Mun réttlætið sigra eða tapa?

Mikið hefur verið rætt og ritað um hvað á að gera fyrir skuldugar fjölskyldur þessa lands.

Ríkisstjórnin hefur flaggað þeirri niðurstöðu Seðlabankans, að 80% fjölskyldna séu í skilum, á meðan að 20% sé það ekki. En, til þeirra er standa í skilum, teljast þær fjölskyldur, er hafa fryst lán sín. Það gera menn ekki, ef þær skuldir eru viðráðanlegar.

Augljóst er því, að fleiri en 20% fjölskyldna er í skuldavandræðum. 20% er 1/5 fjölskyldna, en við getum hæglega verið að tala um 1/3 fjölskyldna, þ.e. cirka 33%.

En vandinn er enn erfiðari en það, þ.s. að af þessum 33% sem hugsanlega er nálægt réttri tölu, er að finna mjög hátt hlutfall ísl. barnafjölskyldna í dag, en þ.e. einmitt barnafjölskyldur sem eru á því þróunarstigi í lífi sínu að vera skuldugar, vegna þess að hafa stækkað við sig, ekki svo mörgum árum fyrr.

Ef rétt heildarhlutfall, er rúmlega 30%, hugsanlega nálægt 33%, þá verður að teljast hæsta máti líklegt, að hlutfall barnafjölskylda í þeim hópi sé enn hærra, sennilega nálægt 50/50.

En, veltum nú fyrir okkur, afleiðingum þess, að nálægt helmingi núverandi barna, muni alast upp við minni efni, en foreldrar þeirra gerðu, en þ.e. að ef einhvers konar almenn skuldaniðurfelling að hluta, verður ekki framkvæmd. Þá erum við að tala um, að þessi börn muni hafa ekki bara minni efni, heldur einnig minni tækifæri. Síðan má einnig reikna með hærri tíðni félagslegra vandamála, en tíðni þeirra hækkar að jafnaði við minni efni.

Reiknum inn að auki, að barnafjölskyldur eru vanalega sá hópur er stendur á baki við hvað hæst hlutfall af veltu samfélagsins, þ.e. aðal vinnualdurinn, öll eyðslan sem þarf að standa undir vegna blessaðra barnanna, o.s.frv. Þannig, að ef nálægt helmingi barnafjölskyldna, verða fyrir svo alvarlegu áfalli, sem þær standa frammi fyrir í dag, þá getur virkilega munað svo um munar um þau áhrif, sem þá verða til framtíðar, á ísl. þjóðfélag.

Þá erum við ekki einungis að tala um félaglegu hliðina, heldur einnig minni framtíðar hagvöxt, minni framtíðar tekjur ríkisins, og að auki, vegna minni framtíðar hagvaxtar þjóðfélag er hefur í heildina minna til framtíðar.

Punkturinn, er sá, að ef allt er tekið inn í reikninginn, þ.e. ekki bara vandamál dagsins í dag, heldur líklegar afleiðingar dagsins á morgun; þá sennilega er miklu mun ódýrara fyrir ísl. samfélag, að gera frekar stóra almenna skuldaniðurfellingu.

Sleppum þessum IMF lánum, lánunum frá Norðurlöndunum; whoha, minnka skuldir um nær 1.000 milljarða - og þá getum við þess í stað, gert eina stóra skuldaniðurfellingu. Fyrir þá sem tóku lán í erlendri mynnt, þarf ríkið að kaupa þau, og síðan að færa niður. Fyrir aðra er voru með verðtryggð krónulán, er hægt að beita einni almennri niðurfellingu. Þetta samanlagt mun sennilega ekki hækka skuldir þjóðarinnar eins mikið, jafnvel þó almenna niðurfelling verðtryggðra lána yrði 33%, en ekki 20%.

Þessi skuldaniðurfelling, að sjálfsögðu dugar ekki alveg öllum. Einhver gjaldþrot verða samt, þ.e. gjaldþrot þeirra er raunverulega höguðu sér af stórfelldur fjárhagslegu gáleysi. En gjaldþrotum mun samt stórfækka, og þannig minnka þau framtíðar félagslegu vandamál, og einnig sá þjóðfélagslegi kostnaður sem mun annars fylgkja þeim gjalþrotum. Síðan, fyrir aðra, þá er hefðu ekki orðið gjaldþrota. Þeir sem teljast geta borgað, verður allt í einu meira borð fyrir báru en áður; og sem er þá einfaldlega, vítamínsprauta fyrir atvinnulífið, þ.s. þá getur almenn eyðsla aukist á ný. Það mun vera hraðasta leið sem hægt er að fara, til að slá á atvinnuleysið.

Ég fullyrði, að hraðari vítamínsprautu fyrir atvinnulífið, er ekki hægt að finna. Mun skila miklu meiri jákvæðum áhrifum fyrir hagkerfið og þjóðfélagið allt, heldur en eyðsla fjármagns lífeyrissjóða, í framkvæmdir - sem hugmyndir eru uppi nú.

Svo, hvað er ekki réttlátt við þessa leið?

Bendi fólki, er telur þetta óréttláta leið, á að lesa eftirfarandi frétt á Visi.is:
http://www.visir.is/article/20090919/VIDSKIPTI06/845234713

Síðan er einnig þessi frétt áhugaverð, en Ragnar H. Hall, telur dómstólaleiðina vel mögulega:
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item299571/

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband