Erdogan gæti tapað þjóðaratkvæðagreiðslunni nk. sunnudag - kannanir sýna

Rétt að nefna að kannanir sýna oftar Erdogan hafa betur, en hinn bóginn virðast þær samtímis sýna meirihluta stuðning tæpan; auk þess að við og við birtast kannanir er sýna öfuga útkomu.
--Með öðrum orðum: þrátt fyrir að hafa lokað 150 gagnrýnum fjölmiðlum, látið handtaka töluverðan fjölda þingmanna -- tryggt að "Nei" baráttan fái nánast engan athygli af fjölmiðlum.
--Meðan að andlit Erdogan er alls staðar sjáanlegt, og fjölmiðlar básúna kosningaáróður Erdogans nánast allan sólarhringinn.

  • Virðist það raunverulegur möguleiki að Erdogan tapi!

How Erdogan's Referendum Gamble Might Backfire

New poll suggests Turkish President Erdogan will lose referendum on executive powers by knife edge

Erdogan relies on well-oiled election machine to secure victory

http://www.thepressproject.gr/photos/erdogan-odrekao-bih-se-i-vlastitog-djeteta-ukoliko-bi-bilo-umijesano-u-kriminal1459177103.jpg

Efnahagsmál gætu verið ein hans helsta ógn!

En Gulemista-hreinsanir þær sem hófust í kjölfar valdaránstilraunar innan hersins.
--Virðist raunverulega ógna efnahag landsins.

  1. Hreinsanirnar virðast fæla frá fjárfesta.
  2. Síðan hafi nokkur fjöldi auðugra kaupsýslumanna, lent í hreinsununum.
  3. Fyrir utan mikinn fjölda opinberra starfsmanna af margvíslegu tagi.

--Það sem virðist einkenna þær, sé þeim sem séu hreinsaðir, sé skipt út fyrir -- aðila sem njóta trausts stuðningsmanna Erdogans.
--M.ö.o. virðist hæfni ekki sigla hátt í því vali.

Líklega hafi þar af leiðandi -- orðið mikil blóðtaka í hæfni, innan mikilvægra öryggisstofnana sbr. - innan hersins, innan almennu lögreglunnar sem og öryggislögreglunnar.
--En einnig innan ríkisstofnana.

  1. Ákveðin óreiða hafi skapast í stjórnun landsins.
  2. Það sé einnig óvissan, um það -- hver verði næst.

Óvissan + óreiðan, valdi því væntanlega að fjárfestar halda að sér höndum.
Menn bíða og sjá hvað verða vill!

Meðan líður hagkerfið fyrir og virðist í hraðri kulnun.

  1. Það gæti verið varasamt fyrir Erdogan, því hann hefur ekki síst siglt í gegnum kosningasigur eftir kosningasigur --> Í krafti þess að hafa í gegnum árin staðið fyrir um margt velheppnaðri efnahagsuppbyggingu.
  2. Ef fjöldi kjósenda, telur að hann sé búinn að missa tökin --> Gætu þeir snúið við honum baki --> Eða haldið sig heima.

 

Síðan má ekki gleyma lýðræðissinnum innan hans eigin flokks!

En framan af valdaferli AKB flokksins, beitti flokkurinn undir stjórn Erdogans sér fyrir margvíslegum lýðræðis-umbótum, sbr: bætt fjölmiðlafrelsi, bæting réttarstöðu minnihlutahópa, og ekki síst að dregið var mjög úr ritstýringu og takmörkunum á rétti fólks til að birta gagnrýnin rit af margvíslegu tagi.
--M.ö.o. varð umræðan í samfélaginu opnari.
--Samtímis að hagkerfis uppbygging gekk lengi framan af, vel.

  1. En í seinni tíð, hefur Erdogan sýnt á sér aðrar hliðar - gerst sífellt valda-sæknari, og umburðarlyndi hans gagnvart gagnrýni hefur fölnað hratt.
  2. Nú hafi bætt fjölmiðlafrelsi mestu verið tekið til baka, og aftur sé verið að sverfa að minnihlutahópum.
  3. Það séu í gangi -- hreinsanir sem verði að líkja við, nornaveiðar.
  • Ef Erdogan hefur betur nk. Sunnudag -- muni hann hafa slík völd, að kalla verði hann með réttu, einræðisherra frá þeim punkti.

--En ef kjósendur velja -- Nei.
--Þá gætu þeir þar með -- bjargað lýðræðinu í landinu.

Það að Erdogan sé ekki að mælast í könnunum nema um eða rétt yfir 50% stuðning við stjórnarskrárbreytinguna --> Þrátt fyrir fullkomlega einhliða fjölmiðlaumfjöllun --> Og þrátt fyrir að "Nei" fái ekki aðgengi að fjölmiðlum.

Hljóti að vera vísbending þess --> Að veruleg óánægja sé til staðar með stefnuna upp á síðkastið.

 

Skv. fréttum, virðist kosningabarátta Erdogans nú lokadagana leggja áherslu á að sýna andlit Erdogans út um allt!

Stuðningsmenn hans virðast sannfærðir að það muni duga til þess -- að negla málið í gegn.

  • En það gæti haft þveröfug áhrif.
  1. En stuðningsmenn ætlast til þess, að fólk muni eftir sigrum fortíðarinnar.
  2. En, það séu alltaf líkur á því að -- nýlegir atburðir séu mun ferskari í minni, en þeir sem gerðust fyrir árum síðan.

--Hættan fyrir Erdogan sé m.ö.o. að fólk upplyfi þetta þannig, að Erdogan gangi of langt.

Nornaveiðarnar séu löngu farnar að líta út sem almennar hreinsanir á hverjum þeim sem Erdogan og hans stuðningsmenn treysta ekki fullkomlega.

Þær nornaveiðar séu líklegasta ástæðan af hverju hagkerfið sé að bælast niður, vegna óvissunar sem fárið viðhaldi sem og þeirri lögleysu sem það hafi skapað.

Það hljóta allir Tyrkir nú að vita -- að Erdogan vill meiri völd.

Hann býr nú í óskaplega veglegri forsetahöll er kostaði ótrúlegar fjárhæðir, sem er miklu stærri en Versalir.
--Er þar með kominn langt frá þeim alþýðumanni er hann var upphaflega.

  • M.ö.o. gæti það þvert á móti orðið síðasti myllusteinninn, að framboð Erdogans velji lokadagana að hafa karlinn sjálfan í fyrirrúmi.

 

 

Niðurstaða

Það verður forvitnilegt hver verður niðurstaðan í Tyrklandi nk. sunnudag. En ég held að það sé óhætt að segja að val kjósenda sé milli -- lýðræðis eða einræðis. En sigur -nei- væri að sjálfsögðu risastórt áfall fyrir Erdogan. Og mundi hleypa gagnrýnendum innan hans eigin flokks sem og utan -- kapp í kinn.
--Hann gæti tæknilega slitið þinginu aftur, og gert nýja tilraun til þess að tryggja sér 2/3 þingmeirihluta til þess að geta framkvæmt stjórnarskrárbreytinguna í gegnum þingið.

En það væri líklega ósennilegt að hann mundi vinna þann slag, ef hann tapar á sunnudag.

M.ö.o. gæti sigur -nei- boðað upphafið að endalokum ferils Recep Tayyip Erdogan.
--Samtímis bjargað lýðræðinu í Tyrklandi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldurður virkilga, að kostningar í Tyrklandi verði "heiðarlegar" ... ef svo er, ertu á villigötum.  Get ekki ímyndað mér, að Erdogan láti neina andstöðu við sig fá yfirráð.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.4.2017 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 846641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 696
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband