Trump virðist stefna að því að reka dómsmálaráðherra sinn

En Trump hefur sl. 2. vikur sent frá sér röð svokallaðra -tvíta- þar sem hann gagnrýnir Sessions. A.m.k. tvisvar í tvíti hefur hann gagnrýnt Sessions -- fyrir að hafa stigið til hliðar, þannig að Rod Rosenstein, hefur staðið síðan vaktina sem - starfs-dómsmálaráðherra, þegar hefur komið að því að fjalla um rannsókn bandaríska þingsins og FBI á aðilum innan ríkisstjórnar Trumps.
--Um er að ræða rannsókn á meintum eða raunverulegum afskiptum ríkisstjórnar Rússlands af forsetakosningunum 2016.
--Vegna þess, að Sessions er einn þeirra aðila sem rannsókn FBI og þingsins hefur náð til, þá steig hann til hliðar; enda þá um að ræða ákvörðun er viðkom hans persónulegu hagsmunum.

  1. Hinn bóginn er eins og að Donald Trump virði það ekki við Sessions - að skv. reglum um "hæfi/vanhæfi" hafi hann vegna persónulegra tengsla við þær rannsóknir sem um er að ræða; eðlilega verið vanhæfur til þess að fjalla um þau mál.
    --Því rétt verið að stíga til hliðar eins og hann gerði.
    M.ö.o. eðlileg stjórnsýsla af hans hálfu.
  2. Þvert á móti, hljómi gagnrýni Donalds Trumps eins og hann, líti svo á að Sessions hefði átt að hundsa - vanhæfisreglur, og að auki að hann hefði átt að hindra/stöðva - bandaríska þingið í því að fá sérstakan saksóknara, til að rannsaka ofangreind mál.
    --En þegar Sessions steig til hliðar í apríl.
    --Skipaði Rod Rosenstein - Robert Mueller fyrrum yfirmann FBI, sérstakan saksóknara skv. beiðni meirihluta þingsins. Og Mueller hefur síðan unnið að rannsókn ásakana um meint eða raunverulega óeðlileg tengsl aðila nærri Trump og/eða innan ríkisstjórnar Trumps við ríkisstjórn Rússlands - fyrir kosningarnar 2016.
  3. Viðbrögð Trumps nú, mánuðum eftir að Sessions steig til hliðar í þessum tilteknu málum.
    --Virðast á þau leið, að hann líti svo á að Sessions hafi svikið sig.

Trump líklega þungur á brún!

http://www.telegraph.co.uk/content/dam/news/2017/06/16/131977074_AP_Donald-Trump-large_trans_NvBQzQNjv4BqUCYckNcOUmVVnxje3SYnLW69MAdYDrhjcFUQSi4VAWo.jpg

Nýjasta gagnrýni Trumps á Sessions!

Trump: “Attorney-general Jeff Sessions has taken a VERY weak position on Hillary Clinton crimes (where are emails & DNC server) & Intel leakers!” - “So why aren’t the Committees and investigators, and of course our beleaguered A.G., looking into Crooked Hillarys crimes & Russia relations?”

  1. Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða:Rétt að ryfja upp, að James Comey sagði það mat FBI að eyðing e-maila á vefþjóni Clinton, benti ekki til þess að um hefði verið - tilraun til að fela upplýsingar.
    --FBI benti á að allir notendur eyða e-mailum, annars fyllast vefþjónar af opnuðum mailum.
    --FBI rannsakaði eydda maila, en þ.e. hægt að kalla eyddar upplýsingar fram. FBI gekk meira að segja svo langt, að rannsaka vefþjóna þeirra sem höfðu verið í samskiptum við Clinton. Og grafa upp harðdisk sem hafði verið tekinn úr notkun.
    ::Sagan um tíndu meilana virðist -- ekki staðreyndum skv.
  2. Síðan sagði Comey, að FBI hefði ekki tekist að sína fram á -- gagnaleka.

Þannig að Trump hefur nákvæmlega ekki neitt fyrir sér með þessar ásakanir!
Má eiginlega segja að hann sé að halda því fram að FBI-hafi logið.

 

Enda fékk Trump strax gagnrýni á þessa sendingu!

Republican lawmakers rally around Sessions as Trump intensifies pressure

Trump steps up attacks on attorney-general

"Lindsey Graham, a Republican senator from South Carolina - “highly inappropriate” -- “prosecutorial decisions should be based on applying facts to the law without hint of political motivation”."

"Mitch McConnell, Senate majority leader: Sessions "is doing a fine job and made the right decision to recuse himself from the Russia matter.""

Adam Kinzinger, Republican representative: “Mr. President, maybe just try a meeting? This is beneath the office - of any held office - from city councilman to POTUS,” 

Það sem er einnig áhugavert við gagnrýni Trumps á Sessions.
Að Sessions var fyrsti áhrifamaðurinn innan Repúblikanaflokksins, sem gekk til liðs við framboð Donalds Trumps -- mánuðum áður en Trump náði útnefningu Repúblikanaflokksins.
--Greinilega er þakklæti Trumps til Sessions ekki lengur til staðar!

Sjá viðtal við Donald Trump þ.s. hann meðal annarra hluta, segist aldrei hefði skipað Sessions ráðherra -- ef hann hefði vitað af því að Sessions mundi stíga til hliðar: Excerpts From The Times’s Interview With Trump.

 

Niðurstaða

Erfitt að skilja gagnrýni Donalds Trump forseta Bandaríkjanna á Jeff Sessions með öðrum hætti en þeim. Að hann hafi viljað að Sessions hefði hundsað grunnregluna um hæfi/vanhæfi - þ.e. að ef þú ert undir ásökun persónulega, þá fjallar þú ekki um málið. Þess í stað - stígur þú til hliðar sem ráðherra í því máli, og skipar varamann í hlutverk ráðherra um það tiltekna mál.
--Það einmitt gerði Sessions í apríl sl. og varamaður Sessions skipaði sérstakan saksóknara skv. beiðni þingmanna beggja flokka!

Trump virðist hreinlega líta þetta sem svik í tryggðum við hann af hálfu Sessions.
Og virðist vera að efla sig upp í það að reka Sessions.

Áhugavert að nokkrir þingmenn Repúblikana hafa risið upp Sessions til varnar.
--En Trump þarf sín sjálfs vegna að muna, að hann hefur ekki efni á því að þingmenn Repúblikana flokksins verði of pyrraðir á honum.
--En þingið eftir allt saman, má reka forsetann úr embætti - sbr. svokallað "impeachment" ferli, en Demókratar hafa ítrekað heimtað slíkt - það þarf ekki nema nokkra þingmenn Repúblikana til að styðja þá kröfu, að þingmeirihluti fyrir slíku geti orðið til.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 222
  • Sl. sólarhring: 281
  • Sl. viku: 305
  • Frá upphafi: 846943

Annað

  • Innlit í dag: 209
  • Innlit sl. viku: 291
  • Gestir í dag: 203
  • IP-tölur í dag: 203

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband