Alþingi semji um ESB(2)

einar_bjorn_bjarnason-2_854748.jpgÉg fagna, framlagðri, þingsályktunartillögu Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna, um að Utanríkisnefnd, taki að sér að undirbúa tillögu um umsókn Íslendinga, að ESB. Það er ljóst, að við Íslendingar, höfum ekki efni á þjóðarklofningi, í ESB málinu, og á sama tíma að við berjumst við að forða ríkisgjaldþrot.

Það er fullkomlega klárt, að hreint glapræði væri, að fela Samfylkingunni einni samallri, að hafa yfirráð yfir samningaferlinu við ESB. 

*Ég treysti ekki Samfylkingunni, í þessu máli, til að ná fram viðunandi samningi.

*Málflutningur Samfylkingarmanna, um að Ísland eigi ekki nokkurn möguleika, fyrir utan ESB - er ekkert annað en þjóðhættulegur, enda leiðir slík afstaða augljóslega ekki til góðrar samings-niðurstöðu.

 *Samfylking, hefur ekkert PLAN B: það er ESB, eða dauði.

Ástand efnahagsmála:

Það er þvílíkt, að stefnir í algert hagkerfis hrun. Samkvæmt Mats Josefsson mun kostnaður, við endurreisn bankakerfisins, hérlendis, verða um 85% af þjóðarframleiðslu. Fulltrúi AGS eða IMF (International Monetary Fund) hérlendis, segir svipaðann hlut, þ.s. að kostnaður við endurreisn fjárhags bankanna, og Seplabankans, verði milli 85-90% af þjóðarframleiðslu. Það gera liðlega 1200 milljarða, herrar mínir og frúr. Það leggst síðan ofan á þegar viðurkenndar skuldir ríkissjóðs, um 95% af þjóðarframleiðslu. Síðan má ekki gleima heldur, ICESAVE og einnig hallanum á ríkissjóði. VIÐ ERUM AÐ TALA UM 2 ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLUR Í SKULDUM!

Herrar mínir og frúr, ríkið er á hraðri siglingu, í gjaldþrot. Enn, er hægt að koma í veg fyrir slíkt. En, tíminn til stefnu er naumur. Strax í sumar, verður að ganga frá uppgjöri gömlu bankanna, svo þeir nýju öðlist raunverulegt eigið fé, og geti farið að veita fyrirgreiðslu. Fyrr, getur starfsemi atvinnulífsins, ekki komist í samt lag. Síðan, þegar í kjölfarið, verður að veita almenna 20 - 30% afskrift skulda almennings, og fyrirtækja; til að örva atinnulífið og hleypa nýju fjöri í neyslu almennings. Grundvallar atriði, er að stöðva þann neikvæða spíral, sem atvinnulífið og þjóðfélagið, er komið í. EF ÞAÐ ER EKKI GERT, VERÐU RÍKISSJÓÐUR GJALDÞROTA,,,EKKERT EF MEÐ ÞAÐ!!!

Ég tek þetta fram, til að undisstrika, nauðsyn þess, að þingsályktunar tillaga,  Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna, náu fram að ganga, - - - því það síðasta sem við höfum efni á, akkúrat núna, er að kljúfa þjóðina í herðar niður, út af deilumálu, sem getur ekki með nokkrum hætti, reddað okkur úr núverandi vandræðum, en deilan sem upp getur komið, getur aftur á móti, orðið mjög til trafala þegar allur tími Alþingis sem og stjórnvalda, þarf að fara í baráttuna við kreppuna.

 

137. löggjafarþing 2009; þskj. 54  —  54. mál:
Tillaga til þingsályktunar um undirbúning mögulegrar umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

Alþingi ályktar að fela utanríkismálanefnd Alþingis að undirbúa mögulega umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Nefndinni er falið eftirfarandi hlutverk:
    1.      Að setja saman greinargerð um mikilvægustu hagsmuni Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
    2.      Að vinna vegvísi að mögulegri aðildarumsókn sem taki til umfjöllunar öll álitamál varðandi upphaf aðildarviðræðna og hvernig að þeim skuli staðið, auk þess að fjalla um nauðsynlegar ráðstafanir í tengslum við staðfestingu mögulegs aðildarsamnings.
    Nefndin l júki framangreindum verkefnum sem allra fyrst og eigi síðar en 31. ágúst 2009.

 

Kveðja, Einar Björn Bjarnason, Stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur, og nr. 9 á lista fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík Suður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 804
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 740
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband