Virðist raunverulega stefna í nýtt stríð innan Íraks milli Bagdadstjórnarinnar og íraskra Kúrda er virðast stefna að fullu sjálfstæði

Atburðrás sunnudagsins bendir sterklega til þess.
--Leiðtogar íraskra Kúrda höfnuðu úrslitakostum Bagdadstjórnarinnar á sunnudag.
--Peshmerga hersveitir íraskra Kúrda virðast hafa tekið sér varnarstöðu rétt sunnan af mikilvægum olíusvæðum við Kirkuk borg.
--Talsmenn Bagdadstjórnarinnar, sökuðu íraska Kúrda að hafa gert bandalag við IPG sveitir sýrlenskra Kúrda, og að IPG liðar væru komnir til Kirkuk borgar - þetta var sagt stríðsaðgerð af hálfu íraskra Kúrda.
--Meðan talsmenn íraksra Kúrda höfnuðu þessu, sögðu engan sannleik að baki þeim ásökunum.
Þegar leið að miðnætti í Írak, virtist her Bagdadstjórnarinnar vera kominn á hreyfingu í átt til Kirkuk - blaðamönnum var sagt að til stæði að taka mikilvægan flugvöll nærri borginni.

Engar fréttir höfðu borist af bardögum!

Kurdish leaders reject Baghdad demand to cancel independence vote

Kurds block Iraqi forces' access to Kirkuk oil fields

Iraq says Kurds have brought in PKK fighters in 'declaration of war'

Iraqi forces start advancing toward Kurdish-held Kirkuk

http://3.bp.blogspot.com/-JtfzbsHrjBM/UaO57Mf8KjI/AAAAAAAAAk4/emvMilpje6k/s1600/kurdistan%20-map.jpg

Miðað við fregnir af framrás hersveita shíta stjórnarinnar í Bagdad, virðist líklegt að stríð sé að skella á

Engin leið fyrir utanaðkomandi að gíska á styrk hersveita Bagdadstjórnarinnar vs. styrk hersveita íraskra Kúrda, Peshmerga.

2014 þegar ISIS réðst eins og frægt var inn í Írak, þá virtist íraski herinn hrynja saman - ISIS tók stór svæði að því er virtist bardagalaust, og náði auk þess gríðarlegu miklu magni vopna og skotfæra er hergagnageymslur féllu þeim í hendur - án þess að vera sprengdar.
--Bagdadstjórnin varð þá að kveðja fólk til vopna, eiginlega hvern sem er - til að stöðva ISIS. Verulegur fjöldi hersveita spratt þá fram sem formlega tilheyra ekki hernum.

Aftur á móti síðan 2016 hefur íraski herinn sókt stöðugt fram gegn ISIS, reyndar í samvinnu við hersveitir Kúrda -- en punkturinn er sá að sá her virðist líta mun betur út í dag.

Hersveitir Kúrda þurftu einnig fyrst í stað að hörfa 2014 fyrir árásum ISIS - en fljótlega hófu Bandaríkin sendingar á nýjum vopnum og skotfærum, auk þess að loftárásum flughers Bandaríkjanna var beitt til stuðnings hersveitum Kúrda -- og það tókst að stöðva sókn ISIS.

Síðan var fljótlega snúið vörn í sókn, og hersveitir Kúrda hertóku þá umtalsverð landsvæði þ.s. til staðar er blönduð byggð Kúrda og Súnní Araba - en Kúrdar ekki endilega í meirihluta. Ekki síst, tóku þeir Kirkuk og olíusvæði í grennd við þá borg.
--Kúrdar ætlar sér greinilega að halda þeim svæðum, ekki síst er Kirkuk og olíusvæðin þar í grennd, mikilvæg.

  1. Deilur um þau svæði - en þau eru utan viðurkenndra landamæra sjálfstjórnarsvæðis íraskra Kúrda.
  2. Auk deilna um áform íraskra Kúrda um fullt sjálfstæði.

Þessi tvö atriði eru mest áberandi deiluatriðin við Bagdadstjórnina.

  1. Bagdadstjórnin gerir tilkall til þess að stjórna öllu Írak.
  2. Meðan að Kúrdar greinilega ætla sér fullt sjálfstæði frá Írak.

Og bersýnilega ætla Kúrdar að verja það tilkall til sjálfstæðis, gegn hersveitum Bagdadstjórnarinnar.

Það mun þá væntanlega koma í ljós á næstunni, hvort íraskir Kúrdar hafa þann styrk sem þeir þá þurfa - til að verja það tilkall til sjálfstæðis, auk þess tilkalls sem þeir nú gera til þeirra landsvæða sem þeir nú stjórna.


Niðurstaðan væntanlega ræðst af herstyrk fylkinganna sem deila!

Eiginlega er ekki rétta spurningin -- hver hefur rétt tilkall til hvaða svæðis.

  1. Sannarlega eru Kúrdar ekki í meirihluta alls staðar á þeim umdeildu svæðum sem þeir hertóku 2014.
  2. Hinn bóginn, eru þeir aðrir sem búa þar -- ekki heldur Shítar.

--Stjórnin í Bagdad hefur síðan 2003 verið leidd af fjölmennasta íbúahluta Íraks, Shítum.
--Milli stríðandi fylkinga, Shíta vs. Kúrda -- eru svæði byggð Súnní Aröbum.

Súnní Arabar er 3-ji hópurinn innan Íraks.
Undir Saddam Hussain, var sá hópur lengi ráðandi! 
Og hélt Shítum og Kúrdum niðri með vopnavaldi.

  • Hvorki Shítar né Kúrdar eru vinir Súnní Arabanna.

En 1989 lét Saddam Hussain myrða um 180þ. Kúrda sbr. svokölluð "Anbar campaign."
Fræg gasárás á bæinn Halabaja fór þá fram, fjöldi Kúrda flúði þá að landamærum við Tyrkland.

1993 gerðu Shítar uppreisn, Saddam Hussain lét berja hana niður - 500þ. Shítar geta hafa verið drepnir. Eftir innrás Bandaríkjahers 2003 er stjórn Saddams Hussains var steypt af stóli og Íraksher þáverandi eyðilagður -- risu Shítar upp aftur, og þá skall á borgarastríð milli Shíta og Súnníta. Mikið manntjón varð þá að nýju - en í það sinn hallaði á Arabana.

  • Punkturinn er sá, að þó það sé rétt að Kúrdarnir og Arabarnir séu ekki miklir vinir.
  • Sé fjandskapur Shítanna og Arabanna - mun ferskari. Fyrir utan að mun meira blóð hafi runnið í átökum þeirra beggja.

--Ég get því ekki séð að það, að Arabar sem lenda undir stjórn Kúrda.
--Séu greinilega líklegri að rísa upp, en Arabar er lenda undir stjórn Shíta.

Eiginlega grunar mig að það sé frekar á hinn veginn, að hatrið milli Shítanna og Arabanna sé ferskara - sé meira, auk þess að ekki má gleyma að Arabar gjarnan álíta Shíta villutrúarmenn.

--En Kúrdar auk þessa hafa sömu trú og Arabarnir, þ.e. Súnní Íslam.

Útkoman verði líklega leidd fram af þeim her sem nær betri árangri á bardagavellinum.

 

Niðurstaða

Það virðist að deilur Shíta stjórnarinnar í Bagdad og íraskra Kúrda er hyggjast greinilega á fullt sjálfstæði - stofnun nýs sjálfstæðs ríkis; verði útkljáðar á bardagavelli.

Engin leið er fyrir utanaðkomandi að giska á hvort herinn sé líklegri til sigurs. Það sé þó þess vert að benda á að Kúrdarnir hafa - varnarstöðu.

Má einnig varpa spurningum fram um aðgerðir utanaðkomandi aðila - en Tyrkland og Íran greinilega eru á bandi Bagdadstjórnarinnar í þessu máli. Vilja að sjálfstæðishreyfing Kúrda sé barin niður.
--Hinn bóginn hafa Bandaríkin það í hendi, að halda Kúrdum á floti.

Kúrdar og Bandaríkjamenn hafa verið í bandalagi síðan á 10. áratugnum, er svokallað "no fly zone" og "safe zone" var sett upp í Írak til að vernda Kúrda. Íraskir Kúrdar hafa stjórnað sínu sjálfstjórnarsvæði með eigin hersveitum samfellt síðan þá. Eiginlega verið "de facto" ríki nú í rúm 20 ár. Kúrdarnir vilja greinilega að "de facto" verði "de juro."

Það eina sem við hér á skerinu getum gert er að fylgjast með fregnum af rás atburða.

  • Ég neita því ekki, að samúð mín er meir með Kúrdunum í þessari deilu.

Ps. Bagdadstjórnin segist hafa náð flugvellinum við Kirkuk og iðnaðarsvæði sunnan við borgina - engin staðfesting þess hefur borist frá Kúrdum: Iraq says captures positions south of Kirkuk including airbase

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kúrdar eru innilokaðir innan Tyrklands, Sýrlands, Írans og Íraks.  þeir eiga enga sigurvon ... þar af leiðandi hlýtur það að vera fyrst og fremst utanaðkomandi áhrif, sem hvetja þá til þessa skrefs.

Þetta skref, getur auðveldlega orðið "banabiti" Kúrda.  Þó er ólíklegt að hin ríkin muni ganga á Kúrda, en munu vinna á móti þeim.

Þess vegna eru utanaðkomandi öfl, sem standa að baki Kúrdum, ekki öfl sem eru að vinna að "samkomulagi" ... því eins og þú bentir á sjálfur, þá er ekkert "vináttusamband" milli Sunni og Kúrda. Þó það sé heldur ekkert vináttusamband milli Sunni og "Shia" múslima.

Að spá í þetta núna, er bara rugl ... ef Íran, Tyrkland og Írak fá einhver "ráð".  Verður þeim sagt að halda aftur af rostanum, og vinna að einangrun Kúrdistan í ró.  Kúrdar eiga sér enga von, ef þeir fara þannig að ... síðan er spurning hvort "Shita" múslimar, geti yfir höfuð lækkað í sér rostann.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.10.2017 kl. 09:55

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, það skiptir öllu máli hvað utanaðkomandi ríki ákveða að gera - en Kúrdar ættu að geta haldið velli gegn stjórninni í Bagdad einni saman. Það hefur verið sameiginleg stefna Tyrklands - Sýrlands - Íraks og Írans; að kúga Kúrda um áratugi. Sú afstaða er ólíklega að breytast.
--Þannig að einungis ríki sem stendur utan við þann hóp, getur ákveðið aðra útkomu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.10.2017 kl. 16:28

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Samúð mín er líka með Kúrdum - þeir voru sniðgengnir þegar bretarnir notuðu blýantinn á landakortið í kjölfar fyrra stríðs og falls Ottoman veldisins og skiptu þjóðinni milli 3ja landa.  Kúrdar hafa barist fyrir sjálfstæði alla tíð síðan. 

Kolbrún Hilmars, 16.10.2017 kl. 16:30

4 identicon

Hef enga samud med neinum theirra, en eins og eg sagdi ... irak stjorn, hljop upp a nef ser og for ad gera sig stora.  Ad mer skilst med einhverja hjalp fra Iran.  Eg efast um ad Tyrkir fari i thetta ... their hafa i nogu ad vinna.  Syrland, voga ser ekki ad ganga a kurda medan russar eru tharna ... kurdar voru of fljotir a ser.  Skil tha tho, thvi madur a ad neita a medan a nefinu stendur eins og maltaekid segir.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.10.2017 kl. 20:07

5 identicon

Veit ekki, thegar eg hugsa ut i thetta ... that getur vel verid eins og thu segir, ad thetta se einmitt retti timinn fyrir Kurda.  Russar vilja fa samstodu, og munu thvinga Syrlendinga til thess ... Tyrkir eru varkarir, their eru i eldinum ... spurningin er hvar Russar fall nidur i spilinu.  Ef Kurdum tekst ad halda ser "rettum" megin vid Russa, tha eru their i godum malum ... annars er haetta a thvi ad their lendi milli "rock and a hard place", eins og einhverjir skrifarar tharna fyrir austan komust ad ordi.

Thetta gaeti tekist hja theim.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.10.2017 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband