Trump virðist hafa óskað eftir við James Comey að FBI stöðvaði rannsókn á Michael Flynn, skömmu áður en Flynn var knúinn til afsagnar!

Þetta telst væntanlega til -afskipta af réttvísi- sem í flestum lýðræðislöndum er litið hornauga.
En eins og þekkt er, þá rak Donald Trump - Flynn fyrir rest.
--Skv. tilskipun um brottrekstur, vegna þess að Flynn hefði sagt Trump og Spicer aðstoðarmanni Trumps - ósatt um málavexti þá sem FBI var að rannsaka!

Trump asked Comey to shut down Flynn probe

Comey Memo Says Trump Asked Him to End Flynn Investigation

  1. Væntanlega muna einhverjir Íslendingar - að einn ráðherra í ríkisstjórn Íslands er sat á sl. kjörtímabili - var knúin til afsagnar, fyrir sambærilegar sakir - þ.e. afskipti af réttvísi.
  2. Sambærileg afskipti, teldust næg ástæða til afsagnar ráðherra - líklega í langsamlega flestum lýðræðisríkjum í Evrópu.

--Auðvitað mun Trump ekki segja af sér - langsamlega flestir stuðningsmenn hans eru líklegir að álíta þetta án mikils vafa - smámál!

Upplýsingarnar koma fram í - minnisblaði sem James Comey skrifaði.
Í bandarískum rétti, hefur skapast sú venja - að líta á minnisblöð yfirmanna FBI-sem sönnunargögn um innihald samræðna milli viðkomandi FBI-yfirmanna og annarra einstaklinga.

Skv. minnisblaðinu sagði Trump eftirfarandi við James Comey:

“I hope you can see your way clear to letting this go, to letting Flynn go,” ... “He is a good guy. I hope you can let this go.”

Skv. minnisblaðinu - sagði Comey einungis:

“I agree he is a good guy.”

En tjáði sig ekkert um -- meinta beiðni Donalds Trump.
--Og rannsóknin hélt áfram, og ekki löngu síðar - var Flynn knúinn til að hætta!

  1. Auðvitað er þetta 2-ja manna tal.
  2. Þetta minnisblað því engin - full sönnun!

--En ég er á því að James Comey sé líklegri til að segja sannleikann!
--Trump hefur langa sögu af - léttúð gagnvart því sem er satt og rétt!

 

Niðurstaða

Framkoma upplýsinga um minnisblað Comey - mun líklega ekki hafa nokkrar afleiðingar. Ég get a.m.k. ákaflega vel trúað Trump til þess að hafa lagt fram þá ósk, sem fram komi í minnisblaðinu. Og eins og ég sagði - hef mun meiri trú á líkum þess að James Comey segi sannleikann!
--Minnisblaðið að sjálfsögðu geti ekki talist - full sönnun!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 218
  • Sl. sólarhring: 278
  • Sl. viku: 301
  • Frá upphafi: 846939

Annað

  • Innlit í dag: 206
  • Innlit sl. viku: 288
  • Gestir í dag: 200
  • IP-tölur í dag: 200

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband