Verður uppganga flokksins -Viðreisnar- til þess að á næsta kjörtímabili þurfi að setja ný gjaldeyrishöft?

Þegar ég skrifa þetta líta kosningatölur þannig út að Viðreisn líklega lendir í - oddaaðstöðu.
Ástæða þess að ég hef miklar áhyggjur af þeirri þróun, eru hugmyndir flokksins um svokallað --> Myntráð eða "currency bord."

Þessi hugmynd hefur fram að þessu vakið litla athygli þjóðarinnar.
En full ástæða er að þjóðin skoði þetta atriði af fyllstu athygli!

 

Myntráð er í reynd ca. sama fyrirkomulag og gullfótur!

Það hefur einnig sömu megin galla og gullfótarkerfi!

  1. Grunnhugmyndin er sú sama, að - útiloka gengisfellingar, skv. þeirri hugmynd að allt þá meina ég allt, sé betra en gengisfelling.
  2. Eins og þegar gullfótarkerfi er notað -- er ríkjandi gjaldmiðill hafður 100% skiptanlegur yfir í annan gjaldmiðil.
  3. Það þíðir auðvitað, sem einnig er megin veikleiki gullfótarkerfis og myntráðskerfis, að alltaf og ætíð þarf að tryggja að nægilegt magn sé af - þeim gjaldmiðli sem innanlands gjaldmiðill skal vera 100% skiptanlegur fyrir.
  4. Ástæða að sú regla --> Er einnig meginveikleiki þeirra kerfa, þar með meginástæða þess að gullfótarkerfi og myntráð hafa í nokkrum þekktum tilvikum, hrunið með ákaflega harkalegum hætti.
  5. Er sú, að það eru einungis takmarkaður fjöldi mögulegra leiða til að redda málum, ef vandræði skapast við að tryggja stöðugleika 100% skipti-reglunnar.

 

Vandræðin skapast nær alltaf af sömu ástæðu, þ.e. að einhverra hluta vegna - verður viðskiptahalli, sá getur orðið til vegna þess að kreppa leiði fram hnignun atvinnuvega eða að almenn laun hafa hækkað of mikið og neysla er að framkalla viðskiptahalla!

  1. Viðskiptahalli leiðir þá til þess - að gjaldeyrinn streymir út úr gullfætinum þ.e. "gullið sjálft ef notast er við gull" eða "skiptigjaldmiðillinn t.d. ef notast væri við evru."
  2. Það að sjálfsögðu -- ógnar reglunni um 100% skipti milli innanlands gjaldmiðils, og gjaldmiðilsins sem notaður til skipta.

Beinar launalækkanir: Ég held að við getum afgreitt þá útkomu að stjórnvöld geti þvingað fram beinar launalækkanir hér á Íslandi - sem afar ósennilegan!
--En við urðum öll vitni að því, þegar hægri stjórnin bognaði og brotnaði undan verkfalla bylgju á kjörtímabilinu - þ.s. krafist var launahækkana langt umfram stöðguleika viðmið.

Menn ættu að muna þetta - þ.e. kjarasamningar við kennara upp á tuga prósenta hækkanir, kjarasamningar við lækna og hjúkrunarstéttir einnig upp á stórar prósentu tölur -- og að auki kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem enduðu einnig í nokkuð hressilegum prósentu tölum.

Punkturinn er auðvitað sá - að ríkisstjórnin gaf eftir yfirlýst stöðugleika viðmið.
--Manni virðist afar ósennilegt þar af leiðandi, að nokkur ríkisstjórn á Íslandi - gæti mögulega þvingað fram, gegn vilja verkalýðshreyfingar, beinar launalækkanir.

Þannig að þá sé sennilega óhætt að afgreiða þá - lausn í burtu.

Myntráð og stýring gullfótar, getur gripið til þess ráðs, að stöðugt minnka peningamagn í umferð: Þetta er frekar örvæntingarfullt úrræði til að bjarga gullfæti eða myntráði, frá bráða hruni. Þ.e. þekkt að þessu var beitt á kreppuárunum í Bretlandi áður en Bretland yfirgaf gullfótinn á 4. áratugnum, og einnig í Evrópu. Að auki var þessu úrræði beitt af Argentínu, árin rétt fyrir þjóðargjaldþrot Argentínu 2000, en eftir að kreppan þar hófst.

En tæknilega er unnt að mæta þeim vanda, að viðmiðunargjaldmiðill hvort sem þ.e. gull eða t.d. evra - streymir út, þannig vernda 100% skiptiregluna, með þessari aðferð.

Gallinn er sá, að þetta er óskaplega - samdráttaraukandi. En þá er verið að minnka stöðugt peningamang í umferð - og í kapítalísku hagkerfi, er peningamagn sjálft lífsblóð hagkerfisins.

Svo harkalegt var ástandið í Argentínu - rétt áður en Argentína kastaði myntráðinu. Að skortur á peningum var orðinn slíkur - að fyrirtæki voru sjálf farin að gefa út sína gjaldmiðla. Á tímabili skiptu slíkir, ópinberir gjaldmiðlar, mörgum tugum.
--Vegna þess að það vantaði peninga í hagkerfið, svo það gæti starfað eðlilega, samþykktu aðilar oftast nær - ef um var að ræða fyrirtæki t.d. í útflutningi, að taka við þessum bráðabirgðalausnum.

Ástandið varð þetta alvarlegt í Argentínu - vegna þess að ekki tókst að stöðva stöðuga hnignun atvinnuvega sem þá var í gangi, sem leiddi stöðugt til nýs og nýs viðskiptahalla -- þó að tæknilega hefði hratt vaxandi atvinnuleysi með því að slá á neyslu átt að hafa stöðvað þann viðskiptahalla fyrir rest.

  • En þessi samdráttar-leið - svo fremi sem atvinnuvegir eru ekki í stöðugri hnignun, vegna þess að samkeppnishæfni er hrunin, t.d. ef viðmiðunargjaldmiðill hefur hækkað mjög í andvirði; á endanum stöðvar viðskiptahalla.

Með þeirri einföldu -fúnksjón- að atvinnulausir kaupa minna, þ.s. þeir hafa minni peninga.
--M.ö.o. stýring viðskiptajöfnuðar með atvinnuleysi.

En samtímis, getur hagkerfið skroppið harkalega saman.
--Þá er eins gott að ríkið skuldi ekki mjög mikið fyrir, því samdráttur einn og sér hækkar skuldir miðað við þjóðarframleiðslu.--> Einmitt það atriði, leiddi fyrir rest til gjaldþrots Argentínu - en skuldir þess ríkis við kreppu-upphaf, voru ekki mikið yfir 50% af þjóðarframleiðslu.

  1. Það þarf vart að nefna, að mikið atvinnuleysi, mundi skapa þjóðfélags ólgu.
  2. Og sennilega mjög miklar óvinsældir stjórnvalda.

Að kaupa stöðugt gjaldeyri og þar með fjármagna viðskiptahalla með skuldsetningu ríkissjóðs: Það þarf vart lengi að fjalla um það úrræði - augljóslega getur það einungis gengið til skamms tíma. En um væri að ræða, gjaldeyris skuldsetningu ríkissjóðs.

Á endanum mundi ríkið missa lánstraust, og þeirri aðferð væri þar með - sjálfhætt!

Ný gjaldeyrishöft: Þetta virðist mér langsamlega sennilegasta úrræðið. En mér virðist augljóst að engin íslensk ríkisstjórn - gæti haldið út þær svakalegu óvinsældir ásamt þjóðfélagsólgu - sem sú aðferð að vernda kerfið með því að minnka peninga í umferð án nokkurs vafa mundi orsaka.
--En ég sé ekki hvernig nokkur ríkisstjórn gæti haldið lengi velli ef hér mundi vísvitandi vera búið til fjölda-atvinnuleysi í háum prósentu tölum.

Augljóslega sjá allir fyrirfram - að ekki gengur heldur að skuldsetja ríkið.

--> Þannig að ný höft blasa við sem hin augljósa redding!

  1. Segjum að myntráð hafi verið lögfest og virkjað - síðan skapist verulegur viðskiptahalli einhverjum tíma eftir að það kerfi hefur verið lögfest og er starfandi - sem getur vel gerst ef einhver af megin atvinnuvegum þjóðarinnar dalar eða ef ný bylgja stórra launahækkana gengur yfir.
  2. Þá er ekki unnt að fella gengið!
  • Það þíðir, segjum að höft hafi verið tekin upp sem redding -- meðan að lausn er fundin -- --> Þá verða þau ekki leyst, nema að innri aðlögun þ.e. launalækkanir hafa komist til framkvæmda!
  • Það gæti tekið töluverðan tíma - að sannfæra stéttafélög vinnandi fólks, að samþykkja slíkt --> Ef það þá tækist, nokkru sinni.

M.ö.o. að það kaldhæðna ástand gæti skapast --> Að myntráðskerfi leiði Ísland inn í haftakerfi sem mundi verða erfiðara úrlausnar, en nokkur þau höft sem áður hafa verið hér!

 

Hverjar eru líkur þess neikvæðar afleiðingar verði?

Ísland er greinilega nærri toppi á hagssveiflu! Nú er í gangi stórfelld endurnýjun dýrra hluta t.d. bifreiða - heimilistækja - innréttinga, hjá almenningi.
--M.ö.o. er mikið flutt inn um þessar mundir.

Það að stórar launahækkanir leiddu ekki til - verðbólgu og viðskiptahalla, bjargaðist af tveim ástæðum:

  1. Gríðarlegur vöxtur ferðamennsku, hefur tryggt næga aukningu gjaldeyristekna til að halda í við hratt vaxandi neyslu.
    --En t.d. nýlega kom fram í fjölmiðlum að Reykjavík er nú orðin langsamlega dýrasta borgin á Norðurlöndum, fyrir þá sem vilja gista á hótelum.
    Kostnaður við ferðalög til Íslands hefur stöðugt verið að aukast, hvert ár.
    --Við vitum ekki hver sársaukamörk fyrir ferðamenn eru!
    Einungis að þau eru til staðar - þ.s. ferðamenn er hingað koma, eru venjulegt fólk upp til hópa, ekki milljónamæringar eða milljarðamæringar.
  2. Margvíslegar hugmyndir eru um að --> Setja ný gjöld á ferðamennskuna, til að fá aukið fé í kassann - t.d. til að fjármagna uppbyggingu á ferðamannastöðum.
    --Hugmyndir um - gjald á gistingar.
    --Hugmyndir um - aðkomugjald.
    Aðrar gjalda-hugmyndir virðast hafa fallið vegna andstöðu innan samfélagsins.
    **Galli við þessar 2-hugmyndir, er að slík gjöld - eru strax sýnileg ferðamönnum, sem ætla að koma til landsins.
  3. Þar með, er algerlega hugsanlegt, að þau stuðli að -- viðsnúningi í ferðamennsku til fækkunar, eða a.m.k. því að færri komi hingað en annars ætla sér.
    __Ef slík gjöld bætast ofan á allar þær innlendu kostnaðarhækkanir sem þegar hafa orðið.

Á einhverjum punkti kemur samdráttur í þessa grein!
--Þá má reikna með því, að viðskiptahalli myndist nánast samstundis!

Ég held að það séu töluverðar líkur á að það gerist á nk. kjörtímbili.
--Líkur þess að það skapist vandræði með - myntráðskerfi - byggjast þá á líkum fyrir samdrætti í ferðamennsku, eða a.m.k. því að stórfellt hægi á aukningu.

Svo geta menn vegið og metið -- þær líkur hver fyrir sig!

 

Niðurstaða

Ég er alls ekki að segja að myntráðskerfi - geti ekki gengið upp.
Ég er á hinn bóginn að segja, að til þess að það sé sennilegt að virka til lengdar.
Þá þurfi að skapast samstaða innan samfélagsins um þá leið - að lækka laun með skipulegum hætti, ef það skapast viðskiptahalli.
Eða, að það þarf að vera við völd ríkisstjórn - með mjög harðan og stífan vilja til að stjórna þrátt fyrir það sem gæti orðið mjög útbreidd mótmælahreyfing, beita þeim miskunnarlausu úrrræðum sem þá þyrfti - til að brjóta á bak aftur skæruverkföll -- m.ö.o. þyrfti mjög öflugar lögreglusveitir vel búnar og nægilega fjölmennar, auk þess nægilega hollar stjórnvöldum til að vera tilbúnar til að - berja á sínum samborgurum hópum saman.

  • M.ö.o. þyrfti annað af tvennu --> Víðtæka samstöðu um innri aðlögun <-- Eða lögregluríkis fyrirkomulag, með nokkurs konar einræðisherra við völd.

Ég held að við getum með töluvert háum líkum - útilokað hvort tveggja!

Ef Viðreisn stjórnaði með -- vinstriflokkunum, væri það fullkomlega fjarstæðukennt.
Einnig afar ósennilegt -- ef Viðreisn stjórnaði með hægri flokkunum, að þeir treystu sér til slíks heldur.

Ísland gæti þá verið læst í höftum frekar lengi - eða þangað til að viljinn til innri aðlögunar mundi myndast!
--En eins og tilvik Argentínu sýndi, er ekki hægt að yfirgefa myntráðs fyrirkomulag, nema með því -- að búa til nýjan innlendan gjaldmiðil er ekki væri bundin slíku kerfi.

Höft gætu þá a.m.k. verið eins lengi og á tímabilinu frá 1946 - 1959.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Einar, ertu enn á því að Framsókn kæmi betur út með Sigurð Inga. Hvað heldur þú að margir, sem hefðu kosið Framsókn með Sigmund sem formann, hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn ?

Haukur Árnason, 30.10.2016 kl. 01:44

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Svar - já! Niðurstaða Framsóknar hefði verið enn slakari. Sannast sagna stórfellt efa ég að sú meinta hreyfing SDG sinna yfir til Sjálfst.fl. sé til nema í formi mjög fámenns hóps sem afar ósennilegt sé að sé stór hluti þess viðbótar fylgis Sjalla sem þeir hafa nú fengið, en hið meinta mikla fylgi flokksins ef SDG hefði haldið áfram - sé fullkomin ímyndun.
Hann hafi þvert á móti verið búinn að fá Sjalla einnig upp á móti sér - yfirgnæfandi líklegt að allir flokkar hefðu hafnað samstarfi ef SDG hefði haldið áfram, þ.s. Sjallar hafi verið orðnir mjög pyrraðir á honum - vegna tilhneyginar hans, til að eigna sér allan árangur stjórnarinnar - að auki komi til tilraun hans til að rjúfa þing án þess að ræða málið við nokkurn mann.
--Þá hafi Sjallar endanlega misst allt álit á honum og þolinmæði, það hafi ekki síst verið að þeir hafi sett Framsókn stólinn fyrir dyrnar - að SDG hafi vikið sem forsætisráðherra.
Þeir hafi ella verið til að rjúfa þing strax!
::Það hafi verið forsenda mögulegt samstarfs við Sjalla áfram - eftir kosningar, að skipta um formann, og að auki opni það tæknilegam möguleika á samstarfi við vinstri flokka, ef þeim gengur illa stjórnarmyndun.

Flokkurinn hafi margfalda möguleika eftir formannsskipti. Svo eitraður hafi SDG verið orðinn pólitískt séð, að allir flokkar hefðu metið það skaðlegt fyrir sig, að vinna með Framsókn undir hans stjórn.
--Ég virkilega meina þetta með fyrirsjáanlega einagnrun flokksins með hann í brúnni!

Það skipti ekki máli að hann hafi ekkert ólöglegt gert, viðhorf almennings séu einfaldlega þetta mikið neikvæð - að engir flokkar hefðu talið það pólitískt sér í hag að vinna með Framsókn undir hans stjórn.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.10.2016 kl. 03:49

3 identicon

Ætli Framsýn, sé ekki að taka "Kína" sér til fyrirmyndar í þessu sambandi. Benedikt er ágætur stærðfræðingur, góður skákmaður ... en, ég er nú ekki svo viss um ágæti hans í Pólitík.  Kína gengur náttúrulega miklu betur, en það er ekki fyrir tilstylli "mynt-akkerið", heldur fyrir það að Kína hefur "rofið" bilið milli "viðskiptajöfnuð" við erlende ríki, og gildi gjaldmiðils innanlands.  Mig grunar nú, að það sé "þetta" sem Benedikt og Co. eru á höttunum eftir.  Og ef svo er, þá hefur hann rétt fyrir sér ... Að viðskiptajöfnuður við erlend ríki, skuli skipta sköpum um "hag" fólks innanlands, er hreinn glæpur ... setur allt landið á vonarvöl, fyrir dittlunga manna eins og Soros.  Svíþjóð fór á hausinn 1993, vegna þessa ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.10.2016 kl. 09:54

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

 Bjarne, rosalegt bull er þetta - Kína rekur sig eins og Þýskaland rekur sig, þ.e. heldur niðri innlendri eftirspurn með lágu gengi - til þess að hafa jákvæðan viðskiptajöfnuð og þar með safna alltaf stöðugt fé í gjaldeyrissjóð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.10.2016 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 846663

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband