Rex Tillerson -- sendir Bandaríkjaþingi formlegt hvatningarbréf, að staðfesta NATO aðild Montenegro!

Mér fannst þetta áhugavert - í ljósi þess, að spurningar hafa verið uppi um það, hvort Trump - styddi NATO áfram. En ekki síður, hvort að Trump - styddi það áfram að fjöldi hernaðarlega veikra landa í A-Evrópu væru varin af NATO, og þeirra varnir hvíldu stórum hluta á bandarískum skattgreiðendum.

Tillerson urges Senate ratification of Montenegro's NATO membership

http://www.freeworldmaps.net/europe/montenegro/montenegro-physical-map.jpg

Skal viðurkenna að ég vissi ekki, að þetta örlitla land væri á leið inni í NATO!
Ég velti fyrir mér -- hvort það er að endurtaka sig, gömul skipting!

https://www.lib.utexas.edu/maps/europe/balkans.jpg

Takið eftir - að Krótatía er nú NATO meðlimur, og ESB meðlimur!

Fyrir Fyrri-heimsstyrrjöld, þá tilheyrðu svæðin - Króatía + Bosnía.
--Austurríska-ungverska keisaradæminu.

  • Svartfjalla-land sem lengi hafði verið sjálfstætt.
    --Eina landið sem aldrei var hluti af Tyrkjaveldi á Balkanskaga.
  • Hafði runnið inn í Serbíu, við upphaf 20. aldar.
    --Það hafði eiginlega verið, yfirtaka á því litla landi.

Líkleg ástæða hafi verið, að þá hafði Serbía - land að Adríahafi, annars hefði Serbía verið landlukt land.
--Serbía var síðan -- rússneskt bandalagsríki á þeim tíma.

Tillerson - "Montenegro's participation in the May NATO Summit as full member, not as an observer, will send a strong signal of transatlantic unity," - "It is strongly in the interests of the United States that Montenegro's membership in NATO be ratified,"

Þetta hljómar eins og að -- mikilvægt sé talið að tryggja Svartfjallaland, sem hlekk í áhrifasvæði NATO innan Evrópu.
--Serbía án Svartfjallalands - er aftur landlukt land.
--Örugglega veikara fyrir bragðið!

Hinn bóginn, virðast Svartfellingar sjálfir - áhugasamir um þessa breytingu.

  • Höfum í huga, að Svartfjallaland - notar evruna.

--Það hafa þeir komist upp með að gera, sem einhliða aðgerð af þeirra hálfu.
Ætli það sýni ekki - hvert draumar Svartfellinga nú liggja!
En NATO aðild hefur áður, virkað sem visst fordyri að ESB aðild!

  • Rússland aftur á móti virðist enn - áhrifamikið innan Serbíu.
    --En væntanlega með því að tryggja Svartfjallaland innan NATO, sé þá samtímis tryggt að Serbíu sé haldið veikri.
    --Þó að Svartfellingar tali sama málið, höfðu þeir það langa sögu eigin sjálfstæðis -- að þ.e. nokkur árhundruð, að líklega samt sem áður hafa þeir sérstaka sjálfstæðisvitund.

M.ö.o. geti aðild Svartfjallalands, snúist um það að -- veikja áhrifastöðu Rússlands á svæðinu.

 

Niðurstaða

Það verður væntanlega forvitnilegt að fylgjast með því, hvort að ríkisstjórn Trumps -- knýr í gegn aðild Svartfjallalands að NATO. En það væri sérstaklega forvitnilegt, ef sú útkoma verður ofan á. Vegna afstöðu Trumps í kosningabaráttunni!
--En Trump hefur ekki virst mesti stuðningsmaður NATO.

Hann hefur einnig verið að ræða hugmyndir í þá átt, að NATO lönd ættu að greiða meira til NATO.
Jafnvel hugmyndir í þá átt, að NATO lönd er njóta beins stuðnings Bandaríkjanna við þeirra varnir -- ættu að borga fyrir þann greiða.

  1. En þetta gæti m.a. svarað þeirri spurningu.
  2. Hver ræður innan ríkisstjórnarinnar.

En með því að þrýsta á um aðild Svartfjallalands.
Virðist Tillerson setja sig upp við hliðina á Mattis og McMaster.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 844893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband