Borgin Kirkuk gefin eftir af Kúrdum - nánast bardagalaust, það getur verið að frekari átök verði ekki við Bagdadstjórn

Mig grunar að Bandaríkin hafi leyst málið - þannig séð. Eins og málið lítur út - virðist sem að leynilegt samkomulag hafi verið gert við annan tveggja af flokkum Íraskra Kúrda, þ.e. "Patriotic Union of Kurdistan (PUK)", en hluti Peshmerga hersveita Kúrda virðist auðsýna þeim armi íraskra Kúrda hollustu.

Hluti Peshmerga sveita undir stjórn PUK virðist ekki hafa veitt sveitum Bagdadstjórnarinnar - vopnaða andstöðu.

Kurds’ independence dreams shattered as Iraqi tanks enter Kirkuk: "The Iraqi military advance was facilitated by the withdrawal of the KRG’s second largest party, the Patriotic Union of Kurdistan (PUK)." - “There seems to be good co-operation between the forces that came from Baghdad and the PUK-linked security forces in the city,

Peshmerga liðar undir stjórn - hins meginarms íraskra Kúrda "Kurdistan Democratic Party (KDP)" neyddust þá til að hörfa -- íraskar hersveitir virðast einungis hafa þurft klukkustund til að komast að miðborg Kirkuk.

Sveitir hollar "PUK" virðast enn í borginni, og eins og fréttin að ofan segir - samvinna milli þeirra og sveita Bagdadstjórnar.

Iraqi forces seize oil city Kirkuk from Kurds in bold advance: "Talabani’s widow, Hero, said the Iraqi operation was carried out with international consent and the PUK was not able to prevent it through talks. “This heroic city was facing an international plan,” she said in a statement." - "”The past few days have been spent in meetings with American representatives, representatives of the Iraqi government and ... of various other countries in order to prevent today’s attack. “It is with great regret that we were not successful on this occasion.”" 

Takið eftir orðum ekkju Jalal Talabani heitins - fyrrum leiðtoga PUK.

  1. Orð hennar sýna greinilega að hvort tveggja bandarískir aðilar og aðilar á vegum Bagdadstjórnarinnar - hafi rætt við stjórnendur PUK.
  2. Fyrst að PUK fær að starfa óáreitt áfram í Kirkuk, virðist algerlega augljóst að leynilegt samkomulag var gert.

"Baghdad described its army’s advance as largely unopposed, and urged the Peshmerga to cooperate in keeping the peace." - "Washington...according to a U.S. Embassy statement." - “ISIS (Islamic State) remains the true enemy of Iraq, and we urge all parties to remain focused on finishing the liberation of their country from this menace.

Bagdadstjórnin virðist bjóða frið - án þess beint að skilgreina hann nákvæmlega.
Meðan að fulltrúar Bandaríkjastjórnar - hvetja aðila til að slíðra sverðin.

"As Iraqi forces advanced, Kurdish operators briefly shut some 350,000 barrels per day of oil output at two large Kirkuk fields, citing security concerns, oil ministry sources on both sides said. But production resumed shortly thereafter following an Iraqi threat to seize fields under Kurdish management if they did not do so, according to the sources."

Áhugavert að olíusvæðin í grennd við Kirkuk - voru skilin eftir undir stjórn kúrdískra aðila -- kæmi mér ekki á óvart, ef þeir tengist "PUK" armi Kúrda.

Eða kannski, að yfirvöld í Bagdad hafi ekki viljað hætta á það að Kúrdar kveiktu í olíulyndunum.

http://3.bp.blogspot.com/-JtfzbsHrjBM/UaO57Mf8KjI/AAAAAAAAAk4/emvMilpje6k/s1600/kurdistan%20-map.jpg

Eftirgjöf Kirkuk þíðir náttúrulega að Kúrdar hafa hana ekki lengur

Ekkert manntjón hefur þá væntanlega orðið innan hennar - olíuframleiðslan heldur áfram nánast án nokkurs hikksta.

  1. Kúrdar hafa eitt öflugt spil á hendi, en þ.e. olíuleiðsla er liggur í gegnum Kúrdahéröð til sjávar í Tyrklandi.
  2. Það væri ekki fljótleyst fyrir Bagdadstjórnina, að leggja nýja - auk þess það væri dýrt.

Tyrkir höfðu um nokkurt skeið heimilað Kúrdum að selja olíu í gegnum Tyrkland.
Þetta er einnig fær útflutningsleið fyrir stjórnina í Bagdad.

Það virðist sennilegt að samningar fari nk. daga fram milli Kúrda og Bagdadstjórnar - með milligöngu bandarískra embættismanna.
--Sú leið sem Bandaríkin virðast vera að fara, virðist sú að stoppa stríðið sem fyrst.

  • Að hafa náð Kirkuk borg sé góður biti fyrir Bagdadstjórn.
  1. Það eigi eftir að koma í ljós, hvort eða að hvaða leiti - sjálfstæðisyfirlýsing íraskra Kúrda getur náð fram að ganga.
  2. En augljóslega þurfa Kúrdahéröð að geta flutt út olíu, ef þau eiga að geta verið - efnahagslega sjálfbær.
  3. Og þau geta einungis flutt út olíu, annars vegar í gegnum Tyrkland -meðan Erdogan heimilar slíkt- eða hins vegar í gegnum Persaflóa um olíuhafnir Íraks -háð þá að sjálfsögðu leyfi íraskra stjórnvalda.-

Þó það virðist ekki endilega óskaplega líklegt eftir þessa atburðarás, að sjálfstæðisyfirlýsing íraskra Kúrda standi óhögguð.
--Þá kannski er lausnin þar um, að gefa eftir Kirkuk, að Bagdadstjórn fái að flytja olíu út með notkun leiðslunnar er liggur um Kúrdahéröð, og að Kúrdahéröð fái að flytja út olíu um Persaflóahafnir Íraks.

En það sem Bandaríkjastjórn virðist umhugað um, virðist vera að - stoppa stríðið.

 

Niðurstaða

Eftir sannarlega dramatíska atburðarás sem greinilega innibar fullt af leynimakki. Þá lítur allt í einu út fyrir að stríðið milli íraskra Kúrda og Bagdadstjórnarinnar sem leit út á aðfaranótt mánudags að væri að skella á - hugsanlega af miklum þunga. Hætti nánast strax og það virtist vera að hefjast.

Það mun sjálfast koma í ljós á næstu dögum eða vikum, hver staða íraskra Kúrda akkúrat verður - þ.e. sá möguleiki er náttúrulega til staðar að bakkað verði aftur að þeirri stöðu er var til staðar áður en almenn atkvæðagreiðsla fór fram í Kúrdahéröðum um sjálfstæði - en það er sjálfsagt ekki algerlega unnt að útiloka að Kúrdar nái fram í þeim samningum er líklega fara í hönd, annaðhvort fullu sjálfstæði með blessun Bagdad eða ástandi sem sé sjálfstæði að öllu leiti nema að nafni til.

Spenna mun augljóslega viðhaldast a.m.k. einhverja hríð áfram, meðan að slíkir samningar fara fram.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einar, allt þetta hjá þér er algerlega öfugsnúið.  Það eru kúrdar sem eru í vandræðum með fjármagn, og eru að "stela" olíulindum.  Þeir eru einangraðir, og geti hverki flutt hana út nema með "samvinnu" nágrannana. Kirkuk var tekin, ekkert með "eftirgjöf" frá Kúrdum ... nóg varð um vandann, og mannfall varð líka ... Írak tók þessa borg, í leiftursókn og enginn var viðbúinn.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 04:54

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, nema það stenst enga skoðun - ISIS gat varist í Mosul mánuðum saman. Engin borg með milljón íbúa fellur á klukkustund. Ef varnarliðið hefur einhvern hinn minnsta undirbúning og varnarliðið ræður yfir góðum vopnum. Enda veita fjölmennar borgir að mörgu leiti frábær varnarskilyrði. Sóknin var langt í frá óvænt - Kúrdar vissu af liðsafnaði Íraska stjórnarhersins fyrir meira en viku. M.ö.o. kenning þín stenst ekki - ekki neitt.
--Kúrdar gátu kveikt í olíulindunum - þeir geta sprengt leiðsluna er fer yfir þeirra land. Þeir hefðu getað varist í Mosul a.m.k. vikum saman ef ekki mánuðum -- sem hefði skilið borgina eftir rjúkandi rústir.
--Atburðarásin sýnir að fréttirnar af rás atburða eru líklega réttar - eiginlega er það eina skýringin sem stenst, þ.s. eftir allt saman sakar önnur Kúrda fylkingin hina um svik -- þú átt eftir að skýra það að auki, ef fréttirnar eru rangar eins og þú greinilega heldur fram.
--Eini bardaginn var rétt utan við borgarmörkin -- síðan greinilega snögglega yfirgefa sveitir Kúrda sem voru að berjast borgina. Greinilega er þetta eins og fréttir af rás atburða benda til -- að einungis önnur fylkingin var að berjast; og neyddist eftir stuttan bardaga til að snögglega hörfa er hin fylkingin hleypti sveitum stjórnarhersins bardagalaust í gegn.
Það bendi sterklega til fyrirfram samkomulags stjórnarhersins við þá fylkingu, eftir allt saman fá hermenn þeirrar fylkingar áfram að vera í borginni, og þ.s. samvinna milli þeirra sveita og aðkomuhersins.

M.ö.o. benda allar sjáanlegar vísbendingar máls til þess að skilningur minn á rás atburða sé líklega réttur.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.10.2017 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband