ISIS hefur undanfarna mánuði kveikt í fjölda olíulinda í Írak - skipulega er þó unnið því að slökkva

Meðan fréttir hafa borist af bardögum við Mosul í Írak - hefur verulega minni athygli vakið, að mánuðina þegar lið Kúrda annars vegar og hins vegar íraskra stjórnvalda var að leitast við að þrengja að Mosul svæðinu.
--Þá voru í leiðinni tekin olíusvæði í N-Írak sem höfðu verið á valdi ISIS, og séð ISIS fyrir miklum olíutekjum.
--Að mörgu leiti má vera að þetta sé jafnvel enn mikilvægara en að taka sjálfa Mosul, þar sem að missir olíusvæða í N-Írak, þrengir rökrétt að fjárhagsstöðu ISIS.
--Þegar ISIS neyddist til að hörfa, var lokunarbúnaður er stjórnar flæði olíu úr lindunum sprengdur -- þ.e. kveikt í olíubrunnunum.

Þessi mynd sýnir logandi bál í olíulind í Írak!

Það getur ekki verið auðvelt að vinna að slökkvistarfi - en eftir að búnaðurinn sem stjórnar flæði úr olíulindinni er sprengdur - flæðir logandi olían upp eins og sjá má, sem lítur ekki ósvipað út og eldgos sé í gangi.
--Síðan flæðir logandi olían um svæðið - sem má t.d. líkja við hraunrennsli.
--Og auðvitað, hitinn - eitraðar gufur um allt svæðið - óskaplegt reyk-kóf.

Reuters fjallaði um slökkvistarf í Írak:

Risking flames and mines, Iraq oil workers battle to cap burning wells

Eins og fram kemur í textanum - hefur verið valin sú ívið áhættusamari og tafsamari leið, að gera olíubrunnana starfhæfa sem fyrst að nýju.
--En þá þarf að setja nýjan lokunarbúnað "wellhead" á logandi brunninn.
--Auðvitað, slökkva eldinn fyrst.

En líklega væri áhættuminna, að kæfa eldinn með steynsteypu - eins og nefnt er í fréttinni að einnig er mögulegt.
--En þá væntanlega er tafsamara að koma olíulindinni aftur í notkun.

Þessi mynd gefur hugmynd um reykjarkófið - smá findið að maðurinn reykir mitt í kófinu

Vatni dælt líklega til að kæla - en hitinn er örugglega óskaplegur, en olíueldur er ekki slökktur með vatni

Sennilega er vatnskæling nauðsynleg fyrir teymin sem reyna að koma sprengiefninu fyrir sem á endanum er notað til að kæfa eldinn!

Auðvitað erfitt fyrir íbúana í grennd við logandi brunna!

Ég hugsa að slökkvistarf af því tagi sem þarna er unnið - hljóti að vera með því allra erfiðasta og hættulegasta sem verkafólk tekur að sér. En þetta þarf augljóslega að gera, eins og myndirnar bera með sér.

Það jákvæðasta í þessu - er að Írakar eru að losa sig við ISIS!
Þeim virðist virkilega vera að takast það!

 

Niðurstaða

Eins og myndirnar sýna hefur ISIS unnið mikið tjón á olíulindum í N-Írak sem ISIS hefur ráðið síðan 2014 þ.e. í 2-ár. Þó að það hafi verið mikið hervirki að sprengja lokunarbúnaðinn af öllum þessum brunnum - er ISIS neyddist til að hörfa. Þá sýna myndirnar að brunnarnir eru nú í öruggum höndum. Þ.e. ISIS vissulega ræður ekki þeim lengur.
--Tekjurnar af olíusölu frá Írak standa þá ekki lengur undir hryðjuverkum þess hóps.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar þakka frábærar greinar. Þú vantar bara Red ? sem slökkti í eldunum þarna um árið niður í Kúvæt. 

Valdimar Samúelsson, 25.11.2016 kl. 09:30

2 identicon

ISIS eru Írakar ...

Þetta hernaðarbragð, finnst mér vera hálf afkáralegt til að vera ISIS. ISIS getur ekki farið eitt eða neitt, þar sem þetta eru Írakar. Fjölskyldur þeirra búa þarna einnig, þannig að þetta finnst mér lykta illa.  Mun líklegra, að kaninn sé að gera eins og Rússinn í Sýrlandi.  Skaða "tekjulynd" ISIS, þannig að staða þeirra minnki.

Sé engan ávinning af þessu fyrir ISIS ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.11.2016 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 846645

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband