Lazarus þjóða - Íslendingar

Jæja góðir hálsar, nú er Alþingi búið að samþykkja þessa ógnarsamninga, eins og einn þingmaður Samfó komst nærri orði, að Íslendingum hefði orðið á og nú þyrftu þeir að borga syndir sínar.

Svo alvarlega eru syndir vorar, að einu virðist skipta að þær bitna ekki aðeins á þjóðinni jafnt, þ.e. einnig börnum okkar, gamalmennum, sjúklingum, og hverjum þeim öðrum sem á bágt; heldur að auki einnig á framtíðarkynslóðum okkar, sem vart geta í nokkrum skilningi talist sekar.

Við höfum heyrt frá mörgum málsmetnum mönnum, á vinstrivængnum þar með talið hámenntuðum slíkum, því fleiri og hærri sem gráðurnar hafa verið, því heilagari hefur vandlæting þeirra hljómað, að Íslendingar væru fallin þjóð, við hefðum brotið af okkur, og til að verða góð á ný, þyrftum við að ganga í gegnum hreinsunareld, svo góðu þjóðirnar komi seinna meir til að sjá aumur á  aumingjunum okkur.

Nú lítur út fyrir að vandlætingarkórinn hafi unnið sigur, hann mun hreykja sér hátt, því héðan í frá verður allt betra, nú munu aðrar þjóðir hjálpa okku, nú verður hægt að byggja upp, betri tíð með blóm í haga - undir áframhaldandi stjórn þeirra - sé nú brátt framundan. Íslensk þjóð, geti nú horft glöð fram á við, því þó stritið verði hart í sveita síns andlits, þá verði ánægjan því meiri síðar meir, þegar við kynslóðum síðar horfum til baka og allt verður greitt upp í topp.

Því miður, verðu sennilega þá, nokkrum kynslóðum síðar, þegar við annað tveggja höfum loks greitt upp í topp eða loks verið fyrirgefið það sem eftir stóð af skuldum; orðið ansi fámennt hérna, megnið af fólkinu löngu flúið þetta strit eitthver annað, Ísland einhvers konar Írland seinni tíma er dreifði sínu fólki út um allar jarðir um miðja 19. öld í kjölfar hamfara af náttúrunnar hendi þannig að enn þann dag í dag, eru Írar færri en þeir voru þá orðnir. En, munur er þó á, að okkar hamfarir eru fyrir eigin verknað, okkar stjórnmálastéttar. 

Þetta verður, sú allra besta útkoma sem þetta lið þarna í ríkisstjórninni, getur átt von á, þ.e. ef þeim virkilega tekst að hanga á völdum næstu árin, og láta hlutina einhvern veginn ganga með harmkvælum.

Fyrst skópu hægrimenn grunnástandið er leiddi til hrunsins, eins og réttilega er bent á, en nú munu vinstrimenn að kóróna sköpunarverk hægri manna, og steypa þjóðinni í virkilega djúpan pytt.

--------------------------------------

Hitt er nefnilega miklu mun líklegra, að við horfum á gjaldþrot innan næstu 2. ára, þ.e. löngu áður en 7 ára svokallaði skjóltími er lyðinn. 

Þá munu Bretar og Hollendingar geta hyrt verðmætustu eignir ríkisins upp í skuldir, skv. ávkæðum Icesave samkomulags um veðbönd.

Þetta fólk, fyrir einhvern stórfenglegann misskilning, virðist virkilega vera haldið þeim draumórum, að þessi leið þeirra muni vera til góðs.

Mikill verður harmur Íslands, Lazarusar þjóðar, þegar gjaldþrot þessarar stefnu verður þeim sjálfum ljóst.

Eða, mun þjóðin safna í sér kjarki fyrir þann tíma, til að flykkja lyði niður í miðbæ og sópa þessu lyði út úr þinginu og stjórnarráðinu.

------------------------------------------

Kæru landsmenn, ef þ.s. gerðist í kvöld voru ekki landráð, þá kemst það þar nærri - en þá, landráð af gáleysi. Eins og einhver sagði, þau vita ekki betur. Meina vel, en saga heimsins er full af slæmum atburðum, er áttu sér stað fyrir tilverknað þeirra er í upphafi voru velmeinandi..

Nú er spurningin, mun forseti vor fylgja stjórninni að málum eða þjóðinni. Ef hann fylgir þjóðinni, mun hann og hún ná fullum sáttum á ný, en ef ekki mun hann verða óvinsælasti forseti Íslandssögunnar, sennilega gervallrar.

Nú er spurningin, hvaða orðstý vill hann taka með sér úr embætti? Því góður orðstýr deir aldrigi. En, það á einnig við slæmann.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Frekar augljóst eftir þetta KLÚÐUR að íslenska þjóðin mun ALDREI aftur gefa "vinstri mönnum tækifæri til að stýra þjóðarskútunni" - þetta mál er búið að vera svo mikið KLÚÐUR að maður er ennþá næstum því orðlaus yfir GETULEYSI t.d. Svavars Gestssonar (...ég nenni þessi ekki lengur...lol...!) - þetta vinstri drasl hefur bara ekki getu til að koma fram með SNJALLAR lausnir.  Frekar auðvelt að leika á þetta lið, enda stígur það ekki í vitið.

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 31.12.2009 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband