Árið 2009, ár tálsýna. Árið 2010 þ.s. tálsýnirnar hrynja?

Við heyrðum í forsætisráðherra og fjármálaráðherra, spá því að árið 2010 verði ár nýrra vona, ár uppbyggingar, árið þ.s. hagvöxtur hefst, þ.s. öllum verði ljóst að leiðin úr ógöngunum er greið.

En, er það svo?

  • Er ekki enn svo, að 20% húsnæðiseigenda er þegar með neikvæða eiginfjárstöðu, og skv. spá Seðló, sem ég tel of bjartsýna, fer fjöldi þeirra í 40% fyrir árslok 2010?
  • Er ekki enn svo, að milli 60-70% fyrirtækja, eru með skuldastöðu er telst skv. viðmiðunum AGS ósjálfbær?
  • Er ekki enn svo, að landið er rekið með miklum halla, þ.s. þrátt fyrir hagnað af vöruskiptum er byrðin af erlendum skuldbindingum slík, að landið stefnir hraðbyri í gjaldþrot. Við getum ekki borgað af skuldum, ekki einu sinni af vöxtum; skuldirnar hrannast upp.
  • Framhjá þessum hamravegg vandamála, er algerlega litið, einnig því að þúsundir fjölskyldna, standa frammi fyrir því, að selt verður ofan af þeim á fyrri hluta árs. Ekkert vandamál, hefur í reynd verið leist, en öllum ítt áfram.
------------------------------------------------------------------ Spá mín fyrir 2010, án ábyrgðar.

Árið 2009, var ár tálsýna, en 2010 var árið þ.s. raunveruleikinn kom fram, ár hins mikla uppgjörs, árið þ.s. tálsýnirnar hrundu:

  • Við lok árs 2009, tókst stjórnvöldum að blekkja marga, og hilma yfir þeirri staðreynd, að bankarnir  voru enn þeir veikustu í heimi, og hin svokallaða endurreisn þeirra á brauðfótum byggð. Á árinu 2009 hafði ríkið lagt Landsbanka í hendur skuldabréf á sjálft ríkið og kallaði það nýtt hlutafé. Ekki ein einasta króna var lögð inn í raunverulegum peningum, heldur einungis skuldabréf upp á háa fjárhæð, en vitað er að bankanum var bannað að selja það gegn raunverulegum peningum. Síðan var þeirri fjarstæðu haldið fram, og margir henni trúðu, að með því að ríkið samdi við sjálft sig, þ.e. ráðuneyti og Fjármálaeftirlitið, um að bankanir færu til baka yfir til þrotabúanna þaðan sem þeim hafði verið bjargað við lok árs 2008 og það var þá kölluð björgun, væri allt í einu orðnir til bankar í eigu erlendra hluthafa. En ryki var skotið yfir, að þá voru þeir einungis komnir til baka þangað sem þeir voru, en sem eign í þrotabúi lúta þeir einungis sömu lögmálum og hver sú önnur eign í þrotabúi. Þetta var kallað að koma bönkunum á fastan og traustan grundvöll. En, eins og er með aðrar eignir þrotabúa, þá skýrist staða þeirra ekki fyrr en uppgjöri þotabús er lokið, þ.e. eftir 2 - 3 ár frá lokum árs 2009. Að sjálfsögðu, bera kröfuhafar í þrotabúi enga beina ábyrgð, fjárhagslega né aðra, á eignum sem eru í þrotabúi. Þeir einungis hafa kröfur til þeirra. Þessari blekkingu tókst að viðhalda langt fram eftir árinu 2010, en áður en því var lokið kom í ljós að með þessu hafði engum traustum grundvelli verið á komið.

Árið 2010 var árið þ.s. bankarnir urðu gjaldþrota á nýjan leik - alli 3., en í þetta sinn tókst ríkinu ekki að verja innistæður. 

  • Við lok árs 2009, var staðan sú, að milli 60-70% fyrirtækja var með skuldir sem töldust ósjálfbærar, þ.e.að skuldabagginn væri slíkur að líkur á gjaldþroti væru háar.

Á árinu 2010, fór megnið af þeim fyrirtækjum í þrot, og atvinnuleysi rúmlega 2. faldaðist.

  • Við lok árs 2009 var staðan sú, að um 20% húsnæðiseigenda, var með neikvæða eiginfjárstöðu, þ.e. skuldir yfir eignum. Á árinu 2010 fór fjöldi þeirra upp í milli 50-60%, og ríkinu tókst ekki að bjarga því að þúsundum fjölskyldna var hent úr húsnæði sínu. Þetta vandamál, var þ.s. startaði fjöldamótmælum á ný, síðla sumars 2010. Urðu þau, enn hatrammari en áður. Þau náðu svo hámarki um miðjan September það ár, með Gúttóslag 2, eins og hann síðan var kallaður í mynningu Gúttóslags hins fyrri.

En, í Gúttóslag hinum seinni, varð almenn uppreisn borgara landsins. Alþingi og Stjórnarráðið var tekið af almenningi, ríkisstjórninni og stjórnmálastétt landsins steypt af stóli.

Eftir mjög alvarlega krísu, seinni hluta árs 2010 - þá verstu í sögu þjóðarinnar - náðist samkomulag, og utanþingsstjórn var skipuð.

Þingheimur allur samþykkti, að taka sér frí í heilt ár, svo að utanþingsstjórn fengi að stjórna með bráðabyrgðalögum. 

Þegar þarna er komið svið sögu, er landið orðið greiðsluþrota; og við tekur tímabil sem seinna meir var kallað, áratugurinn hinn dökki.

Þegar utanþingsstjórn tók við, hættu fjöldamótmæli á ný. Hún var siðar meir, kölluð ríkisstjórn byltingar, en hún innleiddi marga nýstárlega stjórnarhætti, þar á meðal beint lýðræðis fyrirkomulag að svissneksri fyrirmynd. Einnig, voru framkvæmdar miklar hreinsanir, á fúnum viðum ríkiskerfisins - margt lagt niður og annað endurskipulagt, - - að þessu loknu, var stofnað þ.s. eftir það, hefur verið kallað: Annað lýðveldið.

-------------------------------------

Þetta er í raun og veru bara ímynduð sýn. En, hið góða ástand, sem nú er sagt ríkja, er einungis tálsýn, og þ.e. alls ekki framundan á því ári sem er að koma, uppbygging og fagrar vonir. Þessu ári, hlýtur að lkjúka með brambolti. Veit ekki akkúrat hverju, en stórt verður það

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband