Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Gríska hagkerfið búið að dragast saman um 20% síðan kreppan hófst!

Þetta kemur fram í frétt Financial Times: Greek cuts to be deeper than trailed. Einnig kemur fram, að krafa muni verða gerð um harðari niðurskuð, en áður var reiknað með - í stað þess sem ríkisstjórn Grikklands er að biðja um, að slakað verði á. Ástæðan er einföld, það eina sem ég er enn hissa á að svokallaðir sérfræðingar hinnar svokölluðu þrenningar skuli enn einu sinni vanmeta líklegan hagkerfissamdrátt í Grikklandi. En skv. hagspá Seðlabanka Evrópu og einnig skv. hagspá AGS, átti samdráttur ársins að vera í kringum 4,5%. En grísk stjv. hafa staðfest að líklega verði sá nær 7%. Sem er akkúrat það sem ég átti von á. En það tónar við samdrátt sl. árs, og samdrátt ársins þar á undan. Í reynd hefur hagkerfið í Grikklandi verið í frjálsu falli alveg síðan kreppan hófst. En sá aukni samdráttur miðað við þær áætlanir sem þrenningin áður tók mið af, þíðir að þá þarf meiri niðurskurð ef þau Excel reiknidæmi er sett hafa verið saman, eiga að ganga upp.

"The government wants an extension to help ease the pain after estimated cumulative GDP losses of 20 per cent in the past five years and rising unemployment – surpassing 23 per cent in May."

Þetta hefur komið fram í fjölmiðlum nú undanfarna daga, að gríska hagkerfið sé nú búið að dragast saman um cirka 20% af þjóðarframleiðslu síðan kreppan hófst.

Ath., að samdráttur þessa árs er síðan hrein viðbót þar ofan á. Þegar Argentína fór í gjaldþrot árið 2000, var argentínska hagkerfið búið að dragast saman um cirka 25%. Grikkland er því cirka fara að ná þeim samdrætti.

"“The net savings on the expenditure side will be equal to €11.6bn, but total spending cuts will be higher, to the tune of €13.5bn [or 6.8 per cent of gross domestic product],” a senior finance ministry official told the Financial Times." - The savings aim to deliver a primary budget surplus of at least €3.6bn in 2013 and €9.5bn in 2014, from a planned deficit of no more than €2.06bn this year."

Rétt að halda til haga, að þessi niðurskurður skal dreifast á 2 ár, en ekki eitt. En þarna bætist við 0,8% þ.e. 0,4% per ár. Þannig að niðurskurður verði þá 3,4% per ár.

Auðvitað er þegar nokkuð liðið á núverandi ár, þegar vel hálfnað, svo ég á erfitt að sjá annað en að bróðurpartur niðurskurðar framkvæmist þá nk. ár, en ég sé ekki þ.s. fræðilega einu sinni mögulegt, að framkv. helminginn á niðurskurðinum eins og áður var planlagt, þetta ár.

Og ef þetta ár verður slæmt, þá verður nk. ár afskaplega skrautlegt, ef t.d. skal framkvæma 5% niðurskurð sem hlutfall af landsframleiðslu, ofan í áframhaldandi samdrátt í kringum 7%. Tja, ætli hann verði þá ekki jafnvel 10%. Fræðilega. En ég efast að þetta gerist. Því Grikkland geti ekki framkv. þetta.

"“The economy will not be able to bear the burden of such huge spending cuts in 2013 and 2014. If there is no extension, economic activity will be depressed and it will be very difficult for any government to survive,” said another government official." - "A senior Greek banker agreed with this assessment, pointing out that Greece had about 1.2m unemployed, with only 3.8m people at work." - "“We have to be reasonable,” he said. “The model where 30-40,000 people swell the ranks of the unemployed every month because of tax hikes and wage and pension cuts, so that creditors are being repaid 100 per cent on the euro, cannot be sustained for long.”"

Að sjálfsögðu ef reynt verður að hrinda ofangreindu í framkv., verður töluvert hressileg viðbót við þetta atvinnuleysi. En hlutfallið milli vinnandi og atvinnulausra ef þessar tölur eru réttar, er hrein ógn og skelfing.

Ég hef ekki trú á því að ríkisstjórn Grikklands sé fær um að framkvæma þetta niðurskurðarprógramm, og ég efa stórfellt að unnt sé að setja saman ríkisstjórn í Grikklandi, sem geti hrint því í framkv.

Ég á því miklu mun frekar von á því, að Grikkland sé á leið út úr evrunni nú einhverntíma á tímabilinu frá september til nóvember, en í september hefjast þær miklu samningaviðræður sem framundan eru milli aðildarríkja evru, um það hvernig skal bjarga evrunni. Grikkland er inni í þeim pakka.

 

Niðurstaða

Ástandið í Grikklandi er ótrúlegt sannast sagna.  Fundahöld um Grikkland munu fara fram í september og október, meðfram viðræðum milli aðildarríkja evru um það hvernig skal bjarga evrunni, eða jafnvel hvort. Ég á mjög erfitt með að trúa að Grikklandi verði forða frá gjaldþroti í haust. Sandurinn í stundaglasinu sé nú loks að tæmast.

 

Kv.


Við verðum að virða stjórnlögin/fyrirkomulag handhafa valds forseta líklega úrelt!

Ætla að fjalla um tvo megin punkta - þ.e. að virðing fyrir lögum sé nauðsynleg.

Og að líklega sé fyrirkomulagt handhafa valds forseta úrelt. 

 

Stutt umfjöllun hér fyrst um tillögu Stjórnlagaráðs: Frumvarp til stjórnskipunarlaga

Þetta virðist mjög gott plagg að mörgu leiti. Ég sé þó nokkra agnúa:

  1. En ég held að fyrirkomulagið í 39. gr. gangi ekki með nokkrum hætti upp, og þurfi að endurskoða. Mín tillaga er að Alþingi komi saman í tveim deildum, önnur landskjörin en hin kjördæmakjörin. Flokkar bjóði fram landslista annars vegar og kjördæma lista hins vegar. Flokkur megi ef hann kýs svo, bjóða aðeins fram annað hvort.
  2. Líklega ætti hlutfall kjósenda skv. 65. gr. að vera hærra en 10 af hundraði, þ.e. 15 eða 20. 
  3. Mér finnst vert að íhuga hvort ætti að setja upp málamiðlunar-fyrirkomulag að svissneskri fyrirmynd, til að fækka þjóðaratkvæðagreiðslum, forseti gæti fengið hlutverk sáttasemjara. Forseti getur þá flutt frumvarp fyrir Alþingi ef sátt næst um breytingu. Þá vil ég halda inni þeim möguleika að forseti geti lagt fram þingfrumvarp.
  4. Mér finnst 66. gr. full íþyngjandi fyrir þingræðið. Alþingi ætti að hafa rétt til að taka á slíku þingmáli eins og hverju öðru, þ.e. samþykkja eða hafna. Málið sé dautt eins og hvert annað mál sem þingið fellir, ef þ.e. fellt. Þarna er eiginlega verið að færa þingræðið á götuna, of langt gengið. Þarna gætir einhverrar vanvirðingar gagnvart Alþingi og störfum þess.
  5. Svo aftur á móti, vil ég afnema takmörkun þá sem fram kemur í 67. gr. að kjósendur megi ekki safna undirskriftum gegn máli sambærilegu við Icesave.
  6. Spurning hvort fyrirkomulagið í 78. gr. sé ekki full þunglammalegt í framkvæmd. 
  7. Fyrirkomulagið í 90. gr. er frekar kjánalegt, en gersamlega er útilokað að nokkur óvissa geti verið um þá kosningu, það verði eins og er í dag að stjórn sé mynduð í samkomulagi milli foringja þeirra flokka er unnu kosningasigur, þannig að fyrirkomulagið er þá aðeins til málamynda. Hún geti ekki haft óvænta útkomu. Ég legg til að þessi atkvæðagreiðsla falli út, hún hafi engan nytsaman tilgang.
  8. Í 91. gr. sé ég engan tilgang að tillaga inniberi tillögu að öðrum forsætisráðherra, ef það hefur myndast nýr meirihluti á Alþingi, þá munu flokkarnir hafa komið sér saman um nýjan. En vantraust á forsætisráðherra er að sjálfsögðu ekki unnt að aðskilja vantrausti á ríkissjórn. En fræðilega er unnt að heimila að hægt sé að fella einstaka aðra ráðherra, en sú útkoma er reyndar mjög ólíkeg nema ráðandi meirihluti þings brotni upp, því þó ráðherrar væru ekki á þingi þá eru samt flokkarnir sem mynda meirihluta að baki þeim.
  9. Það þarf að skoða 110. gr. um þjóðréttarsamninga nánar. Mér finnst eiginlega að Alþingi eigi alltaf að hafa lokaorðið með þjóðréttar-skuldbindandi samkomulag við önnur ríki, þá er það eins og fyrirkomulag í tengslum við Sambandsþing Þýskalands, og ekki síst þing Finnlands og Danmerkur. En sannarlega þykir stofnunum ESB það íþyngjandi að þing aðildarríkja séu það valdamikil. En ég er ekki til í að sveigja reglur hér á þingi að þeim sjónarmiðum.
  10. 111. gr. er auðvitað sprengiefnið, sem margir eru heitir á móti. En hún gerir aðild að ESB mögulega skv. stjórnarskrá.

Til samanburðar: Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands

 

Alþingi eitt getur breytt stjórnarskránni! 

Skv. stjórnarskránni er það klárt að Alþingi fer með löggjafarvaldið. Að auki er það klárt að það er ekki unnt að breyta stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu, en engin slík er lagalega bindandi nema sú sem framkallast eftir beitingu forseta Íslands á neitunarvaldi skv. 26. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands.

Heyrst hefur tal þess efnis, að Alþingi sé með einhverjum hætti hagsmunaðili að málum, í þessu breytingarferli - sé því ekki dómbært ætti því að stíga til hliðar. Þorvaldur Gylfason hefur sagt eitthvað í þá átt, þó það hafi ekki verið þetta orðalag.

En slíkt er gersamlega ófært ef á að fylgja lögum, og Stjórnlög eru auðvitað einnig lög. Þau eru alveg skýr um það hvernig má gera stjórnarskrárbreytingar.

Því fyrirkomulagi er ekki unnt að víkja til hliðar - - nema að gamla stjórnarskráin sé fyrst afnumin. 

Alþingi getur sjálfsagt hugsanlega fræðilega afnumið stjórnarskrána með hreinum meirihluta. Fyrir því er reyndar ekkert fordæmi, svo óvíst er hvort Alþingi í reynd getur það.

Ef meirihluti Alþingis myndi geta komist upp með slíkt, þá auðvitað er reglan um kjörtímabil pent farin - svo það getur þá fræðilega setið án endimarka. Þangað til að ný stjórnarskrá hefur verið leidd í lög.

Að auki eru öll réttarákvæði afnumin, svo meirihluti þings getur þá samþykkt allt milli himins og jarðar, allt frá því að auka rétt til þess að afnema réttindi með öllu, getur framkvæmt eignarnám bótalaus, bannað flokka, afnumið prentfrelsi - - þ.e. langur listi af möguleikum, það er auðvitað unnt að fara alveg í hina áttina eins og ég sagði, leitast við að auka réttindi. 

Aðalmálið er - það er ábyrgðalaust með öllu sem er ástundað, að leitast við að grafa undan virðingu á ríkjandi lögum sbr. "dönsk stjórnarskrá," ekki okkar stjórnarskrá, ranglát stjórnarskrá.

Þrátt fyrir marga galla - inniheldur núverandi mörg og mikilvæg réttarákvæði, en þau gilda einungis meðan hún heldur gildi sínu.

Að grafa undan trúverðugleika hennar - í reynd grefur undan öllum rétti sem þar er skilgreindur, en að sjálfsögðu er réttur jafnt réttlátra og ranglátra varinn jafnt - án þess prinsipps er enginn réttur.

Ég held það sé röng nálgun þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá - að hamast stöðugt á því að sú gamla sé svo ónýt, því það eins og ég sagði grefur undan virðingu fyrir lögum - getur gefið fólki ranghugmyndir.

Af samanburði Tillögu Stjórnarskrárráðs og við Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, sést að þar eru að sjálfögðu mikið til sömu ákvæðin - sum þó nokkuð endurorðuð í tillögunni að nýrri stjórnarskrá. 

  • En þ.e. auðvitað punkturinn - að þetta er tillaga, ekki stjórnarkrá eða ný stjórnarskrá.
  • Ég vara við þeirri umræðu sem sumir þeir sem sátu í Stjórnlagaráði hafa verið að hvetja til, að þarna sé komin ný fullmótuð stjórnarskrá, sem sumir ganga svo langt að vilja meina að sé svo fullkomin, að Alþingi megi ekki koma neins staðar nærri.
  • Það auðvitað nær engri átt, eins og ég sýni fram á að ofan, er eitt og annað í þeirri tillögu sem þarf að ræða, og sennilega útfæra nánar.
  • Þó hún sé að mörgu leiti vel unnin tillaga, er hún ekki slíkur fullkomleiki - að ekki megi bæta úr og laga frekar, svo verði enn betri.
  • Svo er það ekki endilega goðgá, að ef ekki næst samstaða um málið í heild, að færa góð ákvæði yfir í gömlu stjórnarskrána. Enda er hún ekki þannig séð gersamlega ónýt, eins og alið er á að hún sé - heldur er það svo að sem barn síns tíma er sumt orðið úrelt.
  • Þá má einfaldlega afnema úrelt ákvæði, setja inn ný. Það er alveg valkostur, að bera plöggin saman og nýta úr tillögu Stjórnlagaráðs þætti, sem samstaða næst um.

En þetta er verkefni Alþingis - ég sé ekkert í sjálfu sér að því, að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla þ.s. almenningur tekur afstöðu til tilekinna atriða, en þó þarf að hugsa vel upp þær spurningar sem almenningur á að svara. 

Sú útkoma getur verið leiðbeinandi fyrir Alþingi, enda vart ef það kemur fram skýr þjóðarvilji í samhengi við tiltekin ákvæði, að þá geri Alþingismenn sem eftir allt saman vilja aftur ná kjöri annað en að taka tillit til þeirra sjónarmiða.

Slíkt getur t.d. komið til álita, ef niðurstaðan er að færa ákvæði yfir - að þau sem þjóðin studdi sérstaklega, séu þá alveg örugglega yfirfærð.

Vandinn er að það gætir í vissum hópi, neikvæðra viðhorfa gagnvart stjórnmálaflokkunum sjálfum, sjá má merki að slíkra viðhorfa hafi gætt innan Stjórnlagaráðs í ákvæðum sérstaklega 66. gr. Það fyrirkomulag er gersamlega óásættanlegt.

Stjórnmálaflokkar eru þvert á móti, mjög mikilvægur þáttur í lýðræðinu sjálfu. Eru það í öllum löndum þ.s. eru lýðræðislega fjöldahreyfingar. Eftir allt saman eru þetta frjáls samtök almennings. Að tilteknir flokkar njóta stöðugs fylgis, sýnir að þetta eru fjöldahreyfingar - með traustan stuðning stórra kjósendahópa. Það ber alls ekki að vanvirða, en þ.e. að sjálfsögðu vanvirðing við þá hópa Íslendinga, að vera að leitast við að minnka sem mest áhrif stjórnmálaflokka - líta jafnvel svo á að þeir séu neikvætt afl. Slík viðhorf eru forkastanleg - heimskuleg - og þ.s. meira er, hættuleg.

Það er þó ekkert að því þó að kjósendur, geti beitt sér - krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál, enda getur það vel gerst, að ríkjandi hópur þ.e. stjórnmálasamtök, séu að ganga of langt í að hygla hagsmunum sinna tilteknu kjósenda, sem gangi um of á hagsmuni annarra kjósenda.

Slíkt fyrirkomulag er því sennilega þarfur varnagli. Enda er það svo, að í eðli sínu eru flokkarnir fókusaðir á sína kjósendur - hagsmuni sinna kjósenda, svo það getur vel gerst að þeir gleymi sér.

 

Fyrirkomulag handhafa forseta líklega úrelt!

Ef það fer svo að ekki næst samkomulag um nýja stjórnarskrá, þá tel ég að það þurfi nauðsynlega að endurskoða ákvæði um handhafa valds forseta. En einfaldast er sennilega að takmarka það dæmi og það rækilega. Þannig að forseti afsali sér ekki sínu valdi - nema og aðeins nema, að hann verði svo sjúkur að forseti geti ekki gengt embættisstörfum eða látist í embætti eða segi af sér eða af einhverjum öðrum orsökum hætti að vera forseti.

  • Í dag sýnist mér það gersamlega óþarft að forseti við það eitt að yfirgefa landið, þá sé hann ekki lengur með fullt vald forseta.
  • Nægilegt væri að það sé einn varamaður eða staðgengill, en meðan forseti er fullrar heilsu þá verði ekki ritað undir lög nema í samráði við forseta, enda er í dag t.d. unnt að ræða saman í Skype, eða fj. annarra aðferða. Þannig að ef þarf að undirrita lög, sé það því ákvörðun forseta, en hann geti heimilað handhafa að setja sína undirskrift við ef forseti er staddur erlendis.

Með þessu þá hættir það leikrit með handhafa forseta sem stundum hefur komið upp, þannig að forseti þarf að gæta þess að vera á landinu, þegar viðkvæm mál eru til afgreiðslu. Ekki má gleyma skrípalátunum er Árni Jónsen fékk uppreisn æru skv. ákvörðun handhafa valds forseta.

Varðandi fylgd út á flugvöll, held ég að sjálfsagt sé að forseti hafi fylgd alla leið. Það geti verið eðlilegt að munur sé hafður á hvort forseti sé að fara í eigin erindum, eða hvort um sé að ræða opinbert erindi.

Ef hann sé að fara í opinberum erindagjörðum, sé forseta alltaf fylgt af sínum staðgengli, eða handhafa valds forseta, sem einungis eins og ég sagði fái það vald ef forseti veikist eða látis í embætti.

Í öðrum tilvikum, má ræða hver eigi að fylgja forseta. Fræðilega getur það verið lögreglustjóri t.d. Ríkislögreglustjóri og staðgengill. Það geta verið Forsetar Alþingis þ.e. aðal og vara. Það kemur eitt og annað til greina. Má vel ræða hver sá skal vera.

En ég legg áherslu á að það sé alltaf einhver "seremónía" við komur og brottfarir forseta, þó svo það séu einkaerindi, enda er þetta eftir allt saman "forseti þjóðarinnar" hver sá sem er það í það skipti, eina þjóðkjörna embættið á landinu. Það er hluti af sjálfsvirðingu þjóðar að sjá til þess að þessu embætti sé sýnd tilhlýðileg virðing.

 

Niðurstaða

Ég vara við þeim svakalega neikvæðu viðhorfum til stjórnmálaflokka sem gætir meðal sumra einstaklinga, sem telja sig vera "vitsmunaverur." Að auki vara ég við þeim talshætti, sem ástundar það að gera sem minnst úr núverandi stjórnarskrá. Hún er sannarlega úrelt á köflum. En þar er einnig margt gott. Að ala á virðingarleysi gagnvart stjórnarskránni tel ég hvetja til almenns virðingarleysis gagnvart gildandi lögum í landinu. Slíkt sé í meira í lagi varasamt.

Alþingi mun endurskoða stjórnarskrána nú í vetur. Einungis Alþingi er bært til að endurskoða Stjórnarskrána. Þetta er skv. þeim stjórnlögum sem eru í gildi. Ekkert meira um það að segja.

Ég held að það eigi að einfalda til muna ákvæðin um handhafa valds forseta. Í dag er ástæðulaust að forseti sé ekki alltaf handhafi valds forseta, nema og aðeins nema ef sá verður það alvarlega veikur að sá geti ekki gengt störfum, eða látist í embætti, eða láti af embættinu af öðrum orsökum.

 

Kv.


Lífskjarastandard vesturlanda verður að lækka!

Ég skrifa þetta sem visst svar við grein Stefáns Ólafssonar - Fjárfestar eru vandamálið – ekki lausnin. Þar skýrir hann ástæður fyrir vaxandi bili milli ríkra og fátækra á vesturlöndum, auk minni hagvaxtar sl. 25 ár eða svo, með stefnu hægri manna - ekki síst svokallaðri frjálshyggju. En ég er á því, að þarna hafi Stefán hlaupið íllilega á sig, eins og fram kemur í athugasemdum sem ég kom með inn á hans blogg, sem þið getið séð ef þið virkjið hlekkinn að ofan og skoðið athugasemdir. 

 

Ástæða þess vanda sem Stefán bendir á, er samkeppnin frá Asíu!

Samkeppnin við Asíu hefst við upphaf 8. áratugarins, en við lok hans er samkeppnin við Japan sannarlega farin að vera tilfinnanleg fyrir fyrirtæki í Bandar. og V-Evrópu. síðan á 9. áratugnum byrjar samkeppnin frá S-Kóreu, og á sama tíma er Japan orðið verulega mikið sterkara en áratuginn á undan. Frá cirka 10. áratugnum hefst fyrir alvöru innreið Kína, hinir svokölluðu asísku tígrar þ.e. S-Kórea, Tævan, Malasía og jafnvel Indónesía komast á flug fyrir alvöru. Kína síðan verður að alvöru viðskiptastórveldi á fyrsta áratug núverandi aldar.

Punkturinn er sá, að samkeppnin frá Asíu tel ég að hafi verið að stuðla að lækkun launa í Evrópu og Bandaríkjunum, í starfsgreinum sem eru í beinni samkeppni við láglaunasvæðin í Asíu. Þ.e. dæmigerðar framleiðslugreinar. Eða a.m.k. að laun í þeim greinum hafi staðið í stað.

Í staðinn kom aukinn fókus á fjármálagreinar þ.s. Asía er ekki enn eins góð í að keppa við N-Atlantshafssvæðið. Og vöxtur þeirra verður mikill í Evr. og N-Ameríku í staðinn.

Mig grunar að verulegu leiti sé það samkeppninni við Asíu að kenna - en fyrirtæki hafa í óða
önn verið að færa framleiðslu á það svæði, til að síðan selja vörur í Evrópu og N-Ameríku. Stöðugt tap í störfum í framleiðslugreinum, hlýtur að skapa vaxandi þrýsting á laun í þeim greinum í Evrópu og N-Ameríku. Það tel ég að hljóti að stærstum hluta að skýra þessa öfugþróun.

Í stað þess að afgreiða að þetta hafi allt verið hægri stjórnunum sem sátu í brúnni á þeim árum að kenna. Á þessu er engin augljós lausn - nema menn leggi til viðskiptahindranir gagnvart Asíu.

En vegna eins og ég sagði, að stöðugt er að fjara undan framleiðslugreinum - eini möguleiki þeirra að halda velli er að halda niðri launum, á sama tíma og þær leitast við að bæta framleiðni án þess að laun hækki. Þá á sér stað þessi gríðarlega uppbygging fjármálagreina - en samfélögin þurfa að lifa á einhverju.

Eðlilega þegar fjarar undan framleiðslu samfélaganna og launatekjum starfsm. í framleiðslugreinum, fjarar undan hagvexti í þeim sömu samfélögum (sem skýrir fullkomlega lægri hagvöxt á vesturlöndum yfir tímabilið). Mig grunar, að lág vaxatímabilið sem hófst ath. cirka á 10. áratugnum, einmitt þegar samkeppnin frá Asíu er að verða virkilega grimm. Hafi verið tilraun til að hamla á móti þessari öfugþróun. Þ.e. lágir vextir hvetja til fjárfestinga. Vonast hafi verið að það myndi skila nýjum störfum - ekki síst í hátæknigreinum (einmitt draumurinn um hátæknigreinar).

En afleiðing var fjárfestingar- og neyslubóla. Gríðarleg aukning í eftirspurn eftir lánum, sem því miður fóru oft í svokallaðan óþarfa, en ekki í skynsamar fjárfestingar. Áratugurinn á eftir þeim 10. og sá síðasti hafi einkennst af vaxandi þróun í þá átt. Samtímis sem að gríðarleg aukning í eftirspurn eftir lánsfé stækkaði bankana mjög hratt. Auk þess að bankarekstur bar sig mjög vel - og eigendur þeirra urðu mjög ríkir.

Nú aftur á móti er komið í ljós, að sú mikla uppbygging var að miklu leiti byggð á sandi. Störf sem urðu til meðan almenningur var að auka neyslu gegnt aukningu í skuldum, sé ekki lengur að ganga. Í staðinn sé nú komin skuldakreppa og vandinn að störf fara til Asíu sé óleystur. Bankauppbyggingin hafi ekki framkallað nægilegt mótvægi á móti þeim störfum sem stöðugt eru að hverfa á brott.

Og Evr. ekki síst stendur aftur fyrir því, að vandinn sem uppbygging fjármálagreina faldi um hríð, er enn til staðar. Að samkeppnin frá Asíu er bein ógnun við lífskjör fólks í framleiðslugreinum - sem enn eru að flytjast til Asíu smám saman.
 
 
Lífskjör munu lækka á vesturlöndum, þau verða að lækka!
Mín spá er að lífskjör í Evrópu og N-Ameríku hljóti nú að lækka til að jafna þennan mun á samkeppnishæfni framleiðslugreina, því það gangi ekki að láta framleiðsluna stöðugt fara annað. Það verði niðurstaða kreppunnar fyrir rest, jöfnun niður á við í Evr. og N-Ameríku. Sem leiðir til að viðskiptajöfnuður Evr. og N-Ameríku v. Asíu muni jafnast. Og framleiðslugreinar í N-Ameríku og Evr. þaðan í frá nái sér á einhverju árabili.

Við taki stöðugara ástand. En almenningur í bæði Evr. og Bandar. verði ívið fátækari almennt en í dag.

Það aftur á móti þíðir ekki endilega að, ríka fólkið lækki í kjörum. Því það á oft verksmiðjurnar sem staðsettar eru annars staðar.

Svo þá skýrist af hverju bilið milli ríkra og fátækra er stöðugt að aukast.

Sem er akkúrat það sem við höfum verið að sjá - ekki satt?

Ég tel að Evr. eigi af ofangreindum ástæðum, eftir að sjá sömu þróun á auknu bili milli ríkra og fátækra, eins og verið hefur að gerast í Bandar. af ofangreindum ástæðum, Evr. sé einungis ívið skemur komin í þeirri þróun en hagkerfi N-Ameríku.
 
Menn tala stundum um það, t.d. Stefán, að leið vesturlanda sé að einbeita sér að hátæknigreinum. En það er einmitt þannig uppbygging sem menn vonuðust eftir að af yrði - þegar sem mest var hvatt til fjárfestinga á sl. tveim áratugum. Að sú uppbygging sé misheppnuð er mjög auðvelt að sjá, með því einu að fara út í verslun og sjá hvaðan nýjustu hátæknivörurnar á boðstólum koma.
 
Það er ljóst af því einu að kíkja út í næstu búð sem selur slíkan varning, að Asíu hefur tekist að loka tæknigapinu eða gatinu, sem var ef til vill enn fyrir hendi fyrir tveim áratugum. En greinilega ekki lengur.
 
  • Þá sé ég einungis sú ein útkoma mögulega úr því sem komið er, að Vesturlöndin hin gömlu jafni lífskjör niður á við.
  • Ég held að sú kreppa sem nú er skollin á, hljóti að ljúka með þeirri niðurstöðu.
Að auki tel ég, að ekki sé til nægilega mikið af olíu og öðrum hráefnum á hnettinum, til að Asía geti farið á þau lífskjör sem hafa verið sl. 25 ár í Evr. og N-Ameríku.
  • Málið sé einfaldlega að þau lífskjör geti ekki staðist lengur.
  • En hugsanlegt að það sé unnt að lyfta allri plánetunni upp á hærra meðaltals lífskjarastig.
  • En það geti ekki verið þ.s. vesturlönd hafa búið við.
Lækkun okkar sé óhjákvæmieg - en einnig nauðsynleg í hinu víða hnattræna samhengi hlutanna. Það sé ekki mögulegt að halda hinum niðri, á sama tíma sé ekki nóg fyrir alla ef miðað er við þann standard.
 
Fræðilega er unnt á næstu áratugum, að stefna að nýtingu hráefna frá stöðum utan Jarðar, innan sólkerfisins. Fræðilega inniheldur sólkerfið sem heild, marfalt það magn hráefna sem er til staðar á Jörðinni.

Mig grunar að elíturnar í Indlandi og Kína hafi áttað sig á þessu, þess vegna séu bæði löndin með geim prógrömm, þó sumum virðist það undarlegt í tilviki Indlands.
 
 
Niðurstaða
Vandinn sem Stefan Ólafsson bendir á og vill um kenna stefnu hægri manna á sl. tveim áratugum, er þess í stað því að kenna að vesturlönd hafa sl. 3 áratugi í vaxandi mæli orðið undir í samkeppninni við lönd Asíu. 
 
Svo bætist að auki við, að mjög líklega er ekki hnattrænt séð grundvöllur fyrir lífskjörum á því róli sem Vesturlönd hafa vanist sl. 25 - 30 ár. Þannig að þau einfaldlega geti ekki staðist lengur.
 
Sá standard muni því víkja og það mjög líklega að fullu og öllu.
 
 
Kv.

Lord Rothschild "shortar" evruna!

Nú fara örugglega samsæriskenningasmiðir á flug. En ein kenningin er sú hvorki meira en að Rotschild ættin stjórni plánetu Jörð á bakvið tjöldin. Hafi í reynd staðið að baki öllu sem gerðist á sl. öld þ.e. heimsstyrrjöldum, Sovétríkjunum, Bandaríkjunum - og ég veit ekki hverju.

Sjá frétt: Lord Rothschild takes £130m bet against the euro

Sjá: The Rothschild Conspiracy

"RIT, which Lord Rothschild has led since 1988, had a -7pc net short position in terms of principal currency exposures on the euro at the end of July, up from -3pc at the end of January. Given a net asset value of £1.836bn at the end of July, the position is worth £128m."

Skv. þessu hefur sjóður Rothschild Lávarðar, tekið sé stöðu gegn evrunni að andvirði cirka 128 milljón evra.

Sem eru í reynd ekki mikil upphæð - miðað við hvað mikið af peningum er að flæða innan peningakerfis evrunnar.

Samt einhvern veginn grunar mig að samsæriskenningasmiðir eigi eftir að grípa þetta á lofti - - t.d. átti ég um daginn samtal á Facebook, sem er akkúrat sannfærður um það að Rotschild ættin stjórni öllu að tjalda baki.

Sjá Axel Pétur Axelsson - athugasemd hans, er hann síðan fullyrðir að Rotschildarnir stjórni öllu :)

Segir Sameinuðu þjóðirnar vanmáttugar – Ísland bendi á þörfina fyrir alheimslögreglu

Ef maður sleppir þessari heimsku kenningu - þá er önnur afskaplega algeng meðal evrusinna, að eitthverskonar engilsaxneskt samsæri sé í gangi gegn evrunni. Þá benda menn oft á að engilsaxar hafi alltaf verið skeptískir á evruna og þeirra fyrirtæki séu mjög fyrirferðamikil í rekstri sem viðkemur beint rekstri verðbréfamarkaða.

Það virðist sem að samsæriskenningar fari alltaf á flug, þegar umrót er í heiminum - fólki finnst hætta steðja af.

 

Niðurstaða

Fyrir þá sem hafa gaman af samærishugmyndum, þá getur verið áhugavert að veita því athygli hvort netið fyllist nú af orðrómi þess efnis, að Rotschildarnir ætli að drepa evruna :)

 

Kv.


Rétt að afleggja að handhafi valds forseta fylgi forseta út á Kefló?

Það er komin upp fremur undarleg deila um forsetaembættið. Maður vissi að áframhaldandi deilur væru öruggur hlutur, eftir endurkjör Ólafs Ragnars. Í þetta sinn hefur embætti forsætisráðherra hafið deiluna. Vill leggja af ákveðna hefð sem verið hefur til staðar alt frá upphafi lýðveldis. Að handhafi embættis forseta fylgi forseta út á Keflavíkurflugvöll. Og kveðji forseta með handabandi. Þegar forseti er á leið í opinbera heimsókn.

Hávær hópur talar á þeim nótum að þessi gamla hefð, sé ekki lengur í takt við nútímann, og vill leggja hana af snarlega - tekur undir tilmæli skrifstofu forsætisráðherra heilshugar.

Sjást víða ummæli eins og "tilgangslaus hefð," "fíflagangur," óttalegt bruðl er þetta o.s.frv.

Min tilfinning er að a.m.k. hugsanlegt sé að hjá a.m.k. sumum, litist viðhorf þessi af neikvæðri sýn á mikilvægi embættis forseta - en í deilum undanfarið, hafa sumir viljað leggja það af jafnvel, þ.s. það sé "valdalaust" og því tilgangslaust - - sem er skemmtileg röksemd með það í huga, að þeir sömu eru yfirleitt algerlega á móti því, að það hafi völd og því skv. eigin hugsun "tilgang."

Mér hefur virst í gangi ákveðin vanvirðing gagnvart embætti forseta, sem eftir allt saman er eina embættið, sem þjóðin kýs - í beinni kosningu.

Með það í huga, er það í reynd áhugavert, að fólk sem oft telur sig einlæga lýðræðissinna, vilji draga sem mest úr vægi eina þjóðkjörna embættisins hérlendis - jafnvel leggja af með öllu.

Vill hætta að fylgja forseta út á völl

 

 

Er þessi hefð tilgangslaus? Rétt að leggja hana af?

Rétt er að halda því til haga - að "seremóníur" eru hérlendis mjög litlar að umfangi, miðað við þ.s. er almennt í öðrum löndum, t.d. Danmörku. 

Ef drottning Danmerkur er á leið út á flugvöll í opinbera heimsókn, þá er ég 100% viss um að umstangið er margfalt - margfalt meira.

Má velta því fyrir sér hve íþyngjandi þetta raunverulega er, að fylgja forseta út á flugvöll: 

"Í dagskrá forsetans á heimasíðu embættisins kemur fram að hann hefur á síðustu tveimur árum farið að minnsta kosti 35 ferðir í embættiserindum, allt upp í þrjár ferðir í mánuði."

  • Ef þetta voru 35 ferðir sl. 2 ár, þá er þetta cirka ein ferð á 21 dags fresti.
  • Það þíðir þó að handhafi valds forseta, þarf að fara tvær ferðir fram og til baka.

"Fyrir um tveimur áratugum festist sú venja í sessi að forsætisráðherra sinnir ekki þessari fylgd lengur. Mun það vera forseti Hæstaréttar sem oftast fer."

  • Svo Jóhanna hefur ekki getað hugsað sér að taka þátt í þessu, eftir að Ólafur felldi Icesave1.
  • Áður hafa handhafarnir skipt ferðunum á milli sín - svo hluti a.m.k. af ástæðunni, fyrir umkvörun um aukið álag, er að hún hefur hætt að taka þátt í þessu.

"Fylgdin fer þannig fram að bílstjóri sækir handhafa forsetavalds, forseta Hæstaréttar eða forseta Alþingis eftir atvikum og farið er með lögreglufylgd á eftir forsetabílnum til Keflavíkur. Þar fer hann í gegnum vopnaleit og öryggisskoðun, fylgir forsetanum að hliðinu og bíður þar til hann fer úr landi.  Svo eru hann keyrður í lögreglufygld aftur til baka." - "Þegar forsetinn kemur aftur til landsins þarf handhafi forsetavalds að fara út á flugvöll og bíða við landganginn þar til forsetinn kemur og fylgja honum að forsetabílnum."

Klárt er það töluvert umstang að gera þetta einnig fyrir ferðir í eigin erindum. Þetta hljómar eins og það taki einhverja klukkutíma í hvert sinn.

"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði frumkvæði að því í fyrra að taka fylgdina til endurskoðunar. Lagði hún til að hún yrði lögð niður, en lögreglustjórinn á Suðurnesjum fengi þess í stað þetta hlutverk."

Það má sennilega breyta þessu, þegar forseti er að fara í eigin erindum. Sigurður Líndal, leggur til að Forseti Alþingis komi í staðinn - en hví ekki að skipta því milli Forseta Alþingis og staðgengla forseta Alþingis, að fylgja forseta er hann fer í eigin erindum?

En mér finnst klárt eðlilegt, að umstang sé meir þegar forseti fer í opinberum erindum, þá væri einfaldlega ekki of mikið að forsætisráðherra mæti - sjálf eða sjálfur. Hið minnsta einn af handhöfum valds forseta.

Virðingarvottur við forsetann

"Sigurður Líndal lagaprófessor segir fulla ástæðu til að endurskoða þann sið að handhafar forsetavalds fylgi forseta Íslands í Leifsstöð"..."Hann telur hugsanlega eðlilegast að það gerði forseti Alþingis, hann stjórni fundum handhafanna og þetta gæti verið einfaldasta breytingin. Og Sigurður sjálfur lítur á fylgdina sem kurteisi og virðingavott við þjóðhöfðingjann.  „Og við skulum athuga að það að sýna þjóðhöfðingja virðingu er hluti af sjálfsvirðingu þjóðarinnar.“"

Ég tek undir það með Sigurði, að auðsýna embætti forseta virðingu er hluti af sjálfsvirðingu þjóðarinnar, enda eftir allt saman er þetta eina þjóðkjörna embættið.

------------------------------------

Sjálfsagt er þetta ekki sérstaklega nauðsynleg hefð - ef út í það er farið.

Það er, valdaskipti virðast fara fram með þeim hætti, að skrifstofa forseta birtir tilkynningu í Lögbyrtingarblaðinu um fjarveru forseta. 

Svo líklega er það óþarfi í samhenginu að færa valdið, að handhafi mæti einnig út á flugvöll.

En á hinn bóginn, finnst mér það nauðsynlegt að það sé meira umstang í virðingarskyni um embætti forseta, en önnur embætti. Því þetta er - eina þjóðkjörna embættið.

Embætti forseta á ekki að vera eins og hvert annað starf, t.d. að aka strætó.

Mér fyndist það í reynd frekar miður, ef allar seremóníur sem framkvæmdar eru sem sérstakur virðingarvottur við þetta embætti, væru aflagðar.

  • Þessi athöfn er einungis táknræn - og sýnir að embætti forseta sé mikilvægt.
  • Er í reynd sérstakur virðingarvottur við það embætti.
  • Ég sé í reynd engan annan tilgang. 

Það er eðlilegt að það séu einhverjar viðbótar seremóníur til staðar í tengslum við embætti forseta.

 

Niðurstaða

Það er sjálfsagt í lagi að íhuga breytingar á þeirri hefð, að forseta sé ávallt fylgt út á flugvöll, og heim á Bessastaði aftur frá Kefló af handhöfum valds forseta. Mætti íhuga að gera ívið minna umstang þegar forseti er á leið úr landi í eigin erindum. Þannig að þeir sem þá fylgi forseta, séu ekki handhafar valds forseta - heldur t.d. forsetar alþingis, þ.e. skipt milli Forseta Alþingis og varamanna. Þá dreifist álagið á fleiri - Forsetar Alþingis eru mikilvægir einstaklingar. Svo það væri ekkert virðingarleysi, að einn af þeim myndi koma í staðinn. Þegar minna mikilvægar ferðir forseta er um að ræða.

En ég sé á hinn bóginn enga ástæðu til að slaka á hefðinni, þegar um er að ræða ferðir forseta í opinberum erindum.

Þetta ætti að vera sanngjörn nálgun að málinu!

 

Kv.


Hækkun á mörkuðum vegna ummæla Angelu Merkel!

 

Við erum ekki að tala um stóra uppsveiflu þennan dag. En markaðir eru samt komnir í hæstu stöðu sem sést hefur í Evrópu í nærri því 5 mánuði skv. frétt FT.com: European stocks near five-month high. Skv. fréttum Reuters, höfðu ummæli Angelu Merkelar í dag jákvæð áhrif á markaði, en hún hélt blaðamannafund í Ottava, er stödd í opinberri heimssókn í Kanada.

Merkel backs Draghi, urges rapid move to closer union

Angela Merkel warns 'time is of essence' on euro crisis

Debt crisis: as it happened - August 16, 2012

"I made clear once again that we need a long-term, sustainable solution. It is a question of taking the steps that weren't taken when the currency union was created, namely a political union. Germany knows that in a common currency area political responsibilities need to be shared. We are on a good path on many of these issues, but time is of the essence. We are fully aware of this." - "Merkel said the European Commission should receive stronger powers to intervene when the budgets of euro states went off course,..."Merkel voiced support for European Central Bank President Mario Draghi, who came under withering criticism in Germany for vowing in a speech in London last month to do whatever it takes to save the euro, and raising the prospect of buying the bonds of stricken euro states like Spain and Italy. She said Draghi's declarations were "completely in line" with the approach taken by European leaders."

Það er reyndar mjög erfitt að átta sig á því - akkúrat hvað hún meinar með því að taka undir yfirlísingu Mario Draghi.

En hún getur verið að taka undir yfirlísingu Draghi - eins og Þýsk stjórnvöld kjósa að túlka hana.

Frekar en, eins og t.d. Draghi sjálfur, myndi helst sjálfur að hún væri túlkuð.

Ég er t.d. algerlega viss að hún er ekki með þessu að samþykkja ótakmarkaða prentunaraðgerð, sem mér fannst Draghi í reynd vera að bjóða upp á.

Svo með hugtakið "Political Union" sem hún talar svo gjarnan um - - þá er það sem hún hefur í huga, ekki það sem fræðimenn myndu samþykkja að væri "political union."

En það felur ekki í sér að evrusvæði verði gert að Bandaríkjum Evrópu, sem er eins og fræðimenn túlka hugtakið. Heldur ganga hugmyndir hennar miklu mun skemmra en það.

Þetta snýst fyrst og fremst um mjög aukna yfirumsjón Framkvæmdastjórnar ESB og Evrópudómstóls með því, að svokölluð stöðugleika viðmið séu virt - farið sé nákvæmlega eftir þeim.

Þannig að um sjálfvirkar refsingar sé að ræða og að auki, að unnt sé að kæra ríki til dómstólsins ef þau standa ekki við reglur um halla á ríkissjóð eða um opinberar skuldir.

Einn þekktur skríbent kallaði fyrirbærið "Punishement Union" eða "Refsi-bandalag" sem ég held að sé mun nær réttu.

-------------------------

Þetta er þessi dæmigerða pólitíska froða, háttur pólitíkusa að nota hugtök vísvitandi með röngum hætti, t.d. að tala um skattalækkun þegar í reynd engin skattalækkun hefur verið framkvæmd. 

Vandinn við orðanotkun Merkelar, er að hún ruglar mjög marga í ríminu - sem halda að Merkel sé raunverulega að stefna að "Evrópuríkinu." 

En það er ekki svo - heldur að "Refsibandalagi" sem myndi læsa Evrópu inn í mjög þröngum stakk, þ.s. hagstjórn yrði óhjákvæmilega óskaplega "pro cyclical" þ.s. ekki væri unnt að beita klassískri jafnvægishagstjórn.

Heldur þyrfti alltaf að skera harkalega niður í kreppu - sem magnar hana - síðan er hagvöxtur snír við myndu menn óhjákvæmilega auka útgjöld til að laga það sem sat á hakanum í kreppunni. Svo útgjöld væru mikil í góðæri - en lítil í hallæri. Sem sagt "pro cyclical."

Þetta er klassísk íhalds hagstjórn af því tagi, sem algeng var á árunum fyrir seinna stríð, sem John Maynard Keynes gagnrýndi mjög og taldi hafa magnað kreppuna á sínum tíma.

 

Niðurstaða

Þó svo að ummæli Merkelar hafi aukið bjartsýni á mörkuðum á fimmtudag, efa ég stórfellt að hún sé að meina það sem þeir bjartsýnustu á markaði halda. Það er samþykki við stórfelldri prentunaraðgerð, til að halda uppi Spáni og Ítalíu. 

En mér finnst afskaplega ólíklegt að "do whatever it takes" hafi þá merkingu í augum ríkisstjórnar Merkelar, að það feli í sér samþykki við ótakmarkaðri prentun til bjargar evrunni.

Líklega felur það í sér eingöngu samþykki við takmarkaðri prentun, eins og var síðast er ríkisstjórn Merkelar heimilaði að Seðlabanki Evrópu keypti ríkisbréf Spánar og Ítalíu fyrir réttu ári síðan.

Ríkisstjórn Merkelar sé ekki enn til í að heimila þá prentunaraðgerð sem raunverulega þarf til. Það er það sem væru ótakmörkuð kaup - bæði í tíma og magni. Það væri það eina sem raunverulega myndi geta lagað það trúverðugleika vandamál sem nú er til staðar á mörkuðum gagnvart Spáni og Ítalíu.

En sá trúverðugleika vandi snýst um vantrú markaðarins í reynd á því, að viljinn til að "do whatever it takes" sé í reynd fyrir hendi.

Ef aðgerðin verður takmörkuð eins og mér finnst langlíklegast, þá mun hún ekki breyta stöðunni í reynd - í besta falli eins og í fyrra, að vaxtakrafa lækki timabundið meðan aðgerðin stendur yfir. Hækki síðan aftur er henni er lokið.

Verði því enn ein aðgerðin til að fresta vandanum - sparka boltanum áfram.

Það virðist alltaf vera tekin minnsta ákvörðunin sem til þarf, til þess að rétt svo að halda hlutum gangandi. Vandi við þá aðferð, er að þá heldur óvissan áfram. Og sú óvissa heldur áfram að skaða hagkerfin, því meðan þ.e. nagandi óvissa. Halda fjárfestar að sér höndum, almenningur verður tregari til að stunda neyslu, bankar til að lána o.s.frv.

 

Kv.


Þriðja björgun Grikklands virðist afar ólíkleg skv. Der Spiegel

Antonis Samaras forsætisráðherra Grikklands ætlar að hitta Angelu Merkel kanslara Þýskalands föstudaginn í nk. viku, í Berlín. Skv. fréttum Der Spiegel er svigrúm Merkelar nærri því ekki neitt til að koma til móts við beiðni Samaras, en hann óskar eftir því að niðurskurður sem skv. núverandi áætlun samþykkt og undirrituð af síðustu ríkisstjórn Grikklands, á að framkæmast á tveim árum, skuli í staðinn framkvæmast á fjórum. Það þíðir að þá þarf gríska prógrammið meira fjármagn, lauslega áætlað viðbótar 20ma.€. Skv. Der Spiegel, er afar ólíklegt að Merkel geti fengið meirihluta þingmanna ríkisstjórnarflokka, til að samþykkja nýtt björgunarprógramm, það þriðja í röð slíkra, og það sé einnig afar ólíklegt að hún sé tilbúin til þess að leggja sitt pólitíska líf að veði - í þetta sinn.

  • En erfið mál eru framundan sem snúast um björgun evrunnar sjálfrar.
  • Þau verða mjög umdeild - og Merkel sennilega þarf á þeirri pólitísku inneign sem hún enn hefur, í þá baráttu.
  • Hver pólitíkusinn af öðrum innan stjórnarflokkanna, hefur verið að tjá sig undanfarna daga. 

Sennilega eru þó áhugaverðust ummæli hennar aðstoðarmanns - þ.e. ólíklegt að hann segi eitthvað sem er á skjön við stefnu ríkisstjórnarinnar.

The Return of the Iron Chancellor

Greece to Request Extension on Austerity Measures

Only Bankruptcy Can Help Now

Westerwelle bei Reformtempo Athens gesprächsbereit

Steffen Siebert - "The Chancellor will certainly listen to what Mr Samaras has to say about the situation in Greece and the implementation of the program." - The German position, which is a European position, is based on the memorandum of understanding, which is the foundation."

Seinni setningin vísar til samkomulagsins sem fyrri ríkisstjórn Grikklands samþykkti þ.e. björgun 2. Með öðrum orðum, að ríkisstjórn Þýskalands líti svo á að samkomulagið sem gert var þá, sé sá grundvöllur sem sé til umræðu. Sem gefur ekki vonir um að, vilji sé til að hnika þeim grundvelli til að ráði.

Guido Westerwelle - "It is clear that there can be no substantial changes to the reform agreements." - "To deal with the lost time in the Greek election campaigns we must,"

Þarna endurtekur utanríkisráðherra Þýskalands þ.s. hann hefur áður sagt, að það þurfi að taka tillit til þess tíma er tapaðist í sumar er tvisvar var kosið til þings í Grikklandi - - mér reiknast til að þar hafi tapast tveir mánuðir, og það getur verið allt svigrúmið sem Westervelle er að tala um.

Tveir - þrír eða fjórir mánuðir, en ekki tvö ár!

 

Grikkland er á spenanum frá Seðlabanka Evrópu!

Fyrr í vikunni var skrítin atburðarás, þ.s. ríkisstjórn Grikklands að nafni til seldi ríkisbréf, sem grísku bankarnir keyptu, þau eru til einungis 3 mánaða, og grísku bankarnir sem þau keyptu - takið eftir, gjaldþrota grísku bankarnir, skiptu þeim fyrir evrur í seðlabanka Grikklands. Sem starfar sem útibú frá Seðlabanka Evrópu.

En málið er, að með hljóðlátum hætti, skv. frásögn Der Spiegel frá sl. viku - indirect aid from the ECB - virðist að Seðlabanki Evrópu hafi blikkað frá harðlínuafstöðu sinni frá því fyrr í sumar. ECB hafi veitt Seðlabanka Grikklands aðgang að prentuðum evrum - og heimilað honum að veita viðtöku ríkisbréfum eigin ríkisstjórnar sem skv. ECB teljast ekki lengur nothæf veð. 

En ríkisstjórn Grikklands ella hefði orðið greiðsluþrota í þessari viku, og líklega hrökklast þá þegar út úr evrunni. 

Með þessum hætti hefur ECB náð fram 3. mánaða fresti á því gjaldþroti. En þ.e. ekkert líklegra að ríkisstjórn Grikklands eigi peninga eftir 3 mánuði fyrir þeirri skuld. 

Fyrir utan að það má vera að rekstrarfé gríska ríkisins klárist fyrr.

Hengingaról Grikklands er því orðin afar stutt.

 

Niðurstaða

Ef greining Der Spiegel á pólitískum aðstæðum innan Þýskalands er rétt, þá sennilega fær forsætisráðherra Grikklands ekki fram það sem hann leggur til. Reyndar hefur ríkisstjórn Þýskalands komið því til skila að engin ákvörðun verði tekin fyrr en í október. Er svokölluð "þrenning" á að skila skýrslu um Grikkland. Svo fundurinn föstudaginn í nk. viku, hefur þá þann eina tilgang að heimila Samaras að koma hugmyndum ríkisstjórnar Grikklands með formlegum hætti á framfæri.

Ástand Grikklands er þannig að því er nú haldið uppi af skrítnum æfingum Seðlabanka Evrópu, sem kom í veg fyrir tafarlaust gjaldþrot Grikklands í þessari viku. Greinilega að ekki veitir af þeim 3 aukamánuðum.

En væntanlega þíðir það, að þá verður umræðan um Grikkland hluti af umræðunni sem fer í gang á næstunni milli leiðtoga evrusvæðis, um björgun evrunnar.

Það væri rökrétt að bjarga Grikklandi ef það stendur til að bjarga evrunni.

Áhættusamt að láta Grikkland gossa, ef það stendur til. Því þá er rofin reglan um að, ekki sé unnt að yfirgefa evruna. Ef það fordæmi er skapað - verður það ekki aftur tekið.

Spurning hvort viljinn til að fórna Grikklandi sem virðist til staðar meðal þingmanna stjórnarflokka Þýskalands, þíði einnig að þeir séu við það að gefa björgun evrunnar sjálfra upp á bátinn.

Þetta kemur allt í ljós í september til október, jafnvel til nóvember.

----------------------------------------

Áhugaverð grein - - The Economist - The Merkel memorandum

Ég held samt að sú sviðsmynd er þeir teikna sé óraunhæf. Annaðhvort hangi evran öll saman eða ekki.

 

 

Kv.


Þýska efnahagsvélin hægir á sér!

Skv. hagtölum sem fram komu á evrusvæði á þriðjudag hefur hægt á hagvexti í Þýskalandi miðað við fyrsta ársfjórðung er vöxtur mældist 0,5%. En á öðrum ársfjórðung var hann 0,3%. Sem er þó 0,1% hærra en hagfræðingar höfðu spáð. Á sama tíma mælist Frakkland aftur með 0,0%. Sem einnig er betur sloppið en hagfræðingar reiknuðu með.

Það virðist að útflutningur til landa utan evrusvæðis sé að töluverðu leiti að koma í stað minnkunar útflutnings til annarra aðildarlanda evru.

Á sama tíma og neysla innan Þýskalands einnig heldur uppi hagkerfinu, en enn virðist að neytendur séu að njóta ágóða af launahækkunum fyrr á árinu og síðari hl. sl. árs.

Þannig að enn sem komið er - virðist Þýskalandi takast að veðra storminn frá S-Evrópu.

En blikur eru á lofti - hagfræðingar vara við því að samdráttur geti orðið reyndin á 3. fjórðungi, tölur um magnpantanir í sl. mánuði og þann á undan, og núverandi. Bendi til þess að útflutningur til landa utan evru muni ekki lengur standa á móti minnkun útflutnings til annarra aðildarlanda evru. Og neytendur virðast orðnir svartsýnni en áður um framtíðina - sem getur leitt til viðsnúnings í neyslu.

Könnun gerð meðal viðhorfa atvinnurekenda í Þýskalandi, sýnir einnig að atvinnurekendur eru verulega svartsýnir um framhaldið og óttast að mun svartara ástand sé framundan. Önnur vísbending um viðhorf atvinnulífsins er töluverð minnkun fjárfestinga þetta ár miðað við sl.

German Economy Is Running Out of Steam: "Compared with other euro-zone countries, German is doing well. The second-quarter growth compares with declines of 0.7 percent in Italy, 0.6 percent in Belgium and 0.4 percent in Spain. The French economy stagnated and the entire 17-nation euro zone is expected to show a GDP contraction of 0.2 percent in the same period."

Germany fears business slowdown: “The business cycle in Germany is at a critical point,” said Allianz, the insurer. “The growth engine is stuttering more and more ... the insecurity stemming from the eurozone debt crisis is leaving more and more traces on the German economy.”

Euro Zone Economy Shrinks, Darkening Outlook: "Economic activity in the 17-country currency bloc fell at an annualized rate of 0.7% in the second quarter after stagnating in the first three months of 2012, according to data from the European Union's statistics arm." - á ársbasis -0,7%.

Það virðist einungis spurning um tíma hvenær Þýskaland togast einnig niður af vanda evrusvæðis!

 

Önnur áhugaverð frétt:

Investors Prepare for Euro Collapse:

  1. "Banks are particularly worried. "Banks and companies are starting to finance their operations locally," says Thomas Mayer who until recently was the chief economist at Deutsche Bank"
  2. "The flow of money across borders has dried up because the banks are afraid of suffering losses."
  3. "According to the ECB, cross-border lending among euro-zone banks is steadily declining, especially since the summer of 2011."
  4. "...banks are even severing connections to their own subsidiaries abroad. Germany's Commerzbank and Deutsche Bank apparently prefer to see their branches in Spain and Italy tap into ECB funds, rather than finance them themselves."
  5. "At the same time, these banks are parking excess capital reserves at the central bank."
  6. "They are preparing themselves for the eventuality that southern European countries will reintroduce their national currencies and drastically devalue them."
  7. "In effect, the bankers are sketching predetermined breaking points on the European map. "Since private capital is no longer flowing, the central bankers are stepping into the breach," explains Mayer. The economist goes on to explain that the risk of a breakup has been transferred to taxpayers. "Over the long term, the monetary union can't be maintained without private investors," he argues, "because it would only be artificially kept alive.""
  8. ""Many companies are now taking the route that US money market funds already took a year ago: They are no longer so willing to park their reserves in European banks," says Uwe Burkert, head of credit analysis at the Landesbank Baden-Württemberg, a publicly-owned regional bank based in the southern German state of Baden-Württemberg."
  9. "And the anonymous mass of investors, ranging from German small investors to insurance companies and American hedge funds, is looking for ways to protect themselves from the collapse of the currency -- or even to benefit from it. This is reflected in the flows of capital between southern and northern Europe, rapidly rising real estate prices in Germany and zero interest rates for German sovereign bonds."

Þetta er mjög góð samantekt hjá Der Spiegel, sýnir að einkaframtakið er að undirbúa sig undir brotthvarf fj. aðildarlanda úr evrunni.

Jafnvel undir möguleikann, að hún hverfi af sjónarsviðinu. Evrópski bankaheimurinn er aftur að brotna niður í eftir gömlu landamærum Evrópu.

Einmitt þess vegna - verður Seðlabanki Evrópu að koma inn, og hefja stórfellda prentun.

Annars er erfitt að sjá aðra útkomu - - en bæ, bæ evru.

Það getur ráðist þegar í haust hvort vilji til nægra aðgerða til bjargar evrunni er fyrir hendi, ef ekki má jafnvel vera að endalok hennar verði ljós fyrir nk. áramót.

En þing aðildarlandanna eru nú að koma úr sumrafrýjum - a.m.k. sum hver. Fundir hefjast á næstunni. Leiðtogar fara á ný að takast á við stóru málin.

Alvarlegir fundir hefjast þó líklega ekki fyrr en í september. Og standa sjálfsagt a.m.k. fram í október. Þannig að í nóvember getur það legið fyrir að ekki sé vilji að bjarga evrunni eða að sá hafi loks fundist.

Ef ekki, þá yrði þróunin hröð í kjölfarið - hrun gæti gengið yfir á vikum í stað mánaða.

 

Þriðja áhugaverða fréttin!

Greece seeks two-year austerity extension: "Greece is seeking a two-year extension of its latest austerity programme..."The extension plan calls for a slower adjustment with cuts spread over four years until 2016, and the budget deficit declining annually by 1.5 percentage points of national output rather than 2.5 points under the present arrangement." - "According to the document, Greece would need additional funding of €20bn...Funds would be raised from an existing IMF loan, issues of treasury bills and, Greece hopes, a postponement in the start of repayments of its first EU-IMF loan from 2016 until 2020." - "Antonis Samaras, the centre-right prime minister, is expected to outline the proposal during talks next week with Angela Merkel, German chancellor, in Berlin and French President François Hollande in Paris."

Ljóst er að gríska hagkerfið mun dragast saman um cirka 7% þetta ár, eða svipað og sl. ár - í stað 4,5% sem AGS og Seðlabanki Evrópu spáði. En reyndar hafa þær spár aldrei staðist um Grikkland síðan vandræðin þar hófust, spár beggja aðila hafa hingað til án undantekninga vanmetið samdráttinn.

Mér sýnist augljóst að það sé eins og að ætla að kreista blóð úr steini, að heimta 5% miðað við þjóðarframleiðslu niðurskurð í Grikklandi á tveim árum, ofan á 8% niðurskurð sem þegar hefur átt sér stað síðan kreppan hófst, nú fara grísk stjv. fram á að sá sami niðurskurður taki 4 ár í stað 2-ja.

En þ.e. virkilega ekki augljóst að stjórnvöld Þýskalands muni samþykkja slíkt, t.d. vekur yfirlísing háttsetts þýsks stjórnmálamanns frá því um helgina allt annað un bjartsýni: Þýskaland muni beita neitunarvaldi á aðstoð við Grikkland - ef Þýskaland metur að Grikkland sé ekki að standa sig!

Það stefnir því í enn eitt spennuástandið vegna Grikklands.

  • En ef ekki verður af tilslökun, þá sé ég ekki að grísk stjv. geti haldið áfram með prógrammið.
  • Fyrir utan að þverneitun á tilslökun, verður fullkomin tilliástæða fyrir stjórnarflokkana að réttlæta að taka Grikkland út úr evrunni, og lýsa landið einhliða gjaldþrota.

 

Niðurstaða

Þó svo að rólegt hafi verið í evrukrýsunni sl. vikur vegna sumarfrýja í Evrópu. Leiðtogar og þing, verið í rólegheitum. Á meðan hafa mál einfaldlega beðið. Þá nálgast sá tími að fundahöld hefjist á ný.

Mjög stórar spurningar standa galopnar frammi fyrir pólitískri stétt evrusvæðis. Ekki síst, hvort evran á að halda áfram eða ekki.

Við hliðina á því, er vandi Grikklands krækiber. En þó getur brotthvarf þess sett hættulegt fordæmi, ef þ.e. vilji til að halda áfram með evruna. En þá er ívið betra að halda Grikklandi inni.

Þá þarf að slaka nægilega á, til að Grikkland hrökklist ekki út.

Engin leið að vita fyrirfram hver verður ákvörðun leiðtoga Evrusvæðis. En spennandi reikna ég með að september og október verði. Niðurstaða ætti ekki að liggja fyrir mikið síðar en í nóvember. Sem þíðir að ef niðurstaðan er sú, að evran er á förum. Þá geti nýtt ár hafist með því að sú atburðarás verði kominn í óstöðvanlegann farveg.

Við lifum á áhugaverðum tímum.

 

Kv.


Mýtan að stöðugt gengi jafngildi stöðugum lífskjörum!

Þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið, þrátt fyrir þá atburðarás sem er í gangi á evrusvæði. Er enn hópur sem rígheldur í þá "úreltu" hugmynd, að krónan sé ítrekað gengisfelld til að setja kostnaðinn á herðar almennings, gengisfelling er þá greinilega einhverskonar samsæri vondra afla, sem færa kostnaðinn af atvinnulífinu yfir á herðar almennings - meiningin að atvinnulífið eigi með réttu að taka þann kostnað. Eða eins og menn oft segja, þetta sé gert ítrekað til að bjarga ílla reknum fyrirtækjum frá falli, ílla rekin fyrirtæki eigi einfaldlega að fá að fara.

Það áhugaverða er, að evrukrýsan hefur verið að gefa okkur ágæta mynd af afleiðingum hins valkostarins, að fella ekki gengi - heldur að hagkerfið leitist við að hagræða, lækka kostnað, vinna sig smám saman út úr erfiðleikum - en án gengisfellingar.

Margir segja, að gengisfelling sé ódýr leið - "miklu betra sé að taka á sínum málum" - þá meina þeir, að gengisfelling sé notuð til að íta "vandanum áfram" í stað þess að leysa hann.

Bendi á áhugaverða grein: IMF Says Bailouts Iceland-Style Hold Lessons in Crisis Times

  • Ísland gerði sem sagt allt sem ekki á að gera skv. hagfræði þá sem er rýkjandi á evrusvæði, og íslenskir aðildarsinnar aðhyllast.
  1. Gengið var fellt, og það féll stórt.
  2. Það gekk yfir verðbólga sem um tíma mældist í tugum prósenta, en hún leið hjá - var gengin niður að mestu á tveim árum.
  3. Hagsmunir fjárfesta voru fyrir borð bornir - þ.e. þeir tóku skellinn að stærstum hluta, samfélagið hérlendis tók ekki að sér að verja þeirra hagsmuni.
  4. Að auki, flótti fjármagns var hindraður með því að setja á höft á fjármagnsflæði.

Ég veit ekki fyrir 100% víst að það sé raunverulega rétt - en Stefán Ólafsson prófessor heldur því fram, að lífskjör á Íslandi hafi farið aftur á cirka sama stað, og 2004: Hvert fóru lífskjörin?

"Einkaneyslan fór samkvæmt þessum magnvísitölum Hagstofunnar niður um tæp 23%, en það er svipað og samanlagður vöxtur hennar hafði verið frá 2005. Einkaneyslan fór nokkurn veginn aftur til 2004, að magni til."

Það a.m.k. rýmar við fullyrðingu Seðlbanka Ísl. frá sl. ári, að gengi krónunnar sé cirka 25% lægra en meðaljafnaðargengi undanfarinna ára - Danske Bank sagði v. upphaf sl. árs að gengi krónu væri 26% lægra en meðaljafnaðargengi sem rýkt hafði áður.

Þetta styður rök Stefáns Ólafs - - síðan hefur gengið hækkað nokkuð á þessu ári, koma fram í frétt sem mig rámar í, að Stefán hafi einnig sagt að miðað við þróun þessa árs, séu lífskjör að nálgast stöðu 2006.

Sjá frétt Bloomberg að ofan: "The krona has gained about 15 percent against the euro since a March 28 low and was trading little changed at 147.27 per single currency as of 12 noon in Reykjavik today."

Þetta er áhugavert því skv. því er bilið sem Danske Bank og Seðlabanki töluðu um á sl. ári, verulega minnkað.

Tek fram að þetta getur reynst vera tímabundin uppsveifla í ár - að þegar gjaldeyristekjur minnka aftur í haust, þá lækki krónana nokkuð á nýjan leik.

Punkturinn er sá, að það verður ekki séð að sú skerðing sem almenningur hafi gengið í gegnum á Íslandi, skeri sig úr - þegar Ísland er borið saman við önnur kreppulönd.

  • Eystrasaltlönd, þ.s. lífskjör skruppu saman einnig á bilinu 20-25%.
  • Á Írlandi, þ.s. mjög sambærileg skerðing lífskjara varð.
  • Döpur saga Grikklands er ekki enn hálfnuð, en þar á mjög líklega eftir að verða mun verri skerðing, en hér varð.
  • Og ég á ekki von á að spánverjar sleppi neitt betur en Íslendingar, þegar kurl koma til grafar.
  • Sama um íbúa Portúgals.

Auðvitað er sagan ekki enn öll sögð. Hvað hagvöxt þann sem var á Íslandi á sl. ári, þá byggðist hann á því að tiltekin skilyrði voru hagstæð - - þ.e. góður loðnuafli, góð makríl veiði, hagstæð verð fyrir fisk - þau voru hærri á sl. ári en árið á undan.

Nú í ár, eru verð lakari en sl. ár - verið er að auka afla í Barentshafi úr 750þ. tonnum í um milljón, sem er aukning í þorskafla sem er stærri en allur okkar þorskafli, mér virðast líkur því á að verð muni falla töluvert á mörkuðum í Evrópu á nk. fiskveiðiári.

Þannig að blikur eru á lofti um áframhaldandi hagvöxt - þetta gæti endað með samdrætti og gengisfalli á nk. ári, ef grunur minn um verulegt verðfall rætist.

  • Mér sýnist þó ekki líklegt að við færumst aftur fyrir 2000 í lífskjörum - - svo fremi sem evran fellur ekki um koll, og ný heimskreppa skellur á.
  • Ef það gerist, þá auðvitað er skrattinn laus - og enginn veit hve langt hlutir geta fallið. 

Ég bendi að auki á skýrslu OECD frá 2010 um evrusvæði:

OECD Economic Surveys: Euro Area, December 2010

Hún inniber mjög merkilega greiningu á orsökum vanda evrusvæðis.

Þetta plagg sýnir í reynd - að meintur aukinn hagvöxtur af evru, var blekking.

Þetta sést vel ef "Figure 1" er skoðun, en sú mynd sýnir hlutfall hagvaxtar á evrusvæði sem útskýrist af viðskiptahalla.

Síðan sýnir myndin einnig hagvöxt þann sem samanstendur af hagnaði landanna sem voru með afgang af viðskiptum - en hlut af þeim afgangi var til kominn vegna sölu varnings út fyrir svæðið, en aftur á móti borið er saman þykkt svæðanna.

Þá geta menn séð út nokkurn veginn hvað mikill nettó vöxturinn er, ef það hefði ekki verið þessi viðskiptahalli - en þá þurrkast út jafnþykk sneið af ljósa svæðinu og nemur þykkt sneiðarinnar, sem sýnir hagvöxt sem útskýrður var með vexti landanna með halla.

Þegar þannig bóluvöxturinn er sneiddur af - sést að nettó vöxtur var í reynd sára lítill per ár á evrusvæði, en bóluvöxturinn er nú að fara af; kreppan er skuldadagarnir.

Punkturinn er, að það virðist ekki hafa verið neinn viðbótarhagvöxtur - vegna evrunnar.

Þess í stað, eru löndin í vanda nú að borga með samdrætti fyrir þann hagvöxt sem þau tóku á sl. áratug að láni, með viðskiptahalla - - á sama tíma, skerðist hagvöxtur einnig landanna í Evrópu sem voru vön að flytja út til landanna nú í vanda, því næstu misseri verður eftirspurn í þeim löndum skert.

Viðskiptahalli er í reynd ekkert annað en lán - sem almenningur mun borga síðar til baka, með skerðingu í því seinna. Þess vegna er það líka ákveðin blekking í því - að kalla það skerðingu að gengi krónunnar leiðrétti viðskiptajöfnuð öðru hvoru úr mínus í plús - því eins og sést innan evru er almenningur ekki að sleppa við að borga kostnaðinn af uppsöfnuðum skuldum í þeim ríkjum er voru með viðskiptahalla á sl. áratug, og þá eimitt með skerðingu lífskjara áratuginn á eftir.

Útkoman sé a.m.k. ekki lakari hér á klakanum.

Að taka skerðinguna strax - er mín kenning, að sé í reynd betra. En að borga hana síðar til baka með endurgreiðslu skulda með álögðum vöxtum.

-----------------------------

Þarna er ég að miða við - að það verði ekki hrun, löndin slumpist í gegnum þetta - flr. ár af kreppu.

Punkturinn er sá - að það er ekkert sem bendir til þess að sú leið sem löndin á evrusvæði eru að fara, sé að skila almenningur í þeim löndum skárri útkomu, en þeirri sem íslendingar hafa gengið í gegnum.

 

Niðurstaða

Í þessari grein hef ég ekki gert ráð fyrir hruni í Evrópu. Heldur miðað við bestu útkomu, að það verði ekki hrun. Miðað við það ástand, er ekki að sjá að íslendingar komi ílla út í samanburði við lönd innan Evrópu sem hafa lent í umtalsverðum efnahagsvanda. 

Ef aftur á móti það verður hrun, þá auðvitað munu lífskjör í Evrópu falla hressilega.

En því miður - munu okkar lífskjör þá einnig togast verulega niður, þ.s. Evrópa er okkar megin útflutningsmarkaður.

--------------------------

Málið með lífskjör er að stöðugleiki þeirra er í reynd grundvallaður af stöðugleika hagkerfisins sjálfs, ef það verður stórt efnahagsáfall - þá sleppur almenningur ekki.

Það að taka upp annan gjaldmiðil en krónu - bjargar ekki almenningi, þó svo að gengi þess gjaldmiðils sé stöðugt. Þá skerðast lífskjör samt - og þ.s. sést mjög sambærilega mikið.

Það er aldrei valkostur - að almenningur taki ekki á sig tjónið.

 

Kv.


Þýskaland muni beita neitunarvaldi á aðstoð við Grikkland - ef Þýskaland metur að Grikkland sé ekki að standa sig!

Þetta kemur fram í þýska viðskiptablaðinu "Handelsblatt" sjá grein: Unions-Fraktionsvize kündigt deutsches Veto an. Telegraph vakti athygli á þessu í: Debt crisis: Germany ready to block Greek aid if country misses targets. Þarna er um að ræða ummæli höfð eftir Michael Fusch, háttsettum þingmanni stjórnarflokks Angelu Merkel - "The deputy head of Chancellor Angela Merkel's conservative parliamentary bloc"

Maður myndi ætla að slíku maður sé ekki að segja eftirfarandi - ef hann hefur ekki grunn til að standa á.

"„Ich sage zum Mitschreiben: Auch wenn das Glas halbvoll ist, reicht dies für ein neues Hilfspaket nicht aus. Dann kann und wird Deutschland nicht zustimmen.“  Man könne zwar keine Land aus der Euro-Zone „her ausdrängen“. Er gehe aber davon aus, dass die „griechische Regierung weiß, was zu tun ist, wenn sie nicht in der Lage ist, die Reformauflagen zu erfüllen“.

Sollten andere Euro-Staaten anders votieren, dann habe Deutschland „beim EFSF ein Veto-Recht“. Und wenn Deutschland davon überzeugt sei, dass Griechenland „die Auflagen nicht erfüllt hat, dann werden wir von diesem Veto-Recht Gebrauch machen“. Deutschland habe „die Grenze der Belastbarkeit erreicht“."

Í Google Translate verður textinn að:

The Union parliamentary group deputy spoke for the first time also for a withdrawal of Greece from the Euro-zone - even if the country complies with the requirements in part. "I say for the record: Even if the glass is half full, this is not enough for a new aid package. Then, and Germany will not agree. "You could certainly no country in the euro-zone" ausdrängen ago. " He assume, however, that the "Greek government knows what to do if they are not in a position to meet the reform requirements."

If other euro states vote differently, then Germany had "the EFSF a veto." And if Germany is convinced that Greece "has not met the requirements, then we will exercise this right of veto". Germany had "reached the breaking point."

  • Ekki sérstaklega þjál þýðing - en hann virðist segja að Þýskaland sé komið að þolmörkum hvað Grikkland varðar.
  • Annaðhvort standi Grikkland við alla þætti fyrra samkomulags.
  • Eða Þýskaland mun beita neitunarvaldi ef til þarf, til að tryggja að ekki verði af frekari greiðslum neyðarlána til Grikklands.
  1. Líklega er engin tilviljun að Fusch segir þetta - þetta sé hluti af þrístingi á ríkisstjórn Þýskalands.
  2. Verið að tjá henni, að Grikkland hafi ekki val um annað en 100% hlíðni.
  3. Ef Grikkland ætlar að halda áfram innan evrunnar.

Fram kemur í frétt Telegraph, að niðurstöðu sé ekki að vænta fyrr en eftir miðjan september þegar vinnuhópur svokallaðrar "þrenningar" sem nú er staddur í Aþenu, kemur fram með skýrslu um stöðu mála í Grikklandi.

En sá vinnuhópur hefur verið samfellt í Grikklandi síðan snemma í júlí, verið að fara í gegnum hluti með stjórnarflokkum Grikklands. En það eru gerðar mjög strangar kröfur um mjög harðann viðbótar niðurskurð - m.a. að þúsundir opinberra starfsmanna verði sagt upp störfum þegar á þessu ári.

Að laun verði lækkuð hressilega hjá opinberum starfsmönnum, fríðindi verði frekar skert m.a. eftirlaunafríðindi. 

Þetta mætir mjög öflugri andstöðu meðal grískra ríkisstarfsmanna og stéttarfélaga þeirra, sem ekki er undarlegt. En þau hafa mikil ítök meðal flokka á vinstrivæng grískra stjórnmála. 

Að auki er útlit fyrir miklar skerðingar á félagslegu stuðningskerfi - sem þegar er mun veikara en í löndum norðarlega í Evrópu.

Við bætist að það er staðfest að hagkerfi Grikklands mun dragast saman um a.m.k. 7% þetta ár, sem staðfestir að spár um mun lægri samdrátt voru vitleysa - en reyndar hafa spár stofnana ESB um Grikkland alltaf vanmetið stórfellt samdrátt á Grikklandi.

Ég hugsa að ummæli Fusch séu til að skapa þrísting á stjórnarflokka Grikklands, sem eru enn að semja við fulltrúa "þrenningarinnar (sérfræðingar á vegum AGS, Seðlab. Evr., og björgunarsjóðs evrusvæðis), en ríkisstjórn Grikkland upphaflega fór af stað með fyrirætlanir um að fá verulegar tilslakanir. En ljóst er að þjóðverjar eru ekki til í að ræða slíkt.

Mín tilfinning er að gjaldþrot Grikkland sé loksins framundan líklega síðla í september, og því brotthvarf þess úr evru.

 

Niðurstaða

Flestir óháðir aðilar spá því að ríkisstjórn Grikkland sé það öldungis ómögulegt að fullnægja skilyrðum hinnar svokölluðu "þrenningar" ef á þeim verður ekkert slakað. Þessi mál munu þó ekki ráðast fyrr en í september.

En það virðist að þýskir hægrimenn séu til í að taka þá áhættu, sem brotthvarf Grikklands úr evrunni væri - fyrir einmitt evruna.

En hugmyndir virðast uppi um, að það þurfi að kenna lexíu, sýna löndum sem kunna að vilja síðar meir hugsanlega að fara, hve slæm sú útkoma verður.

Með öðrum orðum, menn telja að Grikkland muni krassa harkalega - og það muni kenna mönnum, að það borgi sig ekki að fara.

En á móti, ef Grikkland fær að hverfa úr evru, er rofið tabúið - um það að ekki sé mögulegt að hverfa úr henni, og ef menn hafa rangt fyrir sér með líklega framvindu Grikklands eftir brotthvarf.

Þá geta þeir þvert á móti skapað - tja, "hættulegt fordæmi".

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband