Icesave - Lánið: Er bilun að hafna því?/eða liggur hún í því að samþykkja það?

einar_bjorn_bjarnason-1_866080.jpgSamkvæmt samkomulaginu, er lán upp á 650 milljarða króna, miðað við núverandi virði krónunnar í Evrum, tekið til 15 ára, á 5,5% vöxtum. Lánið, er með þeim hætti, að engar greiðslur eru af því yfir fyrstu 7 ár lánstímabilsins, þ.e. vaxtagreiðslur upp á 35 milljarða á ári, bætast aftan á lánið. Lauslega áætlað virði þess, við samingslok, er um 900 - 1000 milljarðar ef áfram er miðað við núverandi stöðu krónunnar gagnvart Evrunni. Stjórnvöld telja, að eignir geti gengið upp í lánið, á bilinu 75 - 95%, eftir 7 ár.

 

I.Kostir við Icesave samninginn

Kostirnir við þetta, eru að lánið má greiða upp hvenær sem er, á samingstímabilinu, ef Íslendingum tekst að útvega sér annað lán, eða þá að kaupandi finnst, sem er til í að yfirtaka eignir Landsbankans sáluga gegn yfirtöku á láninu. Fyrir okkur væri, slíkur samingur mjög hagstæður; en á móti kemur, að líkur á slíkri útkomu eru ekki endilega miklar.

Aðrir kostir eru, að með þessu, er deilan við Breta og Hollendinga, úr sögunni, og ekkert því lengur til fyrirstöðu; að sækja um aðild að ESB. En, meðan deilan er óleyst, er einnig tómt mál, að tala um að sækja um slíka aðild, þ.s. stjórnvöldum þessara ríkja, væri mjög í lófa lagið að blokkera slíkt umsóknarferli, og það eins lengi og þeim sýnist - enda er það enn þann dag í dag þannig, að hvert aðildaríkja ESB þarf að samþykkja nýtt aðildarríki. Orð stjórnarliða, um að segja sig úr lögum við þjóðir heimsins, ef við klárum ekki þennan samning, ber að skoða í samhengi við aðildarþjóðir ESB, enda talar Samfylkingin mjög oft með þeim hætti, eins og að heimurinn takmarkist við Evrópu.

Einnig, er þá úr sögunni hætta, sem annars er fyrir hendi, að gripið verði til efnahagslegra refsiaðgerða, gagnvart Íslandi. Bretland og Holland, geta sennilega beitt sér með þeim hætti, sjálfstætt. En, einnig má búast við, að þau 2 ríki, muni reyna að fá fram svokallaðar "GAGNAÐGERÐIR" gagnvart Íslandi, innan EES samningsins. Það, er að sjálfsögðu alvarlegt mál, ef til kæmi, þ.s. að slíkar aðgerðir, væru líklegar til að koma íslenska ríkinu í greiðslufall, þ.e. "default". Útlfutningsaðilar, gætu orðið fyrir miklu höggi, og snöggur tekjusamdráttur myndi gera ríkið gjaldþrota,,,sennilega.

VIÐ VERÐUM AÐ GERA OKKUR GREIN FYRIR, AÐ VIÐ ERUM MILLI 2. ELDA. HVORU MEGINN, BRENNUR ELDURINN, MINNA HEITT?

 

II.Icesave samningurinn sjálfur

Samingurinn við: Holland

Samningurinn við: Bretland

Það er óhætt að segja, að nokkur ákvæði samningsins, hafi vakið athygli. Ég læt hér, nægja að vitna beint í "Hollenska" hluta samningsins, þ.s. samningarnir eru mjög svipaðir í flestum atriðum. Lesendum, er í sjálf vald sett, að lesa samningana báða og bera saman, lið fyrir lið.

Fyrst er að líta á "Kafla 11 - Atburðir sem binda enda á samninginn".

"11 TERMINATION EVENTS...11.1.5 Cross default of lceland: lceland (or any governmental or ministerial authority of lceland) fails to make any payment in respect of any of its External lndebtedness on its due date (or within any originally applicable grace period set out in the agreement constituting such External lndebtedness) or any such External lndebtedness becomes due earlier than its stated date of payment by
reason of an event of default (however described), provided that no
Termination Event will occur under this subparagraph 1'1.1.s unless the
aggregate amount of External lndebtedness in respect of which any amount
has not been paid when due or which has become due early exceeds GBP
10,000,000 or its equivalent in other currencies."

Varla þarf að taka fram, að þetta ákvæði mun verða okkur, mjög erfitt. Samkvæmt þessu, þá er mótaðilanum, heimilt að líta svo á, að lánasamningurinn sé á enda, ef íslenska ríkið lendir í greiðsluvandræðum með einhver ótiltekin óskild lán. 

Sú mótbára, að slík öryggisákvæði fyrir lánveitanda, séu algeng er rétt. Við skulum muna, að þegar breska ríkisstjórnin, beitti ákvæðum hryðjuverka-laga, ekki einungis á eignir Landsbanka - sem þá var kominn í þrot - heldur einnig á eignir Kaupþings-Banka - sem þá var enn starfandi -; þá fóru öryggisákvæði lánasamninga KB banka og Freedlander í gang, mörg stór lán gjaldféllu þar með og bankinn, í einu vetfangi, síðasti starfandi stóri banki landsmanna, var kominn í þrot.

Þannig, að það er alveg rétt, að slík öryggis-ákvæði, séu algeng í viðskiptasamningum, á opnum markaði. Það er líka punkturinn, að þetta er ekki, hefðbundinn viðskiptasamningur, heldur samningur milli ríkja. Í þannig umhverfi, er það einfaldlega eitt af samingsatriðunum, hvort og þá hversu nákvæmlega, menn kjósa að fylgja þeim hefðum sem skapast hafa, í viðskiptasamningum milli frálsra aðila á markaði.

Það er einmitt mergurinn málsins, að bresk og hollensk stjórnvöld, virðast hafa kosið að beita til fullnustu; hefðbundnum meðulum þeim sem gilda í samingum milli fyrirtækja, og samninganefnd Íslands, gengist inn á þá afarkosti. Í heimi viðskipta, er ekkert athugavert við það, þ.s. allar eignir fyrirtækja eru að sjálfsögðu undir ef áætlanir bregðast. En, Ísland er ekki fyrirtæki og ekki er bjóðandi, að hafa allar okkar eignir undir, með sama hætti, og að ef við værum fyrirtæki.

Þetta, er í besta falli, mjög ósanngjarnt þegar haft er í huga, að mótaðilinn er önnur þjóð, önnur ríkisstjórn og að ekki er einfaldlega hægt að gera eina þjóð upp, eins og um fyrirtæki væri að ræða. En, tilfinningin, sem maður fær, er einmitt sú, að það sé einmitt afstaða hinna samningsaðilanna; að Ísland megi gera upp, eins og um fyrirtæki væri að ræða.

Með öðrum orðum, ósanngirnin og óbilgirnin, er alger. Ef, ske kann, að einhver er ekki sammála, þessari túlkun minni, þá skal sá lesa áfram, og þá einkum 16.3.

"11 TERMINATION EVENTS,,,11.3 Consequences of a Termination Event
On and at any time after the occurrence of a Termination Event, The Netherlands
may, by notice to the Guarantee Fund with a copy to lceland, declare that all or part
of the Loan, together with any accrued interest thereon, and all other amounts
accrued or outstanding under the Finance Documents, will be immediately due and
payable, whereupon they will become immediately due and payable."

Afleiðingarnar, eru einfaldar og hefðbundnar afleiðingar, slíkra öryggisákvæða; þ.e. að gagnaðilinn hefur þá heimild til að gjaldfella allt lánið, ásamt viðbættum vöxtum, eins og það stendur, á þeim tíma, þegar ákvörðunin um að gjaldfella, er tekin.

Þetta er allt skjólið, og samt voga stjórnvöld sér að tala fjálglega um 7 ára vernd. Það ætti hver heilvita maður að sjá, að líkur þess að við Íslendingar á þessu 7 ára tímabili lendum í greiðsluvandræðum með óskild lán eru umtalsvert hærri en '0'. Einnig ætti hver heilvita maður, að sjá; að líkur þess að "Neyðarlögin" standist ekki, eru verulegar. Ég þori a.m.k. ekki að gefa þeim hærri likur en 50/50. Þannig, að þá eru einnig 50/50 líkur á að Icesave lánið verðir gjaldfellt innan þessara 7 ára.

Við skulum næst skoða Kafla 15 Breyttar aðstæður.

15 CHANGE OF CIRGUMSTANCES
15.1.1 This paragraph 15 applies if at any time the then most recently published
Article lV review by the lnternational Monetary Fund in relation to lceland states
that a significant deterioration has occurred in the sustainability of the debt of
lceland, relative to the assessment of such sustainability by the lnternational
Monetary Fund as of 19 November2008.
15.1.2 The Netherlands agrees that, if this paragraph 15 applies and lceland so
requests, it will meet to discuss the situation and consider whether, and if so
how, this Agreement should be amended to reflect the relevant change in
circumstances.

Ríkisstjórnin, er að benda á þetta, sem endurskoðunar-ákvæði. Sem sagt, ef það álit Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins liggur fyrir þess efnis, að möguleikar Íslands til að standa undir skuldabyrði sinni, hefðu versnað umtalsvert samanborið við mat sjóðsins frá 19. nóvember 2008. Ég get ekki séð betur, en að þetta ákvæði sé mjög aumt. A)Ekki virðist, Ísland geta krafist nýrra viðræðna, heldur einungis farið fram á þær; og er það þá einnig háð því, að mótaðilinn sé sammála því mati að Grein 15.1.1 eigi við viðkomandi tilvik. B)Einnig, er þarna ekki neitt heldur til staðar, sem skuldbindur mótaðilann, til að taka hið minnsta tillit til, hins breytta ástands. Allt upp á náð og miskunn, komið. Engin vernd í þessu.

Síðan skulum við líta á Kafla 16 Ráðandi Lög og Löghelgi.

 "16.1 Governing law
This Agreement is governed by, and will be construed in accordance with, the laws of
England.
16.2 Jurisdiction
16.2.1 Any dispute concerning this Agreement, including a dispute regarding the
existence, validity or termination of this Agreement, (a "Dispute") will be
subject to the exclusive jurisdiction of the English courts.
16.2.2 Given the similarities between this Agreement and the UK Loan Agreement, the Parties agree that the English courts are the most appropriate and convenient
courts to settle Disputes and accordingly no Party will argue to the contrary.

16'2'3 Paragraph 16.2.1 is forthe benefit of The Netherlands only. As a result, The
Netherlands will not be prevented from taking proceedings relating to a Dispute
in any other courts with jurisdiction. To the extent allowed by law, The
Netherlands may take concurrent proceedings in any number of jurisdictions."

Eins og sést af þessum ákvæðum, hefur ríkisstjórn samþykkt yfirráð breskra laga og breskrar löghelgi, gagnvart öllum deilu eða vafamálum, af hvaða tagi sem verða vill, sem upp kunna að koma. Holland, fær sérheimild til að reka mál, fyrir dómstólum að eigin vali. En, ekki Ísland.

Af þessu að dæma, virðist að Ísland afsali sér því, að fara með mál fyrir hvort tveggja, alþjóða - og fjölþjóða-dómstóla. Með öðrum orðum, hreint og skýrt, þjóðréttarlegt afsal. En, skv. þjóðar-rétti, er mjög takmörkunum háð, hve harkalega má ganga fram, gegn annarri þjóð, í samningum.

Með því, að samingurinn lýtur reglum um viðskiptasamninga, í stað þess að lúta reglum um samninga að þjóðarrétti; þá er mögulegt að hafa til staðar, miklu mun harkalegri ákvæði, en annars væri heimilt.

HIÐ ÞJÓÐRÉTTARLEGA AFSAL, ER ÞVÍ; MJÖG, MJÖG ALVARLEGT!!!

16.3 Waiver of sovereign immunity
Each of the Guarantee Fund and lceland consents generally to the issue of any
process in connection with any Dispute and to the giving of any type of relief or
remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its
property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or
judgment. lf either the Guarantee Fund or lceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee Fund and lceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets.

Það er óhætt að segja, að Grein 16.3, sé umdeild. Hér fyrir neðan, byrtist þýðing á henni sem framkvæmd var af "Magnúsi Thoroddsen hæstaréttarlögmanni". Það ætti því að vera óhætt að treysta því, að sú þýðing sé framkvæmd skv. þeirri bestu þekkingu á lögum, sem völ er á hérlendis.

"16.3 Afsal á griðhelgi fullveldis

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér í sambandi við hvaða deiluefni, sem upp kunna að koma og hvers konar annað réttarúrræði gegn sér, þar á meðal aðför eða fjárnám, í hvaða eignum eða réttindum (án tillits til hvaða nota þau eru ætluð) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi.

Ef Tryggingasjóðurinn eða Ísland, eða hvers konar eigur eða réttindi þeirra, eiga rétt á griðhelgi í einhverri lögsögu frá málshöfðun eða birtingu annarra skjala í tengslum við hvaða deilu sem er, eða eiga rétt á hvers konar annarri griðhelgi frá lögsögu, lögsókn, dómi, fjárnámi, kyrrsetningu (þótt það sé áður en dómur gengur til þess að tryggja aðför eða annað réttarúrræði) eða annars konar lögsókn, þá er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi á eins algeran hátt og lög viðkomandi lögsögu leyfa.

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland lýsa því einnig óafturkallanlega yfir, að þau samþykki, að gera ekki kröfu um griðhelgi sjálfum sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig.„"

Magnús Thoroddsen, hæstaréttarlögmaður hefur verið einkar gagnrýninn, á Grein 16.3: Sjá Frétt Pressunnar - Hollendingar geta tekið Alþingishúsið fjárnámi .

"Samkvæmt þeirri grein er heimilt að kyrrsetja eða gera fjárnám í öllum eigum íslenska ríkisins. Bendir Magnús á að hvergi í samningnum sé minnst á íslensku stjórnarskránna og hvergi sé að finna ákvæði sem undanskilur fasteignir íslenska ríkisins fjárnámi eða kyrrsetningu. Þar á Magnús við fasteignir eins og Alþingishúsið, stjórnarráðið, vegakerfið, Landsvirkjun, flugvelli og auðlindir sjávar, svo eitthvað sé nefnt. Ekki þurfi meira til en eitt greiðslufall til að Hollendingar geti leitað fjárnáms eða kyrrsetningar. Segist hann ekki séð slíkt ákvæði í sambærilegum samningum áður."

Nú skulum við leggja sjálfstætt mat á það, hvað sé satt og rétt, í þessu máli. Ríkisstjórnin, þar á meðal Jóhanna sjálf, heldur því fram að skilningur Magnúsar Thoroddsen, hæstaréttarlögmanns, sé af og frá. En, hérna sjá menn, hver sem skoðar þessa bloggsíðu, svart á hvítu, hvað stendur í texta samingsins.

Eins og sést, ef skoðuð eru þau ákvæði, sem ég hef lagt áherslu á, þá kemur ekkert fram, engin takmarkandi skilgreining, sem undanskilur nokkra tiltekna eign, í eigu Tryggingasjóðsins eða íslenska ríkisins. Það eina, sem takmarkar með nokkrum hætti, er það sem ég hef grænletrað , með öðrum orðum, eina takmörkunin er sú að aðilinn sem gengur að íslenskum eignum verður að lúta þeim lögum og reglum, sem gilda um eignaupptöku, í því lagaumdæmi, sem sókn um eignaupptöku fer fram. Ef þið trúið mér ekki, lesið þetta sjálf,,,eins oft og þið þurfið.

III. Niðurstaða

Það er ljóst, að núverandi Icesave samningur, hefur mjög alvarlega galla.

  • Ákvæðið sem veitir gagnaðilum Íslands, rétt til að gjaldfella Icesave lánið, vegna vanhalda Íslands tengdum öðrum alls óskyldum lánum, er einkar hættulegt.
  • Hið svokallaða, endurskoðunar-ákvæði, sem stjórnvöld hafa vakið athygli á, er gagnslaust.
  • Þjóðréttarlegt afsal, sem felst í því að samþykkt er að reglur viðskiptasamninga skv. breskum lögum, gildi - er einnig, einkar hættulegt.
  • Kórónan, á öllu þessu, er svo ákvæðið, sem veitir gagnaðilum,,,að því er best verður séð,,,nær ótakmarkaðan rétt, til að ganga að eignum íslenska ríkisins, ef vanefndir samningsin koma til,,,rétt eins og Ísland væri fyrirtæki, og sama gilti að allar eignir væru undir.
  • Síðast, en ekki síst, ef "Neyðarlögin" - verða felld úr gildi eða þau gerð ómerk fyrir hæstarétti þá er ljóst að allar forsendur þess, að greiða af láninu, eru brostnar. Þá, erum við ekki lengur að tala um að fá milli 75 - 95% upp í Icesave, heldur e-h á bilinu 5 - 25%, þ.e. eftir því hvernig mál myndu ráðast, í beinni samkeppni við aðra kröfuhafa. Þetta er mjög alvarlegt mál, þ.s. sem ekki hefur enn reynt á "Neyðarlögin" fyrir íslenskum dómstólum, þannig að ekki nokkur sála hefur minnstu hugmynd um hvort þau munu standast eða ekki.

Það er ljóst, í Kastljósi, að aðstoðarmaður Fjármálaráðherra, Indriði H. Þorláksson, fattaði ekki hvað hann var að segja, þegar hann kom með þá mótbáru, að öryggisákvæði samningsins væru eðlileg og algeng í lánasamningum á markaði. Það er alveg hárrétt hjá honum, þannig séð.

Kastljós:18/6/09 .

Aftur á móti, virðist hann ekki enn gera sér grein fyrir, að með því að samþykkja að samningurinn lúti reglum um hefðbundna viðskiptasamninga á markaði, ásamt því að lúta breskri lög- og réttar-helgi þar um; þá afsalaði samninganefnd Íslands, þar með, möguleikanum á því að láta samninginn lúta reglum Þjóðarréttar, sem hefði veitt mótaðilum okkar, miklu þrengri aðstöðu til að setja inn í samninginn, ósanngjörn og óbilgjörn ákvæði, eins og þau, sem ég vísa til.

Niðurstaðan, er sú, að samningurinn, er afskaplega slæmur og ekki síst, HÆTTULEGUR.

Allar eignir Íslands, virðast vera undir, og það að mestu án takmarkana, eins og Ísland væri fyrirtæki, sem hægt sé að gera upp. Líkur verða teljast mjög verulegar, í ljósi síversnandi efnahags stöðu - bankarnir hafa ekki enn verið formlega endurreistir - og stöðuga fjölgun gjaldþrota, einstaklinga sem og fyrirtækja; ört fallandi verðmætis eigna - sem standa undir skuldum - og vaxandi atvinnuleysis - - - - er ljóst að hætta er umtalsverð á því, að Icesave samningurinn, verði gjaldfelldur, innan 7 ára tímabilsins, sem skv. ríkisstjórn, á að vera sá tími sem samningurinn veiti okkur skjól. Þá, skv. ákvæðum 16.3 má ganga að hvaða eign sem er, í eigu ríkisins, eins og ég sagði - án takmarkana.

Ég verð að taka undir orð  Magnúsar Thoroddsen, hæstaréttarlögmanns þess efnis, að þá geti Landsvirkjun - eða hvað annað í eigu ríkisins, t.d. Þjóðlendur, verið undir og komist í eigu útlendinga, til að vasast með, skv. eigin hag en ekki okkar.

VIÐ VERÐUM AÐ GERA OKKUR GREIN FYRIR, AÐ VIÐ ERUM MILLI 2. ELDA. HVORU MEGINN, BRENNUR ELDURINN, MINNA HEITT?

Ég held, að þrátt fyrir stóralavarlega galla við að hafna Icesave samkomlaginu,,,og hætturnar sem þá skapast eru sennilega ekki smáar í sniðum; þá held ég, þegar allt er skoðað í samhengi, að það að samþykkja þetta Icesave samkomulag ríkisstjórnarinnar, væri enn hættulegra!!

 

Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég hef aldrei skilið hvernig mönnum tekst að blanda ESB aðild inn í þetta mál. Popúlistar verða seint þreyttir á að blanda ESB inn í einhver mál sem hefur ekkert með það að gera. Nú er vitað mál að VG hefur engan áhuga á að ganga í ESB, afhverju ætti þeir að vera skrifa upp á þennan samning til þess eins að ganga inn í ESB?

Það sem málið snýst um er að landsvirkjun, sveitarfélög landsins og ríkisfyrirtækjum bíður ekkert nema gjaldþrot nema að þeim takist að endurfjármagna skuldir sínar. Sumsé, þessar stofnanir MUNU HVORT EÐ ER LENDA Í HÖNDUM LÁNADROTTNA ef ekki tekst að endurfjármagna þær. Ekki nokkrum einasta hagfræðing dettur í hug að það takist að endurfjármagna skuldirnar öðruvísi en með erlendu fjármagni. Stjórnmálamönnum hefur tekist að ljúga að þjóðinni að það standi hreinlega ekkert til að nota lán frá AGS, norðurlöndum og Rússum, alltsvo að við göngum út um allar trissur með betlistaf í hendi okkur til gamans. Ekki get ég ímyndað mér að evrópskir bankar muni dæla inn peningum inn í lokað hagkerfi þar sem þeir vita ekki neitt um hvort þeir fái einhvern tímann endurheimt. Þannig munu þessi alþjóðlegu lán verða notuð til að endurfjármagna skuldir þessara stofnana en ekki sitja á bankareikningi einhverstaðar út í heimi eins og haldið hefur verið fram, til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann.

Nú er mál að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn útskýri hvernig þeim ætlar að takast að endurfjarmagna þessar skuldir öðruvísi en með popúlista bulli um hagræðingu innan landhelgisgæslunnar. Skuldastaða íslands kemur ESB ekki bofs við, heldur óstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í efnahagsmálum undanfarin ár. 

Jón Gunnar Bjarkan, 19.6.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég veit ekki til, að Framsóknarmenn, séu að leggja til að hætta samstarfinu við AGS eða IMF.

Sannarlega, er hægt að tappa af þeim lánalínum, sem Íslendingar komast yfir, í því skyni að efla gjaldeyris-varaforðann. Það, mun þó hafa þær afleiðingar að þær lánalínur verða þá að vaxtaberandi erlendum lánum.

Það var einmitt það sem ekki stóð til, þegar þau voru tekin.

Það er engin leið, að komast hjá því, að ríkið taki að hluta yfir skuldir sveitarfélaga, og/eða opinberra fyrirtækja, ef í ljós kemur að þær skuldir eru meiri en þær stofnanir ráða við.

Ég hef allta talið, að skuldir ríkisins séu stórlega vanmatnar, bæði af ríkinu og af Seðlabanka.

Þær séu nær, 2.000 milljörðum en 1.500.

Þú ferð þó með fleipur, þegar þú heldur því fram, að Icesave málið, tengist ekki ESB. Sú tenging, er fullkomlega augljós, öllum þeim sem kæra sig um að skoða málið með opnum huga. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.6.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband