Sérfræðingar telja Norður-Kórea sé að nota rússneskan eldflaugamótor í sína nýjustu langdrægu eldflaug

Að sögn sérfræðinga í eldflaugamótorum og eldflaugatækni, sé það talið yfirgnæfandi líklegt að Norður-Kórea hafi fengið aðstoð erlendis frá, við þróun sinnar eldflaugatækni - nýverið.
Tveir möguleikar koma til greina, en sérfræðingarnir telja að eldflaugamótorinn sem NK-notar í sína nýjustu langdrægu eldflaug, sé af tiltekinni rússneskri gerð - þ.e. RD-250 eða RD-251.
--Einungis 2-verksmiðjur í heiminum smíða þá mótora.

North Korea missile parts linked to Ukraine

  1. Önnur í A-Úkraínu á yfirráðasvæði stjórnvalda, ekki fjarri svæðum  þ.s. bardagar hafa staðið milli stjórnvalda Úkraínu og hópa málaliða á vegum stjórnvalda Rússlands, svokallaðra uppreisnarmanna - eða það titla málaliðar stjórnvalda Rússlands sig.
    ",,,the KB Yuzhnoye design bureau and its closely linked Yuzhmash rocket factory in Ukraine."
  2. Hin í Rússlandi: "...the Energomash concern in Russia..."

"The RD-250 engines being used by North Korea also appear to have been skilfully modified, said Mr Ellemen — indicating that foreign engineers had been purposefully engaged in developing the engines for sale to the North Koreans."

  1. Vísbendingar séu m.ö.o. um að NK hafi fengið umtalsverða tækni-aðstoð, auk þess að hafa fengið sendingu af eldflaugamótorum -- frá annarri hvorri verksmiðjunni.
  2. Að líkindum, hafi tæknimenn annarrar hvorrar verksmiðjunnar - uppfært mótorana sem seldir voru til NK, skv. beiðni NK.
  • Það feli greinilega í sér - umtalsverða aðstoð við eldflaugaprógramm NK!

Maður heldur ekki á RD-250 undir arminum!

https://cdn-images-1.medium.com/max/1600/1*1-2BOhNcge08Kg98pg645Q.jpeg

Engin leið er að slá því föstu - hvort líklegra sé að verksmiðjan í A-Úkraínu, hafi staðið fyrir þessu - eða verksmiðjan í Rússlandi!

Hafandi í huga kaosið í A-Úkraínu, hluti svæðisins stjórnað af málaliðum stjórnvalda Rússlands - hernumið landsvæði eiginlega; meðan að annar hluti er enn undir stjórn stjórnvalda Úkraínu.
Þá beinast vangaveltur í þá átt - að tæknimenn úkraínsku verksmiðjunnar, hafi ef til vill tekið upp á þessu sjálfir - gegn dygri greiðslu frá NK.
--Þó það sé mögulegt, virðist mér það töluvert veik skýring!
--Það sé afar ósennilegt að stjv. Úkraínu hefðu áhuga á að taka þá áhættu, að gera stjórnvöldum í Washington þetta slæman grikk - enda mjög háð aðstoð Bandaríkjanna, eiga allt sitt undir því!

Hin skýringin -- Rússland; virðist mér miklu mun sennilegri. En hvers vegna Pútín mundi vilja gera þetta, blasi augljóslega við -- þ.e. kjarnorkuprógramm NK-veldur Bandaríkjunum vanda!
--Það væri þá að sjálfsögðu tilgangurinn að aðstoða NK-að skapa vandræði fyrir Bandaríkin.
--Þannig séð, einnig hefnd fyrir refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar gagnvart Rússlandi.
Og auðvitað ekki síst, Rússland á mjög hæg heimatökin við það að koma eintökum af breyttum eldflaugamótor yfir til NK.

  1. Pútín hafi skýra ástæðu - þ.e. harma sem hann getur talið sig vilja hefna, sem og þá hina - áhuga á að veikja stöðu Bandaríkjanna í Asíu.
    --M.ö.o. allt sem skaði Bandaríkin, sé gróði Rússlands.
  2. Og augljóslega, sé Rússland best í stakk búið - að veita þessa aðstoð, eftir allt saman sá aðili sem þróaði upphaflega þennan eldflaugamótor.
    --Rússland býr enn af fjölda sérfræðinga í smíði og þróun eldflauga, mjög hæg heimatökin að veita NK-tækniaðstoð til að flýta fyrir eldflaugaprógrammi NK.

--Ef Pútín gerði þetta - þá örugglega er nánast fullkomlega ómögulegt að sanna sekt Rússlands.
--Pútín mundi því sennilega álíta slíka aðgerð - "low risk."
Fyrir utan að Pútín örugglega óttast ekki kjarnavopn NK - þ.s. hann örugglega telji Rússland ekki vera það land, sem NK-væri líklegt að beina sínum vopnum að!

Það hvaða land það er líklegast að vera - einmitt sé frekari vísbending til stuðnings tilgátunni um Rússland!


Nánar um það, með hvaða hætti Rússland getur grætt á því að smygla eldlfaugamótor til NK

  1. Fyrsta lagi, liggur gróði Rússlands í aukinni spennu í Asíu - en Pútín getur talið sig græða á því, með tvennum hætti.
  2. Þ.e. aukin spenna valdi einnig - vaxandi spennu milli Vesturvelda og Kína, og þar af leiðandi auki líkur á því að Kína, kjósi að halla sér að Rússlandi.
  3. Síðan, sé aukin spenna líkleg til þess að leiða fram frekari aukningu á vígbúnaði ríkja í Asíu - þar með talið Kína sjálfs.
    --Sem skapi líklega Rússlandi augljós tækifæri til frekari vopnasölu til Kína, er gæti vel numið tugum milljarða dollara að verðmætum.
    --Til samanburðar mundi það hafa kostað Rússland, tittlingaskít - að koma eldflaugamótorum til Norður-Kóreu, og veita tækniaðstoð.

Ef Bandaríkin ráðast á Norður-Kóreu, mundi Rússland -tel ég- græða ennþá meira.

  1. En fyrir það fyrsta, mundi slíkt stríð valda eyðileggingu Suður-Kóreu líklega samtímis, og Bandaríkin þá - tapa SK sem bandalagsríki.
  2. Líklega lentu Bandaríkin í stríði við Kína, a.m.k. tímabundið -- síðan ríkti kalt stríð milli Bandar. og Kína, þ.e. algert niðurbrot í samskiptum.
    --Gróði Rússlands af slíkri útkomu, væri þá sá að þá mundi Kína í enn frekari mæli, halla sér að Rússlandi en í fyrri sviðsmyndinni.
    --Það bandalag Rússlands og Kína, er Pútín virðist nú vilja - mundi alveg örugglega verða í því samhengi.
  3. Síðan yrðu Bandaríkin fyrir gríðarlegum alþjóðlegum álitshnekki, eftir að hafa lagt 2-lönd í rúst, valdið beint og óbeint dauða milljóna manna.
    --Tjónið af því fyrir stöðu Bandar. væri miklu mun meira, en af ákvörðun Bush 2003 að hefja ólöglegt stríð við Írak.
  4. Aðgerð Pútíns, að senda eldflaugahreyfla til NK - væri þá sambærilegt við það að -taflmaður- fórnaði peði í staðinn fyrir bætta stöðu á skákborðinu.

Ég tel Rússland græða í báðum tilvikum, þ.e. burtséð frá því hvort það verður af stríði milli Bandar. og NK - eða ekki.

Í samanburðinum, hafi það kostað tittlingaskít fyrir Rússland - að senda eldflaugahreyfla til NK.

Það sé það augljósa að Rússland sé það ríki er mest græði á útkomunni, er geri kenninguna að Rússland hafi skaffað hreyfilinn -- langsamlega miklu mun sennilegri.

Á sama tíma, væri áhætta fyrir stjórnvöld Úkraínu af því að gera Bandaríkjunum slíkan grikk - óskapleg í ljósi þess, að Úkraína á allt undir velvilja Bandaríkjanna.
--Það komi því alls ekki eiginlega til greina að stjv. Úkraínu hafi staðið að slíku.

 

Niðurstaða

Það að Norður-Kórea virðist hafa fengið sendingu af RD-250 eða RD-251 árið 2016, er virðast hafa verið smíðaðir sérstaklega fyrir NK - þ.s. þeir virðast breyttir frá upphaflegri gerð. Skýri að því er virðist þá snöggu stökkbreytingu í eldflaugatækni er hefur komið fram í nýlegum prófunum Norður-Kóreu, að Norður-Kórea virðist hafa þróað nýja og til mikilla muna fullkomnari langdræga eldflaug en Norður-Kórea hafði fram að þessu ráðið yfir.

Mér virðist miklu mun sennilegra að Rússland hafi staðið fyrir þessu, þ.s. einungis Rússland hafi ástæðu til að vilja gera Bandaríkjunum þá skráveifu - að hjálpa Norður-Kóreu með þessum hætti.
Fyrir utan það að Rússland er í miklu mun betri aðstöðu til að veita þá tækniaðstoð sem virðist hafa verið veitt, auk þess í til mikilla muna betri aðstöðu til að koma sendingunni af mótorum alla leið til Norður-Kóreu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið ertu hrifin óstaðfestum orðrómi, sem lítin eða engin "rök" hafa fyrir sér.

Maður mætti halda að þú værir "málaliði" fyrir Pútin ...

Þú þarft ekki annað en slá inn orðunum "RD-250" í google til að sjá að þetta er gamall mótor frá Sovét, sem Kínverjar eru líka búnir að kópíera og VAR framleiddur af mörgum þjóðum í gamla Sovét hlutanum.

Ætli "raunveruleikinn" sé ekki sá, að námsmenn erlendis sem snúið hafa heim til N.Kóreu séu "grunnur" þessa máls.  Endalaus "mistök" NK við að skjóta þessu upp, bendir á "trial and error" þróun, en ekki eitthvað sem þeim var afhent í jólagjöf.

Einu aðilarnir, sem hafa einhverja hagsmuna að gæta með að setja Asíu úr jafnvægi ... eru Bandaríkin sjálf.  Bandaríkin vilja GASPROM úr myndinni, og líka Ukraína.  Kiev vill myrða alla Rússa, svo þeir geti fengið gas auðlyndirnar sem þeir eru búnir að selja Hollendingum fyrirfram.  Bandaríkin vilja ekki að "new silk road" nái fram að ganga, því það tekur úr umferð stjórn þeirra á hafinu ... því stjórn þeirra í kyrrahafi gengur út á að "tryggja" viðskiptaumferð.  Til að geta bent á "nauðsyn" Bandaríska flotans í Kyrrahafi, verða Bandaríkjamenn að sýna "þörf" á honum ... "bad bad boy Kim Jong Pong", er "causus belly" fyrir Bandaríkjamenn.  Án hans, yrði kaninn að fara hafa sig á braut frá Asíu ... því Japan, Kórea, Filipseyjar hafa öll sýnt þess merki, að þeir vilja kanann burt.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.8.2017 kl. 06:02

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, þú ert svo blindaður af Bandar.hatri að ómögulegt er að hafa rökræður við þig um alþj.mál. Kenning þín um Úkraínu er augljós steypa. Þ.e. Pútín sjálfur - sem hindraði silkileiðina, eina skýringin er kemur til greina - að hann hafi óttast það að tapa völdum í Rússl. - enda hefði hún stuðlað að efnahagsuppbyggingu í Rússlandi; eins og Pútín hefur getað skoðað þá styrkist við það borgarastétt og einkaframtak - sem grefur undan stjórnarháttum af því tagi sem Pútín rekur, enda hefur fj. einræðisherra misst völdin á endanum þegar borgarastétt fyrir rest bylti þeim, kaus annað stjórnarfar!
--Það hafi verið Pútíns sjálfur er kaus að hafna þeirri framtíð, er hann sjálfur valdi að "pikka" upp "fight" við Vesturveldi - en honum hafi ekki getað dulist, hvernig þau mundu bregðast við; hann hafi þurft á þeim átökum að halda - til að efla þjóðerniskennd meðal Rússa, sem Pútín hafi líklega metið sem einu leiðina til að tryggja völd sín persónuleg áfram.
--Þ.e. Pútín sem sé paddan í þessu  öllu, þ.e. dauð hönd á Rússl. - hann hafi kastað betri framtíð þess og almennings vísvitandi frá sér - það sé hann sem sé að grafa vísvitandi undan stöðugleika í Asíu, í von um að veikja stöðug Bandar. þar - hann hafi búið til stríð í Úkraínu, vísvitandi.

Án hans væru engin átök í A-Úkraínu. Án hans væri NK-ekki nú að efla sitt eldflaugaprógramm stórum.
Enginn yrði kátari líklega en Pútín -- ef Bandar. fara í stríð --> Hann sé sennilegast einmitt að vonast eftir slíkri útkomu - annars sennilega hefði hann ekki verið að þessu.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.8.2017 kl. 09:56

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Enn einuu sinni reynir þú að blekkja leseendur þína Einar.

Sérfræðingar telja ekki að það sé verið að nota Rússnneskar eldflaugar í Norður Kóreu.

Sérfræðingar telja að það sé verið að nota Úkrainskar eldflaugar í N Kóreu.

Til vara reynir þú að tengja þetta við lýðræðisöflin í Austur Úkrainu sem er líka lygi.

Þassi Úkrainska verksmiðja er ekkert nálægt átakasvæðinu og stendur Ekki einu sinni á Donbass svæðinu. Hún stendur í Dnipropetrovsk héraðinu sem er vestan við Dnépr.

Þú ert svo sem ekki einn um að standa í þessum blekkingaleik. Í gær var Newsweek búið að færa verksmiðjuna inn á yfirráðasvæði uppreisnarmanna.

Á engum tímapunkti hafa uppreisnarmenn ráðið þessu svæði ,né hafa verið bardagar þar. Þeir gera ekki einu sini tilkall til þessa svæðis.

Eins og staðan er í dag er vestasti hluti á svæði uppreisnarmanna skammt austan við þorpið  Krasnohorivka ,en það eru unn 190 Km austan við verksmiðjuna.

Það er ömurlegt að það sem er kallað fréttastofur og fréttaskýrendur skuli ekki gera neina tilraunn til að segja okkur sannleikann ,en spinna þess í stað upp lygavef sem er ætlaður til að blekkja okkur inn í stríðsátök eða í hið minnsta efnahagasátök.. Þetta höfum við mátt búa við í áratugi.

Þetta er gert í krafti þess að sárafáir nenna að afla sér upplýsinga, hvað þá heldur að líta á landakort til að sjá hvort "fréttastofan" greini rétt frá.

Svona hafa menn álpast inn í hver stríðsátökin á fætur öðrum,til óbætanlegs tjóns fyrir alla heimsbyggðina.

.

Þó það sé aðeins utan við efnið langar mig að fræða lesendur aðeins um þessa atburði í A Úkrainu. Þetta hefur alveg gleymst í öllu moldviðrinu.

Margir reina að setja þróunina á Krímskaga og Donbass undir sama hatt,en þarna er um algerlega ólíka atburði að ræða í grundvallar atriðum.

Íbúar Krímskaga hafa aldrei frá degi eitt viljað tilheyra Úkrainu og hafa reynt að losna þaðan nokkrum sinnum.

Þetta fólk hefur fullan rétt á að ráðstafa sínum málum ,samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þau voru hinsvegar svift þessum rétti með ofbeldi.

Þegar valdaránið í Kiev á sér stað 2014 grípa þeir tækifærið og láta drauminn rætast.

Þetta er nánast sama ferli og átti sér stað á Íslandi þegar við sögðum að endingu skilið við Dani 1944.

.

Donbass er á hinn bóginn allt öðruvísi.

Í Donbass hefur aldrei verið uppi krafa um aðskilnað ,heldur aukna sjálfstjórn. Þetta var líka krafan 2014.

Ástæðan fyrir þessu er að íbúum þessa svæðis hefur lengi fundist,, með réttu eða röngu að hlutur þeirra hafi verið fyrir borð borinn í ríkinu.

Þetta er ríkasta svæði Úkrainu og greiðir þess vegna mikið til ríkisins ,en þeim fannst þeir vera hlunnfarnir þegar koma að útdeilingu.

Þetta ástand hafði staðið lengi fyrir valdaránið.

Þegar valdaránið á sér stað ,halda Donbassmenn að nú sé rétti tíminn til að sækja þess auknu sjálfstjórn og taka að mótmæla og taka opinberar byggingar að hætti Maidan.

Þessar aðgerðir eru þó miklu friðsamlegri en á Maidan og enginn meiðist.

Úkrainustjórn tekur það ákvörðun að beita hernum til að bæla niður upreisnina ,í stað þess að tala við mótmælendur. Aldrei var reynt að semja við mótmælendur.

Ástæðan fyrir þessu ere að eftir valdaránið eru öfgafullir þjóðernissinnar nánast einráðir í Kiev.

Nú er staðan sú að Donbass telur sér ekki lengur vært innan Úkrainu. Skiljanlega.

Líklegra hefði verið betra að semja við mótmælendur strax í upphafi.

Mörgum mannslífum hefði verið bjargað og miklum verðmætum.

Þetta ætti að kenna okkur að vera ekki að bakka upp nasista.

Í dag sér ekki enn fyrir afleiðingarnar af þessu.

Borgþór Jónsson, 15.8.2017 kl. 10:10

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi minn -- Verksmiðjan er í A-Úkraínu. Ég sagði aldrei að hún væri á yfirráðasvæði - málaliða Pútíns.
-----------------
Ég sagði aldrei að sérfræðingar - mætu að Rússland hefði smyglað eldflaugahreyfli til Norður-Kóreu.
Hinn bóginn er það rangt hjá þér - að sérfræðingar telji sig vita að Úkraína hafi staðið þar að verki.
Þ.s. sérfræðingar nefna -- eru tveir möguleikar, þ.e. verksmiðjan í Úkraínu annars vegar og verksmiðjan í Rússlandi hins vegar.
Að sjálfsögðu telja þeir sig ekki vita hvort verksmiðjan skaffaði mótorinn.
En þeir nefna - mismunandi sviðsmyndir, þ.e. nefna kenningu um það, með hvaða hætti það gæti hafa gerst, ef mótorinn kom frá Úkraínu --> En einnig, er til kenning um það, af hverju Pútín gæti hafa ákveðið að skaffa þennan mótor.
-------------------
Útleggingar að ofan -> Eru síðan mínar eigin.
Ég útskýri af hverju ég kaupi miklu mun frekar -- kenninguna að Pútín hafi ákveðið að skaffa Norður-Kóreu eldlfaugahreyfilinn, enda augljóst með hvaða hætti - Rússland græðir á því.

"Ástæðan fyrir þessu ere að eftir valdaránið eru öfgafullir þjóðernissinnar nánast einráðir í Kiev."
Hættu þessu valdaránsbulli. Ríkisstjórnin - hrundi innan frá, þegar hluti þingmanna "Flokks Héraðanna" gekk til liðs við stjórnarandstöðuna.
--Hrun ríkisstjórna innan frá er þær tapa þingmeirihluta sínum, hefur aldrei talist valdrán.

"Nú er staðan sú að Donbass telur sér ekki lengur vært innan Úkrainu. Skiljanlega."
Þetta er bull einnig, svokallaðir uppreisnarmenn eru málaliðar Pútíns -- hann bjó þetta allt til, með sambærilegum hætti við það er Reagan bjót til Contrana í Nicaragua á sínum tíma.
--Þetta á ekkert skilt við raunverulega uppreisn frekar en Contrarnir á sínum tíma.

Þín blinda gerir þér ómögulegt að sjá það augljósa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.8.2017 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 44
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 863
  • Frá upphafi: 846619

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 798
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband