Hætta á átökum milli Rússa og Bandaríkjamanna í Sýrlandi?

Áhugaverð senna hefur spunnist - fyrst skaut bandarísk F18 vél niður rússnesk smíðaða sprengjuvél sýrlenska flughersins af SU-22 gerð. Gamlar vélar enn í notkun hjá sýrlenska flughernum.
--Að sögn Bandaríkjamanna var flugmaðurinn að kasta sprengjum nærri sýrlenskum súnníta hersveitum, bandamönnum Bandaríkjamanna - sveitir sem þjálfaðar hafa verið af Bandaríkjamönnum; sem eru að taka þátt í sameiginlegri atlögu hersveita af slíku tagi og hersveita á vegum sýrlenskra Kúrda gegn borginni Raqqa þ.s. ISIS hefur síðan 2013 haft höfuðborg sína.
--Þetta var í grennd við Tabqah stífluna.

U.S. warplane downs Syrian army jet in Raqqa province

Nokkru áður að sögn Bandaríkjamanna, höfðu svokallaðar "pro syrian" hersveitir - ráðist að bandamannasveitum Bandaríkjanna nokkru sunnan við Tabqa, og hrakið þær frá þorpi.

  1. Ef maður tekur frásögn Bandaríkjanna - bókstaflega, þá hljómar þetta svo að Damaskus stjórnin sé ósátt við -- hersetu bandamannasveita Bandaríkjanna á svæðum í grennd við Tabqa stífluna.
  2. Og það hafi verið tilraun í gangi, til þess að -- stugga við þeim hersveitum.
  • Og Bandaríkin hafi ákveðið að -- stoppa frekari aðgerðir stjórnarinnar í Damaskus gegn bandamannasveitum sínum.

Yfirlýsingar Damaskus stjórnarinnar -- hljómuðu töluvert með öðrum hætti:

"flagrant attack was an attempt to undermine the efforts of the army as the only effective force capable with its allies ... in fighting terrorism across its territory," - "This comes at a time when the Syrian army and its allies were making clear advances in fighting the Daesh (Islamic State) terrorist group,"

  • Rétt að taka fram, að sýrlenskar hersveitir - í bandalagi við Bandaríkin; hafa hafið atlögu að Raqqa - a.m.k. er þegar barist í úthverfum.

--Það séu a.m.k. líkur á að Damaskus lítist ekkert á blikuna.
En ef svo fer fram sem horfir -- þá taka sýrlenskar hersveitir sem Bandaríkin styðja, Raqqa.
Og samtímis halda þær sveitir þá öllu svæðinu nærri Tabqa -- sem er mjög mikilvæg stífla.
--Augljóslega ef fram horfir, er þetta liður í skiptingu Sýrlands!

En eftir fall Raqqa, geta bandamenn Bandaríkjanna - haldið sókn sinni fram til suðurs, í átt til landamæranna við Íraq.
--Sem leiddi væntanlega á endanum til falls íslamska ríkisins.
--En samtímis, krystallaði nýja skiptingu Sýrlands!

Ath. Tabqah er nærri vatninu sem sýnt er vestan við Raqqa - Raqqa er nú umkringd, undir atlögu!

https://www.stratfor.com/sites/default/files/styles/wv_small/public/main/images/syria-iraq-battlescape-map-annual-2017-white.png?itok=6ZLecn_B

Tvær áhugaverðar yfirlýsingar hafa síðan komið frá Rússlandi!

Russian ForMin calls on U.S. to respect Syria's integrity

"The United States should respect Syria's territorial integrity and refrain from unilateral actions in this country, Russian news agencies quoted Russian Foreign Minister Sergei Lavrov as saying on Monday."

Orð utanríkisráðherra Rússlands - beinast klárlega að aðgerðum undir stjórn Bandaríkjanna, þ.e. hersveita í bandalagi við Bandaríkin, hersveitir sem eru sýrlenskar en ekki undir stjórn stjórnarinnar í Damaskus eða Írans eða Rússlands.
--Augljóst virðist að með þeim aðgerðum, séu Bandaríkin ekki einungis að stefna að því að steypa íslamska ríkinu af stóli.
--Heldur einnig að því, að skapa sér nokkurs konar "protectorate" innan Sýrlands.

  • Rússlandsstjórn, vill auðvitað að bandamaður Rússlands, stjórnin í Damaskus - taki yfir öll þau svæði, sem ISIS mundi hugsanlega tapa yfirráðum yfir.
    --Hinn bóginn klárlega, munu bandalagssveitir Bandaríkjanna, halda þeim svæðum.
    --Og Bandaríkin halda áfram að styðja við bakið á þeim sveitum.

--M.ö.o. skýr senna um - yfirráðasvæði.
--Það virðist mér einnig skýra aðgerðir Sýrlandsstjórnar, og sennilega síðan Bandaríkjanna.

Russia to track U.S.-led coalition aircraft over Syria as potential targets

"In areas where Russian aircraft are carrying out military tasks in the skies above Syria, any flying objects, including international coalition aircraft and drones found operating west of the River Euphrates, will be tracked by Russian land and air-based anti-aircraft ground systems as targets,"

Ekki ljóst hvað akkúrat þetta þíðir - en a.m.k. virðist að rússneskar radarstöðvar í Sýrlandi, muni fylgjast mjög náið með öllu flugi flugvéla sem ekki eru á vegum Rússlands eða bandamanna Rússlands innan Sýrlands - yfir Sýrlandi.

Ekki virðist um að ræða beina hótun um að skjóta vélar niður.

  1. Rétt að benda á að Bandaríkin mundu mjög auðveldlega geta eyðilagt allar radarstöðvar Rússa innan Sýrlands.
  2. Sem mundi gera loftvarnarkerfi þeirra staðsett þar - gagnslaust.

--Rússland mundi m.ö.o. ekki rökrétt vilja taka þá áhættu, að bandarísk flugvél væri skotin niður.

Bandaríkin mundu geta framkvæmt slíka aðgerð, einungis með stýriflaugum.
M.ö.o. mundu ekki þurfa að hætta sínum flugvélum eða flugmönnum!
Eins og þeir sýndu fram á ekki fyrir mjög löngu, er loftárás var gerð á herstöð stjórnvalda Sýrlands.
--Mjög ósennilegt er að Rússlandsher mundi geta varist slíkri árás, ef af yrði.

  • Svo ég á ekki von á því að Rússland stígi frekari skref.

Rússland hafi komið mótmælum sínum á framfæri.

 

Niðurstaða

Þó að aukin spenna milli Rússa og Bandaríkjamanna í Sýrlandi sl. daga, geti aukið líkur á beinum átökum þeirra á milli innan Sýrlands. Þá sé algerlega ljóst að Rússland mundi aldrei koma vel út úr slíkum átökum. Fyrst og fremst leiða til þess, að Rússland tapaði einhverjum af þeim tólum sem Rússland hefur komið fyrir innan Sýrlands. Án þess að Rússland væri í nokkurri verulegri aðstöðu til að refsa Bandaríkjunum á móti.

Svo ég á ekki von á því að Rússland, gangi lengra en það þegar hefur gert.
--Líklega að auki hefur Rússland skilið skilaboð Bandaríkjanna, að halda aftur af Sýrlandsstjórn varðandi frekari árásir af hennar hálfu á sýrlenskar liðssveitir undir stjórn Bandaríkjanna, sem m.a. eru nú með í gangi fulla atlögu gegn borginni Raqqa.

--Innan fárra mánaða verða líklega báðar megin borgir ISIS fallnar þ.e. Raqqa og Mosul er nærri alveg fallin þegar.
--Þá auðvitað heldur sóknin gegn ISIS áfram.
En samtímis virðast Bandaríkin vera að skapa sér "protectorate" innan Sýrlands.
Sem líklega verður liður í varanlegri skiptingu Sýrlands.

En skipting Sýrlands hefur að mínu mati nú lengi blasað við, þ.e. að stjórnin í Damaskus haldi nokkurn veginn þeim svæðum sem sú stjórn ræður í dag; en annars vegar sýrlenskir Kúrdar og sýrlenskar Súnní Araba-sveitir er þjálfaðar og vopnaðar hafa verið af Bandaríkjunum - stjórni landsvæðum er verða án nokkurs verulegs vafa "de facto" sjálfstæð frá stjórninni í Damaskus.

  • Skipting Sýrlands sé sennilega eina leiðin til þess, að binda endi á borgaraátök innan Sýrlands -- það hefur einnig verið mín skoðun a.m.k. síðan 2013 samfellt!
    --Ég styð því heilshugar að Sýrlandi verði skipt, milli hópanna er byggja landið.
    --M.ö.o. að hóparnir verði aðskildir varanlega!
  • Það hafi virkað í fyrrum Júgóslavíu að aðskilja hópa, skipta landinu milli þeirra.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur séð "actual" live war map, hér ...

https://syria.liveuamap.com/

Hvað varðar skiptingu, þá geturðu séð á kortinu að hún er þegar í gangi.  Rússar hafa þegar gert samninga við Tyrki, og Kúrda ... hvort Iraq sé með þar, efast ég um eins og er.  En þessi littlu "pockets" í Homs, og Damaskus er eitthvað sem Rússar munu hjálpa Sýrlandi að "reka út" skæruliðana.  Nánast "sjálfsmorð" fyrir þá að vera þar.  Ég get heldur ekki séð annað á kortinu, en að hvad sem "ISIS" baráttu Bandaríkjanna og Rússlands líður.  Þá munu þeir fá sitt "Caliphate", en olíu auðurinn verdur tekinn af þeim og skipt milli Sýrlands, Íraks og Kúrda.

Þannig sé ég málið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.6.2017 kl. 08:03

2 identicon

Þú sérð einnig, að bandamönnum gengur ekkert svo vel í Raqqa. Raqqa er ekki umkringd eins og þú heldur ... en Kúrdar eru að reyna að umkryngja þá.  Þú sérð einnig á kortinu, að Íran lagði þrjá leiðtoga ISIS að velli í gær, ásamt Al-Husseini, sem eer Saudi Arabi.  Rússar réðu niðurlögum á Bagdadi ... og aðgerðir ISIS eru að minnka.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.6.2017 kl. 08:11

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, þá er þetta kort ekki með réttar upplýsingar - því Raqqa er umkringd, annars hefðu þeir ekki þegar hafið atlöguna gegn henni -- hún hefur verið umkringd í a.m.k. hátt á þriðja mánuð, a.m.k. 2 mánuði.
--Samningar Rússa við Tyrki - eru tilraun þeirra til að stjórna skiptingunni.

En Rússar munu ekki geta ráðið því hvernig sú skipting fer fram.
Tyrkir munu leitast við að fá sem mest úr dæminu, með því að semja samtímis við Kana og Rússa.
--Vittu til, Erdogan er ekki kjáni.

    • Mig grunar að bandamenn Bandaríkjanna taki a.m.k. einhverju leiti, olíu og gas svæði Sýrlands.
      --Það mundi henta könum, því það mundi gera þeirra "protectorate" efnahagslega sjálfstætt.
      --M.ö.o. sparaði könum peninga fram á horft.

    --Könum mundi lítast vel á þá framtíð, að Rússar og Íranar verði áfram að styðja stjórnina í Damskus með fjárframlögum, þ.s. það muni vera myllusteinn á samtímis Rússum og Írönum að þurfa að kosta upp á uppihald Damaskus -- til frambúðar.

      • Vertu öruggur að Kúrdar munu ekki treysta á Rússa - þess vegna eru Kúrdar að vinna með Bandar. í sókninni gegn Raqqa, að þeir vita að þeirra sjálfra sín vegna -- þurfa þeir að ná sem mest út úr hvorum tveggja.

      "Rússar réðu niðurlögum á Bagda..."

      Þ.e. frásögn er ég trúi ekki fyrr en líkið kemur fram!

      "...aðgerðir ISIS eru að minnka."

      Auðvitað - þeirra helstu tvær borgir eru að falla. Stríðsmönnum þeirra hefur fækkað niður í um 8þ.
      Aðgerðir Kana gegn þeim eru að virka.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 20.6.2017 kl. 10:07

      4 identicon

      Þetta kort er "up to date", á því eru allar aðgerðir sem eiga sér stað ... með nokkurra klukkustunda "delay".

      Kortið sem þú gafst upp, er rangt og gamalt.  Og al rangt ... það vantar til dæmis algerlega staðsettningu ISIS fyrir vestan Damaskus, og suður ... það vantar algerlega stöðu og staðsetningu Tyrkneska hersins.

      Raqqa er EKKI umkringt, en ef þú kíkir á kortið þá stunda bandamenn "loft árásir" á þann stað sem þú telur að það sé lokað.  Þú sérð einnig að ISIS er með hernaðar aðgerðir á svæðinu.  Þú getur farið á fleir staði til að sjá það sem er að gerast.

      Því miður, er það svo að upplýsingar okkar hér eru rangar ...

      Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.6.2017 kl. 11:20

      5 identicon

      Að Kúrdar treysta ekki Rússum, er bara kjaftæði ... að þú treystir Kúrdum, er kjánaskapur.  Hvort sem um er að ræða Iran, Irak, Kurda, Araba eða einhverja aðra á þessu svæði eru þeir fyrst og fremst, sjálfum sér hollir. Að halda að fólk séu "trúir" kananum, er bara kjánaskapur.

      Pútin er refur, allt sem þér er sagt um hann er "áróður".  Þetta er stórt vandamál, því í okkar eigin röðum eru "áróðursvélar" ... svona svipað og hjá Nasistum, og Kommúnistum ... sem gerir allt vandamálið verra.  Þess vegna, erum við að tapa.

      Nákvæmlega sama atriðið og með "olíu" og "verð" á henni.  Þú sérð alls staðar hér á vesturlöndum, samdrátt í samgöngum ... á meðan verið er að reyna að telja þér trú um, eins og gert var austan blokks áður ... að allt sé í fínu.  Stór fyrirtæki eru að dragast saman, fólk er að stunda "cannibalism" (ekki beinlínis éta fólk, en þetta er notað einnig yfir þegar fólk í starfi stundar ákveðin rottuhátt).

      Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd, að leiðtogar okkar ... eru "verri" en Tumpalúðurinn ... og Óvinir okkar (Pútin), notfærir sér þetta til að grafa undan vesturlöndum á alþjóða borðinu.  Fyrir vikið, erum við að einangrast og Bandaríkin vilja gera okkur að "consumer" þjóðum sem verðum að kaupa af þeim ákveðnar vörur ... eins og gas og olíu.

      Þetta er ekki jákvæð þróun, sem stafar af því ... að okkur hér í Evrópu, skortir almennilega stjórnmálamenn sem vita hvad þeir eru að gera ... þeir sem eru til staðar, eru eins og Löfven í Svíþjóð, sem lýgur fyrir almenningi á meðan hann sjálfur er sá hefur skapað vandamálið, sem hann er að klaga yfir í 1.maj ræðu sinni.

      Trúðu mér, Bandaríkin og Rússar fara aldrei samann ... þeir munu "proba" hvorn annan. Fyrst og fremst til að vita kunnáttu og getu hvors annars. Þeir ýta við hvorum öðrum, en mest er þetta bara "spel för galleriet", eins og sagt er.

      Það erum við hér í Evrópu, sem erum að tapa.

      Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.6.2017 kl. 11:29

      6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Bjarne -- landatlaga gegn Raqqa hófst snemma í júní. Greinilega er þessi aðili er rekur þetta kort, ekki að uppfæra það nægilega ört -- þegar upplýsingar þar eru a.m.k. mánuði til tveim mánuðum úreltar.

      Kortið sem ég setti inn -- sýnir nýlega stöðu, ekki stöðuna í dag. 
      -------------

        • Kúrdar geta ekki treyst Rússlandi, vegna: A)Þeir bandamenn Rússa er máli skipta, er stjórnin í Damaskus og Íran -- báðum er nöp við Kúrda. Íranar vegna þess, að Íran hefur Kúrda svæði - er þar með af sömu ástæðu og Tyrklandi, með hagsmuni til þess að bæla niður sjálfstæðistilraunir Kúrda. Stjórnin í Damaskus, vill ef hún getur - ná aftur fullum yfirráðum yfir öllu Sýrlandi, þar á meðal Kúrdum. B)Rússland hefur ekki val um aðra bandamenn en Damaskus stjórnina og Íran á svæðinu -- Rússland hefur hvergi annars staðar herstöðvar í Mið-austurlöndum, er ekki líklegt að fá aðrar en á umráðasvæði Damaskus stjórnarinnar. C)Að auki má bæta við, að Rússland hefur sjálft innan eigin landamæra - múslima svæði, sem gjarnan vildu vera sjálfstæð ef þau getu. M.ö.o. það sé ekki fordæmi sem er Rússum í hag að íta undir - að múslima svæði geti klofið sig frá ríki, undir stjórn einræðisstjórnar.
          --Þetta eru yfrið næg rök fyrir því að Kúrdar geta ekki treyst á Rússland.

        • Bandaríkin hafa verið bandamenn íraskra kúrda nú síðan á 10. áratug 20. aldar, í rúm 20 ár - bandalag er hefur gengið vel, hentað báðum aðilum með ágætum: A)Margt bendi til þess, að það henti könum mæta vel, að styðja til frambúðar sjálfstjórnarsvæði sýrl. Kúrda og íraskra Kúrda. C)Þ.s. Kúrdar hafa reynst áreiðanlegir bandamenn. D)Kúrdar mynda mótvægi við - Íran. Meðan að svæði Kúrda undir eigin forræði - verða stöðug ógn við, yfirráð Írana yfir Kúrda svæðum innan Írans sjálfs. E)Sjálfstæðissvæði Kúrda, væri einnig gagnlegir bandamenn fyrir Kana, sem mótvægi við bandalag Rússa við Damaskus stjórnina. F)Kanar hafa úr nægum bandamönnum að moða - eru þar með ekki, það háðir einum, að krafa eins bandalagsríkis t.d. Tyrklands - væri líklegt til að knýja Bandar. til að hætta bandalagi við Kúrda. En Bandar. hafa eftir allt saman - haft bandalag yfir 20 ár við Kúrda innan Íraks - án þess að Tyrkir hafa getað hindrað slíkt.

        • Síðan er rétt að hafa í huga, að Tyrkir treysta ekki Rússlandi - þeir græða of mikið á bandalagi sínu við Kana, til þess að vilja raunverulega rugga því verulega. 
          --Þannig að ég tel fullvíst að Kanar geti viðhaldið bandalagi við Kúrda áfram, með viðbættum Kúrdum innan Sýrlands.
          --Auk þess, að það bandalag sé líklegt til að vera traust -- því það henti hagsmunum beggja.

        Kúrdar mundu aldrei geta treyst Rússum, því Rússar séu of háðir bandalagi sínu við Damaskus stjórnina og Íran -- meðan að Írönum og Damaskus - sé augljóslega ekki akkur til lengdar í nokkru samstarfi Rússa við Kúrda.
        --Rússar geti ekki hent frá sér bandalagi sínu við Íran né Damaskus.
        --En þeir geti hent Kúrdum frá sér - og án vafa gera það, ef þeir verða að velja.

        Eins og ég benti þér á, væru Kúrdar fífl að treysta Rússum.
        Gera það öruggleg ekki.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 20.6.2017 kl. 15:20

        7 identicon

        Þú ert alltaf með "óskhyggjuna" í fyrirrúmi og lest ekki Tsun Tzu, eða aðra heimspeki í kringum hernað.

        Ég segi þetta beint út, ef þú treystir Bandaríkjamönnum ertu barnalegur kjáni ...

        Ef þú heldur að Rússar séu í mið-austurlöndum, vegna Sýrlands ertu ekki bara úti að aka ... þú ert með maura í hausnum. Al rangur hugsanaháttur.

        Þú sérð ekki raunveruleikan fyrir trjánum ... sem dæmi, þú stendur í þeirr skoðun að Þjóðverjar töpuðu síðari heimstyrjöldinni. Þetta er vegna þess, að þú heldur að stríð gangi út á að drepa fólk ... eða ná heims yfirráðum.  Þetta eru sögur, sem þér eru sagðar af þeim ... sem eru með heimsyfirráð.  Þjóðverjar fyrir heimstyrjaldirnar voru að tapa landareign, og lifðu við mjög erfiða aðstöðu.  Sérstaklega milli stríðsáranna ... miljónir manna sultu til dauða.  Niðurstaða stríðsins, var að þýskaland varð að efnahagslegu heimsveldi ... stríð, er ekki háð til að drepa fólk. Þjóðverjar eru einu af stóru sigurvegurum stríðsins ... sama á við japani.

        Margir bandarískir aðilar, og þar á meðal hershöfðingjar hafa sömu hugsun og þú ... að sigurinn sé í að drepa fólk.  Sigra "orustuna" ... og þetta er að vanmeta andstæðinginn.

        Hugsanir þínar um "traust" eru barnalegar "gælur" ... þú ert að gæla við að fróa eigin "óskhyggju".

        Ég geri ráð fyrir að þú hafir aldrei lært, að "færa rök fyrir andstæðu þess sem þú villt sjálfur".

        Lestu Tsun Tzu og aðra heimspeki um styrjaldir.

        Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.6.2017 kl. 21:36

        8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

        Geisp.

        Einar Björn Bjarnason, 21.6.2017 kl. 00:21

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Apríl 2024
        S M Þ M F F L
          1 2 3 4 5 6
        7 8 9 10 11 12 13
        14 15 16 17 18 19 20
        21 22 23 24 25 26 27
        28 29 30        

        Eldri færslur

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (19.4.): 0
        • Sl. sólarhring: 6
        • Sl. viku: 757
        • Frá upphafi: 0

        Annað

        • Innlit í dag: 0
        • Innlit sl. viku: 693
        • Gestir í dag: 0
        • IP-tölur í dag: 0

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband