Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Mótmælaflokkurinn "Sannir Finnar" 3. stærsti flokkur Finnlands, skv. úrslitum þingkosninga í Finnlandi um helgina! Mun Finnland hindra samþykki björgunarpakka fyrir Portúgal?

Sú spurning sem skiptir okkur á Íslandi máli, er hvaða áhrif þetta mun hafa á samstarfið um Evruna, og tilraunir til að leysa krísuna sem þar hefur staðið yfir nú í ríflega heilt ár. En, finnska þingið er sérstætt að því leiti að það hefur rétt til þess að greiða atkvæði um hlutdeilt Finnlands í framtíðar björgunarpökkum og björgunarsjóðum, væntanlega vegna þess að finnsk lög heimila ekki ríkisstjórn að afgreiða slíkar skuldbindingar án samþykkis þingsins. Þetta er þá væntanlega svipað og hér, að Alþingi þarf að samþykkja allar bindandi skuldbindingar gagnvart erlendum þjóðum.

  • En, "Sannir Finnar" hafa risið upp á barmi mótmælaöldu er virðist hafa orðið til meðal finnskra kjósenda, gegn því að betur staddar þjóðir eins og Finnar skuldbindi sig til að aðstoða þ.s. mætti kalla óreiðuþjóðir, við það verk að koma sér út úr vanda er þær sjálfar komu sér í!
  • Þetta er hið minnsta sýn - nokkurn veginn af þessu tagi, sem við erum að tala um.
  • Síðan bætist við sterk heilög reiði-tilfinning, sem nær tökum á fólki, yfir þeirri ósanngirni að þeir m.a. eigi að setja sína eigin skatta, í það að borga þ.s. þeim finnst vera óreiða annarra. 

Skv. fréttum kosningaúrslit:

  1. Mið-hægriflokkurinn, Samstöðuflokkurin, 20,4% atkvæða og 44 þingsæti, sex færri en í síðustu kosningum.
  2. Jafnaðarmannaflokkurinn, 19% atkvæða, 42 þingsæti, og þrem færri en í síðustu kosningum.
  3. Sannir Finnar, 19% atkvæða, 39 þingsæti - fjölgun um 34 frá síðustu kosningum.
  4. Miðflokkurinn, 15,8% atkvæða, 35 þingmenn, og 16 færri en í síðustu kosningum.

Finnish poll turns on anti-euro feeling :"The True Finns party, which has vowed to oppose the proposed rescue package for Portugal, won about 19 per cent of the vote, up from just 4.1 per cent at the last election in 2007." - "Concern has mounted in recent weeks that a strong showing by the True Finns could disrupt efforts to tackle the eurozone debt crisis because Finland, unlike other eurozone countries, requires approval from its parliament to take part in EU bail-outs." - "Finnish backing is crucial because EU rules require unanimous approval for each use of eurozone bail-out funds. Senior European officials have begun exploring possible ways to push through the Portuguese deal without Finnish support should that prove necessary."

  • Þessi mikli kosningasigur "Sannra Finna" virðist hleypa óvænt viðbótar spennu í vanda Evrusvæðisins.
  • En það getur verið úr vöndu að ráða, þ.s. finnski krataflokkurinn greiddi atkvæði gegn samþykki á finnska þinginu fyrir björgunarpökkum til Írlands og Grikklands, og sennilega er óhjákvæmilegt að annaðhvort kratar eða "Sannir Finnar" verði í næstu ríkisstjórn Finnlands.
  • En, kannski þegar á hólminn er komið, munu finnsku kratarnir - þegar þeim býðst ríkisstjórnarseta, ákveða að snúa algerlega við blaðinu og styðja næstkomandi björgunarpakka fyrir Portúgal, sem vonast er víst til að verði tilbúinn til samþykkis í maí nk.
  • En, hinn bóginn, þá setur þessi mikli kosningasigur "Sannra Finna" - sú klára andstaða fjölmenns hóps almennings, aukinn þrýsting á finnska krata að standa við sýna fyrri andstöðu.


Landið sem skiptir raunverulegu máli er Spánn!

Nú keppist hver talsmaðurinn og pólitíkusinn um þverann innan ESB, um að segja að Spánn sé traustur sem klettur. Spánn sé varnargarðurinn fyrir Evruna. Evrukrýsan stoppi með Portúgal.

Þess vegna er einmitt mikilvægt að ferlið gangi fyrir sig í tengslum við Portúgal, þannig að ríkissjóði Portúgals sé forðað frá greiðslufalli - því greiðslufall Portúgals yrði mjög erfitt áfall fyrir spanska banka.

Will Spain be a Domino or a Dam? : "Spain's banks have an estimated exposure of €65 billion to Portugal, the largest of any euro-zone country and twice the exposure of Germany and of France."

Samkvæmt fjármálaráðherra Spánar, frú Salgado, þá mun heildarkostnaður við björgun spænskra banka, ekki verða hærri en 25ma.€. 

Svo þ.e. eins gott að Portúgal fái björgun, áður en ríkissjóður Portúgals verður gjaldþrota og það án nokkurs efa, í júní nk.

Spánn hefur fleiri vandamál:

  • Óskaplegt atvinnuleysi þ.e. 20% + heilt yfir og 40% + hjá ungu fólki. 
  • Rauntekjur hrynja á mesta hraða sem átt sér hefur stað, síðan upp úr 1970.
  • Miklar líkur eru á því, að vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu muni verða endurtekin næsta mánuð, þannig að þá hækki vextir aftur - sem mun bitna ílla á Spáni vegna þess að meginhluti húsnæðislána er á breytilegum vöxtum.
  • Hagvaxtar spár sem óháðir aðilar vinna, eru mun skeptískari þ.e. á bilinu 0-rúml. 1% fyrir næsta ár.
  • Cirka milljón húseignir eru óseldar, sem kvá vera u.þ.b. 3-falt magn húseigna sem óseldar eru í Bandaríkjunum, miðað við hlutfallstölu útreiknaða per haus.

Ef ríkisstj. Spánar lendir allt í einu í því, að þurfa að borga út 80ma.€ í endurreisn bankakerfis - ef samtímis aukinn vaxtakostnaður þeirra sem skulda íbúðalán er að draga enn hraðar úr neyslu; þannig að ríkið er að auki að fá minni tekjur en það reiknaði með frá skattlagninu á veltu.

Þá auðvitað stenst ekki planið um að lækka hallann á spænska ríkissjóðnum, eins og stefnt var að.

Að auki, lélegri hagvöxtur eða jafnvel enginn - mun gera fjárfesta meir skeptíska á getu Spánar til að standa undir eigin skuldum.

Það er því langt í frá óhætt að fagna því, að Spánn sé úr hættu!

Ef kosningasigur Sannra Finna, leiðir til þess að finnska þingið eða ríkisstjórn Finnlands, hindrar samþykki björgunarpakka fyrir Portúgal; þá getur afstaða markaða gagnvart Spáni breyst leiftursnöggt til hins verra.

Í ofanálag, þá líklega minnka einnig snarlega líkur á því, að aðildarlönd Evrusvæðis muni geta leitt nýtt samkomulag um Evruna til lykta í júní nk. eins og plön eru uppi um, þ.s. m.a. stendur til að styrkja björgunarsjóð Evrópu, og gefa þau skilaboð til markaða að Evrópa sé til í að verja - jafnvel Spán.

En, ef þau plön einnig virðast úti, þá getur staða Evrunnar versnað æði hratt!

 

WSJ segir að AGS telji óhjákvæmilegt að afskrifa skuldir Grikkland!

IMF Believes Greece Should Consider Debt Restructuring By 2012

Wall Street Journal heldur því fram, að þeir hafi öruggar heimildir fyrir því, að AGS sé nú þeirrar skoðunar að Grikkland sé ófært um að standa við núverandi skuldir; þannig að afskrift á bilinu 50-60% sé óhjákvæmileg, en afstaða markaða er að afskriftaþörf Grikklands sé cirka þetta.

Þetta mun verða vatn á millu andstöðu flokksins "Sannra Finna" sem munu segja, að með því að samþykkja björgun Portúgals, sé verið að henda finnsku skattfé út um gluggann!

Það er reyndar líklega rétt - því mjög ólíklegt er ennig að Portúgal muni nokkru sinni geta endurgreitt slíkann björgunarpakka að fullu!

Þýskir bankar eiga víst 46,5ma.€ af grískum skuldum, sem segir að þeir þurfi ef til vill að afskrifa um 25ma.€.

Merkel hafði fyrir því nýlega, að endursemja um það hvernig greiðslur í nýjan björgunarsjóð Evrusvæðis skulu ganga fyrir sig, sem hefja á starfsemi 2013, til að losna við 13ma.€ greiðslu - það ár.

Líklega, stendur í henni, að samþykkja að líklega liðlega helmingur grískra skulda í eigu þjóðverja, sé einskis virði - því góður slurkur af því gæti lent á þýska ríkinu, ef þýskir sem lenda í því tapi neyðast til að fá fjármagnsaðstoð frá þýska ríkinu.

 

Niðurstaða

Uppreisn finnskra skattgreiðenda, gegn björgunarsjóðs kerfi Evrusvæðis, getur raskað áætlunum um að bjarga Portúgal og láta vandræðin á Evrusvæðinu stöðvast þar.

Það er ekkert um annað að ræða fyrir okkur, en að fylgjast með fréttum!

 

Kv.


Eru Bandaríkin á leiðinni í þrot?

Það er nýlega komin úr merkileg skýrsla á vegum AGS, nefnd Fiscal Monitor, þ.s. finna má stað heildaryfirlit yfir ríkisfjármál helstu ríkja og svæða heimsins, samanburð á milli svæða heimsins hvað þróun ríkisfjármála varðar - og spá um þróun til framtíðar!

Sjá US Debt Clock

Jeremy Warner -- Who will save America from drowning in debt?

Jeremy Warner -- What Europe's coming debt default will look like

 

Þessi mjög svo áhugaverða tafla, er í skýrslunni á bls. 140 í pdf. skjalinu, bls. 127 í skýrslunni.

http://blogs.telegraph.co.uk/finance/files/2011/04/debt-to-GDP.gif

  • Takið eftir að skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna ná rúml. 100% af þjóðarframleiðslu 2012.
  • Takið eftir Íslandi, sem virðist ekki í slæmri stöðu miðað við útreikning á skuldum sem hlutfall af landsframleiðslu.
  • Í reynd er sú staða villandi, því vegna óhastæðrar samsetningar skulda - þ.e. flestar komnar til á panik tímabilinu þegar hrunið blasti við, þá eru vaxtagjöld mjög óhagstæð og því okkar skuldir í reynd dýrari en meira að segja skuldir Grikklands, ef miðað er við vaxtagjöld sem hlutfall af tekjum ríkisins.
  • Á töflunni sést alvarleg og hröð aukning skulda ríkissjóðs Bandaríkjanna!
  • Japan er í sérflokki út af fyrir sig - en kemst upp með dæmið vegna A)skuldirnar eru í eigin gjaldmiðli og B)sparnaður er nægur í Japan til að vega á móti.

 

Þessi mjög svo áhugaverða tafla, er í skýrslunni á bls. 16 í pdf. skjalinu, bls. 3 í skýrslunni.

Overall Balance (Percent of GDP)...........................2011
World.................................................................-4.7 
Advanced Economies............................................-7.1 
United States.....................................................-10.8 
Euro Area...........................................................-4.4 
France1..............................................................-5.8 
Germany............................................................-2.3 
Italy..................................................................-4.3 
Spain.................................................................-6.2 
Japan...............................................................-10.0 
United Kingdom...................................................-8.6 
Canada...............................................................-4.6 
Others.................................................................0.9 
Emerging Economies............................................-2.6 
Asia...................................................................-3.4 
China.................................................................-1.6 
India..................................................................-8.3 
ASEAN................................................................-2.7 
Europe................................................................-2.3 
Russia.................................................................-1.6 
Latin America.......................................................-2.2 
Brazil..................................................................-2.4 
Mexico................................................................-1.8 
Middle East and North Africa..................................-4.9 
Low-Income Economies.........................................-2.6 
Oil Producers.........................................................1.2 
G-20 Economies....................................................-5.7 
Advanced G-20 Economies......................................-8.0 
Emerging G-20 Economies......................................-2.5 

 

Áhugaverðar staðreyndir:

  1. Heimurinn í heild hefur fjárlagahalla.
  2. Bandaríkin hafa mestan fjárlagahalla þróaðra ríkja.
  3. Evusvæðið sem heild hefur mun minni fjárlagavanda.
  4. Japan getur þó eftir jarðskjálftann þurft að eyða meir sem hlutfall landsframleiðslu en Bandaríkin.
  5. Ekki síst, stefnir í að meðalskuld ríkissjóða þróaðra ríkja nái 100% af þjóðarframleiðslu - á næstu 2 árum.
  6. Þetta segir að við séum stödd í skuldakreppu þróaðra ríkja - í heiminum öllum!
  7. Sum lönd eru þó verr stödd en önnur - og að því virðist, stefna Bandaríkin í verstu skuldakreppu allra stórra þróaðra ríkja - fyrir utan Japan - þegar við munum að hallinn miðað við núverandi áætlanir, heldur áfram eftir 2016. Það sem skapar mikla hættu fyrir Bandaríkin, er hve skuldirnar hlaðast hratt upp á sama tíma og pólitíska kerfið virðist lamað af innbyrðis deilum, og mjög lítill vilji sjáanlegur enn til viðbragða, sem nokkrar líkur eru til að dugi.
  8. Verður Obama forseti í framtíðinni, Hoover þessara tíma? Þ.e. sá sem brást á örlagatímum. En, hann virðist ekki vera að leitast við að leiða landið, til sparnaðar - þvert á móti hafa tillögur hans virst mótast af þeirri sýn, að hlutirnir muni reddast því hagvöxtur muni skila nægri aukningu tekna, seinna meir. En í áherslu hans á uppbyggingu velferðarkerfis, hefur gætt þeirrar sýnar að það sé unnt án skattahækkana, sem klárt gengur ekki upp. En, benda má á, að skv. hans tillögum - þrátt fyrir ráðgerðan umtalsverðan niðurskurð - verða Bandaríkin enn með mikinn ríkishalla árið 2016, ekki eru enn komnar fram tillögur frá ríkisstjórn Bandaríkjanna, þ.s. nokkurs staðar inni í framtíðinni, má finna stað þ.s. fjárlagagatið lokast og ríkið fer að greiða skuldir niður. 
  9. En, valið er ekki íkja flókið: A)Stórlega hækka skatta. B)Mjög stórfelldur niðurskurður skv. hugmyndum Rebúblikana. C)Bil beggja, þ.e. niðurskurður og umtalsverðar skattahækkanir. D)Það sem ekki getur gengið upp, er núverandi stefna, að auka stórfelld útgjöld ríkisins og ætlast til að mál reddist að sjálfur sér.
  10. Deilan um fjárlagahallann, og stöðuga - hættulega skuldasöfnun Bandaríkjanna, er nú orðin erfiðasta pólitíska deila, sem Bandaríkjamenn hafa staðið frammi fyrir, um áratugi.
  11. Þessi deila er nú að lama stjórnkerfið, því Repúblikanar heimta niðurskurð og það mjög drakonískan, nánast að leggja af allt velferðarkerfið í Bandaríkjunum. Á sama tíma, eru Demókratar, sem ætla sér að stórauka á velferð - færa þau mál nær því sem tíðkast í Evrópu; mjög ákveðnir á móti þeim sparnaðarhugmyndum; en í staðinn eru móttillögur þeirra um sparnað alltof - alltof litlar til að skila nokkru því sem skiptir máli. En, Demókratar þora ekki að leggja til hækkun skatta. Ekki vilja þeir heldur, hætta við hugmyndir um stórfellda uppbyggingu velferðarkerfis, sem hefur verið mjög lengi heitur draumur þeirra, að hrinda í framkvæmd.
  12. Þannig, að í Washington er pólitísk pattstaða. Á meðan, safnast skuldirnar upp með ógnarhraða, og stefnir í stóra hættu innan fárra ára. En hrun virðist algerlega öruggt! Því lengur sem pattstaðan viðhelst, og núverandi snjóboltaáhrif, því verra verður áfallið er það dynur yfir.
  • Eitt sem er sérdeilis athyglisvert, er að Evrusvæðið í heild, er mun betur statt en Bandaríkin.
  • Þessi staðreynd segir, að það sé unnt að leysa vanda Evrusvæðis, ef ríkin einfaldlega samþykkja tillögur sem fram hafa komið, um að gefa út sameiginleg skuldabréf skv. sameiginlegri ábyrgð, sem síðan aðildarríki í vanda geta fengið til að skipta út óhagstæðum lánum, og þannig komist á lappirnar á ný.
  • Þetta segir í reynd, að vandi Evrusvæðis sé mjög - mjög leysanlegur, og alger óþarfi að láta það hrynja; sem er raunveruleg hætta á að það geri, ef ríku löndin aðstoða ekki þau fátækari.
  • Eðlilegt er að gera aðhaldsskröfu - láta þau undirgangast strangt aðhald með eftirfylgni og tékkum; en nauðsynlegt er að veita þeim aðgang að mun kostnaðarminni lánum svo fjármagnskostnaður vaxi þeim ekki yfir höfuð þannig að aðlögun verði ómöguleg.
  • En, ef lán ríkjanna í vanda eru ekki endurfjármögnuð og skipt fyrir til muna ódýrari, þá verða þau öll óhjákvæmilega gjaldþrota, og þá verða bankakerfi ríku landanna einnig fyrir stórtjóni, og ríku löndin lenda í þeim vanda, að þurfa að skuldasetja sig hvort sem er til að forða hruni bankanna heima fyrir - þannig að sameiginleg ábyrgð er alveg örugglega ódýrari leið, og skv. upplýsingum AGS að ofan er líklegt að sameiginlegur fjármagnskostnaður verði vel viðráðanlegur.
  • Þetta er spurning um pólitískan vilja. En, slæm pólitík getur mjög sannanlega leitt til allsherjar hruns, algerlega að óþörfu.
--------------------------------------------Valinn texti tekinn úr skýrslu AGS:
Striking differences are emerging in how fiscal policy will be managed across advanced economies in 2011. The degree of tightening appears to be correlated with the extent of market pressure, as countries facing higher market interest rates are generally reducing their deficits faster (Figure 1.1).
 - bls. 15 í pfd. en 2 í skýrslu.
 
(Lönd í vanda innan Evrusvæðis, hafa verið neydd til að samþykkja stófelldan niðurskurð)
 
The United States is the only large advanced economy (aside from Japan—see below) aiming at an increased cyclically adjusted deficit this year, despite a narrowing (although still large) output gap (Figure 1.2). While targeted measures to address the high social costs of still weak housing and labor markets could be justified, the composition of the stimulus package means that its growth impact will be small relative to its fiscal costs (April 2011 WEO). - bls. 15 og 17 í pfd. en 2 og 4 í skýrslu.
 
(Þarna segja þeir hreinlega, að betra væri fyrir Bandaríkin að hafa sleppt seinni eyðslupakka þ.e. QE2)
 
"In contrast, Europe is tightening. The overall deficit in the euro area is expected to fall sharply, due to withdrawal of stimulus and the lower impact of automatic stabilizers.
  1. Tax base widening (Germany), - (tilvísun til hagvaxtar þar)
  2. wage bill freezes (Italy), - (mun leiða til raunlækkana launa)
  3. pension reform (France and Spain),  - (lækkun eftirlauna og ferð á eftirlaun eldri en áður)
  4. and expenditure cuts and a value-added tax (VAT) rate hike (Spain) will also contribute.
  5. Greece, Ireland, and Portugal have adopted further consolidation measures to enhance the credibility of their front-loaded plans. - (Portúgal er nú á hausnum svo skýrslan er úrelt þarna)
  6. In the United Kingdom, cuts in real discretionary spending and a VAT rate increase will be the primary factors behind a projected decline in the cyclically adjusted deficit of 1¾ percent of GDP, the largest adjustment among major advanced economies."   - bls. 18 í pfd. en 5 í skýrslu.
Slippages are emerging in some economies with respect to what was envisaged in medium-term fiscal adjustment plans (Table 1.2).
  1. Shortfalls reflect new stimulus measures (United States),
  2. more pessimistic macroeconomic projections in this Fiscal Monitor (Canada and Portugal),
  3. natural disasters (Japan),
  4. and a worsened outlook for subnational governments (Canada).
  5. In contrast, Germany is expected to overperform, owing to stronger growth.
  6. Projected adjustment is close to plans in many EU advanced economies.
  7. In some cases, revisions have affected the composition of adjustment (United Kingdom).
  8. Altogether, the average deficit for advanced economies is expected to fall by ¾ percent of GDP to 7 percent. In cyclically adjusted terms, the improvement amounts to ¼ percent of GDP, far less than projected in the November 2010 Fiscal Monitor. - bls. 19 í pfd. en 6 í skýrslu.
(Óhætt að segja að AGS sé nú að hvetja til niðurskurðar og sparnaðar)
  1. "Deficits remain well above the levels that would stabilize debt ratios...
  2. While nearly all advanced economies will narrow their deficits in 2011 (with the largest reductions in the Slovak Republic and Spain),
  3. two-thirds will record further increases in debt (Figure 1.3),
  4. with the average breaching the 100-percent-of-GDP threshold." - bls. 19 í pfd. en 6 í skýrslu.
(Þetta er alvarleg ábending, að planlagðar niðurskurðar aðgerðir séu ekki nægar, til að skuldir ríku ríkjanna hætti að hækka - en heimurinn virðist vera í skuldakreppu hinna svokölluðu þróuðu ríka)
 
"In the advanced economies, extraordinary adjustment efforts are on tap for 2012. Deficits are projected to fall by about 2 percent of GDP in the advanced economies, the largest aggregate decline in at least 40 years (Figure 1.10). - bls. 30 í pfd. en 17 í skýrslu.
 
(orðalag bendir til að niðurskurðar aðgerðir séu óvenjulegar í sögulegu samhengi, en samt séu þær ekki nægar til að duga)
  1. In the United States, the FY2012 budget announced in mid-February maintains the president’s commitment to halve the federal deficit by the end of his first term and the authorities’ Toronto Group of Twenty (G-20) commitment to halve the 2010 deficit by 2013.
  2. The president’s draft budget implies a major cyclically adjusted withdrawal of about 4 percentage points of GDP in FY2012.
  3. While in the United Kingdom the deficit reduction will be in line with that of 2011, in the euro area the pace of deficit reduction is projected to slow, after implementation of heavily front-loaded plans in many countries in 2009–11.
  4. However, the recent agreement in the EU to set a numerical benchmark for debt reduction for countries whose debt ratios exceed 60 percent—a reduction by one-twentieth in the gap between their level of debt and the threshold—could imply a somewhat faster pace of
    consolidation in several countries." - bls. 30 í pfd. en 17 í skýrslu.
(Takið eftir, til stendur að helminga hallann í Bandaríkjunum fram að 2013 - ekki afnema hann)
  1. "On current plans, deficit reduction in advanced economies will slow in 2013 and largely cease in 2014, leaving deficits above precrisis levels in several of them (Table 1.4; Statistical Table 1).
  2. Japan and the United States, in particular, are projected to record 2016 deficits that exceed their 2007 levels by at least 3 percent of GDP.
  3. The 2016 deficit is also projected above its precrisis level in Italy, by a smaller amount.
  4. Deficits in 2016 are expected to be close to precrisis levels in Germany and substantially below precrisis levels in France and the United Kingdom.
  5. The gross general government debt ratio is projected to peak at 107 percent of GDP in 2016, some 34 percentage points above its precrisis level (Figure 1.11; Statistical Table 7)." - bls. 30 í pfd. en 17 í skýrslu.
(Þrátt fyrir planlagðar niðurskurðar aðgerðir verði meðalskuld ríkissjóða þróaðra iðnríkja komin í 107% árið 2016)
 
"Although most fiscal adjustment is planned to come from the spending side (November 2010 Fiscal Monitor), public spending as a share of GDP is projected to remain close to 3 percent of GDP over its precrisis level in the medium term in advanced economies (Statistical Table 5)." - bls. 32 í pfd. en 19 í skýrslu.
 
(enn í kringum 2014-2016 verða opinber útgjöld ríkissjóða ríku iðnríkjanna um 3% af þjóðarframleiðslu hærri en fyrir upphaf kreppu, þrátt fyrir nú planlagðar niðurskurðar aðgerðir)
 
"In advanced economies, longer-term adjustment needs remain large. The customary illustrative exercise conducted in the Fiscal Monitor reports the level to which the cyclically adjusted primary balance must improve by 2020, and subsequently be maintained until 2030, for advanced economies to gradually reduce their debt to 60 percent of GDP (approximately the median precrisis level) by 2030 (Table 1.5a) (40 percent for emerging economies, also the median precrisis level) (Table 1.5b).
  1. On average, the required improvement in the cyclically adjusted primary balance between 2010 and 2020 amounts to about 8 percent of GDP (Advanced economies).
  2. The necessary measures rise to about 12 percent of GDP when one takes into account the projected increase in age-related spending between 2010 and 2030 (Statistical Table 9) (Advanced economies)." - bls. 33 í pfd. en 20 í skýrslu.
(Mögnuð tala, að þegar fólkfjölgunarþróun er tekin með í reikninginn, þurfa þróuð iðnríki að lækka ríkisútgjöld um 12% af þjóðarframleiðslu yfir tímabilið fram til 2020, ef skuldir ríkissjóða þeirra eiga að nást niður í 60% af þjóðarframleiðslu) (Þetta segir að velferðarkerfi eigi eftir að verða fyrir mjög miklu höggi, á næstu árum í gömlum iðnríkjum)
 
"Required adjustment exceeds 5 percent of GDP in one-third of the advanced economies.
  1. Japan, Ireland, the United States, and Greece all confront adjustment needs of 10 percent of GDP or more.
  2. For Japan and Ireland, the challenge stems from large current deficits combined with the need to run large future surpluses to service a sizable debt.
  3. For the United States, the pressure comes from the large deficit.
  4. For Greece, considerable progress has already been made in reducing the primary deficit, but significant further adjustment is needed to stabilize and then reduce the debt ratio.
  5. Compared with the November 2010 Fiscal Monitor, adjustment needs have been revised notably upward for Greece, New Zealand, and Portugal and downward for Austria, Belgium, Canada, Finland, and the Netherlands." - bls. 33 og 34 í pfd. en 20 og 21 í skýrslu.
"Although substantial fiscal consolidation remains in the pipeline, adjustment will need to be stepped up in most advanced economies, especially to offset the impact of age-related spending.
  1. The average projected adjustment of 3½ percent of GDP between 2010 and 2016 amounts to less than half that needed through 2020.
  2. Post-2016 gaps are larger than 3 percent of GDP for several advanced economies, including Belgium, Ireland, Japan, Spain, and the United States.
  3. Thanks to stronger planned adjustment, Germany is projected to implement the required adjustment by 2014 (Figure 1.13).
  4. Korea’s cyclically adjusted primary balance already exceeds that needed to achieve its illustrative debt target, while in a few advanced economies (including Australia, the Netherlands, New Zealand, and Sweden), planned adjustment exceeds calculated needs in this illustrative scenario.
  5. In emerging economies, adjustment needs are generally smaller than in advanced economies, but with some important exceptions. Adjustment needs in emerging economies average about 3 percent of GDP.
  6. However, illustrative adjustment needs exceed 6 percent of GDP in India, Malaysia, and Poland.
  7. In Latvia and South Africa, the illustrative required adjustment is projected to be implemented and exceeded by 2016. - bls. 34 og 38 í pfd. en 21 og 25 í skýrslu.
(AGS segir, að af stóru löndunum sé það Þýskaland, þ.s. planlagðar sparnaðaraðgerðir séu metnar fullnægjandi, til að skapa raunverulegann fjárhagslegann viðsnúning)
 
--------------------------------------------Valinn texti tekinn úr skýrslu AGS.

Þessi mjög svo áhugaverða tafla, er í skýrslunni á bls. 36 í pdf. skjalinu, bls. 23 í skýrslunni.

http://blogs.telegraph.co.uk/finance/files/2011/04/fiscal-adjustment-graphic1.gif

  • Síðasta súlan, þá er fólksfjöldaþróun tekin með í myndina!
  • Það er ljóst af þessu að Bandaríkin, Bretland og Írland; munu öll eiga erfiða tíma framundan.
  • Fyrir Spán, Portúgal og Grikkland, verður aðlögunin mjög erfið einnig - því hún kemur ofan í ástand, þ.s. þegar ríkir mjög erfitt efnahags- og atvinnuástand.

Jeremy Warner: "America is bankrupting itself...So extreme is the country’s addiction to debt that if nothing is done, it will surely force the wholesale retreat from the New World’s century-old dominance of international economic and geopolitical affairs. Worse, the medicine required to correct the problem threatens to be so strong that it may force that same retreat in any case...US public debt will still be rising five years from now, even assuming decent economic growth and taking account of known proposals for deficit reduction...By the end of the decade, the annual interest bill alone will have reached $1 trillion, or more than a quarter of all current US federal spending."

  • Það er mjög einfalt - það er ekki hægt að verja 25% af útgjöldum ríkissjóðs í vaxtagjöld og sleppa við gjaldþrot.
  • Bandaríkin munu því lenda í vandræðum, vel fyrir 2020 ef fram heldur sem horfir, en hversu löngu fyrr er þó ekki vitað. En, markaðir fara að hækka vaxtakröfu vel áður en þeim tímapunkti er náð að vaxtagjöld fari vel yfir 20% af tekjum ríkissjóðs.
  • Enn er ekki of seint, að snúa þeirri öfugþróun við - en til þess þarf líklega mjög grimmar aðgerðir.
  • Sennilega er ljóst, að við erum að sjá á næstu árum, endalok drottnunar Bandaríkjanna, meir vegna þessa skuldavesens Bandaríkjanna og hlutfallslega hnignun þeirra hagkerfis, en upprisu Kína.
  • En, að vísu má vera, að Bandaríkin geti notið nokkuð lengi bandalaga við fjölmörg lönd í heiminum, sem mörg hver munu sjá sér hag af því, að halda í þau.

 

Spurning um Dollarinn

Eðlilegasti gjaldmiðillinn í stað Dollars, er ekki Evran heldur hið kínverska Renminbi, sem er nafnið á þeim gjaldmiðli sem prentaður er. Youanið, virðist meir notað sem reiknistærð innan seðlabanka Kina.

Það sem þvælist fyrir er að Kína:

  1. Tengir gengi Renminbi við Dollar annars vegar og hins vegar gengi Evru.
  2. Síðan, viðheldur ríkisstj. Kína mjög ströngum takmörkunum á notkun síns gjaldmiðils utan Kína. 
  • Renminbið væri annars löngu orðið eitt af mikilvægustu gjaldmiðlum heim!

En, ef gengið þess hefði verið fljótandi eins og gengi Evru og Dollars; hefði gengi þess hækkað smám saman og þannig alþjóðlega viðskiptakerfið sjálf leiðrétt sig.

Þá væri ekki þessi gríðarlegi viðskiptahalli milli Kína og Bandaríkjanna/Evrópu, því vaxandi kraftur hagkerfið Kína hefði framkallað vaxandi eftirspurn í alþjóðahakerfinu eftir Renminbi á kostnað eftirspurnar eftir Dollar og Evru, sem hefði framkallað hækkun gengis Renminbi gagnvart þeim gjaldmiðlum.

Þetta hefði þannig, smám saman bætt samkeppnisskilyrði atvinnuvega í Evrópu og Bandaríkjunum, gagnvart hinu kínverska útflutningshagerfi.

En ríkisstjórn Kína hefur viljandi viðhaldið:

  1. með gjaldeyrishöftum,
  2. með því að skilda útflytjendur til að skila gjaldeyri alltaf jafnóðum til seðlabanka Kína, sem hefur smám saman búið til hinn geysistóra sjóð sem seðlabanki Kína á af Evrum og Dollurum,
  3. mjög ströngum takmörkunum á noktun renminbi utan Kína af hálfu kínv. aðila til að takmarka magn renminbi í alþjóðakerfinu,

- vaxandi kolrangri gengisskráningu renminbi gagnvart Evru og Dollar.

Í reynd eru þessi höft, nánast alveg þau hin sömu og ríkisstjórn Íslands hefur á krónu!

Mín skoðun er, að þetta skapi stórfellda hættu fyrir alþjóða kerfið - því meiri sem vandinn sem þetta skapar verður alvarlegri fyrir þá aðila þ.e. Bandaríkin og Evrópu, sem líða fyrir afleiðingar þeirrar stýringar.

Hættan er sú, að Bandaríkin sérstaklega - sem virðast mest í hættu að lenda undir; brjóti blað í viðskiptasögu heimsins, og setji á sérstaka innflutningstolla gagnvart Kína.

En seðlabanki Bandaríkjanna, hefur verið að leitast við að verðfella dollarinn, með mikilli peningaprentun sbr. QE1 og QE2, sem eru skammstafanir fyrir peningaprentunar aðgerðirnar tvær sem framkvæmdar hafa verið.

Þetta hefur verið að skapa hækkunarþrýsting á ímsa aðra gjaldmiðla, sem hefur leitt sem dæmi til aðgerða seðlabanka og ríkisstjórnar Brasílíu, til að takmarka innstreymi fjármagns til að stemma stigu við hækkun gengis þeira gjaldmiðils.

Ef Bandaríkin framkvæma QE3, sem vel getur gerst, þá mun hætta á gjaldmiðlastrýði svokölluðu magnast, þ.e. fleiri seðlabankar fari að prenta á móti eða löndum með höft á innstreymi fjölgi.

En, meðan Kína heldur áfram að fastengja Renminbi við dollar, og þeir eiga yfrið nóg magn af gjaldeyri til að geta haft áhrif á alþjóðlegt verðlag milli gjaldmiðla. Þá er erfitt að sjá, að það sé nokkur möguleiki á því, að viðskiptahalli Kína gagnvart Bandaríkjunum minnki, sama hvað er prentað mikið af dollar.

Svo, mig grunar að þegar kemur á seinni helming þessa áratugar þá magnist sú freysting, þegar "desperat edge" ætti að vera farið að færast á aðgerðir Bandaríkjastjórnar, þegar gjaldþrot nálgast óðfluga - að skella á tollum þó svo þeir muni brjóta í bág við ákvæði Heimsviðskipta Stofnunarinnar.

Þá "ladies and gentlement" mun alþjóða viðskiptakerfið sigla sinn sjó, og viðskiptastríð taka við.

En ég held, að undirrót hallans í Bandaríkjunum sé ekki síður þetta óeðlilega viðskiptasamband, en stöðugur flutningur starfa til Kína dregur þrótt úr bandar. hagkerfinu og því einnig úr þeim tekjum sem það skilar til alríkisins.

------------------------------

Nema að Kína láti undan, og setji Renminbi á flot, sem þá mun um leið hækka mikið í virði gagnvart Dollar og Evru - sem verður slæmt efnahagsáfall fyrir Kína, en mun bæta til mikilla muna samkeppnishæfni bandar. og evrópsk iðnaðar gagnvart Kína -;erfitt að sjá að Renminbi geti tekið sinn sess sem einn af megingjaldmiðlum heimsins.

Hvað Evruna varðar, er enn mjög sterk óvissa um hana. Evrópa hefur fullt "potential" til að leysa þau vandamál sem að steðjar. En, umtalsverð hætta er að til þess skorti pólitískan vilja.

Ég bendi á andstöðu í Þýskalandi til að létta undir með ríkjum í vanda. Ég bendi á svipaða andstöðu t.d. í Finnlandi þ.s. andstöðuflokkurinn "Sannir Finnar" virðast ætla fá um 17% atkvæða.

En, misskilin andstaða fjölmennra hópa almennings innan tiltekinna tiltölulega vel stæðra landa innan Evrusvæðis, getur komið í veg fyrir að þær björgunaraðgerðir sem til þarf og líklegar eru til að raunverulega duga; komist nokkru sinni til framkvæmda.

Afleiðingar þess síðan, að löndin 3. í vanda mjög líklega lenda í greiðsluþroti innan 3. ára, mun svo skella á bankakerfum álfunnar af fullum þunga; og framkalla þörf fyrir kostnaðarsama endurfjármögnun banka, ekki síst í Þýskalandi sjálfu.

Sameiginleg ábyrgð og aðstoð með útgáfu sameiginlegra skuldabréfa, sem lönd í vanda gætu notað til að endurfjármagna sig - myndi vera mun ódýrari leið; en að láta þau tilteknu lönd krassa og svo láta vanda þeirra hrísla í gegnum bankakerfin.

Meðan þessi vandi er ekki leystur, mun viðhaldast efi um framtíð Evrunnar.

Niðurstaðan er að þrátt fyrir vanda Dollars, lítur ekki svo út að Evra eða Renminbi sé alvarleg ógn við hans stöðu í bráð.

En, ef Evrusvæðis vandinn leysist farsællega, getur staða Evrunnar batnað mjög mikið og möguleikar hennar á því að veðra drottnandi heimsgjaldmiðill; geta hætt að virðast fjarstæðukenndir.

En ef viðskiptastríð skellur á, þá skiptist heimurinn í viðskiptablokkir - og þá snýr heimurinn aftur til ástandsins eftir 1930 en fyrir seinni styrrjöld. Þá verður enginn drottnandi gjaldmiðill, frekar 3-5 gjaldmiðlar er verða drottnandi hver á sínu svæði.

Heimsverslun mun krassa, og langvarandi kreppuástand eins og á kreppuárunum ríkja.

 

Niðurstaða

Mér sýnist það ástand, sem það niðurnjörvað viðskiptasamband Bandaríkjanna og Kína hefur framkallað, vera orðin mjög alvarleg ógn við heimsviðskipta-kerfið. En, gríðarlegur viðskiptahalli Bandaríkjanna og hnignun framleiðsluiðnaðar þarlendis er að stærstum hluta að kenna því, að stjv. í Kína hafa viljandi verið að mjólka Bandaríkin og þau hafa lofað Kína að komast upp með þá mjólkun.

En, þetta getur einfaldlega ekki gengið lengur. Ekki nema í örfá ár til viðbótar. En, mér sýnist afskaplega ólíklegt að 2020 nái að renna upp þannig, að sú atburðarás sem ég óttast að verði; verði ekki búin að eiga sér stað.

En, ástandið sem verið hefur smám saman að ágerast er að iðnaður hefur verið að færast til Kína. Framleiðsla hefur í reynd minnkað ár frá ári í Bandaríkjunum. Hagkerfið holast upp að innan.

Við þessu brást hagkerfið með því að búa til allskonar loftbóludæmi, sem nú eru hrunin eða við það að hrynja. Hnignandi hagkerfi, skilar ekki lengur eins miklum skatttekjum til alríkisins. 

Hnignun hagkerfisins, sé í reynd grunnorsök hallareksturs hins opinbera í Bandaríkjunum. En, hafa ber í huga að á gullaldarárum hagkerfis Bandaríkjanna fyrir 1970 voru útgjöld þau er Bandaríkin stóðu undir til hermála meira en 2-falt meiri en þau eru í dag. Að, þrátt fyrir mikinn samdrátt þeirra útgjalda eftir að kalda stríðinu lauk, hefur staðan versnað svo mjög hjá ríkissjóði Bandaríkjanna að stefnir hraðbyri í þrot.

Útgjöld til velferðarmála hafa að vísu aukist mjög umtalsvert, en punkturinn er að á velmektar árunum hefðu Bandaríkin ráðið við málið.

Síðan, vegna þess að Kínva virðist sína lítinn áhuga til að laga þetta ástand, þá dregur þessi stöðuga mjólkun og áframhaldandi streymi starfa til Kína; úr getu bandar. hagkerfisins, til að vaxa út úr núverandi kreppuástandi. 

Í dag standa Bandaríkin einungis frammi fyrir slæmum kostum, því ef Kína gefur ekki eftir og sleppir gjaldmiðli sínum lausum, sem myndi bæta samkeppnisstöðu bandaríks iðnaðar og leiða til betri möguleika bandar. hagkerfisins til að snúa við af meiri krafti úr kreppu; þá eru valkostirnir einungis grimmir.

 

Kv.


Siv Friðleifsdóttir vill ekki kosningar!

Þetta virðist mér vera rauði þráðurinn í hennar máli í kastljósviðtali kvöldsins. En, ég held ekki að stóra málið hvað þetta varðar í hennar huga, sé hugsanleg hræðsla um missi þingsætis. Nei, ég held frekar að þetta hafi með það að gera, að hún eins og Samfylkingin - vill að ESB umsóknarferlið verði klárað á þessu kjörtímabili.

En, hvað hún leggur mikla áherslu á, að alls ekki verði farið í kosningar, sést á þeim svörum er hún gaf er hún var spurð um hvað hún teldi að ríkisstjórnin ætti að gera. Þá talaði hún um þörf á því að styrkja ríkisstjórnina og lísti yfir stuðningi hennar við það að Framsóknarflokkurinn myndi þá koma til - en gegn nýjum stjórnarsáttmála. En, ef slíkt plan gengi ekki - ætti stjórnin að sytja út kjörtímabilið og semja um mál við þingmenn stjórnarandstöðu eftir þörfum.

En, ótti ESB sinna allra flokka við kosningar þessa stundina er augljós, því klárt er af öllum skoðanakönnunum síðustu mánuðina, að næsta þing er mun síður líklegt - eins og líkur á kosningaúrslitum benda til - að vera hlinnt því að leiða ESB aðildarferlið til þeirra lykta, sem ESB sinnar óska.

Á nýafstöðnum landsfundi Framsóknarflokksins, óskaði Siv og einnig Guðmundur Steingrímss. eftir stuðningi fulltrúa við þá afstöðu, að Framsókn myndi styðja áframhaldandi umsóknarferli heilum hug og að auki, að aðild að ESB myndi eiga sér stað - ef samningsskilyrði sem voru skilgreind í eldri landsfundarályktun myndu nást fram. Þessu var hafnað á fundinum með miklum meirihluta.

Þó svo að fundurinn einnig hefði hafnað tillögu um að binda þegar enda á umsóknarferlið, tók fundurinn sögulega nýja afstöðu sem er yfirlísing um andstöðu Framsóknarflokksins við ESB aðild.

Þetta var ekki Siv Friðleifs né Guðmundi Steingrímss. að skapi.

Ef til vill, má skoða tillögur þeirra beggja núna, um það að Framsóknarflokkurinn gangi til liðs við ríkisstjórnina, sem bakdyraleið þeirra að því að ná því fram sem þeim mistókst að ná fram á landsfundinum.

En, klárt er að nýr stjórnarsáttmáli með Samfylkingu innanborðs, myndi aldrei geta kveðið á um annað, en það að umsóknarferlið að ESB verði klárað eins og ESB sinnar allra flokka á Íslandi í dag óska sér.

Þannig, að ef Framsóknarflokkurinn myndi láta slag standa, þ.e. ef Sigmundur Davíð og aðrir forystumenn flokksins láta til leiðast; þá um leið væri búið að óvirkja í reynd þá stefnubreytingu sem ný landsfundarályktun flokksins kveður á um.

En, eðlilegri stefna í ljósi hennar er sú, að vilja kosningar - að stefna að kosningum, því líkleg kosningaúrslit benda til þess, að ESB aðildarsinnar muni missa fylgi og andstæðingar aðildar styrkjast í sessi.

Því er eðlilegt, að ef forystu Framsóknarflokksins er alvara með það, að fylgja eftir glænýrri ályktun landsfundar Framsóknarflokksins, og þar innan nánar tiltekið nýrri stefnumörkun í Evrópumálum; að hafna tillögu Sivjar og Guðmundar.

Ályktun Landsfundar Framsóknarflokksins 2011:


Kv.


Hvað gerir Jóhanna nú? Eins manns meirihluti!

Eftir að Ásmundur Einar tilkynnti á Alþingi í kvöld, að hann hann myndi styðja vantraust á ríkisstjórnina, þá skil ég betur annan atburð er átti sér stað fyrr um daginn. En fyrr í dag tilkynnti Árni Þór sem var kjörinn formaður þingsflokks sl. sunnudag, í undarlegu laumuspili sem var klár aðför að Guðfríði Lilju, um afsögn sína. 

Árni Þór hættir sem þingflokksformaður. Hótaði Guðfríður Lilja að hætta stuðningi við stjórnina?

Mig grunar, að Ásmundur hafi verið búinn að láta félaga sína vita af fyrirætlan sinni, og þá voru allt í einu góð ráð dýr - því þá allt í einu lá mjög við að tryggja að Guðfríður Lilja myndi halda áfram stuðningi við ríkisstjórnina.

Ekki veit ég hvaða hrossakaup áttu sér stað, en heyrst hefur orðrómur um að Guðfríður Lilja muni fá ráðherraemætti að launum, nánar tiltekið umhverfismál og í staðinn fái Svandís menntamál þegar Katrín fer í frý.

  • En hrossakaup má algerlega bóka!

 

Hvað með framhaldið?

Tökum eftir afstöðu Sivjar Friðleifs og Guðmundar Steingrímss. Guðmundur sat hjá. Það merkilega er að Siv virðist hafa greitt atkvæði með vantrausti.

En, ein hugsanleg leið fyrir Samfylkingu, er að leitast við að styrkja ríkisstjórnina. Siv er gamall pólitískur refur, og ég er viss um að atkvæði hennar hefur síst skemmt möguleika hennar, ef hún hefur einhvern hinn minnsta áhuga á samstarfi við Samfó. 

En, Samfó mun grunar mig mun mjög sterkt næstu daga leitast við að fá þau bæði til liðs við sig. Siv lagði það til á þriðjudag, að Framsóknarflokkurinn tæki upp viðræður við Samfylkingu um það að ganga í ríkisstjórnina. En Sigmundur Davíð og flr. sögðu þvert nei. 

Að styðja vantraustið getur einfaldega hafa verið taktískur leikur hjá Siv. Hún sýni eins og kúnni sem vill prútta um verð, að hún sé ekki of áhugasöm. En, ef hún fer yfir þá grunar mig sterkt að hún muni selja sig dýrt. Þá er ég að tala um ráðherrastól + einhverja tilhliðrun með sínu kjördæmi. Guðmundur, er ekki eins mikill refur og hún - held ég - og grunar að hann myndi sætta sig við hógværari status og hugsanlega eitthvað fyrir eigið kjördæmi.

Siv veit ég þó, að sem þingmaður Suðurnesja og einnig sem einstaklingur sem býr á Suðurnesjum að þá vill hún atvinnusköpun þar. En, hún hefur sterkt bakland í flokksfélaginu þar, og getur sennilega tekið marga með sér - ef henni tekst að fá ákveðin loforð um peninga til Suðurnesja frá ríkisstjórninni.

Ráðuneyti iðnaðarmála myndi höfða sterkt til Sivjar - vegna þessa, en einnig menntamál eða heilbrigðismál. Ef hún stígur þetta skref, ætla ég ekkert að álasa henni. Þetta er samviskuákvörðun sem hún ein getur tekið. Sama um Guðmund Steingrímsson. Henni er örugglega mál kjördæmisins kær. Ekki endilega rétt að skoða slíka ákvörðun í mjög neikvæðu ljósi.

Framsóknarflokkurinn ætlar sér í fremur ákveðna ESB andstöðu. Þ.e. ekki Siv né Guðmundi að skapi. Eftir að hafa orðið undir í atkvæðagreiðslu um stefnu í ESB málum á flokksþinginu, þá hefur verið sterkur orðrómur um, hugsanleg flokkskipti sérstaklega Guðmunds.

En, Siv aftur á móti, er til mikilla muna taktískari og mun ef til kemur, ekki söðla um held ég nema gegn mjög ákveðnum loforðum sem skipta hana máli þ.e. kjördæmið og ráðherrastóll. Við skulum ekki vera of kaldhæðin, ráðherrastóllinn er sennilega ekki stærra málið í hennar augum. Henni mun ekkert liggja á, að semja. Þ.e. þ.s. mig grunar, að atkvæði hennar í kvöld eigi að segja Samóum sem hugsanlega hafa verið að ræða við hana í kyrrþey.

 

Fleiri möguleikar!

Ef Samfó finnst Siv fara fram á of mikið, og ef Guðmundur vill ekki fara einn. Þá getur Samfó hugsanlega samið við Hreyfinguna um hlutleysi og stuðning gegn vantrausti. Gegn því að samið sé um brautargengi í einstökum málum -þá hvert mál fyrir sig.

Fræðilega, getur Samfó einnig samið um myndun ríkisstjórnar við Sjálfstæðisflokkinn. Slík stjórn hefði mjög klárann meirihluta.

En, til mikilla muna líklegra sennilega er, að Samfó leiti eftir Guðmundi og Siv.

Það er auðvitað einn möguleiki enn eftir, þ.e. samstjórn flokkanna 4. þ.e. VG, Samfó, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfl. 

 

Þjóðstjórn?

Siv hefur einnig talað um þennan möguleika innan Framsóknarflokksins, þó hugmyndir hennar um það að Framsókn myndi styrkja ríkisstjórnina hafi vakið meiri athygli.

Þetta er reyndar áhugavert spil - en Siv gæti hugsanlega ákveðið að spila flóknari leik, þ.e. að beita sér fyrir þjóðstjórn.

En, fræðilega getur hún látið Sigmund Davíð vita af hugsanlegum þreyfingum Samóa við hana, og stungið á ný upp á þjóðstjórnar hugmyndinni. Þá er áhugi Samfóa á henni, beitt af henni til að skapa þrýsting á forystu Framsóknarflokksins, til að íhuga þjóðstjórnarhugmyndina af meiri alvöru.

Þetta myndi reyndar Siv líka betur, en hún hefur taugar til þess að vera Framsóknarmaður áfram. Með þjóðstjórn gæti hún ef til vill, náð öllu fram - þ.e. tilhliðrun til handa eigin kjördæmi, að Framsóknarflokkurinn gangi inn í ríkisstj., að hún fái ráðherrastól, að hún sé samt áfram í Framsóknarflokknum.

Við skulum ekki gefa okkur, að Siv fari beint yfir í Samfó. Siv langar pottþétt enn meir í þessa tilteknu útkomu.

 

Niðurstaða

Ég held að spennandi tímar pólitískra hrossakaupa gangi nú í hönd á næstu dögum og vikum. Kannski, verður VG ekki lengur með, heldur verði þetta samstjórn Sjálfstæðisflokks + Samfó + Framsóknar. Þá væri Framsóknarflokkurinn buffer milli hinna flokkanna tveggja.

Eða kannski fara allir 4. í stjórn. Eða, kannski fer Siv og Guðmundur Steingríms. yfir í Samfó. Eða, kannski gerir Samfó samning við Hreyfinguna. 

Eitt er þó næsta öruggt. Ríkisstjórnin getur ekki lengur haldið áfram sínu striki eins og ekkert hafi gerst!

 

Kv.

 


Skýrsla Danske Bank ásamt spá fyrir Ísland, er stórfellt gölluð - alls ekki boðleg!

Maður les skýrslu Danske Bank og gapir af undrun. En, þeir gera ráð fyrir að krónan hækki aftur upp í svipað gengi gagnvart Evru og fyrir hrun þ.e. hækkun um 33% á næstu 3. árum annars vegar og hins vegar gera þeir ráð fyrir að, góður afgangur af viðskiptum haldist út spátímabilið þ.s. sá sem til varð er krónan féll. Þessar tvær breytur útiloka hverja aðra.

Mér sýnist þessi nýja skýrsla Danske Bank því miður vera mjög sennilega keypt áróðursplagg, sennilega pantað af ríkisstjórn Íslands!

Sjá skýrslu Danske Bank um Ísland

 

Sjá bls. 3-4 í skýrslu Danske Bank.

Á þeirri blaðsíðu sýna þeir að kaupmáttur í krónum hafi lækkað um 25% síðan fyrir hrun sbr. ppp eða "Purchasing power parity".

Því fylgir engin röksemdafærsla, að lækkun á kaupmætti í krónum þíði að krónan sé undirverðlögð - einfaldlega fullyrt að krónan sé undirverðlögð um 25% með því einu að benda á að kaupmáttar króna í Evru hafi lækkað um 25%.

Þetta eru hræðileg vinnubrögð - en ef stúdent í hagfræði skilaði ritgerð, með svo stórri fullyrðingu án nokkurs rökstuðnings, þá fengi hann mjög stórann mínus þ.e. frádrátt í einkunn frá mér.

Króna féll gegn dollar um cirka 40%.

Þetta er annar samanburður - alveg í samræmi við þá hundalógík sem beitt er af Danske Bank, er þá fullt eins hægt að segja að ísl. krónan sé undirverðlög um 40% gagnvart dollar.

Eða, eins og sumir hafa verið að benda á að krónan hafi fallið á sl. 67 árum um 99,9% gegn danskri krónu - þá má allt eins segja að ísl. króna sé undirverðlög um 99,9% gagnvart danskri krónu.

Þetta er tóm steypa!

 

Sjá bls. 6 í skýrslu Danske Bank

Sko, þarna tala þeir um viðskipti við útlönd og benda á að er krónan féll hafi innflutningur hrunið saman og umtalsverður afgangur af viðskiptum við útlönd skapast.

OK - en síðan segjast þeir gera ráð fyrir áframhaldandi góðum afgangi út spátímabilið.

En, á sama tíma, ráðgera þeir að gengi krónunnar hækki aftur upp í það sama jafnstöðu gengi við Evru er krónan hafði fyrir hrun - og þeir segja að hrunið á genginu hafi búið til þann afgang.

Hvernig, á það þá ekki að gerast, að þegar kaupmáttur Íslendinga eykst gagnvart Evru aftur um 33%, að þá aukist ekki innflutningur stórfellt á nýjan leik - þannig að afgangurinn minnki að sama skapi?

Síðan rétt fyrir neðan, á sömu blaðsíðu sína þeir, að með fjármagnshreyfinum sbr. current account, að þá má afgangur af viðskiptum alls ekki minnka!

Þetta er tóm steypa!

 

Hver á að borga?

Þetta er einfalt - eins og þeir réttilega sýna á bls. 6 sbr. Current Account, að þrátt fyrir mikinn afgang af vöruviðskiptum, þá vegna skuldastöðu landsins er greiðslustaðan í járnum.

  • Það þíðir að gengi krónunnar - má alls ekki hækka. Hreint ekki neitt.
  • En, hækkun þíðir aukinn kaupmátt í krónum sem þíðir aukinn innflutning - sem þíðir að Ísland á ekki fyrir afborgunum vaxta af skuldum þ.e. "current account" verður þá neikvæður.

Eina leiðin til að hækka gengi krónunnar með sjálfbærum hætti - er að gera það í takt við raun-aukningu gjaldeyristekna þjóðarbúsins.

  • Þannig, að á móti auknum innflutningi komi auknar gjaldeyristekjur! 

En, einhver þarf að borga fyrir þá raunaukningu kaupmáttar sem verður - ef krónan er hækkuð.

En, engar tekjur koma á móti - þá óhjákvæmilega skapast aftur sá viðskiptahalli sem var hér fyrir hrun á nýjan leik, og hagkerfið fer aftur að safna skuldum með hröðum hætti.

Slíkt er algerlega ósjálfbært - og vart getur þá annars verið að vænta en að skuldatryggingaálag Ísland myndi þá fara að vaxa hröðum skrefum í stað þess að hafa verið í lækkunarferli síðan hrun.

  • Ísland varð fyrir mjög raunverulegu hagkerfistjóni þegar bankarnir féllu!

Mælt í Dollurum þá féll landsframleiðsla á mann á Íslandi um 40%. Ef Ísland væri fyrirtæki hefðu hlutabréf þess verðfallið.

 

Hver er rétt gengisskráning krónu?

Krónan er ekki undirverðlögð - heldur er verðlag hennar síst of lágt þegar haft er í huga, að Ísland A)varð fyrir rauntekjufalli, B)skuldir hækkuðu - hvort tveggja veldur eðlilega lækkun gengis.

Frekar, er ástæða að ætla frekara gengisfalls, en - einfalt er að svara því hvort hún er undir- eða yfirverðlögð á markaði, með því einu að spyrja - hvað gerist ef höftin eru tekin af?

Ef krónan er undirverðlögð miðað við markaðslegar aðstæður, þá ætti slepping hafta að leiða til styrkingar hennar. Þessi spurning er "no brainer".

Síðan, er einnig þeirri spurningu fljótt svarað, hvert er hennar markaðsgengi, þ.e. hvort þ.e. nær aflandskrónu-gengi eða núverandi skráðu gengi? Einfaldlega, ef menn eru sammála mér að krónan myndi falla mjög verulega ef höftin væru aflögð t.d. á morgun, þá eru þeir væntanlega einnig sammála mér um það, að aflandsgengi er sennilega mun nær raunverulegu markaðsgengi en núverandi skráð gengi.

 

Niðurstaða

Þessi skýrsla er pantað áróðursplagg, og Danske Bank setur mikið niður með því að hafa sig í slíka augljósa vitleysu! En, sú kaupmáttaraukning krónu gagnvart Evru sem þyrfti til að vinna upp fall um 25% eða cirka 33% verður ekki framkvæmd með sjálfbærum hætti, án sambærilegrar aukningar gjaldeyristekna yfir sama tímabil, ef á sama tíma á að viðhalda sambærilegum afgangi af utanríkisverslun þrátt fyrir þann aukna kaupmátt.

Mér sýnist það vera krafa um cirka 11% aukningu per ár - áhugavert sbr. viðmið þeirra um rúml. 3% hagvöxt ár hvert frá 2011.

Spurning hvað ríkisstjórnin hefur borgað Danske Bank mikið fyrir þetta?

 

Kv.


Enn eina ferðina er Financial Times okkur hliðhollt!

FT er lesið af kaupsýslufólki víðsvegar um heim allann. Þetta er einn áhrifamesti fjölmiðill heims. En, ekki síst innan lykilgeirans, hins alþjóðlega viðskiptaheims.

Því hefur verið haldið fram, að alþjóðlegi viðskiptaheimurinn sé líklegur til að fillast einhvers konar ógeði á Íslandi, vegna Icesave málsins - þ.e. meintrar glæpsamlegrar hneigðar Íslendinga!

Það er því mjög áhugavert, að hve statt og stöðugt FT hefur staðið með málstað Íslands í Icesave!

 

Iceland: can’t pay? Won’t pay! :"Icelanders appear to want a clear legal liability to be established before agreeing to pay. That is understandable: the sum involved is an enormous 50 per cent of Iceland’s gross domestic product." - "Icelanders’ defiance has ensured that a nation of 320,000 people will not be impoverished for a generation." - "The case for repaying these investors (not depositors - Ireland) may be legally stronger than in Iceland and, in any case, the European Central Bank insists that haircuts are not an option. Financially and politically, it is equally unjustifiable."

 

Þetta segir aðal fjármála analista dálkur FT. Þarna á bakvið er heilt starfslið sérfræðinga - þetta er ekki einhver einangruð skoðun eins manns. Heldur, er þetta framhald af því, sem verið hefur "consistent" afstaða, helstu fjármálasérfræðinga FT alveg frá upphafi.

Þetta er sterkt - þó þetta hafi ekki áhrif á skoðanir stjórnvalda eða embættismanna, þá skilar þetta sér til aðila á hinum frjálsa markaði.

 

Kv.


Munum við einfaldlega geta hundsað skuldakröfu Breta og Hollendinga?

Þetta er áhugaverður vinkill. En í Fréttablaðinu í dag er lítil klausa á forsíðu þ.s. talsmaður ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA) segir, að ef Ísland tryggir greiðslu 20þ.€ lágmarksgreiðslu þá fari ekki fram neitt dómsmál, þ.e. ESA fylgi kæru sinni ekki áfram.

  • Spurningin er þó, akkúrat hve sterka yfirlísingu þarf til að ESA samþykki, að bíða og sjá?
  • En, möguleiki er að tjá þeim, að mjög  miklar líkur séu á því að þrotabúið geti greitt alla lágmarkstrygginguna.

Spurning hvort slík yfirlísing myndi duga - án formlegrar tryggingar?

En, þetta get ég auðvitað ekki fullyrt - en, ef svo verður þá sýnist mér, að við ættum alveg að geta hundsað skuldakröfu Hollendinga og Breta, sem segjast hafa lánað okkur.

En, okkar svar er þá, að þeir hafi greitt sínu fólki sinna hagsmuna vegna, ekki síst til að koma í veg fyrir óróa almennings þegar bankakrýsan var í hámarki 2008 í Evrópu.

Það sé ekki okkar mál í sjálfu sér - við séum að hrinda greiðslum eins fljótt í verk og raunverulega mögulegt er, og ekkert sé út á okkur að sakast að þær hafi dregist.

Þeirrra ríkissjóðir hafi tekið yfir rétt til að fá 20þ.€ greiddar skilvíslega við fyrsta mögulega tækifæri er þeir greiddu sínu fólki - en sú staðreynd að þeir það gerðu, framkalli engan rétt frá þeim, að krefja okkar ríkissjóð um vexti á þá upphæð eins og um lán frá þeirra ríkissjóðum til okkar ríkissjóðs hafi verið að ræða.

Þannig, að þegar TIF smám saman greiðir 20þ.€ lágmarkið eftir því sem salan úr þrotabúinu fer fram, þá einfaldlega lítum við svo á að málum sé lokið - og látum það standa á þá að halda málum til streitu!

Fram kemur einnig í fréttablaðinu: Sérfræðingur segir allt óvíst um skaðabótamál

Að Bretar og Hollendingar verði að geta sýnt fram á tjón, svo mögulegt sé að krefjast bóta síðar meir fyrir EFTA dómstólnum.

Svo, tja - ef lágmarksgreiðslan kemst til framkv. á næstu misserum eftir því sem eignir eru seldar, þá getur það skilyrði reynst fjandanum erfiðara fyrir okkar vini í Bretlandi og Hollandi :)

En, ég sé ekki að það sé augljóst að þó þeir hafi kosið að greiða sínu fólki, síðan fari greiðslur frá TIF skilvíslega fram eftir sannarlega umtalsverðann drátt á þeim vegna tafa við afgreiðslu mála vegna þrotabús Landsbanka Íslands hf; þá sé engin framkvæmd af okkar hálfu sem hægt sé að benda á - er hafi með nokkrum hætti verið hluti af orsök þeirrar tafar á greiðslum frá TIF. Við séum auðvitað sorrí yfir þessu öllu, en ekki hafi verið unnt að afgreiða þær greiðslur með skjótari hætti.

Við séum ekki tilbúin að viðurkenna nokkra skaðabótaábyrgð, vegna þeirra tafa er hafi ekki verið umflúnar vegna ástands þess er skapaðist í kjölfar hrunsins hér haustið 2008.

Kv.


Við verðum að lækka fjármögnunarkostnað í krónuhagkerfinu!

Það er gríðarlega alvarlegt mál, ef ekki tekst að lækka þá raunvexti er bjóðast á Íslandi til útlána, úr þeim cirka 6% eins og nú er, og verið hefur sl. 10-15 ár.

 

Lykilatriði í sjálfbærni innlends peningahagkerfis

Ég er þess fullviss, að þetta er ástæða þeirrar miklu og stöðugu eftirspurnar sem er hér innanlands, eftir erlendu lánsfé - þannig að ef ekki tekst að lækka þennan kostnað þá er hætta á því, að sagan frá sl. áratug endurtaki sig, er höftum er aflétt og hagvöxtur kemst af stað.

Þá á ég við, að fyrirtæki sæki sér lánsfé í miklum mæli erlendis frá, og eftir því sem hagvöxtur kemst frekar á legg þá aukist hraðinn á þeirri gjaldeyris-skuldauppsöfnun hagkerfisins; þar til - segjum áratug seinna, endurtaki sagan sig er næst dynur efnahagslegt áfall yfir og lán stórhækki í verði í krónum talið - ný skuldakreppa eigi sér stað.

  • Í reynd má segja, að svo lengi sem þetta ástand viðhelst, sé í reynd einungis hægt að fjárfesta í því sem eigi að skapa gjaldeyri - það verður að vera lærdómur sl. áratugar.
  • Að vísu, er þörf á auknum útflutningi - þannig að slíkt kemur ef til vill ekki alvarlega að sök fyrsta kastið.

En, fyrir aðra aðila, þá sem ætla sér að eiga viðskipti innanlands og selja til Íslendinga sjálfra - þá er þetta stóralvarlegt mál!

  • Mig grunar, að þessi óskaplegi fjármagnskostnaður sé jafnvel meginástæða hins mjög svo tíða kennitöluflakks er viðgengst meðal viðskipaaðila á innanlandsmarkaði.

En, aðilar bregðist við óviðráðanlegum fjármagnskostnaði með því að gera beinlínis út á gjaldþrot.

Þetta snúist ekki endilega um það að ísl. viðskiptaaðilar séu öðrum fremur óheiðarlegir, heldur um það að svo lengi, sem fjármögnunarkostnaður er svo óskaplega hár sem hann er, þá sé nánast ómögulegt að reka hér nokkurn skapaðann hlut á grundvelli lánsfjármögnunar í íslenskum krónum.

 

Á flokksþingi Framsóknarflokksins:

Því miður var tillaga mín felld, af aðilum sem mæltu tillögu minni mót.

En, ég lagði til að stefnt yrði að því að lækka raunvexti í boði til útlána hérlendis um allt að 2%.

Þetta er mjög vel gerlegt, ekki akkúrat í dag, heldur í tengslum við endurskoðun og hagræðingu innan lífeyriskerfisins annars vegar og hins vegar endurskoðun og hagræðingu innan bankakerfisins.

Það er nefnilega klárt, að lífeyrissjóðirnir hafa ekki sl. 20 ár verið að fá 3,5% raunávöxtun - eftir óskapleg töp þau er þeir hafa orðið fyrir. Í reynd er raunávöxtunarkvöðin sem byggð er inn í kerfið, ósjálfbær með öllu fyrir okkar litla hagkerfi. Að auki, er klárt að eftir gríðarlegt tap við hrunið vantar stórfé í kerfið, svo það í reynd eigi fyrir skuldbindingum.

Vandinn er sá við raunávöxtunarkröfuna, að hún sjálf skapar hættu á stórfelldum töpum, því þá eru sjóðirnir bundnir við að kaupa áhættusöm hlutabréf - víxla og önnur verðbréf, ásamt skuldabréfum - sem bjóða þá ávöxtun að lágmarki. En, þumalfingursrelga er að því hærri ávöxtun því meiri hætta á tapi.

Þetta er þveröfug stefna þeirri sem gildir sem dæmi um evrópska lífeyrissjóði, sem almennt er einungis heimilt að fjárfesta í "A-rated" skuldabréfum þ.e. gefnum út af aðilum er hafa fyllsta traust. Vanalega fylgist að, að traustir aðilar vegna þess að þeir njóta trausts býðst lág ávöxtunarkrafa á markaði - þannig að vanalega helst það í hendur að bréf traustustu aðilanna bjóða lægstu vaxtakröfuna. En, í Evrópu gildir vanalega sú regla, að Þegar aðilar sem njóta fyllsta trausts verða fyrir áfalli þannig, að þeirra traust hrapar úr A flokki og um leið þeirra bréf, þá eru sjóðir skildugir til að selja slík minna traust bréf hið fyrsta. Þannig gerðist það sem dæmi, að ein ástæða þess hve hratt virði hluta okkar banka hrundi er hrun nálgaðist var þegar erlendir lífeyrissjóðir seldu skuldabréf þeirra á einu bretti, þaða sama hefur gerst með ríki innan Evrusvæðis sem lent hafa í vanda að um leið og þau missa A flokks stimpilinn þá hækkar vaxtakrafan hratt þegar sjóðir selja unnvörpum. Þetta hafa nefnilega ekki almennt verið vondir vogunarsjóðir, heldur lífeyrissjóðir bundnir af þeirri reglu að vera einungis heimilt að eiga bréf, sem teljast örugg. 

Þetta er einmitt regla sem ég vil koma á hér, en til þess að það sé mögulegt þá þarf ávöxtunarkrafan að lækka á lífeyrissjóðunum, niður í cirka 2% úr 3,5%. Þá, munu þeir geta fjármagnað sig, á mun áhættuminni fjárfestingum - þannig að stórfelld töp yrðu mjög sjaldgæfir atburðir.

Að auki bætist við, að þessi ávöxtunarkrafa er einnig sjálfbær, mun meira svo en 3,5% krafan - því það beinlínis krefst þess að viðhaldið sé hér að lágmarki 3,5% meðalhagvexti - sem einfaldlega hefur ekki tekist síðustu 20 ár, þegar hrun er tekið með í reikninginn.

Á hinn bóginn, er alveg raunhæft að viðhalda hér a.m.k. 2% meðalhagvexti áratug frá áratug.

Þannig er komið 1,5% af þeim allt að 2% sem ég var að tala um.

Restin, þ.e. allt að 0,5% ætti mjög vel vera gerlegt að ná með hagræðingu í bankakerfinu, enda er það að umfangi fullkomlega ósjálfbært og verður - verður að skera niður; m.a. til þess að unnt verði að afnema höftin.

 

Hvað fæst með þessu?

  • Það verður hægt að fjárfesta með innlendu lánsfé - án þess að vera nær öruggur með að fara á hausinn.
  • Þetta ætti að stuðla að siðbót innan atvinnulífsins - því með þessu ætti hvatinn til kennitöluflakks að minnka mikið.
  • Töpum almennt séð, vegna tíðra gjaldþrota, ætti að fækka mikið og kostnaður vegna slíkra að minnka.
  • Fjárfestingar aukast og meiri atvinna er sköpuð - fleiri fyrirtæki lifa í stað þess að hrynja; sem leggst allt á eitt með að auka hagvöxt.
  • Almenningur og fyrirtæki, geta endurfjármagnað lán í ódýrari - um ef til vill allt að 2% raunávöxtunarlækkun.
  • Minnkar óskapleg ásókn í erlent lánsfé sem svo varasöm hefur reynst vera.
  • Dregur úr þrýstingi frá atvinnulífinu um það, að skipta um gjaldmiðil. 

 

Niðurstaða

Ég skil alveg að þær breitingar sem ég er að tala um, eru pólitískt séð að mörgu leiti erfiðar og viðkvæmar í framkvæmd. En, margir munu horfa til tapaðs lífeyris miðað við núverandi ósjálfbær loforð ef réttindi eru skert niður í það sem sjóðirnir í raun geta borgað án þess að setja sjálfa sig á hausinn og jafnvel landið í leiðinni.

En, eins og kerfið er, þá er í því innbyggð sprengja - sem á eftir að springa yfir okkur ef það púður er ekki fjarlægt.

Kerfið getur einfaldlega hrunið - og Ísland lent í mjög alvarlegu kerfishruni; enn verri málum en þeim sem við erum stödd í - í dag.

En, það er ekki of seint í dag, að koma í veg fyrir slík fyrn. Með því, að sætta sig við lækkun réttinda niður í þau sem landið og kerfið raunverulega hefur efni á að borga; þá eru lífeyrisþegar ekki raunverulega að tapa - því á móti í dag eru þeir að taka áhættuna á því að einn daginn detti kerfið svo rækilega um koll að lífeyrisgreiðslur hverfi að mestu.

Ef sú aðlögun niður í sjálfbært ástand er framkvæmd, ásamt niðurskurði í bankakerfinu; þá vinnst þessi lækkun raunfjármagnskostnaðar í krónuhagkerfinu, sem verður einn mikilvægasti þáttur þess að tryggja framtíðar stöðugleika innlends hag- og peningakerfis, þjóðinni til framdráttar og betri lífskjara.

 

Kv.


Af hverju er ekki Evran framtíðarlausn fyrir Ísland?

Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing núna um helgina. Flokksþingið á að snúast um atvinnumál, og mótun framtíðar stefnu fyrir Ísland út frá sjónarhóli Framsóknarmanna. Síðan síðasta flokksþing var aldið, hefur áhugi á ESB aðild dalað innan flokksins, enda blasir fyrir allra augum að þ.e. mjög vel einnig hægt að klúðra efnahagsmálum sem aðildarríki bæði að ESB og Evru.

Áhersla þess á að vera á sköpun atvinnu og lausn efnahagsástandsins!

Síðan Evrukrýsan hófst, hef ég orðið algerlega afhuga öllum humyndum, um að byggja framtíðarlausn fyrir Ísland á upptöku annars gjaldmiðils:

  • Þú býrð ekki til stöðugleika með slíku sbr. alvarlega kreppu í tilteknum aðildarríkjum.
  • Þú forðar landinu ekki heldur frá verðbólgu, enda var verðbólga innan Evrusvæðis mjög mismunandi á sl. áratug, sem mælist af því að verð hækkuðu mis mikið.
  • Né, forðar þú landinu frá lífskjaraskerðingu, þegar kreppa á sér stað.
  • Þar að auki, tel ég, að upptaka Evru muni ekki leiða til lækkunar vaxta hérlendis - en um kenni ég ávöxtunarkröfu lífeyriseigna 3,5% er myndar vaxtagólf á Íslandi, og það gólf hverfur ekkert við gjaldmiðilsbreytingu. Sjá umfjöllun Ólafs Margeirssonar hagfræðings!

Á Íslandi, búum við að dálítið sérstöku vandamáli, sem er okkar lífeyriskerfi. En, sem afleiðing þeirra loforða um kjör sem því ber að standa undir, þá byrtist óhjákvæmileg reiknuð þörf fyrir 3,5% raunávöxtun eigna innan lífeyrissjóðs kerfisins.

Þessi ávöxtunarkrafa, myndar í reynd vaxtagólf innan ísl. hagkerfisins, vegna þess að lífeyrissjóðirnir verða að ávaxta sínar eignir skv. 3,5% raunávöxtun krefjast þeir alltaf, að aðilar bjóði þeim þá raunvexti að lágmarki - og þ.s. þeir eru meginkaupendur skuldabréfa hérlendis, hvort sem um er að ræða frá ríki eða bönkum eða öðrum fyrirtækjum - þá leiðir þetta til þess að aðrir verða einnig að búa við þá raunávöxtun.

Sjóðirnir og bankarnir, síðan geta ekki boðið lán á lægri vöxtum en 3,5% + kostnaður, sem leiðir til 5-6% raunvaxta að meðaltali í innanlands hagkerfinu.

Þetta skapar stórfelldan vanda, því 6% raunvextir eru alltof háir svo að raunhæft sé að fjárfesta fyrir lánsfé - því mjög fátt í veröldinni getur boðið 6% raunávöxtun, og þannig staðið undir fjármagnskostnaði.

  • Þetta er þ.s. hrekur fyrirtæki og aðila í það, að taka erlend gjaldeyrislán - sem einnig er hættuspil.
  • Þetta er ástæða þess, hve atvinnulífið kvartar sáran yfir gjaldeyrishöftunum - því þá geta þau ekki komist í ódýrari erlend gjaldeyrislán. 
  • Ég er ekki á því, að upptaka annars gjaldmiðils sé hin einfalda lausn. En, ísl. bankar vegna slæmrar stöðu sinnar og vegna þess að örsmátt hagkerfi okkar verður samt eftir sem áður sveiflukennt og því tiltölulega áhættusamt, munu eiga erfitt með að selja skuldabréf til nokkurs annars en sjóðanna, þannig að þeir munu áfram eiga erfitt með að bjóða lán ódýrar en 6%. 
  • Það helsta sem myndi lagast væri fyrir stærri fyrirtæki, sem myndu geta tekið lán í þýskum banka án hættu á gengissveiflu. En, þau yrðu vart fyrir aðra. Þetta myndi því minnka gengisáhættu af nýjum erlendum lánum. En, fyrir aðra Íslendinga myndi lánsfé haldast áfram dýrt - þ.e. almenning sem og smærri fyrirtæki, nema og aðeins nema að gerðar séu breytingar á lífeyriskerfinu sem lækki ávöxtunarþörf sjóðanna niður í e-h sem væri skynsamlegra t.d 1,5%.
  • Punkturinn, er að þetta er allt eins hægt að gera án þess að skipta um gjaldmiðil, því þetta er hinn eiginlegi vandi sem veldur hinum viðvarandi óskaplega háu vöxtum!

    Click to enlarge - Taylor rule vs leverage - CreditSights

En öðrum gjaldmiðli fylgja einnig veruleg vandamál, þó svo að talsmenn stórra fyrirtækja séu áhugasamir, þá þarf almenningur og smærri aðilar að súpa seyðið af göllunum.

Málið er, að ef þú ekki lengur ræður yfir vöxtum og ekki lengur ræður yfir peningaprentun og ekki lengur yfir genginu á gjaldmiðlinum; þá skapast mjög krefjandi efnahagslegt verkefni sem er það að tryggja að hagkerfið sé þá aðlagað að þeirri vaxta og peningastjórnun sem ríkir.

Ef sú aðlögun bregst er voðinn vís!

  • Á myndinni sem ég setti inn, sést úreikningur skv. svokallaðri Taylor reglu, á því að hvaða marki stýrivextir á Evrusvæðinu á sl. áratug voru of lágir fyrir tiltekin ríki.
  • Þarna sést einnig, hve mikið skuldir íbúðaeigenda hækkuðu mikið, í samanburði milli landa.

Það má segja, að þessi mynd sýni eina af megin ástæðum Evrukrýsunnar í hnotskurn!

Þau lönd sem eru efst í vinstra horninu á myndinni, þar má segja að aðlögun að Evrunni hafi brugðist á sl. áratug, enda sést að þar fer saman að skv. Taylor reglu eru stýrivextir innan Evrunnar alltof lágir fyrir þau ríki og á sama tíma sést að þetta fer saman við mjög mikla skuldaaukningu meðal húsnæðiseigenda.

  • Það áhugaverða er, að of lágir vextir eru ekki síður skaðlegir en of háir!

Of lágir vextir, hvetja til skuldsetningar því lánsfé verður mjög áhugaverður kostur í margra augum, til neyslu - til þess að kaupa stærra húsnæði, til þess að kaupa hlutafé, fyrir fyrirtæki til að kaupa önnur fyrirtæki o.s.frv. Afleiðing - fjárfesingar og neyslubólur, ásamt húsnæðisverðbólum. Síðan líkur því óhjákvæmilega með krassi og timburmönnum.

Afleiðingin er þekkt í dag, löndin efsti í vinsta horninu eru öll annaðhvort gjaldþrota eða í verulegum efnahags örðugleikum.

Menn hafa keppst um að tala upp meinta kosti Evrunnar - en það eru alltaf tvær hliðar á hverju máli, en einn alvarlegasti vandinn er þó eftir - sem er aðlögunarvandinn!

  • Sá vandi kemur vel fram á myndinni að ofan, en upptaka annars gjaldmiðils breitir því ekki, að þegar kreppa verður á annað borð þá er tjónið af kreppunni jafn mikið eftir sem áður!
  • Land sem hefur annan gjaldmiðil en eigin, getur ekki fellt gengi - sem þíðir að laun þurfa þá að lækka í staðinn, en eins og sést að ofan hefur einungis Írlandi af þeim löndum er lentu í alvarlegum vanda tekist, að ná fram því launalækkunarferli sem verður þá að koma í staðinn - en af þeim löndum hefur aðeins Írlandi tekist að snúa viðskiptahalla við í hagnað.
  • Eins og sést af samanburði við Grikkland og Portúgal, þá er langt í frá tryggt að sú aðlögun takist - sem sést af því að enn á nauðsynleg aðlögun launa í þeim löndum að mestu eftir að fara fram; en launþegar í þeim löndum munu ekki sleppa. En töfin á þeirri aðlögun, að hún hafi ekki enn átt sér stað 3. árum eftir að kreppa hófst, þíðir að kreppan í þeim löndum mun dragast mjög á langinn; en Írland mun klárt verða farið upp úr sinni kreppu vel á undan.

Upptaka annars gjaldmiðils er engin töfralausn, og áhættan ef ílla fer er veruleg; því vegna þess að gengisfelling er ekki möguleg, getur leiðin til baka reynst mjög torsótt og tafsöm, sem magnar upp kostnað af kreppunni umfram þ.s. annars hefði átt sér stað, ef skjót aðlögun með gengisfalli hefði staðið til boða!

Vegna verulegra galla, sem bersýnilegir hafa orðið, vegna þess að þegar hrunið átti sér stað á Íslandi þá er Ísland aftur orðið að hagkerfi á grundvelli mjög sveiflukenndra stoða - - þá er ég í dag þeirrar skoðunar, að við eigum að leitast við að bæta úr göllum okkar peningastjórnunar innan krónuhagkerfis!

Eitt mikilvægasta málið, er að lækka vexti hérlendis og það verður einungis gert, með grunn breytingu á lífeyriskerfinu - þetta verður mjög stórt og erfitt verkefni, því andstaðan við þær lagfæringar sem þarf að framkvæma verður mikil, því þ.s. þarf að gera er að minnka lífeyrisréttindi annars vegar og hins vegar að hækka iðgjöld! Þá, er hægt að minnka kröfu um ávöxtun eigna sjóðanna!

En, ef þetta er ekki gert, mun þetta ástand halda áfram, að vera mjög mikill hemill á getu ísl. hagkerfisins til hagvaxtar á komandi árum!

 

Niðurstaða

Þetta er stórt mál, sem ég hef tekið fyrir. Sennilega verður ekki hægt að ná fram samstöðu um svo róttæka stefnumörkun. En, ég mun nefna þetta mál við þau tækifæri sem ég mun fá til þess, nú um helgina. 

 

Kv.


Mun "Nei" leiða til þess að matsfyrirtæki, fella Ísland í ruslflokk? Getur plan ríkisstjórnar og AGS um stórfellda viðbótar skuldsetningu gengið upp?

Svarið við því er að, það getur vel verið að Moodies felli landið í ruslflokk! Sjá álit Moodies 23. febrúar sl. þar sem, talað er um hvað jákvætt sé fyrir Ísland, að segja "JÁ" við Icesave, og miðað við hvað þar kemur fram, þá má ætla að það verði Íslandi til stórfenglegs tjóns, að ef það getur ekki náð sér í viðbótar skuldir.

 

Rökstuðningurinn er hinn dæmigerði:

  1. Já, og Moodies eiginlega lofar hagstæðara mati, muni þar-af-leiðandi bæta aðgang Íslands að lánsfé.

  2. Viðbótar lánsfé þ.s. norðurlöndin hafa lofað, muni berast.

  3. Þeir spá því að JÁ muni auka líkur á því að skuldir Ísland lækki úr 267% í 182% af þjóðarframleiðslu - þarna vantar þó nánari útskýringu, þ.e. hvernig orsakasamhengið akkúrat er.

 

 

Varðandi lánshæfis-matsfyrirtækin, þá vitum við að þau eru þjónar stóru bankanna, sem eru þeirra aðal viðskiptavinir:

  • En, þau starfa þannig að þau fá greitt fyrir að meta viðkomandi fyrirtæki.

  • Að auki, selja þau bönkum og fjármálastofnunum, rannsóknavinnu á fjármálasviði - hafa sérhæfða forritspakka til sölu, o.s.frv.

Við getum leitt af því líkur, að stórir evrópskir bankar sem eiga í viðskiptum við þessi fyrirtæki, eru mjög líklega ekki sérlega hrifnir af þeirri tilhugsun, að Icesave fari fyrir dóm - og innistæðutryggingakerfi Evrópu verði þannig ruggað.

Þannig, að þ.e. ekki endilega algerlega öruggt - að mat t.d. Moodies, sé algerlega óháð því að taka tillit til sjónarmiða, sinna mörgu viðskiptavina í Evrópu. Þar á meðal, má örugglega einnig finna ríkisstj. Evrópu sem einnig má leiða líkum, að séu sama sinnis.

 

Maður á alltaf að spyrja - Af hverju?

Þetta hljómar mjög öfugsnúið - eða hvað. Til þess að lækka skuldir Íslands, þurfum við að segja "JÁ" við Icesave, svo lánstraust okkar batni annars vegar og hins vegar svo við fáum milljarðana frá Norðurlöndunum.

Hvað gera milljarðarnir frá Norðurlöndunum? Þetta er lánsfé á 5,5% vöxtum - og það á að greiða það auðvitað til baka, á þeim vöxtum. En, þetta kaupir okkur meiri tíma - hugsanlega!

Til þess að geta greitt þetta viðbótar lánsfé til baka + það sem þegar hefur verið tekið að láni; þarf að auka útflutning Íslands!

  • Það dugar ekki hagvöxtur í formi neyslu eða nokkurt svoleiðis!
  • Nei það þarf aukinn útflutning og það með hraði!

Þess vegna, hefur frá upphafi í plani AGS og ríkisstjórnarinnar, verið gert ráð fyrir tveim gígantískum álverum - annað fyrir norðan v. Húsavík og hitt á Reykjanesi.

Það tekur kannski 3. ár að reisa eitt stikki risaálver - skv. Seðlabanka Íslands er Ísland þegar með næga peninga út 2013, og þarf því ekki endilega að taka peningana frá Norðurlöndunum annars vegar og hins vegar þarf ríkið ekki endilega á því að halda, að fara út á lánamarkaði fyrr.

Nei, málið snýst um risaálverin og hefur allltaf gert það - þ.e. planið að Ísland sjálft taki - ofan í lánin frá AGS og Norðurlöndunum - lán fyrir risaframkvæmdum og þá fjárhagslegu áhættu sem slíkum framkvæmdum fylgir.

Það, á sem sagt, að opnast sá möguleiki að fá lánsfé nægilega ódýrt - svo að framkvæmdir geti borið sig.

----------------------------------

Stóra spurningin er: er það trúverðugt, að "JÁ" við Icesave + lán frá Norðurlöndum, þíði að þá verði allt í einu hægt til viðbótar við allt hitt að taka risastór lán til að fjármagna mjög umtalsvert áhættusamar virkjanaframkvæmdir á Reykjanesi og norður í landi?

 

Ég hef aldrei haft trú á þessu plani!

Þetta hefur allta virst mér "desperat" gambl. Þar að auki, held ég að það sé algerlega rangt, að ætla sér að beita þeirri aðferð, sem til hefur staðið frá upphafi að Landsvirkjun taki með ríkisábyrgð þau gígantísku lán sem þá þarf til.

  • Ég tel það algert grundvallar atriði, að láta ekki ríkið eða hið opinbera skuldsetja sig, hvorki beint né óbeint, fyrir slíkar framkvæmdir. 
  • Þetta á að gera í einkaframkvæmd 100% þ.e. bjóða einnig virkjanir út. Þó með samningi sem gerir ráð fyrir tímatakmarkaðri eignaraðild einkaaðila, t.d. 35 ár - að loknum þeim tíma LV myndi fá virkjun til eignar.
  • Að auki vil ég hafa virkjanir og álverin helmingi minni að umfangi, vegna óvissu um raunverulegt magn orku á þeim svæðum sem til stendur að virkja.
  • Að auki, skuli reisa verin á lengri tíma þ.e. áfangaskipta þeim t.d. í 2. 75þ. tonna áfanga, með nokkurra ára millibili, svo nægur tími sé til orkuöflunar.
  • En, þ.e. langt í frá ljóst, að mögulegt sé virkja svæðin, með þeim hraða sem plön hafa verið um - en þ.e. alltaf óvissa um raunverulega vinnslugetu háhitasvæða og eina leiðin til að vera alveg viss, er að virkja þau og finna út.
  • Þ.e. ferli, sem ekki er hægt að flíta fyrir að neinu ráði. En, á hvert svæði þarf að læra. Hvert þeirra hefur sín sérkenni, sína takta.

Þetta risa-álvera + risa-virkjana plan er einfaldlega alltof, alltof áhættusamt!

Með því að minnka umfang álveranna annars vegar og ætla þeim að auki lengri uppbyggingartíma; þá er þess einhver raunveruleg von, að hægt sé að láta dæmið ganga upp!

 

Gengur þá heildardæmið upp?

Við höfum a.m.k. þessi 2,5 ár til að svara þeirri spurningu.

En, eitt sýnist mér klárt að við þurfum að láta það ganga upp, með minni skuldsetningu.

Ef þ.e. svo, að fjármagnsþörf Íslands skv. planinu er slík að lánin frá Norðurlöndum eru nauðsynleg, þá þarf að laga planið að því að þeim sé sleppt. 

Það getur falið í sér, að þjóðfélagið þurfi að taka á sig frekari lífskjaraskerðingu - ef til vill. En, Moodies virðist meina að þá þurfi stærri afgang af utanríkisverslun.

Þetta þurfa auðvitað reikningshausar að liggja yfir. En, ég bendi þó á móti á, að ef framkvæmt er 100% í einkaframkvæmd, þá munum við skulda minna annars vegar og hins vegar að með því að sleppa lánunum frá Norðurlöndum og væntanlega Icesave einnig ef við komumst upp með að sleppa því; þá verður greiðslubyrðin minni síðar þó ef til vill verði skerðingin verri næstu 2. árin ef til vill en núverandi plan ráðgerir.

 

Skuldatryggingaálag Íslands er í dag það lægsta síðan fyrir hrun!

Það er auðvitað mjög áhugavert, að þann 15. mars. sl. var skuldatryggingaálag Íslands nánast það sama og Spánar!

Icelandic Market Daily 15. March

"At the end of trading yesterday, 5-year CDS spreads were at 243 basis points (2.43%), according to Bloomberg, which is also where they were at the end of last week. CDS spreads on Iceland are similar to those of Spain which were at 241 bps. at the end of trading yesterday."

Það verður mjög áhugavert að sjá viðbrögð markaðarins með skuldatryggingar sbr. CDS við því, ef þjóðin segir "NEI" á laugardaginn nk. CDS á að innibera áhættumat markaðarins með CDS á líkum þess að Ísland fari í þrot. 

Á hinn bóginn, metur Moodies Spán mikið hærra en Ísland. Á milli mats markaðarins með CDS og lánshæfis Moodies er breið gjá. 

  1. Ef Ísland segir "NEI" og Moodies + önnur matsfyrirtæki fella Ísland í rusl, og markaðurinn með CDS sýnir lítil viðbrögð; þá myndi það segja þá sögu að markaðurinn sé ekki lengur að taka svo íkja mikið mark á matsfyrirtækjunum.
  2. Ef, á hinn bóginn, neikvæð viðbrögð markaðarins með CDS eru hörð t.d. svipuð og fyrir einu og hálfu ári síðan; þá myndi það segja aðra sögu.

Það verður spennandi að sjá þau viðbrögð - en rökrétt séð ætti markaðurinn með CDS ekki að hreyfa sig neitt að ráði, því eftir allt saman hefur "NEI" við Icesave engin áhrif til eða frá, á gjaldþrots líkur Íslands - hið minnsta út 2013.

Ég sé í reynd ekki hvernig hægt er með sanni að halda því fram, að langtímahorfur Íslands batni, með því að þjóðin segi "JÁ".

En, mér er fyrirmunað í dag eftir sem áður, að sjá að álveraplan ríkisstjórnarinnar og AGS, hreinlega geti mögulega gengið upp!

 

Niðurstaða

Ég kaupi alls ekki það, að horfur Íslands batni, með því að Ísland samþykki að taka á sig frekari skuldir með því að samþykkja Icesave greiðslur annars vegar og hins vegar samþykki að klára AGS lánapakkann. Hvernig það á síðan, að leiða til hraðrar lækkunar skulda landsins, er ekki nægilega útskýrt.

Nema, að það feli það í sér, að menn virkilega trúa því að erlendir bankar verði virkilega þá til í að veita stórfellt áhættusöm risastór framkvæmdalán, til virkjanaframkvæmda á háhitasvæðum algerlega á óþekktum skala, á svæðum sem mörg hver er engin reynslusaga af - en ég fæ mig ekki til að trúa á það plan.

Það einfaldlega er of ótrúlegt! Þessa vitleysu verður að stöðva!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 845417

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband