Höft hvetja til spillingar! Þau eru einnig mjög hamlandi fyrir endurreisn þjóðfélagsins. Þ.e. því gleðiefni, ef þ.e. hægt að treysta því, að ferli afnáms þeirra, sé sannarlega hafið!

Við höfum fengið þau gleðitíðindi, að hafin sé niðurfelling gjaldeyrishaftanna, alræmdu - skv.skref fyrir slref aðferð, sem Seðlabankinn hefur sett fram.

Gjaldeyrishöftin voru sett, vegna eitthvað á 6. hundrað milljarða að verðmæti, svokallaðra Krónubréfa og annarra skuldabréfa, er Seðlabankinn hafði á umliðnum áratug, selt til að útvega með þægilegum hætti, erlendan gjaldeyri.

Vandinn var sá, að eftir hrunið var orðið ljóst, að þetta fjármagn myndi vilja út. Einnig, að afleiðing þess fjárstreymis, gæti orðið að gjaldeyrisforðinn íslenski, gæti einfaldlega horfið sem hefði getað valdið vandræðum við að flytja inn brýnustu nauðsynjar.

Svo að, innleiðing hafta var sennilega óhjákvæmileg, til að forða þeim voða að við hefðum ef til vill ekki peninga, til að flytja inn nauðsynleg lif, sem dæmi.

 

Höftin voru nauðsynleg, en þau skapa alvarleg vandamál

Á hinn bóginn, er mjög gallað að búa við gjaldeyrishöft, ekki síst vegna þess að þau halda aldrei til lengdar. Eftir því sem aðilar læra betur, og betur, á kerfið er hefur verið sett upp, því betur læra þeir að hagnýta sér þær glufur, sem óhjákvæmilega þarf að leyfa.

Nú þegar, hafa reglur um höftin ásamt eftirliti, verið hertar minnst þrisvar. Nú skv. tilkynningu Seðlabanka, er það gert eina ferðina enn, og einnig tilkynnt, að fjöldi mála varðandi grun um misnotkun, sé í rannsókn.

  • Vandinn við þetta er sá, að eftir því sem reglur og erftirlit eru hertar, eykst kostnaður við viðhald sjálfra haftanna, þetta verður sem sagt, smám saman að kerfi er getur öðlast sjálfstætt líf. En, hagsmunir þeirra er vinna við kerfið, eru þeir að þrýsta á enn frekari herðingu hafta, fjölgun reglna, til að skapa enn frekari kostnað við kerfið og fleiri störf, fyrir þá sem starfa innan þess. Þetta, er klassískt ferli, er hefur átt sér stað mörgum sinnum áður, í fjölmörgum lönum á mismunandi tímum, og útkoman er ávallt hin sama - þannig að ljóst er, að skera verður á þetta kerfi, eins fljótt og auðið er, svo það verði ekki að sístækkandi krabbameini.
  • Haftakerfi, elur á spillingu. Þ.e. grunneðli slíkra kerfa. Málið er, að miklir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, fyrir aðila að fá að komast upp með, að hagnýta sér glufur í kerfinu. Ein klassísk afleiðing, sem hefur átt sér stað í mörgum löndum, eru mútur. Sem dæmi, að starfsmenn innan kerfisins, séu á tvöföldum launum, þ.e. frá þeirri stofnun er sér um kerfið, og síðan frá þeim aðilum er vilja hagnýta sér glufurnar innan kerfisins. Af slíkt fer að grassera, þá getum við stefnt í átt að rússnesku ástandi, þ.s. fólk sækist í að vinna innan kerfisins, til að fá þessi tvöföldu laun. Eitt af því sem getur nákvæmlega gefið til kynna, að mútur séu farnar að grassera, er einmitt ef starfsmenn innan kerfisins eru farnir að íta á það, að umfang kerfisins sé aukið þannig að það feli í sér flóknari reglur og aukið eftirlit. En, einmitt slíkt, felur í sér fleiri tækifæri til að láta múta sér. Ég set þetta fram, því að ekkert er nýtt undir sólinni, og einnig vegna þess að þetta hefur ekki einungis gerst annars staðar, fjölmörgum sinnum, heldur einnig hérlendis á tímum haftakerfisins milli 1949 og 1959.
  • Höft eru hamlandi á fjárfestingar. En fjárfestar vilja ekki festa sitt fé þ.s. þeir geta ekki með góðum hætti losað sitt fé á nýjan leik. Sannarlega felst því mikil tilslökun, að undanskilja frá kerfinu fjármagn veitt til nýrra fjárfestinga, fyrir utan þá kvöð að þurfa að skrá sig hjá Seðló. VIð skulum þó, hafa mjög hóflega væntingar um framhaldið. Sannarlega er hugsanlegt, að í framhaldinu streymi eitthvað fé inn í landið, til nýrra fjárfestinga. Ef það gerist, verður það mikið gleðiefni, þ.s. ríkið og innlend fyrirtæki munu ekki næstu ár, hafa neitt umtalsvert fjármagn handa á milli til að fjárfesta. Með öðrum orðum, án tilkomu erlendra fjárfestinga, er erfitt að sjá annað, en að efnahagsbati verði á næstu árum mjög hægur. Ástæðan er einmitt að hvort tveggja ríkið, og innlend fyrirtæki, eru mjög skuldum vafin. Við skulum samt, vera hóflega bjartsýn, en hafa ber í huga að höftin eru ekki eina atriðið, sem fælir frá - þó þau hafi verið stór þáttur. Óvissa um skattalegt umhverfi fyrirtækja, er einnig stórt atriði. Einhvern veginn, virðast aðilar vera að tína sér, í sókn þeirra eftir því sem þeir kalla aukið réttlæti. En, gagnvart fyrirtækjum, eru skattar einfaldlega kostnaður. Aukinn kostnaður, fælir frá. Flóknara er það ekki. Það skaðar einnig, óvissan um það akkúrat, hvaða breytingar muni verða gerðar á hinu skattalega umhverfi. Þ.e. skattahækkanir fæla fjárfesta frá á sama tíma og óvissan hvetur þá til að halda að sér höndum, bíða og sjá hvað fram vindur. Hvort tveggja, er slæmt akkúrat núna í efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi. Við skulum því ekki endilega reikna með því, að einhverjar flóðgáttir erlendrar fjárfestingar, hafi brostið.

 

Skuldavandinn og afleiðingar.

Skuldir ríkisins, skv. eigin skýrslum þess, ku vera 1,6 VLF.

Skv. því sem Gylfi Magnússon sagði, í vikunni sem leið, eru skuldir fyrirtækja: 1,8 VLF. Þar af, eru skuldir fyrirtækisins, Actavis, 0,7 VLF.

Ef við berum þetta saman við heildarskuldastöðu þjóðfélagsins, skv. Seðlabanka Íslands:

 14.343 ma.kr.  / 1.427 VÞF = 10 VLF

En ef eignir eru dregnar frá, er nettó talan sem þá fæst:

5.954 ma.kr. / 1.427 VLF = 4,17 VLF

4,17 - (1,6 + 1,8) =  0,77 VLF

Með öðrum orðum, skuldir annarra úti í þjóðfélaginu, en ríkisins og fyrirtækja, eru umtalsvert hærri en skuldin af Icesave, sem hleypur á cirka 0,5 VLF.

Punkturinn er sá; að þessar skuldir munu koma til með að hafa mjög lamandi áhrif á getu allra þeirra fyrirtækja, sem eiga hlutdeild í þessum skuldum, til að fjárfesta í einhverju nýju. En ekki bara það, heldur er líklegt að fjármagnsskortur þeirra geti verið það alvarlegur á næstu árum, vegna þess að nær allt fjármagn fer í afborganir; að það sé líklegt til að koma niður á viðhaldi og endurnýjun tækja. Þá á ég við, að líkleg afleiðing sé að, atvinnulífið muni smám saman missa samkeppnishæfni gagnvart erlendum keppinautum, vegna þess að þegar búnaður úreldist sé ekki peningur til staðar til að endurnýja og einnig vegna þes, að viðhald verði í algeru lágmarki á bæði húsnæði og búnaði.

Ríkið og opinberir aðilar, standa í sömu sporum, þ.e. líklegt er að viðhald og endurnýjun, og almennt talið nýbreitni, muni sytja á hakanum, vegna þess að ekki verði til peningur.

Varðandi einstaklinga, þá er afleiðing hárrar skuldsetningar svipuð, þ.e. þeir munu hafa litið fé handa á milli, í afgang til eyðslu og fjárfestinga. Það þíðir, að neysla á næstu árum, muni vera langtum minni, en á umliðnum árum.

Samanlagt, þíðir þetta daprar horfur um hagvöxt á næstu árum. Þ.e. allt í senn, neysla og innlend fjárfesting, og opinber fjárfesting; er líkleg til að vera döpur, næstu 10-15 árin. Þ.e. beint samband þarna á milli, og horfa um hagvöxt. Þ.s. eftir stendur, og getur einhverju um þetta breytt er tvennt, þ.e. erlend fjárfesting og ferðamennska.

 

Er eitthvað sem við getum gert?

Erlendir aðilar, er eiga skuldir þær sem hvíla á innlendum aðilum, eru ekki líklegir til að fella niður skuldir, nema akkúrat að því marki sem þeir telja sé þeim sjálfum í hag. Þ.e. því ljóst, að án verulegrar skuldaniðurfærslu umfram þetta, þá verða flestir innlendir aðilar mjög skuldsettir, sem mun koma niður á samkeppnishæfni þeirra sem og getu þeirra til nýrra fjárfesting. Ríkið og opinberir aðilar, munu búa við sama vandamál. Almenningur, verður einnig mjög skuldum vafinn, og því ekki öflugur drifkraftur hagvaxtar. Þannig, að hagvöxtur verður að koma utan-að frá.

Hvað höftin varðar, þá hafa þau alveg sjálfstæð hamlandi áhrif, á innlenda starfsemi um leið, og þ.e. alveg sjálfstætt alvarlegt vandamál tengt þeim, að þau hvetja til spillingar. Sú spilling eykst alltaf, eftir því sem höft standa yfir í lengri tíma. Þ.e því mjög mikilvægt að afnema höftin eins fljótt og hægt er. Annars er hætta á, að smám saman verði þau að krabbameini á samfélaginu.

Ég legg til, að þau verði afnumin - ekki í áföngum á löngum tíma eins og núverandi plan er um - heldur um leið, og lánin frá Norðurlöndunum, eru komin í höfn. Þá er raunverulega hægt að framkvæma þá aðgerð, í einu skrefi. Ég legg einnig til, að krónan verði ekki varin, til að draga nokkuð úr þeim gjaldeyri sem mun annars tapast. Til, að það verði hægt, þarf að taka lánskjara-vísitöluna úr sambandi tímabundið.

Að sjálfsögðu mun sú lántaka verða æði tvíeggjuð, þ.s. þá eykst einnig á heildar skuldir landsins og ríkissjóðs, og þannig þann kostnað sem er af skuldstöðunni. Á hinn bóginn, má vera að þetta sé það virði, gengt því þá sé nægilegt borð fyrir báru, til að heimila Krónubréfunum að streyma út. Einnig, eins og Gylfi Magnússon sagði í umliðinni viku, þá er hægt einnig að nýta það fé, til að borga af öðrum lánum.

Það að Gylfi viðurkenndi þá líklegu notkun, sannar að Framsóknarmenn hafa haft rétt fyrir sér, en m.a. Sigmundi Davíð, hefur ítrekað sagt skuldastöðu ríkisins svo alvarlega, að það muni neyðast til að borga af núverandi lánum, einmitt með því að taka önnur lán, og með þeim hætti íta skuldunum á undan í stað þess að greiða þær niður.

Eins og ég sagði, þ.s. eftir stendur, eru þá erlendar fjárfestingar og ferðamennska. Þannig að ef okkur á að takast að tryggja verulegan framtíðarhagvöxt hérlendis, á sama tíma og íslenskir aðilar, ríkið og sveitarfélög, sem og einstaklingar verða nær lamaðir af skuldum; þá verðum við að:

  • tryggja sem allra hagstæðast umhverfi hérlendis, fyrir nýfjárfestingar. Þá þarf skattalegt umhverfi áfram eins og verið hefur, að vera hagstætt. Það getur því reynst vera mjög óskynsamleg aðgerð, að gera skattalegt umhverfi fyrir fyrirtæki og erlenda fjárfesta, minna hagstætt en verið hefur.
  • Við verðum að koma vel fram við þá, sem hafa einhvern áhuga á Íslandi, til nýfjárfestinga.
  • Að auki, við verðum eftir megni, að auglýsa landið og kosti þess, gagnvart huganlegum fjárfestum úti í heimi.
  • síðast en ekki síst, eru áhrif ferðamanna iðnaðarins. En, þá kemur lágt gengi krónunnar í góðar þarfir. Eftir allt saman, er gjaldmiðillinn ekki það óþurftar gagn, sem margir hafa viljað láta. En, eins og einn frambjóðandinn sagði fyrir síðustu kosningar, þá er krónan einkunnabókin okkar, þ.e. staða hennar sýnir árangur okkar í hagstjórn. Flóknara er það ekki.
Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Mjög athyglisvert

Birgir Viðar Halldórsson, 5.11.2009 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband