Er stórhætta á nýju Miðausturlanda-stríði?

Ný krísa í samskiptum Saudi-Arabíu og Lýbanons hefur vakið athygli heimsins. En á mánudag, sagði ráðherra í ríkisstjórn Saudi-Arabíu. Að ríkisstjórn Lýbanons - hefði líst yfir stríði gagnvart Saudi-Arabíu. Með því að standa sig ekki í því, að halda aftur af - Hezbollah hreyfingunni.
--Með fylgdi krafa þess efnis, að stjórnvöld Lýbanon tryggði afvopnun hreyfingarinnar, og áhrifaleysi í náinni framtíð.
--Krafa sem augljóst er út í hött. Svo gersamlega, að Sisi leiðtogi Egyptalands - taldi sig knúinn til að lýsa því yfir daginn eftir, að þ.s. skipti máli í Lýbanon, væri að viðhalda stöðugleika í því landi, auk þess að hann benti á það - að Mið-Austurlönd þyrftu ekki á meiri óstöðugleika að halda.
--Það er áhugavert að Sisi skyldi tjá slíkt til alþjóðafjölmiðla, því Saudi-Arabía studdi hann til valda á sínum tíma, auk þess að styrkja stjórn hans mjög rýflega fjárhagslega - fyrsta kastið.

Sjá umfjöllun um daginn: Saudi-arabísk stjórnvöld segja Lýbanon hafa líst yfir stríði.

The Mideast war risk Trump can’t ignore

 

Kort er sýnir hópaskiptingu Lýbanons

http://gulf2000.columbia.edu/images/maps/Lebanon_Ethnic_lg.png

En stundum setja menn fram -absúrd- kröfur sem menn vita að verða ekki uppfylltar, sem tilliástæðu fyrir að hefja stríð!

Það blasir ekki við að stjórnvöld Saudi-Arabíu, geti ógnað verulega stöðu Hezbollah, sem hefur gríðarlega sterka stöðu í Lýbanon. Nema að Ísrael fáist til að taka þátt!

Augljóslega lýst Ísrael illa á stöðuna, enda er niðurstaða átakanna í Sýrlandi að skila stórfellt öflugra Hezbollah. Íran virðist ætla að takast að tryggja algerlega öruggar samönguleiðir milli Írans og Sýrlands - þaðan til Lýbanon.

Íranski lýðveldisvörðurinn hefur tekið fullan þátt í átökum innan Sýrlands - sl. 2 ár. Og er til staðar innan Sýrlands, greinilega í verulegum fjölda, m.ö.o. íranskur her.

Í flestum sömu bardögum hefur Hezbollah einnig verið til staðar, auk þess að Hezbollah var fullur þátttakandi frá 2013 eða tveim árum fyrr. Hezbollah virðist hafa tekist að tryggja alger umráð yfir landamærasvæði innan Sýrland - í framhaldi af Bekha svæðinu í Lýbanon.

Hezbollah liðar virðast hafa mjög nærri svipaða stöðu í Sýrlandi í dag, og þeir hafa töluvert mikið lengur haft í Lýbanon.

  1. Ísrael hefur nú í nokkur skipti gert loftárásir innan Sýrlands, til að eyðileggja vopnasendingar til Hezbollah - og í eitt skipti lét íranskur hershöfðingi lífið, yfirmaður lýðveldisvarðarins í Sýrlandi í það skiptið.
  2. Ísrael hefur opinberlega sagt fjölmiðlum að þeir hafi vitneskju um það - hver yfirmaður lýðveldisvarðarins í Sýrlandi sé í dag.

--Sem felur í sér augljósa hótun.

  • En spurningin er hvort það séu verulegar líkur á stríði með þátttöku Ísraels, í samvinnu við Saudi-Arabíu, ætlað að veikja verulega Hezbollah samtökin?
  • Þessari spurningu er ómögulegt að svara.

En enginn vafi er að Ísrael metur hratt vaxandi styrk Hezbollah sem alvarlega ógn.
Að auki, að Ísrael meti staðsetningu fjölmenns íransks herliðs í Sýrlandi, einnig sem ógn.
Ekki síst, að Ísrael án vafa metur þá samsetningu, sem vaxandi ógn!

  1. Ástæðan til að velta þessu fyrir sér, er að sögulega hefur Ísrael oft brugðist við því sem metið er - alvarleg ógn, með stríði.
  2. Og að þ.e. mjög áhugavert, að Saudi-Arabía skuli vera að beita sér gegn Lýbanon akkúrat núna.

Einungis Ísrael hefur nægilega öflugan her akkúrat rétt staðsettan til að skipta máli.
Ísrael getur mæta vel, ráðist inn í Lýbanon og Sýrland, hefur landher til þess og flugher
.
Meðan að Saudi-Arabía getur í raun og veru afar lítið aðhafst.

 

Niðurstaða

Ef Ísrael hefur hafið stríð, hefur það hingað til alltaf gerst mjög snöggt. Hinn bóginn mundi innrás í Lýbanon og Sýrland, vera töluvert stór ákvörðun - en nú er svo komið að vart mundi duga að ráðast einungis inn í Lýbanon, ef tilgangurinn væri að veikja verulega Hezbollah auk þess að veikja þá aðstöðu sem Íran hefur byggt sér upp innan Sýrlands sl. 2 ár.

En þetta þíddi ekki einungis bein átök við Hezbollah, heldur íranska lýðveldisvörðinn - sem er í raun og veru, íranskur her. Og það væri spurning hver viðbrögð Rússa mundu vera.

Á hinn bóginn, virðist manni afar þíðingarlítið fyrir Saudi-Arabíu að hefja atlögu gegn Lýbanon, ef Ísrael er ekki með í för. Enda afar lítt sem Saudi-Arabía getur gert. Enda her Saudi-Arabíu langt í burtu. Og mundi ekki geta komist á vettvang.

Einungis eitt land ræður yfir þeim herstyrk sem getur skipt máli. Og það sama land er einnig rétt landfræðilega staðsett. Þetta eru auðvitað vangaveltur -- það þarf ekki að vera að stríð sé yfirvofandi. En það getur svo sannarlega verið svo!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Þetta er allt með miklum ólíkindum. Að Íran, erkióvinur Bandaríkjanna, skuli styrkja stöðu sína á öllum þessum átökum sem Bandaríkjamenn hafa komið af stað.

Sveinn R. Pálsson, 9.11.2017 kl. 08:55

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sveinn, sammála því að það sé ákaflega merkilegt hvernig Íran virðist alltaf koma upp á toppnum síðan Bush framkv. það axarskaft að hefja innrás í Írak 2003.
--Ekki þó sammála því að nokkurt utanaðkomandi land hafi hafið átök í Sýrlandi, stríð sem hófst með innanlands uppreisn.
--Hinn bóginn virðast löndin, þ.e. Saudi Arabar og arabaríki meðfram Persaflóa, ekki ætla að græða nokkurt á því að hafa stutt margvíslegar skæruhreyfingar er voru andstæðar Sýrlandsstjórn - það að NATO lönd um hríð veittur einhvern slíkan stuðning að auki, ætlar ekki að skapa nokkurn gróða heldur.

Sameiginleg aðkoma Írans með sinn lýðveldisvörð greinilega í verulegum fjölda, ásamt rússn. flugher - virðist fullkomlega hafa snúið þeirri stöðu nær algerlega við.
Hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Saudi-Arabía sem hefur verið í átökum við Íran a.m.k. síðan 1979, er ekki í góðum málum.
--Hvað sem mátti segja um Obama forseta, held ég að ákvörðun hans að semja við Íran, hafi verið rétt.
--Trump virðist aftur á móti taka sömu afstöðu til Írans, og ný-íhaldsmenn Bush.

Trump virðist þó fókusaður á Norður-Kóreu - óvíst að hann sé verulega að veita því sem er nú að gerast hugsanlega í Mið-Austurlöndum mikla athygli.
--Það þarf ekki vera að Saudi-Arabía sé hafi öruggan stuðning Bandar. við slíkt stríð.
--En hún getur líklega reiknað með honum -eftir á- ef hún hefur það, sérstaklega ef Ísrael verður með.

Bandarískir hægrimenn eru svo harðir stuðningsmenn Ísraels nánast án undantekninga, að jafnvel þó þeir væru -blindhliðaðir- af því að slíkt stríð mundi hefjast - með fókus annað þá stundina, m.ö.o. þeir hefðu ekki tekið þátt í plotti um að hefja það; mætti líklega treysta því að þeir mundu lísa fljótt yfir stuðniingi við aðgerðir Sauda og Ísraela ef slíkar aðgerðir mundu fara af stað.

Það m.ö.o. þarf ekki vera að Washington sé með í ráðabrugginu á þessum punkti.
Saudi-Arabía og Ísrael, geta verið vel fær að koma dæminu af stað, án þess að spyrja Washington fyrst.

Enginn veit auðvitað hvort að þetta sé hvað sé að fara að gerast.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.11.2017 kl. 10:55

3 identicon

Finnst ykkur "gáfumönnunum" það merkilegt?

Ef þið haldið, að styrkja Saudi Arabíu ... öfgasinnaða, og hreinlega ógeðslega drullusokka ... og hér er vægt til orða tekið.  Vera Bandaríkjamönnum til "heilla" ... þá er afskaplega skiljanlegt að þið getið aldrei skilið nokkurn skapaðan hlut ... ef svo er, getið þið tæplega talist heilvita.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.11.2017 kl. 23:00

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, viltu ekki aðeins tjá þig skýrar - meining þín var dálítið óljós.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.11.2017 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband