég get vart skilið orð hans á annan hátt, en hann sé að hvetja almenning til að rísa upp. Og gera nýja byltingu - væntanlega í anda þeirrar friðsömu byltingar er hann sjálfur fór í fylkingarbrjósti fyrir er stjórn Salasars var endanlega steypt. Án nokkurra blóðsúthellinga.

Troika to assess Portugal’s austerity plans

Í frétt FT er einnig vitnað í orð Souares. En þeir segja frá því að Þríeykið eða Þrenningin sé komin til Portúgals. Til þess að meta stöðu björgunaráætlunarinnar, eftir að Stjórnlagadómstóll landsins felldi hluta af sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar fyrir skömmu síðan.

En ríkisstjórnin telur sig hafa fundið nýjar sparnaðarleiðir - og væntanlega stendur til að þær leiðir séu teknar út.

Um helgina fékk Portúgal formlegt samþykki aðildarlanda evrusvæðis fyrir 7 ára lengingu lána Portúgals. En það kemur til vegna þess - hve erfið greiðslubyrði landsins er.

Að talið var hætt við því að ekki myndi takast að koma landinu af spenanum, inn á fjármögnun skv. eigin útgáfum skuldabréfa eingöngu frá og með miðju nk. ári.

En þrátt fyrir mikinn vilja forsætisráðherrans um að beita niðurskurðarhnífnum, hefur reynst erfitt að ná markmiðum um minnkun hallarekstrar ríkisins - því að hagkerfið dregst saman stöðugt ívið meir en áætlanir hafa ráðgert. Ekki samt eins mikið og hefur verið á Grikklandi. 

-------------------------------

Eins og sést af þessu eru landsmenn í Portúgal orðnir mjög þreyttir á niðurskurði og stöðugt lækkandi lífskjörum.

Skuldirnar eru eftir allt saman - fjallháar. En heildarskuldir svipaðar og heildarskuldir Íslands, þ.e. miðað við hlutfall þjóðarframleiðslu. En ríkið ívið meira skuldsett. 

Verður áhugavert að fylgjast með því - hvað gerist nú eftir að Souares hvetur nú til æsinga gegn ríkisstjórninni, eins og hann forðum daga fór fyrir andstöðunni gegn Salasar og endanum hafði betur.

 

Grikkland í verðhjöðnun!

Deflation takes hold in Greece

Þar var alltaf reiknað með þessu - en verðbólga hefur verið einna hæst á evrusvæði í Grikklandi seinni ár. Og verið ofan við meðaltal evrusvæðis alla leið inn í kreppuna. En nú loks eru verulegar launalækkanir sem loks hófust á sl. ári að skila sér. Í lækkun verða fyrir þjónustu t.d. og í verslunum. Síðan er að sjálfsögðu atvinnuleysið farið að hafa lækkandi áhrif á eignaverð.

En þ.e. líklegt að eignaverð eigi mikla lækkun inni - - svo ég persónulega efa að verðhjöðnun nú er hún loks er hafin; hætti innan nokkurra mánaða - eins og bjartsýnir starfsm. ríkisstj. Grikkl. halda fram.

Greece secures deal on €2.8bn aid tranche

Greece on Track to Receive Next Aid Tranche

Grikkland hefur fengið stimpil "Þrenningarinnar" um það að vera að fylgja björgunarprógramminu. Skv. samkomulagi við Þrenninguna, þá skal ríkið fækka starfsmönnum um 4.000 þetta ár, en 11.000 á næsta ári.

Ég velti samt fyrir mér hvernig grísk stjv. ætla að ná þessu fram. En hluti af samkomulaginu er að 25.000 starfsm. ríkisins fari á 75% laun - eiginlega nánast "biðlaun" þ.s. ekki sé eftirspurn eftir þeirra vinnu.

En  í stjórnarskrá Grikklands er ákvæði sem bannar brottrekstur ríkisstarfsmanns - nema fyrir það eitt, að hafa brotið af sér í starfi.

Article 103

4. Civil servants holding posts provided by law shall be permanent so long as these posts exist. Their salaries shall evolve in accordance with the provisions of the law; with the exception of those retiring upon attainment of the age limit or when dismissed by court judgement, civil servants may not be transferred without an opinion or lowered in rank or dismissed without a decision of a service council consisting of at least two-thirds of permanent civil servants.

Hugmyndin að baki því ákvæði hafi verið að tryggja að ekki væri unnt að reka ríkisstarfsmenn af pólitískum ástæðum - - en þetta geri í dag nær ómögulegt fyrir gríska ríkið að minnka kostnað ríkisins af starfsmannahaldi.

Þeir ráða ekki ef einhver hættir - draga úr kaupum á þjónustu af atvinnulífinu. En ef starfsmanni er sagt upp, má reikna með því að hann klagi ríkið fyrir grískum dómstólum. 

Spurning hvernig Hæstiréttur Grikkland myndi dæma í slíku máli. Miðað við þann rétt sem starfsmenn virðast hafa fyrir tilstuðlan ákvæðis grísku stjórnarskrárinnar.

---------------------------

Svo ég velti fyrir mér hvernig gríska ríkið ætlar að mæta kröfu Þrenningarinnar um uppsögn allra þessara ríkisstarfsmanna - virðist blasa við að gríska ríkið lendi í vanda með sína dómstóla eins og portúgalska ríkið.

Nema gríska ríkisstjórnin fari í það erfiða mál að breyta þessu ákvæði stjórnarskrárinnar.

Glimmers of hope for Greek recovery

Áhugavert er að nýjar tölur sýna 8000 flr. störf verða til í mars, en á sama tíma viðurkennir Samaras forsætisráðherra. Að samdráttur í ár verði sennilega nær 5% en 4,5% sem spáð er af stofnunum ESB.

Þarna er í gangi líklega það, að starfsmönnum hefur verið sagt upp einn mánuðinn - en nýr ráðningarsamningur tekur gildi þann næsta. En á óhagstæðari kjörum.

En skv. fréttinni, hefur mikið verið um það síðan á sl. ári, að starfsmenn fyrirtækja hafa sætt sig við að allir séu formlega reknir - en síðan endurráðnir skv. nýjum samningi. Að sjálfsögðu með lakari laun og réttindi en áður. Auk þess, að samningar eru "persónulegir" þ.e. við hvern og einn í stað þess að vera á vegum verkalýðsfélaganna.

Með öðrum orðum, verið er að brjóta á bak aftur grísk verkalýðsfélög.

Það þíðir einnig að sveigjanleiki vinnumarkaðar er að aukast - en væntanlega þíðir þetta að nú er unnt að segja fólki upp án fyrirvara. Og án launagreiðsla eftir uppsögn.

----------------------------

Áhugavert í þessu samhengi - að það skuli vera helsti draumur ASÍ að ganga í ESB.

Greeks See Ray of Hope in Tourist Bookings

  • Þarna eru fyrstu raunverulega - jákvæðu fréttirnar af Grikklandi að koma fram!

En skv. þessu er aukning framundan í ferðamennsku á Grikklandi í ár, sést af aukningu bókana. 

Lækkun launa sé farin að skila sér í lægri tilboðum ferðaskrifstofa t.d. á gistingu, og það sé að skila sér nú þegar í líklegri aukningu ferðamanna þetta ár.

Þetta er það fyrsta sem ég sé, sem hægt er að kalla "raunverulega aukningu" á einhverju.

Svo að í sumar, verður líklega til einhver fjöldi nýrra starfa í ferðaþjónustu!

Ef þetta stenst - getur verið að hylli undan lok samdráttarskeiðs í Grikklandi.

Sennilega þarf þó meira til en þessa aukningu þetta ár - til að snúa hagkerfinu við. En kannski á næsta ári verður samdráttur enn minni en í ár, ef sá reynist minni í ár en sl. ár. Smám saman rétti skútan sig við - þó með þessu áframhaldi sé erfitt að sjá mikla greiðslugetu myndast af erlendum skuldum.

En þ.e. bót mála ef störf í einhverju öðru eru farin að myndast, í stað þeirra sem eru enn að tapast í öðrum greinum. Þá kannski hættir eða a.m.k. hægir á aukningu atvinnuleysis.

Þó kannski sé það ekki draumur Grikkja að starfa við ferðamennsku - sem verður að segjast að líklega felur ekki í sér hálaunaða vinnu.

En vinna er þó betra en engin vinna, sérstaklega í ástandi þ.s. bætur til atvinnulausra hafa verið skertar oftar en einu sinni, og þær að auki klárast á innan við ári. Án þess að unnt sé að treysta því að eitthvað annað taki við. Margir hafi einfaldlega ekkert.

----------------------------

Þetta getur verið framtíð Grikklands - fátækt ferðamannaland.

 

Niðurstaða

Grikkland hefur ekki mikið verið í fréttum. En þar malla mál áfram. 

  • Það er algengur misskilningur að helmingur skulda Grikklands hafi verið skorinn af!

Hið rétta er að skuldir í eigu einkaaðila voru lækkaðar og það verulega. Í staðinn komu svo frekari neyðarlán. Svo nettó staðan er í reynd - að Grikkland er ekki minna skuldugt í dag þrátt fyrir tvær afskriftir.

Á hinn bóginn er það minna skuldugt eftir þær afskriftir en það annars væri án þeirra. En skuldastaða milli 160-170% er mjög líklega ekki sjálfbær.

  • Góðu fréttirnar með aukningu ferðamennsku - eru þó raunverulegur lítill sólargeisli í drunganum.

Duga örugglega ekki til að gera skuldastöðuna sjálfbæra. Það virðist alveg ljóst, að miklu meir þarf að afskrifa.

Örugglega a.m.k. helming núverandi skulda. Grunar mig.

---------------------------------

Að Mario Souares skuli hvetja til byltingar í Portúgal - getur þítt að einhver atburðarás sé framundan í því landi. En ríkisstjórnin þar hefur sannarlega staðið sig "vel" frá sjónarhóli Angelu Merkel og Þrenningarinnar þ.e. forsætisráðherrann hefur verð mjög viljugur til að beita niðurskurðarhnífnum.

Og fengið á móti lof og mild orð frá t.d. Angelu Merkel, og kurteis viðbrögð þýskra stjórnmálamanna. Sem oftar eru mjög gagnrýnir á S-Evrópu.

Óhætt er að segja - að aðgerðir ríkisstjórnar Portúgals njóta miklu minna stuðnings heima fyrir.

 

Kv.


Atvinnusköpun eða umhverfisvernd!

Það hafa nú komið fram tvær áhugaverðar kannanir, keyptar af Landvernd:

  1. 43% á móti Bjarnarflagsvirkjun
  2. Andvíg byggingu fleiri álvera

Sú fyrri er ca. mánaðargömul, en sú seinni var kynnt í útvarpinu í hádeginu í dag.

Skoðum hlutfall svarenda, í fyrri könnuninni er þátttaka úrtaks 59,4% - í þeirri síðari einnig 59,4%.

Afstaða svarenda í fyrri könnuninni er 43% gegn virkjun en 30% á móti. Sú á að veita kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík orku.

Í þeirri síðari 51,3 andvíg frekari álverum en 30% hlynnt þeim.

Kort af Mývatni og Bjarnarflagi!

  • Landvernd er að heimta nýtt umhverfismat, sem mun a.m.k. seinka kísiliðju á Bakka um 2 ár að líkindum. 
  • Því miður þekki ég ekki hvaða meint eða raunveruleg hætta, stafar af Bjarnarflagsvirkjun - en bendi á mynd að neðan, að þ.e. ekki beint svo að svæðið sé ósnert. Þar er lítil virkjun fyrir.

Svo er hús með aðstöðu fyrir jarðböð, sem túristar geta notfært sér. Á öðrum stað innan marka háhitasvæðisins kennt við Bjarnarflag - sjá neðri myndina.

Ekki klár á því hvert afl litlu virkjunarinnar sem er þegar til staðar á svæðinu er, en líklega er fyrirhuguð Bjarnarflagsvirkjun upp á 45-90 megavött verulega mikið öflugari.

  • Ég hef ekki beint séð útskýringu á því - akkúrat hvað menn óttast.
  • En miklu stærri virkjun þíðir auðvitað flr. borholur - spurning hvort menn óttast samt fremur mengun af afgangsvatni virkjunarinnar

En eitthvert þarf afgangsvatnið að fara, sem líklega er miklu meira að umfangi heldur en íbúar á svæðinu geta nýtt sér. Og slæmt væri örugglega að láta það fara beint út í náttúruna.

Spurning hvort það geti ekki legið - tækifæri í því afgangsvatni?

En Bláa Lónið er nýtir afgangsvatn frá gufuvirkjun á Reykjanesi. Stækka aðstöðuna sem býður upp á jarðböð við Bjarnarflag kannski margfalt, vera með sundlaug einnig - og kannski einnig laug svipaðri þeirri sem er við Bláa Lónið.

  • Það getur einnig verið, að ótti sé við loftmengun - - ef gufu er hleypt út í andrúmsloftið frá borholum eða virkjuninni sjálfri - - en hún getur innihaldið t.d. brennistein.

Sjálfsagt þarf að gæta þess að ekki sé verið að hleypa magni af gufum út í loftið svo nærri þetta viðkvæmu vistkerfi sem Mývatn er. Brennisteinsmengun gæti vissulega skaðað lífkerfi Mývatns.

Svæðið nærri Mývatni - eins og sést á myndum samt nokkurn spöl frá. Nægilega nærri þó, til þess að skaði sé sannarlega hugsanlegur. Ég er alls ekki að segja að Landvernd hafi augljóst rangt fyrir sér.

Það þarf að fara gætilega í þessa uppbyggingu. En í henni á sama tíma geta legið mikil tækifæri fyrir Húsavíkur og Mývatnssvæðið. Rétt að halda því einnig til haga.


Varðandi álversumræðuna, þá er vert að halda til haga að Ísland er í skuldakreppu þessi árin!

Ein leið til þess að hún lýði hjá fyrr en frekar seinna - - er að hrinda í verk erlent fjármögnuðum stórverkefnum, sem dæla erlendu fé inn í hagkerfið.

Sannarlega var verkefnið í tengslum við Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa við Reyðarfjörð; rangt tímasett - þ.e. miðað við hagsveifluna á Íslandi þau ár. Getur hafa átt þátt í þróun til bóluhagkerfis.

Á hinn bóginn, þá er Ísland nú statt í öldudal - þar að auki í mesta skuldavanda Íslandssögunnar.

Það er alveg augljóst, að erlent fé getur flýtt fyrir því að landið losni úr kröggum sem liggja einkum í erlendum gjaldeyrisskuldum.

Að flýta fyrir því að sá vandi taki enda í fyrri lestinni frekar en þeirri seinni; þíðir að lífskjör almennings geta rétt við kútnum fyrr frekar en seinna.

-------------------------------

Tek fram, að líklega getum við náð okkur upp án slíkra framkvæmda - en þá í tímaramma er verður eitthvað lengri.

Kröfur um bætt lífskjör verða þá frústreðaðar eitthvað lengur - en í hinni sviðsmyndinni.

Spurning um valkosti!

  • Því má einnig bæta við - - að álver er ekki það eina sem unnt er að gera.
  • Má benda á kísilmálmverksmiðjuna sem stendur til að reisa við Bakka. 
  • Svo má vera að menn séu andvígir verksmiðjum yfirleitt.

Þá eru einnig til staðar möguleikar; eins og frekari uppbygging fiskeldis í fjörðum, firðir fyrir Austan og Vestan eru einna helst ákjósanlegir fyrir slíka uppbyggingu.

Að auki má nefna, að það eru tækifæri tengd landbúnaði - - sbr. frekari loðdýrarækt, en ekki síst - uppbygging í ilrækt.

Ilrækt er alveg raunhæfur kostur, en þá er einnig verið að tala um að nýta jarðvarma, en með örlítið öðrum hætti þ.e. ekki endilega "háhita."

Hugmyndir, að slík ræktun fái orkuna á svipuðu verði og álver - eða ekki miklu hærra; þá sé grundvöllur fyrir mikilli aukningu slíkrar starfsemi. Ég á við, að þetta geti orðið að stóriðju.

 

Ég hafna alls ekki því að gera eitthvað annað en álver - - en má ekki gera þetta allt saman?

  1. Eitt álver til viðbótar - að álverið við Helguvík verði klárað. Líklega síðasta álverið.
  2. Húsavík fær kísilmálmverksmiðjuna, sennilega í stað álversins sem norðanmenn hafa verið að heimta. Í tengslum við gufuvirkjun unnt að byggja aðstöðu við Bjarnarflag sambærilega við Bláa Lónið.
  3. Auk þess sem ég hef ekki enn nefnt, er unnt að hefja framleiðslu á hlutum úr áli - nýta álið sem hér er hvort sem er, til þess að auka útflutningsverðmæti áls. Þá hugsa ég iðnsvæði í grennd við alver Alcoa sennilega innan sömu girðingar nýtir sömu höfn, einnig svipað við Hafnarfjörð og síðan í Hvalfirði. Ef Álverið við Helguvík verður klárað, þá sé þar einnig svipað iðnaðarsvæði - sem framleiðir frekari verðmæti úr álinu sem álverið framleiðir.
  4. Stórfellt aukin ylrækt þ.s. ylræktendur fá svipað verð fyrir orkuna og álverin, að auki nýta varma úr jörðu - afurðir til útflutnings héðan.
  5. Aukin loðdýrarækt.
  6. Aukið fiskeldi.
  7. Sem ég hef ekki enn nefnt, hátækni-iðnaður einkum í Reykjavík og nágrenni, byggður upp í tengslum við háskólasamfélagið í Reykjavík. Akureyri getur hugsanlega gert eitthvað svipað.
  • Viljandi hef ekki haft hugsanlega olíu fyrir Norðan land á þessum lista.
  • Sama um hugsanlegar risahafnir.

Það eru draumar sem við ráðum ekki beint hvort munu eiga sér stað. Atriðin 1-7 aftur á móti eru allt framkvæmanleg atriði, sem við ráðum að stærstum hluta hvort munu eiga sér stað eða ekki.

Það sem ég er að tala um, er að með því að auka framtíðar gjaldeyristekjur landsmanna.

Getum við samið við þá sem eiga okkar gjaldeyrisskuldir, um að framlengja þau lán og lækka vexti.

Því með ofangreindri tekjuaukningu þá lækkar áhættan - fyrir þá aðila sem eiga þau lán.

--------------------------------

Þannig lækkar greiðslubyrðin samtímis því að gjaldeyristekjurnar hækka.

Og þar með unnt, að hífa verulega upp lífskjör.

Hækka bætur til aldraðra - til öryrkja - atvinnuleysis.

Minnka atvinnuleysi - hækka laun almennt.

Uppgangur leiðir til hækkaðs fasteignaverð á ný - svo hratt batnar eigna vs. skuldahlutfall húsnæðiseigenda, fyrir utan að til stendur að þeir fái eina leiðréttingu.

  • Fræðilega er unnt að sleppa viðbótar álveri úr þessum lista - ef andstaða er of mikil.
  • Það kannski hefur ekki nein úrslitaáhrif - þ.e. þau ár sem bætast við, að það taki lengri tíma að koma okkar lífskjörum í samt lag á ný, verða kannski ekki svo mörg.

 

Niðurstaða

Framsóknarflokkurinn er ekki sami flokkurinn er var við völd þegar Davíð Oddson of Finnur Ingólfs réðu, heldur eftir að hafa farið á sl. áratug mjög langt niður, ráða þar ríkjum mun hófsamari öfl en áður.

Hófsamari í þeim skilningi, að þetta er miðjufólk ekki hægri sinnað. Flokkurinn er þó aftur orðinn þjóðernissinnaður, en þó í hófsömum skilningi.

Ef á ég að líkja Framsóknarflokknum við einhvern erlendan stjórnmálaflokk, væri það einna helst Demókrataflokkurinn bandaríski en - ekki evrópskir krataflokkar. Þó ekki vinstrisinnaðir demókratar.

Það er það sem ég vill árétta - að Framsókn hefur leitað inn á miðjuna á ný

Ég held að það einnig sjáist á fylginu. Að Framsókn er að höfða til millistéttarinnar á landinu.

-----------------------------

Þegar ég segi hófsamari - á það einnig við um "uppbyggingarstefnuna." Hún er einnig hófsamari, hún var dálítið hrokafull undir Halldóri. Það var "keyrt yfir andstöðuna" í stað þess að ræða málin og útskýra. Meðan að í dag er líklegar að Framsókn muni verja miklu púðri í að útskýra sína afstöðu, til að afla henni fylgis - helst víðtæka samstöðu.

Sé því til í að ræða málin opinskátt við þá hópa, sem hafa efasemdir um tiltekin atriði stefnunnar.

Ég á von á því að tekið verði tillit til vel rökstuddra mótbára, ekki endilega þannig að verkefnin fari ekki samt áfram - heldur að þau verði aðlöguð, lagfærð - dregið úr skaðsemi þeirra eftir megni. Hönnun sniðin að því, að fela mannvirki sem mest. Gera þau falleg jafnvel.

Framsókn ætlar sér eftir allt saman ekki að endurtaka það tímabil, þegar flokkurinn hafði lítið fylgi.

Að fylgja hinum breiða hópi kjósenda er lykillinn að framtíð flokksins.

Þá vil ég meina að sjónarmið uppbyggingar og verndar geti mæst í miðjunni.

----------------------

Ps: Fékk ábendingu að virkjun við Þeystareiki eða Kröflu. Sé líklega skárri út frá verndun Mývatns.

Bæti þessi við.

 

Kv.


Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Kína funduðu um N-Kóreu!

John Kerry, eins og margir sjálfsagt muna að er fyrrum forsetaframbjóðandi, nú utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stað frú Clinton, fundaði á laugardag með ríkisstjórn Kína og ræddi við Yang Jiechi sem titlaður er í frétt Reuters "State Councilor."

  • Samkvæmt viðbrögðum Kína undanfarna daga, virðist ríkisstjórn Kína vera nóg boðið vegna hegðunar Kim Jong-Un.
  • En þó fræðilega geti Kína lokað á N-Kóreu, þá má vera að Kína sé einnig í smá vandræðum með málið.
  • En Kína vill ekki að N-Kórea hrynji stjórnlaust saman, og milljónir N-Kóreubúa flýi yfir Yalu fljótið. 
  • Spurning hvað Kína verður til í að bjóða valdaklíkunni þar í formi valkosta á næstunni.
--------------------------------------------

U.S. says agrees with China on peaceful North Korea solution

Yang Jiechi - "We maintain that the issue should be handled and resolved peacefully through dialogue and consultation. To properly address the Korea nuclear issue serves the common interests of all parties. It is also the shared responsibility of all parties,"

"China will work with other relevant parties, including the United States, to play a constructive role in promoting the six-party talks and balanced implementation of the goals set out in the September 19 joint statement of 2005."

--------------------------------------------

Best að halda til haga að samkomulagið sem Yang nefnir, gerði ráð fyrir því að N-Kórea myndi loka kjarnorkuverum sínum fyrir fullt og allt.

Að auki, að N-Kórea væri án kjarnavopna - sem og eldflauga af því tagi sem geta flutt slík vopn.

  • Þó hann tali um "viðræður" þá grunar mig, að þegar hann ræðir þessi mál við kollega sína í N-Kóreu, þá geti verið að hann verði ívið minna kurteis.

En  Kim Jong-Un hefur sagt nýlega, að kjarnavopnin væru "non negotiable" og landið ætlaði að reka kjarnorkuver, svo unnt væri að viðhalda þeim vopnabúnaði.

Sjálfsagt vill Kína, að N-Kórea taki upp svipaða efnahagsþróunarstefnu og Kína sjálft.

En elítan af N-Kóreu hingað til hefur ekki haft nokkurn áhuga á því, þvert á móti valið að svelta eigið fólk meðan hún sjálf lifir í vellystingum og viðheldur fjölmennum her.

Þróar kjarnavopn og eldflaugar í stað þess að þróa landið.

N-Kóreska elítan er ef til vill ekki algerlega án - samningsstöðu. Vegna þess, að hún er til í að láta almenning svelta - en ef Kína þrengir að landinu, hefði það líklega fyrst og fremst þau áhrif.

Ekki víst að það myndi hindra N-kóresku elítuna við það verk, að halda kjarnavopnum sínum til streitu.

  • Málið getur verið meira í þá átt, að múta liðinu.
  • Kjarnavopnin eru líklega, til þess að tryggja þeim sjálfum persónulega öryggi.
  • Kína gæti fræðilega, veitt tryggingar.
  • En þ.e. þó ekki víst að þau myndu vera til í að vera gestir kínv. stjórnvalda, til lífstíðar.
  • Eða leyfa kínv. hef að vera innan landamæranna.

Það getur því verið að svigrúm Kína til að hafa áhrif á hegðan N-Kóreu, sé minna en virst getur verið við fyrstu sín.

En líklega getur Kína, hótað viðskiptabanni af sinni hálfu - ef Kína er til í að taka þá áhættu, að N-Kórea geti hrunið saman.

Klárt eru þeir einnig frústreðaðir, en á sama tíma er óljóst - hvort þeir eru til í að beita nægilega miklum þrýstingi.

En leiðin að múta N-Kóreu, sýnir sagan - að einungis virkar í skamman tíma. N-Kórea vill síðan alltaf aftur nýjar mútur. Tekur upp gömlu ósiðina.

 

Niðurstaða

Í reynd þarf að binda enda á N-Kóreu. Örugglega þess virði þó það kosti milljón manns. En N-kóreönsk stjv. eiga örugglega eftir að drepa milljón af eigin landsmönnum. Ef þau halda áfram. Einungis spurning um tíma. Ég efa að það sé manneskjulegra í reynd, að íta ekki það duglega við N-Kóreu að hún falli saman.

En þó svo að kínv. stjv. séu mjög bersýnilega frústreðuð. Hafa þau hingað til alltaf verið varfærin. 

Kína virðist ætla að íta á málið í gegnum áhrif sín á N-Kóreu. En mig grunar að niðurstaðan verði í þetta sinn eins og áður, að N-Kórea fái mútur. En mér virðist þó að Bandar. ætli ekki að borga þær í þetta sinn. Og sennilega ekki heldur S-Kórea. Svo líklega komi það í hlut Kína að þessu sinni.

Kom Jong-un fái múturnar sem hann vill, svo hann sé til í að hætta vitleysunni í þetta sinn.

Kína sé í reynd ekki til í að taka þá áhættu, að enda vitleysuna eitt skipti fyrir öll. För Kerry hafi haft það markmið að segja Kínverjum, að N-Kórea væri þeirra vandamál að leysa. Bandar. stjv. væru hætt að taka þátt í leikriti N-Kóreu.

 

Kv.


Bjarni Ben er áfram!

Þetta er að koma fram núna! Það er framboðsfundur í gangi í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Og það er haft eftir BB að ekki komi annað til greina fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn - en að hann haldi áfram.

Bjarni heldur áfram sem formaður

"Ég vil vinna fyrir þjóðina. Ég vil gera þessari þjóð gagn,“

"Bjarni sagði að hann væri þakklátur sjálfstæðismönnum að hafa gefa sér svigrúm til að íhuga sína stöðu. Hann sagðist hafa fengið mikil viðbrögð við viðtalinu á RÚV. Viðbrögðin við viðtalinu hefðu komið sér á ávart. Hann hefði fengið mikla hvatningu frá flokksmönnum og einnig fólki sem stæði utan flokksins."

-----------------------------------------

Í gær velti ég fyrir mér hver tilgangur BB hefði verið með yfirlísingu sinni sl. fimmtudag:

Ég velti upp tveim sviðsmyndum:

  1. Hann væri raunverulega að íhuga að hætta. Myndi tala við sína nánustu vini og fjölskyldu.
  2. Hitt væri, að með þessu útspili ætli BB að leitast við að kalla fram á yfirborðið þann stuðning sem hann enn telur sig hafa innan flokksins - - með öðrum orðum; yfirlýsingin sé tilraun til að breyta umræðunni!
Þetta virðist vera málið - þjappa flokknum utam um sjálfan sig!

 

Greinilega tilraun til að breyta umræðunni!

Undanfarnar vikur hefur umræðan verið ákaflega gagnrýnin á BB og Sjálfstæðisflokkinn. Eftir að hann sagðis vera að íhuga afsögn. Hefur hver stuðningsmaðurinn komið fram eftir öðrum - til að kalla á Sjálfstæðismenn að snúa bökum saman um leiðtoga sinn.

Ekki síst félag aldraðra Sjálfstæðismanna hvatti hann að vera.

Félag Ungra Sjálfsstæðismanna gerði það hið sama, benti á að hann hefði tvisvar unnið sigur í formannskjöri, og væri réttkjörinn formaður.

Í fréttaviðtali - bar varaformaður Sjálfstæðisflokks, af sér allar sakir um að hafa staðið að baki umdeildri skoðanakönnun þ.s. Hanna Birna var sögð líklegri til að leiða Sjálfstæðisfl. til sigurs.

Hún sagðist ekki hafa boðið sig fram sem varaformann ef hún styddi ekki formanninn.

Það hefur verið nokkur umræða á netinu meðal sjálfstæðismanna - um meinta ómaklega aðför að BB.

 

Þetta hefur þá verið hönnuð atburðarás af BB sjálfum!

Ég á ekki von á því að hann hafi sjálfur fjármagnað könnunina umdeildu - heldur að atburðarásin frá fimmtudagskvöldi hefur snúist um það, að safna liði Sjálfstæðismanna utan um hann sjálfan.

  • Svara framkomu könnunarinnar, með því að láta reyna á styrk formannsins.
  • Ákall eftir stuðningsyfirlýsingum.
  • Eins og ríkisstjórnir í sumum ríkjum Evrópu með tæpan meirihluta, hafa stöku sinnum óskað sjálfar eftir "stuðningsyfirlýsingu þingsins" með hótun um afsögn ef þær fá hana ekki.
  • Þetta er alvanalegt í þeim ríkjum þ.s. minnihlutastjórnir eru normið.
  • Það má alveg eins kalla - tal BB um afsögn sem "hótun." 

-------------------------------

Áhættan var auðvitað sú - að ef hann fengi ekki nægilega svörun flokksmanna um stuðning.

Þá yrði hann að hætta.

Þetta sé þannig séð - örvæntingarfullt lokaútspil!

En þ.e. auðvitað tvíeggjað að hætta tveim vikum fyrir kosningar. En það hefði getað verið að við það gysu upp enn meiri deilur upp á yfirborðið. Þ.e. stuðningsmenn BB muni ílla sætta sig við hvernig fór. Og flokkurinn fari mjög bersýnilega klofinn í  herðar niður í gegmum restina af kosningabaráttunni.

Punktur sem Hanna Birna sjálf nefndi!

 

Niðurstaða

Gott og vel. Bjarni Ben ætlar ekki að hætta. Hann virðist ætla að veðja á það - að honum hafi tekist með þessu litla leikriti sem hófst sl. fimmtudagskvöld að sameina flokkinn utan um formanninn.

Hvað segja lesendur - - kemur plottið til með að virka?

Munu allt í einu kjósendur flykkjast til baka?

Umræðan um "veikan formann" og "veikann flokk" hætta?

Eða mun plottið misheppnast, og skoðanakannanir fljótlega sýna að svo sé?

 

Kv.


Fjármögnunarþörf Kýpur er nú áætluð 23ma. evra eða 128% af þjóðarframleiðslu!

Best að taka strax fram. Að ekki er verið að ræða um það að Kýpur fái stærra lán en áður. Heldur heldur er þess krafist að Kýpur finni 6ma.€ til viðbótar, ofan á 7,5ma.€ sem Kýpur hafði áður fundið í púkkið.

Þetta er verulega þung byrði fyrir land með þjóðarframleiðslu upp á 18ma.€.

Sem þegar fyrir skuldaði um 90% af þjóðarframleiðslu.

Framlag Kýpur á þá að vera 13ma.€ eða kringum 70% af þjóðarframleiðslu.

Til að fá á móti 10ma.€ að láni! Eða 60% af þjóðarframleiðslu.

Cyprus bailout cost surges to €23bn

EU ministers to tackle Cyprus fallout, banking union at Dublin talks

 

Þessu er líklega stærstum hluta náð fram með því að ganga á það sem til er í föllnu bönkunum tveim!

Það munar samt um að afskrifa svo mikið fé til viðbótar - þ.e. kannski þess vegna sem kýpverski Seðlabankinn hefur enn ekki opnað aðgang að nema rúmlega 10% af fjármagni á innistæðum.

En þetta stækkar enn spurningamerkið sem ég hef verið með uppi varðandi það!

Hvaða hlutfall munu innistæðueigendur fá greitt - - af svokölluðum tryggðum innistæðum?

Alveg síðan fall kýpv. bankanna átti sér stað - - hefur mig grunað sterklega að meira að segja "tryggðar innistæður" muni einungis fá hlutfall útgreitt, fyrir rest.

 

Annað er að Kýpur þarf að selja 2/3 af gullforðanum sínum!

Cyprus to sell €400m of gold as bail-out costs nearly double

If Cyprus can sell gold to help bailout, why not others?

Salan til að losa 400 milljónir €. Fer í hítina sem Kýpur er að leitast við að fjármagna.

Galli við þessa sölu, er að þægilegra væri að eiga gullforðann - þegar eða ef Kýpur tekur aftur upp Kýpur-pundið. 

Þó það sé ekki alger forsenda.

------------------------

Sumir eru að velta fyrir sér hvort fleiri ríki verði knúin til að selja gullforðann sinn, t.d. Portúgal.

Sem akkúrat er í klemmu, vegna ca. 1,5ma.€ sparnaðar sem Stjórnlagadómstóll landsins ógilti. Ríkisstjórnin þarf að finna einhverja aðra peninga eða sparnað í staðinn.

Akkúrat núna er því björgun Portúgals í nokkrum vandræðum - "Portugal holds 382.5 tonnes of gold, worth some 14.76bn. at current prices, in its reserves..."

Sala hluta forðans gæti því vel dekkað hin óvæntu vandræði ríkisstj. Portúgals.

Vegna þessara vangavelta lækkaði gullverð nokkuð skilst mér af fréttum.

 

Að lokum - Spánn hefur viðurkennt að hallinn á sl. ári var mun meiri en spáð var!

Spain admits wide miss of deficit target

Ríkisstjórn Rajoy hefur loks viðurkennt halla í kringum 6%. 

Þó þessi tala sé enn - áætlun. Ekki lokatala.

Framkvæmdastjórn ESB spáir 6,7% halla fyrir sl. ár - - og hingað til hefur hún ekki verið sek um að "vanáætla" hallarekstur ríkja í vanda.

Þvert á móti, hefur vanáætlun á þeim bæ verið hin vanalega útkoma í núverandi evrukreppu.

  • Það myndi ekki koma mér sérdeilis á óvart, að hallinn reynist vera 7% eins og hann var árið á undan.
  • Þannig að fórnirnar miklu við það verk, að ná niður hallarekstri ríkisins á Spáni með mjög óvinsælum niðurskurðaraðgerðum, sem Rajoy fékk fyrir lof frá aðildarríkjunum og Seðlabanka Evrópu.
  • Verði unnar fyrir gíg.
  • Sem muni augljóslega verða mikið áfall fyrir stefnuna!

------------------------

Ef það yrði niðurstaðan, finnst mér fjarskalega líklegt að nær ómögulegt verði þaðan í frá fyrir ríkisstjórn Mariano Rajoy að halda sig áfram við "austerity."

En þegar fórnirnar verða til einskis, verði ekki unnt að ná fram pólit. samstöðu um þær.

Ef það verður niðurstaðan, verður forvitnilegt að sjá hvernig það mun spila sig á mörkuðum þ.e. vaxtakröfu Spánar.

En þá verður algerlega ljóst - að stöðug aukning skulda Spánar verði ekki stöðvuð í náinni framtíð.

 

Niðurstaða

Þó að evrukrísan fari ekki eins hátt í fjölmiðlum og fyrir nettu ári. Þá eigi að síður mallar hún stöðugt áfram. Skuldir aðildarríkjanna vaxa og eru meiri í dag en fyrir ári. Hallarekstur ríkissjóða virðist óleysanlegur. Á sama tíma bendir afskaplega fátt til þess að efnahagslegur viðsnúningur sé í kortunum á þessu ári. Kannski ekki heldur því næsta.

Mjög forvitnilegt að veita Kýpur athygli. Vegna þess að manni finnst Kýpur að mörgu leiti vera Ísland, ef Ísland hefði verið í evrunni er bankahrunið átti sér stað.

Samlíkingin er ekki fullkomin, við höfum meir að bíta og brenna en íbúar Kýpur þ.e. fisk og orkufrekar auðlindir. Þannig að okkar lífskjör hefðu líklega ekki sokkið alveg eins langt og kjör íbúa Kýpur líklega eiga eftir að gera. En ég er samt á því eigi að síður að Ísland hefði orðið greiðsluþrota og ég er alveg öruggur á því að það verður í tilviki Kýpur - nema 80% af skuldunum verði afskrifaðar. Sem örugglega verður ekki gert.

Á á því von á að Kýpur fari úr evrusamstarfinu. Get ekki tímasett þann atburð.


Kv.


Er fastgengisstefna möguleg á Íslandi?

Það var áberandi fyrirsögn á Fréttablaðinu í dag miðvikudag 10/4. "Engin þjóðarsátt næst með íslenskri krónu." En innihald fréttarinnar var það, að Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ - sagði sátt með fljótandi krónu ekki koma til greina. Heldur sagði hann þörf á að taka upp "fastgengisstefnu."

Að ASÍ væri tilbúið að ræða þjóðarsátt, á grundvelli fastgengis!

Einnig var vitnað í Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins, sem tók undir þá hugmynd um þjóðarsátt í samhengi við fastgengisstefnu.

Að auki vitnað í Vilhjálm Birgisson forseta Verkalýðsfélags Akraness, sem segir hækkun lægstu launa forsendu þjóðarsáttar.

 

Hvað þarf til að fastgengisstefna geti mögulega gengið upp?

  1. Laun þurfa að vera jafn sveigjanleg niður-á-við sem upp-á-við. 
  2. Þarf strangt aðhald að launahækkunum.
  3. Þarf mjög strangt eftirlit með stöðu - - gjaldeyrisvarasjóðs.
  4. Þarf mjög strangt eftirlit með stöðu - - viðskiptajöfnuðar.
  • Gylfi hefur hingað til talað um strangt aðhald hjá ríkinu - - og strangt aðhald að verðhækkunum.

Vandinn er sá - að aðhald að launahækkunum er ekki eitt og sér nóg.

Ekki heldur dugar til - þó bætt sé við í púkkið, aðhaldi að ríkisútgjöldum sem og útgj. sveitafélaga.

Þó það skipti einhverju máli hvaða gjaldmiðil er tengt við - er það ekki heldur nóg að velja réttan.

Því sá er aldrei alltaf - - réttur.

 

Vandi Íslands er að það er örríki!

Það er ástæða þess, hve erfitt er að viðhalda stöðugu gengi - en einnig af hverju fastgengi er mjög erfitt í framkvæmd.

Það myndi ekki bæta úr sök, að taka upp mjög kyrfilega niðurnjörvað form fastgengis kallað "myntráð."

En lausnin liggur ekki í að ganga sem kyrfilegast frá fastgenginu - svo að gengisfall sé útilokað.

Því það í reynd er ekki lausn þess vanda sem er orsök óstöðugleikans hér.

--------------------------------

  1. Málið er að Ísland flytur inn nærri allar neysluvörur!
  2. Það er ekki grundvöllur fyrir framleiðslu, nema á litlum hluta þess sem hér þarf að nýta, svo okkar þróaða hagkerfi geti starfað.
  • Af því leiðir - - > hér þarf alltaf að vera til staðar gjaldeyrissjóður.
  • Sem tryggir innflutning.

En sjóðurinn skapar traust eða tiltrú seljanda gagnvart okkur - svo þeir eru til í að hafa okkur í reikningsviðskiptum.

Með öðrum orðum - krefjast ekki staðgreiðslu.

Ef sjóðurinn klárast, þá bilar sú tiltrú - - og erlendir aðilar, fara að krefjast staðgreiðslu.

Við fundum fyrir þessu rétt eftir hrunið, þegar um í nokkra mánuði gekk ílla að leysa út vörur, verslanir áttu í erfiðleikum með að tryggja afhendingu á réttum tíma. Það skall þó blessunarlega ekki á vöruskortur - en sú útkoma getur átt sér stað ef skortur á gjaldeyri ágerist.

 

Við stöndum alltaf frammi fyrir erfiðum valkostum þegar við rekum fastgengisstefnu!

Valkostirnir hafa einfaldlega verið.

  1. Fella gengið - þ.e. falla frá fastgengisstefnunni, eða fella og tengja aftur.
  2. Eða, að taka upp innflutningshöft.
  • Málið er að við erum algerlega háð því að til staðar sé "lágmarksgjaldeyrissjóður."
  • Svo unnt sé að tryggja innflutning "grunnnauðsynja."

Gengi íslensku krónunnar er algerlega háð því að gjaldeyrisstaða landsins sé sæmilega traust.

Því ótraustari sem hún er, því lægra er gengið.

Og að auki, án lágmarks gjaldeyrissjóðs þarf gengið annað af tvennu; að falla eða innflutningshöft þarf að setja á.

 

Við þurfum að gæta að "debit" og "kredit"

Okkar vandræða-barn er gjaldeyrisjöfnuðurinn við útlönd.

Eða með öðrum orðum - tekjustaða landsins gagnvart útlöndum vs. verðmæti innfluttra vara og þjónustu.

Það er hann sem veldur - gengisósstöðugleika krónunnar, oftast nær.

Að auki - ef böndum er ekki komið á hann, getur engin tegund eða form af fastgengisstefnu gengið upp til lengdar.

Alveg sama við hvaða gjaldmiðil væri tengt eða körfu, eða þó um væri að ræða það niðurnjörvaða form "Myntráð."

Sama um upptöku annars gjaldmiðils hvort sem þ.e. einhliða eða ekki.

 

Er þá stöðugt gengi ekki mögulegt?

Eins og ég sagði ofar - ef menn eru tilbúnir til þess að hafa launin jafn sveigjanlega upp sem niður.

Þá þarf að hafa mjög náið eftirlit með viðskiptajöfnuðinum og gjaldeyrisstöðunni.

Þá væru einhver "rauð strik" og samkomulag um launalækkun ef farið er niður fyrir þau.

Önnur strik mætti hafa, má kalla þau "blá strik" þ.e. að óþarflega stór jákvæður jöfnuður myndi kalla á nærri sjálfvirka launahækkun.

Ég nefndi einu sinni sem hugmynd að viðmiði +/- 1,5%. Um jöfnuðinn.

 --------------------------------

Þetta er í raun og veru - málið.

Þarf enga sérstaka töfralausn - ekki einhliða upptöku eða myntráð, eða evru.

  1. En gagnlegt væri að stækka gjaldeyrissjóðinn.
  2. Þannig að hann væri virkari sem "buffer" svo að meiri tími væri til stefnu, til að taka ákvarðanir.

En stór sjóður er lengur að eyðast upp - en lítill.

Þá meira svigrúm til viðbragða.

Til saman myndi stækkaður gjaldeyrissjóður + sveigjanleg launastefna.

Duga til þess að gengi íslensku krónunnar myndi vel geta haldið tengingu við annan gjaldmiðil eða körfu gjaldmiðla, þess vegna árum saman - án sérstakra vandkvæða.

 

Niðurstaða

Grunn vandinn er smæð landsins, sem þíðir að hér er grundvöllur fyrir mjög fáar tegundir af starfsemi. Flestar tegundir neysluvara þarf að flytja inn. Fyrir bragðið er lífsnauðsynlegt fyrir Íslendinga ávallt að hafa nægan gjaldeyri til vörukaupa erlendis frá.

Þess vegna er lykilbreytan þegar kemur að spurningunni um gengisstöðugleika vs. óstöðugleika, okkar gjaldeyrissjóður.

En tilgangur hans hér er að baktryggja innflutning.

Án nægs gjaldeyris - eru innflutningshöft algerlega nauðsynleg.

En þá verður að forgangsraða því hvað er keypt inn.

Forsenda frelsis um innflutning er að gjaldeyrissjóður sé nægilega digur.

Engin fastgengisstefna getur haldið, ef landið skortir gjaldeyri - nema að valið sé hitt neyðarúrræðið að setja á innflutningshöft. Þá skiptir ekki nokkru máli hvaða form fastgengisstefnu er um að ræða. Engu máli heldur hversu niðurnjörvað það fyrirkomulag væri.

----------------------------

Ef valið væri mjög niðurnjörvað form af fastgengi t.d. myntráð. Er gengisfall ekki mögulegt, svo þá eru valkostir höft á innflutning eða launalækkun. Ef gengur ílla að lækka laun þegar viðskiptahalli hefur skapast og skuldir hlaðast upp, þá væru höft á innflutning eina úrræðið til að forða hruni þess fyrirkomulags.

 

Kv.


Enn eitt aðildarland evrusvæðis gæti lent í björgun!

Þetta má lesa á milli lína í nýrri skýrslu OECD - sjá: Economic Survey of Slovenia 2013. Þetta er land sem gekk inn í evruna árið 2007. Það liðu einungis 2 ár og landið var statt í kröppum dansi. Samkvæmt greiningu Lex hjá Financial Times Slovenia: simmer factor. En þá varð bólusprenging - ekki ólíkt Íslandi, Spáni og Írlandi. Var það víst húsnæðisbóla. Og því tengdist lánabóla, sem orsakaði bankavandræði þannig að ríkið lagði 3-stærstu bönkunum til eigið fé. Þeir eru og voru í eigu ríkisins ólíkt bönkunum sem féllu hérlendis.

  • En seinni hl sl. árs sökk Slóvenía aftur í kreppu sbr. "double dip" og skv. fréttum er mjög mikið af slæmum útlánum hjá slóvensku bönkunum þrem. 15% af útistandandi lánum segir OECD.
  • Á móti kemur að skuldastaða ríkisins er miklu hagstæðari en nokkurs annars ríkis á evrusvæði í vanda þ.e. milli 50-60% af þjóðarframleiðslu, svipað og Spánar áður en það land lenti í vanda. Skuldastaðan var 40% 2010. Sem líklega skýrir af hverju vandræði bankanna í Slóveníu hefur hingað til ekki valdið meiri usla.
  • Á hinn bóginn eru markaðir farnir að ókyrrast skv. Lex er vaxtakrafa lána til slóvenska ríkisins þrátt fyrir lága skuldastöðu enn sem komið er, komin í 6,5% fyrir 8 ára, líklega hærri vaxtakrafa en Ísland stendur frammi fyrir.
  • Hallinn á ríkinu stendur nú í 6% af þjóðarframleiðslu - þannig að skuldsetning er í aukningu. En líklega ræður afstöðu markaðarins - líkur á því að slóvenska ríkið lendi í verulegum viðbótar kostnaði vegna bankanna.
  1. "The EU forecasts a public debt to GDP ratio of 60 per cent this year."
  2. "Add in guarantees to underpin the “bad bank”, and Merrill Lynch sees 70 per cent."

Skv. OECD: 

  1. "The authorities evaluate recapitalization needs at up to 3% of GDP (€1 billion),"
  2. "Yet, capital needs are uncertain and could in fact be significantly higher."

Skv. Wall Street Journal - Slovenia May Need More to Shore Up Banks

Stendur til af slóvenskum stjórnvöldum að setja á fót "slæman" banka, til að taka yfir lán og aðrar eignir frá bönkunum sem líklega eru nær einskis virði.

Sambærileg við stofnun á Írlandi kölluð NAMA. 

Ef eins og OECD bendir á - kostnaður við endurfjármögnun sé líklega mun meiri en slóvensk stjv. vilja meina nú, gæti aukning í skuldsetningu verið verulega meiri en upp í 70%.

80% ef til vill hljómar ekki svo afskaplegt í ljósi þess að franska ríkið skuldar meira.

En útlit fyrir viðsnúning úr kreppu - virðist ekki góð!

------------------------------------------

Slóvensku bankarnir eru ekki risastórir miðað við þjóðarframleiðslu - þ.e. ekki alveg með prósentuna, en milli 120% og 160% af þjóðarframleiðslu.

OECD skýrslan hvetur stjórnvöld til þess að hrinda í verk aðgerðum til þess að auka skilvirkni, en hagvaxtargeta sé nú umtalsvert lömuð - vegna útbreiddrar skuldsetningar innan hagkerfisins.

Skv. LEX sé hár launakostnaður að auki - bremsa á áhuga erlendra fjárfesta.

Atvinnuleysi hafi aukist mikið, skv. EUROSTAT 9,7% í febrúar. 

  • Slíkt ástand getur þítt - að landið sé lent í niðursveiflu sem vara mun ekki einungis þetta ár, heldur það næsta einnig; en erfitt að sjá að viðsnúningur sé í kortum meðan landið sé "ósamkeppnisfært."
  • Skv. OECD verði samdráttur þetta ár 2,1%.

Meðan hagkerfið dragist saman sé erfitt að sjá aðra útkomu, en stöðugt versnandi skuldastöðu ríkisins.

Enn óvíst hve mikið hún eykst vegna bankanna!

 

Niðurstaða

Í samanburði við það ástand ef Slóvenía hefði verið með eigin gjaldmiðil áfram. Þá er alveg öruggt að sá hefði fallið frekar skarpt 2009. Sem auðvitað evrusinnar segja sýna hve gott er að hafa evruna. En sbr. að launakostnaður sé of hár - sem þíðir að í staðinn þarf að pína laun niður. Stendur landið líklega frammi fyrir vaxandi atvinnuleysi áfram. En þegar aðlögun þarf að fara fram með launalækkun, lækka þau ekki fyrr en almenningur fer að hræðast að missa störf sín. Það er því alltaf einhver biðtími, áður en atvinnuleysi nær þeim krítíska þröskuldi. Að laun láta undan.

Sá er misjafn eftir þjóðfélögum. Ef launakostnaður er enn of hár 3. árum eftir að kreppan hófst. Þá er líklega vinnumarkaður fremur ósveigjanlegur. Sem getur þítt, að langan tíma taki að ná fram þeirri aðlögun.

Sem væntanlega þíðir hátt atvinnuleysi og annaðhvort samdráttar eða stöðnunarskeið í mörg ár. Punkturinn er sá, að snögg gengislækkun þó hún sannarlega valdi verðbólgu. Hefði varið störin mun betur, og að auki viðsnúningur væri sennilega þegar hafinn.

Í stað þess að landið sé í "double dip recession." En þá væri líklega lágur launakostnaður að hetja til fjárfestinga, landið að laða hana til sín. 

Ekki síst, skuldastaða landsins myndi líta mun hagstæðar út - með útlit fyrir vöxt. Að auki bankarnir myndu að líkindum einnig líta betur út, með jákvæða framvindu framundan.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband