Nýjar reglur um gjaldeyrisviðskipti hindra ekki beinar erlendar fjárfestingar í íslenskum fyrirtækjum, segir Björgvin G. Sigurðsson

Samkvæmt frétt Rúv.is

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item240000/

Að sögn Björgvins G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra verður þó fjárfestingin verður þó að vera að í minnsta kosti 10% hlutafjárins."það væri sameiginlegur skilningur Seðlabankans og viðskiptaráðuneytisins að gjaldeyrisreglurnar hefti ekki beina erlenda fjárfestingu. Túlkun Seðlabanka sé sú að bein erlend fjárfesting sé kaup á 10% eignarhlutur eða meira. Þetta þýðir að fyrirtæki hér geta fengið útlendinga til að fjárfesta í rekstrinum, ef eignarhlutur þeirra fer yfir 10%."

Nú, manni verður spurn...er maðurinn fífl?

Þetta hljómar ruddalegt, en punkturinn er sá að ef fyrirtæki er skráð erlendis á markaði, þá eru flestir erlendir hlutir litlir. Með öðrum orðum, þessar reglur raun og veru, taka fyrir markaðssrkáningu íslenskra fyrirtækja erlendis.

Þetta er alvarlegt mál, þar sem hlutabréfamarkaðir eru í dag ein helsta leið fyrirtækja til að ná sér í fjármagn. Þau fyrirtæki sem eru í dag með skráningu af einhverju tagi, standa frammi fyrir þeim kostum að fara af þeim mörköðum eða að flytja starfsemi sína úr landi.

Augljóslega er það ekki stefna stjórnvalda að hrekja vaxtabrodda starfsemi hérlendis úr landi, en það getur verið afleiðing nýlegra reglna um Seðlabanka Íslands, nema þeim sé breitt verulega í snatri.

Ég býst við að forsvarsmenn fyrirtækja þeirra sem hlut eiga að máli muni eiga fundi með stjórnvöldum næstu daga, og að niðurstaðan verðir að stjórnvöld muni beygja sig í þessu máli.

Það sem þetta afhjúpar þó enn einu sinni, er fum og fát þeirra sem nú eru við stjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband