Innbrotahrina virðist fylgjast að útbreiddum fjöldamótmælum í Venezúela er staðið hafa samfellt í mánuð

Mér virðist sennilegast að innbrotahrinan stafi einfaldlega af því, að Maduro hafi safnað háu hlutfalli af lögregluliði í höfuðborg landsins - saman. Það hafi nú það hlutverk, að verja forsetann og ríkisstjórn landsins - gagnvart mótmælendum.
--Á sama tíma, sé þá sennilega of fáir lögreglumenn á hefðbundinni vakt við almenna varðgæslu á götum.

Amid hungry, violent looting, Venezuelan shopkeepers fortify their businesses

Þessi grein er ný vísbending um vaxandi lögleysu í landinu.
En áður hefur komið fram í fjölmiðlum - að tíðni morða hafi aukist mikið.
Og auðvitað - innbrotum fjölgað.

  • Nokkuð dæmigert - eins og greinin segir, að fólk sé að stela vistum og nauðsynjum.
  • Það getur hvort sem er verið - glæpamenn sem ætla að selja á svörtu.
  • Eða fólk - sem vanhagar um brýnustu nauðsynjar.

--Höfum í huga, að vannæring er vaxandi vandamál.
--Nærri helmingur fólks, neytir minni næringar en telst ráðlegur dagskammtur - niðurstaða er lá fyrir, fyrir nokkrum mánuðum síðan.
--Þetta fyrir utan, gríðarlegan skort á lyfjum og tækjum til einföldustu lækninga - svo fólk deyr unnvörpum úr því sem er læknanlegt, sem að auðlæknanlegir sjúkdómar breiðast út.

Venezuela says it will split from OAS as unrest continues

Venezuela Says It Will Leave Pro-Democracy Organization

Death toll rises in worsening Venezuela unrest

The art of surviving a Venezuela on the brink

Opposition activists take cover behind advertisement placards during a fight with police in Caracas on Wednesday.

Einhverju leiti má sennilega líkja þessu við götumótmæli á strætum Kíev fyrir nokkrum árum

Ástæður fjöldaóánægju sem drífur áfram mótmæli - eru náttúrulega ekki þær sömu.

En ég held að það sé enginn vafi að mikil örvænting sé undir liggjandi, hafandi í huga það heilsufars ástand sem vofi yfir landsmönnum - ef svo hátt hlutfall fólks heldur áfram að neyta minna en ráðlegs dagskammtar per dag og auðlæknanlegir sjúkdómar halda áfram að grassera í vaxandi mæli.

En samtímis sé engin trygging þess að mótmælendur hafi betur - það hafi t.d. alls ekki verið fyrirfram ljóst í Kíev. Þar stóðu mótmæli yfir í - einhverja mánuði, man ekki lengur hve marga, þegar ríkisstjórn landsins loksins - hrundi innan frá.

Kannski getur eitthvað svipað gerst - að klofningur innan stjórnarflokks landsins, þ.e. Venezúela - á endanum leiði til falls Maduros forseta.
--Og loks stjórnarskipta!

En einmitt þannig féll stjórnin í Kíev - allt í einu fór af stað spilaborg innan eigin raða, hluti stjórnarflokksins samdi við stjórnarandstöðuna sem stóð fyrir götumótmælunum.
--En á hvaða punkti það gerðist, var að sjálfsögðu fullkomlega ómögulegt að spá fyrir.

Sama má segja væntanlega um rás atburða í Caracas.
--Það sé alls ekki enn hægt að útiloka að Maduro standi þessi mótmæli af sér.
--Þó það geti vel verið, að örvænting í bland við reiði í Venezúela sé nú orðin slík, að mótmælendur muni ekki gefast upp - og endanum hafa næga þrautseigju.


Niðurstaða

Það er ótrúlegt enn sem fyrr að verða vitni að þessu nær fullkomna hrunástandi lands, sem býr að einum auðugustu olíulyndum heimsins. Ég meina, matarskortur ásamt vaxandi vannæringarástandi - útbreiðsla auðlæknandi sjúkdóma sem líkist meir ástandi fyrir 100 árum síðan en í nútímalandi.
--Hreinlega mögnuð útkoma að bylting Chavezar heitins sé kominn á þennan punkt, að meginþorri landsmanna, ekki lengur á barmi örvæntingar heldur í fullri örvæntingu óski sér einskis heitar en að arftaki Chavezar við völd - hverfi sem allra fyrst frá þeim völdum.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því, hvort að staðföst fjöldamótmæli geta einhverju megnað.
En við þekkjum dæmi fyrir nokkrum árum í Úkraínu, að nægilega einbeitt fjöldamótmæli geta á endanum fellt ríkisstjórn lands. En slík útkoma er að sjálfsögðu alls ekki í nokkrum skilningi fyrirfram gefin.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn

Við kaupum þetta ekki lengur frá NYT og CNN , því við könnumst við svona lygarnar.

Já það er rétt:  They lied about Iraq, they lied about Libya. They're lying about Syria, Iran, and Venezuela. Why believe them this time? Hands off Venezuela! https://www.facebook.com/MintpressNewsMPN/videos/1440330166010514/?pnref=story

KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.4.2017 kl. 03:44

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nema að það er ekki rétt að þeir fjölmiðlar hafi -logið-. Það er gríðarlegur misskilningur á hlutverki fjölmiðla, að túlka það með slíkum hætti.
**Fjölmiðlar mjög eðlilega - flytja fréttir um fullyrðingar stjórnvalda mikilvægra ríkja í heiminum.
Fyrir innrásina 2003 - höfðu fjölmiðlarnir sjálfir, enga möguleika til þess með sjálfstæðum hætti að vera algerlega öruggir að Bush færi með staðlausa stafi.
**Sú krafa að fjölmiðlar flytji aldrei rangar fullyrðingar -- ef ríkisstj. grýpur til lyga, er öldungir óraunhæf.
--Kjánlegt eiginlega.

Það er gríðarlega mikið framboð af upplýsingum í dag um það að það sé ekki verið að segja ranga sögu af rás atburða í Venezúela.
--Ég óska eftir því að þú prófir að hugsa sjálfur!
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.4.2017 kl. 09:14

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hvað hét hann, fyrirrennarinn, þarna frelsishetjan og hagsældar rústarinn , var það ekki hann Húgo Chaves, vinur Kastro þess sem ætlaði að frelsa ánauðuga en honum mislukkaðist svo herfilega að en eru þar um lönd flestir ánauðugir og ekkert við því að gera.   Mikill er máttur trúarinnar og í suður Ameríku gildir afl stjórnvalda. 

Hrólfur Þ Hraundal, 29.4.2017 kl. 09:49

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það verður hungursneið þarna, inni í borgunum.  Bændur spjara sig - ef engum dettur í hug að fara og heimsækja þá.

Annars mun ekki verða þarna bylting, vegna þess að Rikið á byssurnar, en hinir ekki.

En hey, þeir völdu þetta víst yfir sig.  Svo verði þeim að góðu.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.4.2017 kl. 19:04

5 identicon

Sæll Einar Björn


Það í raun og veru skiptir ekki máli hvað margar lygar ég bendi þér á hérna frá CNN, NYT og
Al Jazeera, þú munt alltaf halda áfram að styðja allan þennan áróður frá CNN, NYT  og Al Jazeera, ekki satt?   
Nú hver segir að þessir fjölmiðlar hérna NYT, CNN og Al Jazeera hafi ekki áður flutt okkur lygar, það eru núna til  fjórar bækur er fjalla allar bara um lygar NYT, sem heita reyndar: "The Anti- New York Times Quarter" frá númer 1 til 4, svo og fjallar um hvernig þetta lygaáróðurs- málgagn NYT studdi öll þessi stríð. Nú og það var eins með CNN, er ekki bara bjó til lygar, heldur einnig bjó til lygafréttir, þú?      

CNN's Amanpour & Blitzer admit lying about WMD's

Caught Staged CNN Syria Interviews Faked By Activist Danny

PROOF that BBC,CNN LIE about Russia killing civilians in Syria

 

Exposing more CNN lies on Syria, Truth about Danny the Zionist

Archbishop Jeanbart Syria's future lies with Assad CNN Video

CNN SCANDAL 2012 - Syria - 72 Hours Under Fire. LIES about Syria EXPOSED ! MUST WATCH!

Syria | FSA Lies on CNN : No Al-Nusra Front in Aleppo

Al Jazeera Reporter resigns and speaks the truth about Syria (Aljazeera EXPOSED !)

 

EVA BARTLETT destroys mainstream media lies. What's really going on in Syria.

Syrian activist answers accusations

Former CNN Reporter (Amber Lyon) threatened & silenced by CNN reveals CNN Lies & War Propaganda

 

CNN and Danny Abdul Dayem Lying Again - Syria

 

CNN and the Shameful Lie about Syria

Independent Canadian journalist challenges MSM, explains what actually is going on in Syria

Western media lies about Syria exposed (Canadian journalist Eva Bartlett)

Syrian man confronts BBC reporter for Lying (see updated description)

 

FALSE FLAG: Syria Chemical War ACTORS BUSTED!!!

AMENTI Investigations WILL OPEN YOUR EYE'S

Terrorists in Syria prepare another Fake video to show on CNN and AlJazeera.

FAKE NEWS: Syria Edition pt 1 (BBC, CNN, MSNBC, FOX, etc.)

AL JAZEERA Reporters and Journalists are Quitting their Jobs over Syria LIES. AL JAZEERA EXPOSED

Syria regime change, BBC & CNN lying? Did NATO break Sep 12th ceasefire in Syria?

Anderson Cooper & Syria Danny Staging CNN news Starting a WAR

CNN . syria : deadly lies

The Truth behind the "Free Syrian Army". CNN and Aljazeera won't show you this.

Proof TV Media 100% Fake - Fake/Green Screen Compliation (2014)

Russia Asks CNN, New York Times, Rest Of Western Media Stop Lying In Support Of Terror In Syria

Anderson Cooper - Syrian Lies Exposed

CNN With Other Western Media Used Fake News Source For Years To Destroy Secular Syria

Syria Danny Staged News Reports Compilation

Syrian Chemical Attack is COMPLETELY DEBUNKED AGAIN!! FAKE NEWS!

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 29.4.2017 kl. 19:30

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur, sú röksemd gengur ekki upp - nema ríkið geti tryggt það að herinn sé með í leik.


--En það eru til söguleg dæmi þess, að þegar á reynir - neiti herinn að standa með ríkisstjórn sinni.
Hugsum t.d. um Rúmeníu 1989, Nicolae Ceaușescu - skipaði hernum og öryggissveitum landsins, að binda endi á uppreisn sem var hafinn --> Gekk hersinn þess í stað til liðs við uppreisnins, og barðist við öryggissveitirnar.
Nýlegra dæmi, í Úkraínu þegar stjórn Yanukovych forseta stóð í átökum við götumótmæli, þá kom að þeim punkti að Yanukovych gaf hernum skipanir að koma öryggissveitum landsins til aðstoðar --> En herinn neitaði, kaus að láta deilur ríkisstjórnarinnar og mótmælenda - afskiptalaus. Tók m.ö.o. engan þátt.
-------------------
Hafðu í huga, að þegar ríkisstjórn er orðin svo víðtækt óvinsæl sem ríkisstj. Maduros - þegar ástandið í landinu ógnar með svo alvarlegum hætti stöðu almennings í landinu --> Þá eru verulegar líkur á að fjölskyldur hermanna, séu ekki að sleppa sjálfar við það að verða fyrir margvíslegum neikvæðum áhrifum krísunnar í landinu.
-- --> Þá er virkilega góð spurning, að hvaða leiti, Maduro raunverulega getur treyst hernum.

    • En það eru einnig dæmi þess - að herir hafi klofnað, þegar þeim hefur verið skipað að beita sér gegn fjölda-uppreisn.

    • Þ.e. hluti hers gengið í lið með uppreisn - meðan að verulegur hluti hers hafi þó staðið áfram með henni.

    Dæmi um slíkt - Sýrland, er átökin urðu snögglega að vopnuðum átökum í kjölfar þess að hluti stjórnarhers Sýrlands, gekk til liðs með uppreisninni í landinu.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 30.4.2017 kl. 00:51

    7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Þorsteinn, mér er skítsama um þær bækur - en t.d. heimfjölmiðlarnir lugu ekki sbr. fyrir upphaf stríðsins 2003.
    --Þeir einfaldlega gerðu það sem þeir alltaf gera - fluttu fréttir.

    Þeir gátu ekki mögulega vitað það, að t.d. ríkisstjórn Bush var að ljúga að þeim.
    Það sé afar -disingenious- að halda því fram, að heimsfjölmiðlarnir hafi verið að ljúga.
    -----------------

    Varðandi átökin í Sýrlandi -- er einfaldlega afar erfitt að ráða í það, hver sannleikurinn er.
    --Þ.e. stjórnvöld Sýrlands -- ljúga nánast stöðugt. Það gera stjv. Rússlands og Írans að auki.
    --En því miður, ljúga uppreisnarhreyfingar einnig í miklum fjölda tilvika.
    **Þegar allir þátttakendur eru meira eða minna - ljúgandi.

    Verður sannleikurinn stundum vandrataður.
    --Það eðlilega setur fjölmiðla í vanda.
    Og þeir geta ratað í slíku ástandi á það að segja ekki alltaf rétt frá rás atburað.

    Einfaldlega þegar þeir vita ekki betur.
    En engin ástæða er að ætla, að heimsmiðlar skipulega leitist við að viðhalda falskri mynd.

    --En þeir ráða ekki alltaf við það, þegar aðrir ljúga að þeim.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 30.4.2017 kl. 00:59

    8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Þorsteinn, aftur á móti er þitt vandamál - Þorsteinn ---> Sá að þú greinilega trúir þeim sem vísvitandi ljúga, eða í tilviki þessarar konu blaðamanns - að konan er greinilega fífl er hefur látið ljúga sig fulla.
    --En gríðarlega mikið er til af nægjanlega áreiðanlegum heimildum um átökin í Sýrlandi.

    Til þess að vita í grófum dráttum hvað er í gangi.
    --Sú mynd sem ríkisstj. Sýrlands dregur upp er  lýgi.

    a)Sýrland er ekki saklaust fórnarlamb utanaðkomandi afla, sem hafa ákveðið að eyðileggja landið. Þ.e. Assad sjálfur sem hefur eyðilagt sitt lang, og ber ábyrð á langsamlega stærstum hluta eyðileggingarinnar. Assad er sennilega í dag miskunnarlausasti harðstjóri plánetunnar -- áhugavert að þú sért stuðningsmaður hans.
    b)Stríðið í Sýrlandi hófst ekki með innrás utanaðkomandi afla - það er ekki þannig að utanaðkomandi öfl haldi landinu í gíslingu -- og landsmenn séu saklaus fórnarlömb þeirra. Þ.e. gott dæmi um þann magnaða lygavef sem Assad hefur búið til, sú saga.

    Ef þú trúr atriðum sem þessum --> Þá greinilega ertu heilaþveginn einstaklingur.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 30.4.2017 kl. 01:06

    9 identicon

    Sæll aftur Einar Björn

    Ég hef ekki lesið nema tvær bækur af þessum hérna "The Anti New York Times, þeas. þá quarter 2 og 3, en nóg samt til þess að átta mig á því, hvernig þessir fjölmiðlar ljúga og ljúga. En þetta fjölmiðlafólk er þjálfað í því að ljúga og búa til heilu lygafréttirnar osfrv. og m.a. political character assassination, political isolation,  political demonization,  svo og hefur hlotið sérstaka kennslu og leiðbeiningar í því að ljúga hjá Tavistock Institute, eins og hann dr. John Colman fyrrum yfirmaður MI6 til 30 ára hefur uppljóstrað um í bók sinni "The Tavistock Institute of Human Relations: Shaping the Moral, Spiritual, Cultural, and Political".  Önnur góð bók er til varðandi Tavistock Institute,  en hún er eftir hann Daníel Estulin og heitir reyndar "Tavistock Institute: Social Engineering the Masses" og fjallar að mestu um það sama.

    Hann William Wolseley fyrrum yfirmaður CIA uppljóstrað okkur um það,  að um fleiri hundrað manns  starfi á vegum CIA hjá þessum stóru fjölmiðlum (Is the CIA editing your newspaper?), nú og hvernig er hægt að koma bæði stjórnmálamönnum og almenningi inn á það, að hefja stríð og stúta og rústa öðrum þjóðum, þú?    

    “some 3,000 salaried and contract CIA employees were eventually engaged in propaganda efforts”.

    Eins og segir þá höfum við mörg dæmi um lygar í fjölmiðlum er voru notaðar til þess að hefja stríð,  eins og t.d. fyrir stríðið gegn Víetnam, Írak og Líbýu, en fyrirgefðu ekki reyna segja mér, að ég eigi að treysta þessum stóru lélegu mainstream media - fjölmiðlum.

    KV.

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.4.2017 kl. 12:45

    10 identicon

    Einar Björn,

    Það er búið að ljúga okkur því hérna aftur, aftur og aftur, að borgarastríð, borgarastríð og aftur borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi, en nú verða þessir sömu lélegu MSM - fjölmiðlar þínir að reyna koma inn fleiri svona lygum í viðbót, sérstaklega eftir að hún Eva Bartlett fréttakona opinberað um að þetta stríð sé ALLS EKKI borgarastríð, heldur innrásarlið vopnaðra málaliða (Sjá hérna einu sinni:  https://www.facebook.com/ScoopWhoopNews/videos/580686822128516/). Nú og þrátt fyrir að fólk hjá UN hafi opinberað um að þetta sé EKKI borgarastríð (UN Lady on Syria), heldur innrásarlið málaliða sem að styrktir eru af stjórnvöldum í Bandaríkjunum, Saudi Arabíu, Ísrael og Katar, svo og styrkt vesturlöndum, þá halda fjölmiðlar hér áfram og áfram þessum sama lygaáróðri um að borgarstríð sé og hafi verið í Sýrlandi. Heldur þú virkilega að fólk sé ekki farið að sjá eitthvað í gegnum öll þessi afskipti stjórnvalda Bandaríkjunum, svo og með allt þetta með "Regime Change" og "coup d'etat" er hefur verið í Serbíu, Georgíu, Kirgisistan og núna síðast í Úrkanínu?  

     Bashar Assad has said the development of events in Venezuela resembles the beginning of the Syrian conflict.

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.4.2017 kl. 14:38

    11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Þorsteinn , endurtek einu sinni enn -- heimsmiðlarnir hafa ekki samantekin ráð um að ljúga að heimsbyggðinni. Höfundar bóka sem halda slíku fram, eru annaðhvort kjánar eða sjálfir lygalaupar.
    --Sennilega á það síðara við - að þeir halda á lofti söguskýringum sem passa ekki við þá mynd sem fjölmiðlar halda á lofti -- þá grípa þeir til þess ráðs, að staðhæfa að heimsmiðlar ljúgi.
    --Þegar þeir sjálfsögðu sjálfir eru í besta falli að vaða villu, eða ljúgandi sjálfir.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 1.5.2017 kl. 11:52

    12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Þorsteinn, eina ferðina enn - þetta er borgarastríð og það er ekki lýgi að þetta sé borgarastríð.
    Bendi þér á góða upplýsingasíði - nei Wikipedia er áreiðanleg, sennilega áreiðanlegasta gagnið sem þú finnur nokkurs staðar á vefnum: Syrian Civil War - Wikipedia.
    --Lygalaupar þó gjarnan halda því á lofti að WikiPedia sé óáreiðanleg.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 1.5.2017 kl. 11:55

    13 identicon

    Sæll aftur Einar Björn

    Fyrirgefðu, en eins og allt þetta fólk hjá Bandaríska friðarráðinu (US Peace Council) fullyrðir þá er þetta alls ekki borgarastríð, heldur er um að ræða innrásarlið vopnaðra málaliða sem að stjórnvöld í Bandaríkjunum, Saudi Arabar, Katar og Ísrael hafa fjármagnað og vopnað til þess eins að koma á stjórnarbreytingum (Regime Change) í Sýrlandi.

    Nú og ég kaup ekki þessar lygara frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, og ekki heldur þessar lygar frá þessum MSM- fjölmiðlum er þú styður svona endalaust, rétt eins og allt frá þeim væri allt saman heilagur og óhaganlegur sannleikur. Við höfum vitnisburði af fólki er hefur verið þarna í Sýrlandi, er segja okkur eitthvað allt annað en þessir lélegu MSM- fjölmiðlar þínir, og sannleikurinn mun koma í ljós.

           

    Stop calling the Syrian conflict a 'civil war.' It's not. - The Washington Post

     

    Conflict in Syria is not civil war - Times Colonist

     

    I Am A Syrian Living in Syria: “It was Never a Revolution nor a Civil War. The Terrorists are sent by your Government”

     

    The war in Syria is not a civil war | TheHill

     

    Why the Syrian conflict is not a civil war - The Duran

     

    Syria's Not So Civil War Explained | Metro Jacksonville

     

    It's A US-led Invasion, Not Civil War in Syria | US Peace Council ...

     

    Syria - This is not civil war; this is war on civilians - Voice Of People ...

     

    Syria: Proxy war, not civil war – Middle East Monitor

     

    Syria: It's Not a Civil War and it Never Was | New Eastern Outlook

     

    Syrian Peace Groups: This is not a Civil War, it is a Set of Foreign ...

     

    Documentary - Syria - Not a Civil war

     

    Eva Bartlett: 'It's not a civil war – This is a war ON Syria'

    U.S. PEACE COUNCIL SYRIA IS NOT A CIVIL WAR BUT USA ISRAEL INVASION

    US Peace Council: American people are being lied to! TRUTH ABOUT SYRIA! NOT CIVIL WAR BUT US INVASION!

    US war Crimes in Syria NOT a civil war. Remember Iraq invasion?

    Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.5.2017 kl. 13:58

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Mars 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30
    31            

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (29.3.): 0
    • Sl. sólarhring: 1
    • Sl. viku: 27
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 26
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband