Æðstráðandi Lockheed Martin lofar Trump að lækka kostnað við F35 prógrammið

Þetta hefur verið drama sem hefur ekki vakið eins mikla athygli og sumt annað í kringum Trump.
En eitt af því sem Trump hefur gagnrýnt - er F35 prógrammið, sbr.:

  1. Hinn bóginn virðist fullkomlega óhugsandi að hætt yrði við dæmið.
  2. Vegna þess, að það mundi henda öllu endurnýjunarprógrammi bandarískra flughersveita í ruslið - og það tæki 15-20 ár að þróa aðra vél í staðinn.
  3. Á meðan, mundu vélar flughersveita Bandaríkjanna úreldast frekar, í vaxandi mæli hætta að vera samkeppnishæfar.
  4. Hafandi í huga -America first- áherslur Trumps - virðist vart geta verið að honum mundi hugnast slík útkoma.
  • Rétt auk þess að nefna, að framleiðsla á F35 er hafin.
  • Að bandaríska þingið hefur þegar samþykkt kaup á töluverðum fjölda F35 ásamt samþykktri framlagðri fjármögnun --> Þannig að ósennilegt virðist að Trump hafi í reynd þar af leiðandi vald, til að hætta alfarið við.
  • En hann gæti -- hafnað því að kaupa umfram þann samþykkta fjölda.

Lockheed Martin CEO meets Trump, says deal to lower F-35 costs is close

Lockheed Tells Trump It Will Cut F-35 Costs, Create New Jobs

Lockheed Martin CEO emerges from meeting with Trump promising to reduce F-35 costs, add new jobs

http://images.dailytech.com/nimage/Lockheed_Martin_F-35A.jpg

F-35 er sennilega umdeildasta þróunarprógramm í seinni tíma sögu Bandaríkjanna!

F35 - á að koma í stað F16 - F18 og Harrier II.

  1. Það á að vera landvél, sem kemur í stað F16 sem enn er mikilvægasta landvél NATO.
  2. Og vél til notkunar á flugmóðurskipum, sem koma á í stað F18 sem í dag er bakbein herflugflota bandaríska flugmóðurskipaflotans.
  3. Og að lokum, á að koma í stað vélar sem tekur á loft lóðrétt og getur einnig lent lóðrétt. Og hefur verið nær einungis notuð af "US Marines."

Þetta gerir auðvitað prógrammið mjög flókið, að það á að sameina í einni flugvél svo marga eiginleika.
--Auk þess til viðbótar --> Að vélin skal vera, torséð á radar!

  1. Sögulega séð, þegar áður hafa verið gerða tilraunir til að þróa, fjölnota vélar.
  2. Hafa þær hingað til, endað - misheppnaðar að einhverju verulegu leiti.

--Vanalega með þeim hætti, að þeim hafi í reynd mistekist - að verða nothæfar fyrir öll þau hlutverk, sem til stóð að uppfylla.

  • Klassíkst dæmi er F111 - sem átti að vera fjölnota vél, en reyndist þegar til kom, ónothæf sem orrustuvél -- varð því einungis "tactical bomber" eða sprengjuvél - en þó ágæt sem slík.

Það er alveg möguleiki að F35 -- reynist ekki nothæf fyrir allt það sem til stendur, eða a.m.k. mun síðri fyrir eitt planlagðra hlutverka.
--Hún gæti haft hlutverk þar sem hún virkar einna best fyrir!

  1. Það reyndar grunar mig að sé rétt!
  2. En hún virðist algerlega -- frábær "tactical bomber" þ.e. árásarvél/sprengjuvél.

--En hún hefur einkum verið gagnrýnd -- af flugmönnum orrustuvéla.

  1. M.ö.o. virðist hafa ívið lakari hröðun en F16 og F18.
  2. Vera þyngri miðað við vængfleti sbr. "high wingloading" sem leiði til síðri lipurðar í lofti.
  3. Að auki, ekki eins hraðskreið og sumar aðrar orrustuvélar.

--Hinn bóginn hefur henni aldrei verið ætlað að vera "air superiority figher."

Samanburður t.d. við Sukhoi Su-27 seríuna, missi þannig marks.
--Því að F22 og F15 séu þær vélar sem þá eru hliðstæðar!

En ég lít á Su -27, -30, -32/34, -35.
--Sem eina, framhaldsseríu -- allar byggðar á sama grunni.

Þróaðar útgáfur af F15 haldi alveg í við Su-27 seríuna, upp að ca. Su-34.
--Su-35 hafi stýri-kný sem geri hana ívið liprari en F15, sem skipti þó einungis máli ef bardaginn verður að návígi.

 

Hafa þarf í huga, að vegna þess að F35 er torséð, hefur hún þar með sjálfkrafa að mörgu leiti forskot á vélar sem ekki eru - torséðar!

Vegna þess hve tæknin í dag er öflug -- þá eiga venjulegar orrustuvélar sem sjást vel í radar, ákaflega erfitt með að fást við -- loftvarnarflaugar.

T.d. þær flaugar sem Rússar hafa sett upp í Sýrlandi, er erfitt fyrir vélar sem sjást vel á radar, að fást við.

  1. Betri loftvarnarflaugar, og betri flaugar á vélunum sjálfum.
  2. Ásamt sífellt betri radar tækni, og tölvutækni.

Hafi gert það að verkum, að áherslan er sífellt aukin á að gera vélarnar - torséðari.
--En loftvarnarflaugar t.d. eru háðar því, að radar geti náð miði.
--Sama um eldflaugar sem flugvélar skjóta á aðrar vélar.

  1. Og auðvitað - ekki síst, að sá flugmaður sem sér andstæðinginn fyrst.
  2. Er líklegur að skjóta hann niður.

Það þarf því ekki að vera eins mikilvægt, og margir gagnrýnendur hafa bent á!
Að sumar eldri vélar eru sneggri í beygjum, eða geta aukið hraðann með sneggri hætti.
--En til þess að það skipti máli, þarf að vera komið í návígi.
--Áður en það gerist, er torséða vélin líkleg að hafa þegar skotið niður - nokkrar.

Og torséða vélin, gæti valið að forðast návígi.
--M.ö.o. gæti hún valið, hvenær hún leggur til atlögu, og hvenær ekki.

 

Ekkert kemur fram um það, með hvaða hætti skal sparað!

  1. En einfaldasti sparnaðurinn, og nánast á eini er geti líklega sparað einhvern umtalsverðan pening.
  2. Væri að hætta við eina framleiðslutýpuna -- þá einna helst þá sem skal vera fær um lóðrétt flugtak og lóðrétta lendingu.

En sú vél er flóknari en hinar, þ.e. með viðbótar hreyfla til að lyfta vélinni lórétt.
Það að auki geri hana þyngri en aðrar útgáfur, þ.s. meiri vélbúnaður er til staðar.
Sem leiði til þess - að burður og flugdrægi er minna.
Að auki vegna meiri skrokkþyngdar, má reikna með því að sú útgáfa verði ívið lakari í loftfymleikum en aðrar útgáfur.
Og ekki síst, væntanlega að auki - dýrari í rekstri og viðhaldi.
--Til viðbótar öllu, verður hún sú týpa sem minnst stendur til að framleiða af.

"US Marines" eru þó ólmir í hana!

Henni er ætlað að vera notuð mun nær vettvangi átaka en aðrar týpur.
Þ.e. ætlað að taka á loft á bráðabirgða lendingar- og flugtaksstöðum, mun nær víglínu en aðrar týpur mundu nota.

Þannig að út frá notagildi sé sennilega -- minna drægi ekki alvarlegur hlutur.
--Hún mundi styðja við lendingar "US marine forces" eða strandhögg landgönguliða flotans.
--"Tactical bombing" sennileg megin notkun.

  • Flugsveitir landgönguliðanna, eru auðvitað undir beinni stjórn yfirstjórnar landgönguliðasveitanna.
    --Þó tæknilega geti flugsveitir flotans gert það sama.
    --Hafa landgönguliðarnir viljað halda uppi sínum eigin flugher.

Fram að þessu hafa þeir fengið einmitt það!

  1. Tæknilega gæti Trump skorið á það dæmi.
  2. Sagt einfaldlega landgönguliðunum, að treysta á samvinnu við flugsveitir flotans.

 

Niðurstaða

Almennt séð held ég að F35 hljóti að vera mjög góð vél. Þó svo að prógrömm hafi mistekist í fortíðinni, þ.e. slíkt hafi stundum gerst. Þá sé þegar búið að fljúga F35 það mörgum sinnum, eftir allt saman er hún þegar komin í takmarkaða notkun hjá flugsveitum bandaríska flughersins. Að ósennilegt sé úr því sem komið er, að tæknileg vandamál séu ekki almennt -- leyst.

Fyrir utan að hún á að verða bakbein landflughersins og flugsveita flotans, og landgönguliðasveitanna.
Skal hún verða meginherflugvél NATO landa í Evrópu.

--Ekkert NATO land hefur fram að þessu virst líklegt - að hætta við.
--Miðað við það að þau lönd sem taka þátt í prógramminu, hafa sennilega þegar fulla vitneskju um eiginleika hennar -- eins og þeir hafa komið í ljós.

Virðist ósennilegt að hávær umræða á þann veg að hún sé - misheppnuð.
Sé grundvölluð fyllilega á staðreyndum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kostnaður? .... phhfff .... þetta er ein stærsta skömm sem vitað er af, ásamt skipinu.

Þessi flugvél, er allt að því að teljast ónýt ... rusl, þ.e. hún er lélegri en aðrar vélar sem eru af eldri gerð.  Skipið, hefur silgt á milli slippa vegna þess að það er gersamlega ónýtt ... fyrir utan það, þá hafa Kínverjar sagt að þeir muni nota "armada" af skipum til að sökkva þvi, á sama hátt og bretar sökktu Bizmark.

Skipið er "hernaðarlega" gangslaust ... því það sem Kínverjar segja er "rétt", hernaðarlega séð.  Flugvélin, er "ganglítil" ... og langt á eftir Rússum, tæknilega séð.

Bæði málin, eru "nýju fötinn Keisarans".  Blekking, sem Óbama og Bush stóðu í fyrirrúmi fyrir.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.1.2017 kl. 10:14

2 identicon

Það eina sem F35 getur gert, er að fá fólk til að vera "of öruggt með sig", og koma af stað styrjöld.  Bandarískir flughermenn, hafa lýst yfir ótta sínum yfir þessari vél, nánast frá því ad hún var smíðuð.  Verið hefur verið að lofa þessari vél til Evrópu, þar sem Evrópa telur vélina vera "flotta" ... en vanhugsar það atriði að herdót á ekki að vera flott ... heldur á þola allt mögulegt, og ómögulegt.

Að þessu leiti eru Rússar framar.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.1.2017 kl. 10:19

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Reyndar hafa bæði Su 30 og Su 35 stýri-kný. Stýri-knýr er lika mikilvægur til að forðast eldflaugar og þessar vélar eru einstaklega hæfar til þess,af því að stýri-knýrinn á þeim er margátta,hann getur beinst í hvaða átt sem er og hjálpað vélinni við að beygja og raunar rúlla henni í loftinu.

F 22 og F 35 hafa bara tvíátta stýri-kný sem hjálpar til að reysa vélina eða steypa henni. Til að snúa vélinni snöggt þarf því að leggja hana á hliðina.

.

Það er líka galli á F 35 hversu skammdræg hún er.

Þetta gerir að verkum að hún er ekki góð aðstoðarvél fyrir landherinn,sem átti að vera eitt af hlutverkum hennar.

Hún er væntanlega best til loftárása eins og SU 24 af því hún getur borið töluvert magn af sprengjum

.

Á fjögurra klukkustunda fresti að meðaltali þarf að endurræsa tölvukerfið í henni og á meðan það er gert er hún með öllu óbardagafær.

Pentagon hefur komist að því að vélin er ekki í bardagafæru ástandi nema 2 daga í viku að meðaltali. Svipað á reyndar við um F 22.

Þetta er sennilega alvarlegasti gallinn við þessar vélar. Í raunverulegu stríði ,þar sem eigendur þessara véla ráða ekki framvindu stríðsins verður þetta stórt vandamál.

Andstæðuringurinn hættir ekkert að berjast þó vélarnar séu á verkstæði. Öðru máli gegnir ef andstæðingurinn er svo veikur að það sé bara verið að murka úr honum lífið í rólegheitum.

Þetta mun vera ástæðan fyrir að F 22 fór bara eina árásarferð í Sýrlandi. Það er einfaldllega svo óhemju dýrt að halda henni við.Að sögn sjónarvotta sprengdu þeir upp gamla hlöðu,drápu einn asna og fóru svo heim að svo búnu.

.

Hér er svo ótalinn einn alvarlegur galli sem er titringur vélarinnar nálægt hljóðhraða og óstöðugleiki á lítilli ferð. (wing drop)

Þetta hefur nokkur óæskileg áhrif.

Hristingurinn gerir að verkum að skynjarar í vængjunum verða óvirkir eða senda röng skilaboð. Þetta gerir að verkum að það er ekki hægt að nota miðunarbúnað á meðan, og að hún sér ekki aðvífandi eldflaugar sem gerir henni nánast ókleyft að verjast þeim. Einnig eru nokkrir skynjara sem til stóð að hafa í vélinni ekki í henni af því það hefur ekki tekist að fá þá til að virka.Illu heilli hef ég ekki upplýsingar um hvað þeir eiga gera.

Að mati Pentagon verður þetta ekki lagað nema að fórna einhverju af hulinshjálmii vélarinnar OG jafnframt mun það draga enn úr lipurð vélarinnar.

.

Það er margt fleira ,samkvæmt þessari skýrslu sem eftir er að lagfæra ,svo sem hjálmurinn sem ennþá er að gefa mikið af fölskum aðvörunum,sem draga úr getu flugmannsins til að berjast.

Þetta hökkuðum við út úr Pentagon við Putin.

.

Þetta eru væntanlega allt hlutir sem hægt er að laga með tímanum og nógum peningum.

Stóra vandamálið er samt ef Einhverjum tekst,eða er búinn að þróa radar og miðunarbúnað sem getur séð vélina.Reyndar eiga bæði Kínverjar og Rússar radar sem getur séð hana ,en það er spurning um aðferð til að skilja vélina frá draugamerkjum eða "noise" eins og kanarnir kalla þetta.

Ef það þarf að breyta vélinni þannig að hún verði sjáanlegri verður þetta auðveldara. 

Þetta mun gerast fyrr eða seinna og þá F 35 í vondum málum af því allavega eins og er, er Su 35 með langdrægari air to air flaugar og F35 er í alla staði vanbúin til að lenda í átökum við aðra vél,og enn síður má hún lenda í skothríð af því hún er viðkvæm fyrir íkveikju. 

Það sem gerir F 35 eftirsóknarverða er fyrst og fremst huliðshjálmurinn og geta hennar til að samræma aðgerðir með öðrum vélum.

Af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki getur hún samt ekki "talað við" F 22 vélarnar.

Ef þessi vél er svift huliðshjálminum verður ekki mikið verðmæti í henni.

Það er ekki óhugsandi að Kínverjar séu búnir að leysa þetta vandamál ,af því að þegar Bandaríkjamenn sendu F-22 til S-Kóreu í fyrra virtust Kínverjar vita hvar þær voru og mótmæltu hástöfum. Ekki er óhugsandi að þeir hafi einmitt mótmælt til að gefa til kynna að þeir sæju vélarnar. Skýringarnar gætu samt verið einhverjar aðrar.

Eins og fram hefur komið er ekki vandamálið fyrir radarana að sjá vélina,heldur að greina hvort þetta er vél eða "noise" Hugsanlega er þetta spurning um réttan hugbúnað.

.

Það sem verður skemmtilegast í framtíðinn í hernaði er að fylgjast með varnarbúnaði bæði flugvéla og annarra farartækja.

Ég held að næsta bylting verði á því sviði.

Það verður spennandi að sjá þegar Bandaríkjamenn ráðast á Rússa (Bandaríkjamenn hafa  verið árásaraðilar í næstum öllum stríðum síðustu áratugi),hvort að Rússar geti grandað megninu af árásarhernum ,en verið svo jafn ófærir um að gera gangnárás vegna varnarviðbúnaðar Bandaríkjamanna.

Ákaflega heillandi dæmi um þetta er Satan 2 kjarnorkuflaug Rússa.

Ef henni verður skotið á US munu þeir að sjálfsögðu senda á loft varnarflaugar sínar. Hinsvegar er Satan 2 útbúinn með varnarbúnað til að verjast varnarflaugum Bandaríkjamanna.

Spurning er hvort varnarflaugar Bandaríkjamanna verða útbúnar varnarbúnaði til að verjast vörnum Satan 2 þannig að þær komist á leiðarenda.

Það er mikið í húfi,allt Texas.

.

Hérna fyrir neðan er Sukhoi orustuþota,sennilega 30.

Það er endalaust hægt að rífast um hvaða vél er best,en það þarf ekki að rífast um að þetta eru fallegustu vélarnar.

.

Borgþór Jónsson, 15.1.2017 kl. 02:49

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér skilst að einungis sumar útgáfur Su-30 hafi stýrikný, þær sem voru seldar til Indlands - stýriknýr búnaðurinn hafi verið þróaður í samvinnu einmitt við Indverja sem vildu hann.
Og sérstök útgáfa af Su-30 með stýrikný hafi þá verið þróuð.
--En rússneski flugherinn hafi ekki hafið framleiðslu fyrir sig af vél þannig útbúin, fyrr en með Su-35.

F-35 er mun smærri vél, það er verulegur hluti ástæðu þess að hún er skammdrægari.
--Að auki er ekki unnt að setja utan á hana auka tanka - því það mundi eyðileggja "stealthið."

Þetta með drægi Su-kynslóðarinnar er smávegis villandi, því þær geta borið mikið af aukatönkum, og þannig hafa mikinn svokallaðan "ferry range" en þá bera þær ekki vopn á sama tíma.
--En "operational range" þeirra er sannarlega meiri -- en þarna er ekki að fullu sambærilega vélar að ræða.

F-35 er sambærilegri við Mig-29 til Mig-35, hvað drægi varðar. Ca. svipað stórar. Og sama má segja um - sambærilegri hvað það varðar við F-16 og F-18.
-Enda ætlað að skipta þeim vélum út.

F-15 og F-22 hafa mun meira drægi, og sambærilegar hvað það varða við Su-27 fjölskylduna.

Þ.e. þekkt að F-35 hefur haft tæknileg vandamál tengd tölvubúnaði, þau verða örugglega tímabundin. Ég hef einnig heyrt þetta með vandamál með væng strúktrúr -- þetta hljóma allt sem byrjunarörðugleikar.

--Ég ætla ekki að tjá mig um gróusögur varðandi F-22. Þær geta vart verið sannar um vél sem svo langt er síðan - að var fullþróuð.

Það getur verið að stýriknýr F-22 virki öðruvísi.

En það atriði skiptir ekki máli - nema í návígi.

Og sem "stealth" vél hefur F-22 heilmikið forskot á vél sem ekki er það.

Sannarlega ætla menn að þróa radara sem eyðileggja stealth. En á sama tíma eru Rússar og Kínverjar að þróa sínar eigin "stealth" vélar - svo sannarlega telja stjórnvöld þar "stealth" ekki ónýta hugmynd.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.1.2017 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband