Við skuldum, of mikið, til að ráða við Iceave, ofan á aðrar skuldir!

einar_bjorn_bjarnason-2_875787.jpgSamkvæmt nýjasta hefti peningamála, eru samanlagðar skuldir innlendra aðila og hins opinbera, 3.100 milljarðar króna, sem samsvarar 2,2 VLF (vergum landsframleiðslum).

Ef, ég miða við útreikninga Gylfa Magnússonar, sem gerir ráð fyrir að greiðslubyrði af einungis 415 milljörðum jafngildi - góð spá 4,1% af útflutningstekjum - eða - vond spá 6,9% af útflutningstekjum, sem jafngildir þörf fyrir samsvarandi afgang af gjaldeyrisjöfnuði Íslands; þá eru samsvarandi útreikningar fyrir 3.100 milljarða, - góð spá 31,5% útflutningstekna - en - vond spá 51,75% útflutningstekna.

Ef Icesave er tekið út, þá er skuldin 2.700 milljarðar, samt. Þá verður sami útreikningur - góð spá 26,65% útflutningstekna - en - vond spá 44,85% útflutningsekna.

Mér lýst alls ekki á hugmyndir, að fórna gjaldeyrisvarasjóðnum, því hugsanlega sé það hægt, né erlendum eignum Lífeyrissjóðanna, sem standa undir öldruðum hér á landi, sama hvað á gengur - svo fremi að þær eignir fá að vera í friði. Að mínum dómi, eiga þær eignir að vera algerlega heilagar.

En, ef þ.e. rétt, að til séu seljanlegar erlendar eignir í eigu þrotabúa gömlu bankanna, upp á 500 milljarða króna, þá má hugsanlega lækka upphæðina um þá  500 milljarða, í 2.200 milljarða - liðleg 1,5 landsframleiðsla. Þá verður sami útreikningur - góð spá 21,73% útflutningstekna - en - vond spá 36,67% útflutningsekna.

Það er alveg sama, hverni ég sný málinu - til og frá. Alltaf, kemur fram þörf fyrir afgang af útflutningstekjum, sem mjög erfitt verður að kalla fram. Þörfin fyrir afgang af útflutningstekjum, er langt yfir því, sem hann nokkru sinni hefur verið, á lýðveldistímanum.

Við erum hér að tala um stærðir, sem ekki verður með nokkru móti náð fram, nema með mjög drakonískum aðgerðum, eins og t.d. algeru innflutningsbanni, en síðan undantekningum í gegnum leyfakerfi, sbr. 'Haftakerfið' sáluga. Slíkt bann, gæti þurft að vera við lýði í rúman áratug, hið minnsta.

Það er því, verið að fara með þjóðina, marga áratugi aftur í tímann, hvað innflutningsverslun og aðgengi að, erlendum varningi, varðar. Athugið, að þá er ég að miða við betri spárnar. Ef, miðað er við þær verri, þá yrðu slíkar drakonískar aðgerðir að vera alveg á ystu þolmörkum þess mögulega, í reynd er ég ekki viss að þá myndu slíkar aðgerðir duga til.

Það sem við Íslendingar, stöndum grammi fyrir er val á framtíð. Ef við reynum, að standa við núverandi skuldbindingar, þá er það ávísun á langvarandi stöðnun, og fólksflótta á skala sem ekki hefur sést, sem hlutfall af fólksfjölda, síðan milli 1875 og 1890.

Ég held, að ég hafi sett hlutina fram, með nægilega skýrum hætti.

 

Fyrir neðan, á hverju ég byggi þessar niðurstöður:

Icesave samningarnir:

Samingurinn við: Holland

Samningurinn við: Bretland

 

Gylfi Magnússon, segir (Morgnbl. 1/7 09)

Að ef, útflutningstekjur vaxa un 4,4%, sem sé helmingur af vexti útflutningstekna á liðnum áratug, og ef, 75% nást upp í höfuðstól Iceave þannig að eftir verði 415 (sjá: Lagafrumvarp um: Icesave) milljarða, þá verði greiðslubyrði af Icesave rétt liðlega 4% af útflutningstekjum. En, ef vöxtur útflutningstekna, verði enginn á næstu árum, þá verði greiðslubyrðin 6,9% af útflutningstekjum. Athugið, að útreikningar hans, eru einungis fyrir 415 milljarða, skuld í erlendri mynnt!

 

Samkvæmt nýjasta hefti Peningamála

Samantekt skulda:

Skuldir innlendra aðila við erlend: 2.500 millj. kr. = 1,75 landsframleiðslur.

Erlendar skuldir sveitarfélaga, 830 millj. kr.

Erlendar skuldir innlánsstofnana, 300 millj.kr.

Erlendar skuldir opinberra fyrirtækja: 500 millj. kr

Samtals, erlendar skuldir hins opinbera: 1.630 milljarðar. kr.

Þessi upptalning, gerir ekki ráð fyrir Icesave: 600 millj. kr.

Heildardæmið gæti þá numið um 3.100 ma.kr. eða um 220% af VLF ársins.

 

Útreikningar

3100/415 = 7,5 

7,5 * 4,1 = 31,5% af útflutningstekjum

7,5*6,9 = 51,75% af útflutningstekjum

Mínus Icesave: 2700/415 = 6,5

6,5*4,1 = 26,65% af útflutningstekjum

6,5*6,9= 44,85% af útflutningstekjum

Mínus erlendar eigur bankanna2.200/415 = 5,3

5,3*4,1 = 21,73% af útflutningstekjum

5,3*6,9 = 36,67% af útflutningstekjum

 

Eignir á móti:

Gjaldeyrisforði Íslands:  430 m.kr.

Erlendar eignir lífeyrissjóða: 500 m.kr.

Þessar eignir dregnar frá, skuld lækkar í: 2.170 milljarða = 1,5 landsframleiðslur.

Eignir gömlu bankanna erlendis, sem hægt er að selja: 500 milljarða kr.

Þær eignir dregnar frá: 1.670 milj. kr. = 1,2 landsframleiðslur

 

Nýjasta hefti (bls. 49):  Peningamála

"Áætlun um erlenda stöðu þjóðarbúsins í dag Samkvæmt bráðabirgðatölum um stöðu erlendra lána innlendra aðila í lok fyrsta ársfjórðungs á þessu ári, þ.e. eftir að Straumur-Burðarás, SPRON, Sparisjóðabankinn og Baugur voru sett i greiðslustöðvun eða gjaldþrotameðferð, námu skuldir innlendra aðila við erlenda 2.500 ma.kr. eða sem nemur 175% af VLF ársins 2009 samkvæmt þjóðhagsspánni. Af þessum skuldum námu erlendar skuldir Seðlabanka, ríkissjóðs og sveitarfélaga 830 ma.kr., skuldir innlánsstofnana sem nú eru að mestu í opinberri eigu 300 ma.kr. og skuldir opinberra fyrirtækja um 500 ma.kr. Samtals námu skuldir þessara aðila um 1.630 ma.kr. Erlendar skuldir einkaaðila, þ.m.t. fyrirtækja í eigu erlendra aðila, námu 870 ma.kr. Búast má við að þessar skuldatölur hækki um u.þ.b. 600 ma.kr. síðar á þessu ári vegna lána sem...ríkissjóður mun taka vegna greiðslna innlánstrygginga í nokkrum Evrópulöndum. Heildarskuld íslenskra aðila gæti þá numið um 3.100 ma.kr. eða um 220% af VLF ársins. Rétt er að geta þess að búist er við að hægt verði að endurgreiða stóran hluta af þessu 600 ma.kr. láni með andvirði erlendra eigna Landsbankans sem hægt verði að selja á næstu árum. Í greinargerð sem fjármálaráðherra kynnti 17. mars sl. er gerð grein fyrir áætlunum skilanefndar Landsbankans um að hægt verði að fá 527 ma.kr. fyrir eignir bankans sem hægt verði að nota til að endurgreiða þetta lán. Gangi þetta eftir verða hrein útgjöld vegna innlánstrygginganna því 73 ma.kr.4 Eins og bent er á
í greinargerðinni eru allar slíkar áætlanir augljóslega mjög óvissar. Á móti þessum skuldum eru erlendar eignir. Mikið af þeim eignum sem enn eru skráðar sem erlendar eignir íslenskra aðila eru væntanlega ekki mikils virði. Sumar aðrar eignir ættu hins
vegar að vera nokkuð tryggar og rétt skráðar, t.d. gjaldeyrisforði Seðlabankans sem nemur 430 ma.kr. og erlendar eignir lífeyrissjóðanna sem nema 500 ma.kr. Þessir tveir liðir eru samtals 930 ma.kr. Ef þessar eignir eru dregnar frá 3.100 ma.kr. skuld fæst hrein skuld sem nemur 2.170 ma.kr. eða sem svarar rúmlega 150% af áætlaðri
VLF ársins. Ef bætt er við eignum gömlu bankanna í Evrópu sem verða seldar til að greiða niður lán vegna innistæðutrygginga í þessum löndum sem nema 500 ma.kr., fæst hrein skuld sem nemur 1.670 ma.kr. eða sem svarar tæplega 120% af áætlaðri VLF ársins. Rétt er að geta þess að hrein erlend staða þjóðarbúsins er um 300
ma.kr. eða rúmlega 20% af VLF lakari vegna eigin fjár í fyrirtækjum á Íslandi sem eru í eigu erlendra aðila. Þetta gefur hreina erlenda stöðu sem nemur -140% af VLF ársins. Rétt er að líta á þessar tölur sem efri mörk skuldabyrðarinnarþví sennilegt er að hér séu einhverjar eignir vantaldar og gera má ráð fyrir að einhverjar skuldir til viðbótar muni falla brott vegna frekari gjaldþrota. Í grunnspá þessa heftis Peningamála er gert ráð fyrir um 2% viðskiptahalla á þessu ári en að jafnvægi verði í viðskiptum við útlönd á því næsta. Frá og með þeim tíma fer að myndast vaxandi afgangur á viðskiptajöfnuði. Hrein skuldabyrði mun því lækka hratt á næstu árum. Áætlað er að skuldin hafi lækkað um 100 ma.kr. árið 2011 eða um 8% af VLF og lækki hratt eftir það. Allar slíkar áætlanireru auðvitað mjög viðkvæmar fyrir þeim vaxtaforsendum sem miðað er við." 
 
Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Sæll Einar og takk fyrir fróðleg blogg um Icesave málið. Ég er "venjulegur Íslendingur" sem bý í ódýrri blokkaríbúð með 5 manna fjölskyldu úti á landi, á gamlan bíl og hef ekki tekið þátt í neinum útrásum, verðbréfa- eða peningabraski.

Það sem er ofar mínum skilningi er hvernig ríkisstjórnin getur haft leyfi til þess að skuldsetja mig og mína fjölskyldu til að borga skuldir sem við höfum alls ekki stofnað til?Hvernig stendur á því að Íslendingar eiga sem þjóð að bera einir ábyrgð á banka og fjármálastarfsemi sem var, jú, stjórnað af íslenskum fyrirtækjum en samkvæmt regluverki Evrópusambandsins?

Það er eitthvað virkilega rotið í gangi í þessu máli finnst mér. Mér finnst ríkisstjórnin ekki geta leyft sér að láta erlend ríki gera okkur að blórabögglum og valta yfir okkur sem þjóð. Ef einhverju er um að kenna, fyrir utan fjárglæframennina sem ollu hruninu, er það regluverkinu sem gerði þetta mögulegt og þeim sem fyrir því standa.

Er ég að misskilja e-ð eða?? Ég allavega næ þessu alls ekki.

Erla Einarsdóttir, 9.7.2009 kl. 19:02

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég skil. Icesave verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum, þ.e. mín skoðun, eftir mjög nákvæma skoðun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 48
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 867
  • Frá upphafi: 846623

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 801
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband