Hef á tilfinningunni að Trump sé afar ógeðfelld persóna

Þetta er ekki ný tilfinning, en ég rakst á þessa umfjöllun á Der Spiegel: No One Loves the 45th President Like Donald Trump.

Í greininni er vitnað í bók eftir Trump sjálfan, þ.s. hann lýsir þáttum úr eigin æfi.
--Nokkrar tilvitnanir í kafla sem heitir -"Revenge"- eða hefnd, lýsir hann hvernig hann refsar fyrrum starfmanni -- sem Trump nefnir einungis "kona" eða "woman."

  1. "Later, she founded her own company, but it went broke. "I was really happy when I found that out," Trump writes in his book."
  2. "Ultimately, the woman lost her home and her husband left her, Trump relates. "I was glad.""
  3. "In subsequent years, he continued speaking poorly of her, he writes. "Now I go out of my way to make her life miserable.""

Og hvað gerði konan af sér?
Sem varð til þess að Trump varð svarinn óvinur hennar?

  1. "Trump hired the woman in the 1980s. "I decided to make her into somebody,""
  2. "...gave her a great job, Trump writes, and "she bought a beautiful home.""
  3. "In the early 1990s, when his company ran into financial difficulties, Trump asked the woman to request help from a friend of hers who held an important position at a bank."
  4. "The woman, though, didn't feel comfortable doing so and Trump fired her immediately."

Síðan er vitnað í ráðleggingar til lesenda -- sem Trump gefur!

  1. "At the end of the chapter called "Revenge," Trump advises his readers to constantly seek to take revenge."
  2. ""Always make a list of people who hurt you. Then sit back and wait for the appropriate time to get revenge."
  3. "When they least expect it, go after them with a vengeance. Go for their jugular.""

Hvað gæti gert Trump að óvini þínum?

  1. Að gagnrýna Trump.
  2. Ef þú ert starfsmaður, og verður sekur eða sek, um að -- segja nei. Greinilegt að Trump krefst -- skilirðislausrar hlýðni.
  3. Jafnvel, ef viðkomandi -ef sá er innan radars herra Trump- lætur vera að lofa og dásama herra Trump.

Skv. Trump -- á alltaf að hefna sín, og það með eins smásálarlegum hætti og maður getur.
Og að auki, virðist að maður eigi helst aldrei að hætta að ofsækja þann, sem fær -- óvinaskilgreiningu.

Einstaklingur með þessa tilteknu -- lífsstefnu.
Verður forseti Bandaríkjanna í dag!

  1. Miðað við hans lífssýn, þá er það spurning hvernig hann hegðar sér gagnvart leiðtogum annarra landa --> Sem ekki vegsama hann eða dýrka - eða verra - leyfa sér að gagnrýna hann?
  2. Verst virðist hann hegða sér gagnvart hverjum þeim - sem tilheyrði hans eigin hóp að eigin mati -- ef sá eða sú, nokkru sinni gerir hann reiðan.
    --Kannski pæling fyrir Breta!
    --Ef þ.e. stefna núverandi stjórnvalda Bretlands.
    --Að verða undir Trump komin, þá er eins gott að frá Downing Street, komi þaðan í frá aldrei nokkurt annað, en umtal á þann veg - hvílík dýrð er að hafa mann eins og Trump.
    --Og Trump ætlast til, skilyrðislausrar - hlýðni.

 

Niðurstaða

Trump virðist eins klassískt dæmi um "narcissit disorder" og maður er líklegur nokkru sinni að finna. Það sé þess vegna sem hann bregðist við með þeim hætti sem ofan er lýst - skv. frásögn sálfræðings.
--En narcissisti sé ófær um að fyrirgefa það sem sá álítur lítilsvirðingu við hann eða hana.
--Slíkur einstaklingur meti alltaf allt, þá meina ég allt, út frá sjálfum sér.

Trump muni því alltaf meta ákvarðanir þær sem hann taki sem forseti.
Út frá því, með hvaða hætti þær ákvarðanir -- auka ljómann af Trump persónulega.
Eða a.m.k. skv. skilningi Trumps á því hvað auki ljóma Donald Trumps.

Hvað það þíðir fyrir stefnu hans sem forseta, kemur í ljós.
En alltaf muni það snúast um að - upphefja hann sjálfan með einhverjum hætti.

  • Og hann muni hata með mjög raunverulegum hætti, hvern þann sem hann telur hafa gert á hlut hans -- burtséð frá því, í hversu smáu.
    --Ég sé ekki hvernig það geti annað en birst í því hvernig hann stjórnar Bandaríkjunum.
    --Væntanlega mun nokkur fjöldi þjóðarleiðtoga -- gagnrýna Trump.

Trump skv. þá hans eigin lífssýn - mun þá leita leiða þegar sá eða sú síst er var um sig - til að hefna sín.
--Og hann er forseti Bandaríkjann - sem þíðir að hann gæti leiðst til þess, að beita leynistofnunum Bandaríkjanna -> Í markmiði einhvers "petty revenge."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skáldverk um ríka volduga menn höfða til þín.

Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2017 kl. 01:33

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú meinar að hann hafi verið að skálda upp sína frásögn í þessari bók? hvað hefur þú fyrir þér um það, að þessi bók sem á að vera lýsing hans á eigin fortíð - sé lýgi?
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.1.2017 kl. 03:06

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hefnd og hefndarhugur eru verst allra lasta. Hefndarhugur vegna Versalasamninganna og gagnvart ríkum Gyðingum dreif Hitler og hans aðdáendur áfram. 

Trump höfðar til hefndarhugs milljóna fólks vegna tekjumissis eða atvinnumissis. 

Hefndarhugur vegna 600 ára gamalla atburða var aflvaki grimmdarverka í stríðum á Balkanskaga í lok síðustu aldar. 

Í viðtali mínu við rússneska konu sem upplifði hernám Þjóðverja í afskekktum bæ norðarlega í Rússlandi sagði hún hina illræmdu Þjóðverja ekki hafa verið versta: "Það voru Finnarnir" sagði hún. Hvers vegna?  Þeir voru að hefna fyrir illvirki Rússa í vetrarstríðinu tveimur árum fyrr. 

Trump segist vera talsmaður kristinna manna. Ekkert er fjær boðskap Krists en hefnd og hefndarhugur. 

Ómar Ragnarsson, 20.1.2017 kl. 10:33

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hef á tilfinningunni að Trump verði góður forseti, Einar Björn.  En aðeins tíminn getur skorið úr um tilfinningasemi okkar.  Ræðum það síðar.

Kolbrún Hilmars, 20.1.2017 kl. 18:11

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það vill svo til að margir TRUMPAR ERU  meðal smákalla sem hafa komist í stöður stjórnenda.

 ÞEIR EIGA EKKERT- EN HAFA VERÐIÐ ÁN VERÐLEIKA- SETTIR YFIR FÓLK- SEM verkstjórar.

 svona smákallar trampa á fólki- þótt þeir eigi ekki neitt- völd smákónga eru kannski grimmari en TRUMP  !

Erla Magna Alexandersdóttir, 20.1.2017 kl. 19:37

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, sem stjórnmálafræðingur áttu, Einar Björn, ekki að vera að velta þér upp úr því sem þú "hefur á tilfinningunni," heldur halda þig við staðreyndir.

Og Ómar á ekki að vera að skálda einhvern "hefndarhug" upp á hinn hinn nýja Bandaríkjaforseta, fremur að doka við og sjá til verka hans með tímanum. En það var löngu kominn tími til að kippa fótunum undan líberal-plágunni sem hefur leikið bandarísk gildi grátt og mest þó ófæddu börnin. Standi Trump þar við orð sín, komst hann ekki ófyrirsynju á valdastól.

Jón Valur Jensson, 21.1.2017 kl. 01:15

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón, þá segi ég það staðreynd - að Trump sé ógefðfelld persóna.

Það er einfalt, að sú hefndarsýn er hann lýsir í bók sinni - er ógeðfelld.
Hvernig hann hlakkar yfir óförum þessarar konu, er það einnig.

Ergo - Trump ógeð.
Ergo - staðreynd að Trump er ógeð.
-----

Ég sé enga ástæðu til að gefa Trump nokkuð "benefit of doubt" þ.s. það sem hann vill gera, hefur þegar þekkar alfeiðingar -- vísa þá til forsetatíðar Hoover.
En afleiðingar verndarstefnu Hoover -- eru vel þekkar.
Engin rökrétt ástæða að búast við annarri útkomu -- af verndarstefnu Trumps.

Ergo - engin ástæða að gefa Trump nokkurn séns, þar sem allt er þegar - fyrirfram vitað.

    • "Standi Trump þar við orð sín, komst hann ekki ófyrirsynju á valdastól."

    Hann einfaldlega skapar heimskreppu - og skapar gríðarlega aukið atvinnuleysi innan Bandaríkjanna.
    Og samtímis víða um heim, einnig.
    --Þú getur treyst því, að slík stefna verður síðan ekki endurtekin.

    En þ.e. góð ástæða af hverju - Hoover er enn fyrirlitinn, nærri 80 árum síðar.
    --Sama á öruggleg eftir að gilda um Trump, að hann verði einnig fyrirlitinn í a.m.k. 80 ár.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 21.1.2017 kl. 03:55

    8 Smámynd: Jón Valur Jensson

     Fyrirgefðu, Einar, í flýti mínum og önnum las ég ekki megnið af grein þinni!! Mín stóru, skammarlegu mistök, og þú virðist hafa þónokkuð fyrir þér, EN: Hvaða bók á þetta að vera eftir Trump og hvenær gefin út? Hver ritaði Spiegel-greinina ... og hvenær birt? Og þínar stórtæku ályktanir um verndarstefnu og áhrif hennar, og ef þú veizt allt um Hoover og hvað líkt sé með þeim tveimur, af hverju fræðirðu ekki lesendur um þetta?

    Jón Valur Jensson, 21.1.2017 kl. 07:53

    9 Smámynd: Jón Valur Jensson

    OK, nú sé ég Spiegel-greinina, "http://www.spiegel.de/international/world/donald-trump-brings-uncertainty-and-nacissism-to-white-house-a-1129925.html (þar sem bókarnafnið, Think Big and Kick Ass, kemur fram -- og fjögur höfundanöfn greinarinnar! Þessi vefslóð var þarna allan tímann hjá þér, Einar Björn. Og þú tekur væntanlega ekki þessa fljótfærni mína þér til fyrirmyndar!!

    Og síðan ertu svo búinn að skrifa nýja, heljarinnar langa grein um Hoover og Trump. Nóg að lesa fyrir ólesna ...

    Jón Valur Jensson, 21.1.2017 kl. 08:37

    10 Smámynd: Már Elíson

    Kemur nú kjaftaskurin og falsveran JVJ upp á dekk...Já, svo að Ómar er að skálda.??? "Trump segist vera talsmaður kristinna manna. Ekkert er fjær boðskap Krists en hefnd og hefndarhugur". Er þetta lýgi ? - Lestu ekki Ævintýrabókina ? - Þetta er eitthvað sem þér hefur líka "sést yfir" Fyrirgefðu, Einar" og "Nú sé ég.." eru afsakanirnar. - Þú ættir að sleppa því að tjá þig um hluti þegar þú lest ekki einu sinni það sem menn skrifa. nema þegar þú útilokar að birta sannleikann og gengur um með lof og prís á "guð" þar sem þú fylgir ekki einu sinni boðskap hins góða. - Þú vilt kannski meina að klæðskiptingurinn og klámhundurinn Edgar Hoover sé ákkúrat týpan sem þú dáir líka ásamt kvenhataranum og fjárglæfrakvikindinu Trump ? - Meiri rugguhesturinn.

    Már Elíson, 21.1.2017 kl. 18:42

    11 Smámynd: Jón Valur Jensson

    J. Edgar Hoover kemur mér nákvæmlega ekkert við -- og ekki heldur honum Einari Birni. Það var misskilningur hjá Bjarne Hansen hér á nýjustu vefslóð Einars Björns, að sá síðarnefndi hafi átt hér við J. Edgar Hoover, yfirmann alríkislögreglunnar. Einar Björn var nefnilega að tala um Herbert Hoover, sem var forseti Bandaríkjanna 1929-1933.

    Svo tekur því ekki að anza þessu venjulega rugli Más Elíssonar í minn garð.

    Hins vegar sá ég eftir á, að Ómar okkar verðskuldaði þessa athugasemd ekki í raun frá mér. Afsakaðu það, Ómar minn. Aftur á móti kann hitt að reynast áhrínsorð, að valdatími Trumps á forsetastóli verði þrátt fyrir allt þess virði, að hann var kosinn, ófæddu barnanna vegna.

    Jón Valur Jensson, 21.1.2017 kl. 22:29

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (24.4.): 2
    • Sl. sólarhring: 4
    • Sl. viku: 28
    • Frá upphafi: 846660

    Annað

    • Innlit í dag: 2
    • Innlit sl. viku: 28
    • Gestir í dag: 2
    • IP-tölur í dag: 2

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband