Yfirtaka bankanna - allt í plati, eða hvað?

Skv. atburðum undanfarinna daga, þá er sagt að nú sé búið, að koma Arion banka, yfir til kröfuhafa. Íslandsbanki, ku einnig vera í höndum kröfuhafa - en, er allt sem sýnist?

"Íslenska ríkið og skilanefnd Kaupþings, náðu samkomulagi sín á milli í gær þess efist að skilanefndin mun eignast 87% hlut í Arion banka."

  • Ég vil vekja athygli á þessu orðalagi, sem segir fullum fetum, að það sé nánar tiltekið, skilanefndin er hafi yfirtekið bankann. En skilanefndin, hefur á sinni könnu uppgjör hins hrunda Kaupþings-banka.
  • Ég vek einnig athygli á, að þegar svipað samkomulag var gert um Íslandsbanka, þá var einnig talað um samkomulag á milli skilanefndar og ríkisins, í því tilviki um að eignast 95% í þeim banka.

 

Mbl. 2. des. 2009, bls. 12: "Að sögn Steinrs Þórs Guðgeirssonar, formanns skilanefndar Kaupþings-banka, kom enginn stór ágreiningur upp í samningaviðræðunum við ríkið: "Þær voru þannig byggðar upp að menn höfðu valkosti um tvær leiðir. Það steytti ekki á neinu, menn voru bara að semja um hvort ríkið héldi bankanum eða skilanefndin tæki hann yfir..."

Þetta eru áhugaverð orð, en skv. því sem ég síðast vissi, eru skilanefndirnar skipaðar af Fjármálaeftirlitinu, sem er ríkisstofnun. Einnig, að þessi einstaklingar, sem þannig eru skipaðir, eru eftir því sem ég best veit, að fá sín laun öll borguð frá ríkisféhirði.

Með öðrum orðum, ríksstofnun (en skilanefndirnar eru ekkert annað) og starfsmenn hennar (en hvað annað eru starfsmenn þeirra annað en ríkisstarfsmenn) semja við ríkisstjórnina og starfsmenn Fjármálaráðuneytis. Endurorðað, ríkisstofnun og ríkisstarfsmenn, semja við ráðuneyti og aðra ríkisstarfsmenn.

Ríkið er greinilega mjög snjallt, við það að semja við sjálft sig.

 

  • Skv. samkomulaginu, leggi skilanefndin fram 66 milljarða til bankans, í stað 72 milljarða í ríkisskuldabréfum er ríkið hafði lagt bankanum til, sem nú séu að mestu dregin til baka; en í staðinn leggi ríkið bankanum til 25 milljarða víkjandi lán.

Ég hef lengi velt því fyrir mér, hvernig ríkið hefur farið að því, að leggja bönkunum til eigið fé. En skv. þessu, og hef ég ekki trú á öðru en að sömu aðferð hafi verið beitt í öllum skiptum, þá hefur ríkið einungis lagt bönkunum til skuldaviðurkenningar - en ríkisskuldabréf eru ekkert annað. Með öðrum orðum, ekkert raunverulegt fjármagn. En, verðgildi slíkra pappíra, fer algerlega eftir getu ríkisins, til að standa við sínar skuldir - almennt. Skuldabréf, eru einfaldlega prentuð á þar til gerð eyðublöð og undirrituð af þeim, sem rétt hafa til þess að skuldbinda ríkið - - og abadra kadabra, skuldbindingin er orðin til.

Þ.e. að sjálfu sér ekkert athugavert við þetta form, þ.e. skuldabréf. En, þessi aðferð fól ekki í sér, að búið væri til neitt nýtt fjármagn. En, ríkið getur aflað sér peninga með skuldabréfaútgáfu, ef þau bréf eru seld á markaði gegn raunverulegum peningum. En, í þessu tilviki var ríkið einungis að færa skuldaviðurkenningu úr hægri vasanum í vinstri vasann. En, þó er löglegt að færa þetta sem eign, í bókhaldi. En, við getum verið viss um, að það kom aldrei til greina, að þessi bréf væru sett á sölu til að framkalla raunverulega skuld, til handa ríkinu og með þeim hætti, og til að með þeim hætti fengu bankarni í hendur raunverulega peninga.

Eins og ég sagði, mig hefur lengi langað til að vita, akkúrat hvernig hin svokallaða eiginfjárinnspýting ríkisins, til handa bönkunum, var búin til. Mig hefur nefnilega lengi grunað, að einhver hókus pókus hafi verið í spilum.

 

Mbl. 2. des. 2009, bls. 12: "Kröfuhafar munu ekki hafa formlega aðkomu að stjórnun gömlu bankanna fyrr en nauðasamningar hafa verið samþykktir og má búast við því að það verði ekki fyrr en á árinu 2011 hið fyrsta. Kröfur í bankana eru margar og segja heimildamenn Morgunblaðsins að það muni væntanlega taka allt næsta ár að fara yfir kröfur, meta þær og taka ákvarðanir um hvort þeim verði hafnað eða ekki. Þá megi búast við deilum vegna þeirra ákvarðana, sem dómstólar þurfi að skera úr um. Ekki sé hægt að fara í nauðasamninga fyrr en að þessu ferli loknu og fram að þeim tíma verði stjórn gömlu bankanna undir forræði FME."

Frétt Visi.is: "Skilanefnd skipar fjóra stjórnarmenn bankans af fimm en íslenska ríkið skipar einn. Stefnt er að því að fulltrúar skilanefndar í nýrri stjórn verði tveir erlendir og tveir innlendir sérfræðingar, þar af einn úr skilanefnd. Ný stjórn bankans verður skipuð þegar samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir."

Ég verð að segja, að þetta eru stór athyglisverðar fréttir. En, eins og hefur komið fram í öðrum fréttum dagsins í gær, þ.e. 2. des. 2009; þá hefur verið búið til eignarhaldsfélag um Arionbanka í eigu - nánar tiltekið - þrotabús Kaupþings-banka.

  • Skv. þessu og áður fram komnum upplýsingum, eru nú bæði Nýi-Íslandsbanki og Arion-banki nú í eigu eignarhaldsfélaga, er eru í eigu þrotabúa Íslandsbanka og Kaupþings-banka.
  • Í báðum tilvikum, skv. fréttum og áður fram komnu, sytja fulltrúar kröfuhafa og skilanefnda í stjórn beggja banka.
  • En, í báðum tilvikum halda skilanefndirnar enn meirihluta stjórnarmanna, þó þær báðar kjósi að hafa fulltrúa kröfuhafa sem sinn fulltrúa, - væntanlega til að bæta samskiptin við einhverja mikilvæga kröfuhafa.
  • En, aðalpunkturinn virðist sá, að það mun þurfa bíða eftir þessu tafsama lokauppgjöri, að ganga endanlega frá því að kröfuhafar í reynd, taki þessa 2. banka yfir - eða ekki.

Ég hef velt því fyrir mér, alla tíð síðan hin svokallaða yfirtaka kröfuhafa á Nýja-Íslandsbankanum átti sér stað, þá hvers vegna ekkert hafi í reynd breyst í rekstri hans síðan.

  1. En, með yfirtöku erlendra aðila, átti maður von á, að þeir myndu senda eigin starfsmenn til að sortera bankann, þannig séð.
  2. En, þá á ég við, að starfsmenn séu sendir, til að taka út starfsemi bankans, fara yfir hana og ekki síst, til að meta það hverjir starfsmanna eiga að vera eftir og hverjir ekki.
  3. Síðan, væri farið í grimmar niðurskurðar aðgerðir á starfsemi, til að auka hagnaðarprósentu.

Þetta er þ.s. ég átti von á, þ.e. ef það væri raunverulega satt, að Íslandsbanki hefði verið tekinn yfir af kröfuhöfum.

Þess vegna, þótti mér svo undarlegt, að síðan leið og beið, og engin - alls engin - breyting á starfseminni átti sér stað.

Ég meina, að þrátt fyrir tal Steingríms J. Sigfússonar, um að samþykki kröfuhafa fyrir sitt leiti um, að þrotabú Kaupþings-Banka yfirtaki Arion banka, feli í sér trausts yfirlísingu við starfsfólk Arion banka; þá vitum við hin, að þar fyrir innan er enn að finna nákvæmlega sömu starfsmennina er komu Kaupþings banka í þrot. Það sama, á við um Nýja Íslands banka, að þar er að finna enn að lang mestu leiti nákvæmlega sömu starfsmennina er spiluðu djarft og komu Íslandsbanka á hausinn.

Svo, ég einfaldlega trúi því ekki, að það að ekkert hafi breyst í starfsemi Nýja Íslandsbanka, síðan hann á að hafa verið tekinn yfir, feli í sér traustsyfirlísingu kröfuhafa til starfsmanna og rekstrar bankans.

Þvert á móti, held ég að ofangreindar upplýsingar sýni og sanni, að hin raunverulega yfirtaka, hafi einfaldlega ekki enn farið fram, og hún fari einungis fram, ef og þegar loka-uppgjör þrotabúanna, fer fram. Og, þau lokauppgjör eins og kom fram, geta tekið allt næsta ár.

Ég get því ekki séð, að yfirtaka þrotabúanna þíði að erlendir kröfuhafar, hafi samþykkt að nokkru leiti, þ.e. enn sem komið er, að bera fjárhagslega ábyrgð á rekstri Arion banka og hin Nýja Íslandsbanka.

Þannig, að í þeim gerningum, er hafa verið framkvæmdir, felist nákvæmlega engin trygging á því, að þeir 2. bankar fari ekki í þrot, eða verði settir í þrot, seinna.

Hinir erlendu kröfuhafar, munu eingöngu framkvæma þ.s. þeir telja, vera skv. eigin hagsmunum. Eftir því sem ég best fæ séð, hafa þeir ekki samþykkt að hætta einni einustu Evru eða einu einasta Pundi.

Þeir munu að sjálfsögðu meta framhaldið, skv. eigin forsendum, og slá eigin mati á hvort það borgi sig fyrir þá, að hætta eigin fjármagni frekar en orðið er. En, búast má við, að væntingar um framvindu efnahagslífs, bæði hér og erlendis, muni þar hafa áhrif. En, forsendur hérlendis til framtíðarhagvaxtar, á allra næstu árum, eru vægt sagt mjög - mjög lélegar.

Ekki veit ég, í hvaða formi, skilanefndin hefur lagt til Arion banka fé. En, hún ræður yfir eignum þrotabús Kaupþings banka, og getur hugsanlega hafa fært einhver lán þangað yfir. En, ég efa það samt sem áður, þ.s. það á ekki að vera hægt að færa eignir úr þrotabúum fyrir uppgjör. Ef hún gefur út skuldabréf, á þrotabúið þá verða þau vart að forgangskröfum. Þá er eftir raunverulegt fjármagn, en ef eignir hafa verið seldar, þá tilheyrir það fé þrotabúinu og það sama gildir þá um það fé. Ég velti því fyrir mér, hvaða maðkaða mjög geti þar verið um að ræða.

 

 Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það er einhver hræðileg pólitísk moðsuða í gangi. Ekkert er uppi á yfirborðinu og engar upplýsingar um hvað Icesave komi til með að vera miklar birgðar. Þetta má bara alls ekki fara í gegn.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 3.12.2009 kl. 13:15

2 Smámynd: Jón Magnússon

Fyrirgefðu Einar en varðandi athugasemdina þína á síðunni minni þá er hún mjög löng og um annað efni en bloggfærslan mín þannig að ég get ekki hleypt henni inn í þá umræðu. En finnst hún annars mjög góð þannig að þú mættir alveg setja hana á bloggið þitt og ég skal svara þér. Þetta á betur heima sem sjálfstætt blogg heldur en sem athugasemd við mótmæli. Þess vegna finnst mér þetta eðlilegra.  Kær kveðja, Jón Magnússon

Jón Magnússon, 9.12.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband