Gjaldþrot einstaklinga, sem lausn!!

einar_bjorn_bjarnason-1_815583.jpg

Hvernig leysum við vanda þeirra einstaklinga, sem standa frammi fyrir gjaldþroti, þrátt fyrir 20% niðurfellingu skulda?

 

PLAN B: Hvað ef, þeim er einfaldlega leyft að verða gjaldþrota?

 

Til, að gera það að manneskjulegri leið, legg ég til að ákvæðum laga um gjaldrot einstaklinga verði breytt. Lög um gjaldþrot einstaklinga verði færð upp að, lögum um gjaldþrot fyrirtækja og hlutafélaga. Hugmyndin, er sú, að skuldir núllist út, við gjaldþrot, með einhverjum undantekningum, svo sem meðlagsskuldir.

 

Hugsa má sér, að fólki verði leyft að halda áfram að búa í sínum húsum. Það megi ekki reka það út, þó að banki eða önnur einka- eða opinber stofnun hafi leyst eign þeirra til sín. Það er þó sennilega rétt að hafa einhvern tímaramma, þannig að fólk þurfi að festa sér kaup á því húsnæði, sem það býr í, á nýjan leik, innan sanngjarnra tímamarka. Ef það geri það ekki, sé það búið að fyrirgera sér þeim rétti, að búa í því húsnæði. Ég geri ráð fyrir, að fólk fái ákveðinn forgangsrétt til að festa kaup á sínu húsnæði á nýjan leik, þ.e. fyrsta kauprétt, svo lengi sem þ.e. gert innan frests. Ef áhugasamur kaupandi kemur fram, sem býður hærra, þá hafi það rétt til að hækka sig á móti. Ganga inn í tilboðið. Ekki megi, selja ofan af þeim, fyrr en fresturinn ofantaldi er liðinn, án þess að það hafi gert kauptilboð, eða að það hafi ekki ákveðið að hækka sig upp til að mæta hærra tilboði frá þriðja aðila.

 

Augljóslega, verður sú tillaga, að núlla út skuldir við gjaldþrot, fordæmd af ímsum. En, þetta er það sem fyrirtæki, hafa lengi komist upp með, og þykir allt í lagi á þeim vettvangi. Bankar, og aðrir lánaveitendur, verða einfaldlega, að reikna með þessu, eins og þegar fyrirtæki eiga í hlut.

 

Lánaveitendur, verða þá líklega liðlegri en áður, til að fella skuldir niður að hluta, enda er gjaldþrot þá ekki lengur eins hagstæð leið fyrir þá og reyndin er í dag. Vopnin hafa snúist við, því þarna er gjaldþrot orðið vopn fyrir lánatakendur.

 

Með þessu, verður það mjög mikilvægt fyrir lánaveitendur, að veita einungis lán, eftir vandlega greiningu á greiðslugetu. Með þessu er nefnilega hvötunum snúið við, frá því sem nú er. Því, í þessu kerfi, er mun áhættusamara fyrir þá en áður, að vera mjög ógrandvarir gagnvart því hverjum er lánað og hve mikið.

 

Þetta ætti því, að gera það mun ólíklegra en í núverandi kerfi, að lánaveitendur, láni langt út fyrir greiðslugetu. Að þeir falbjóði lán, á kjörum sem virðast lág, en sem eru eitruð, sbr. lán með endurskoðunarákvæðum. Málið, að þetta er einmitt mjög þörf breyting, að framkalla kerfislægan hvata, sem hamlar óábyrgum lánaveitingum.

 

Varðandi, hættu á misnotkun, þá má hugsanlega, beita "three strikes out," þ.e. að miðað sé við 10 ára tímabil, þannig að við þriðja gjaldþrot innan þess tímabils, þá taki gömlu reglurnar gildi gagnvart þriðja gjaldþrotinu. Viðmiðið, sé að 2 gjaldþrot á 10 árum, séu ekki fyrir utan það sem eðlilegt geti talist, en það þriðja bendi til að maðkur sé í mysunni, þ.e. að annað tveggja eigi við, að einstaklingur sé of úr hófi fram kærulaus eða að viðkomandi sé að reyna að spila á kerfið. Ég held, að slík regla, ætti að nægja til að hamla gegn óhóflegri misnotkun.

 

Virðingarfyllst, Einar Björn Bjarnason

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband