Forseti Bandaríkjanna - afsakar son sinn, með þeim orðum - allir aðrir hefðu gert þetta

Þetta sýnir fram á innri mann Donalds Trumps forseta, en skv. þeim orðum þá virðist hann líta á það sem sjálfsagðan hlut -- að pólitísk framboð standi fyrir vísvitandi lögbrotum.
--Þetta finnst mér algerlega einstaklega aum svör.
--Vegna þess að þau séu á ákaflega lágu siðferðisplani.

  1. En siðferðislega séð, er það ekki málsvörn.
  2. Vegna þess að allir aðrir gera þetta -- hverjir eru þá þessir allir.
  • En slík mótbára lýsir að mínu viti - skoðunum viðkomandi á öðru fólki, þ.e. hroka viðkomandi og stærilæti - einnig, afstöðu þess til laga og regla, þ.e. hver virðing viðkomandi er fyrir lögum og reglu, sem einnig beri hroka og stærilæti vitni.

Að sjálfsögðu getur það aldrei verið réttmætt fyrir forseta Bandaríkjanna, að réttlæta lögbrot - þó að sonur hans eigi í hlut.
--En málið er að um er að ræða fullkomlega skírt lögbrot, skv. minni bestu vitneskju þar um!

Sjá fyrri umfjallanir mínar um sama mál:

  1. Ljóst að sonur Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna er í raunverulegum vandræðum gagnvart bandarískum lögum
  2. Nýtt virkilega óþægilegt hneykslismál fyrir Donald Trump

Endurtek eina ferðina enn, tilvitnun í bandarísk kosningalög: 52 USC 30121, 36 USC 510

  1. A foreign national shall not, directly or indirectly, make a contribution or a donation of money or other thing of value, or expressly or impliedly promise to make a contribution or a donation, in connection with any Federal, State, or local election.
  2. A solicitation is an oral or written communication that, construed as reasonably understood in the context in which it is made, contains a clear message asking, requesting, or recommending that another person make a contribution, donation, transfer of funds, or otherwise provide anything of value.

--Algerlega skýrt, að ekki má kaupa upplýsingar af erlendum einstaklingi, ætlað að hafa áhrif á niðurstöðu kosninga innan Bandaríkjanna.
--Og að sjálfsögðu má ekki bandarískur ríkisborgari taka þátt í slíku lögbroti eða stuðla að því.

Málið er að líklega sé nóg, að hafa mætt á fundinn - með þá fyrirætlan að kaupa slíkar upplýsingar.
--Ekki þurfi til að kaup fari fram!
--En samsæri um að brjóta lög, sé einnig lögbrot.

  • Til að forðast misskilning, er ég því algerlega handviss, miðað við það sem Donald Trump yngri hefur viðurkennt - að hann hafi gerst sekur um saknæmt athæfi skv. bandar. refsilöggjöf.
  • M.ö.o. að Donald Trump yngri sé þar með, sekur skv. eigin viðurkenningu.

Þannig að túlkun orða forseta Bandaríkjanna er þá skýr -- hann afsakar lögbrot sonarins!

Highlights of Reuters interview with Trump

Vissi hann á sínum tíma af fundi sonar síns með rússneskum lögfræðingi?

Donald Trump eldri: "No. That I didn’t know. Until a couple of days ago, when I heard about this. No I didn’t know about that.

--Engin leið að vita hvort forsetinn segir satt!

Hvort hann óskaði sér að hafa vitað af fundi sonarins?

Donald Trump eldri: "Look - that campaign ... I actually always thought I’d win, to be honest with you, because I’ve been winning my whole life, to be honest with you, but we started a campaign as a non-politician, and many people were skeptical. Some weren’t, some people who know me weren’t ... but many were skeptical. And it was a wild time. And we would meet with many people."

--Þetta hljómar sem persónuleg afsökun hans sjálfs - að hann hafi ekki haft yfirsýn um það við hverja var rætt, hvað var gert í hans nafni.

Kannski rétt, en einnig þægileg afsökun nú.

Donald Trump eldri, frekar um sömu spurningu: "That same meeting: a person comes in, sits, leaves, quickly. It was a 20-minute meeting, I guess, from what I’m hearing. Many people, and many political pros, said everybody would do that. If you got a call and said, 'Listen I have information on Hillary and the DNC,' or whatever it was they said, most people are going to take that meeting, I think."
“I think many people would have held that meeting."

Þetta er einfaldlega lélegt!

  1. En skársta túlkunin væri sú, að framboðið hafi hreinlega ekki haft fyrir því, að ræða við lögfræðinga -- áður en ákveðið var að ræða við fólk um kaup á hugsanlega skaðlegum upplýsingum um pólit. keppinaut.
    --Hinn bóginn, taka dómstólar aldrei það sem gilda afsökun -- að viðkomandi hafi ekki kynnt sér gildandi lög --: Þ.e. alltaf álitin skilda þegna, að þekkja lögin.
  2. Hinn bóginn - blasir við önnur túlkun: Að þessi orð bera vott um hroka. M.ö.o. þeim hafi verið drullu sama um það, hvort það væri lögbrot. En að sjálfsögðu einnig, siðferðisbrest á háu stigi.

Donald Trump eldri: “Most of the phony politicians who are Democrats who I watched over the last couple of days – most of those phonies that act holier-than-thou, if the same thing happened to them, they would have taken that meeting in a heartbeat."

Þessi orð lísa fyrirbærunum -- hroka og fyrirlitningu.

  1. Það sem gerðist var að Al Gore, fyrir kosningar árið 2000 er hann keppti við George Bush -- fékk sambærilegt tilboð; þó ekki frá útlendingi - þ.e. framboð hans fékk tilboð í gegnum e-mail, eins og Donald Trump yngri segist fyrst hafa fengið tilboð í gegnum e-mail.
  2. Al Gore kærði málið án tafar til --: FBI.
    --En um var að ræða plögg sem höfðu lekið frá forsetaframboði George Bush, leki sem hefði getað komið framboði Bush illa.

--Þetta kallar maður siðferðisþrek - því líklega hefði Al Gore getað hagnýtt sér þennan leka.
--Trump, miðað við hvernig hann talar - hefði ekki hugsað sig um tvisvar!

En eins og Donald Trump segis sjálfur frá.
Er hann sigurvegari - honum hafi aldrei komið annað til hugar en að hann mundi vinna.
--En sú hugsun getur einnig leitt fram lágan síðferðisþröskuld, að þá sé allt réttlætanlegt.

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að leyna því neitt - að ég mun fagna þeim degi er Trump er ekki lengur forseti Bandaríkjanna. Mér leist aldrei á hann - það nær svo langt aftur er ég fyrst frétti af framboðs tilraunum hans, er hann hóf keppni um útnefningu Repúblikana flokksins.
--En hegðan hans sem forseti hefur í engu sannfært mig um að ég hafi dæmt hann rangt.

Og hvernig hann kemur nú fram, með hroka og stærilæti gagnvart andstæðingum, sem og hroka gagnvart bandarískum lögum -- sýni sennilega algerlega endanlega fram á það að það hafi verið virkilega hræðileg mistök fyrir þá er kusu hann forseta, að hafa gert það!
--Ég hef reyndar alltaf talið mig vita að það hafi verið mistök.

  • Það sé alltaf að koma betur og betur í ljós, að sú slæma sýn maður hafði af honum algerlega frá byrjun -- sé einfaldlega rétt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver ert þú til að hafa vit fyrir bandarísku þjóðinni? 

Þínar skoðanir þurfa ekki að vera svona kórréttar eins og þú heldur.

Gerði drengurinn eitthvað siðferðislega verra heldur en íslenska ríkið þegar það keypti skattupplýsingar af þjófi? Tekur maður ekki við uipplýsingum í kosningabaráttu frá hverjum sem er? Myndir þú ekki gera það?

Þið eruð samstíga allir sósíalistar, hvort heldur eru evrókratar eða bandarískir demokratar  að níða Trump niður með öllum ráðum. Þið getið ekki fyrirgefið bandarískum kjósendum að hugsa öðruvísi en þið. Hitt er annað mál hvort Trump takist eitthvað að breyta Bandaríkjunum og gera þau stór aftur. Það er erfitt verk þar sem úrkynjun fyrrum millistéttarinnar er komin á svo hátt stig eins og J.D.Vance lýsir í bókinni Hillbilly Elegyþ  En gott skref var allavega að segja sig frá Parísarvitleysunni um loftslagsmálin sem sparaði Bandaríkjunum trilljónir dollara. Gervivísindamennska AlGore og fylgihnatta hans kostar mannkynið ómældar fjárhæðir og veldur hungursneyð í verst settu ríkjunum þegar matvælin eru notuð til að búa til ethanol í besnínblöndun eins og við fíflin á Íslandi erum að gera með ærnum kostnaði.

Halldór Jónsson, 13.7.2017 kl. 17:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Halldór - "Gerði drengurinn eitthvað siðferðislega verra heldur en íslenska ríkið þegar það keypti skattupplýsingar af þjófi?"

Tilgangurinn skiptir máli í því tilviki -- þ.e. tilgangur ríkisvaldsins var að afhjúpa afbrot fjölda manna.
--Það réttlætti þau kaup.

Aftur á móti, er það hvað Donald Trump yngri gerði -- bannað skv. bandarískum lögum. Í þessu tilliti er það allt sem máli skiptir.
--Mér finnst það afar merkilegt --> Ef virðing fyrir lögum, telst - vinstrimennska.
Þ.e. alveg nýtt fyrir mér - en í gamla daga lögðu hægri menn mikla áherslu akkúrat á það að virða lögin.
En einnig ríka áherslu á - virðingu fyrir almennu siðferði.

    • Er það gott siðferði í þínum augum, að kaupa af aðila upplýsingar -- sem skaða orðstír annars manna?
      --Í þessu tilviki erum við ekki að tala um upplýsingar um lögbrot á viðkomandi, heldur einfaldlega þætti er ekki væru dæmi um ólöglegt atferli -- en þættu þó óþægilegar ef koma fram í dagsljósið.

    • Það væri gott að þú svaraðir því!

    ið eruð samstíga allir sósíalistar, hvort heldur eru evrókratar eða bandarískir demokratar  að níða Trump niður með öllum ráðum."

    Af hverju er það sósíalismi að gagnrýna Trump?
    --En mjög margir hægri menn gagnrýna hann.
    Þá að sjálfsögðu allir hægri menn.
    Sem styðja opið hagkerfi - opin alþjóða viðskipti.

      • þ.e. alveg nýtt fyrir mér, ef það telst nú - sósíalismi.

      "Hitt er annað mál hvort Trump takist eitthvað að breyta Bandaríkjunum og gera þau stór aftur."

      Það eru nákvæmlega alls engar líkur á því að sú stefna er hann viðhefur hafi þá afleiðingu.
      --Þvert á móti skaði hún bandaríkin með mjög margvíslegum hætti.
      Að mínu mati -- og margra hægri sinnaða skoðanabræður mína, sem styðja opið hagkerfi - og alþjóða viðskiptafrelsi.

      Þá eru skoðanir Trumps metnar ákaflega skaðlegar fyrir Bandaríkin sjálf.

      "Það er erfitt verk þar sem úrkynjun fyrrum millistéttarinnar er komin á svo hátt stig eins og J.D.Vance lýsir í bókinni Hillbilly Elegyþ  "

      Hvað sem þú ert -- þá er það ekki, hefðbundið hægri.
      --Mér virðist þú þ.s. áður fyrr nefndist --> Afturhald.

      En þessi stefna er þú mælir fyrir, er algerlega úrelt löngu búin að sanna sig sem handónýt.
      --Það á við afturhaldsstefnu Trumps, að það eina sem hún mundi afreka er hún nær fram, er að valda Bandaríkjunum sjálfum stórtjóni.

        • Stefna Trumps er -- heimsk.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 13.7.2017 kl. 18:38

        3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

        Siðferði þeirra sem burðast við að réttlæta gerðir Trumps er á svipuðum slóðum og hjá Trump sjálfum. Þar sannast máltækið: Sækjast sér um líkir.

        Jósef Smári Ásmundsson, 13.7.2017 kl. 19:45

        4 identicon

        National Socialismi, Socialistic Republic ... Liberal Socialism ...

        Hvað á þetta sameiginlegt?

        Það er ekkert rangt að vera stoltur af þjóðerni sínu ...

        Heldur ekkert rangt, að vilja fá stuðning manna við skoðunum sínum ...

        Tæplega er neitt að því, að vera svolítið líberal ...

        Nei, SOCIALISM er það sem er illt í öllum þessum tilvikum.  Það er SOCIALISMI í Nasistanum, sem gerði hann að því skrímsl sem hann var.  Það er SOCIALISM í Socialistic Republic, sem gerði Sovétrikin að þeim óhugnaði sem það var.

        Fasismin, fellst í "The Collective" ... fellst í socialismanum.  Rétttrúarfólkinu ... góða fólkinu ... sem vilja hálshöggva fólk, fyrir að vera skotnir í Rùssneskri kerlingu.

        Hvað hatið þið Trump fyrir?

        Að segja "taka í píkuna á þeim"? Er hugmyndir ykkar um jafnrétti byggt á þeim grundvelli að konur séu æðri körlum.

        Að segja "Byggjum múrinn"? Er það Múrinn sem Clinton byrjaði á og Obama "bin ladin" byggði. Er það eitthvað verra, að gera hann almennilegan en ekki "hættulegan" vegna lélegs gengi á honum. Þar sem fólk er jafnvel að drepa sig við að reyna að klifra undir og yfir hann.

        Að vilja byggja endi á Sýrlandsstríðið? Þið eruð kanski herskáir fjandar, sem finnst bara sjálfsagt að ganga um og eyðileggja lönd, drepa miljónir manna, setja fleiri miljónir á flótta ... og kallið ykkur betri en Hitler ... oj bara.

        Þið hatið Trump, af því að hann er ljóshærður og hugtakið "Aríi" kemur upp í heimska hausnum á ykkur.  Hafið ekki einu sinni vit á að athuga bakgrunn þessa hugtaks, eða annarra ... enda kæmust þið kanski að því að nasistarnir í þýskalandi, voru littlir svarthærðir ... eins og þið sjálfir.

        Þið hatið Putin, af því að hann er Rússi. Er eitthvað að því að vera Rússi.  Þeir drekka vodka og segja "dnidni dnu dni dna dna" eða eitthvað í þá áttina.

        Bara kyndþátthatur ... ekki á rökum stutt.

        Ekkert af því sem þið segið er byggt á rökum ... Sonur Trumps, var hvorki Forseti, utanríkisráðherra, eða í stjórnarráði þegar hann talaði við Rússneska kerlingu ...

        Að Putin hafi haft einhver afskipti af Bandarískum málum er nánast öruggt ... að hann hafi viljað Trump sem forseta, er ólíklegt.

        Meiri "djöfulsins" væluskjóðurnar að væla yfir þessu ... haldið þið að framtíðin muni líta upp til ykkar. Kerlingablókum.

        Trump, er óskrifað blað ... í öllu umstanginu er erfitt að sjá fyrir sér hvað hann ætlar sér. En ég get sagt ykkur alveg með vissu, að hann er betri kostur en hópur af illkvittnum væluskjóðum gangandi um eyðileggjandi hótandi og myrðandi fólk, bera út órögstuddan rógburð og eru almennt með kynþáttahatur en fela það í "liberal socialism", sem þeir halda að sé gott mál því það er "vinsælt" meðal aumingjanna.

        Sama á við um Putin ... heldur vil ég Putin, en hóp af gaggandi hænum, sem hafa EKKERT af viti að framfæra.

        Liberal Socialismi á sjálfsagt eftir að koma aftur ... en ég segi bara það, að þeir fara sömu leið og allur annar socíalista skríll sem gengið hefur um á þessari plánetu. Fjandans til, en munu ábyggilega gera skarkala af sér, áður en yfir líkur ... enda ber þýskaland merki þessara skrílsláta.

        Því miður.

        Bandaríki Norður Ameríku, er lokið ... þegar Trump fer frá.  Hvort sem það verður "fyrr" eða "síðar" (Örugglega fyrr en síðar), er heimsvalda tímibili þess ... lokið.  Og þið munuð fá, það sem þið EIGIÐ SKILIÐ, Rússa og Kínverja yfir ykkur.

        AMEN.

        Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.7.2017 kl. 23:17

        5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Bjarne, þú hefur bersýnilega enga minnstu hugmynd um það hvað fyrirbærið -- sósíalismi eða félagshyggja, er!
        --Sósíalismi/Félagshyggja, er einfaldlega það, þegar samfélagið hefur inngrip í vilja einstaklingsins - til að verja sameiginleg gildi samfélagsins, gagnvart vilja einstaklingsins.
        Þau inngrip eru af mjög margvíslegu tagi --: Fyrsta grunn inngrip, er rétturinn setja lög, að heimila handtöku einstaklinga er brjóta þau lög - að heimila að einstaklingar séu dæmdir fyrir lögbrot - fangelsaðir fyrir lögbrot.
        --Í þessu felast einnig, ef lagðar eru kvaðir á einstaklinga --: Sú fyrsta, er skattlagning, skattar eru alltaf lagðir á burtséð frá persónulegum vilja einstaklinga.
        Síðan má nefna einnig, herskildu þ.e. skikka einstaklinga með eða gegn þeirra vilja, til að taka þátt í vörn samfélagsins.
        ----------------------
        M.ö.o. er -sósíalismi- einfaldlega þau ferli sem fela í sér --> Inngrip samfélagsins persónulegan rétt einstaklings.
        ::Flest samfélög hafa í dag, stjórnarskrár - sem m.a. takmarka hversu langt má ganga á einstaklingsréttindi.
        ---------------------
        ---------------------
        Þ.s. þú ruglar með -- að "sósíalísk" hugmyndafræði.
        En það eru til margvíslegar tegundir pólitískra hugmynd -- sem hafa hugmyndir um -sósíalisma.-

          • Hægri sinnuð hugmyndafræði -- vill gjarnan minni inngrip, en vinstri sinnuð hugmyndafræði.

          --Ekkert skipulagt samfélag gengur upp - algerlega án félagshyggju.
          Einungis samfélag í ringulreið eða stjórnleysi -- væri án skipulagðrar félagshyggju.

          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 14.7.2017 kl. 00:44

          6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

          Bjarne Örn Hansen, það er fullkomlega galið að kalla það, Rússahatur -- að vera í nöp við núverandi landstjórnendur í Rússlandi. Algerlega galið einnig að íja að því að ef menn eru andvígir Trump - þá séu menn að hatast við hvítt fólk.
          --Þetta tal þitt um, kynþáttahatur er það allra heimskulegasta sem þú hefur sagt hingað til, þegar þú líkir því við hatur á hvítum að vera í nöp við núverandi landstjórnanda í Rússlandi annars vegar og í Bandaríkjunum hins vegar.
          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 14.7.2017 kl. 00:50

          7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

           Pistlahöfundur skrifar; "Engin leið að vita hvort forsetinn segir satt",um að Donald JR. hafi mætt á fundinn.-- Eftir að hafa fylgst með pólitík frá hruni,hrekk ég ekki við að heyra þetta frá evrukrötum. Þar sem ég hef verið upptekin hvern einasta dag og ekki getað náð öllu sem skrifað er,þætti mér tilhlýðilegt að þú skýrðir betur heilu setningu Trumps (allir hefðu gert þetta) sem hneykslar vinstri mannin svo að þykja á lágu siðferðisplani.  

          Helga Kristjánsdóttir, 14.7.2017 kl. 02:54

          Bæta við athugasemd

          Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

          Um bloggið

          Einar Björn Bjarnason

          Höfundur

          Einar Björn Bjarnason
          Einar Björn Bjarnason
          Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
          Apríl 2024
          S M Þ M F F L
            1 2 3 4 5 6
          7 8 9 10 11 12 13
          14 15 16 17 18 19 20
          21 22 23 24 25 26 27
          28 29 30        

          Eldri færslur

          2024

          2023

          2022

          2021

          2020

          2019

          2018

          2017

          2016

          2015

          2014

          2013

          2012

          2011

          2010

          2009

          2008

          Nýjustu myndir

          • Mynd Trump Fylgi
          • Kína mynd 2
          • Kína mynd 1

          Heimsóknir

          Flettingar

          • Í dag (19.4.): 1
          • Sl. sólarhring: 6
          • Sl. viku: 758
          • Frá upphafi: 846639

          Annað

          • Innlit í dag: 1
          • Innlit sl. viku: 694
          • Gestir í dag: 1
          • IP-tölur í dag: 1

          Uppfært á 3 mín. fresti.
          Skýringar

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband