Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Stækkun björgunarsjóðs ESB samþykkt, breyting tekur gildi frá og með 2013! :)

Nei, þetta er ekki mistök í fyrirsögn. Heldur, er það þannig í reynd að fjármálaráðherrar aðildarríkja Evrusvæðis, hafa náð samkomulagi um stækkun björgunarstjóðs ESB, sem tekur gildi með nýjum björgunarsjóði sem á að hefja starfsemi sína 2013.

Ministers Agree 500-Billion-Euro Permanent Rescue Fund :"Euro-zone finance ministers meeting in Brussels on Monday agreed that a permanent rescue mechanism to be set up from 2013 would total €500 billion euros ($675 billion) -- significantly higher than the current rescue fund." - "The EFSF currently has a volume of €440 billion but can only lend up to €250 billion to ailing euro member states because it has to keep a large cash buffer in order to maintain top credit ratings." - "Juncker said the ESM's €500 billion would be the "effective lending capacity" of the new rescue fund."

Deal reached to boost eurozone bail-out fund :"European finance ministers agreed Monday that their new rescue system for struggling eurozone economies would be able to lend €500bn ($675bn) for any future bail-outs, but deferred all decisions on how they will ensure the fund can achieve that level of financial firepower."

Maður verður eiginlega að taka þessu sem gríni. En, eins og allir vita er krýsan til staðar í dag - á þessu ári, en ekki eftir 2 ár.

Portugal calls for EU rescue fund flexibility :"The cost of 10-year borrowing was almost 7.4 per cent, (today) - "Traders say the ECB bought Portuguese bonds last Thursday after the yield on its 10-year debt rose to a euro-era high of 7.63 per cent."

En, sl. föstudag missti markaðurinn þolinmæðina, og vaxtakrafan fyrir Portúgal sló öll fyrri met og fór í 7,63% - en lækkaði síðan þegar talið er að Seðlabanki Evrópu hafi gripið inn. Síðan þá hefur vaxtakrafan verið vel yfir 7% og var víst í dag rétt undir 7,4%.

 

Stjórnendur Evrópu, ykkar er að taka til hendinni - eða:

Þetta er ekkert grín. Róm er að brenna. En, fréttin um samkomulag fjármálaráðherra Evruríkjanna á sl. mánudag, segir einfaldlega að - að þeir gátu ekki náð saman um stækkun og/eða aðra eflingu björgunarsjóðs Evrópu - þess sem nú er til staðar.

Evran getur raunverulega hrunið. Það áfall, getur sett efnahagslíf Evrópu á hliðina. En, menn rífast hægri og vinstri þess í stað. Alvara máls virðist mönnum ekki fyllilega ljós.

 

Kv.


Hver er staða Landsbanka? Hver borgar þá 53 ma. sem sagt er að vanti?

Þetta er farið að líkjast spennuleikriti. En, skv. fréttum MBL t.d þessari (Landsbankinn sendir skilanefndinni svar í dag eða á morgun).

Í dag var fundað um stöðu NBI í Viðskiptanefnd Alþingis, og í frétt Rúv var eftirfarandi haft eftir Eygló Harðardóttur:

„Staða nýja Landsbankans er tvísýn“ :Eygló Harðardóttir...segir að...ekki sé vitað um verðmæti eignasafnsins. Talið hafi verið að stór hluti þess hefði verið í erlendri mynt og því hafi endurfjármögnun Landsbankans meðal annars verið í formi erlends skuldabréfs milli Nýja og Gamla Landsbankans. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir óvissu um lögmæti gengistryggðra lána. Eygló segir fulltrúa nýja og gamla Landsbankans hafa staðfest að sá nýi þurfi endurfjármögnun til að geta staðið skil á skuldabréfinu. Þetta gæti haft áhrif á endurheimtur vegna Icesave. Hún segir að það þurfi viðbótarfé  sem verði að koma frá ríkinu því ríkið sé aðaleigandi Landsbankans."

Svar NBI við þeirri frétt er síðan eftirfarandi:

„Fullyrðingar Eyglóar rangar“ : "Í yfirlýsingunni segir að samkvæmt nýjasta uppgjöri bankans hafi eiginfjárstaða hans verið 17,3% í lok september á síðasta ári og að hún hafi styrkst frá þeim tíma.Lausafjárhlutfall bankans sé gríðarlega hátt og gjaldeyristengdar eignir og skuldir í góðu jafnvægi. Ekkert bendi því til þess að Landsbankinn muni eiga í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum við gamla bankann. Verði niðurstaðan sú að bankinn geti ekki sjálfur fjármagnað allar greiðslur í gjaldeyri, muni hann einfaldlega kaupa gjaldeyri á markaði smátt og smátt."

 

Vandinn er tengdur gengistryggðum lánum:

Mistökin liggja í því, að svokölluð gengistryggð lán voru áfram skilgreind sem erlend gjaldeyrislán, við stofnun NBI í kjölfar yfirfærslu lánapakka þangað úr þrotabúi Landsbanka Íslands hf.

En sem hluti samkomulags tengt yfirfærslunni, var að NBI myndi stofna til skuldabréfs í erlendum gjaldmiðli að verðmæti 260ma.kr. miðað við gengi krónu þess tíma, og sjá um að greiða af því til þrotabús Landsbanka Íslands hf.

Eins og allir vita í dag, þá voru gengistryggð lán einfaldlega krónulán sem verðtryggð voru með mynnkörfu. Þetta bannaði Hæstiréttur í frægum dómi.

Þá breyttist ofangreint reikningsdæmi á einni nóttu. Því, miðað við það að gengistryggð lán væru gjaldeyrislán, þá var dæmið reiknað þannig að NBI hefði nægar gjaldeyristekjur, til að greiða af 260 ma.kr. gjaldeyrisláninu.

En, þegar þau lán voru dæmd innlend krónulán, af Hæstarétti. Þá raskaðist það reikningsdæmi all hressilega. Vitað er, hvað sem líður neitunum bankastj. NBI, að síðan þá hefur hallað á bankann varðandi gjaldeyriseign.

  • Ríkisstj. var á sínum tíma, margvöruð við gengistryggðu lánunum.
  • En, enginn virtist hlusta á það innan Iðnaðar og Viðskiptaráðuneytis né innan Fjármálaráðuneytis.
  • Framsóknarflokkurinn, sem dæmi, í yfirlísingu fyrir síðustu Alþingiskosningar, óskaði eftir því að bankarnir yrðu endurreistir án gengistryggðra lána.
  • Betur hefði farið ef þannig hefðu þeir verið endurreistir.
  • Frægt er frá því umræðunni í sumar, að fyrir Gylfa Magnússyni þáverandi ráðuneyti viðskipta og efnahagsráðherra, lágu a.m.k. 3. lögfræðiálit þ.s. löggildi gengistryggðra lána var dregið í efa.
  • Það áður en samningar um um yfirfærslu lána í NBI voru kláraðir.

Ef farin verður leið sú sem bankastj. NBI talar um?:

Sú lausn er í reynd með þeim hætti, að skuldarar NBI borgi þ.s. upp á vantar - ef þ.e. rétt að upp á vanti 53 ma.

En, þ.e. þá gert þannig, að NBI kaupir af Seðlabanka gjaldeyri fyrir krónutekjur.

Það vill þá svo skemmtilega til, að þá er búið í reynd pent hækka kostnaðinn við Icesave um þessa litlu 53 ma.

En, þeir peningar eiga að renna inn í þrotabú Landsbanka Íslands hf, og koma þar til skipta. Ef þeir peningar berast ekki þangað inn, þá minnkar þ.s. verður til skipanna um akkúrat þessa 53 ma.

Nú, ég sé ekki mun á að almenningur borgi brúsann í gegnum það að borga af lánum til NBI og að ríkið myndi taka þennan halla af NBI og við værum að borga akkúrat sömu upphæð í gegnum skatta.

Hægri vs. vinstri vasinn. Upphæðin sem almenningur borgi, verði þá ekki 44 ma.kr. - ef við segjum að það sé hin rétta upphæð - heldur hækki hún í 97 ma.kr.

Þá er eftir að taka tillit til annarrar óvissu vegna Icesave - sbr. umsögn GAMMA:

Umsögn Gam Management (GAMMA) um Icesave!

....................................2% gengis-......1% gengis-..................-1% veiking...-2%

........................................hækkun........hækkun....Óbreytt........gengis..........gengis

........................................per ársfj.......per ársfj......gengi.........per ársfj........per ársfj.

Aukinn forgangur...................-26.............-30...........-35............-42...............-51

Endurheimtur standast...........-44.............-55...........-67............-83..............-155

Seinkun um 9 mán.................-56.............-65...........-80...........-102.............-212

10% lakari heimtur................ -93...........-115..........-145..........-182.............-233

  • Þá bætum við þessum litlu 53 ma. við allar upphæðir!

 

Niðurstaða

Nú þegar ríkisstjórninni og Sjálfstæðisflokknum, virðist liggja mikið niðri fyrir, að koma Icesave í gegnum Alþingi með hraði. Virðist liggja þegar fyrir allnokkur kostnaðarhækkun almennings.

Hvað fleira kemur í ljós seinna - ef ofangreindum aðilum tekst ætlunarverk sitt, að koma Icesave í gegn og þessum kostnaði á þjóðina?

 

Kv.

 


Hvernig má lækka skuldir almennings?

Þetta er álitin spurning. En, alvarleg skuldastaða vítt yfir hagkerfið - fyrirtækja / einstaklinga - alvarleg bremsa á framtíðarvaxtarmöguleika. Hvort tveggja innri skuldastaða almennings þ.e. krónuskuldir og ytri  skuldastaða hagkerfisins þ.e. gjaldeyrisskuldir, munu hafa alvarlegar afleiðingar. En, erlend skuldastaða mun einnig vera bremsa á hagvaxtargetu til margra næstu ára auk þess, að þetta mun halda aftur af verðgildi krónunnar um langa hríð.

Varðandi krónuskuldir, þá er lækkun mjög vel möguleg:

1. Fyrst er bein almenn lækkun - sem HH vildi framkvæma. En stjv. höfnuðu og hafa hafnað.
  • Þetta var talið of dýrt fyrir stjv. svo í staðinn þyrfti að hækka skatta og skera niður.
  • Myndi bitna á lífeyrissjóðum og skerða lífeyrisgreiðslur.

2. Breyta vísitölunni - Sjá Spegillinn: 15.10.2010 Júlíus Sólnes

  • 1200 milljarða skuldir heimila. 20% kosti ríkið um 300 milljarða er sagt.
  • En þær skuldir eru almennt a.m.k. til 25 - 40 ára.
  • Það dreifir álaginu á lækkun skulda yfir línuna á mörg ár.
  • Getur lækkun styrkt eignasafn sjóðanna?
  • Hann telur ástandið svipað og þegar launavísitalan var tekin af í mikilli verðbólgu á miðjum 9. áratugnum, lán hækkuðu en laun stóðu í stað, allt var vitlaust í þjóðfélaginu, svokallaður Sigtúns hópur varð til, Ögmundur Jónasson var einn helsti talsmaður hans.
  • Hreyfingar launþega hafi þá stutt hugmyndir Sigtúns hópsins - á endanum var lánskjara vísitölunni breytt 1989 og hún endurreiknuð, lán lækkuðu miðað við reikning skv. eldri vísitölu og sátt náðist í þjóðfélaginu.
  • Það hefði verið mjög sniðugt að taka aftur upp sömu vísitölu og tók gildi 1989 t.d haustið 2008 þ.s. laun hafa staðið í stað, eða lækkað síðan kreppan skall á - komið sér vel fyrir lántakendur. Því miður var ekkert gert.
  • Hæstiréttur komst síðan að þeirri niðurstöðu, að ríkið hefði rétt til að breita vísitölunni, og það skapaðist því ekki skaðabótaréttur á ríkið þó lán lækkuðu vegna breytinga á vísitölunni. Ríkið ætti að íhuga þetta að hans mati!
3. Mjög róttæk aðgerð - frysta með lögum alla vexti við t.d. 6%, síðan frysta í 1. ár vísitölu neysluverðs þannig að hún hækki ekki, síðan að afnema gjaldeyrishöftin - ætti að skila milli 40-50% raunlækkun lána í krónum. Allt er þá lækkað jafnt þ.e. allar eignir bundnar í krónum og skuldir. Fjöldagjaldþrot þeirra er skulda í erlendum gjaldeyri væru þó óumflýjanleg í kjölfarið - sérstaklega fyrirtækja er ekki hafa gjaldeyristekjur en skulda eigi síður í gjaldeyri.
 
4. Að heimila háar almennar launahækkanir t.d. 20%: Samhliða lánskjaravísitala fryst!
  • Stór almenn launahækkun hleypir verðbólgu af stað aftur, vegna þess að fyrirtæki velta kostnaði í verðlag.
  • Ef síðan gengið er fellt í kjölfarið segjum um 15%.
  • Þá getur farið af stað sambærileg skriða víxverkandi stórra launahækkana og gengisfelling á víxl eins og á 9. áratugnum.
  • Fræðilega, getur þetta verið aðferð til að raunlækka lán í kjölfar frystingar vísitölu, ef verðbólgan verður nægilega há til að fastir vextir verðtryggðra lána dekki ekki rýrnun þeirra af völdum verðbólgu.
5. Frysta vísitölu, en viljandi láta Seðlabanka prenta seðla til að verðfella krónu!
  • Fræðilega séð er hægt að verðfella lán, ef peningamagn er aukið nægilega mikið með seðlaprentun svo að verðbólga raunverðfelli lán, í kjölfar frystingar vísitölu.
  • Því lengur sem þetta er gert, því meirir raunverðfelling.
 
Niðurstaða
Ég set þetta fram  til að sýna að lækkun lána almennings er vel möguleg.
Að sjálfsögðu, er þetta ekki ókeypis. Einhver lýður fyrir þetta.
Þeir einhverjir eru innlánseigendur og eigendur lána, sem tapa. Einnig lífeyrissjóðir og lífeyrisþegar.
 
En, lækkun lána þó á móti skilar einhverju á móti: færri lán verða í vanskilum því fleiri geta borgar, færri lán verða umfram eignaverð þannig að eignaverð mun síður lækka, færri lánþegar fara á hausinn, vaxtagjöld barnafjölskylda lækkar svo þær hafa meira handa á milli - sem þíðir hærri lískjör þeirra, eftirspurn eftir lánum mun aukast, framkvæmdir og fjárfesting mun aukast, fleiri hafa efni á að mennta sig svo menntun þjóðarinnar batnar, þeim fækkar sem ekki hafa efni á að fara til læknis svo heilsa þjóðarinnar batnar, samkeppnistaða þjóðarbúsins batnar. Svo má lengi telja.
 
Erfið skuldastaða og hækkandi, veldur minnkun alls ofangreinds.
 
 
Kv.

Hver er hinn raunverulegi kostnaður við Icesave?

Þetta er álitið umhugsunarefni vegna þess, að nú stendur til að knýja í gegn á næstunni, lög frá Alþingi þ.s. fjármálaráðherra væri veitt heimild Alþingis til að staðfesta þá samninga sem gerðir voru við Breta og Hollendinga, 8. des sl.

  • Raunkostnaður er auðvitað lykilatriði, en muna verður að skuldastaða Íslands er alvarleg.
  • Ísland má því ílla við því að taka á sig frekari skuldbindingar. 
  • Einfaldlega vegna þess, að viðbótargreiðslu-geta, ef þá einhver, er þá mjög takmörkuð.
Síða með hlekkjum á umsagnir pantaðar af Alþingi um Icesave

Umsögn InDefence um Icesave

Nefndarálit - meirihluti

Nefndarálit - 1. minnihluti

Skoðun Ólafs Margeirssonar hagfræðings, hvað gerist ef Icesave er samþykkt!

Umsögn Gam Management (GAMMA) um Icesave!

Skuldabréf Nýja Landsb. til gamla, skili 266 ma.kr. endurheimtum í þrotabú 2014. Upphaflegt virði 260 ma.kr. - afborganalaust fyrsu 5 árin.

Nýi Landsbankinn hefur skuldbundið sig, að gefa út skuldabréf eigi síðar en 15. apríl nk., upphæð 92ma.kr. - áætlaðar endurheimtur skv. skilanefnd 17 ma.kr. 2016.

Við lok 2010 var skilanefnd með 346 ma.kr. í reiðufé, og ráðgerir að 94 ma.kr. bætist við þetta ár. Við skipti kemur 51% í hlut TIF eða 176 ma.kr 1. júlí nk. og 48 ma.kr. 30. des nk. Höfuðstóll skuldar um 400 ma.kr. við árslok 2011 skv. áætlun skilanefndar.

Ef tafir verða á greiðslum úr þrotabúi, þarf ríkið að greiða vexti af öllum höfuðstólnum eða 20ma.kr. á ári miða við 650 ma.kr eða 12 ma.kr. miðað við 400 ma.kr.

Takið eftir að ríkisstj. og Seðlabanki Ísl. miða upphæð sem eftir standi 44ma.kr. við það að gengi krónu hækki umtalsvert á þessu ári eins og því síðasta.

GAMMA miðar allar upphæðir við að það lausafé lækki skuld, svo upphæðir eru þá kostnaður sá er þá eftir stendur, miðað við breytingar á forsendum! 

....................................2% gengis-......1% gengis-..................-1% veiking...-2%

........................................hækkun........hækkun....Óbreytt........gengis..........gengis

........................................per ársfj.......per ársfj......gengi.........per ársfj........per ársfj.

Aukinn forgangur...................-26.............-30...........-35............-42...............-51

Endurheimtur standast...........-44.............-55...........-67............-83..............-155

Seinkun um 9 mán.................-56.............-65...........-80...........-102.............-212

10% lakari heimtur................ -93...........-115..........-145..........-182.............-233

  • Ég nota umsögn GAMMA því hún virðist feykilega vandað og vel unnið plagg!
  • Umsögn InDefence er einnig góð! 
  • Ég er þeirrar skoðunar að fjarskalega ólíklegt sé að vafamálum, um það hverjum bera að fá aðgang að þrotabúinu, verði lokið á þessu ári.
  • Svo ég geri ráð fyrir frestun sölu eigna um 9 mánuði.
  • En, lausafé Skilanefndar getur samt gengið upp í skuld!

Eins og sést, miðað við þá forsendu, þá hækkar skuld mjög hratt ef gengi krónu sveiflast í hina áttina - einnig.

Það er klárt af því, að alls ekki má afnema gjaldeyrishöftin - því fullkomlega er öruggt að krónan mun þá falla til mikilla muna meir, en einungis 2%.

Ég hvet ykkur til að lesa umsögn Seðlabanka, en hún er hluti af nefndaráliti meirihluta. En sú umsögn er ein af verri steypum sem ég hef lesið. Ég virkilega meina, hvað gekk mönnunum til að rita þann þvætting?

Skoðið sérstaklega hvað þeir skrifa um losun gjaldeyrishafta og umræðu þeirra um líkur á frekari lækkun krónu. En, þar er hvergi minnst einu orði á skuldastöðu landsins, almennings eða fyrirtækja. Þó, er það allt lykilbreytur - í því samhengi hvaða hegðun gengi krónu er líklegt til að auðsýna.

Ef mennirnir virkilega trúa því sem þeir skrifuðu, þá þarf að reka þá á stundinni.

 

Er þetta heildarkostnaður? Hvað um skuldabréf Landsbanka?

  • 260 ma.kr. skuld NBI við þrotabú Landsbanka Ísl. hf. sem áætlað er að skili 266ma.kr. í þrotabúið. Væntanlega fær TIF 51% af því eða 136ma.kr.
  • Skuld NBI við þrotabú Landsbanka Ísl. hf, 92 ma.kr. - skilar 17 ma.kr. 2016 skv. Skilanefnd. 51% af því er 8,67 ma.kr.

Uppfært: Flæði gjaldeyris ekki nægt til að Landsbanki geti staðið við skuldbindingar :"Að sögn Morgunblaðsins er greiðsluflæði gjaldeyris inn í Landsbanka hinn nýja ekki nægilegt til að greiða af skuldabréfinu en það bréf gaf  Landsbankinn út í tengslum við uppgjör bankanna á milli." - "Landsbanki Íslands hefur sent frá sér tilkynningu...Lausafjárstaða Landsbankans er einnig mjög sterk, hlutfall hennar er um 46% af innlánum sem er mjög hátt og því ætti Landsbankinn að geta keypt erlendan gjaldeyri á næstu árum til að mæta skuldbindingum sínum, gerist þess þörf."

  • Frétt MBL í gær þess efnis, að gjaldeyrisflæði inn á reikninga NBI væri ekki nóg fyrir greiðslum af 260 ma.kr. skuldabréfinu, vakti athygli.
  • Ég lít á svar NBI sem staðfestingu þess að þetta sé rétt ábending.
  • NBI ætli sér með öðrum orðum, að kaupa gjaldeyri fyrir mismuninum!

Það sem þetta þíðir, hafandi í huga að tekjur NBI í krónum eru greiðslur af lánum frá fyrirtækjum og almenningi, þá er ljóst að greiðslubyrðin af láninu liggur í reynd á hagkerfinu okkar.

Þannig, hafandi í huga að ríkið á NBI og að það ber endanlega ábyrð á skuldum NBI fyrir bragðið, þá hefur ríkið mjög mikla hagsmuni af því að tryggja aðgang NBI að gjaldeyri úr hyrslum Seðlabanka.

Að auki bætist við skuld NBI sem hann verður að undirgangast við þrotabúið á þessu ári upp á 91 ma.kr. eða samtals með hinu láninu upp á 352 ma.kr.

  • Landsframleiðsla 2010 skv. AGS var um 1.550 ma.kr.
  • 352 ma.kr. / 1.550 ma.kr. = 22,7% 
  • Ef ríkið skuldar 90% í dag, þá myndi skuld þess hækka í 112% ef þessi lán féllu á ríkið.
  • Þetta tekur ekki tillit til hækkunar skuldar ríkisins af þjóðarframleiðslu vegna Icesave.
  1. Punkturinn er, að þ.s. þessi lán eiga að verða hluti af eign Landsbanka Íslands hf sem kemur til skipta -
  2. þá sé rétt að hækka skuld landsmanna vegna Icesave upp um 352 ma.kr. Og það í hverju tilviki að ofan, þegar verið er að meta kostnað við mismunandi aðstæður!
  • En rökin eru þau, að þjóðin er að borga þá heildarupphæð, þ.s. tekjur NBI sem standa undir hans skuldum við þrotabú Landsb. Ísl. hf eru tekjur vegna greiðsla almennings og fyrirtækja af skuldum við NBI.

 

Niðurstaða

Ég geri mér grein fyrir að fjölmargir munu verða ósáttir við það, að ég vil telja skuldir NBI við þrotabú Landsbanka Ísl. hf með skuldum þjóðarinnar, vegna Icesave. Hækka því skuld alltaf upp um litlar 352 ma.kr. - miðað við hvert frávik.

En, miðað við þær upplýsingar sem fram komu í gær, hefur NBI ekki gjaldeyristekjur fyrir skuldum við þrotabúið. Þetta þýðir að NBI þarf að borga með krónutekjum, sem einfaldlega er það sama og að þjóðin borgi þær skuldir NBI.

Svo, fyrir þjóðina kemur þetta algerlega eins út, og að ríkið hefði samþykkt sjálft að standa undir greiðslum við þessi skuldabréf, sem hefði skilað betri stöðu NBI en verri stöðu ríkisins. En einungis bókhaldslega. En fyrir þjóðina munar í reynd engu, hvort verið er að borga þetta í gegnum skatta eða í gegnum greiðslur lána til NBI.

Alveg sama hvað gerist erum við skuldbundin um að borga skuldbindingar NBI við þrotabúið.

En, við höfum val um hvort við bætum restinni einnig við, skv. skokölluðum Icesave samningi.

 

Kv.


Olíuhámark náð 2012-2017, það standi yfir um 15 ár, framleiðsla fari síðan að dala. Þetta er skv. WikiLeaks gagni lekið frá sendiráði Bandaríkjanna í Saudi Arabíu!

Miðað við þetta, þá fer heimsframleiðsla á olíu að dala eftir 2027-2030. En stóra fréttin er örugglega, að aðili með mikla þekkingu á olíugeiranum, áður einn af stjórnendum ríkisolíufélags Saudi Arabíu, skuli í trúnaðarsamtali við sendiherra Bandaríkjanna í Ryadt telja að heimsframleiðsla nái hámarki 2012-2017. Haldist síðan í því hámarki til 2027-2030. Þetta samtal á sér stað, 2007.

 

Mynd að neðan: "Sadad al Husseini, recently retired head of exploration and production for Saudi Aramco"

WikiLeaks skjal: Cable: Saudi oil company oversold ability to increase production, embassy told

Sadad al Husseini sees peak in 2015

Sadad al Husseini Energy website :Þetta vefsvæði inniheldur lýsingu á starfsferli hans, er virðist vera magnaður.

Interview with Sadad al Husseini

Interview with Sadad al Husseini: Part 2

En Dr. al Husseini er klárlega enginn smá karl. Dokstorsgráðu í jarðfræði, gengur til liðs við ríkisolíufélag Saudi Arabíu 1972. Tekur við stjórn olíuleitar á vegum þess. Undir hans stjórn hafi 20 olíulindir fundist. Frá 1984 - 2004 meðlimur í stjórnendateymi þess. Hættir 2004 hjá því.

Starfar í dag sjálfstætt!

Þetta virkar mjög trúverðugur maður!

Eins og hann segir frá, er það með hófsömum hætti, þó innihaldið sé explósívt. En, eins og hann segir frá þessu, er ástæða vandans sambland vandamála.

Vandræðum valdi, að þegar verðlag á olíu fór á sl. áratug um tíma langt niður, þá hafi hægt á byggingu nýrra eimingastöðva. Olíueymingastöðvar "oil refineries" séu risastór batterý, sem taki fleiri ár í byggingu, og þær séu mjög dýrar í uppsetningu. Hann segir að framleiðslugeta eymingarstöðvanna, sé hið raunverulega þak á framleiðslugetu um þessar mundir.

Varðandi olíulyndir, þurfi að taka til þess að framleiðsla er að þverra í eldri lindum, þannig að nýjar lindir þurfi að koma inn, til þess eins að viðhalda framleiðslu. 

Að auki, taki mörg ár að koma nýjum lindum í fulla framleiðslu.

Samhliða öllu þessu, sé eftirspurn eftir olíu stöðugt í vexti, sérstaklega frá Kína og Indlandi.

Niðurstaða hans er þá samantekt á heildaráhrifum af rírnun olíulinda - þeim tíma sem þarf til að koma nýjum í gagnið - og þeirri þekkingu sem hann hefur á þeim nýju lindum sem hafa fundist og eru í þróun.

Þessi texti frá 2005 - "From here forward, satisfying oil demand will require 1.2 - 1.6 mmbd of new refinery capacity per year or 4 to 5 new world-scale refineries every year. These normally require 4 - 5 years to execute at a cost of no less than $ 2 B per 100,000 b/d of capacity" - "Given the current outlook in terms of global exploration and development, the rate of investments in the oil value chain, energy prices, and the prevailing legal and political investment climate, I believe oil production will level off at around the 90 - 95 mmbd by 2015. This plateau can be sustained beyond 2020 at continuously higher oil prices and with rapid improvements in overall energy efficiencies throughout the world."

Úr 2007 WikiLeaks skjali -"l Increasing output is not simply a function of adding new capacity to already existing operations.

  1. Instead, due to depletion rates, new reserves must be brought online to both replace depleted production and satisfy growth in consumption.
  2. The International Energy Agency (IEA) has estimated global depletion rates at 4 percent,
  3. while a 2006 Aramco statement has estimated Saudi Arabia's overall depletion rate at 2 percent.
  4. Al-Husseini estimates that moving forward, satisfying increases in global demand will require bringing online annually at least 6 million b/d of worldwide output,
  5. 2 million to satisfy increased demand and
  6. 4 million to compensate for declining production in existing fields."
  • "Considering the rapidly growing global demand for energy - led by China, India and internal growth in oil-exporting countries - and in light of...constraints on expanding current capacity, al-Husseini believes that the recent oil price increases are not market distortions but instead reflect the underlying reality that demand has met supply..."
  • "Due to the longer-term constraints on expanding global output, al-Husseini judges that demand will continue to outpace supply and that for every million b/d shortfall that exists between demand and supply, the floor price of oil will increase 12 USD."
  • "Al-Husseini added that new oil discoveries are insufficient relative to the decline of the super-fields, such as Ghawar, that have long been the lynchpin of the global market."
  • "While stating that he does not subscribe to the theory of "peak oil," the former Aramco board member does believe that a global output plateau will be reached in the next 5 to 10 years and will last some 15 years, until world oil production begins to decline."
  1. "In al-Husseini's view, once 50 percent depletion of original proven reserves has been reached and the 180 billion bbls threshold crossed, a slow but steady output decline will ensue and no amount of effort will be able to stop it.
  2. By al-Husseini's calculations, approximately 116 billion barrels of oil have been produced by Saudi Arabia, meaning only 64 billion barrels remain before reaching this crucial point of inflection.
  3. At 12 million b/d production, this inflection point will arrive in 14 years.
  4. Thus, while Aramco will likely be able to surpass 12 million b/d in the next decade, soon after reaching that threshold the company will have to expend maximum effort to simply fend off impending output declines.
  5. Al-Husseini believes that what will result is a plateau in total output that will last approximately 15 years, followed by decreasing output."


Olíuverðs hækkanir eru rétt að hefjast fyrir alvöru!

  • Ef hann hefur rétt fyrir sér, að heimurinn sé við það að ná hámarks framleiðslu.
  • Er klárt, að alger verðsprengja er framundan á olíumörkuðum á þessum áratug.

Þetta getur ekki hent á verri tíma fyrir Vesturlönd:

  1. En, kreppan núverandi hefur stóraukið skuldir þróaðra iðnríkja. 
  2. Án undantekninga nærri því, eru ríkissjóðir þeirra reknir samtímis með halla.
  3. Almenningur, eftir að húsnæðisbólur sl. áratugar hafa hjaðnað, er skuldugur og lítt fær um að taka á sig stórfelldar álögur.
  4. Bankakerfi eru einnig veik fyrir, eftir stórfelld útlánatöp.
  5. Ekki bætir úr skák, víða skuldugt atvinnulíf.

En stórfelld hækkun olíuverðs ofan í þessi vandamál, er mjög slæmur kokteill.

  • Kostnaður við alla flutninga á varningi mun aukast í takt við hækkandi verð.
  • Alveg sama hvort um flug - bíl eða skip er að ræða.
  • Stórfelld hækkun olíu mun hafa mikil áhrif á heimsverslun!
  • En mikil hækkun getur stórfellt dregið úr flutningum á varningi, yfir langan veg heimsálfa á milli.
  • Það myndi framkalla miklar breytingar á heimshagkerfinu!
  • Þá, græða hráefnarík lönd, með næga markaði tiltölulega skammt undan, eða sjálf með stórann innri markað.
  • Verst fara auðlyndasnauð lönd, með fáar útflutningsvörur.
  • Okkar ástand er dálítið óljóst. Þó við flytjum mikið inn, sem verður enn óhagstæðara í framtíðinni, höfum við nokkrar traustar auðlyndir. Það vegur nokkuð á móti. Þeirra verðmæti, mun fremur aukast en hitt. Svo kannski jafnast mál út.

En, heildarniðurstaðan hlýtur að skila rýrnandi lífskjörum á Vesturlöndum almennt!

 

Hvað með okkur?

  • Það þarf að setja mikinn kraft í eflingu innlendra orkugjafa!
  • En, ekki síst þarf að huga að því, að skipta yfir í innlennt eldsneyti á togaraflotanum! En olíukostnaður getur annars farið að há mjög veiðum.
  • Hentugt væri einnig, að bjóða upp á þann kost fyrir almenning.
  • Landbúnaður, á að geta framleitt sitt eigið eldsneyti hér þ.e. metan, og nýtt að mestu í stað innflutt eldsneytis.
  • Innflutningur á áburði ætti að minnka, og þ.s. hann verður mun dýrari í framtíðinni - bæði vegna flutningskostnaðar og vegna þess að hann verður dýrari þ.s. köfnunarefnisáburður er víðast hvar framleiddur með hjálp olíuefna.
  • En, Ísland á að geta verið sjálfu sér nógt um áburð - með það í huga hvað hér er mikið framboð af lífrænum úrgangi.

Heildarafleiðingin sýnist mér vera, að í framtíðinni verði hagkvæmara að lönd framleiði sem mest sjálf.

Hráefnarík lönd með stórann innri markað eða stóra markaði nálægt, munu hafa það best.

Hráefnasnauð lönd, með lítinn innri markað og/eða langt frá öðrum löndum, munu hafa það verst.

Ísland, er langt frá öðrum löndum, en ekki auðlyndasnautt - sem betur fer!

Auðlyndir okkar verða vermætari til muna í framtíðinni.

En, á móti kemur að vegna þess að áfram verður hátt hlutfall innflutt - þá mun hækkun verðs á innfluttu hamla gegn lífskjaraaukningu.

Að einhverju leiti vega þessi áhrif hver önnur upp! Hvað okkur varðar.

 

Hvað með Evrópusambands aðild?

Mig grunar að hækkun flutningskostnaðar, muni eyða upp þeim hagnaði sem margir vonast eftir að auðnast í formi lækkaðs matarverðs - : Gróðinn af því að stórauka innflutning á matvælum, í kjölfar inngöngu í ESB, verður til muna minni en margir halda. Jafnvel með tíð og tíma - enginn!

Hækkun flutningskostnaðar, mun að auki minnka möguleika þess, að aukning verslunar skili okkur hagnaði, en sú hækkun mun óhjákvæmilega draga úr verslun milli landa - sérstaklega þegar fjarlægðir eru umtalsverðar.

Óhjákvæmilega, mun olíuverðshækkun bitna á möguleika Evrópu ásamt öðrum Vesturlöndum til hagvaxtar. Þetta kemur ofan í áhrif fólksfj. þróunar sem þegar skv. stofnunum ESB er farin að minnka hagvaxtargetur ESB aðildarríkjanna. Að auki, ofan á erfiða skuldastöðu - almennings sem ríkissjóða.

Munum, að Ísland mun einnig verða fyrir neikvæðum áhrifum. Útlit er fyrir erfiða skuldastöðu landsins, sem og almennings, til margra næstu ára - nema eitthvað róttækt verði gert!

Punkturinn er sá, að ég sé ekki neinn grundvöll fyrir auknum hagvexti af aðild - sé ekki á hvaða grundvelli hann ætti að vera! 

Ísland verður enn minna áhugaverður staður fyrir starfsemi til útflutnings til annarra landa - útlendingar eru jafnvel enn líklegri en áður, að velja staðsetningu í landfræðilegri nálægt við markað, og því ekki Ísland.

Þetta ástand breytist í reynd ekki neitt við aðild! En, engir tollar eru í dag milli Íslands og ESB. Nema fyrir matvæli! En, þá erum við að tala um fisk. En, með fullnýtt mið, er ekki að sjá að utanaðkomandi fjárfesting myndi nokkru skila. Einungis hugsanlega fyrir eldisfisk.

En vegna þess að Evrópu skortir fisk, eru tollar ekki háir! Þó hærri á unnum en óunnum. Á móti koma frýtollkvótar á unnum fiski sem ekki eru fullnýttir seinni árin. Þannig að í reynd borgum við enga tolla af útfluttum fiski seinni árin.

Ekki má gleyma, að þegar útlendinga fá rétt til fjárfestinga og eignar á kvóta, þá flyst hagnaður þeirra eigenda úr landi þ.e. ekki skattlagður hér. Þ.e. hreint tap miðað við ástand mála í dag, um það að allur hagnaður skattlegst hér meðan kvóti telst í eigu aðila með Ísl. kennitölu.

Það tap kemur á móti einhverjum hugsanlegum hagnaði + auknar greiðslur í sameiginlega sjóði gera það að auki!

Fyrir þá sem dreymir um Evruaðild, þá er klárt að það tekur vart skemmri tíma en 15-20 ár. En, þar ræður mest um agaleg skuldastaða ríkissjóðs sem mjög vandséð er að muni nást niður á skemmri tíma, ásamt mjög slökum horfum um hagvöxt meðan hagkerfið er svo niðurnjörvað af skuldum almennings og fyrirtækja einnig.

Mín skoðun er, að þetta sé tilgangslítið streð að rembast við ESB aðild. Henni fylgi enginn umtalsverður arður fyrir okkur. Enn síður þegar haft er í huga áhrif olíuverðs hækkana.

 

Niðurstaða

Ljóst virðist að stórfelldar olíuverðs hækkanir eru framundan. Þær munu hafa mjög neikvæð áhrif á efnahagsframvindu í heiminum. Þetta áfall bætist ofan á fyrra áfall vegna kreppunnar er skall á 2007-2008. Sú erfiða og vaxandi skuldastaða sem mörg ríki vesturlanda glíma við - ásamt veikum bankakerfum, útbreiddum skuldum meðal almennings. Gerir síðan íllt mun verra.

Samanlögð áhrif, eru líkleg að skila mjög dapri efnahagsfamvindu á vesturlöndum. Meira að segja þróunarlönd þau er hafa verið í hröðum vexti undanfarin ár, munu ekki komast hjá því að sjá hagvaxtarforsendur dala, sennilega umtalsvert.

Lífskjör veðra því sennilega á niðurleið á vesturlöndum, meðan að hægir á því að þau batni í hagvaxtarsvæðum þróunarlandanna.

Í reynd er alls ekki loku fyrir skotið, að kreppa skelli þar á einnig.

Fyrir okkur, ítrekar þessi þróun, að við verðum að taka okkur á. Núverandi forsendur um hagvöxt miðað við núverandi ástand mála og framvindu reiknaða þaðan í frá. Virðist nú enn síður líklegar til að skila árangri. 

Mér sýnist ljóst að enn brýnna en áður, sé að beita djarfari stefnumótun. Ekki síst, beita mun öflugari úrræðum en fram að þessu hefur verið beitt, til að lækka skuldir almennings og fyrirtækja. En, mjög varasamt mun reynast, að keyra mál áfram með ofurskuldsett þjóðfélag - þegar síðan olíuverðshækkanirnar dembast svo á í ofanálag og þau samdráttaráhrif er þær munu hafa hér og víðsvegar út um heim. 

 

Kv.


Bandaríkjastjórn virðist vera að plotta með egypska hernum, og stjv. í Berlín, að Mubarak fái að dvelja á lúxusheilsuhæli í Þýskalandi - restina af æfinni!

Þetta bendir til þess að það sé rétt, að Mubarak sé orðinn mjög nærri því valdalaus. En, hann kvá þjást af krappameini, og hefur víst verið að mæta reglulega í meðferð í Þýskalandi.

Í dag skv. fréttum dvelur hann hann í sumarbústað í bænum Sharm el-Sheikh við Rauðahaf. Önnur vísbending um að hann sé í reynd ekki lengur við stjórnvölinn. Þó enn gegni hann formlega embætti forseta Egyptalands.

"Mubarak, 82, is in poor health and suffering from cancer. His sickness serves as an ideal alibi to frame his exit from the political scene without the military appearing as though it had to resort to extraordinary measures to remove him or bend to the opposition’s demands....Meanwhile, negotiations are under way over how to handle the billions of dollars worth of assets that Mubarak’s family is attempting to retain."

Spurning hvað þýsk stjórnvöld ákveða? Einnig, hvort þ.e. rétt eða rangt, að taka við gamla harstjóranum, og heimila honum að dvelja þá fáu lífdaga sem hann á eftir, á lúxus heilsuhæli í Þýskalandi?

Clinic Near Baden-Baden Considered For Mubarak :"Currently, Mubarak is residing in the Egyptian Red Sea resort of Sharm el-Sheikh in a holiday villa." - "During the spring of 2010, Mubarak had his gallbladder and an intestinal polyp removed in the Heidelberg University Clinic." - "Talks are already being held with suitable hospitals, particularly with the Max-Grundig-Klinik Bühlerhöhe in the southwestern town of Bühl near Baden-Baden, SPIEGEL ONLINE has learned from sources close to the clinic." - "The luxury clinic has an excellent reputation, as well as a respected oncology department, and says on its website it offers "first-class medical care" and the "comfort and service of a top hotel." Patients are accommodated in suites up to 200 square meters (2,152 square feet) in size."

En rök fyrir því, að heimila honum að fara og fjölskyldu hans að taka með sér einhvern slurk uppsafnaðra auðæfa, er að betra sé að þau fari og þvælist ekki frekar fyrir málum innan Egyptalands. 

  • En ljóst virðist að stjórnarskipti eru að eiga sér stað!
  • Spurningin einungis um hvað akkúrat tekur við?
  • Vonandi verður það ekki einfaldlega ný einræðisstjórn.
  • Heldur einhvers konar bráðabyrgða stjórn - sennilega óhjákvæmilega undir handleiðslu hersins, en með þá stefnu að standa fyrir almennum kosningum eftir 1 eða ekki seinna en 2 ár.
  • Eitt virðist þó öruggt, að herinn heimilar ekki rótækum Íslamistum að taka völdin.
  • En, það má vera, að lýðræði fái samt tækifæri!


Við skulum vona, að í uppsiglingu sé betra stjórnarfar í Egyptalandi, og þróun í átt að raunverulegu lýðræði. En, slíkt getur þá leitt til sambærilegrar þróunar mun víðar um hinn svokallaða Arabaheim.

En, þessi þróun getur tekið einhvern tíma. En að algeru lágmarki, þarf að gefa stjórnmálaflokkum tíma til að verða til - en Mubarak almennt bannaði stjórnmálasarf fyrir utan hans eigin valdaflokk. Síðan þurfa þeir að fá einhvern lágmarks tíma, til að koma sér saman um stefnumál.

1 ár sýnist manni algert lágmark - svo kosningar geti farið fram í góðu skipulagi. En, í dag eru einu skipulögðu flokkarnir íslamistar og valdaflokkurinn. 

Þannig, að tíminn er til þess, að gefa einhverju öðru séns svo kosningar verði síður vatn á millu öfgaafla.

 


Kv.


Hugmyndir Angelu Merkel og Nicolas Sarkozy eru ekki lausn á vanda Evrusvæðis!

German Chancellor Angela Merkel walks with Spain's Prime Minister José Luis Rodriguez Zapatero in Madrid on Thursday. Vandi Evrusvæðisins, er svo alvarlegur að Evran getur liðið undir lok. En, af hugmyndum Angelu og Nicolas að dæma, verður ekki séð að neyðarástand standi yfir.

Hér fyrir neðan má sjá hugmyndir þeirra, settar fram í sameiginlegri yfirlísingu þann 4. feb. sl.

En skv. þeim leggja leiðtogarnir tveir til eftirfarandi nýjar grunn-aðlögunar-reglur (convergence criteria) fyrir Evrusvæðið. En, væntanlega má sjá af þeim, þann skilning sem þau tvö leggja í hverjar undirliggjandi ástæður krýsunnar eru.

Þetta er áhugavert fyrir Ísland, því ef við göngum inn í ESB, og ætlum okkur að gerast meðlimir að Evrusvæði, þá þarf einnig að uppfilla þessar nýju reglur, auk hinna er gilda í dag; ef þær þessar nýju fá náð hinna þjóðanna.

Reyndar má búast við miklum deilum um þær - en stóri vandinn, er að þessar nýju reglur að ef þær grundvallast á skilningi um það, hver orsök krýsunnar er, þá er sá skilningur rangur og nýju reglurnar í reynd leisa ekki úr þeim vanda, sem hefur undanfarin áratug verið að hlaðast upp:

  1. Abolition of wage/salary indexation systems: An important policy tool in many eurozone states, where it is considered an untouchable provision by labor unions, it indexes wages to inflation, automatically increasing salaries with price rises. Belgium already has objected vociferously to the provision.
  2. A mutual recognition agreement on education diplomas and vocational qualifications for the promotion of labor mobility in Europe: EU member states jealously guard their professional certification and standards to prevent an influx of cheap foreign labor. Streamlining this has been on the EU agenda for some time.
  3. A common assessment basis for corporate income tax: A redline for Ireland
     
    , which at 12.5 percent has one of the lowest corporate tax rates of the EU member states. The proposal was carefully worded to emphasize a “common assessment basis,” not a common corporate tax rate, showing that Berlin is willing to negotiate.
  4. Adjustments to the pension system to reflect demographic development (i.e., average age of retirement): A redline for many labor unions in Europe, the decision by Sarkozy to raise the retirement age in France from 60 to 62 caused widespread rioting and protest in late 2010
     
    . Germany would like to see all eurozone states set the retirement age at 67.
  5. An obligation for all member states to inscribe a debt alert mechanism into their respective constitutions: Already a constitutional provision in Germany
     
    , France has adopted it
     
    , too — albeit not to the same extent. The provision would set a constitutional limit for budget deficits in eurozone member states.
  6. The establishment of a national crisis management regime for banks: This provision could force eurozone member states to contemplate some sort of a eurozone-wide financial sector profit tax as a buffer in future crises. -upplýsingar Stratfor-
Til þess að Evran geti gengið upp til framtíðar, þarf einhvers konar jafnvægissáttmála, milli aðildar ríkjanna. En, inn í ofangreind skilyrði vantar þ.s. skiptir megin máli!

En stóri vandinn, sá sem er bakgrunnur uppsöfnunar skulda ríkja í vandræðum, er af allt öðrum toga!

Hvergi er minnst á hann, í ofangreindum skilyrðum. Hvergi er tekið á honum.

Ef, leiðtogarnir takast ekki á við hann, en markaðurinn skilur mjög vel hvað ég er að tala um, mun svokölluð framtíðarlausn skorta trúverðugleika - og krýsan mun ekki leisast.

Hvað er ég að tala um?

Þann vanda að sum ríki Evrusvæðis hafa viðskiptahalla sbr. Ítalíu, Grikkland, Portúgal, Írland og Spán - meðan sum önnur hafa viskiptahagnað, sbr. Austurríki, Belgíu, Finnland, Þýskaland, Holland og Lúxembúrg.

Af hverju er þetta vandi?

Ég bendi fólki að taka eftir, að löndin í vanda eða talin líkleg til að lenda í vanda, eru akkúrat löndin sem hafa haft undanfarinn áratug innan Evrusvæðis - viðskiptahalla!

Síðan er það bankakrýsan sjálf, sem kom yfirleitt til vegna húsnæðisverðbólu sem sprakk, með mis alvarlegum afleiðingum, innan aðildar ríkja Evrusvæðis!

Krýsan í Evrópu hefur 2. meginorsakir - :

  1. Bankakrýsa!
  2. Uppsafnaðar skuldir vegna viðskiptahalla!

En, bakgrunnur vandans, er ekki óráðsýja ríkissjóða þeirra landa, sem eru í vanda eða teljast líkleg til að lenda í vanda - með einni undantekningu Grikklandi!

En alltof margir afgreiða málið með þeim hætti, að löndin sem eiga erfitt hafi hagað sér ílla - og líta því ekki á vandann sem kerfislægann! Sem hann er!!

En, ástæða vandans liggur í rangri uppsetningu kerfisins þ.e. það vantaði mikilvægar aðlögunarbreytur, og hins vegar, rangri peningastjórnun Seðlabanka Evrópu á umliðnum áratug!

En ef vandinn er ranggreindur, þá er hættan sú, að lausn beinist að röngum atriðum, og vandinn leysist ekki - þetta er mikivægt því ranggreining af slíku tagi, getur leitt til þess hruns sem allir vilja forðast!

Vandamálið er of alvarlegt - afleiðingar hruns of miklar, til að aðilar máls megi leyfa sér, að líta framhjá hinum eiginlega vanda!

Íbúar Evrópu eiga það skilið, að leiðtogar þeirra horfist í augu við vandann eins og hann er, en hlaupi ekki í kringum hann eins og kettir í kringum heitann graut!

 

Það er í reynd tekið á hvorugum meginvandanum!

"The less open economies of Greece, Spain, and Portugal will find it more of a struggle to recover. The IMF says Portugal’s current account deficit will still be 9.2pc of GDP this year (and 8.4pc in 2015, if it is possible to defy gravity for so long), Greece will be 7.7pc, and Spain 4.8pc."

"That these deficits should be so high two or three years into a slump shows how hard it will be to turn this crisis around. Meanwhile, The Netherlands will have a surplus of 6.8pc, and Germany 5.8pc."

  • Stundum leitast aðilar til að skilgreina vanda sem eitthvað annað en hann er, til þess að beina kastljósinu frá sjálfum sér.
  • En, staðreyndin er sú, að viðskiptahagnaður sjálfs Þýskalands er ekki síður undirrót vandans, en viðskiptahalli Spánar, Portúgals, Grikklands og Ítalíu - sem enn eru til staðar rúmum 2. árum eftir að kreppan hófst.
  • En, viðskiptahagnað er ekki hægt að hafa, nema einhver annað hafi samsvarandi halla!
  1. Inn í aðlögunarreglur að ofan - vantar reglu sem skuldbindur ríki til að passa upp á viðskitptalegt jafnvægi milli aðildarlandanna!
  2. En, til þess að Evran geti gengið upp, án sameiginlegs ríkis, þurfa aðildarríkin í hvívetna að vinna gegn upphleðslu vandamála í framtíðinni, þar á meðal að vinna gegn upphleðslu viðskiptaójafnvægis - og því upphleðslu skuldavanda sem framkallast með þeim hætti.
  3. Síðan, þarf að huga betur að peningastjórn - en mjög lágir vextir reyndust á sl. áratug mjög erfiðir fyrir nokkur aðildarríki, þ.s. lágu vextirnir orsökuðu óskaplegar fasteignabólur sem er bakgrunnur hins grunnvandans, þ.e. bankakrýsu - sem lagði Írska ríkið að velli og er ógn einnig við spánska ríkið (en erfið staða banka á spáni víxlverkar við hinn vandann, sem er viðvarandi skuldasöfnun vegna viðskiptahalla, auk þess halla ríkisins sjálfs)!

 

Viðskiptaójafnvægi verður ekki leist einungis af löndunum með halla / löndin með hagnað verða einnig að taka þátt í lausn þess vanda:

""John Maynard Keynes believed that in a fixed exchange-rate system, the burden of adjustment to trade imbalances should fall equally on deficit and surplus countries. So he proposed that excess trade surpluses should be taxed (see article).""

Þetta er ekki einungis út af því sanngyrnissjónarmiði, að vandinn sé jafnt báðum að kenna - heldur hitt að ef aðlögunin fellur eingöngu á þau lönd sem eiga í skuldavanda m.a. vegna viðskiptahalla, verður sú aðlögunarbyrði óskaplega grimm og erfið fyrir þau lönd!

Þetta er einmitt meginástæða þess, að markaðurinn hefur svo litla tiltrú á að vandi Grikklands, Spánar og Portúgals leysist, því til þess að þau lönd geti haft sig úr skuldavandanum; þurfa þau hagvöxt og ekki síst þau þurfa að geta aukið útflutning.

Löndin sem hafa haft hagnað, eru með því að viðhalda hagnaði af utanríkisverlsun að fórna í reynd fullkomlega að óþörfu lískjörum heima fyrir. En, hagkerfi skilar hámarks lífskjörum sem eru sjálfbær þegar útflutningur og innflutningur er í járnum þ.e. jafn stórar upphæðir.

  • Lausnin liggur þá í því, að löndin með hagnað auki neyslu heima fyrir, að hífa upp launakjör er einfaldasta leið til þess - þannig að ójafnvægið sem felst í þeirra hagnaði hverfi.
  • Það, myndi síðan skapa meira svigrúm fyrir útflutning ríkjanna sem fram að þessu, hafa haft halla. Þetta væri hin eðlilega lausn.

En því miður sé ég ekki í spilunum nokkurn möguleika þess, að Þjóðverjar taki rökrétt á vandanum!

En, í Þýskalandi, er litið á útflutningshagnaðinn sem heilagt vé - og þeirra eigin skoðun, er að Þýskaland sé til fyrirmyndar.

En, það geta ekki allir verið eins og þeir, því það geta ekki allir flutt úr meir en þeir flytja inn - því hvert ætti þá sá varningur að fara? Til Alpha Centauri?

Þannig, að sú hugsun Þjóðverja að allt væri betra bara ef aðrar þjóðir væru meira eins og þeir sjálfir, gengur ekki upp - þ.s. verra er, getur ekki gengið upp.

Það er ekki síst vegna þess, að ég er enn mjög skeptískur á að vandi Evrusvæðis leysist!

 

Varðandi björgunarsjóð Evrópu!

- virðist hugmyndin sú, að útvíkka hlutverk hans.

  • Hann fái heimildir til að kaupa ríkisbréf ríkja í vanda - en Seðlabanki Evrópu hefur nú hætt þeim kaupum í bili, eftir að Japanir og Kínverjar hófu kaup á þeirra bréfum!
  • Að auki, eru uppi hugmyndir um að veita baktryggingar eða veð, fyrir útgáfum landa í vanda á eigin skuldabréfum og þannig lækka þeirra vaxtagjöld.
  • Síðan, að veita ríkjum vanda lánalínur - sem valkost við veitingur stórs láns. Mig grunar, að þetta sé einkum hugsað fyrir Spán, en Þjóðverjar eru mjög tregir til að veita sjóðnum frekari ábyrgðir!

Alveg í eingangrun, eru þessar hugmyndir fínar - en án lausnar viðskiptahalla og bankakrýsu; stoðar þetta lítt!

En, án lausnar viðskiphahalla vandans, þá heldur upphleðsla skulda áfram í löndunum þegar í skuldavanda, og þá stoðar lítt þó vextir séu lækkaðir eða lengt í lánum eða lánalínur veittar; því á endanum er sú staða ósjálfbær og hrun fullkomlega óhjákvæmlieg endastöð!

Bankakrýsan, er þegar búin að leggja Írland að velli, og Spánn er í hættu - til að sýna hve greining á bankavanda Spánar er misvísandi tala stjórnvöld á spáni um að endurfjármögnun banka muni ekki fara upp fyrir €20ma. meðan að óháðir sérfræðingar tala um upphæðir milli €100-120ma.

Bakgrunnur vanda Spánar, er 2-faldur vandi þ.e. krónýskur viðskiptahalli ásamt skuldavanda sem á rætur að rekja til óskaplegrar fasteignabólu!

Madrid Is Saving to Save the Euro, But Will It Be Enough? :"The government and central bank in Madrid are playing the issue down. Governments and bankers need to take the necessary measures, but then the financial markets will quiet down, argues José Luis Malo de Molina, the chief economist at the central bank (of Spain)." - "The result was an unbridled construction boom. During the wild years that followed, 800,000 new apartments were built annually in Spain, more than the combined total in Germany, Italy and France. Even simple laborers were in a position to not only purchase their own homes, but even additional ones as gifts for each of their children -- or simply as an investment. Depending on the location, real-estate prices rose by between 150 and 300 percent." - "The consequences aren't just to be seen in the concrete jungle of holiday apartments dominating stretches of Spain's Mediterranean coastline. The capital city of Madrid is also skirted with ghost towns of abandoned or half-finished residential complexes that were conceived for tens of thousands of commuters."

Það fer enginn að segja mér, að eftirhreytur fasteignabólu sem var svo stór, að á Spáni voru reist fleiri hús þegar mest var á hverju ári en í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu samanlagt, sem öll eru þó fjölmennari lönd en Spánn; að nokkrar líkur séu til að vandinn sé einhvers staðar nærri þeim tölum sem stjv. á Spáni halda að fólki né að nokkrar líkur séu til þess að vandi spænskra banka, muni einfaldlega hverfa af sjálfu sér og markaðir róast með tíð og tíma.

Slíkar skoðanir hljóma eins og óskhyggja á háu stigi - og því miður, virðist einmitt hún vera útbreiddur vandi sbr. ummæli aðalhagfræðings Seðlabanka Spánar.

Svo er það furða, eftir að hafa séð Írland verða gjaldþrota eftir að hafa gengist í ábyrgðir fyrir eigin banka, sem einmitt féllu vegna afleiðinga fasteignabólu -  að fjárfestar séu farnir að verða verulega órólegir vegna Spánar?

Jafnvel þó skuldastaða ríkissjóðs Spánar sé ekki alvarleg í augnablikinu, virðist hann standa frammi fyrir svo óskaplegu tjóni - að margir eiga erfitt með að trúa að Spánn komist hjá því að óska eftir aðstoð!

Fræðilega getur ríkissjóður Spánar enn bjargað sér - en valið virðist standa á milli að sökkva ríkissjóð eða heimila mjög stórfelld gjaldþrot banka á Spáni. Þá í framhaldinu, verður væntanlega mjög mikið verðhrun á fasteignamarkaði þar, og sú bylgja getur riðið bankakerfum Evrópu að fullu, en þýskir bankar sem dæmi eiga einnig mjög miklar upphæðir bundna í lánum sem mjög óvíst er að fáist greidd til baka!

Þannig, að eins og var með Írland, verður mjög þríst á Spánarstjórn að bjarga eigin bönkum og þar með einnig bönkum hinna landanna - en, Spánn er stærra land og verið getur að Spánverjar nýti sér að þeir hafa meira atkvæðavægi og slagkraft innan ESB til að fá betri samninga en Írland fékk. En þó svo, ef þ.e. einungis lán á hagstæðari vöxtum, en ekkert annað lagast - þá bjargast ekkert!

 

Niðurstaða

Fátt bendir til þess að krýsan á Evrusvæðinu sé í rénun. Hún er frekar í smápásu, sem fjármögnun Kínverja og Japana hefur keypt og er enn um sinn að kaupa, þ.e. meðan þeir gefa leiðtogum Evrópu séns til að leysa vandann. En, þeir munu ekki sökkva peningum endalaust í hýtina ef þeir sjá, að viljinn er ekki til staðar.

En, enn er ekki búið að leysa þau vandamál, sem knýja krýsuna. Og, miðað við þær lausnir sem virðast í farvatninu, virðast leiðtogar Evrópu ekki vera að nálgast það að losa Evrusvæðið úr viðjum hennar.

Hættan er því mjög mikil, að þegar lausnir svokallaðar leiðtoganna liggja fyrir í mars nk. og markaðurinn sér, að ef þær eru e-h í líkingu við hugmyndir Sarkozy og Merkels, að þá blossi krýsan aftur upp af fullum krafti og sú hrun hrina eigi sér stað sem allir vilja forðast!

Að vísu, geta lánalínur - ábyrgðir veitt tímabundinn plástur. En, án lausnar á samkeppnishæfnisvandanum sem knýr stöðugann og viðvarandi viðskiptahalla og stöðuga skuldasöfnun af þess völdum. Verður ekki vandinn, sem stöðug skuldasöfnun framkallar leystur. 

Það besta sem plástrar þá veita, er frestur ef til vill nokkra mánuði enn - jafnvel ár til viðbótar ef sjóðurinn er stækkaður - áður en eiginlegt hrun verður!

 

Kv.


Það er óeðlilegt að ríkið sé að gefa Jóni Ásgeiri, og öðrum framagosum í vandræðum, skattpeninga almennings!

Um daginn vakti Páll Magnússon athygli á því, að ríkið væri í reynd í gegnum Landsbanka, að gefa Jóni Ásgeiri stórfé, svo hann geti haldið Stöðvar 2 veldi sínu gangandi.

Páll Magnússon: Landsbankinn er skálkaskjól ríkisins "Það gengur eiginlega út yfir mörk allrar venjulegrar kaldhæðni að skattgreiðendum, sem þurftu að punga út um 280 milljörðum króna, ef ég man rétt, til að endurreisa Landsbankann, skuli gert með afskriftum og endurfjármögnunum að tryggja áframhaldandi eign og yfirráð Jóns Ásgeirs á 365."

Páll er auðvitað ekki hlutlaus aðili, í þessu tiltekna máli - hafandi verið áður á Stöð 2. En, þetta er þó algerlega rétt ábending.

  • Það sem mér finnst óeðlilegt, er að ríkisbanki sé að gefa framagosa í vandræðum, afskriftir af skuldum hans fyrirtækis.
  • Punkturinn er sá, að mér finnst óeðlilegt að afskriftir séu veittar án þess, að hlutafé viðkomandi eiganda eða eigenda, sé fært niður.
  • En, ef félag stendur ekki undir skuldum, sé rétt að færa niður hlutafé þ.s. þá sé fyrirtækið við gjaldþrotsbrún, virði hluta því lítið.
  • Ef, hlutir eru ekki færðir niður, jafnvel núllaðir, þá sé verið að gefa eigendum fyrirtækisins fé skattborgara, þegar skuldir eru gefnar eftir.
  • Því, þá eykst raunverðmæti hluta, úr sennilega mjög litlu eða engu, yfir í nokkuð. 
  • Mér finnst líka rétt, að krefjast nýs hlutafjár á móti.
  • Vel íhugandi, að ríkið taki tímabundinn eignahlut í staðinn - en umbreyta má láni, sem fellt er niður, í hlutafé.
  • Með öðrum orðum, að passað sé upp á hagsmuni skattgreiðenda!
  1. Tek fram fyrst, að ég er ekki að leggja til, að stjórnvöld taki upp beina stjórnun bankanna, eða ákveði hverjir mega fá afskrift lána og/eða hverjum þeir mega lána.
  2. Á hinn bóginn, vitum við öll að margt er að innan bankanna, sem sýnir sig í áframhaldandi fjármálasukki.
  3. Og, ríkisstjórnin sagðist ætla að hreinsa til, en virðist ekki vera að því:

Þegar ég hef talað um þetta á netinu, hafa Samfóar talað í þeim dúr, að ríkisstjórnin hafi ekki rétt til þess, að hlutast til um málefni Landsbanka þ.s. hann sé sjálfstæð stofnun, að óeðlilegt sé að pólitíkusar skipti sér af rekstri sjálfstæðra stofnana.

Sko, þetta er bull og vitleysa: Ég ítreka, að það stóð til að útríma slæmum siðum. Þ.e. ekkert að því, að ríkið setji starfsreglur sem hafa þann tilgang, að breita starfsháttum eða viðskiptaháttum, sem taldir eru óhepplegir. Ég minni á að eftir hrunið var sama fólkið endurráðið í bankana. Það er klárt að þörf er á aðhaldi af því tagi sem ég er að tala um. Ljóst að einungis ef ríkið setur þeim lífsreglurnar sé nokkur von um það, að hegðun breitist.

En, ef ríkið eins og virðist reyndin, dæmir sig úr leik með þeirri heimskulegu hugmyndafræði, að hverskonar afskipti af því hvernig banki í eigu þess hagar sér - starfsháttum hans, séu óeðlileg - þá er í reynd verið að heimila slæmri hegðun að grassera óáreittri.

Ríkið hefur alla burði, allan rétt, til að grípa inn í - setja starfsreglur, ekki bara eigin banka, heldur einnig þeim sem teljast vera einkabankar.

Og, ef hún hlutast ekki til um starfsemina, að því leiti sem þarf, til að nokkur von sé um breitta hegðun. Þegar ríkið það getur, vegna þess eins að viljann skorti.

Þá verður maður að telja ráðherra ríkisstjórnarinnar samseka með því sukki sem viðgengst!

 

Kv.


Gróðinn af því að stórauka innflutning á matvælum, í kjölfar inngöngu í ESB, verður til muna minni en margir halda. Jafnvel með tíð og tíma - enginn!

Það sem ég vísa til, er hækkun olíuverðs sem ég held að fáir deila um, að muni fara mjög umtalsvert hækkandi næstu árin og síðan næstu áratugina. Þar til, eitthvað annað en olía mun taka yfir.

Þetta víxlverkar við aðrar ástæður, eins og innlenda fákeppni á matvörumarkaði. En, sú mun að flestum líkindum áfram vera til staðar. En, ég bendi efasemdarfólki um það atriði á, að markaður hérlendis fyrir olíu- og bensínvörur hefur svipaða eiginleika þ.e. markaðinum skipt milli fárra stórra aðila sem viðhafa augljóslega þ.s. kallað er fákeppni, þ.s. aðilar snúast sameiginlega gegn nýjum ógnum og samtímis leitast ekki við að ógna stöðu hvers annars. Sá markaður hefur verið frjáls síðan EES samninguinn tók gildi á 10. áratugnum. Fullt verslunarfrelsi á þeim markaði hefur ekki framkallað aukna samkeppni. Heldur er ástand mála óbreytt að mestu samanborið við ástandið áður en fullt verslunarfrelsi komst á.

 

Hvaða áhrif mun hækkun olíuverðs hafa?

  • Kostnaður við alla flutninga á varningi mun aukast í takt við hækkandi verð.
  • Alveg sama hvort um flug - bíl eða skip er að ræða.
  • Þetta mun bitna sérdeilis á okkur þ.s. svo hátt hlutfall varnings hérlendis er innfluttur.
  • Hækkun flutningskostnaðar, mun þíða að verðin sem virðast hagstæð í dag - jafnvel á vöru hingað komin, verða það mun síður á morgun.
  • Sú þróun mun svo ágerast enn frekar, lengra fram í tímann.
  • Það fer auðvitað eftir því hve mikið olían hækkar - en ef þeir sem telja hana verulega af skornum skammti hafa rétt fyrir sér, verða þær hækkanir fyrir rest miklar.
  • Og þá, getur það alveg átt sér stað, að okkar eigin framleiðsla verði kostnaðarlega hagkvæmari.
  • Eitt er víst, að því dýrari sem olían verður, því stærri áhrif mun það hafa á heimsverslun!
  • En mikil hækkun, mun hafa mikil áhrif þar um, og jafnvel geta stórfellt dregið úr flutningum á varningi, yfir langan veg heimsálfa á milli.
  • Það myndi framkalla miklar breytingar á heimshagkerfinu!
  • Þá, græða hráefnarík lönd, með næga markaði tiltölulega skammt undan, eða sjálf með stórann innri markað.
  • Verst fara auðlyndasnauð lönd, með fáar útflutningsvörur.
  • Okkar ástand er dálítið óljóst. Þó við flytjum mikið inn, sem verður enn óhagstæðara í framtíðinni, höfum við nokkrar traustar auðlyndir. Það vegur nokkuð á móti. Þeirra verðmæti, mun fremur aukast en hitt. Svo kannski jafnast mál út.

 

Framleiðslukostnaður færist einnig í aukana!

Verskmiðjulandbúnaður notar mikið af tilbúnum áburði, þ.s. olía er hluti af framleiðsluferli. Slíkur væntanlega hækkar einnig í verði.

Landbúnaðartæki sem nota olíu, en hækkun olíuverð mun að sjálfsögðu auka kostnað af noktun þeirra tækja.

Verðlag á aðföngum eins og korni til þess að fóðra skepnur, mun hækka verðlag á mjólkurvörum sem dæmi, áður en kemur að kostnaði við flutning á hinni endanlegu framleiðslu.

Verðlag á matvælum, mun hækka og það mikið!

Mjög skoðunarvert, er hvort ekki verði mögulegt hérlendis, fyrir landbúnað að framleiða allt eldsneyti til eigin þarfa! Þá á ég við metan! Það myndi auka hagkvæmnina verulega!

 

En stóri punkturinn er!

Það verður hagstæðara í framtíðinni, að hvert land fyrir sig framleiði fyrir eigin þarfir og framast er unnt.

Þannig, að það getur falist í því ákveðin skammýni, að ef Íslendingar velja þá leið, sem leiðir til mikils samdráttar í framleiðslu á þáttum, sem hægt er að framleiða hér. Þá á ég við landbúnaðarvörur. Ekki síst, þegar þær breytingar sem ég er að tala um, þegar eru hafnar.

Að auki, má nefna að innlend framleiðsla sparar gjaldeyri. Gjaldeyri þarf til alls innflutnings. Ef innlend framleiðsla minnkar, og þ.s. áður var hér framleitt er þess í stað flutt inn. Þá minnkar á móti sá gjaldeyrir sem til staðar er, til að kaupa aðra hluti.

En, magn gjaldeyris er takmarkað. Þeirri köku þarf að skipta upp á milli þátta sem eru fluttir inn. Aukinn innflutningur þíðir þá einfaldlega að, minna er til staðar af gjaldeyri til þess að flytja inn eitthvað af öðru í staðinn - en enginn græðir á halla um okkar viðskiptajöfnuð.

Sögulega séð, er Ísland alltaf og stöðugt að berjast í bökkum við það verk, að hindra einmitt slíkann halla. En, halli á viðskiptajöfnuði framkallar skuldasöfnun, sem einungis verður borgaður til baka með því að skerða lífskjör, svo minna sé flutt inn en flutt út um tíma, og sá afgangur er þá verður notaður til að borga þær skuldir niður.

Þetta er galli við það að heimila frjálsan innflutning landbúnaðarvara, sem ekki hefur fengist almennilega ræddur hérlendis. 

En, ábendingar um þetta er yfirleitt svarað með skætingi, af fylgismönnum innflutnings.

En, þ.e. vitað að okkar landbúnaður mun þá skreppa mjög saman, framleiðsla hætta á ímsum hefðbundnum sviðum - en kostnaðarlega getur hann ekki mögulega keppt við núverandi aðstæður. 

Þó það geti breist síðar, eftir að verð á olíu hefur hækkað nægilega mikið, til að innflutningur matvæla sé við það að hætta að borga sig almennt séð, þá getur það verið að þegar að þeim tímapunkti kemur að innflutningur fer að verða mjög óþægilega dýr - að þá verði ekki auðvelt eða sérlega kostnaðarlítið að starta framleiðslu á ný!

En yfirleitt, tekur umtalsverðan tíma, að endurreisa heilar greinar. Ekki hrist úr ermi, nema yfir árabil - sennilega vart mikið skemmri tíma en áratug eða einn og hálfan. En, uppsöfnuð þekking glatast, og verður ekki fljótt endursköpuð. Stofna þar einnig, að byggja upp að nýju. Vörulínur o.s.frv.

 

Niðurstaða

Ódýru matvælin sem marga langar svo í frá Evrópu, verða ekki svo íkja ódýr - mikið lengur.

Hækkun olíuverðs mun valda þessu!

Hækkun olíuverðs mun minnka verslun í heiminum.

Hagkvæmara verður að framleiða frekar í eigin landi fremur en að flytja gæði heimsálfa á milli.

Þannig, að viss skammsýni getur verið að minnka framleiðslu hér á landbúnaðarvörum, einmitt þegar þessar breytingar eru ekki einungis framundan, heldur þegar hafnar.

Sjá hérna hvernig ég tel að bæta megi hagkvæmni ísl. landbúnaðar:

Landbúnaður á Íslandi, á alveg að geta verið þjóðhagslega hagkvæmur!

 

Kv.


Er hættan á hruni innan Kína, of sögum sagt?

Töluvert er ræddur í dag, möguleikinn á hruni innan Kína. En, hagvöxtur í Kína hefur verið mjög mikill síðan 1979 og er enn. Samtímis, hefur verið óskaplega hröð uppbygging í borgum og bæjum. Heilu borgirnar hafa risið þ.s. einungis stóðu þorp áður. Nú nýverið, var kynnt í Kína að til standi að byggja stærstu borg í heimi með liðlega 40 milljónir íbúa.

Bent er á þessa ógnarhröðu uppbyggingu, og sumir vilja meina að farnar séu að myndast fasteignabólur. Jafnvel, fullyrt að þær hafi náð ógnarstærðum.

Bloomberg: China's Housing Market Nears U.S., Japan Bubble Levels: Chart of the Day

Citigroup Inc. : ...investment in residential property accounted for 6.1 percent of China’s gross domestic product last year, the same level as the record in the U.S. in 2005 that was followed by the subprime crisis, said Shen Minggao,...It’s also about 2 percentage points away from Japan’s 1970s housing boom, he said." - "“China’s property market is entering into a bubble stage,” Shen said in a phone interview. “It’s evident that property prices are no longer sustainable once the residential investments achieve above 8 percent of nominal GDP, and China may not be an exception.”"

Síðan önnur skoðun:

Ft.com: China property

"Since August 2005, when the official sale price data series for 70 cities began, the average yearly rise has been 7 per cent, well below the roughly 12 per cent annual increase in urban disposable incomes."

BeyondBrics: Chinese property bubble: a myth?

"The key indicator when it comes to identifying potential property bubbles is the ratio of property prices to average disposable incomes. This ratio has been declining in China since the end of 2007, and is far lower than in the US, Britain and continental Europe." 

 

Þetta er ágætis svar.

  • En, ef kaupmáttur vex að meðaltali um 12%. 
  • Á meðan að húsnæði hækkar að meðaltali um 7%.
  • Þá í reynd, er um raunverðlækkun að ræða, ef kaupmáttaraukning er höfð í huga.
  • En, þetta þíðir um almenning í borgum, að kaupmáttur hans í húseignum eykst nettó um 5%.
  • Síðan má ekki gleyma, að hækkun fasteignaverðs er ekki óeðlileg, í ástandi efnahags uppgangs.

Samkvæmt þessu eru verðin langt - langt í frá, að vera bólukennd. 

En, í fasteignabólum hækka verð umfram aukningu kaupmáttar!

Ofangreindar tölur eru þó aðeins meðaltöl. Þau geta falið svæðisbundnar bólur, vegna þess að þróun er enn mjög misskipt innan Kína. Bláfátæk héröð enn til staðar, meðan að bólurnar eru sagðar vera einkum í strandhéruðum þ.s. uppbygging hefur verið langmest og við höfuðborgina.

  • Aftur á hinn bóginn, þá er ríkissjóður Kína með mjög óverulegar erlendar skuldir á bakinu, þ.s. Kína hefur haft svo miklar tekjur af útflutningi síðan 1979 að hægt hefur að mestu verið að framkvæma án þess að taka erlend lán.
  • Að auki, þá ræður ríkissjóður Kína yfir risastórum kodda að verðmæti $2.850 ma. Hægt væri sem dæmi, að taka lán út á helming þess verðmætis, nýta sjóðinn sem veð á móti. Ef nauðsyn krefði, væri þá hægt að greiða það lán upp, einfaldlega með makaskiptum við eigendur skuldar á bandar. skuldabréfum í eigu kínv. ríkisins.

Ég er því ekki neitt óskaplega áhyggjufullur út af Kína!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband