Trump vill lækka skatta á fyrirtæki í 15%

Aldrei þessu vant - er ég sammála Trump. En ég held það sé sérdeilis góð hugmynd að lækka hina almennu skattprósentu á bandarísk fyrirtæki.

Trump plans to slash corporation tax rate to 15% :"...it mirrors Donald Trump’s campaign goals to more than halve corporation tax from the current 35 per cent."

Það er nefnilega málið að almenni fyrirtækjaskatturinn er ótrúlega hár þ.e. 35%.
Í samanburði er Ísland skattaparadís - með 20% tekjuskatt á fyrirtæki.
Annar samanburður, að tekjuskattur fyrirtækja í Frakklandi og Belgíu, 34%.
--Það er áhugavert að Bandaríkin séu með einn hæsta skattinn sem þekkist á Vesturlöndum!

  1. Málið er að hann kemur mjög ósanngjarnt út - virkar svipað í Frakklandi og Belgíu.
  2. Að stór fyrirtæki hafa getað beitt pólitískum áhrifum sínum - til að losna að mestu við það að borga þennan skatt.
  • Það leiði til þess að hann - bitni fyrst og fremst á smærri, til meðalstórum fyrirtækjum.
  • Sem skorti pólitísk ítök - stór fyrirtækjanna.
  • Skerði því samkeppnisstöðu smærri til meðalstórra fyrirtækja - gagnvart stór fyrirtækjum.

--Vegna þess að þekkt er að megnið af nýungum á sér stað í smærri fyrirtækjum.
Þá séu sennilegt að þessi skattur - með því að mismuna smærri fyrirtækjum.
Dragi úr nýungagyrni atvinnulífs - samtímis í löndunum þrem, þ.e. Bandaríkjunum, Frakklandi og Belgíu.

Að auki er þekkt, að mesti vöxtur í störfum er hjá smærri til meðalstórum fyrirtækjum.

  1. Stór fyrirtækin --> Séu hvort sem er, flest hver, ekki að borga þennan skatt.
  2. Þannig, að ekki sé verið að hygla þeim, heldur frekar smærri til meðalstórum - sem við núverandi ástand; búi við ósanngjörn samkeppnisskilyrði.

Það sé rökrétt að ætla að þessi breyting - geti skilað fjölgun starfa!
Auk þess gæti skattahækkunin skilað sér til starfsmanna í formi launa, að einhverju leiti.
Og nýungagyrni atvinnulífs væri líklegt að eflast.

--Því miður fyrir Trump - væri ósennilegt að áhrif skattabreytingarinnar mundi skila sér á svo skömmum tíma, sem einu kjörtímabili.
--Mun sennilegar að áhrifin skili sér á lengra tímabili, enda taki tíma fyrir nýjar hugmyndir að skila sér í aukinni starfsemi og fleiri störfum.

T.d. hafi það verið lausn fyri Svíþjóð á 10. áratugnum, að lækka fyrirtækjaskatta!
Sem hafi skilað sér eftir 2000 í góðum vexti atvinnulífs í Svíþjóð milli 2000 og 2010.

 

Niðurstaða

Þó Trump nefni 15% - þá þarf ekki endilega að lækka skattprósentuna þetta mikið. Tillaga Repúblikana í Öldungadeild um 20% skatt - væri alveg fullnægjandi. Mundi lækka skattinn í Bandaríkjunum þá niður í það sama og hér á Íslandi. Í Svíþjóð sé hann -ef ég man rétt- 26%.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 255
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 338
  • Frá upphafi: 846976

Annað

  • Innlit í dag: 241
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 232
  • IP-tölur í dag: 232

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband