Leiðtoga Katalóníu veittir úrslitakostir - 8 daga frest til að falla frá tilraunum til sjálfstæðis

Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, hefur sett leiðtoga Katalóníu héraðs, Carles Puigdemont, upp að vegg - m.ö.o. Puigdemont hafi 5 daga til að skýra afstöðu héraðsstjórnar Katalóníu fyrir ríkisstjórn Spánar; þ.e. hvort að til staðar sé yfirlýsing um sjálfstæði eða ekki. Síðan, hafi Puigdemont 3 - daga til viðbótar til að formlega falla frá þeim áformum.
--Ella verði héraðsstjórnin sett af, ákvæði stjórnarskrár Spánar er heimilar slíkt í stórum undantekningartilvikum - virkjað.

Spain gives Catalan leader eight days to drop independence

Spanish prime minister demands clarity on Catalan independence

https://s4.reutersmedia.net/resources/r/?m=02&d=20171010&t=2&i=1204944715&r=LYNXMPED991W9&w=1280

Spænska ríkisstjórnin ætlar sem sagt ekki að bíða vikur eftir því að Puigdemont ákveði sig

  1. Mariano Rajoy skv. fréttum virðist líta á þetta sem "win win" þ.e. ef Puigdemont gefur eftir - muni héraðsstjórnin líklega falla, þegar vinstrisinnaður flokkur róttækra sjálfstæðissinna yfirgefi héraðsstjórnina.
  2. Ef Puigdemont staðfesti að gild sjálfstæðisyfirlýsing sé til staðar, verði héraðsstjórnin leyst upp og líklega handtekin.

Báðar útgáfur leiði til þess, að herra Rajoy sé laus við héraðsstjórn Carles Puigdemont.

Ef marka má fréttir, sé það síðan ætlan Rajoy að halda nýjar almennar kosningar í Katalóníu, þ.e. kjósa aftur til þings héraðsins - eftir að það núverandi hafi verið leyst upp.

Líkleg von Rajoy er sennilega sú, að niðurstaða þeirra kosninga mundi leiða fram - annan þingmeirihluta en héraðsþingsmeirihluta sjálfstæðissinna, sem hafi verið þungur ljár í þúfu upp á síðkastið.

Þ.s. að sjálfstæðismálið er mjög umdeilt innan Katalóníu - þ.e. íbúar ca. klofnir í helminga, þá er alls ekki loku fyrir skotið að Rajoy uppskeri eins og hann vonar.

  • Hinn bóginn er sú niðurstaða langt í frá gefin.
  • Það getur alveg verið, að ef aðgerðir spænskra stjórnvalda virka á íbúa héraðsins - óþarflega harkalegar; að sjálfstæðissinnar mundu fá - samúðaratkvæði.

Ríkistjórn Spánar er minnihlutastjórn hægri flokks Mariano Rajoy með hlutleysi spænskra sósíalista -- hafa þeir látið vita að þeir muni styðja Rajoy í því að leysa upp héraðsstjórnina.

Á hinn bóginn, virðist að flokkarnir séu að ræða saman um - hugsanlegar tilslakanir til Katalóníu. Ef Katalónía fellur frá sjálfstæðisáformum - það mætti hugsa sér að viðræður væru hafnar við, nýja héraðsstjórn.

Hinn bóginn hafa spænsk stjórnvöld fram að þessu ekki viljað ræða nokkrar umtalsverðar breytingar á stöðu Katalóníu innan Spánar.
--Sérstaklega ekki það að héraðið haldi eftir einhverjum umtalsverðum skatttekjum.

Ég skal ekki fullyrða að það sé óhugsandi að Madríd sé að einhverju leiti snúast hugur.

 

Niðurstaða

Erfitt að sjá hvernig sjálfstæðissinnarnir í Katalóníu geta haft betur í þessari rimmu. Carles Puigdemont, hefur sjálfsagt það val - að fara líklega í spænskt fangelsi, eða að verða líklega álitinn svikari meðal eigin fylgismanna.

Ég treysti mér ekki að giska um hvort hann velur.

Ég raun og veru stórfellt efa, að spænsk yfirvöld séu tilbúin í verulega kostnaðarsamar tilslakanir gagnvart Katalóníu. Til þess séu skatttekjurnar frá héraðinu líklega of mikilvægar fyrir stjórnina í Madríd.

Ef þau slá héraðsstjórnina af, kosningar eru haldnar - þá mun það alveg örugglega sá biturð meðal sjálfstæðisinnaðra Katalóna. Ef síðan umræddar tilslakanir virðast langt frá því sem sjálfstæðissinnar mundu geta sætt sig við.

Þá væntanlega verður núverandi krísa - einungis lota eitt. Málið alveg örugglega gjósi upp aftur síðar, líklega ekki löngu síðar - ef engin sátt næst.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Eigum við ekki að styrkja Katalóníu eins og við höfum gert með önnur lönd sem hafa sótt um sjálfstæði. Það er skrítið að snúa baki við einni þjóð þegar hún kallar eftir hjálp. 

Valdimar Samúelsson, 12.10.2017 kl. 10:22

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar, ekki mikið sem við getum gert.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.10.2017 kl. 11:48

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Áhugaverð ísl. frétt:

 

Koltvíoxíð verður að grjóti

Einar Björn Bjarnason, 12.10.2017 kl. 12:02

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar við gætum verið fyrsta þjóðin til að styrkja kaldóníu móralslega. 

Satt með Co2 en alltaf spurning með kosnað ít í bláinn.

Valdimar Samúelsson, 12.10.2017 kl. 17:49

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar, en það hefur lítið vægi - ef enginn önnur þjóð er tilbúin til þess að spila með.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.10.2017 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband