Sýrlenskir kúrdar segjast ætla stækka her sinn í 100.000 - Áhugavert hvernig Bandaríkin og Rússland, letja Tyrkland í því að skipta sér af Sýrlandsátökum

Megin hernaðararmur sýrlenskra Kúrda hefur skammstöfuninan "YGP" - reyndar er einnig til "YPJ." Sérstakar liðssveitir kvenna! Sem væntanlega þíði, að "YPG" sé skipað körlum.
--Skv. frásögn talsmanns sýrlenskra kúrda - stendur til að stækka samtímis "YPG" og "YPJ" þ.e. verið er að sækjast eftir bardagahæfum einstaklingum, af báðum kynjum.
--Fljótt á litið geri þetta sveitir Kúrda í Sýrlandi - einstakar innan Mið-austurlanda!
--En fyrir utan Ísrael - veit ég ekki þess dæmi, að konur séu fjölmennar í her!

Þessi mynd er 2ja ára gömul -- svæði ISIS er nú minnkað, þ.e. ISIS ræður engu svæði lengur við landamæri Sýrlands við Tyrkland - og þ.e. einnig mjög minnkað í Írak! Að sama skapi hefur umráðasvæði sýrlenskra Kúrda stækkað -- á sl. ári fór Tyrkland inn á gráa svæðið, til að hindra að sýrlenskir Kúrdar næðu að sameina yfirráðasvæði sitt í eina heild!
--Þessi mynd er samt gagnleg, því hún sýnir Kúrdasvæðin í Sýrlandi og Írak!

http://images.huffingtonpost.com/2015-12-07-1449496137-2819810-ScreenShot20151207at1.47.04PM.png

Syrian Kurdish YPG aims to expand force to over 100,000

U.S.-allied Kurd militia says struck Syria base deal with Russia

Eitt sem má lesa út úr fréttunum - er að Bandaríkin og Rússland, virðast bæði áhugasöm um að letja Tyrkland frá frekari beinum afskiptum af átökum innan Sýrlands.

  1. "A Russian deployment would help deter cross-border attacks against the Kurdish-dominated area of Afrin from Turkey, which is hostile to the YPG, seeing it as an arm of the Kurdistan Workers Party (PKK) that is pressing an insurrection in Turkey."
  2. "Earlier this month, some 100 km (60 miles) further east, a deployment of U.S. forces near Manbij deterred a Turkish attack against YPG-allied fighters who control that city, after Ankara and its Free Syrian Army rebel allies vowed to take it."

Þarna virðast Rússar vera að koma sér upp aðstöðu - nærri landamærum við Tyrkland, á öðru svæði en Bandaríkin hafa aðstöðu.
--En með því að hafa hermenn á svæðinu -- þá letja báðar þjóðir Tyrkland frá árásum á Kúrdasvæðið nærri þeim svæðum - þ.s. herir hvors lands fyrir sig, hafa komið sér fyrir - með þjálfunaraðstöðu og einhvern liðstyrk.

  1. Talsmaður sýrl. Kúrda - segir að fullt sjálfstæði sé ekki markmið Kúrda.
  2. Á hinn bóginn, segir hann að Kúrdar muni ekkert hafa við það að athuga - að Addad haldi áfram, svo fremi að -- réttindi Kúrda séu tryggð.
    --En ég reikna fastlega með því, að 100þ. manna liðsstyrkur, verði afar öflug undirstrikun þeirrar kröfu.
  3. En sýrl. Kúrdar, tala fyrir "kantónuskiptingu" landsins!
    --Að einstakar kantónur, hafi mikið sjálfræði.

Með 100þ. manna lið -- væri örugglega lítill raunverulegur munur á því sjálfræði sem þeir tala um.
Og fullu sjálfstæði!

  • Þá væntanlega skilst það þannig - að ef Assad sættir sig við, að hafa - engin völd yfir svæðum Kúrda; þá séu sýrl. Kúrdar alveg -Ok- með það að hann haldi áfram.
    --Það áhugaverða er, að samvinnan við Rússa, geti bent til þess að Rússum hugnast ef til vill, slík útkoma.

Tæknilega gæti slík -kantónuskipting- orðið lausn á stríðinu innan Sýrlands.
--En hún mundi væntanlega þíða það, að Assad hefði afar lítil eða jafnvel engin völd utan þeirra svæða er hann ræður í dag, en það væri þá ekki annað en - að viðurkenna það ástand sem orðið er.

  • Hinn bóginn, bendi marg til þess að Rússar og Bandaríkjamennn, séu a.m.k. sammála um það -- að ISIS hafi enga framtíð í þeirri - sýn um hver framtíð svæðisins skal vera!
  1. Með svo stækkaðan her.
  2. Þá að sjálfsögðu, ætti -- YPG, ásamt samvinnu sveitum sínum, súnníta her sem Bandaríkin hafa verið að þjálfa, að eiga góða möguleika að ráða niðurlögum ISIS innan Sýrlands.

Ef einhver hefur fylgst með fréttum, er sókt að ISIS í borginni Mosul innan Íraks.
Og meir en helmingur borgarinnar nú fallinn í hendur -- sveita stjórnarhers Íraks, og sveita íraskra Kúrda eða Peshmerga.

  • Miðað við þetta - getur það vel farið svo, að umráðasvæði ISIS innan Sýrlands og Íraks, verði þurrkuð út -- fyrir lok 2017.

 

Niðurstaða

Ég hef talað fyrir því - að skipting Sýrlands sé eina leiðin til að binda endi á borgarastríðið. Mér virðist flest benda til þess nú, að Bandaríkin og Rússland séu nú samtímis komin á þá skoðun. Þó að það virðist sennilegt, að - að nafni til verði Assad enn forseti landsins.
--En í raun og veru fari það líklega svo, að kantónu-hugmynd sveita sýrlenskra Kúrda verði ofan á.
--Sem líklega þíði, að -eining Sýrlands- verði einungis í orði - en ekki á borði.

M.ö.o. að í raun og veru verði Sýrlandi skipt.
--Einhvers konar afar laus "confederation."

  1. Rússar geta hafa áttað sig á því, að betra sé fyrir þá - að binda endi á stríðið.
  2. Nóg sé fyrir þá, að Assad ráði þeim svæðum sem hann stjórnar nú - það sé engin nauðsyn fyrir Rússa sjálfa, að þau umráðasvæði stækki frekar.
    --Frekar að binda endi á átökin en berjast áfram!

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú toppar sjálfan þig í samsæris-ruglinu, rofl að ekki sé borgarastríð - ógrynni sannana fyrir því að borgarastríð sé í gangi, talar um eitthvert "fictional" áætlun um "greater Israel" - þú hefur oft nefnt þessa "fictional" áætlun. Sé enga ástæðu að trúa því að slík áætlun nokkru sinni hafi verið til, þó þú getir fundið samsæris kenninga hlekki er halda öðru fram. 
----------
Nenni ekki að hlusta frekar á tal um draumóra - "ný íhaldsmanna" - meðan Bush var forseti.
En það sér hver heilvita maður, sem ekki er blindaður af -rugli- að þær hugmyndir -- féllu strax á fyrstu prófrauninni, þ.e. Írak -- er það stríð í stað þess að styrkja stöðu Bandar. veikti stöðu þeirra mjög umtalsvert.
--Það var stór ástæða þess, af hverju - það varð vinstri sveifla og Obama tók við!

Það var ljóst frá byrjun, að Obama sagði skilið við draumóra - ný íhaldsmanna, enda voru þeir mjög háværir gagnrýnendur hans forsetatíðar allan tímann.
--Hvort að -ný íhaldsmenn- hafa aftur öðlast einhver áhrif í gegnum Trump.

Kemur í ljós.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.3.2017 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband