Leigubílstjórar atvinnustétt í yfirvofandi útrýmingarhættu af völdum tæknibreytinga

Ég var að lesa áhugaverða grein um þær framtíðarbreytingar sem -- ökumannslausir bílar líklea muni hafa í för með sér: How driverless cars are set to reinvent and humanise our streets.
--Þessi grein fókusar á vænt áhrif ökumannslausra bíla á borgarskipulag, og líf innan borga!

 

Enginn vafi að ökumannslausir bílar skapa mikinn vanda fyrir atvinnubílstjóra!

Mig grunar að þeir atvinnubílstjórar er starfa í þéttbýli - séu einna helst í yfirvofandi hættu á starfsmissi. En það virðist sennilegt, að ökumannslausir bílar verði framan af einkum notaðir í þéttbýli - því þar verði líklega fyrst sett upp þau kerfi sem tölvubúnaður sem aka mun ökumannslausum bílum, sennilega þarf á að halda.

En þó slíkir bílar verði búnir radarbúnaði, þarf einnig örugglega að vera til staðar nákvæmt vegakort í þeim bílum á tölvutæku formi, og líklega til viðbótar aðstoðar við staðsetningu - má reikna með þörf fyrir búnað sem sendi boð til þeirra er aðstoða þá við nákvæma staðarákvörðun - t.d. við gatnamót.

  • Vörubílstjórar verða líklega þeir síðustu til að hverfa af bílstjórastéttum.

 

Í greininni eru pælingar um framtíð - einkabílsins

"“Private car ownership will all but end in major US cities,” says John Zimmer, co-founder of Lyft." - "He predicts that within five years, most of Lyft’s rides will take place in autonomous vehicles." - "These economics will accelerate a transition that is already under way, as urbanites opt to use Uber and Lyft rather than buy their own vehicles."

Mér virðist augljóst að þjónustur af þessu tagi eins og Uber og Lyft - muni höggva djúp skörð í raðir atvinnubílstjóra, sérstaklega - leigubílstjóra.
Mér virðist augljóst, að fólk sem ferðast til annarra borga, velji sér slíka þjónustu.

Hvort að fólk sem býr í borg hættir að eiga sjálft bíl -- er stærri spurning. En bifreið er ekki bara til þess að fara í og úr vinnu, heldur einnig farkostur til ferðalaga - og auðvitað þeir sem eiga börn gjarnan aka þeim í skólann, og auðvitað fólk fer í stórverslanir og fyllir bílinn af innkaupum.

  • En kannski, hætti fólk því að eiga 2-bíla.
    --Ef þjónustur af slíku tagi, duga vel til ferðalaga í og úr vinnu.
  • Það gæti samt leitt til fækkunar bíla!
    --Dregið úr þörf fyrir stæði í borgum, sérstaklega í miðborgum.

 

Áhrif á borgarskipulag!

"“There are huge changes that are coming,” says Dan Doctoroff, former deputy mayor for economic development and rebuilding in New York."

Í þessu samhengi þarf að hafa í huga, hve framtíðin er óviss!
--En umferð gæti einnig aukist, í stað þess að minnka.

  1. En það má alveg hugsa sér það, að ökumannslausir leigubílar verði það hagstæður kostur, vegna sparnaðar við að losna við kostnað við að hafa ökumann.
  2. Að fólk hætti nær alfarið að nota -- opinberar samgöngur.
  3. Auk þess að það fari með leigubíl upp til hópa í og úr vinnu.
  • Sérstök leigubílastæði þurfa þá líklega að vera með meiri þéttleika - nema það séu sérstakir merktir punktar fyrir utan hvern vinnustað.

Á móti mundi sennilega samt verða minnkun þarfar fyrir -- bílastæði í miðborgum.
--Þ.e. þar sem margir sem spá í borgarskipulag sjá verulegan gróða fyrir borgirnar.

Því að gríðarlegt pláss í dag fer í stæði út um allt.

 

Mun fólk kjósa að búa í meiri fjarlægð frá miðborgum?

Þarna koma enn ein hugsanleg áhrif, en ef maður hugsar sér það að -- ekki einungis atvinnubílar verði ökumannslausir heldur einnig einkabílar.
--Þá mun fólk muna minna um langar ferðir í og úr vinnu!

  1. Því það mun geta sofið í bílnum á leið í og úr vinnu.
  2. Auk þess, að bílarnir verða nettengdir, er ekkert því tæknilega til fyrirstöðu, að bíllinn geti verið skrifstofan þín meðan þú ert á leið milli staða -- þ.e. þú getur unnið og starfað meðan bíllinn færir þig á milli staða.

Þannig að það má alfarið hugsa sér þau áhrif - að það aukist að fólk kjósi að búa í útborgum og svefnbægjum í verulegri fjarlægð frá miðborgum.
--Þannig að þetta ýti undir hnignun miðborga.

 

Sumir halda því þó öfuga fram, að miðborgir ættu að geta orðið - vinalegri, því vinsælli

En sennilegt virðist að í framtíðinni dragi úr loftmengun - vegna þess að bifreiðar verða upp til hópa rafknúnar. Að auki, ættu miðborgirnar að verða öruggari, vegna þess að tölvustýrðir bílar lendi mun sjaldnar í árekstri -- en bílar undir stjórn ökumanns.

Ef bílastæðum fækkar -- geti borgir brugðist með því, að stækka - græn svæði.
--Það muni að auki vera unnt að - þétta byggð nærri miðjunni, þegar land losnar sem í dag fer undir stæði.
--Þannig unnt að bjóða fólki upp á aukna möguleika til íbúðar í gömlu borgarkjörnunum.

  1. Ég er auk þessa fremur viss um að hið opinbera muni fljótlega þegar tæknin tengd ökumannslausum bílum verður nægilega áreiðanleg.
  2. Herða reglur varðandi réttindi til aksturs bíla, í þeim tilgangi -- að ýta fólki yfir í það að ferðast með bílum, í stað þess að - aka þeim.

--Það sé ekki einungis það að spara tjón vegna fækkunar slysa.
--Heldur væntanlega að auki það að umferðin verði skilvirkari, en bil milli bíla getur örugglega verið minna, auk þess að líklega komast fleiri yfir umferðarljós í einu.
--Og auðvitað sparnaðurinn við fækkun stæða í borgum og bægjum.

 

Niðurstaða

Það eina sem virðist öruggt er að ökumannslausir bílar er ein af þeim stóru tæknibreytingum sem mun hafa í för með sér -- mörg hliðaráhrif á samfélag manna. Ég held að það sé algerlega öruggt, að ökumannslausir bílar eru á leiðinni. Sennilega verða þeir nægilega áreiðanlegir innan nk. 10-ára. Á nk. 20-árum fara þeir að ýta út atvinnubílstjórum í hratt vaxandi mæli. Svo fljótlega þaðan í frá, einka-bílstjórum.
--Eftir 30-ár verði það sennilega sjaldgæf sjón að sjá ökumann undir stýri!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband