Áhugaverð ummæli Trumps, segir BREXIT góða ákvörðun, segist gera milliríkjaviðskiptasamning við Breta hið fyrsta

Sjálfsagt eru nær allir fréttaskýrendur að klóra sig í kollinum hvernig skal túlka þetta akkúrat, en eftir að hann sagði BREXIT góða ákvörðun, sagðist hann halda að fleiri ríki mundu yfirgefa ESB í kjölfarið - að ESB væri tæki fyrir Þýskaland!

Donald Trump takes swipe at EU

  1. “I believe others will leave. I do think keeping it together is not going to be as easy as a lot of people think. And I think this, if refugees keep pouring into different parts of Europe . . .it’s going to be very hard to keep it together because people are angry about it.”
  2. "You look at the European Union and it’s Germany. Basically a vehicle for Germany. That’s why I thought the UK was so smart in getting out.” 
  3. “I'm a big fan of the UK" -(og um viðskiptasamning við Breta)- “We’re going to work very hard to get it done quickly and done properly. Good for both sides,”

Síðan sendi hann hnútur til BMW sem er að reisa verksmiðju í Mexíkó, en hann virðist í allsherjar herferð gegn fyrirtækjum er reisa verksmiðjur Mexíkó megin landamæranna:

  1. I would say to BMW, if they built a factory in Mexico and want to sell cars in the US without paying a 35 per cent tax, then they can forget it. If they want to build cars for [export to] the rest of the world, I wish them all the best. They can build cars for the US. But they will pay a 35 per cent tax for every car they export to the US. What I am saying is that they should build their factory in the US.
  2. Eftir viðtalið við Trump - var haft eftir Iran Robertson sem situr í stjórn BMW að nýja verksmiðjan í Mexílkó geti lifað án Bandaríkjamarkaðar -: BMW’s new Mexican plant can survive without making US sales.

Svo komu óneitanlega mjög sérstök ummæli í viðtalinu við Trump, þar sem Trump virtist leggja Angelu Merkel og Putín að jöfnu -- samanburður er án nokkurs vafa litla kátínu mun vekja í Berlín:

  • “I start off trusting both - (Merkel og Pútín) — but let’s see how long that lasts. It may not last long at all.”

 

En úr þessu má lesa hugsanlegan skilning Trumpa:

Hann virðist líta svo á að þegar embættismenn í Brussel tala - þá séu þeir í reynd málpípur Berlínar, þ.e. Angelu Merkel.
--Hann m.ö.o. gæti tekið þann pól í það - að ræða málin beint við Merkel.
Skv. skilningi hans sem virðist mega lesa úr þessu, að ESB sé nokkurs konar - þýskt "empire."

Ef það telst rétt túlkun, þá má skilja afstöðu hans til BREXIT þannig, að Bretland sé að losna úr klóm Þjóðverja - höfum í huga að Trump er rúmlega 70 ára að aldri, og það má vera að hann -- sé með einhverja óljósa tengingu við enn eldri tíma, er Bretar voru að kljást við Þjóðverja í öðrum skilningi.

  1. Þá getur þetta skoðast þannig, að Trump telji sig vera að - ræða málin við 2-stórveldi.
  2. Þýskaland <-> Rússland.

Þau hafi leiðtogana, Merkel og Trump.
--Þá ætli hann ef til vill að taka þau 2-með sama hætti.

Þ.e. það virðast vísbendingar þess, að hann ætli að ræða við Pútín - beint milliliðalaust maður á mann -- kannski í Reykjavík.

Og þá væntanlega, tekur hann Merkel með sama hætti - síðar (ekki endilega í Reykjavík), á við hana fund maður á mann, milliliðalaust -- þá væntanlega um samskipti Þýskalands (ef hann gerir ekki greinarmun á ESB og Þýskalandi, á hann væntanlega við bæði) og Bandaríkjanna.

  • Það getur verið að hann sjái málin varðandi Bretland, í ljósi -- áhrifasvæða.
  1. M.ö.o. ætli hann að færa Bretland yfir á áhrifasvæði Bandaríkjanna.
  2. Frá áhrifasvæði Þýskalands.

--Brexit gæti verið þannig skilið í huga Trumps.
--Þess vegna ætli hann að vera svo snöggur, að hala Bretland inn!

Í framhaldinu, gæti hann litið svipað á ESB/Þýskaland - og Rússland, að þarna fari 2-stórveldi sem Bandaríkin þurfi að hafa samskipti við.
--En að á sama tíma, þá séu uppi margar deilur þeirra á milli.

  1. En líklega mun það eiga við í tilviki Þýskalands og ESB, í embættistíð Trumps - að það verða margar deilur milli Bandaríkjanna, Þýskalands og ESB í gangi.
  2. Þar sem eftir allt saman, má lesa úr mörgum ummælum Trumps um ESB - NATO og Þýskaland, að hann ætlist til þess -- að Evrópa (þá væntanlega meinar hann stærstum hluta Þýskaland) taki yfir stórum hluta, varnarskuldbindingar Bandaríkjanna í Evrópu.
    --Það þíddi auðvitað að hernaðarútgjöld Þýskalands yrðu að margfaldast í töluverðu margfeldi.
  3. Síðan virðist alfarið ljóst, að Trump ætlar ekki að standa við -- Parísarsáttmálann, þ.e. hundsa ákvæði hans -- þ.s. Evrópa og Þýskaland hafa verið mjög einarðir stuðningsaðilar þess hnattræna samkomulags gegn gróðurhúsahitun.
    --Þá getur ekki verið nokkur vafi, að þegar ekki ef Trump hundsar það fullkomlega, þá valdi það erfiðleikum í samskiptum.
  4. Síðan er algerlega ljóst orðið - ef marka má hótanir hans um 35% tolla á fyrirtæki sem setja upp verksmiðjur í Mexíkó --> Hótanir sem augljóslega eru brot á NAFTA frýverslunarsamningnum, að Trump ætlar einnig að hundsa þann samning að því marki sem honum sýnist.
    --Hafandi í huga að Þýskaland hefur umtalsvert stóran viðskiptahagnað við Bandaríkin, þá blasir við að líkur eru á -- viðskiptaátökum milli Bandaríkjanna undir Trump, og ESB um viðskipti - eiginlega ekki síður en við Kína.
  • Sem auðvitað færir mig að þeim punkti, að Trump greinilega ætlar í mjög hörð viðskiptaátök við Kína --> Kínverskir talsmenn í ljósi þess sendu honum aðvörun: Beijing will &#39;take off the gloves&#39;.
    --Ef Trump haldi áfram að nota Tævan sem gambýtt til að þrýsta á Kína, þá muni það valda miklu rofi í samskiptum Bandaríkjanna og Kína - og bent er á að Kína eigi margvíslega mótleiki, ef Trump sé alvara!

 

Þá má útfæra dæmið frekar - að Trump telji sig eiga í deilum við 3-stórveldi:

  1. Rússland.
  2. Þýskaland.
  3. Kína.

--Og Trump ætli að taka þau öll fyrir, hvert í sínu lagi.

Þá væri skilningurinn sá, að sama gildi um þau öll, að ef Trump nái ekki markmiðum sínum fram -- þá verði ekki góð samskipti.
Þ.e. að aðvörun hans til Pútíns, að það sé ekki öruggt að samskiptin batni.
Eigi einnig við - Merkel og Xi.

  1. Sem gefur þá hugsanlegu verstu útkomu.
  2. Að Trump endi í deilum við alla, þ.e. Rússland - Kína og Evrópu, samtímis.

Ef maður gefur sér það - að enginn þeirra aðila, veiti Trump þær tilslakanir sem hann -heimtar.-

 

Niðurstaða

Eins og kemur fram, geri ég tilraun til að túlka það sem mér kemur til hugar - að verið geti að sé hugsun Trumps. Séð út frá ummælum Trumps yfir helgina.
--Að sjálfsögðu getur vel verið að þær tilraunir til að túlka hans hugsun, missi marks.

En ef þetta er rétt skilið - þá sjái Trump deilur hans við önnur lönd, sem deilur við fyrst og fremst - 3. stórveldi.
--Annað skipti ekki máli.

Hann ætli sér þá að einfalda dæmið með þeim hætti.
Að semja við 3-aðila.
Og síðan ætlast til, að allir aðrir fylgi því sem þar væri hugsanlega ákveðið.
--"Falling in line" - eins og kallað er á ensku.

---------------------

En kröfur Trumps - gætu einfaldlega reynst óaðgengilegar, jafnvel fyrir alla 3. Ef rétt er skilið að Trump hugsi heiminn út frá 3-risaveldum, sem Bandaríkin séu í samskiptum/deilum við.
--Sem gæti leitt fram - verstu niðurstöðu, að Trump stjórni í vaxandi deilum og sundurþykki almennt við önnur stór lönd.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég verð að segja að ég bind miklar vonir við Trump sem forseta.  Gleymum því ekki að það var ekki lítið "drullað" yfir Reagan á sínum tíma en þegar upp var staðið reyndist hann með betri forsetum Bandaríkjanna.....

Jóhann Elíasson, 16.1.2017 kl. 09:18

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, ég man eftir Reagan, og mér finnst þessi samanburður - óskiljanlegur. En það er nánast ekkert líkt milli þessara manna - það eina sem menn nefna er að Reagan var gagnrýndur áður en hann kom í embætti.
--En Reagan var þá að fást við raunverulegt Kalt-stríð. Hann vildi herða róðurinn gegn Sovétríkjunum - það var punkturinn sem var gagnrýndur af þeim, sem vildu tilslakanir gegn þeim.

Sovétríkin þá fylgdu enn stefnu er viðhélt borgarastríðum víða út um heim - studdi hryðjuverk og hélt uppi heimsveldi sem viðhélt fjölda landa - í raunverulegri, ánauð!
--Ekkert sambærilegt er til í dag!
--Og þ.e. ekkert kalt stríð.

Reagan aftur á móti hefði aldrei fylgt þeim stefnumálum sem Trump er með í dag. Um það atriði er
ég fullkomlega öruggur. Og mjög sennilega hefði hann talað eins og John McCain.
--Enda hafði Reagan eins og McCain - mjög sterkar réttlætiskennd.
--Þess vegna auðvitað, tók Reagan þetta harða andstöðu við -- óréttlæti Sovétríkjanna.

Þvert á móti er ég á því að stefna Trumps sé í flestum meginatriðum - heimskuleg og muni koma Bandaríkjunum í, meiriháttar vandræði þegar upp verður staðið.
--En Trump virðist ætla að standa fyrir átökum, við eiginlea -- öll helstu stórveldi heims, allt á sama tíma, út af --> Stefnu sem sé í öllum meginatriðum, kolrangt hugsuð.

M.ö.o. sé þetta allt yfirmáta heimskulegt --> Hann sé að stefna Bandar. í deilur án nokkurrar góðrar og gildar ástæðu --> Hóta að rifta löngu gerðum samningum, sem einmitt skapar tortryggni gagnvart honum, þær spurningar hvort hann mundi virða nokkra samninga yfir höfuð.
--En megnið af því sem hann vill, þvert í að styrkja Bandaríkin, mun veikja þau og skaða -- um það er ég fullkomlega öruggur.

M.ö.o. að stefnan sé í flestum meginatriðum, heimskuleg -- "self deafeating."
Eða, aftur m.ö.o. skaðleg Bandaríkjunum sjálfum, ef hrint í framkvæmd!

Í stað þess eins og Reagan, að leysa vanda -- skapi hann stórfelldan vanda.
--Hann verði meir eins og -- anti Reagan.
--Þ.e. Reagan elfdi Bandaríkin - Trump veiki þau.
--Endanum skilaði Reagan veldi Bandaríkjanna mun sterkara en áður og Bandaríkin nutu víðtækari stuðnings en áður.
--Mjög sennilega, skilar Trump Bandaríkjunum - einagruðum, meira eða minna í deilum eða átökum við öll helstu stærri lönd heims; því einangruð -- verandi búin að eyðileggja nærri allan þann uppsafnaða góðvilja sem fyrri forsetar Bandaríkjann höfðu byggt upp gagnvart heimsbyggðinni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.1.2017 kl. 10:04

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna kemur þú akkúrat inná það sem ég meina. ÁÐUR EN REAGAN TÓK VIÐ EMBÆTTINU VAR "DRULLAÐ" YFIR HANN OG ÞAÐ SAMA Á VIÐ TRUMP.  Það er ekki mikið vit í því að BERA SAMAN um hvað Reagan GERÐI í sinni embættistíð og hvað menn HALDA að Trump MUNU gera sem forseti.

Jóhann Elíasson, 16.1.2017 kl. 12:19

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Trump er auðvitað ekkert líkur Reagan.  Gagnrýni sem beindist að Reagan var þ.a.l. allt öðruvísi.  

Að öðru leiti um furðu ummæli Trumps, þá þýða þau bara með öðru, hvurslags rugludallur maðurinn er.  Hann misreiknar alveg stöðuna.  

Hinsvegar má alveg benda á, að enn sé óljóst hvernig Trump verði þegar hann er orðinn forseti.  En stundin nálgast.  Blaður sem Trump hefur sýnt af sér alveg fram á þennan dag gengur ekki.  Hann verður að hætta því eftir nokkra daga.  Er nefnilega talsvert spennandi.  Ennfremur vekur ugg allir rugludallarnir sem hann hefur raðað kringum sig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.1.2017 kl. 13:09

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað eru Reagan og Trump ekki líkir að neinu leiti en það eru ákveðin líkindi með því hvernig umfjöllunin um þá var ÁÐUR en þeir tóku við embætti forseta Bandaríkjanna.  EN MENN SEM ERU AUGLJÓSLEGA MEÐ SKÍT Á MILLI EYRNANNA EINS OG ÓMAR BJARKI, GETA EKKI ÁTTAÐ SIG Á SVO AUGLJÓSUM HLUT...

Jóhann Elíasson, 16.1.2017 kl. 17:19

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður Jóhann,það er einmitt mergurinn málsins,en það er of erfitt fyrir suma að skilja það. Donald Trump er með háleitar hugsanir. Það besta falli barnalegt að túlka þau sem e.h.sem skal hrinda í framkvæmd á einu misseri eða svo. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.1.2017 kl. 22:55

7 identicon

Málið með Trump, er að það sem hann segir er rétt ... hann segir það bara á ansi "slæman" hátt.  En "börn" eins og Ómar Bjarki a ofan, sem eru of ungir til að muna skellina sem Raegan fékk fyrir að vera "heilalaus".  Kjánar, sem horfa á Evrópu í logum (í orðsins fyllstu merkingu) en vilja samt ótrauðir halda áfram þá braut ad leggja eigið land í algjöra eyðileggingu.

Hvað varðar Þýskaland, Rússland og Kína.  Þá er vandamál Merkel sama og vandamál Omar BJarka hér að ofan.  Nema, hvad ég skil heimsku "Merkel" og þjóðverja almennt.  Þeir vilja ekki láta dæma sig sem "þjóðverja nasismans" og reyna að gefa af sér mynd sem "góðum strákum".  Og halda þeirri braut áfram, jafnvel þó að iðnaður Þýskalands sé í molum og þjóðin á brotalöm.

"Downward spiral"

Rússland og Kína, voru búin ad gera pví skóna að "Evrópa" yrði eitthvað.  Og hafa fjárfest í gífurlegri uppbyggingu, til að auka umferð yfir "silkileiðina" miklu "Eurasia".  Hægt er að fara með lest, alla leið frá Berlín, til Beijing.  Bæði Kína og Rússland hafa sett gífurlegt fjármagn í að byggja upp samskipti við Evrópu.  Sem síðan "Merkel" skeit á, eins og "heimskri" kerlingu er siður.

Ætli það sé ekki "merkel" sem Trump sagði að ætti að "grab them by the pussy".

Bæði Trump og Putin hafa eitt sameiginlegt, algera fyrirlitningu fyrir Merkel.  Konu sem hefur staðið fyrir "gereyðingu" ... ekki á Gyðingum, heldur á "Þýskalandi".  Samband Þjóðverja við Tyrki, Albaníu, Kosovo, Króatíu, Bosnía-Herzegovina ... alger katastrof, sem hefur akkilesar hæll Evrópu.

Þetta er "silkileið" glæpamanna, eiturlyfja og hryðjuverkamanna um Evrópu.

Allt með hjálp hinar "góðu" Angelu Merkel ... og "góðmenna" eins og Omar Bjarka, sem vilja "grafa" kristni, og fá "islam" í saðin.  Fara úr öskunni, í eldinn ... með öðrum orðum.

Þannig að hugsunin ... Merkel, Putin, Xi Jinping og Trump ... er nú líklega öðruvísi en þú heldur.

Að Kína sé stórveldi og verði heimsveldi, er eitthvað sem menn þurfa ekki að efast um.

Að Rússland "sé" stórveldi, og heimsveldi ... eru aðeins kjánar em efast um.  Hvað verður af þessu heimsveldi eftir að Putin fer frá, er svo aftur á móti spurning.  Pólitíkin í Rússlandi er enn sem komið er ... reikandi.

Að Bandaríkin séu stórveldi, og verði það er augljóst ... en að það sé "hverfandi" heimsveldi, er ekki öllum ljóst enn.  Og Trump, ásamt öðrum vill sporna við því.

Áhrifasvæðin, eru: Bretland er stórveldi "eyjaklasans", ásamt Norður-löndunum.

Frakkland "VAR" móralskt stjórn Evrópu, á meðan Þýskaland "VAR" efnahagsleg stjórn.  Bandaríkjamenn hafa "eytt" þessu, Bush sparkaði svo illilega í punginn á Frökkum að hann bókstaflega vanaði þá.  Þjóðverjar, jú þeir eru ordnir að "pussy state" sem hvorki er, né verður efnahagslegt Evrópu veldi.

Þetta þýðir að "central Europe", hefur "power vacuum".  Og er spurning hvernig það þróast ... en þetta er ástæða allra vandamála EU.  En bretar ákváðu ad "take the 5th", og fóru út í björgunarbátana.

Spil Bandaríkjamanna var, að "veikja" Evrópu, með að slíta sundur þráðinn milli Evrópu og Rússlands, sem myndi lika "sprengja" silkileiðina. Iðnadur Evrópu, hverfur með ódýrri Rússneskri olíu, og gasi ... sem bandaríkjamenn loka fyrir, og láta "dýrt" gas, og "dýra" olíu renna frá mið-austurlöndum.  Án iðnaðarins, mun Evrópa hrynja ...

Evrópa, er eins og Ísland ... á ekkert.  Þýskaland tapai síðari Heimstyrjöldinni, vegna þess að ROmmel gat ekki tryggt olíu mið-austurlanda.  Þessi staðreynd, er mikilvægur geografískur valdapunktur.

Merkel, er bókstaflega "svikari" sem "sveik" bæði þýskaland og alla Evrópu.

Bandaríkjamenn eru ekki, voru ekki og verða aldrei "vinir" Evrópu, frekar en Kínverjar.  Báðar þessar þjóðir, ásamt stórum hluta veraldarinna eiga harma að hefna vegna "colonial" tímabils Evrópu.  Einnig Rússar.  Það síðasta, sem NOKKUR þessarra þjóða vill ... er STERK Evrópa.

Og áróðurs útvörp Bandaríkjanna, síðastliðin 70 ár hefur einnig borið árangur.  Ungmenni evrópu eru heilaþveginn fífl, sem vísvitandi vinna að eyðileggingu Evrópu ... í þágu Kína og Rússlands.  Evrópa framtíðarinnar, verdur eins og mið-austurlönd.  Hvað á ég við með því? TRIBAL.

Bara þetta eina orð, ætti að skýra hvers konar "óþvætti" Evrópsk ungmenni og fólk á miðaldri er ... hvað "heilaþvottur" kanans hefur haft í för með sér.  Á síðastliðnum 70 árum, hefur þeim tekist að breita Evrópu í vitleysingahæli, sem í framtíðinni verður ad "Aleppo" eða "Lybia".  Öldur "dictatorship" er þegar að berja að garði Evrópuríkja ... Frakkland, Belgía, jafnvel Þýskaland.  Tyrkland, ar það alltaf ... ekki síður nú. Skoðanabönn, bann við bókum, fréttaflutningi ... er bara byrjunin.  Allt, til að "vernda" einstaklingin, frá "slæmum" hugsunum, og færa hann nær því þjóðfélagi þar sem hann verður hálshöggvinn fyrir að hafa rangar skoðanir.  Sá vegur virðist fjarri nú, en Nasismi þýskalands, ásamt útbreiðsla shia-laga um gervalla Evrópu, ætti að nægja til að gefa mönnum aðra mynd.

Þannig að hugmyndir ykkar um "Merkel" eða einhvert annað "mið-Evrópu" ríki í sambandi við "power" shift, er röng.  Ef Merkel væri "patriot" myndi hún fara frá ... umsvifalaust.  En hún er það ekki ... hún er "trúarofstæ&#x138;ismanneskja", sem mun líma rassinn á sér við stólinn til að geta haldið áfram að "grafa framtíð Evrópu, í skítnum".

Bandaríkin, og Kína ... þetta eru heimsveldi framtíðarinnar.  Spurningin er, hvort Putin takist að "festa" Rússland á pappír framtíðarinnar.  Til þess, þarf hann að "festa" stjórnarform Rússlands, svo þad sé varandi ... og þetta gerir hann EKKI með lýðræði.  Þess vegna þarf maður að hafa auga á Rússlandi næstkomandi mánuði, til að sjá hvernig honum tekst ad tryggja framtíð Rússlands, eftir að hann hverfur frá.

Ég sagði "EKKI með lýðræði", og verð að skýra þetta aðeins.  Lýðræði á sér tvö form ... fyrsta formið, sem er ástæða fyrir andstöðu Plato við lýðræði, er tilhneiging þess að verða oligarchi.  Pallur glæpamanna, og mafíu bossa ... þetta er Evrópa í dag.  Og ÖLL Norður löndin. ÖLL Norðurlöndin eru Oligarchi, og þar fyrir neðan ... þau eru TRIBAL.  Ef til stríðs kæmi, gæti EKKERT af nordurlöndunum varið sig ... skiptir ENGU, hversu mikið af Bandarískum vopnum, þeir eiga.

Hitt formið, sem var upphafleg hugmynd að Evrópu bandalginu ... er Hellas.  Hellas voru mörg ríki, sem sem öll höfðu ólík stjórnarform.  Hellas sem slíkt, var "samvinna" milli þessarra mismunandi ríkja, þvert yfir stjórnarformin.  Þannig vann "dictatorship" með "lýðræðisríki", og öfugt.  Lýðræði á norðurlöndum er ekki svona ... heldur er Tribal.  Þegar ég segi Tribal, á ég við það lágkúrulegast stjórnarform sem til er.  Lítið annað en "gapandi" indiánar, hlaupandi naktir í skóginum skrikjandi og æpandi ... eins og skækjur.  Lægsta formið, í stjórnaformi Plato.

Kína, er tryggt í "efsta" formi Platós.  Bandaríkin hafa form, sem heldur þeim efst ... Rússland er efst, vegna Putins ... en spurningin, hver kemur á eftir honum.  Annar heimskur fylliraftur, eins og Yieltsin? Akkúat þetta, er vandamál Rússlands ... ekki að Rússland varpaði sprengjum einhvers staðar.  Það gera bæði Bandaríkjamenn og Breta líka, og í enn rikari mæli en Rússar, og fleir börn og skólar hafa fengið fyrir ferðina hjá þeim líka.

Þetta er það sem verdur áhugavert að fyljast með í Rússlandi ... verður Lavrov næstur? Verður Rússland "politburo" Republic?

framtíð Evrópu, er "neytendur" ... bæ bæ, og halelúja ... "Nobody will shed a tear".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.1.2017 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 262
  • Sl. sólarhring: 282
  • Sl. viku: 345
  • Frá upphafi: 846983

Annað

  • Innlit í dag: 248
  • Innlit sl. viku: 330
  • Gestir í dag: 239
  • IP-tölur í dag: 239

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband