Forgangsröð ríkisstjórnarinnar!!

Fyrst, vil ég fagna því, að samkomulag um Icesave, virðist í sjónmáli. Það er alltaf, slæmt að milliríkjadeilur, standi yfir. Ég tek þó strax fram, að fögnuður minn, er mjög málum blandinn.

  1. Icesave, þoldi bið fram á haust. Sú bið, hefði ekki kostað almenning krónu, né fyrirtækin. Hagkerfinu hefði ekki blætt út, fyrir þá bið.
  2. Sú bið, sem orðið hefur á, að lokið sé uppgjöri gömlu bankanna, hefur - aftur á móti - valdið, fyrirtækjum og heimilum, stórtjóni. Heimilum og fyrirtækjum blæðir, vegna þess að bankakreppa stendur enn yfir, og hefur gert alla tíð síðan, bankarnir gömlu hrundu.
  3. Íslandi verður lánað fyrir Icesave skuldbindingum, með ríkisábyrgð - þ.e. allt umfram eignir fellur á ríkið, eða - með öðrum orðum, þjóðina.
  4. Þó svo, eignir komi á móti, eftir einhver ár, þá þurfum við Íslendingar, að borga vexti af allri upphæðinni, á meðan - á sama tíma og við erum að ganga í gegnum verstu efnahagskröggur í áratugi. Með öðrum orðum, skuldum við þessa 650 milljarða, skv. samkomulagi ríkisstjórnarinnar, við Bretland og Holland - annað er kjaftæði því hvað kemur á móti, er algerlega óvisst.

Hvers vegna, er Icesave málið, tekið fyrir á undan? Af hverju, er metið mikilvægara, að leysa Icesave, en bankakreppuna, þrátt fyrir að það sé einmitt hún, sem sé að leggja landið í rúst?

Ég hef mínar eigin kenningar, en kasta þessari spurningu fram, svo aðrir geti svarað henni.

En málið með bankakreppuna, er það; að svo lengi sem ekki hefur verið gengið frá uppgjöri við kröfuhafa gömlu bankanna, er enginn leið að vita hvert eigið fé nýju bankanna akkúrat er, þannig - með öðrum orðum - hvað þeim er óhætt að lána. Afleiðingin, er sú, að meðan þessum samningum er ekki lokið, sytjum við uppi með gersamlega lamað bankakerfi - sem veitir nánast enga fyrirgreiðslu til fyrirtækja og einstaklinga.

Þannig, af orsökum sem eru algerlega eðlilegar, miðað við ástand bankanna, þá er nánast ómögulegt að toga út úr þeim, ný lán. Ég sakast hér, ekki við stjórnendur bankanna, enda hafa þeir einfaldlega ekkert í höndunum, sem segir þeim, hvað þeim sé óhætt og hvað ekki. Afleiðingin, er sú, að sjálfsögðu, að þeir gera sem allra, allra minnst.

Á meðan, halda heimili og fyrirtæki áfram að blæða út; en á sama tíma, hrósar ríkisstjórnin sér af - 'vel unnu verki'. Þetta ástand, að mínu mati, er sá einstaki þáttur sem alvarlegastur er - EN SAMT KAUS RÍKISSTJÓRNIN, AÐ LÁTA ÞETTA MÁL BÍÐA!!

Ég er nefnilega alveg sannfærður um, að bankakreppan, okkar stærsta einstaka efnahags-vandamál, sé einnig stærsta ástæðan fyrir því, að krónan er að falla - og hefur verið að gera það allra síðustu vikurnar - og einnig því, að vextir voru einungis lækkaðir um 1%.

Þetta, á ekki að vera neinn leindarómur; þ.s. gengi gjaldmiðils, verkast af tiltrú þeirra sem versla með þann gjaldmiðil á viðkomandi hagkerfi. Ef menn, hafa það í huga, er tengingin fullkomlega ljós. Bankakreppan, er stöðugt - jafnt og þétt - að færa hagkerfið nær, ÖÐRU HRUNI ásamt ALLT OF HÁUM VÖXTUM. Með þetta samverkandi, getur krónan ekki annað en fallið, og haldið áfram að falla.

 

Kveðja, Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband