Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Frank-Walter Steinmeier and Peer Steinbrück, hvetja Merkel Kanslara Þýskalands, til að taka forystu um að stýra Evrópusambandinu, út úr núverandi vandræðum!

Þetta er ósköp einfalt. Evrópusambandið er í stórfelldum vandræðum með Evruna. En, þau vandræði eru enn fullkomlega leysanleg. En, lausnin krefst smávegis pólitísks hugrekkis og getu pólitíkusa til að horfa út fyrir einhverja þrönga skilgreiningu á þörfum sinna umbjóðenda - þ.e. kjósenda síns lands.

En, tími til að framkalla þá lausn, er að renna út og það hratt. Það er raunveruleg og alvarleg hætta á að krýsan magnist svo stórfellt, að sjálft samstarfið um Evruna falli ásamt stórum hluta bankakerfis álfunnar. Í kjölfarið kæmi svo hildjúp kreppa fullkomlega sambærileg við kreppuna í Bandar. á 4. áratugnum.

 

Fyrrum utanríkisráðherra- og fjármálaráðherra Þýskalands, skora á Merkel í orðalagi, sem er beinskeitt og um leið, klárlega inniheldur mikla tilfinningu:

Frank-Walter Steinmeier and Peer Steinbrück: Germany must lead fightback

"The time for stumbling through the euro crisis is over. Piecemeal approaches and wait-and-see attitudes are endangering European integration. We now need a more radical, targeted effort to end the current uncertainty, and provide stronger support for the future of Europe’s common institutions. This must also protect the European Central Bank from becoming Europe’s “bad bank”, and ensuring its credibility and independence in guarding a strong euro."

 

Áhugavert að þeir nefna ECB, en ég hef heyrt af áhyggjum sem farnar eru að skapast, vegna gríðarlegra kaupa hans í dag á bréfum útgefnum að aðilum í vandræðum, sem klár hætta er um að geti síðar reynst slæm fjárfesting. Þetta geti leitt til jafnvel gjaldþrots Seðlabanka Evrópu.

Auðvitað er það einungis fræðileg hætta, þ.s. aðildarríki Evrusvæðis eru sameiginlega ábyrg fyrir skuldum ECB. En, hættan snýst þá um þann möguleika, að ríkin geti neyðst til að leggja honum til fjármagn.

Spurning einnig hvað slíkt gerir fyrir tiltrú umhverfisins á stjórnendum hans og til bankans sjálfs.

 

"The required solution is a combination of a -

  1. haircut for debt holders,
  2. debt guarantees for stable countries and
  3. the limited introduction of European-wide bonds in the medium term,
  4. accompanied by more aligned fiscal policies.
  5. These measures would only work together; none alone would restore stability."
  • "For example, we need a haircut for holders of Greek, Irish, and Portuguese debt."
  • "But we also must ensure that solvent member states, such as Spain and Italy, are not drawn into the downward spiral of financial speculation."
  • "We therefore must simultaneously guarantee the entire outstanding eurozone debt of stable countries, backed by an enhanced rescue fund."
  • "Here, eurobonds would send the message that Europe is strong, united and willing to deal jointly with whatever ­critical market situation emerges."
  • "But these bonds should only be launched with co-ordinated fiscal policies ensuring common minimum standards."

 

Eitt er öruggt. Lausnin - hver sem hún verður, eða ekki - þarf að vera víðtæk. Ekkert minna en sameiginleg lausn hefur nokkurn möguleika.

Ég er mjög ánægður með það, að þeir leggja til að stjórnmálamenn Evrópu hætti að afneita því augljósa, að löndin þegar í vanda munu ekki geta borgað allar sínar skuldir. Þörf fyrir höfuðstóls lækkanir er augljós. Annars, er ekkert annað framundan, en neikvæður hagkerfis spírall framkallaður af skuldakreppu, sem veldur því að vandinn spinnur upp á sig og magnast. Gjaldþrot óhjákvæmilegt endamark - nema að kjósendur þeirra ríkja geri fyrst uppreisn og yfirgefi Evruna.

Sameiginleg trygging skulda, ætti alveg að geta virkað, og stöðvað þann spíral sem er í gangi, sem er að framkalla hættu á dóminó áhrifum þ.s. land eftir land er neytt út af skuldamarkaðinum, sem leiðir til fjármögnunar krýsu þess lands, og annað hvort þörf á neyðarfjármögnun eða greiðsluþroti sem alternatív.

Ef sá spírall heldur áfram, tekur Spán og Portúgal með sér, og síðan fer Ítalía og Belgía einnig að virka viðkvæm; er að á einhverjum tímapunkti gefist kjarnaríkin upp á að fjármagna stöðugt dýrari neyðarpakka. 

Þá tekur við keðja bankahruna í kjölfar greiðsluþrots ríkissjóða.

Þessi þróun er alls ekkert óhjákvæmilegt endamark. En, eins og staðan er orðin, þá er þetta endamarkið - nema, og aðeins nema, að nægilega umfangsmiklar og víðtækar sameiginlegar gagnaðgerðir séu framkvæmdar.

Það er engin leið framhjá því, að þetta verður óskaplega dýrt. En, hin útkoman verður til mikilla muna dýrari.

En, miðað við hegðun ríkjandi pólitíkusa undanfarna mánuði, virðist því miður mjög raunveruleg hætta á því, að hlutir fari þessa hrunleið.

 

"How would these three measures work?
  1. First, Greece, Ireland and Portugal urgently need to be released from a substantial part of their debt. Painful spending cuts and structural reforms alone – of an extent unheard of in modern economic history – will not allow them to escape their debt trap. In the interest of all of Europe, we need to restructure their debt."
  2. "In the case of Ireland, abolishing full state guarantees for private banks would allow their debt to be cut off at the root of the problem, while also letting private investors take their fair share of the burden. A new European framework for bankruptcies of financial institutions should support this. The current rescue programmes, if continued, then provide a firm basis for a return to economic growth."
  3. "Debt restructuring also has to be accompanied by measures to avoid contagion, making it obvious that the eurozone is indeed our common destiny. Here, Germany should be in the driving seat for more, not less European integration. It is high time to close the gap between financial and political integration in the eurozone. Financial markets expect an unambiguous political signal of the irreversibility of economic and monetary union, and they expect it now. And such a signal could be sent by introducing, in the medium term, new European bonds – although to avoid any moral hazard they should cover only a limited share of public debt."

 

Best að taka fram, að þessi ágætu herramenn eru félagar í þýska sósíal demókrata flokknum - ergo þýskir kratar. Með öðrum orðum systurflokkur Samfylkingar.

Þetta sést á hugmyndum þeirra, um viðbótar samvinnu/samþættingu á efnahags- og félagslega sviðinu.

Á hinn bóginn, er klárt að þ.e. þörf fyrir dýpkun Evru samstarfsins á efnahags sviðinu a.m.k. Ég meina, ef Evran á að vera á vetur setjandi til frambúðar.

En, annars er mjög raunveruleg hætta á endurtekningu krýsunnar í því seinna.

Slíkt felur auðvitað í sér mjög mikla breytingu í átt að myndun sameiginlegs ríkis - a.m.k. meðal Evrusvæðis ríkja.

Þetta myndi náttúrulega leiða til svokallaðrar 2-ja hraða Evrópu, frasi sem vísar til þess, að til staðar séu 2. megin hópar ESB aðildarríkja, sem ganga mis langt.

Með þessu, myndi samstarf um Evru fela í sér til mikilla muna meiri eftirgjöf sjálfstæðis, en er reyndin í dag.

Það á að sjálfsögðu eftir að vera mjög umdeilt! Ef slíkar hugmyndir komast í hámæli.

 

"...eurobonds will succeed only if complemented by new, far-reaching political reforms.

  1. This means empowering European institutions to establish tighter controls over fiscal and economic stability,
  2. alongside common minimum standards on wage and welfare policies,
  3. as well as capital and corporate taxation.
  4. In short: we need European government bonds,
  5. but we must put an end to beggar-thy-neighbour policies and
  6. harmful tax competition within the eurozone too."


Algerlega klárt að fyrsta atriðið er nauðsyn.

En, atriði 2. getur ekki gengið upp. Það stafar af því, að of mikill munur er á milli meðallauna hinna mismunandi aðildar landa Evrusvæðis. Það væri jafnvel enn erfiðara í framkv. en eitt sameiginlegt gengi. En, ef lágmarkslaun miðuðust v. Þýskaland, væru þau klárlega alltof há fyrir gríska hagkerfið, sem myndi gera fyrirtæki þar fullkomlega ósamkeppnisfær. En, ef lágmarkslaun miðuðust við Grikkland, væru þau alltof óeðlilega lág miðað við þýskt efnahags umhverfi. Ef farin er einhver bil beggja leið, þá væru þau samt of há fyrir fátækustu löndin innan Evrunnar, sem myndi vera mjög hamlandi fyrir fyrirtækjarekstur í þeim löndum og möguleika þeirra landa því til efnahagslegra framfara, á meðan að þau væru of lág fyrir ríkustu löndin - gætu skapað vinnandi fátæklinga í þeirra efnahags umhverfi. Þess vegna segi ég - að þessi hugmynd sé ómöguleg!

Þriðji liðurinn, myndi þíða að lönd eins og Írland, sem eru fjarri miðkjarna Evrópu, myndu ekki geta bætt sér það upp, að flutningskostnaður er hærri til og frá því landi en sem dæmi Hollandi, sem dregur úr samkeppnishæfni atvinnulífs á Írlandi sbr. Holland; með því að stilla sköttun á atvinnulíf lægra en tíðkast í löndunum nær kjarnalöndum ESB. Slík samræming, myndi bitna mjög á ríkjum sem væru í jaðri sambandsins, meðan að samkeppnishæfni kjarna ríkjanna myndi batna á þeirra kostnað. Sennilega myndi Írland frekar kjósa að yfirgefa Evrusvæðið.

Það er á hinn bóginn rétt, að þ.e. einmitt þörf á Evrópskum ríkisbréfum.

Þarna þarf klárlega erfiðar samninga viðræður, því þ.e. klárt að taka verður tillit til flutnings kostnaðar og samkeppnis skilirða í jaðarríkjum. Því annars verður sú samræming sem er talað um, ekki sanngjörn og þá er hætta á, að jaðarríkin kjósi frekar að yfirgefa Evruna.

 

"Today, a lack of political courage is endangering the euro. Germany is not innocent in this regard. For the first time in decades, German isolation has become a real concern. Now we need a signal that Germany wants a more European Germany, rather than a more German Europe."

 

Engin gagnrýni við þetta. Þýska ríkisstj. hefur verið að spila einhvern einleik, sem lyktar af popúlisma. En, veruleg andstaða hefur skapast hjá þýskum almenningi gegn því, að þýska þjóðin taki á sig frekari byrðar. En, Þjóðverjar sjá málin þannig - að vandi jaðarríkjanna sé þeirra eigin sök. Það sé því ekki réttmætt, að þýskir skattgreiðendur komi skattgreiðendum ríkjanna sem hafa komið sér í vanda, til aðstoðar. Þessi afstaða hefur einmitt myndbyrst í afstöðu núverandi þýskra stjórnvalda, og leitt til þeirra svokölluðu björgunarpakka - sem Írar og Grikkir hafa fengið.

Þ.e. lán sbr. Írland á 5,8% vöxtum. Alls ekki gjaffé. Og að auki klárt, að nær ómögulegt verður að standa við þær skuldbindingar.

Fram að þessu hefur ríkisstj. Þýskalands virst frámunarlega þröngsýn!

 

"At the next meeting of the European Council, our leaders face a choice: extend the crisis by stumbling through, or regain momentum to end it. Much will depend on the German chancellor. If Angela Merkel is ready for a European solution, she can be assured of broad support, in the Bundestag and beyond, for the sake of our common currency and our common destiny."

Það virðist því miður ekki líklegt að Ráðherraráðs fundurinn nk. fimmtudag, muni taka nokkrar slíkar stórtækar eða víðsýnar ákvarðanir. Deilan virðist snúast um orðalag mjög smávægilegrar breytingar á sáttmála sambandsins, sem mun gera því mögulegt að láta svokallaðann björgunarsjóð vera varanlega Evrusamstarfs stofnun - "Leaders wrangle on eurozone rescue".

  • Því miður er það kerfi fullkomlega ófullnægjandi!
  • Því það framlengir þá afneitun sem fram að þessu hefur ríkt meðal stjv. aðildarlandanna, um það - að nokkur hinn minnsti möguleiki sé raunverulega um að, löndin í vanda geti afborið að fylgja slíku prógrammi til enda.
  • Ég fullyrði, að þ.e. nánast útilokað annað en að, ríki muni flosna út úr Evrunni - ef núverandi leiðir verða einfaldlega festar í sessi, og ekkert frekara síðan eigi að gera.
  • Markaðirnir muna fyrirsjáanlega bregðast ílla við slíkri lausn, og krýsan mun halda áfram að vinda upp á sig, þar til - annað af tvennu á 11. stundu næst fram vilji til að bjarga málum - eða að það fer af stað skriða sem endar með ríkisgjaldþrotum og hrinu bankahruna.


Niðurstaða

Það er einmitt augljós skammsýni ríkjandi leiðtoga Evrópu, sem gerir mig ákaflega svartsýnan á áframhald Evrunnar og Evrusvæðins í núverandi mynd. Hvað gerist þá? Annað af tvennu stjórnlaust hrunferli sem endar í sambærilegu ástandi og átti sér stað eftir bankahrunið mikla 1931. Eða, að kjarnaríki taka sig saman og mynda nýjan gjaldmiðil og sá eldri verðfellur stórt.

Bendi einnig á:

How the E-bond plan would work

 - þ.s. kemur fram mjög góð útskýring á annarri hugmynd um stóra útgáfu Evru bréfa með sameiginlega ábyrgð. Sú hugmynd gengur ekki eins langt, þ.s. snýst um skuldavanda ríkjanna í vanda en fjallar ekki beint um vanda bankanna. En, með þeirri lausn væru skuldir ríkja í vanda raunverulega niðurgreiddar - sem myndi auðvelda þeim að ráða við núverandi stöðu. Gæti dugað þeim til að raunverulega ná endum saman. Vegna þess að sú leið er hófsamari á hún ívið meiri möguleika á að njóta fyrir rest nægilegrar náðar.

Hef áður fjallað um þá hugmynd: Forsætisráðherra Luxembúrgar og fjármálaráðherra Ítalíu, hvetja til þess að Evru krýsan verði leyst með útgáfu, sameiginlegra Evru bréfa!

 

Kv.


Braut Ísland reglur um innistæðutryggingar? Það er áhugavert sjónarmið Tobias Fuchs um það, að hvaða leiti það má vera, að Ísland hafi brotið reglur EES.

Í dag var mjög áhugavert viðtal í Silfri Egils við Tobias Fuchs þ.s. má alveg segja, að fram kemur töluvert af skýrri hugsun, sem á fullt erindi við okkur, þegar við Íslendingar íhugum okkar stöðu í ljósi nýst Icesave samnings tilboðs.

Að sjálfsögðu er skoðun Fuchs akkúrat það, skoðun. En hún er rökstudd. Ég held að við eigum að íhuga hans rökstuðning.

Lög ESB um innistæðutryggingar: Directive 19/94EC

1993 nr. 2 13. janúar, Lög um Evrópska efnahagssvæðið

Viðtal v. Tobias Fusch (skruna þangað til það hefst, en það kemur í endann á fyrsta atriðinu)

Álit eftirlitsstofnunar EFTA

-----------------------------------

Fuchs sagði - (í endursögn): Hann segir að ef geta innistæðu tryggingasjóða til þess að verja innistæðuhafa sé skoðuð nánar. Þá ráðist getan af því fjármagni sem er til staðar í sjóðnum. Stærð hans ræðst síðan af því hve mikið þær fjármálastofnanir sem eiga hlut í honum, greiða í hann. Hann nefnir það, að afstaða Breta og Hollendinga í Icesave deilunni, sé að ríkjum beri að setja upp innistæðutryggingakerfi sem sé fært um að borga út lágmarks tryggingu, jafnvel þó mjög hátt hlutfall innistæðueigenda geri kröfu um greiðslu á sama tíma. Skv. þessu er krafan þess efnis að tryggingakerfið verði að hafa fjármögnun í samræmi við þann möguleika að allir sem rétt hafa á tryggingu, geti fengið greitt út. Hann bendir á, að ef þetta sé rétt skilið með þessum hætti, þá muni fjármálastofnanir sem þátt taka í innistæðutryggingakerfi, sem er fjármagnað af þeirra fjárframlögum, þurfa að reiða fram ákaflega há fjárframlög sem hlutfall af þeirra heildar fjármálaumsvifum. Ef þ.e. svo að tryggingakerfi verði að vera alltaf og ætíð fullfjármagnað.

Hann telur það vera klárt, að tryggingakerfi sem myndi fela í sér svo stórfelldar fjárhagslegar byrðar fyrir fjármálakerfi aðildarlanda EES og ESB, brjóti í bág við lög og reglur EES og ESB, og myndi því verða ómerkt af Evrópudómstólnum. Því svo hátt triggingagjald myndi kæfa fjármálastofnanir við þeirra eðlilegu starfsemi. Svo fyrirkomulagið hefði klárlega mjög neikvæð áhrif á efnahagslífið í heild.

Hann telur að reglugerðin sem yfirlög geti einungis krafist þess að aðildarríkin komi á tryggingafyrirkomulagi með hóflegri fjármögnunar getu.

Niðurstaða hans sé því, að sú staðreynd að TIF gat ekki tryggt 20þ. Evra lágmarkið í kjölfar hrun Landsbankans, sé því ekki brot á reglugerð ESB um innistæðutryggingar.

Ef Ísland hefði heimilað bönkunum að fara á hausinn, án þess að grípa til frekari aðgerða, hefði Icesave ekki verið deiluefni.

Þetta sé þó einungis hálf sagan sögð.  Íslenska fjármálaeftirlitið ákvað að færa allar innistæður úr útibúum bankanna starfandi á Íslandi yfir í nýja starfandi banka á Ísland, en á sama tíma útilokaði sambærilegar innistæður í Bretlandi og Hollandi. Þetta sé mismunun á grundvelli þjóðernir (ath, því hefur verið svarað til að þetta sé reyndar mismunun á grundvelli landsvæða en ekki þjóðernis þ.s. allar innistæður á Íslandi hafi verið triggðar einnig þær sem voru í eigu þeirra sem ekki voru ísl. ríkisborgarar) sem sé bannað skv. lögum og reglum ESB.

Kjarna spurningin hérna sé hvort það sé til staðar lögmætar ástæður eða tilgangur fyrir því að Ísland útiloki sérstaklega erlenda innistæðueigendur. Einnig hvort að Ísland hafi með einhverjum hætti getað minnkað skaðann fyrir erlenda innistæðueigendur.

Hann telur að Ísland geti einungis treyst á tímabundna réttlætingu. Íslensk stjórnvöld þurftu að tryggja árið 2008 að endurskipulagning bankanna gengi upp, svo nýju bankarnir gætu tryggt áframhaldandi almenna fjármálaþjónustu í íslenska efnahagslífinu. Við þessar aðstæður hefði það verið mjög slæm hugmynd að tryggja erlendum innistæðueigendum nákvæmlega sömu meðferð með því að færa Icesave reikningana inn í hið nýja starfandi bankakerfi. Því hvað hefði gerst? Það hefði þegar í stað átt sér stað stórfellt áhlaup innistæðueigenda á hina nýju starfandi banka, hinn nýja starfandi banka. Hann/þeir hefðu fallið þá þegar innan nokkurra klukkutíma eða örfárra daga.

Það er á hreinu að ESB lög kröfðust þess ekki af Íslandi að þeir legðu það lögmæta markmið í hættu að tryggja að nýja bankakerfið væri starfhæft og þar með viðhaldið almennri reglu og öryggi innan lands. Ef menn ímynda sér að bankarnir hefðu hrunið aftur, þá hefði orðið mjög alvarleg félagslegt og efnahagslegt óreyðuástand á Íslandi.

Íslandi ber þó skildu til að með einhverjum hætti milda höggið fyrir hina erlendu innistæðueigendur. Að hans mati, sé því einungis tímabundin mismunun réttlætanleg en ekki varanleg. 

Spurningin er hvernig tímabundin réttlæting framkalli lækkun á skaðabótarétti annarra gagnvart okkur. Hann telji að það geti veitt rétt til að fresta greiðslum til erlendra icesave innistæðuhafa. Ísland hafi tekið sér slíkann frest með því að borga ekki. En honum finnst ekki klárt hvernig slík frestun verði best réttlætt. Lagalega séð sé enginn vafi um að Íslandi beri að greiða til baka til erlendra Icesave innistæðueigenda - eða endurgreiða Bretum og Hollendingum. Spurningin sé um vexti - vaxtafrí og greiðslukjör; sem séu þær breytur sem miða þurfi út frá til að framkalla sanngjarnt jafnvægi milli aðila.

-----------------------------------

Tilvitnanir úr Directive 19/94EC

"Whereas the cost to credit institutions of participating in a guarantee scheme bears no relation to the cost that would result from a massive withdrawal of bank deposits not only from a credit institution in difficulties but also from healthy institutions following a loss of depositor confidence in the soundness of the banking system;"

Mér finnst þetta áhugaverð yfirlísing eða "recital" í formála 19/94. Sem sagt að ekki sé samhengi á milli þess kostnaðar sem fjármálastofnanir bera af þátttöku í innistæðutryggingakerfi og hugsanlegs kostnaðar sem af myndi hljótast að ef yrði stórfelldur flótti innistæðna vegna banka í vandræðum, jafnvel einnig frá fjármálastofnunum sem ekki væru í vandræðum, vegna þess að innistæðueigendur hefðu tapað tiltrú á viðkomandi fjármálakerfi.

Þetta er dálítið stór yfirlísing einmitt í ljósi þess hvað kom fyrir okkur.

Einnig í ljósi kröfu Breta og Hollendinga, um það að innistæðutryggingakerfi verði að vera fær um að borga - annars séu þau ekki í samræmi við 19/94.

 

"Whereas, on the one hand, the minimum guarantee level prescribed in this Directive should not leave too great a proportion of deposits without protection in the interest both of consumer protection and of the stability of the financial system; whereas, on the other hand, it would not be appropriate to impose throughout the Community a level of protection which might in certain cases have the effect of encouraging the unsound management of credit institutions; whereas the cost of funding schemes should be taken into account; whereas it would appear reasonable to set the harmonized minimum guarantee level at ECU 20 000; whereas limited transitional arrangements might be necessary to enable schemes to comply with that figure;"

Það má rökstyðja einmitt, að ef innistæðutryggingar væru færðar í 100% þá væri það einmitt sú aðgerð að hvetja til óábyrgrar hegðunar sem vísað er til þarna að ofan. En, þ.e. oft talið eða hefur verið talið, að of víðtæk trigging sé einfaldlega tilfærsla á áhættu til skattgreiðenda frá einkaaðilum sem skapi slæmar hvatningu fyrir þá einkaaðila.

Þetta sýnir að það var ástæða fyrir því, að ákveðið var á sínum tíma að tryggingin væri vel innan við 100%.

Síðan þ.s. skiptir máli í sambandi við okkar umræðu - græna svæðið -  sem virðist hvetja til þess að kostnaðurinn við kerfið sé ekki gerður of íþyngjandi.

 

"Whereas it is not indispensable, in this Directive, to harmonize the methods of financing schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves, given, on the one hand, that the cost of financing such schemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves and, on the other hand, that the financing capacity of such schemes must be in proportion to their liabilities; whereas this must not, however, jeopardize the stability of the banking system of the Member State concerned;"

Aftur tilvísun í það, að kerfið megi ekki vera of íþyngjandi fyrir þær fjármálastöfnanir sem þátt taka.

Ég get ekki séð annað en að þarna komi nokkur ákvæði beint á móti þeirri fullyrðingu, að innistæðu tryggingakerfi beri að vera eins víðtæk eins og Bretar og Hollendingar meina, og Eftirlits Stofnun EFTA.

 

"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;"

Þetta er ákvæðið sem margir hafa bent á. Orðalagið er skýrt.

EFTA hengir sig á orðið "ensured" og fer í mjög langsótta skýringu, þ.s. tínt er saman þau skipti þ.s. orðið "ensured" kemur fyrir, og þeirri fullyrðingu slegið fram að þetta þíði að tryggingin verði að vera "ensured" þ.e. tryggð hvernig sem öllu veltur.

Klikkir út með því, að aðildarríki verði að toppa upp ef á vantar.

Að ef Ísland sé ekki fært um það, eða vilji ekki, þá sé það að brjóta reglur.

En, þetta er ákaflega langsótt skýring. En, á netinu hafa fjöldi netverja sem virðast fylgismenn Samfó, tekið þá skýringu upp og slegið henni fram sem einhverjum endanlegum stóradómi, þó svo að Eftirlitsstofnunin sé eftir allt saman einungis til eftirlits eins og nafn hennar bendir til, en ekki dómstóll.

 

"Article 3:1. Each Member State shall ensure that within its territory one or more deposit-guarantee schemes are introduced and officially recognized...no credit institution authorized in that Member State pursuant to Article 3 of Directive 77/780/EEC may take deposits unless it is a member of such a scheme."

EFTA reynir í áliti sínu að halda því fram, að rauðlitaða orðið sé höfuðatriðið og tryggingar markmiðið sé svo háheilagt, að öll önnur sjónarmið verði að víkja.

Hvergi kemur fram í 19/94 að reglan sé önnur en sú að innistæðutryggingarsjóðir borgi út í samræmi við það fé sem þeir hafa eða geta útvegað sér. En, Eftirlits stofnun Efta heldur því fram, að ríkjum beri skilda til að uppfylla markmið 19/94 sem hún telur vera að veita lágmarks tryggingu.

Svo stofnunin snýr þessu við, og segir að hvergi komi fram að ekki beri að toppa upp ef upp á vantar.

 

"Whereas, in accordance with the objectives of the Treaty, the harmonious development of the activities of credit institutions throughout the Community should be promoted through the elimination of all restrictions on the right of establishment and the freedom to provide services, while increasing the stability of the banking system and protection for savers;"

Skoðun Eftirlits Stofnunarinnar hangir á því að markmið Directive 19/94EC sé sjálf 20.000 Evra upphæðin, þ.e. höfuðmarkmið. En það má þvert á móti halda því fram, að höfuðmarkmiðið sé þ.s. fyrsta yfirlísingin segir þ.e. markmiðið felist fremur í víðtæku jafnvægi fjármálakerfisins sjálfs.

Titill laganna er einmitt ákvæði um innistæðu tryggingar, en ekki ákvæði um 20.000 Evrur. Enda kemur fram, að upphæðin sjálf skuli endurskoðuð reglulega, sem einmitt bendir til þess, að hún sé þvert á móti langt í frá því að vera yfirmarkmið.

Að tryggja innistæður sé markmið innan þess samhengis, að tryggja skilvirkt fjármálakerfi sem sé hið eiginlega yfirmarkmið.

En, maður hefur vissan skilning á þessari áherslu. Allt stofnana kerfi ESB sem Eftirlits stofnunin beint og óbeint tengist, fór í visst paník ástand og sú stefnumörkun að innistæður séu allt í einu öllu öðru æðra, grunar mig að litist nokkuð af pólitískum markmiðum m.a. og þeirri hættu sem margir í dag upplifa að sé til staðar, að ótti skapist meða innistæðu eigenda innan Evrópu, ef innistæður eru ekki tryggðar upp í topp.

En fjölmargir bankar víða um Evrópu standa tæpt. Órói innan kerfisins hefur auk þess fræst í aukana á ný, sbr. nýlegt hrun Írlands. En, þ.s. ekki síst veldur óróa tengt því, er ekki síst að bankarnir á Írlandi sem settu Írland á hliðina voru einungis nokkrum mánuðum fyrr búnir að fá heilbrigðis vottorð frá stofnunum ESB.

Nú af þessa völdum, þá er markaðurinn í miklu óróa ástandi og veit ekki hverju hann á að treysta. Vantreystir því öllu.

 

"Article 4:1. Deposit-guarantee schemes introduced and officially recognized in a Member State in accordance with Article 3 (1) shall cover the depositors at branches set up by credit institutions in other Member States."

Þetta er skýrt þannig séð. TIF bera að greiða. Eðlileg túlkun er að TIF greiði skv. því fjármagni sem til staðar er í TIF. Skv. lögum um TIF má TIF einnig taka lán. En hvergi kemur nokkuð fram um að TIF sé á ríkisábyrgð. Né er krafa um það innan Directive 19/94EC að svo eigi ófrávíkjanlega að vera.

Sú afstaða að það verði að greiða 20þ. Evrur byggist á því að sjálf tryggingar upphæðin sé meginmarkmiðið. En því má alveg eins halda fram, að hún sé ekki það meginatriði fremur sé það meginatriði, að tryggja að innistæðutryggingakerfi sé til staðar og að greiðslur berist. 

En þ.e. mjög erfitt að samþætta 20þ. Evra kröfuna, því að þ.e. heimilt að hafa kerfið fjármagnað af sjálfum fjármálafyrirtækjunum, samtímis því að skýr ákvæði 19/94 kveða á um að féð sem þau greiða inn í tryggingakerfið má ekki vera það mikið að það ógni þeirra starfsemi.

Yfirmarkmiðið virðist því vera fjármálakerfið sjálft sé sem skilvirkast.

 

"Article 7:1. Deposit-guarantee schemes shall stipulate that the aggregate deposits of each depositor must be covered up to ECU 20 000 in the event of deposits' being unavailable...3. This Article shall not preclude the retention or adoption of provisions which offer a higher or more comprehensive cover for deposits. In particular, deposit-guarantee schemes may, on social considerations, cover certain kinds of deposits in full...6. Member States shall ensure that the depositor's rights to compensation may be the subject of an action by the depositor against the deposit-guarantee scheme."

Þ.e. áhugavert að velta þessu orðalagi fyrir sér.

En, ákvæði 19/94 virðast íll samræmanleg.

Það er eiginlega niðurstaðan.

En menn verða að muna, að lög ESB eru búin til af ferli sem m.a. er pólitískt. En, nefndir skipaðar til að semja lög innihalda fulltrúa ríkja og stofnana. Síðan hafa aðilar mismunandi skoðanir og áherslur. Þetta getur einmitt valdið því að áherslur verða misvísandi, þegar verið er að semja um orðalag. Það jafnvel gert viljandi óljóst svo samkomulag náist.

Síðan lendir það á dómstólnum, að skýra hvað þetta mess akkúrat þíðir.

 

"Article 9:1. Member States shall ensure that credit institutions make available to actual and intending depositors the information necessary for the identification of the deposit-guarantee scheme of which the institution and its branches are members within the Community or any alternative arrangement provided for in Article 3 (1), second subparagraph, or Article 3 (4). The depositors shall be informed of the provisions of the deposit-guarantee scheme or any alternative arrangement applicable, including the amount and scope of the cover offered by the guarantee scheme. That information shall be made available in a readily comprehensible manner. Information shall also be given on request on the conditions for compensation and the formalities which must be completed to obtain compensation...3. Member States shall establish rules limiting the use in advertising of the information referred to in paragraph 1 in order to prevent such use from affecting the stability of the banking system or depositor confidence. In particular, Member States may restrict such advertising to a factual reference to the scheme to which a credit institution belongs."

Þarna eru heilmiklar kröfur um upplýsinga skildu. En skv. þessu eiga bankarnir sjálfir að veita þettar upplýsingar en þ.e. verk okkar eftirlits kerfis að sjá til þess, að þeir séu að því og að auki að þeir séu ekki að veita villandi upplýsingar.

Því síðasta má velta fyrir sér. En, Lansbankinn kvá sem dæmi hafa fullyrt að Icesave innlán væru 100% örugg.

Ef okkar eftirlits kerfi var ekki að standa sig. Má vera að þarna sé leið fyrir innláns eigendur til að krefjast bóta.

 

Mín niðurstaða

Auðvitað getum við ákveðið að láta málið fara fyrir dóm. Eftirlitsstofnun EFTA mun þá standa fyrir því.

Sammála Tobias Fuchs að ísl. innistæðutryggingakerfið, sennilega stenst ákvæði Directive 19/94. Og að auki, kemur skírt fram þar að ríki beri ekki neina beina ábyrgð.

Eins og Fuchs bendir á, þá er veikleiki fyrst og fremst þegar kemur að rétti innistæðueigenda erlendis í ljósi þess, að réttur innistæðueigenda hérlendis var tryggður að fullu þ.e. umfram þ.s. þeir hefðu nokkru sinni fengið úr TIF.

En formlega séð hafa innistæðueigendur - tel ég og Fusch einnig -  einungis rétt til þess fjármagns sem til staðar er í viðkomandi innistæðutryggingakerfi. Ef fjármagnið dugar ekki fyrir lágmarks tryggingu, þá sé því sem þó er til skipt jafnt á milli þeirra sem eiga kröfu til sjóðsins.

Þannig hefði það verið hvort tveggja fyrir innistæðueigendur hér og erlendis, ef stjv. hefðu ekkert gert. Og enginn grundvöllur hefði verið fyrir Icesave deilu.

En þessi túlkun samrýmist því að kerfið má fjármagna með framlögum bankanna sjálfra, samtímis því að þau framlög mega ekki ógna stöðugleika sjálfs kerfisins. En, einkafjármögnun þíðir þá að ríkið er ekki að fjármagna þetta.



Eins og Fuchs bendir á, hafði Ísland lögmæt markmið að verja, þ.e. það að tryggja endurreisn banka er væru færir um að veita almenna fjármálaþjónustu. Þetta er sem sagt höfðun til neyðarréttar, sem getur skapað rétt einmitt til þess að beita mismunun, ef sú mismunun þjónar lögmætum markmiðum. En, ekki má ganga lengra til að tryggja þau lögmætu markmið er þörf er fyrir.

Málið snýst þá um jafnaðarregluna, sem einnig gildir í lagasamhengi ESB og EES eins og hérlendis.

  • Það er, voru aðgerðirnar hæfilegar eða með öðrum orðum, var það tryggt að ekki væri lengra gengið m.a. á rétt erlendra innistæðueigenda, en raunveruleg þörf var fyrir, til að ná fram hinum lögmætu markmiðum?
  • Þarna er hugsanlegur veikleiki þ.s. ekki er augljóst að nauðsynlegt hafi virkilega verið, að tryggja innistæður alveg upp í topp óháð stærð upphæða í húfi í einstökum tilvikum.


Fuchs að auki, virðist telja að, að hlutfallslegur réttur til mismununar, sé að auki takmarkaður einnig í tíma. Þannig, að um leið og lögmætum markmiðum hefur verið mætt. Ástand hafi náð einhverju tiltölulegu jafnvægi. Skuli, jafna að fullu rétt hinna erlendu innistæðueigenda hafandi í huga, að þegar er búið að tryggja rétt innistæðueigenda hérlendis að fullu.
---------------------------

Þetta eru áhugaverð lagatæknileg atriði. En, þarna má finna ástæður fyrir því að Ísland getur verið dæmt til að borga erlendum Icesave reikningshöfum út.

Segi þetta alveg án þess að fullyrða nokkuð. En lagaleg óvissa virkar í báðar áttir, þ.e. hægt er að vinna mál en einnig er hægt að tapa því.


Ég er á hinn bóginn ekki viss að Fusch hafi rétt fyrri sér, með það að til staðar sé tímatakmörkun. Því má allt eins halda fram, að ef neyðaraðgerð gegnir því hlutverki að redda neyðarástandi, sem sannarlega er til staðar.

Þá sé fullnægjandi að hún sé að auki í samræmi við jafnaðar regluna.

Skv. því, ef við myndum afnema þá aðgerð að tryggja allar innistæður upp í topp. Þá væri lagalegu óvissunni eytt og Ísland væri ekki brotlegt.

En, þegar maður velti fyrir sér hugmyndinni um tímatakmörkun neyðarréttar, þá held ég að það sé röng nálgun. Fremur eigi að miða við ástandið sjálft - þ.e. hvenær er búið að afstýra neyðarástandinu, sem aðgerðirnar miðuðust við að afstýra.

Þá þarf að meta það ástand sem til staðar er - ekki satt?

Þá kemur aftur að ástandi mála hérlendis:

  1. Skuldir landsins eru miklar og viðbótar greiðslugeta mjög takmörkuð.
  2. Að auki, er bankakerfið enn á brauðfótum - svo miklum, að Már í Seðlabankanum, telur að ekki sé óhætt stöðugleika þeirra vegna, að afnema gjaldeyrishöftin á næstunni. Sem er sama og segja, að þeir séu mjög fallvaltir að hans mati.
  3. Þetta segir eiginlega, að kerfiskrýsa sé hér enn til staðar.
  4. Skv. AGS eru slæm lán 45% virðis lánapakka skv. bókfærðu virði en 63% skv. kröfuvirði.

Ég er að halda því fram að neyðarástand sé enn til staðar og því neyðarréttur í fullu gildi.

Til að styrkja hann frekar, gera málið eldfast þannig séð, þurfi stjv. einungis að lækka innistæðu tryggingu hérlendis, niður að sanngjörnu viðmiði. Það þarf ekki endilega vera 20þ. Evrur en hið minnsta vel innan við það að tryggja upphæðir sem hlaupa á milljóna tugum eða þar yfir.

Þá kemur spurningin að því, hvað á að gera við núverandi Icesave samning?

Ég svara því ekki akkúrat núna. En, þessar vangaveltur hér, eru hluti af þeirri allsherjar íhugun sem ég ætla að taka málin í fyrir mitt leiti næstu vikur.

 

Kv.


Áhugi Bandaríkamanna á því að tryggja það, að þeirra sendiráðspóstar verði ekki í framtíðinni, gerðir að opinberum gögnum, er ekki tilræði að tjáningarfrelsi né gegn prentfrelsi!

WikiLeaks, er stofnun, þ.s. á bakvið er áhugafólk, sem vill berjast fyrir göfugum markmiðum. Assange kemur manni fyrir sjónir eins og maður með Hróa Hattar komplex. En, mér finnst að Assange sé að missa sig dálítið frá upphaflegum markmiðum WikiLeaks, því að WikiLeaks væri setur fyrir þá sem þurfa að koma upplýsingum nafnlaust á framfæri, sem ofbeldismenn eða spilltir stjórnmálamenn, vilja halda leyndum og víla ekki fyrir sér, að myrða líklega sögumenn til að viðhalda þögguninni.

 

Í mörgum löndum í heiminum er prentfrelsi enn til muna takmarkaðra en þykir eðlilegt í Bandraríkjunum og Evrópu.

Fólk er þaggað niður, sem er að koma á framfæri frásögnum um kúgun og alvarlegt misrétti.

Í Rússlandi sem dæmi, eru blaðamenn oft myrtir ef þeir segja frá spillingu fyrirtækja eða embættismanna. - "List of journalists killed in Russia"

Hér er áhugaverð síða - "The Murdered Journalists of Central Asia"

Sjá einnig þetta - "More Filipino Journalists Murdered"

Að auki - "WAN-IFRA Condemns Journalist Murders in Honduras"

Ekki síst - "UNESCO Director-General condemns wave of journalist killings"

Af hverju, er allt í einu stóra málið, að afhjúpa Bandaríkin?

Það er verið að myrða blaðamenn og fólk út um allan heim, vegna þess að viðkomandi hefur komist að einhverju, sem kemur einhverjum tilteknum slæmum ílla.

En, ég sé ekki annað en að WikiLeaks og Assange, séu algerlega að missa sig, með þessari herferð gegn Bandaríkjunum og Bandaríkjastjórn. Maður hafði samúð með því, þegar fram kom t.d. með myndbandið af bandarísku þyrluflugmönnunum sem höguðu sér eins og krakkar að spila tölvuleikin GTA. En, samúð mín er til muna minni gagnvart hinum seinni tíma afhjúpunum, þ.s. fram koma samskipti hermanna við trúnaðarmenn innan Afganistan. En ekki er loku fyrir skotið, að lífum slíkra þrátt fyrir að nöfn hafi verið afnumin, hafi verið sett í hættu. Síðan, afhjúpunum diplómatapósta.

Hvað er unnið með þessari afhjúpun sem átt hefur sér stað undanfarna mánuði?

Hefur morðum á blaðamönnum fækkað í heiminum? Nei.

Hefur hegðun risafyrirtækja tekið stakkaskiptum til hins betra? Nei.

Kom eitthvað nýtt fram um stríðið í Afganistan eða Írak? Nei - þau eru bæði blóðug og þjóna/þjónuðu ekki neinu göfugu markmiði. En, þetta vissum við fyrir. Það helsta sem getur gerst af þessa völdum, er að Bandaríkjamenn, muni eiga í vandræðum með að fá Afgana til að vinna með sér, þ.s. framkomnar upplýsingar geta hafa afhjúpað einhvera af fyrri trúnaðarmönnum. Ef slíkt spyrst út, þá verða aðrir Afganar tregari til að veita þeim upplýsingar. Var þá markmiðið að skaða Bandaríkin?

En varðandi diplómata pósta, hefur eitthvað stórfenglega nýtt afhjúpast? Nei.

Bandaríkin eðlilega fylgjast vel með málum innan þeirra landa þ.s. þeir eru með sendiráð, og sendiráð þjóna utanríkisþjónustu Bandar. sem augu og eyru um ástand mála í þeim viðkomandi löndum, og að auki sendir reglulega heim greiningar á málum og málefnum. Þetta er allt eðlilegur þáttur af diplómatísku starfi, enda þurfa ríki að hafa þekkingu á ástandi mála í öðrum ríkjum og þeim einstaklingum sem eru við völd, ef ekki til annars en að tryggja að samskipti gangi snurðulaust fyrir sig. Þekkingaröflun af þessu tagi, er í eðli sínu jákvæð og eflir gagnkvæmann skilning.

Hvað með prentfrelsi?

Nú - eru ísl. diplómata póstar opin fyrir allra augum? Eru frönsk, bresk, dönsk o.s.frv. það? Nei.

  • Stjórnvöld ríkja - þar á meðal Bandar. - hafa málefnalegar ástæður fyrir því, að vilja að þessi póstar séu þeirra einkamál, og þeim sé ekki dreift á víðan vettvang fyrir allra augum.
  • Það kemur engum við, sem dæmi, hvaða skoðun diplómatar Bandar. eða einhver annars ríkis, hafa á stjórnmálamönnum í einhverju tilteknu ríki. Það þjónar engu frelsis markmiði að afhjúpa slíkt. Né er það aðför að frelsis markmiðum eða prentfrelsi, að vilja hindra dreifingu slíks efnis.
  • Munum einnig, að þarna innan um hefur komið fram, að voru trúnaðarsamskipti og er afhjúpun þeirra klár aðför að persónufrelsi viðkomandi einstaklinga sem þannig voru freklega afhjúpaðir af að hafa sagt e-h tiltekið í viðurvist persónu bandar. diplómata. Það þjónar engum markmiðum frelsis að afhjúpa slík persónuleg samskipti sbr. samskipti formanns Sjálfstæðisflokksins við bandar. sendiráðið. Er gróf aðför eins og ég sagði að frelsi þeirra einstaklinga sem voru afhjúpaðir.  
  • Það sem getur gerst, er að fólk verði tregara til að leita til sendiráða - ef það telur sig ekki lengur geta treyst á trúnað. En, fólk leitar til sendiráða af hinum og þessum tilefnum, öðrum en þeim sem Bjarni Ben var staðinn af. Allt frá því að vilja greiða sbr. Bjarna Ben yfir í að vera í vandræðum, og biðja um aðstoð við það að flýja land - sbr. beiðni um pólit. hæli. Að gera fólk tregara til að leita til diplómata, er ekki endilega jákvæð þróun.
  • Að auki, er líklegt að ríki muni þrengja til muna aðgang að þessum póstum, til að minnka líkur á því að verða fyrir sambærilegum lekum. Þetta vinnur gegn því að tryggja upplýsinga streymi milli aðila og stofnana innan ríkja. En upplýsinga flæði er mikilvægt fyrir ríki, en ef upplýsingar berast ekki í tæka tíð til réttra aðila hafa dæmi sýnt öðru hvoru geta orðið óþarfa slys.

Fæ sem sagt ekki séð, að þessi síðasti leki - þjónu nokkru nytsömu hlutverki.

Þetta hefur meira lyt af einhvers konar krossferð gegn Bandaríkjunum - eins og menn hafi farið í þann ham, að vilja skaða þau sem mest.

Það ætti engum að koma á óvart - að Bandaríkin bregðist nú hart við.

Það er nauðsynlegt fyrir ríki að diplómata póstar séu ekki á opnum vettvangi eftir allt saman.

Að halda þeim frá fólki er ekki takmörkun á tjáningarfrelsi eða prentfrelsi, heldur eins og kom fram, innihalda þeir viðkvæm trúnaðarsamskipti. Það liggja ekki annarleg sjónarmið á bakvið slíka leynd. Né því, að lýsingar sendiráðsmanna á stjórnmálamönnum, túlkunum þeirra á málefnum og lýsing á persónum, sé trúnaðarmál.

--------------

Þ.e. anarkísk stefna, að allt eigi að vera galopið.

Anarkí er ekki gott!

Bandaríkjamenn eru þó sennilega að yfirakta. En, krossför Assange gegn Bandaríkjunum er hætt að vera einhvers konar barátta góðs gegn íllu.


Kv.

Skoðum hinn nýja Icesav samning skv. upplýsingum sem fyrir liggja!

Við fyrstu skoðun, virðist nýr samningur um Icesave, til mikilla muna betri en sá fyrri. Að vísu stendur ennþá eftir spurningin um lagalegan rétt. En, rétt er þó að íhuga það mál í samhengi við réttaróvissu.

Eitt þó. Svavars samningurinn var það slæmur, að klárlega var betra að taka þá áhættu sem getur verið fyrir hendi um óhagstæða niðurstöðu dómsmáls. En, til muna skárri samningur, þá þarf að enduríhuga þann "benefit vs. cost" reikning alveg frá byrjun.

 

Fyrirliggjandi upplýsingar:

Samantekt samninganefndar á niðurstöðum viðræðna við bresk og hollensk stjórnvöld vegna Icesave

Viðtal við Bucheit

Niðurstöður viðræðnanna gera í stórum dráttum ráð fyrir að í stað hefðbundinna lánssamninga verði gerðir endurgreiðslu- og skaðleysissamningar (e. Reimbursement and Indemnity Agreements) með aðild hlutaðeigandi ríkja og Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF).

Þetta er mjög mikilvæg breyting. En, þarna er skipt út því formi sem fyrri samningur hafði, þ.e. lánasamningur á einkaréttargrunni, fyrir samning sem virðst hvíla á hugmyndum skaðabóta réttar eins og hann tíðkast innan "common law" eða ensks/bandar. hefðbundins lagaumhverfis.

En eins og kemur fram síðar, ríkir þó ekki lengur bresk lögsaga yfir samningnum. Þetta virðist einfaldega snúast um, að móta samninginn út frá einhverjum tilteknum hugmynda grunni.

 

"Endurgreiðslusamningarnir eru um margt með öðru sniði en fyrri lánssamningar vegna uppgjörs lágmarkstryggingar við innstæðueigendur Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Þeir gera ráð fyrir að Tryggingarsjóður innstæðureigenda og fjárfesta endurgreiði breskum og hollenskum stjórnvöldum þær fjárhæðir sem þau hafa lagt út af því tilefni en fái í staðinn framseldan samsvarandi hluta krafna þeirra í bú bankans og annist um að innheimta þær. Gert er ráð fyrir að tryggingasjóðurinn nýti áður en til
þess kemur þá fjármuni sem nú þegar eru til í sjóðnum til endurgreiðslu. Að því búnu verði greiðslur inntar af hendi jöfnum höndum eftir því sem úthlutað er úr búi Landsbankans allt til loka júnimánaðar 2016."

 

Áfram sama grunnhugmynd, að þrotabúið greiði.

Eins og ég skil þetta, virðist að H&B hafi samþykkt þá mótbáru, að TIF hafi þ.s. kallað er "right of subrogation" þ.e. eins og fram kemur, hann tekur yfir kröfu B&H og í staðinn fær allar greiðlur úr þrotabúinu. Í stað þess sem áður var, að greiðslur úr þrotabúi skiptist milli aðila, eins og var í fyrra samningi.

  • Þetta er til mikilla muna betra fyrirkomulag, og bullið í Indriða er afturekið og það endanlega. 
  • Ekkert lengur bull um það að skipta hverri kröfu upp í tvennt - eins og hann sagði alltaf eðlilegt.

 

"8. Ábyrgð ríkisins er takmörkuð eins og kostur er og í raun eingöngu bundin við (a) samtímagreiðslur vaxta fram til júní 2016 og (b) þann hluta sem ekki hefur verið innheimtur úr búi bankans að þeim tíma liðnum."

Þetta er til mikilla muna betra en í fyrra samningi. En skv. ábyrgðarákvæðum hans, átti ríkissjóður að ábyrgjast við upphaf samningstíma, alla upphæðina - þ.e. liðlega 600 ma.kr. eins og hún stóð í þá.

Með þessu er áhætta ríkissjóðs og um leið skattgreiðenda Íslands, minnkuð til muna.

 

"9. Vextir. Vaxtaákvæði hinna nýju samninga eru verulega frábrugðin samningsákvæðum
í hinum fyrri samningi.
- Í fyrsta lagi er samið um fasta vexti fram á mitt ár 2016. Vextirnir eru 3,0% á
hinum hollenska hluta lánanna, en 3,3% vextir á hinum breska hluta (2/3).
Meðalvextir eru eru því 3,2%."

 

Skv. Lee Bucheit, er þetta hugsað þannig, að þjóðirnar fái fyrir útlögðum kostnaði - en ekkert umfram það. Vextirnir byggist á þeim grunni sem það kosti sjálf löndin þ.e. Bretland og Holland sjálf, að fjármagna sig, þegar þau selja skuldabréf á mörkuðum.

Sennilega er það því rétt metið hjá honum, að vextirnir séu eins lágir og líklegt er hægt að hægt sé að ná fram.

Sem dæmi, er þetta mun lægri vextir en á AGS lánum þ.e. 5,5% og einnig mun lægri en á þeim lánapakka sem Írland var nýverið að fá þ.e. 5,8%.

 

"· samið er um að engir vextir skuli reiknast á skuldbindinganar fyrr en eftir 1. október 2009 (jafngildir 9 mánaða vaxtahléi m.v. fyrri samning);"

 

Skv. Bucheit var þetta dagsetningin þegar Bretar og Hollendingar formlega greiddu út sínu fólki.

Þ.e. auðvitað rétt hjá samninganefndinni, að miða við þá dagsetningu, því þ.e. einungis þann dag sem kostnaður myndast hjá þjóðunum, sem þær vilja fá endurgreiddann.

 

"· áfallnir vextir fyrir árin 2009 og 2010 eru greiddir í ársbyrjun 2011;"

 

Þetta er nokkur upphæð þ.e. skv. fréttum 26 ma.kr. En, þetta eru þó vextir skv. hinu nýja samkomulagi, miðað við 3,2% meðalvexti.

Sparnaður er samt umtalverður sbr. fyrra samkomulag, þegar kemur að því að bera við hvað það hefði kostað miðað við hærra vaxtavimið.

 

"- Í öðru lagi er samið um að þær eftirstöðvar sem kunna að vera á lánunum eftir mitt
ár 2016 gildi viðeigandi CIRR-vextir, eða útflutningslánavextir sem reiknaðir eru
og birtir af OECD, án nokkurs vaxtaálags. Þeir vextir eru almennt hinir allra
lægstu sem tíðkast í lánasamningum opinberra aðila."

 

Ólíkt yfirlísingum frá Indriða eða Svavari, trúi ég því sem þessi maður segir.

Skv. smá internet leit eftir CIRR: Changes in Commercial Interest Reference Rates (CIRRs)

Þetta er greinilega breytilegt frá mánuði til mánaðar.

En, nýjustu vextir virðast vera á bilinu rúmlega 2% upp í rúmlega 3%.

Þannig, það hljómar trúverðugt að þetta séu læxta alþjóðlega vaxtaviðmiðið til staðar.

 

"10. Efnahagslegir fyrirvarar...- þak á árlegar greiðslur ríkisins eftir 2016 miðast við 5% af tekjum ríkisins á næstliðnu ári. Komi til þess að sú fjárhæð, sem það hlutfall ríkistekna jafngildir, verði lægri en 1,3% af landsframleiðslu skal hámark endurgreiðslna miðast við
það hlutfall landsframleiðslunnar (1,3% af VLF jafngildir nú um 20 milljörðum
króna)."

 

Skoðum hvað 5% af tekjum eru: 23 ma.kr.

Þetta eru 5% af tekjum þessa árs skv. áætlun stjv.

 

Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010 

Tekjur vs. gjöld ísl. ríkisins í ár!

......................................................2010

Tekjur.............................................461,9

Gjöld..............................................560,7

Fjármagnskostnaður..........................75,1* (kostnaður fyrir 2011)

Vaxtagjöld vs. tekjur.........................16,26% (Skv. OECD voru þau hærri en þetta, þ.e. tæp 20%)

Gjöld+Icesave.(hámark).....................(23,1+75,1)/461,9 =21,26%

Gjöld+Icesave...................................(17+75,1)/461,9 = 19,94%

 

Áhugavert að 1,3% af landsframleiðslu og 5% af tekjum ríkissjóðs í ár, eru nærri því sama upphæðin - þetta ár a.m.k.

Samkvæmt því verður kostnaðurinn kringum 20 ma.kr. í mesta lagi.

Þetta háa hlutfall vaxtagjalda sem ég framkalla með þessum litlu útreikningum, er sannarlega atriði sem þarf að hafa inni í myndinni, þegar ákveðið er hvort maður segir "Já eða Nei".

En Modie's kvá miða við 22% þ.e. hlutfall umfram 22% að þeirra mati, þá sé ríkisgjaldþrot nánast öruggt.

Á hinn bóginn, ef bjartsýnar væntingar um heildarupphæð standast, þá erum við ekki að tala um greiðslur í mörg ár. Kannski 1 - kannski 2-3.

Eins og fram kemur, er þetta hámarks upphæð en reiknað er með því að líkleg upphæð greiðslu sé lægri en þetta. Talað um 17 ma.kr. á næsta ári.

Það væri samt sýnist mér verulega óþægilegt ef greiðslur dragast inn í þann tíma, þegar greiðslur af AGS lánum verða hafnar.

Þessi ákvæði um greiðslur eru samt til muna skárri en þau sem Svavars samningurinn innihélt. Sem segir einfaldlega, að sá var víðáttubrjálaður!

 

"- lenging lánstíma er ákvörðuð með þeim hætti að verði eftrstöðvar höfuðstóla af
skuldbindingum TIF lægri en sem nemur 45 milljörðum króna greiðast þær að
fullu innan 12 mánaða, þ.e. síðari hluta árs 2016 og fyrrihluta árs 2017."

 

Sko, þetta er a.m.k. vel hægt.

Hægt að taka þetta af þeim peningum sem AGS hefur lánað okkur og eru til staðar inni á svokölluðum gjaldeyris varasjóði.

 

"Fari svo að skuldbindingin verði hærri, lengist endurgreiðslutíminn um eitt ár fyrir hverja 10 milljarða króna, þó þannig að sú fjárhæð sem eftir stæði yrði greidd í lok 30 ára
endurgreiðslutíma frá 2016 að telja."

 

Eins og fram kom að ofan, verða mál erfið, ef greiðslur af Icesave fara saman við greiðslur af AGS lánum.

  • Mér sýnist, að annað af tvennu muni ríkið þurfa umtalsverðan útgjalda niðurskurð þ.e. skera velferðar kerfið niður um trog.
  • Eða, að við verðum að finna leiðir til að auka tekjur ríkisins umtalsvert. Þá erum við að tala um álver sem brýna nauðsyn.

 

"Með framangreindum fyrirvörum má telja algjörlega tryggt að greiðslur vegna Icesave skuldbindingarinnar verði ávallt innan vel viðráðanlegra marka. Ólíklegt er að nokkru sinni muni reyna á framangreint þak á greiðslur, enda verði árleg greiðslubyrði langt innan þeirra."

LOL, skiptir máli hvaða viðmið um "vel viðráðanlegt" menn hafa.

 

"11. Lagaleg atriði. Ýmis lagaleg atriði breytast Íslandi í hag frá fyrri samningum, svo
sem gjaldfellingarákvæði, vanefndaúrræði, fjárhæðaviðmið og greiðslufrestir. Mestu
varðar þó að úrlausn ágreiningsmála er flutt úr lögsögu breskra dómstóla og undir
regluverk Alþjóðagerðardómstólsins í Haag. Færi svo að máli vegna samninganna
yrði vísað til hans myndu aðilar tilnefna hvor sinn fulltrúann og fulltrúarnir síðan
koma sér saman um oddamann. Þannig er tryggt að í málum er varða Ísland sitji ávallt
aðili í gerðardóminum sem tilnefndur er af Íslandi."

 

Það er gríðarleg framför, að samningurinn virðist nú gerður skv. viðmiðum þjóðarréttar. En ekki eins og Svavars samningurinn, skv. reglum einkaréttar - þ.e. Ísland lítillækkaði sig niður á réttarstöðu einstk. og/eða fyrirtækja. En, þjóðarréttur er mun sterkari réttarstaða.

Það er ekki hægt að líkja þessu saman, að skv. Svavars samningnum höfðu breskir dómstólar alla lögsögu, og skv. þessum samningi er alþjóðlegur gerðardómur sem ríkin myndu leita til.

Þetta er til mikilla muna betri réttarstaða!

 

"Í samningsdrögunum er haldið inni sambærilegum ákvæðum og áður um samráð aðila
gefi efnahagsleg staða á Íslandi tilefni til, skýrt er tekið fram að ákvæði um takmörkun
friðhelgisréttinda hafi engin áhrif á eignir ríkisins sem njóta friðhelgi skv.
Vínarsamningnum um stjórnmálasamband, þær eignir á Íslandi sem nauðsynlegar séu
fyrir Ísland sem fullvalda ríki eða eigur Seðlabanka Íslands. Síðast en ekki síst er
áfram sambærilegt ákvæði og fyrr um náttúruauðlindir."

 

Þetta þarf að skoða betur. En skv. þessu virðist sem dæmi Landsvirkjun enn vera undir.

En alþjóðleg viðmið þau sem vísað er til undanskilja allt þ.s. tengist landamæravörnum - hérlendis væri það land og tollgæsla, löggæslu, dómstólum, mikilvægar stjórnarbyggingar og skrifstofubyggingar ráðuneyta, sendiráð og þeirra eignir.

Vægt sagt kann ég ílla við það, að eignir ríkisins séu undir með þessum hætti.

Það virðist þó til staðar ákvæði um auðlyndir - þarf að lesa það þegar samingurinn kemur fram í heild.

 

"12. Kostnaður. Samninganefndin hefur áætlað kostnað sem ætla má að falli á Ísland við
framkvæmd samninganna. Við áætlunina er byggt á mati Skilanefndar Landsbankans
á heimtum á eignum þrotabúsins, horfum á greiðslum til kröfuhafa eins og þær eru
metnar af slitastjórn bankans, og reikniforsendum Seðlabanka Íslands varðandi þróun
á gengi gjaldmiðla. Niðurstaða matsins er að sá kostnaður sem falli á ríkissjóð verði innan við 50 milljarðar króna, eða rúm 3% af landsframleiðslu. Er þá tekið tillit til þess að búið
væri að ráðstafa um 20 milljörðum króna af núverandi eigum TIF upp í
skuldbindingarnar."

 

Ef þetta rætist þá er ríkið ekki lengur en 3 ár að borga þetta. Og þá reddast málið sennilega.

 

"Framangreind niðurstaða felur í sér að það verði eingöngu vaxtakostnaður sem falli á
ríkissjóð. Til greiðslu í byrjun næsta árs kæmu uppsafnaðir vextir, alls 26 milljarðar,
þar af 6 milljarðar úr ríkissjóði, en greiðslur yrðu um 17 milljarðar á næsta ári og færu
hratt lækkandi árin þar á eftir. Greiðslum yrði að fullu lokið 2016."

 

Það er víst til staðar nokkuð fjármagn á reikningum sem Bretar hafa haldið föstu, sem dekkar mismuninn.

Ef þetta gengur eftir, að greiðslur lækka hratt - þá er sennilega hægt að kljúfa þetta.

 

"13. Áhættuþættir vegna samninganna eru einkanlega þrír og þeir varða
  1. eignaheimtur þrotabús Landsbankans,
  2. tímasetningu á greiðslum krafna og
  3. gengisþróun."

"Meiri vissa er nú en þegar málið kom síðast til kasta Alþingis um endurheimtur úr búi Landsbankans og skilanefnd bankans hefur nú náð fullu valdi á eignum hans í Bretlandi og Hollandi. Skilanefndin telur í skýrslu sinni til kröfuhafafundar 9. nóvember 2010 að úthlutun upp í forgangskröfur muni nema 86%. Mat á eignum hefur reynst raunhæft og varfærið. Hins vegar er ekki hægt að útiloka að þar gætu orðið ófyrirséðar breytingar á sem hafa myndu áhrif á það hversu mikið heimtist upp í kröfur. Eignaheimtur gætu orðið verri en nú er talið, en þær gætu jafnframt batnað." - "Tafir á því að úthlutað sé úr þrotabúi Landsbankans myndu valda því að uppsafnaðir vextir á ógreiddan höfuðstól yrðu hærri. Það eru einkanlega mögulegar tafir á úrlausn dómsmála sem kynnu að valda slíkri frestun, en í því mati sem sett er fram að framan er byggt á núverandi mati slitastjórnar um útgreiðslur." - "Loks hefur gengi íslensku krónunnar, og innbyrðis gengi annarra gjaldmiðla, áhrif á það, hver heildarkostnaður ríkissjóðs yrði. Sem áður segir hefur styrking krónunnar frá því í apríl 2009 haft þar áhrif til lækkunnar. Sú niðurstaða að heildarkostnaður ríkisins af Icesave-samningum verði um 47 milljarðar, byggir á reikniforsendum Seðlabankans sem fela í sér að gengi íslensku krónunnar muni fara hækkandi á komandi árum."

Klárlega er áhættan einna helst í ofangreindum þáttum. 

  • Við vitum að sjálfsögðu ekkert um það, hve gott matið raunverulega er.
  • Dómsmál augljóslega geta dregið greiðslur úr þrotabúi, jafnvel um eitthvert árabil.
  • Að lokum, efnahags óvissa bæði hér og erlendis er umtalsver. Mér finnst sennilegt að verð lækki fremur en hitt, þannig að kostnaður hækki fremur en hitt. Þannig, að verð séu þegar sennilega í hámarki.

 

Þetta dreg ég ekki síst af ástandinu á Evrusvæðinu. Því að hagvöxtur er undir væntingum í Bandar. Miklar líkur eru um að hægji á hagvexti á Evrusvæðinu næsta ár, þegar sparnaðar aðgerðir nokkurs fjölda aðildarríkja þess fara að bíta fyrir alvöru. Að auki, er núverandi krýsa stór óvissuþáttur sem getur orsakað skyndilega stóran efnahags samdrátt í Evrópu. En, mál eru það alvarleg að jafnvel sjálf Evran getur fallið, stór hluti banka í Evrópu o.s.frv. En, enn er þó hægt að koma í veg fyrir þá þróun - en einungis með mjög víðtækum aðgerðum innan Evrusvæðis sem væru sameiginlegar.

Einna best sýnist mér að væri að gefa út sameiginleg Evrubréf. 

 

"14. Málsmeðferð. Sem kunnugt er hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) stofnað til samningsbrotamáls á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna Icesave-málsins. Ef samningar takast ekki um lausn málsins má búast við að það mál haldi áfram með hefðbundnum hætti, þ.e. með útgáfu rökstudds álits frá ESA og eftir atvikum málshöfðun fyrir EFTA dómstólnum. Sú málsmeðferð gæti tekið allt að tveimur árum. Ef niðurstaða yrði Íslandi í óhag gætu vaknað spurningar um skaðabótaskyldu ríkisins og sérstök vandkvæði vegna framkvæmdar EES samningsins í framhaldinu. Fyrir liggur að ESA muni fella niður áðurnefnt samningsbrotamál ef Íslendingar, Bretar og Hollendingar komast að samkomulagi um lausn Icesave-málsins."

 

Það er auðvitað rétt, að engin leið er að vita með vissu fyrirfram niðurstöðu slíks dóms. Það er hið minnsta möguleiki að Ísland tapaði málinu. Það er hugsanlegt að í kjölfar slíks væri samnings aðstaða okkar verri og samnings niðurstaða sennilega síður góð.

En einnig er hugsanlegt að mál vinnist, og ekkert þurfi að borga.

Á þessari stundu treysti ég mér ekki í líkindareikning um þá niðurstöðu.

 

Niðurstaða

Nýr samningur er klárlega til mikilla muna skárri en Svavars samningurinn alræmdi. Megi þeir Svavar - Indriði og Steingrímu J. ævarandi hafa skömm af þeim samningi, og einnig af öllu því sem þeir hafa látið út úr sér um ágæti þess samning, sem og öll þau neikvæðu ummæli sem þeir hafa haft um þá þjóðhollu Íslendinga sem börðust gegn þeim samningi.

Það krefst nánari umhugsunar hvort ber að segja "Já" eða "Nei" við hinum nýja samningi.

Skuldastaða ríkissjóðs er klárlega mjög erfið. Greiðslustaða, að viðbættum Icesave greiðslum, þó tekjutengdar séu - verður klárlega mjög erfiðar, ofan í fyrri skuldakostnað, ef óhagstæð þróun veldur því að greiðslur dragast á langinn.

Fylgjumst með umræðu næstu daga og vikna. En margt á enn eftir að koma fram. Margir munu fara yfir útreikninga. Forsendur verða metnar. Ekki síst þarf maður að fá tækifæri til að skoða smáa letrið í samningunum. O.s.frv. 

 

Kv.


PriceWaterHouseCoopers á Íslandi með allt niður um sig. En, endurskoðun þess fyrirtækis á uppgjörum Glitnis og Landsbanka 2007 harkalega gagnrýnd af óháðum sérfræðingum!

Það verður að segjast eins og er, að það er komin virkilega sterkur ENRON fnykur að öllu málinu. En, í tengslum við rannsókn á risi og falli ENRON, var fyrir rest hvort tveggja hafinn márarekstur gegn endurskoðendum ENRON sem og stjórnendum/helstu eigendum ENRON.

black

Lyktaði því með því að helstur stjórnendur fengu fangelsisdóma. En það sama átti við um endurskoðendur. Reyndar var áfallið fyrir endurskoðunar fyrirtækið sem sá um endurskoðun fyrir ENRON svo mikið, að það fyrirtæki hefur ekki borið sitt barr síðan þá. Ekki nema skugginn af því sem það var, fyrir ENRON hneykslið.

Málið með endurskoðendurnar, er að þeir gera bókhaldssvindli mögulegt að grassera lengur en ella og því valda hvort tveggja í senn hluthöfum og þjóðfélaginu meira tjóni en ella, ef þeir kjósa að sjá í gegnum fingur sér - setja kíkinn fyrir blinda augað.

Þetta kom m.a. fram í máli William K. Black:

En hann sagði bankana "textbook case of an account control fraught".

William K. Black: Engin spurning um svik og sakhæfi yfirmanna í íslensku bönkunum

 

Landsbankinn tæknilega fallinn strax árið 2007

"Fullyrða skýrsluhöfundar (norskir) að endurskoðendur frá PwC hafi þá þegar (2007) vitað af stöðu bankans" - "Sérstaklega eru aðfinnslur gerðar við lán bankans til tengdra aðila, Björgólfsfeðga og félaga þeirra, en eins og fram hefur komið voru þeir feðgar í fyrst og þriðja sæti yfir heildarútlán bankans." - "Í skýrslunni er PwC sagt hafa verið meðvitað um bága stöðu fyrrnefndra fyrirtækja og tók þátt í því að draga upp ranga mynd af stöðu bankans. Útlán hafi verið færð til bókar sem miklu verðmeiri eignir en þau raunverulega voru á þessum tíma." - "Er niðurstaðan sú að með réttri endurskoðun hefði Landsbankinn aldrei fengið tækifæri til að leggja út í Icesave ævintýrið síðar sem fólkið í landinu þarf nú að glíma við."

Glitnir uppfyllti ekki starfsskilyrði banka 2007

"Glitnir uppfyllti ekki þau skilyrði sem bankanum voru sett í starfsleyfi árið 2007 og bókhald bankans var í molum" - skv. "skýrslu franska fyrirtækisins COFISYS sem unnin var fyrir sérstakan saksóknara." - "Endurskoðendur hafi haft undir höndum skjöl um raunverulega stöðu bankans, en ekki kallað eftir upplýsingum." - "Samkvæmt endurskoðuðu bókhaldi nam eigið fé bankans 8% í lok árins 2007, en frönsku skýrsluhöfundarnir vilja meina að þá hafi það í raun verið 4,5%."

 

Eins og kemur mjög skýrt fram skv. fréttum, hefur PwC á Íslandi, með því að gera Glitni og Landsbanka kleyft að starfa rúmt ár í viðbót, gert Íslandi og Íslendingum mjög mikinn óleik.

En, skv. ofangreindu hefði verið alveg hægt að komast hjá Icesave deilunni. Að auki, hefði annað tjón verið mun minna, þ.s. síðasta rekstrar ár beggja banka virðist einkum hafa einkennst af því að eigendur gengu mjög frjálslega um sjóði bankanna, og gríðarlegt fjármagn var tekið út úr báðum bönkunum - sbr. umfjöllun DV.

Klárlega þarf að fara að dæmi bandar. stjv. þegar þau ákærðu og síðan dæmu í máli endurskoðenda, þá var á sama tíma fyrirtækið sem endurskoðendurnir störfuðu fyrir sektað um svimandi upphæðir, þannig að það hefur ekki borið sitt barr síðan.

En, fyrir ENRON var það fyrirtæki risaveldi í alþjóðlegum bókhaldsbransa, en eftir ENRON var stórveldis tími þess fyrirtækis fyrir bí.

 

PriceWaterHouseCoopers á Íslandi og þeirra endurskoðendur sem þáttu áttu að máli, þurfa klárlega að fá rækilega ráðningu, ekki síst sem víti öðrum til varnaðar. Ásamt auðvitað eigendum og stjórnendum Glitnis og Landsbanka. En, refsingin er ekki síst mikilvæg einmitt, til þess að aðrir þarna úti læri af þeirri lexíu, að á svona málum sé tekið og þannig lögum og reglu viðhaldið. En, þ.e. eina leiðin til að halda aftur af þeim sem hafa svindl tilhneygingar, að refsa þeim sem upp kemst um.

 

Kv.


Skuldakreppan á Evrusvæðinu líkist í vaxandi mæli skuldakreppu S-Ameríku ríkja á 9. áratugnum!

Ég bendi á 2. góðar greinar um vanda Evrópu. Einna áhugaverðast finnst mér, hve margt virðist líkt með skuldakrýsu þeirri sem Evrópa er að fara í gegnum, og þeirri sem skók S-Ameríku á 8. áratugnum. En, skuldakrýsan í Evrópu kemur eftir áratug - sem virtist áratugur efnahags framfara og velgengni. Sama var í S-Ameríku, en þar var það 8. áratugurinn sem var áratugur þ.s. hagvaxtarlega allt virtist leika í lyndi, hagkerfin uxu hröðum skrefum, hagur almennings batnaði ár frá ári. En, síðan kom skellurinn v. upphaf 9. áratugarins. Og síðan tók við skuldakrýsa og tíndur áratugur, og var það ekki fyrr en á 10. áratugnum sem S-Ameríka fór að rétti úr sér að ráði að nýju. En, ekki síst var það fyrir tilstilli svokallaðs Brady Plan sem sú jákvæða þróun fór af stað.

 

Kenneth Rogoff: The Euro at Mid-Crisis

"Kenneth Rogoff is Professor of Economics and Public Policy at Harvard University, and was formerly chief economist at the IMF."

"By nationalizing private debts, Europe is following the path of the 1980’s debt crisis in Latin America. There, too, governments widely “guaranteed” private-sector debt, and then proceeded to default on it. Finally, under the 1987 Brady plan, debts were written down by roughly 30%, four years after the crisis hit full throttle." - "Already facing sluggish growth before fiscal austerity set in, the so-called “PIGS” (Portugal, Ireland, Greece, and Spain) face the prospect of a “lost decade” much as Latin America experienced in the 1980’s. Latin America’s rebirth and modern growth dynamic really only began to unfold after the 1987 “Brady plan” orchestrated massive debt write-downs across the region. Surely, a similar restructuring is the most plausible scenario in Europe as well."

 

Skv. Rogoff er krýsan um margt lík krýsunni í S-Ameríku á 9. áratugnum - þ.e. tímabil hagv. á 8. áratugnum endaði með krassi v. upphaf 9., í kjölfarið gengust nokkrar ríkisstj. S-Ameríku í ábyrgðir fyrir stóra rekstraraðila taldir of mikilvægir til að falla, svo á endanum varð krýsan einnig skuldakrýsa ríkissjóðanna sjálfra.

Þarna er mjög mikill samhljómur, því með Írland í fararbroddi hafa allar ríkisstj. ESB einmitt gert slíkt hið sama, þ.e. gengist í opinberar ábyrgðir með skattfé landsmanna sem veð fyrir skuldum einkafyrirtækja, með ótrúlega svipuðum hætti og ríkisstj. nokkurra ríkja S-Ameríku gerðu, þegar þær stóðu frammi fyrir víðtæku hagkerfishruni, ásamt hraðvaxandi atvinnuleysi og gríðarlegum halla á ríkisútgjöldum.

Írland er nú fyrsta ríkið að springa á limminu, lent í óleysanlegri skuldasúpu einmitt vegna slíkra ábyrgða.

Á endanum, var svokallað Brady Bond plan tekið upp þ.e. skv. hugm. Brady sem var fjármálaráðherra USA þess efnis að boðin voru skuldabréf sem Bandar. gengust í ábyrgð fyrir en ríkisstj. í vanda borguðu af. Þeim var skipt inn fyrir eldri skuldabréf þeirra, sem voru afskrifuð. Kosturinn var, að vegna ábyrgðar USA lækkuðu vaxtagjöld ríkjanna sem tóku þátt í prógramminu mikið. Í tilvikum var einnig knúnrar fram höfuðstóls lækkanir.

En ábending Rogoff er einmitt að ekki fyrr en endurskipulagning skulda skv. Brady Plan fór að skila árangri, upp úr 1989 að S-Ameríka fór að rísa út úr kreppunni.

 

"Most post-mortems of the Latin American crisis suggest that all parties would have been far better served had they been able to agree on partial debt forgiveness much earlier. Latin America might have returned to growth far sooner than it did. Creditors might even have received more in the end.

As European policymakers seek to move from one stage of denial to another, perhaps it is time to start looking ahead more realistically."

 

Rogoff bendir á að flestar eftir á greiningar fræðimanna á vanda S-Ameríku, bendi til þess að ef farið hefði verið til muna fyrr í endurskipulagningu skulda S-Ameríkuríkja, þá hefðu þau náð efnahagslegri heilsu til muna fyrr.

Ábending hans, er í reynd skýr, að það sama eigi við núverandi ástand í Evrópu og það sé óþarfi fyrir pólitíska stétt Evrópu að endurtaka mistök hinnar pólitísku stéttar S-Ameríku svo fullkomlega, sem nú stefnir í.

 

---------------

Brady bond

Brady Bond voru hugmynd þáverandi fjármálaráðherra Bandar. En, þetta var lausn á fjármálakrýsunni í S-Ameríku sem hófst á 8. áratugnum. Brady bréfin voru skuldabréf sem gefin voru út með ábyrgð ríkissjóðs Bandar. Þetta prógramm fól í sér það, að ríki gátu fengið skuldbreytingu. En, Brady bréfin báru lægri vexti þ.s. ríkissjóður Bandaríkjanna var ábyrgðar aðilinn. Að auki, í tilvikum, var einnig höfuðstóll lækkaður. Þ.s. þau voru triggð af ríkissjóð Bandar. þá urðu þau um leið gjaldgeng á mörkuðum. Lækkun vaxtagjalda veitti ríkjunum mikla hjálp í því að losna úr þeirri skuldagildru sem þau voru komin í. Við erum að tala um til muna lægri vexti, en Írland er nú að fá í gegnum björgunarpakka Evrópu sem eru 5,8%.

Wikipedia um Brady Bond:Brady bonds were created in March 1989 in order to convert bonds issued by mostly Latin American countries into a variety or "menu" of new bonds after many of those countries defaulted on their debt in the 1980s

"Countries that participated in the initial round of Brady bond issuance were Argentina, Brazil, Bulgaria, Costa Rica, Dominican Republic, Ecuador, Mexico, Morocco, Nigeria, Philippines, Poland and Uruguay. "

Grein sem 2 hagfr. skrifa: Brady Bonds For the Eurozone

---------------

 

Desmond Lachman: Can the Euro Survive?

Samanburðurinn sem finna má í þessari grein er áhugaveður. En þessi grein er til muna lengri, og veitir yfirlit yfir sögu Evrunnar, síðan yfirlit yfir undirliggjandi orsakir þeirrar efnahagskrýsu sem nú skekur Evrópu, og að lokum eru dregnar ályktanir.

En, þ.s. mér finnst einna áhugaverðast, enda hef ég áður lesið sambærileg hagfræðileg yfirlit, er samanburður sem höfundur gerir við krýsuna sem Argentína gekk í gegnum á 9. áratugnum.

  • Argentína var þá með fastgengistefnu. En þeirra gjaldmiðill var þá fasttengdur við gengi dollars.
  • Þetta var gert skv. ráðleggingum þeirra, sem töldu tengingu v. annan gjaldmiðil einu leiðina til að endurskapa tiltrú á gjaldmiðli Argentínu, eftir fyrri efnahagsleg glappaskot.
  • Hugmyndir um upptöku Evru ganga einungis skrefinu lengra - en spretta af sama hugmynda grunni.
  • En, þ.s. þetta gerði að verkum var það, að Argentína afsalaði sér möguleikanum á gengisfellingu.
  • Síðan þegar Argentína fór undir AGS prógramm, þá fól það í sér þætti sem okkur kemur kunnuglega fyrir sjónir: niðurskurð, skattahækkanir og þ.s. Argentína gat ekki fellt gengi, launalækkanir til að ná fram samkeppnishæfni atvinnuvega.
  • Þannig, þegar þetta er haft í huga, er mjög margt líkt með Argentínu krýsunni og vandamálum Grikkland og Írlands. En, nú eru þau bæði komin í klærnar á AGS. Þeim er einnig ætlað að skera mikið niður útgjöld - Grikkland hvorki meira en minna en 10% af þjóðarframleiðslu af ríkisútgjöldum bara á þessu ári sem er nýtt met hjá AGS prógrammi / Írar eru nú að ganga frá fjárlögum sem fela í sér litlu minni niðurskurð útgjalda í hlutfalli landsframleiðslu - Írar hafa þegar lækkað laun umtalsvert og stefnir einnig í verulega launalækkanir á Grikklandi. Ofan í allt hækka bæði lönd skatta.
  • Þ.s. þetta gerir, er að ásamt því að geta ekki fellt gengi, er að búa til fullkomin efnahagslegann storm. Þrátt fyrir að vera ekki með nærri eins bratt prógramm og Grikkland / Írland er með nú, þ.e. mun minni útgjalda niðurskurður, minni launalækkanir, minni skattahækkanir - sprungu Argentínumenn samt á limminu. En, athugið, þá var hagkerfi Argentínu búið að skreppa saman um 25% af þjóðarframleiðslu - úps.
  • Hvað á eftir að gerast hjá Grikkjum með mun brattara prógramm og einnig hjá Írum, einnig með mun brattara prógramm?
  • Þeir sem telja fastgengisstefnu hina réttu leið, einmitt líta á afsal möguleikans til að fella gengið, sem nauðsynlega fórn á altari þess að skapa trúverðugleika.
  • En vandi við slíka stefnu, er sú að hún afnemur ekki hagsveiflur og lendir því í vanda, einmitt þegar stór hagsveifla á sér stað.
  • Þannig séð, á endanum glatar stefnan trúverðugleikanum sbr. gullfótinn á 4. áratugnum. Hugmyndin um Evru, var að komast í kringum þetta vandamál, með því að ganga skrefinu lengra og taka upp sameiginlegann gjaldmiðil.
  • En, nú er einmitt komin stór krýsa, og - "Wonder of wonders" - hin klassísku vandamál, sem alltaf hafa fram að þessu fellt "fixed exchange systems" eru búin að lyfta upp sínum ljótu hrömmum, eina ferðina enn.

Sumir munu einfaldlega afgreiða Bandaríkjamanninn Lachman sem svartsýnismann:

En þetta er allt rökstutt - lið fyrir lið, hjá honum.

Hann spáir því, á grunni dæmis Argentínu, að líklega muni sambærileg atburðarás fyrir rest eiga sér stað í: Grikklandi, Írlandi, Portúgal - hugsanlega Spáni einnig.

Framvinda mála undir efnahagspökkum sambærilegum v. dæmigerða AGS pakka, verði þjóðunum of erfið, og nýjar ríkisstjórnir komist til valda sem kjósi að hverfa frá þeim og löndin í kjölfarið yfirgefi Evruna.

Hann vill meina, að þó að hann geri ekki lítið úr vandanum við það að hverfa frá Evruaðild, þá verði vandamál svo "acute" að það muni ekki líta það ílla út í augum þjóðanna á þeim tímapunkti.

Hann telur þó Evrusvæðið geta lifað af í smækkaðri mynd.

-------------

Fyrir okkur er þessi samanburður einnig áhugaverður. En, þó svo við höfum mildað kreppuna með gengisfellingu. Er skuldastaða ríkissjóðs alls ekki auðveld - með árleg vaxtagjöld nú komin í rúmlega 16% og fer hækkandi svo lengi sem er halli á ríkisútgjöldum.

Ath., en þó erum við ekki enn farin að greiða að AGS lánunum. Né nýjum Icesave samningi, ef hann verður kláraður eins og Samfóar tala stöðugt um.

Greiðslufall, er alls ekki enn orðið ólíklegt, þó hættan sé smám saman að fjara út. Er sú hætta enn umtalsverð. En, vandinn sem við stöndum frammi fyrir, er að jafnvel þó að gengisfall krónunnar myldi höggið, kemur það gengisfall ekki í vega fyrir að aðrar samdráttar aðgerðir þ.e. sparnaður + skattahækkanir, dragi út hagvaxtargetu. Að auki, er hér í gangi skuldakreppa í innanlands hagkerfinu.

Þvi miður sé ég ekki, að tilkynntar aðgerðir til aðstoðar heimilunum, muni nema að mjög litlu leiti draga úr þeirri innlendu skuldakreppu.

Svo þ.e. alveg möguleiki að innanlands pólitík snúist gegn samdráttar aðgerðunum, því prinsippi að allir borgi sínar skuldir upp í topp - og fallið verði frá þeim aðgerðum sem tengjast AGS prógramminu. En ef það gerist hér, þá er auðvitað enn frekar að ætla að það gerist á Írlandi eða í Grikklandi, þ.s. kreppan á eftir að verða umtalsvert dýpri fyrir rest en hérlendis.

 

Sjá fleiri greinar:

Wolfgang Münchau: Europe, unable to cope (en hann er fyrrum Evrusinni orðinn skeptískur)

Martin Wolf: Is there the will to save the eurozone?

 

 

Kv.


Ný hagspá Greiningar Íslandsbanka gerir ráð fyrir 0,9% hagvexti næsta ár!

Enn ein hagspáin er fram komin. Nú hagspá Greiningardeildar Íslandsbanka. Það er auðvitað fengur af einni spánni enn. En, alltaf er betra að hafa meiri gögn en minni, þegar verið er að leitast við að ráða í óvissuna, sem sannarlega er um framvindu næstu missera.

 

Kemst þó hægt fari :"Reikna má með því að hagkerfið finni botn kreppunnar á næstu mánuðum og að við taki hægfara bati. Skilyrði fyrir vexti hafa skapast að nýju eftir mikla leiðréttingu í eigna, skulda, tekju og gjaldahlið þjóðarbúsins. Ólíklegt er að viðsnúningurinn verði hraður sökum margra kerfislægra vandamála sem enn eru til staðar. Má þar nefna skuldavanda fyrirtækja, heimila og hins opinbera, skort á virkum fjármálamarkaði og trausti. Afleiðingar fjármálakreppunnar munu því lita efnahagsþróunina talsvert fram yfir þann tímapunkt þegar botni kreppunnar er náð. Kemur þetta fram í Hagspá Greiningar Íslandsbanka sem kynnt hefur verið viðskiptavinum bankans undanfarið."

 

Það er nefnilega einmitt rökrétt að afleiðingar núverandi skuldakreppu, sem nú einkennir ástand efnahags mála, dragi niður möguleika til hagvaxtar.

Mér finnst samt, þrátt fyrir klára tilraun til varfærinnar spár, gæta ívið of mikillar bjartsýni.

 

Vandinn er að hagspekingar virðast vanmeta hve slæmt ástand mála er:

Hagsýn 1. tbl. 1. árg. 9. nóvember 2010 

  1. Í kjölfar erfiðrar fjármálakreppu er endurskipulagning skulda fyrirtækja mikilvæg forsenda fjárfestingar og þar með hagvaxtar til framtíðar.
  2. Yfirskuldsett fyrirtæki geta ekki bætt við sig nýju starfsfólki eða fjárfest í nýjum og bættum framleiðslutækjum þrátt fyrir bætta samkeppnisstöðu hagkerfisins.
  3. Útflutningsdrifinn hagvöxtur mun því láta á sér standa og atvinnuleysi dregst ekki saman sem skyldi. 
  4. Án aukinnar fjárfestingar verða hagvöxtur og lækkun atvinnuleysis illleysanleg verkefni.
  5. Mikilvægt er að bankarnir nýti það svigrúm sem þeir hafa til að halda lífi í fyrirtækjum með sterkan rekstrargrunn.
  6. Nái lífvænleg fyrirtæki ekki endum saman er hætta á stöðnun atvinnulífsins í lengri tíma.

Þetta voru mjög þarfar aðvaranir starfsm. Viðskiptaráðuneytis. En, hagvöxtur er ekkert náttúrulögmál - heldur þar eins og þeir benda á, að skapa skilyrði þess að af honum verði.

  • En, mér finnst aðilar hérlendis án útskýringar eða röksemdafærslu, of oft virðast reikna með hagvexti - svona af því bara eða vegna þess, að hagvöxtur hefur alltaf komið aftur í fyrri kreppum. 
  • Eins og, að vegna þess að menn eru vanir að vöxtur komi alltaf fljótlega, þá kunni þeir ekki við annað, en að reikna með honum eins og vanalega.

En, þessi kreppa er alveg gerólík fyrri kreppum - þ.e. aldrei áður hefur það farið saman, að hér hafi verið svo alvarleg skuldakreppa almennings samtímis því að atvinnuvegir hafi einnig verið mjög skuldum vafnir og ofan í allt saman, verið nær óstarfhæft bankakerfi.

Þó sumir telji e-h líkt með ástandinu á 9. áratugnum eftir að skuldir hækkuðu hjá mörgum eftir að launavísitalan var afnumin, þá er skuldastaða almennings enn verri en þá og sama að segja um skuldastöðu atvinnulífs.

En því sem margir hafa gleymt í dag, er að þá var framkv. leiðrétting þ.e. breyting á vísitölunni og skuldir alm. lækkaðar yfir línuna. Það verður ekki gert í dag - hafa stjv. látið okkur vita.

Og einmitt ekki síst þess vegna, verður líka framvinda lakari en eftir skuldakreppuna þá - breyta vísitölunni - hlusta á Spegillinn: 15.10.2010 Júlíus Sólnes.

 

Samantekt á vandanum:

  1. 1/3 fyrirtækja með neikvætt eigið fé.
  2. 50% fyrirtækja í vanskilum með lán við bankana.
  3. 24,4% heimila í greiðsluvanda!
  4. 27,95% heimila með neikvæða eiginfjárstöðu.
  5. 41,27% heimila í greiðslu- eða skuldavanda!
  6. 48.500 manns tóku út séreignarsparnað!

 

Punkturinn er, að vandinn er ekki einungis alvarlegur, HANN ER ALVARLEGUR!

Eins og starfsmenn Viðskipta ráðuneytis bentu á, þá er hættan á stöðnun ekki lítil, þ.e. litlum eða mjög litlum vexti næsta ár, og þá ekki einungis næsta ár heldur næstu ár!

 

Samantekt á tölum spár Greiningardeilda ÍSB: Kemst þó hægt fari 

 

Spá............................2011.......2012.......2013

Hagvöxtur....................0,9%......2,9%.......3,3%

Fjárfesting...................4,4%

Einkaneysla..................2,5%

Kaupm. launa...............0,5%

Hækkun húsn. verðs......0,8%

Verðbólga...................2,5%

Afg. af viðk. v. útl.........5% af landsfr.

 

Áhugasamir beri þetta v. aðrar hagspár: Samanburður á nýrri spá Hagstofu Ísl og nýl. spá Seðlabanka, nokkru eldri spá ASÍ!

Bæti einnig við að Arion Banki spáir 0,5% hagv. 2011 og 2,2% 2012. 

 

 

Kemst þó hægt fari :"Reiknum við með því að hagvöxtur mælist 0,9% á næsta ári, knúinn áfram af aukinni neyslu, fjárfestingu og útflutningi. Lágt raungengi og aukinn hagvöxtur á heimsvísu hjálpar útflutningnum á meðan aukin erlend fjárfesting hér á landi, vaxandi kaupmáttur og lægri vextir hvetja innlenda eftirspurn. Lítill vöxtur verður að öllum líkingum í öllum þessum liðum og viðsnúningurinn vart sýnilegur svo neinu nemur fyrr en á árinu 2012, en við spáum 2,9% hagvexti það ár og 3,3% hagvexti 2013."

 

Mín tilfinning er samt sem áður, að spá ÍSB sé nær sanni en spár ASÍ, Hagst. og Seðlab.

Landsframleiðsla og helstu undirliðir hennar..........ASÍ..............Hagst................Seðlab.

Verg landsframleiðsla 2011................................1,7................1,9.....................2,1 


Eins og sést af súluritinu að ofan, þá er spá ÍSB ívið lægri en þessar spár einungis fyrir næsta ár. En eftir það reikna þeir með sambærilegum hagvexti og hinir.

Á hinn bóginn, segir mín tilfinning að framvinda verði hægari en þetta. Segjum milli 0,5-0,9% hagv. á næsta ári. Síðan bæti aðeins í árið eftir hugsanlega um hálft prósent til viðbótar þ.e. vöxtur milli 1 og 2%. Hann fari síðan ekki yfir 2% fyrr en árið eftir, þá í rúml. 2%. Síðan smá mjatlist hann upp.

  • Þetta væri mitt persónulega "best case" - en þ.e. einnig möguleiki að á næsta ári mælist raunveruleg stöðnun þ.e. ástand í járnum við "0" mörkin.
  • En ekki barasta það, það getur einnig gerst að það verði samdráttur.

Fer eftir atburðarás næstu mánaða, ekki einu sinni hér heldur einnig erlendis. En, um þessar mundir hafa dunið mikli erfiðleikar yfir á Evrusvæðinu. 

Versnun efnahags ástands í Evrópu er mjög raunveruleg hætta!

 

Kemst þó hægt fari :"Eftir að samdrátturinn í einkaneyslu sem staðið hafði yfir frá 2008 virtist ætla að taka enda um mitt þetta ár hefur viðvarandi óvissa um skuldastöðu heimilanna tafið viðsnúninginn a.m.k. tímabundið. Vaxandi kaupmáttur, lækkun vaxta, bætt staða vinnumarkaðarins auk hækkunar eignaverðs skapar skilyrði fyrir aukningu einkaneyslu þegar líða tekur á næsta ár. Viðbúið er að vöxturinn verði hægur og að hann byggist minna á skuldsettum vexti og eignaverðshækkunum en hefur verið raunin í mörgum öðrum uppsveiflum í íslensku efnahagslífi. Reiknum við með því að einkaneyslan vaxi um 2,5% á næsta ári, kaupmáttur launa um 0,1% og að atvinnuleysi lækki úr 8,1% á þessu ári niður í 7,5% á næsta ári. Einnig reiknum við með 0,8% raunverðshækkun íbúðarhúsnæðis."

 

Hafandi í huga að tillögur ríkisstj. fyrir heimilin er kynntar voru um daginn, voru einungis lítil mús en ekki einu sinni fílsungi. Þá er ljóst held ég, að vart er að reikna með aukningu neyslu frá heimilunum.

Hvernig þeim dettur í hug, að húsnæðisverð muni ekki einnig lækka á næsta ári eins og þessu, er mér hulin ráðgáta. En, kannski vita þeir um einhverja stóra samninga, sem ekki hefur frést af út á við.

Ég held að í besta falli verði neysla nálægt járnum eða smávegis minnkun fremur en aukning.

 

Kemst þó hægt fari :"Fjárfestingarstigið í hagkerfinu er afar lágt um þessar mundir en vel þekkt er að það sé lágt um hríð eftir að hagkerfi hafa orðið fyrir gjaldeyris- og bankakreppu. Mikil skuldsetning, hægur vöxtur innlendrar eftirspurnar, seinagangur í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja og heimila sem og höft á gjaldeyrismarkaði draga úr vaxtamöguleikum á þessu sviði efnahagslífsins á næstunni. Fjárfestingarstig sem er talsvert yfir núverandi stigi er nauðsynlegt til að halda hagvexti viðunandi litið til lengri tíma. Reiknum við með því að fjárfesting vaxi um 4,4% á næsta ári, aðallega vegna fjárfestinga í stóriðju og tengdri starfsemi. Þegar kemur fram á árið 2013 reiknum við hins vegar með hagstæðari skilyrðum og að fjárfesting taki öll við sér, þ.e. fjárfesting atvinnuveganna, heimilanna og hins opinbera."

 

Sko, ég veit ekki um ástæðu þess að vænta aukningar fjárfestinga fyrir 2012 fremur en 2011 frá einkageiranum. Enda er skuldastaða fyrirtækja mjög slæm. Ekki sýnist mér að bankar hafi getu til að liðka fyrir þeim að neinu ráði, þ.e. bjóða bætingu kjara á skuldum til lækkunar greiðslubyrði.

Þarna eru þeir án þess að segja, sennilega að reikna með stóryðju framkvæmdum þ.e. risálveri.

Varðandi Búðarháls virkjun, þá er sú framkv. enn í fullkominni óvissu. En, sbr. nýlegt útspil ríkisstj. um það, að sennilega sé að koma að lokum Icesave deilu, þá sennilega reikna þeir með að sú hindrun hverfi. En, tvisvar hefur komið neitun frá Fjárfestinga Banka Evrópu ást. upp gefin Icesave.

Auðvitað, ef ekkert verður af því að samkomulag um Icesave verði klárað, þá verður sú framkvæmd enn ófjármögnuð - svo að hið minnsta er möguleiki að ekki verði af henni.

  • Þá auðvitað hverfur nokkurn veginn sú aukning fjárfestinga sem ÍSB reiknar með.
  • Hinar spárnar einnig reikna með þeim sömu framkv.

 

Kemst þó hægt fari :"Mikill viðsnúningur hefur verið í ytri jöfnuði þjóðarbúsins frá hruni bankakerfisins 2008 þar sem afgangur af utanríkisviðskiptum hefur tekið við af miklum halla. Reiknum við með því að afgangur verði af viðskiptum við útlönd á næsta ári sem nemur ríflega 5% af landsframleiðslu en að öllu minni afgangur verði 2012 vegna viðsnúnings í fjárfestingu og neyslu í hagkerfinu sem kallar á aukinn innflutning. Mun þessi afgangur auk hafta á fjármagnsflutninga, minnkandi áhættuálags á íslenskar fjáreignir og munar á innlendum og erlendum vöxtum styðja við gengi krónunnar næstu misserin. Raungengi krónunnar er lágt um þessar mundir og reiknum við með því að það hækki aðeins á næstunni með hækkandi nafngengi, og viðbúið er að verðbólgan verði hér skapleg næstu misserin og í nálægð við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Að okkar mati munu verða höft á fjármagnsflutninga nokkuð fram yfir næsta ár en yfirlýst markmið stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að afnema höftin á tíma efnahagsáætlunar þessara aðila sem nú er ráð fyrir gert að endi í ágúst á næsta ári. Við reiknum með framlengingu á tímaramma þeirrar áætlunar."

 

Það er krónunni að þakka, þ.e. gengisfalli hennar, að sá viðsnúningur sem þeir vísa til - varð.

En, þ.e. einmitt þ.s. stórt gengisfall gerir, að með því að hækka verðið á öllu innfluttu þá minnkar við það innflutningur sem "med det samme" umbreytir viðskiptajöfnuði landsins við útlönd.

Þetta var algerlega nauðsynleg sveifla eftir að hrunið var orðin staðreynd og tekjur þær sem bankarnir stóðu undir voru allt í einu horfnar úr hagkerfinu - og einungis skuldirnar stóðu eftir.

Ég fullyrði að án þessa stóra gengisfalls, væri Ísland löngu orðið gjaldþrota - en, með svo stóru tekjufalli + skuldaaukningu, þá gengur ekki á sama tíma einnig að halda áfram að hafa stórann viðskiptahalla og þá viðvarandi aukningu skulda sem hann framkallar.

 

Þeir spá því að höftin verði út næsta ár, sem getur vel gengið eftir. Ekki síst í ljósi þess, að ég hef hvergi séð því stað, að ríkisstj. sé að leitast við að semja við eigendur krónubréfa um leiðir út úr þeim vanda, sem við erum í gagnvart þeim.

En, mér hefur lengi virst klárt, að reynandi væri að ræða við þá og ath. hið minnsta hvort umræðugrundvöllur sé til staðar, fyrir því að þeir samþykki annað greiðslu fyrirkomulag.

T.d. 40% út og rest á nokkrum árum. Svo hægt væri að losa um höftin sem fyrst.

Kannski hafa leyniviðræður staðið yfir - en ég óttast að lítið eða jafnvel ekkert hafi verið gert, til að skoða hugsanlegar útfærslur eða B, C, eða D leiðir.

 

Niðurstaða

Ívið raunhæfari en fyrri spár er hafa fram komið. En, sennilega þegar þeir gerðu þessa spá þá reiknuðu þeir með stærra útspili ríkisstj. en þ.s. kynnt hefur verið til sögunnar.

En, miðað við þ.s. kynnt var í síðustu viku, þá er vart að reikna með aukningu neyslu hjá almenningi á næsta ári. Stöðnun væri góð niðurstaða miðað við þær forsendur.

Ef ekki verður á næstu vikum undirritaður ný Icesave samningur og hann síðan endanlega staðfestur, þá mun ekki verða af Búðarháls virkjun og því ekki stækkun Straumsvíkur álvers.

Enginn hefur enn séð drög að nýjum Icesave samningi svo ég treysti mér ekki til að spá um líkur á samþykki hans. En, án Búðarháls virkjunar þá verður framvinda næsta árs og ársins þar á eftir lakari en þ.s. spá ÍSB reiknar með.

Þá sennilega rætist þ.s. ég kalla miðspá þ.e. hagkerfið í járnum þ.e. við 0% eða örlítill vöxtur, vart mælanlegur. En, ef Evran tekur upp á því að hrynja sem vel getur gerst í kjölfar gjaldþrots Spánar hugsanlega eins snemma og í apríl 2011, þá auðvitað er samdráttur mun líklegri útkoma.



Kv.


Forsætisráðherra Luxembúrgar og fjármálaráðherra Ítalíu, hvetja til þess að Evru krýsan verði leyst með útgáfu, sameiginlegra Evru bréfa!

Þetta er áhugaverð lesendagrein hjá Jean-Claude Juncker and Giulio Tremonti. En, FT birtir hana á vef sínum í dag - E-bonds would end the crisis

  • Europe must formulate a strong and systemic response to the crisis, to send a clear message to global markets and European citizens of our political commitment to economic and monetary union, and the irreversibility of the euro.
  • Time is of the essence. The European Council could move as early as this month to create such an agency, with a mandate gradually to reach an amount of outstanding paper equivalent to 40 per cent of the gross domestic product of the European Union and of each member state.
  1. First, the EDA should finance up to 50 per cent of issuances by EU members, to create a deep and liquid market. In exceptional circumstances, for member states whose access to debt markets is impaired, up to 100 per cent could be financed in this way.
  2. Second,the EDA should offer a switch between E-bonds and existing national bonds.
  • The conversion rate would be at par but the switch would be made through a discount option, where the discount is likely to be higher the more a bond is undergoing market stress.
  • Governments would be granted access to sufficient resources, at the EDA’s interest rate, to consolidate public finances without being exposed to short-term speculative attacks. This would require them to honour obligations in full, while they would still want to avoid excessive interest rates on borrowing that is not covered via E-bonds. The benefits from cheaper, more secure funding should be considerable.

  • A liquid global market for European bonds would follow. This would not only insulate countries from speculation but would also help to keep existing capital and attract new flows into Europe. It should also foster the integration of European financial markets, favouring investment and thus contributing to growth.


Þessi hugmynd á mjög margt sameiginlegt með svokölluðum Brady Bréfum:

Brady bond

Brady Bond voru hugmynd þáverandi fjármálaráðherra Bandar. En, þetta var lausn á fjármálakrýsunni í S-Ameríku sem hófst á 8. áratugnum. Brady bréfin voru skuldabréf sem gefin voru út með ábyrgð ríkissjóðs Bandar. Þetta prógramm var framkv. í gegnum "Bank of International Settlements" og fól í sér það, að ríki gátu fengið skuldbreytingu. En, Brady bréfin báru lægri vexti. Að auki, í tilvikum, var einnig höfuðstóll lækkaður. Þ.s. þau voru triggð af ríkissjóð Bandar. þá urðu þau um leið gjaldgeng á mörkuðum. Lækkun vaxtagjalda veitti ríkjunum mikla hjálp í því að losna úr þeirri skuldagildru sem þau voru komin í.

Wikipedia um Brady Bond:Brady bonds were created in March 1989 in order to convert bonds issued by mostly Latin American countries into a variety or "menu" of new bonds after many of those countries defaulted on their debt in the 1980s

"Countries that participated in the initial round of Brady bond issuance were Argentina, Brazil, Bulgaria, Costa Rica, Dominican Republic, Ecuador, Mexico, Morocco, Nigeria, Philippines, Poland and Uruguay. "

Grein sem 2 hagfr. skrifa: Brady Bonds For the Eurozone

 

Vandinn á Evrusvæðinu er orðinn það alvarlegur, að sameiginleg lausn er eina leiðin til að bjarga Evrusvæðinu frá hruni!

  • Sú leið sem Jean-Claude Juncker and Giulio Tremonti leggja til, getur virkað.
  • Hennar megingalli, er hve miklar skuldir ESB aðildarríkjanna eru orðnar nú þegar.
  • Eins og sést að neðan er meðalskuldin orðin 84% af þjóðarframleiðslu. Skuldir sjálfs Þýskalands upp á 76,7% eru ekki litlar.
  • Útgáfa sameiginlegra bréfa upp á 40% af heildarframleiðslu aðildarlanda ESB, er ekkert smáræði hafandi í huga að meðalskuld ESB 27 er ekki nema smávegis lægri en meðalskuld Evrusvæðis 17.
  • Mín ályktun er að þessi leið sé því ekki fær nema, og aðeins nema, að skuldabréfa hafar taki á sig högg þ.e. svokallað "haircut". En, það voru gefnir úr mismunandi flokkar Brady bréfa. Mér sýnist, að alger nauðsyn sé að miða við 15-25% höfuðstóls lækkun, samhliða umskiptum yfir í hin nýju bréf.
  • Annars verði heildarskuld ESB of mikil - þ.e. yfir 100% af þjóðarframleiðslu sameiginlegs svæðis.

Wolfgang Schäuble: ""jointly guaranteed bonds would require “fundamental changes” in European treaties. He added that it was also key that governments had incentives to maintain discipline over finances – and faced sanctions when they did not. “Otherwise the euro would fail,” he warned. Germany also fears the issuance of joint bonds would raise its borrowing costs.""

 

Þarna kemur fjármálaráðherra Þýskalands með megin mótbáruna, að Þjóðverjar óttist þá raunskuldaaukningu fyrir Þýskaland, sem svo stórfelldum sameiginlegum ábyrgðum myndi óhjákvæmilega fylgja.

En, Evru-bréf af þessu tagi, einmitt fela í sér raunskuldaaukningu Þýskal. en einnig annarra tiltölulega stæðra ríkja innan ESB.

En, vandi ríkjanna sem verst standa, er of erfiður. Þau munu ekki geta staðið í skilum. Því má nú skjóta föstu. 

Sko, tillaga Jean-Claude Juncker and Giulio Tremonti er ekki um höfuðstóls lækkanir -nema í undantekningar tilvikum- heldur það eitt, að bjóða sameiginlega ábyrgð svo ríkin í vandræðum geti skuldbreytt yfir í skuldir sem hafa lægri vexti.

Ef, þ.e. of erfitt fyrir ESB 27 að taka þá byrði á sig að gefa út slík bréf með sameiginlegri ábyrgð og létta þannig hluta til byrðina af verst settu ríkjunum - þá er klárt að byrðin er of erfið eins og allt stefnir í, fyrir ríkin í vandræðum; ekki satt?

Þá hafa markaðirnir rétt fyrir sér, að sú stefna að velta öllu yfir á ríkin í vandræðum, bæta á þau nýjum lánum gegn háum vöxtum, gengur ekki upp; ekki satt?

Sameiginleg Evru bréf myndu hafa til muna lægri vexti en þau lán sem hafa verið boðin í gegnum björgunarpakka ESB. Það myndi muna mikið, að skipta yfir í bréf með rúml. 3% vexti í stað þess að stynja undan sbr. björgunarpakka Írlands 5,8% vöxtum.

  • Ef þetta er ekki hægt - þá er Evrópa komin fullkomlega í "Catch 22".
  • Þá er Evran að fara að hrynja algerlega án nokkurs minnsta vafa!

 

Niðurstaða

Jean-Claude Juncker and Giulio Tremonti eru með mikilvægt framlag. Fylgjumst með fréttum í kvöld þegar fréttir fara að birtast um það, hvað var ákveðið á fundi fjármálaráðherra ESB ríkja á fundi þeirra sem haldinn er í dag.

  • En, sú leið að auka stöðugt skuldir ríkjanna í vandræðum er ófær.
  • Brady bréfa leiðin raunverulega virkaði.
  • Sambærileg aðferð getur virkað fyrir Evrópu.

Vandinn er það alvarlegur orðinn, að án sameiginlegrar lausnar þá hrynur Evran - um það er ég orðinn fullkomlega sannfærður.

Og, þ.s. verra er, að hrunið er ekki langt framundan í tíma. 

Stjórnmálamennirnir, verða að koma fram með sannfærandi áætlun og þ.s. allra fyrst. Tíminn er að renna út fyrir Evruna og Evrópu.

Þetta þarf ekki að fara þannig. Samanlagt er staða Evrópu alls ekki verri en Bandaríkjanna. Evrópa á alveg í sameiningu að geta staðið af sér storminn. En, án sameiginlegrar lausnar er það ekki mögulegt.

Þ.e. þ.s. ástandið í dag er að segja. Sameinaðir stöndum vér - sundraðir föllum vér.

Það mun þurfa verulegt pólit. hugrekki til að leysa málið. Það er hægt. En, lausnin verður erfið. Meira að segja sameiginleg lausn verður erfið vegna þess, hve skuldastaðan meira að segja í sameiginlegum reikningi er erfið.

Mín niðurstaða er að kröfuhafar þurfi að taka þátt í hinni sameiginlegu lausn, þ.e. að Evrópa þurfi að neyða kröfuhafa til að taka á sig högg, svo sameiginleg lausn verði fjárhagslega möguleg.

Annað af tvennu stöndum við frammi fyrir endalokum Evrunnar - eða eldskýrn hennar!

 

Ps: þó svo ég hafi persónulega komist að þeirri niðurstöðu að Evruaðild henti ekki Íslandi, sennilega ekki heldur ESB aðild. Þá er ég ekki andstæðingur Evru eða ESB.

Ps2: Merkel rejects debt crisis proposals :"Angela Merkel, the German chancellor, has ruled out two of the most widely-backed ideas for combating the eurozone debt crisis,

  1. saying she saw no need to increase the size of the European Union’s €440bn rescue fund
  2. and that the bloc’s treaties did not allow for the creation of a Europe-wide bond."

"The German rejection leaves the European Central Bank’s aggressive purchase of eurozone sovereign debt as the main weapon for the EU in fighting to keep the two most vulnerable countries, Portugal and Spain, from being forced into a bail-out."

Þetta lítur ekki vel út!

 

Kv.


Á að ganga frá nýjum Icesave samningi eða á að láta málið fara fyrir dóm?

Alltaf öðru hverju kemur nýtt upphlaup vegna Icesave. Í umliðinni viku, kom fram í fjölmiðlum að útlínur hugsanlegs nýs samkomulags hefðu verið kinnt fyrir hagsmuna aðilum. En, einhverra hluta vegna ekki fyrir stjórnar andstöðu.

Nú um helgina, er talað um að það liggi á að svara Eftirlitsstofnun EFTA en frestur renni út á nk. þriðjudag. Ráðuneytið sé þó með ítarlegt svar tilbúið. Að auki kemur fram að Steingrímur J. vilji helst ekki að málið fari fyrir EFTA dómstólinn.

Síðan kemur fram að lagt hafi verið að stjórnarandstöðunni, að samþykkja drögin af samningi. En, þó eru þau ekki enn endanleg þ.s. eins og fram kemur enn standa nokkrir þættir undan. En, hvaða þættir það eru, kemur ekki fram!

 

Frétt Eyjunnar: Nýtt Icesave-samkomulag tilbúið. Þrýst á stjórnar- andstöðu að vera með

Frétt Visi: Drög að Icesave samkomulagi kynnt

 

"Þeir stjórnarandstöðuþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við segjast ekki munu gefa fyrirfram vilyrði fyrir stuðningi við málið fyrr en þeir sjái lokaniðurstöðu og hafi kynnt sér hana. Á þetta sérstaklega við um framsóknarmenn"

Þetta er mjög eðlileg afstaða. En, hver man ekki eftir því þegar Icesave samkomulagið var fyrst lagt fram, þá lagði ríkisstj. fyrst til að það yrði samþykkt óséð - þ.s. það væri trúnaðargagn.

Síðan, við nánari skoðun kom fram að samkomulagið hafði marga mjög alvarlega galla - sjá gamla umfjöllun: Icesave samningurinn, er hefðbundinn viðskiptasamningur. Er það gott?

Ég myndi aldrei nokkru sinni undirrita lánasamning óséðan - og aldrei heldur skuldbinda mig um að samþykkja hann meðan hann er ekki enn fullfrágenginn.

Hér erum við að tala um að skuldbinda alla þjóðina en ekki einst. eða fyrirtæki, svo að sjálfsögðu á að gæta fyllstu varúðarsjónarmiða.

 

"Fjármálaráðuneytið hefur fengið forystumenn úr atvinnulífinu til liðs við sig í að kynna málið og hvetja þingmenn til að veita drögum að samkomulagi blessun sína."

Þetta er áhugavert. En skv. fréttum vikunnar voru drög fyrst kynnt fyrir aðilum vinnumarkaðarins. Nú, á að beita þeim fyrir vagn ríkisstj. til að reyna að sannfæra þingmenn um að samþykkja Icesave Part III. 

Ég man vel eftir því að Villi og Gylfi hjá vinnuveitendum og ASÍ, voru báðir sammála um að rétt hefði verið að segja já við fyrri samningi. Þeir voru til í að kyngja því þá.

Vart þarf að koma á óvart, að þeir jánki nýjum og að einhverju leiti skárri samningi. 

En, þó þeir hafi tekið undir grátkór stjórnarsinna um hve hræðilegt það væri, að Íslendingar hafi hafnað Icesave. Þá er alveg gegnsætt hvað stendur á baki afstöðu þeirra og Samfóa.

  • Án Icesave samnings engin ESB aðild.
  • En bæði Villi VSÍ og Gylfi ASÍ hafa talað fyrir ESB aðild, ásamt Samfóum.
  • Margir ESB sinnar einfaldlega líta á Icesave sem nauðsynlegann fórnarkostnað.
  • Mig grunar að sú afstaða, sé raunverulega þ.s. á baki liggur, þegar þeir tala um alvarlegar afleiðingar fyrir Ísland.
 

"Stóri óvissuþátturinn í málinu er pólitíska hliðin. Óvissan um stuðning við nýtt samkomulag setur strik í reikninginn og líklegt er að málið strandi á því, fremur en á ágreiningi milli samninganefndanna. Ljóst er að málið fer ekki fyrir Alþingi fyrr en menn eru vissir um að mikill meirihluti þingsins styðji það."

Það er merkilegt, hve ESB sinnar hafa verið pirraðir yfir því, að Icesave skuli hafa verið fellt.

Ekki er verið að ræða þá staðreynd, að ríkissjóður Íslands er nú með byrði af vaxtagjöldum upp á liðlega 16% af heildar tekjum. Sem er meir en kostar að reka skólakerfið.

Ekki er verið að ræða það, að meðan halli er á ríkisútgjöldum, þá fer það hlutfall hækkandi. Fer sennilega upp í 17% og þaðan af meira á næsta ári, ef eins og mér sýnist hagvöxtur verður nær enginn eða enginn.

Samt átti að vera í himna lagi, að láta Ísl. taka á sig cirka 33 ma.kr. á ári í vexti skv. gamla samkomulaginu. Kostnaður af vöxtum áætlaður cirka 300 ma.kr. af fjármálaráðuneyti sumarið 2009. Ok, ef fréttir eru réttar þá eru vextir lækkaðir í 2,78%. En, þetta eru algerlega óstaðfestar fréttir. 

Segjum að við séum að tala um milli 15-20 ma.kr. í árlegar vaxtagreiðslur. Berum það saman við þ.s. ríkið segir sig sjálft borga í vexti 2011. Nota tekjur ársins í ár. En, tekjur næsta árs eru óvissar meðan skuldir næsta árs eru það ekki.

 

Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010 

Tekjur vs. gjöld ísl. ríkisins í ár!

......................................................2010

Tekjur.............................................461,9

Gjöld..............................................560,7

Fjármagnskostnaður..........................75,1* (kostnaður fyrir 2011)

Vaxtagjöld vs. tekjur.........................16,26% (Skv. OECD voru þau hærri en þetta, þ.e. tæp 20%)

Gjöld+Icesave..................................23,4%* eða 20,5%** eða 19,5%***

*Er miðað v. + 33ma.kr. **Er miðað v. + 20ma.kr. ***Er miða v. + 15ma.kr.

(Bendi á að AGS lánin komast á gjalddaga eftir nokkur ár. Einnig þarf að gera ráð fyrir þeim)

 

Skal þó tekið fram að skv. gamla samningnum áttu nokkur ár að líða þar til ríkið færi að borga af með beinum hætti.

Það þarf samt að gera ráð fyrir þeim greiðslum þ.s. þær hverfa ekki heldur þarf þá að vinna að því árin á undan, að borð skapist fjárhagslega til að standa þá undir þeim í því seinna.

Að auki, að AGS lánin koma á gjalddaga einnig eftir nokkur ár. 

Það krefst þannig umtalsverðs hagvaxtar til að greiðslugeta nái að skapast. Á sama tíma fæ ég ekki betur séð en að einmitt líkleg hagvaxtar framvinda, sé afskaplega döpur næstu árin a.m.k.

Þ.e. einmitt skortur á trúverðugri greiðslugetu, sem var ein af stóru ástæðunum sem ég sá fyrir því að hafna samkomulaginu.

Ég sé ekki að væntingar um greiðslugetu hafi neitt batnað. Fremur versnað en hitt.

 

Síðan er það auðvitað réttaróvissan um það hvort við eigum yfirleitt að borga.

Álit Mishcon De Reya!

Lesið frá bls. 56 þegar þeir hefja umfjöllun um lögfræðilegan bakgrunn deilunnar.

Eins og þeir útskýra er hægt að túlka svokallaðan "Peter/Paul" dóm Evrópudómstólsins á flr. en einn veg. 

Ég hef alveg frá byrjun verið þeirrar skoðunar að það hafi verið slæm ákvörðun að tryggja innistæður hérlendis 100%. Það veiki okkar stöðu. Þ.e. þó hugsanlega verjanlegt, samt sem áður.

En hugmyndin um vörn er sú, að allar innistæður voru tryggðar hérlendis óháð því hvort þær voru í eigu ísl. ríkisborgara eða annarra. Svo mismunun var á milli svæða en ekki milli einst af mismundandi þjóðerni.

Það hefur verið einnig bent á að Bretar hafi ekki tryggt innistæður á Ermasunds eyjum, sem eru skattaparadísir. 

Okkar lagalega staða væri samt klárlega betri ef við hefðum ekki tryggt innistæður 100%. Óþarfi samt að kalla hana fyrirfram tapaða.

Það þarf einnig að hafa í huga að hér ríkti neyðarástand. Það er til neyðarréttur meira að segja innan ESB réttar. Honum er þó sjaldan beitt, eðlilega þ.s. neyðarástand hefur blessunarlega verið sjaldgæft.

Fræðilega hið minnsta, getur neyðarréttur réttlætt mismunun. Réttur þarf þá að meta aðgerðir út frá spurningum um það, hvort þær voru nauðsynlegur þáttur í því að koma í veg fyrir frekari neyð. Síðan út frá því hvort þær teljist hæfilegar miðað við ástand mála þ.e. sambærileg regla við jafnræðisregluna sem í gildi er hérlendis.

  • Punkturinn er, að það er réttaróvissa.
  • Ég tel langlíklegast að Ísl. ef dæmt til að borga myndi vera dæmt til að borga skv. 20þ. Evra viðmiðinu, enda er krafa um annað og meira umfram þ.s. gildandi lög kröfðust þá. (En krafa um e-h mun meira jafngildir greiðsluþroti en engin leið er að kreysta blóð úr steini).
  • Það að margar þjóðir hafa kosið að greiða meira en lágmarkið, getur vart skapað fordæmi þ.s. eftir allt saman, voru þær greiðslur umfram löggilt lágmark.
  • Að auki, lög ESB heimila það að sem dæmi að Bretar greiði umframtryggingu, þ.e. mismuninn sem er umfram löggilt lágmark. Þannig, að það má þá skoða þ.s. svo að greiðslur B&H umfram lágmarkið sé einfaldlega innan þess ákvæðis - (sjá directive 94/19 sbr. Annex II.).
  • Síðan að auki, myndi slíkur dómur ætíð gefa frest til greiðslu - sennilega gefa tiltekinn tíma til að semja v. Breta og Hollendinga um greiðslu tilhögun. 

 

Hafa ber þá réttaróvissu í huga vs. þá óvissu sem til staðar er um greiðslugetu Íslands.

En spár um hagvöxt eru ekki hagvöxtur í hendi.

Það verður að skoðast sem svo, að óvissa sé um efnahagslega framvindu:

  • Enn er Búðarhálsvirkjun ekki fjármögnuð.
  • Að öðru leiti, er einungis verið nú að tala um framkv. sem lífeyrissjóðir eiga að standa í:
  1. Tollvegur um Suðurland, sem sunnlendingar eru ekki beint að taka fagnandi.
  2. Fullkomlega óþarft risasjúkrahús í Vatnsmýrinni. En, mér hefur verið sagt af lækni, að lagfæringar á húsum kosti vart meir en 10% af þeim tilkostnaði. Þó það væri 20%. Meira gagn væri af nýjum tækjum ef einhver peningur er raunverulega til.
  3. Þetta kemur ofan í það að sjóðirnir hafa: lánað ríkinu fyrir hallanum síðan eftir hrun, hafa keypt fyrir milljarða tugi bréf Íbúðalánasjóðs sem voru í eigu banka erlendis, hafa keypt gjaldþrota fyrirtæki fyrir tugi milljarða.
  • Mér sýnist eins og að sjóðirnir eigi að gera allt. En, á sama tíma ríkir ördeyða meðal almennings og fyrirtækja. Sjóðirnir eru ekkert endalausir.
  • En, með liðlega helming fyrirtækja í vanskilum, þriðjung þeirra með neikvæða eiginfjárstöðu. Stöðu almennings þannig, að 48þ. töldu sig tilneydda til að taka úr lífeyrissparnað, til að ná endum saman. Þá er útlitið mjög stöðnunarlegt.
  • Það gefur ekki góðar vonir um fjárhag ríkissjóðs. En, eftir nokkur ár þarf að hefja greiðslur af AGS lánunum. Ef það fer svo saman við Icesave greiðslur.

 

Niðurstaða

Ég veit, að þ.e. tíðrætt að staðan hér sé betri en menn áttu von á. En þetta tal er villandi. Ég bendi á, að skv. Spá ASÍ þá er lækkun atvinnuleysis í 7,1% því að þakka eða kenna, að fækkað hefur á vinnumarkaði. Ekki sé um fjölgun starfa. Þetta sé þvert á móti kreppueinkenni.

Efnahagsleg framvinda, er þvert á móti líkleg til að vera afskaplega döpur - nema e-h stórt breytist. Ég er þeirrar skoðunar, að greiðslugeta ríkisins sé einfaldlega ekki til staðar fyrir Icesave - þegar haft er í huga að eftir er að greiða af AGS lánunum.

Það eitt er næg ástæða hvað mig varðar, til að halda áfram að íta málinu á undan okkur. En, ég er þess fullviss, að þ.e. ekki Icesave sem heldur aftur af getu okkar til að afla Íslandi lána almennt séð, heldur séð það augljós greiðsluvandræði ríkisins.

Ég er búinn að vera þeirrar skoðunar alla tíð síðan 2009, að Ísland þurfi nauðasamninga við kröfuhafa - ekki bara um Icesave ef þ.e. svo að semja þurfi um það.

Ég hef ekki séð síðan þá neina ástæðu til að skipta um skoðun síðan.

En, ég mynni á, það þarf að semja við eigendur krónubréfa. Reyndar skil ég alls ekki af hverju það hefur ekki sjáanlega verið reynt. En, af hverju ekki að bjóða þeim að greiða þeim út t.d. helminginn strax og restina á nokkrum árum? Möguleikinn að losna við höftin með minni tilkostnaði.

Síðan eru það allir bankarnir sem ríkið skuldar. En, ríkið þarf mjög á því að halda, að frá lengingu lána þ.s. megnið af skuldum ríkisins komu til í kringum hrunið, og þau lán eru flest mjög óhagstæð. Það eitt að lengja í lánum myndi bæta ástandið verulega þ.e. dreifa álaginu á fleiri ár.

Ef ég væri ríkið - þá myndi ég líta á þ.s. forgangs mál nr.1 að semja við krónubréfa hafa - svo hægt væri að afnema höftin sem allra, allra fyrst sem lið í því að skapa hagvöxt.

Icesave væri ekki í forgangi fyrr en eftir að dómur hefði fallið - og þá væru höftin væntanlega farin, svo sú hindrun framgangs efnahagslífsins sem þau eru, væri þá fyrir bý. Þá er hugsanl. að framvinda efnahags mála geti skánað nokkuð - hver veit, þá kannski jafnvel væri hægt að sjá fram á að eiga bæði efni á Icesave og AGS lánunum.

En, ef framvindan heldur áfram að vera slök - þá verður mjög erfitt að forðast greiðsluþrot gagnvart útlöndum, - þ.e. þ.s. við stöndum frammi fyrir, ef ekki tekst að snúa efnahags spíralnum við.

 

Kv.


Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings fjölskyldnanna í landinu, fela í sér glatað tækifæri til þess að koma hjólum atvinnulífsins af stað!

Það sem ég vísa til, er að ég sé þess ekki merki að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar, fjármálastofnana og lífeyrissjóða; sé losað um fjármagn með þeim hætti sem geti gagnast atvinnulífinu.

  • En, sú aðgerð sem ég tel að rétt að fara, er sú aðgerð að lækka vexti verðtryggrða Íbúðaveðlána niður í 3%.
  • Sú aðgerð hefði einmitt, losað um fjármagn í hagkerfinu - þ.e. með lækkun vaxtagjalda.
-----------------------------sjá eldri færslu:Leita þarf varanlegra lausna!

Hugmyndir Ottó Biering Ottósonar hagfræðings: Þetta kom fram í grein á bls. 14 í Morgunblaðinu þann 15.10.2010.

En hann bendir á ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna þ.e. krafan þess efnis að þeir séu ávaxtaðir skv. 3,5%.

  • Vandi sé að þetta 3,5% raunvaxtaviðmið setji gólf á raunvexti í þjóðfélaginu - þar á meðal fyrir Íbúðalánasjóð.
  • Lífeyrissjóðirnir séu bundnir af því að fjárfesta einungis í þáttum sem gefa ekki minna en 3,5% raunvexti.
  • En, þegar kemur að því að þeir láni sjálfir, þá séu þeir einnig bundnir af þessu viðmiði - þeir þurfi einnig vaxtamun, svo útkoman er að verðtryggð lífeyrissjóðs lán beri um 5% raunvexti.
  • Ottó B. Ottóson, vill lækka raunvaxtaviðmið fyrir sjóðina í 2,2% - þannig að þeir geti lækkað vexti á lánum til lánþega í 3%.
  • Hann telur heildarupphæð innlendra íbúðalána vera 1200 milljarðar - þar af 770 í eigu Íbúðalánasjóðs. Meðalvextir þessara lána séu 4,8%.
  1. Vaxtabyrði 40 ára verðtryggðs láns sem tekið var í ársbyrjun 2005 myndi lækka um 37% og greiðslubyrði um 27%. Engu öðru sé breytt um lánið en vöxtunum.
  2. Sé viðbótar úrræðum bætt við eins og "Aðlögun skulda að eignastöðu" yrði lækkun greiðslubyrði enn stærri sbr. veðsetning orðin 150% - sama lán og áðan - veðsetning færð í 110%, þá myndi lækkun vaxta í 3% fela í sér lækkun greiðslubyrði um 47%.

Að hans mati er kostnaðurinn við þessa aðgerð þ.e. lækkun vaxta íbúðalána í 3% óverulegur, þ.e. cirka 22 milljarðar á fyrsta ári, 14 milljarðar af því beri Íbúðalánasjóður.

Lægri fjármögnunarkostnaður muni koma á móti og síðan lækki hann smám saman eftir því sem árin líða og greiðslur af lánum skila sér inn.

Þessar aðgerðir ættu að hafa jákvæð áhrif á greiðslugetu fólks, aukið kaupmátt þess. Það myndi síðan skila sér til hagkerfisins og aukning umsvifa í hagkerfinu, skila sér í aukningu veltuskatta fyrir ríkissjóð. Ríkið hefði þá vel efni á að rétta Íbúðalánasjóð af vegna þess taps er hann verður fyrir. Jafnframt ætti lægri fjármögnunar kostnaður að auka fjárfestingu. 

-----------------------------

Hans mat á kostnaði er til muna lægra en mat svokallaðrar sérfræðinga nefndar, sem felldi eftirfarandi mat: Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavandann

Lækkun vaxta á fasteignalánum í 3%: Lækkun vaxta af húsnæðislánum myndi hafa í för með sér að heimilum í greiðsluvanda myndi fækka um 2.600 eða 36,3%. Metið á fráviksdæminu með hærra neysluviðmið myndi heimilum í geiðsluvanda fækka enn meira eða um 3.770 sem er 35,3% af heimilum í greiðsluvanda með þessari viðmiðun. Miðað við að verðtryggð fasteignalán séu um 1240 milljarðar króna kostar þessi leið lánveitendur um 250 milljarða króna.

Það er sem sagt 10-faldur munur á mati hans og þeirra á kostnaði. Verið getur, að sérfræðinganefnd meti ekki til kostnaðarlækkunar, ímsan ávinning sem væntanlega kemur á móti fyrir tilstuðlan aðgerðarinnar.

Þetta er sem sagt leiðin sem ég vil láta fara - þ.e. lækkun vaxta verðtryggðra fasteigna veðlána í 3%.

Ég tel mjög margvíslegann ávinning vera af þeirri leið, sbr. færsla:

Lífeyrissjóðir halda uppi vöxtum í þjóðfélaginu!

 

Ég geng reyndar svo langt, að halda því fram, að þetta sé ein meginforsenda efnahagslegrar viðreisnar Íslands - að án þess að stíga þau skref, verði vart af henni!

  • Efnahagsleg viðreistn er eftir allt saman, forsenda þess að hægt verði að endurreisa fjárhag heimilanna og fyrirtækjanna.
  • Reyndar, þá markast aðgerða pakki ríkisstjórnarinnar mikið til af því, að hann sé biðleikur - ætlað að brúa bil, þar til að hagvöxtur tekur við, og skapar forsendur fyrir því að láta af þeim aðgerðum.
  • En, hagvöxtur er langt í frá sjálfsagður hlutur - þvert á móti þarf að skapa forsendur svo af honum verði.
  • Einmitt þess vegna, legg ég svo mikla áherslu á þessa vaxtalækkunar hugmynd!
  • Ég met það svo, að það sé ríkinu í hag, að veðja á hagvöxt þó svo það kosti hugsanlega e-h meir, en þær aðgerði sem ríkisstj. var nú að kynna.
  • En, ég get ekki séð þess nokkur merki, að þær hjálpi til að skapa forsendur til hagvaxtar.
  • Þvert á móti, virðast þær eingöngu vera ætlað að taka af verstu neyðina - en slík aðgerð skapar ekkert svigrúm sem hægt er að nýta í annað. Slík aðgerð eingöngu skapar möguleika fyrir fólk að tóra rétt svo.
  • En, einmitt með því að takmarka aðgerðir við þetta, þá hafnar ríkisstj. því að stíga stærra skref sem raunverulega hefði getað, hjálpað þeim viðsnúningi að fara af stað, sem einmitt á endanum á að skapa svigrúm til að neyðar aðgerðir taki enda.
  • En, ég get ekki séð betur, að enn séu stjv. að vanmeta ástandið. Þau, reikni með hagvexti án þess að skapa forsendur. Þannig, séu væntingar þeirra bjartari um framvindu en efni standi til.
  • Ég segi á móti, ef forsendur vaxtar eru ekki skapaðar, er mun líklegra að stöðnun haldi áfram. En, þ.e. einmitt rökrétt útkoma þess, að miða aðgerðir við það að almenningur rétt tóri, þ.s. ekkert svigrúm er fyrir hendi þar umfram.

 

--------------------------

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu heimila

1. Aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila.
A. Aðlögun íbúðaskulda að verðmæti veðsettrar eignar og greiðslugetu. Til að flýta fyrir óhjákvæmilegri aðlögun áhvílandi veðskulda á íbúðarhúsnæði landsmanna að verðmæti eignanna og greiðslugetu skuldara verður boðið upp á hraðari úrlausn skv. því sem hér segir:

Séu áhvílandi íbúðarskuldir að endurmetnum gengisbundum lánum umtalsvert hærri en nemur verðmæti veðsettrar eignar býðst skuldara að fá eftirstöðvar láns færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar, enda uppfylli hann önnur skilyrði þessa úrræðis. Verðmæti fasteignar miðast við fasteignamat, eða markaðsverð, hvort heldur er hærra. Íbúðaskuldir skv. þessu teljast fasteignaveðlán sem sannarlega voru tekin til öflunar húsnæðis til eigin nota og uppfylla skilyrði um vaxtabætur. Þá er tilskilið að greiðslubyrði vegna íbúðalána umsækjanda skv. upphaflegum skilmálum láns sé yfir 20% af tekjum (tekjuskattstofn að viðbættum fjármagnstekjum) fyrir skatta á árinu 2010 eftir því sem nánar verður kveðið á um í verklagsreglum.

Lækkun veðskulda skv. þessu úrræði getur numið allt að 4 m.kr. hjá einstaklingi og 7 m.kr. hjá hjónum/sambýlisfólki og einstæðum foreldrum og verði afgreidd á grundvelli umsóknar og upplýsinga skuldara um eignir, skuldir og tekjur. Umsókn verði afgreidd með hliðsjón af nýjasta skattframtali, nema tilefni sé til frekari könnunar. Í umsókn komi fram að ekki sé um aðrar aðfararhæfar eignir að ræða. Að því marki sem eignir eru umfram þau mörk, þá draga þær úr lækkun skv. þessu úrræði. Reynist upplýsingar sem liggja til grundvallar niðurfellingu skulda rangar er eftirgjöfin riftanleg.

Frekari niðurfærsla óinnheimtanlegra skulda umfram ofantalin mörk, þ.e. 4 m.kr. eða 7
m.kr., kemur til álita á grundvelli ítarlegrar könnunar á eignastöðu skuldara og mati á
greiðslugetu hans í samræmi við verklagsregur um sértæka skuldaaðlögun. Almennt verða þó skuldir ekki færðar niður um meira en 15 m.kr. hjá einhleypum og 30 m.kr. hjá
hjónum/sambýlisfólki og einstæðum foreldrum.


Framangreind vinnuregla endurspeglar það mat, að skuldir langt umfram eignir og
greiðslugetu séu í höfuðdráttum óinnheimtanlegar. Því sé það jafnt í þágu kröfuhafa,
skuldara og samfélags að raungera þá staðreynd án milligöngu dómstóla. Þessi
niðurfelling stendur skuldurum til boða til 1. júlí 2011. Þegar upphæðamörk koma til
skoðunar skal tekið tillit til fyrri niðurfellinga.

--------------------------

Því er haldið fram af talsmönnum banka, að með þessu sé allt svigrúm banka til að koma til móts við skuldara nýtt skv. þeirra mati 90 ma.kr. 

  • En, ég get alls ekki séð, að þetta í reynd kosti fjármála fyrirtækin eina einustu krónu.
  • Þ.e. einfalt að sjá hvaðan hagnaður bankanna er fenginn.

 

Eftirfarandi er tekið beint af vef Seðlabankans:

Fjármálastöðugleiki 2010/2

  1. "Samanlögð arðsemi eigin fjár samstæðna stærstu viðskiptabanka nam um 16% á fyrri árshelmingi 2010." -
  2. "Á tímabilinu voru umtalsverðar tekjur af metinni virðishækkun útlánasafnsins sem nýju bankarnir tóku yfir af þeim gömlu. Samanlögð tekjufærsla viðskiptabankanna vegna metinnar virðishækkunar yfirtekinna útlána nam þannig 33 ma.kr. eða 33% af hreinum rekstrartekjum." - bls. 11.
  • Takið eftir, 33% af hreinum rekstrartekjum kom ekki fyrir nokkurn annan hlut en þann, að þeir fengu lánin færð yfir á segjum 75% og ákveða að rukka 100%. Mismuninn kalla þeir tekjur.
  • Hagnaðar hlutfall var 16% á fyrri hl. 2010 sem segir, að ef þú dregur frá þessi 33% að allur hagnaðurinn og gott betur, sé búinn til með þessari hópus pókus aðferð.

Svo, þetta eru ekki peningar sem bankarnir eru að tapa - heldur eru þeir með því að gefa eftir uppreiknaðar skuldir skv. því virði sem þeir ætla sér að rukka inn - einungis að minnka þann gróða sem þeir reikna með að fá með því að rukka hærra fyrir lánin en það virði sem þeir fengu þau á.

Svo lengi, sem andvirði það sem þeir eru að rukka inn, er ennþá yfir því andvirði sem þeir fengu lánið á þegar lánin voru færð yfir til þeirra á stórum afslætti, frá þrotabúum gömlu bankanna. Þá eru þeir enn í gróða.

Þannig, að meðan þeir eru enn í nettó hagnaði, þ.e. þó þeir gefi eftir af fyllstu kröfum, en eru enn að rukka meir en það andvirði sem þeir fengu lánin á; þá er þetta ekki raunveruleg tap. 

Því er sú framsetning, að bankarnir séu að tapa þarna stórfé - og það reiknaða tap er reiknað inn sem kostnaður, skv. tölum ríkisstjórnarinnar um heildar kostnað við aðgerðir; í besta falli afskaplega ósanngjörn - eða stórlega villandi!

 

Í öðru lagi, þá er húsnæðisverð enn að lækka. Ég velti fyrir mér, hvað mun gerast á næsta ári, þegar eftir lækkanir þess árs, skuldarar verða aftur komnir í 120-130% veðhlutfall, þrátt fyrir aðgerðir þessar - sem að sögn Jóhönnu eru loka aðgerðir!

 

Varðandi kostnað Lífeyrissjóðanna. Skv. frétt RÚV talar talsmaður lífeyrissjóða um 10-15 ma.kr. kostnað.

  1. "Hann segir að miðað við það sem hafi verið lagt fram í dag þá sé ekki vitað nákvæmlega hver heildarútgjöldin verði, en það sé talið að þau geti legið á bilinu 10-15 milljarðar króna."
  2. "Einnig verði að hafa í huga að ef ekkert hefði verið að gert þá hefði verulegur kostnaður fallið á sjóðina."
  3. "Þó vanskil séu kannski lítil í dag þá hafi þau heldur verið að aukast, og að með þessum aðgerðum sé verið að slá á það."
  4. "Hann segir því hafa verið haldið mjög vel til haga að lífeyrissjóðirnir séu ekki að falla frá kröfum sem hefðu verið innheimtanlegar."

Hann segir sem sagt, að aðgerðin spari sjóðunum peninga.

Síðan, að þeir afskrifi ekkert umfram þ.s. þeir hefðu afskrifað hvort sem er.

 

-------------------------- 

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu heimila
B. Sértæk skuldaaðlögun
Við þær aðstæður að hraðvirkari aðgerðir skv. A lið þessa kafla dugi ekki til að leysa úr málum vegna skorts á greiðslugetu til að fá staðið straum af skuldbindingum af veðsettri fasteign er miðað við að beitt verði sértækri skuldaaðlögun skv. samkomulagi banka og lífeyrissjóða frá 30. okt. 2009 og í samræmi við lög 107/2009. Efni þess samkomulags breytist þó þannig að við skuldaaðlögun, sem miðar að því að færa húsnæðislán að greiðslugetu lántaka, verði miðað við lán sem svara til 70% til 100% af verðmæti fasteignar miðað við fasteignamat, eða markaðsverð, hvort heldur er hærra. Mismunur á því sem skuldari getur greitt af og fyrrgreindum efri mörkum er fært á biðlán til þriggja ára og er það óverðtryggt og án vaxta. Ráði skuldari ekki við að greiða af biðláninu að þremur árum liðnum þarf að leita annarra ráða t.d. með því að endursemja eða að skuldari minnki við sig húsnæði.

-------------------------- 

 

Þetta er ekki stór breyting. Lækkun er miðuð við útreikning á greiðslugetu - en má nú miða við lægra veðhlutfall en áður sbr. kvartanir um að sumir ráði ekki við 90% hlutfall sem var fyrra lágmark. 

Hugsunin er að fólk tóri - sem per se, er jákvæð hugsun.

Með þessu er ekki verið að gefa eftir neitt umfram þ.s. klárlega er hvort sem er óinnheimtanlegt.

Upphæðin á biðreikningi, er ekki gefin eftir. Það eina sem er gefið, eru vextirnir á þeirri upphæð. Svo, skuldari þarf að flytja þá eftir 3. ár, væntanlega að borga með söluandvirði íbúðar - vonandi á viðkomandi þá enn nóg fyrir annarri smærri íbúð.

 

-------------------------- 

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu heimila

C. Sjálfskuldábyrgðir
Sjálfskuldarábyrgðir umfram eignastöðu og/eða greiðslugetu ábyrgðarmanns verða felldar
niður. Við mat á greiðslugetu skal gera ráð fyrir að skuld vegna sjálfskuldarábyrgðar
greiðist að fullu á þremur árum. Í þeim tilvikum sem eignastaða er umfram það sem
greiðslugeta leyfir, verður sjálfskuldarábyrgð ekki innheimt hjá ábyrgðarmanni á
skuldaaðlögunartímabili.

--------------------------  

 

Þarna er verið að milda höggið af nýlegum dómi Hæstaréttar. En, skv. honum þá er kröfuhöfum heimilt að ganga að ábyrgðarmönnum, þó skuldari hafi gengið í gegnum fyrrgreint greiðsluaðlögunar ferli, til að innheimta inn þ.s. er mismunur kröfu og þess sem skuldari getur greitt.

Þarna er raunverulega búið til greiðsluaðlögun fyrir ábyrgðamenn. En takið eftir að það miðast ekki við 70% eða 90% heldur 100% hlutfall af eign ábyrgðarmanns - með þó greiðslugetu sem takmarkandi þátt á móti.

Ríkisstj. þarf þó að skýra betur, hvað við tekur eftir þessi 3. viðmiðunar ár!

 

-------------------------- 

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu heimila 
D. Lánsveð
Ekki verður gengið að lánsveði á tímabili sértækrar skuldaaðlögunar. Innheimta láns sem
tryggt er með veði í fasteign þriðja manns, lánsveð, takmarkast við greiðslugetu eigenda
veðsins og verði fullnustu ekki leitað þar til eign er seld, sé greiðslugeta ekki fyrir hendi.
Veðið stendur þá áfram til tryggingar kröfunni með verðbótum og vöxtum.

--------------------------

 

Þarna kemur annað vandræða mál tengt greiðslu aðlögunar ferlinu, þ.e. skv. dómi er nú einnig hægt að krefjast nauðungarsölu þeirrar eignar, sem ábyrgðar aðili hefur haft sem veð fyrir hugsanlegri kröfu. 

Þarna kemur ekki fram hvaða frest skal gefa, svo sá sem fyrir verður, geti náð að selja sína eign fyrir skuld.


--------------------------

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu heimila

4. Vaxtabætur
Ríkisstjórnin mun viðhalda sérstakri hækkun vaxtabóta sem verið hefur við lýði á árunum
2009 og 2010. Jafnframt verður gerð breyting á almennum vaxtabótum þannig að þær
komi í auknum mæli til móts við heimili með þunga skuldabyrði og lágar tekjur, sbr.
einnig lið 5 um vaxtaniðurgreiðslur.

--------------------------

 

Þetta ku kosta ríkissjóð 2 ma.kr. þ.e. á ári svo lengi sem þessur er viðhaldið.

 

--------------------------


Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu heimila

5. Ný tegund vaxtaniðurgreiðslu
Ríkisstjórnin mun í samstarfi við aðila þessarar yfirlýsingar leita leiða til að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir fjármagni nýja tegund tímabundinnar vaxtaniðurgreiðslu. Um er að ræða niðurgreiðslu vaxta í gegnum vaxtabótakerfið. Niðurgreiðslan er almenn og óháð tekjum, en fellur niður þegar hrein eign skuldara er umfram tiltekin mörk. Reiknað er með að útgjöld vegna þessa úrræðis verði allt að 6
milljarðar króna á ári og verði í gildi árin 2011 og 2012.

--------------------------

 

Segjum þetta kosti 6 ma.kr. eins og þarna kemur fram.

Þarna kemur ekki fram hver skipting kostnaðar er - en miðað við þessa framsetningu kostar þetta ríkið ekki krónu!

Þetta á greinilega að fækka þeim sem ekki geta staðið í skilum - sem er góður hlutur út af fyrir sig.

Þetta á einungis að standa yfir í 2 ár - og klárlega veðjað á hagvöxt eftir það.

 

--------------------------

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu heimila

7. Húsnæðismál
Þrátt fyrir víðtækar aðgerðir er viðbúið að lánveitendur þurfi að leysa til sín íbúðarhúsnæði. Lánveitendur eiga aðild að nefnd félags- og tryggingamálaráðherra um lausnir í húsnæðismálum. Lánveitendur munu vinna með ríki, sveitarfélögum og félagasamtökum við að koma á fót fjölbreyttum húsnæðislausnum í samræmi við niðurstöður nefndarinnar.


Lífeyrissjóðir leitist við að greiða götu félagslegra úrræða í húsnæðismálum með kaupum á sérstökum flokki íbúðabréfa sem Íbúðalánasjóður mun bjóða út á lægstu mögulegum vöxtum. Fjárhæð útboðsins mun ráðast af stefnumörkun nefndar félags- og tryggingamálaráðherra og mati nefndarinnar á fjárþörf. Andvirði bréfanna yrði notað til að endurfjármagna útistandandi félagsleg leiguíbúðarlán, fjármagna ný slík lán og fjármagna búseturréttarkerfi.

--------------------------

 

Þarna virðist sem að ríkisstj. sé að fá sjóðina til að fjármagna styrkingu fjárhags Íbúðalánasjóðs, svo hann geti beitt sér í því að nýta þær eignir sem hann ræður yfir, til að auka við félagleg leigu úrræði á húsnæði.

Út af fyrir sig lofsvert framtak - en ríkisstj. virðist ekki ætla að verja til þess nokkru fé af fjárlögum.

 

--------------------------


Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu heimila

8. Framlag til húsaleigubóta
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að framlög ríkisins til húsaleigubóta verði ekki skert
á næsta ári. Einstakir liðir í viljayfirlýsingu þessari kalla á frekari útfærslu í samstarfi aðila. Að þeirri
vinnu lokinni verður formlegt samkomulag stjórnvalda og þeirra lánveitenda sem að þessu
koma undirritað.
Reykjavík, 3. desember 2010

-------------------------- 

Ég fæ ekki betur séð - en að þetta sé allur kostnaður ríkisins af aðgerðunum, þ.e. 2 ma.kr. á ári.

  • Kostnað bankanna tel ég engan af niðurfellingu skulda frá því sem þeir gera kröfu um - sjóðirnir meta sinn kostnað 10-15 ma.kr. En þeir fengu engin lán yfirfærð gagnvart afslætti.
  • Ef kostnaður af viðbótar vaxtabótum skiptist jafnt milli banka og sjóðanna, þá er kostnaður bankanna 3 ma.kr.

Samanlagt því kostnaður: 15 - 20 ma.kr.

 

Niðurstaða

Með miklu "fanfare" og lúðrablæstri kynnti Jóhanna Sigurðar aðgerðir, sem mér sýnist vera mýfluga fremur en fíll. 

Kostnaður leggst fyrst og fremst á lífeyrissjóðina. Einungis um 2 ma.kr. virðast leggjast á ríkið - en ríkið einungis skuldbindur sig til að bera þann kostnað í 1 ár.

Sjóðirnir samt í reynd tapa nær engu á þessu, þ.s. þetta skiptist í niðurfellingu á því sem hvort eð er, þeir myndu ekki geta innheimt annars vegar og hins vegar í það að þeir leggja fram fjármagn. Það verður nýtt til að létta tímabundið undir með skuldurum, sem ef veðmálið um hagvöxt gengur upp, kemur í veg fyrir gjaldþrot og lánatöp - sem þá kemur á móti tilkostnaði.

Það fé sem þeir lána ríkinu, fá þeir endurgreitt með vöxtum - svo þær lánveitingar eru ekki kostnaður.

------------------------

En, þ.e. einmitt vandinn við það, að velja aðgerðir sem valda litlum tilkostnaði - að þær þá skila ekki sér til atvinnulífsins.

En eins og ég sagði, aðgerðirnar markast af því að bjarga neyð. Sem er jákvætt per se.

En, það að bjarga fólki frá því að missa allt sitt yfir í það ástand að rétt skrimta, það skapar ekki neitt viðbótar svigrúm fyrir hagvöxt.

Sá sem rétt skrimtir - hann endurnýjar ekki bílinn sinn, sjónvarpið sitt, tölvuna sína. Né fer hann að verja fé í endurbætur á sínu húsi. Ekki heldur, getur sá keypt hlutafé eða varið fjármagni til að starta atvinnurekstri.

  • En þ.e. einmitt þetta sem vantar - þ.e. að losa um fé innan hagkerfisins, svo einstaklingar geti farið að fjárfesta í einhverju nýju!
  • Að auki, þá skilar vaxtalækkun sér í því, að líkur aukast á því að fjárfesting beri sig.

Vaxtalækkun skilar sér þannig 2-falt! Glatað tækifæri.

Ég er hræddur um, að efnahags framvinda næsta árs muni valda vonbrigðum - því ég sé ekkert í kortunum sem ætti að skapa hagvöxt, ekki hið minnsta þegar einkahagkerfið er skoðað eða hugsanlegt framlag almennings.

Það eina sem ríkisstj. virðist detta í hug - er framlag lífeyrissjóðanna!

Hversu fljótt verða þeir uppurnir, ef áfram verður haldið að ausa úr þeim í hundruð milljarða á ári?

En, engin sérstök teikn eru um að það skáni ástandið í einkahagkerfinu, eða hjá almenningi - hvort sem horft er til skamms tíma eða lengra fram.

En, með helming fyrirtækja með lán í vanskilum - þriðjung með neikvæða eiginfjárstöðu ásamt því að tugir þúsunda almennings eru í skuldavandræðum; bendir ekki til þess að umskipti muni eiga sér stað í neinni náinni framtíð, nema aðgerðir komi til sem skapi það svigrúm!

Þ.e. einmitt grunn punkturinn - að skapa það svigrúm. Það er engin augljós ástæða þess, að það skapi sig sjálft - þ.e. núverandi ástand bendir til áframhaldandi stöðnunar fremur en hitt!

Til að framkalla aðra framvindu - þarf aðgerðir og það öflugar! Ekki þessa mýflugumyndar aðgerðir.

 

Kv.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband