Virðist ólíklegt að Trump geti stöðvað hnignun kolaiðnaðarins í Bandaríkjunum

Eitt af kosningaloforðum Trumps, var að bjarga kolaiðnaðinum -- sl. þriðjudag undirritaði Trump tilskipun, sem leggur af aðgerðir Obama stjórnarinnar í þá átt -- að draga úr losun CO2.
--Sem m.a. hefði þrengt frekar að kolaiðnaðinum á nk. árum.

Donald Trump’s power plan: Why US coal jobs are not coming back

Hinn bóginn síðan 2008 hefur iðnaðurinn verið í hraðri hnignun; ekki vegna þess að Obama setti mengunarskilyrði - heldur vegna upprisu gas og olíuframleiðslu úr leirsteinslögum með svokallaðri "fracking" aðferð!

  • Eftir 2008 hefur verðlag á gasi nærri helmingast -- sem hefur gerbreytt samkeppnisstöðu annarra orkuframleiðenda; sérstaklega kolaiðnaðarins.
  1. "In 2010 the US generated almost half its electricity using coal."
  2. "Last year, that was down to 30 per cent."
  • The US Energy Information Administration calculated in 2015 that the average all-in cost of electricity from a new conventional coal-fired power plant would be $95.10 per megawatt hour, 31 per cent higher than the cost from an advanced combined-cycle gas-fired plant of $72.60 per MWh.

Rökétt þíði þetta að hröð hnignun kolaiðnaðarins heldur áfram, þar sem orkuframleiðendur er brenna kolum -- séu ekki samkeppnisfærir í verðum við framleiðendur er brenna gasi!
--Margar kolastöðvar hafi breytt yfir í gasbrennslu!

  1. Ólíklegt sé að þetta ástand lagist í bráð, þ.s. búist er við að gas streymi frá "fracking" iðnaðinum -- a.m.k. í nokkra áratugi.
  2. Síðan jafnhliða séu aðrir orkugjafar í þróun - þ.e. endurnýtanlegir.
    --Verð þar hafi verið að falla smám saman.

Það virðist þar með ósennilegt að hnignun kolaiðnaðarins hætti.
Hann sé smám saman sennilega á útleið!

 

Niðurstaða

Framkoma "fracking" iðnaðarins er að reynast töluverður atburður - en aukning framleiðslu þaðan án vafa stuðlaði að falli heimsolíuverðs 2015. Sem líklega hefur drepið vinnslu á olíu og gasi úr sjó.
En það sé sennilegt að lækkun orkuverða vegna gas- og olíuframleiðslu frá "fracking" sé einnig að stuðla að hraðri hnignun kolavinnslu - og orkuvinnslu með kolum. Nema ef til vill í löndum, þ.s. ekkert annað er að fá í formi orku en kol.
--Það þíði sennilega að aðgerðir Trump ætlað að koma til bjargar kolaiðnaðinum, hafi sennilega lítil sem engin áhrif í þá átt að koma honum til bjargar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar ég fór að rifja upp ferð sem ég fór en mundi eftir Lake Powell vatnsorkuverinu og svo rétt hjá því Kola orkuverinu Salt river coal plant. Ég veit ekki hvort er hagkvæmara en umfang er margfalt þegar horft er á Vatnsorkuverið. Ég efast að kolaorkuverið sé óhagkvæmt enda búið að vera síðan 1930 ef ekki lengur og gufutúrbínur sem eru mjög fyrirferðalitlar og miklir orkugjafar og enn notaðar í flugmóðurskipum. Þegar eftir brennarar eru bættir inn þá er nær hreinn bruni.  

Spurning hvað er  advanced combined-cycle gas-fired plant  er það dísel véla/olíu orkuver.  

Valdimar Samúelsson, 30.3.2017 kl. 10:30

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar, ef sá sem rekur orkuver getur skipt síðan 2008 yfir í gas brennslu og þá selt orkuna á lægra verði en samt með gróða -- þá er orka með kolum greinilega orðin ósamkeppnisfær. Þú varst örugglega þarna fyrir 2008.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.3.2017 kl. 12:45

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við vorum þarna haustið 2014 en allaveganna gekk Járnbrautin með kolavögnum svo þá hefir hún var rekin með kolum. Ég las líka að þeir voru að prufa með BioMass með ýmiskonar lífræn efni.

Ég er samt ekki að skilja að það þurfi að vera dýrara að nota kol en yfirleitt eru þessi orkuver nálægt kolunum en auðvita er sumstaðar langur flutningur.

Ég man þegar ég keyrði eitt sinn í gegn um Wyoming þá voru mörg hundruð litlir eins og bílskúrar á stærð plantað út víðan völl á milli borga en þar keyrðu þeir rafstöðvar beint yfir gasborholum sem voru svo tengd inná rafveitukerfið.Ekkert flókið.

Ennþá nýtum við ekki kúaskít né hænu og svína bús haugana en þar er gífurleg orka sem ýmist mætti nota beint á bílanna eða framleiða raforku en auðvita best á bílanna.    

Valdimar Samúelsson, 30.3.2017 kl. 13:10

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Líklega er vinnslan á kolunum sjálfum - þ.e. ná þeim upp, kostnaðarsamari. En það þarf að grafa eða sprengja þau laus. En að dæla gasi upp úr borholu.
--Gas er síðan mjög auðvelt í flutningi.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.3.2017 kl. 15:33

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já rétt og nóg af jarðgasi. 

Valdimar Samúelsson, 30.3.2017 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband