Ég er öruggur að Pútín verður minnst sem eins versta leiðtoga Rússlands! Eins og hröð útbreiðsla tækni t.d. rafbíla - sýnir, er viðskiptamódel Rússlands og stórra olíufyrirtækja, í hættu!

Þegar ég í þessu tilviki kalla Pútín - hræðilegan leiðtoga fyrir Rússland. Á ég ekki við mannréttindabrot eða einræðistilburði hans. Heldur vísa ég til þeirrar efnahagslegu framtíðar sem Rússland stendur frammi fyrir -- ekki síst af hans völdum.
--Þar með þeirrar afar dökku framtíðar sem rússneskur almenningur stendur frammi fyrir!
--Eftir því sem Rússland stefnir sífellt dýpra og dýpra inn í öngstræti!

Image result for putin funny

Stærstu sögulegu mistök Pútíns eru án vafa - að hafa ekki aukið fjölbreytnina í útflutningi Rússlands, samanborið við embættistíð Bori Yeltsin!

  1. Enn er olía/gas 70% útflutningstekna Rússlands - eins og í tíð Yeltsin: How is Russia's Economy?.
  2. Í dag eftir 17 ár af Pútín, er 70% viðskiptalífsins í eigu rússneska ríkisins: The stunning audacity of Putin’s cash demands.
    "The state’s share of the economy – including state-owned companies – has reached a staggering 70 percent. It has essentially doubled over the past decade."

Það merkilega er - að það má skv. því gera samanburð á Rússlandi og Venesúela!
--En ríkisvæðing Pútíns á hagkerfi Rússlands, er síst minni en sú er farið hefur þar fram!

Á sama tíma og allt er í samdrætti í Rússlandi þ.e. hagkerfið, gjaldeyrisvaraforðinn og fólksfjöldinn!
--Er eitt í vexti, útgjöld til hermála -- miklu fé varið til endurnýjunar hertóla!

  • Þetta er eins klassískt dæmi um land í öngstræti og finna má!
    --Fyrir utan kannski Venesúela og N-Kóreu!

Tökum Ísland sjálft sem dæmi - í dag er skipting útflutningstekna ca. með þeim hætti að ca. 40% koma frá ferðamennsku, síðan sitthvort 25% eða þar um bil frá sjávarútvegi og stóriðju.
--Fyrir 1970, var sennilega ástandið svo að a.m.k. 70% gjaldeyristekna komu frá sjávarútvegi einum saman.

Íslandi hefur þannig tekist að auka fjölbreytni útflutnings!
En ekki Rússlandi Pútíns - þrátt fyrir að ráða yfir mikilli tækni, stóru landi og miklu fjölmenni!

Síðan 2000 hefur hagvöxtur í Kína verið gríðarlegur - hagkerfið þar margfaldast að stærð og umfangi, Kína sópað að sér miklu hlutfalli heims framleiðslunnar á tækjum til heimilisnota af margvíslegu tagi!
-- --> Sama tíma, hefur nákvæmlega ekki neitt breyst til batnaðar í Rússlandi, hvað fjölbreytni atvinnuhátta varðar -- allt virðist niðurnjörvað, dauð hönd yfir öllu!

 

Fitch Rating varar við því að olíuvinnsla geti verið - dauður endi!

Fitch var að vara stærri olíufyrirtæki -- en aðvaranir Fitch eiga allt eins við land eins og Rússland, Venesúela eða Saudi Arabíu: Oil groups ‘threatened’ by electric cars.

  1. “Widespread adoption of battery-powered vehicles is a serious threat to the oil industry,” - “radical change”...could arrive faster than expected."
  2. “An acceleration of the electrification of transport infrastructure would be resoundingly negative for the oil sector’s credit profile,”
  3. “In an extreme scenario where electric cars gained a 50 per cent market share over 10 years about a quarter of European gasoline demand could disappear.”
  4. "...battery costs have fallen by 73 per cent since 2008 to $268 per kilowatt hour..." - "...$100/kWh is generally considered the point at which electric cars become cost competitive..." - "...figure some automobile makers think is achievable by the early 2020s."

Punkturinn er sá, að þó svo að í rafbílar séu einungis um 1% allra bíla í heiminum í dag -- sala rafbíla sé einungis um 1% heildarsölu bíla í heiminum!
--Þá geti það ástand, sérstaklega í þróuðum löndum, breyst afar hratt eftir 2020.

  • Ath. - í dag er 2016. Eftir 2020 er ekki eftir það mörg ár!
  1. Rafbílavæðing verður auðvitað mun fyrr í ríku löndunum - meðan að í fátækari löndum kemur hún örugglega mun seinna!
  2. Punkturinn er sá, að ef hröð rafbílavæðing í auðugu löndunum fer af stað eftir 2020 --> Þá mun það a.m.k. slá verulega á þá aukningu eftirspurnar sem olíuframleiðendur reikna með.
  3. Það mun hafa sennilega þegar eftir 2020 -- áhrif á verðþróun á mörkuðum, með því að verð munu ekki þróast til hækkunar miðað við núverandi verð, að því marki sem fyrirtækin og olíuframleiðsluríki - vonast eftir.
  • Meðan að hagvöxtur er hraðari í -- löndum sem eru að iðnvæðast, og verða áfram a.m.k. einhverjum skrefum á eftir gömlu iðnríkjunum í rafbílavæðingu, og umhverfisvænni orkutækni.
  • Þá getur sá hagvöxtur a.m.k. forðað því um töluverðan tíma - að það verði einhver umtalsverður samdráttur í eftirspurn á Jörðinni efti olíu og gasi.

 

Punkturinn er sá, að til lengri tíma litið - er þetta fjarandi "bissness"

Á næsta mannsaldi eða nk. 30 árum -- er sennilegt að nýtæknivæðing í orkugeiranum ásamt rafbílavæðingu -- fari að skila sér í raunverulegum samdrætti í brennslu olíu og gasi í heiminum.

M.ö.o. Rússland getur enn -- brugðist við, með öflugu átaki í tæka tíð!
--Þetta er sá tími sem það tók Kína að umbreyta sér úr kommúnísku samfélagi í nútíma iðnríki.

Hinn bóginn, bendi nákvæmlega ekki neitt til umfangsmikillar stefnubreytingar, til nýrrar tegundar iðnvæðingar í Rússlandi - sambærilega við stefnu Kína frá og með miðjum 9. áratugnum!
--Rússland virðist frekar á stöðugri vegferð lengra inn í sama öngstrætið.

  1. Lykillinn af iðnvæðingu Kína - var opnun landsins fyrir erlendum viðskiptum - það að Kína stjórn undir Deng, tókst að gera Kína aðlaðandi fyrir erlent fjármagn.
  2. Rússland aftur á móti, hefur aldrei verið lokaðra - síðan fyrir hrun Sovétríkjanna.
    --Og fátt bendi til þess, að þróunin inn í stöðugt lokaðra hagkerfi sé líkleg að umpólast á næstunni.
  3. Samanborið við Rússland -- er Kína vin frjálslyndis.
    --Einkahagkerfið hefur stöðugt verið að stækka í hlutfalli við ríkisrekstur innan Kína -- á sama tíma, hefur Pútín ríkisvætt nánast gervallt atvinnulífið í Rússlandi.

Einkahagkerfið drýfur Kína áfram!
--Meðan dauð hönd gamaldags ríkiseinokunar rekstrar - leggst sífellt þyngra yfir Rússland!

  • Rökrétt mun sú þróun smám saman styrkja stöðnunina og hnignunina í Rússlandi!
    --Meðan að bilið mun hratt halda áfram að breikka milli Rússlands og Kína!

Sennilega er ekkert stórt land í heiminum!
--Í svo hraðri hlutfallslegri hnignun sem Rússland!

Til lengri tíma litið -- hlýtur þetta að vera hættuleg þróun fyrir Rússland.
--Með 10 falt fjölmennara land sér við hlið, og bráðum miklu meira en 10-falt meira að umfangi hagkerfi í samanburði.

  1. Rökrétt blasir við -- vaxandi fátækt Rússa!
  2. Meðan að auður Kínverja hratt vex!
    --Það á sama tíma og þeir eru 10-falt fjölmennari!

 

Niðurstaða

Ég er í reynd að segja -- að rétt lýsing sé sú að dauð hönd Pútíns hafi laggst yfir Rússland. Dauð hönd sem kyrki hægt og rólega Rússland -- efnahag þjóðarinnar, von þjóðarinnar um framtíðina, og sé smám saman að leiða landið fram af brún hengiflugs!

Það sé algerlega augljóslega hættuleg þróun fyrir Rússland - að hafa 10-falt fjölmennara land sér við hlið, þess íbúar auðgast hröðum skrefum - samtímis að Rússar verða í framtíðinni sennilega stöðugt fátækari.
--Fyrir utan að A-héröð Rússlands eru ákaflega dreifbýl!

Pútín í stað þess að leiða landið til framfara og betri tíðar, sé að leiða það dýpra og dýpra inn í efnahagslegt öngstræti, ásamt sennilega vaxandi örbyrgð íbúa lengra fram séð.
--Vegna þess, að undir hans stjórn -- er landið, land hinna glötuðu tækifæra!

Á einhverjum enda hlýtur þetta að enda í einhverju formi af hruni!
--Þó að vegferð Rússland þangað geti tekið nokkurn tíma!

  • Rússland gæti endað sem 3-heims land, eftir hrun Pútíns stjórnarinnar í framtíðinni.
    --Meintur árangur Pútíns, var ekkert annað en, það að verð á olíu voru há frá 2003 - 2015.
    --Hann notaði þann rúma áratug aftur á móti til einskis!

Núna þegar hnignunin er hröð - virðist eina sem honum dettur í hug, að framleiða meira af hergögnum! Það er skammtíma redding allra skammtíma reddinga! Því að nýju tólin rökrétt íþyngja hagkerfinu, daginn að þau eru tekin í notkun.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Pútín?

Nei, hann er faktískt sá besti sem þeir hafa haft síðan 1917.

Teljum bara upp fyrirennarana: Boris Jeltsin.

Þar áður var Gorbi, en hann endanlega gafst upp á kalda stríðinu (bara spurning um tíma, það,) Chenrneko, gerði mest lítið (sem betur fer,) Andropov... ugh... við viljum hann ekki aftur.  *Enginn* vill hann aftur.  Og svo er fólk nöldrandi undan einhverjum bandaríkjaforsetum.

Og svo framvegis.

Pútín er hátíð miðað við alla sem undan komu.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.10.2016 kl. 00:10

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Pútín er hátíð miðað við alla sem undan komu."

En sú hátíð - þróun yfir í stöðugt vaxandi fátækt og hnignun framundan - ár eftir ár eftir ár eftir ár -- en sú hátíð.
Sé ekki hvernig það geti endað annað en illa!

En sú endaútkoma er sennilega enn nokkur ár framundan!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.10.2016 kl. 09:02

3 identicon

Þvílíkt endalaust þvaður, sem rennur út úr þér Einar, varðandi Putin.

Stalin, frá Georgíu, Brezjnev frá Ukraínu, Krutchev í raun Ukraínumaður en frá "jaðri" þess, Rússlands megin.  Antropov, Rússi, Gorbachev, Rússi.

Af öllum leiðtogum Sovétríkjanna, voru Rússarnir skástir.

Eigum við að ræða leiðtoga Vesturlanda ... komandi forseti Bandaríkjanna, Hillary Clinton. "We came, We saw, he died".  George Bush "Playing 52 dead guys".

Hverskonar "auvirðulegur" leiðtogi er það, sem "hlakkar" yfir dauða andstæðingsins.

Hérna er listi yfir "hvað ekki má í stríði", grundvallar atriðin.

    • the use of poisons

    • the killing of enemy combatants who have surrendered

    • the looting of a towns or property by occupying forces

    • the attack or bombardment of undefended towns

    1. Use of poisons.

       Bandaríkin í Vietnam, samt notkun af "Depleted Uranium"

    2. Killing of enemy combatants who have surrendered.

       Highway of Death, Iraq.  Íraskir hermenn höfðu yfirgefið kuwait, og voru á leið til Íraks.  Allur herinn var myrtur, þar sem hann var algerlega varnarlaus og "blottaður".

    3. Looting of towns or property by occupying forces.

       Irak, eftir að kaninn tók við.

    4. Bombardment of undefended towns.

       Aleppo er EKKI "undefended" á meðan skæruliðar eru þar. En um leið og þeir yfirgefa borgina, er annað á dagskrá.

    Svo, Bandaríkjamenn eru ... ekki bara í orði, heldur i alvöru "stríðsglæpamenn". Þér finns þetta sjálfsagt, bara OK.

    31. Assassination and Outlawry

    It is especially forbidden * * * to kill or wound treacherously individuals belonging to the hostile nation or army. [Article 23(b) of the 1907 Hague Regulations][122]

    This article is construed as prohibiting assassination, proscription, or outlawry of an enemy, or putting a price upon an enemy's head, as well as offering a reward for an enemy "dead or alive". It does not, however, preclude attacks on individual soldiers or officers of the enemy whether in the zone of hostilities, occupied territory, or elsewhere

    Bæði löndin hafa brotið þessa reglu.  Rússar í Chezníu, en Bandaríkjamenn ... í ÖLLUM sínum stríðum.  Með öðrum orðum, Hillary Clinton er að "stæra sig" á því, að vera stríðsglæpamaður og komast upp med það.

    Þá er nú Putin "andskotanum" skárri, því hann situr ekki og "stærir" sig á þessu.

    Ekki enn.

    Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 11:12

    4 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Pútín getur nú aldrei orðið jafn-hræðilegur Lenín og Stalín og þeirra hyski, Einar minn Björn.

    Jón Valur Jensson, 19.10.2016 kl. 13:11

    5 Smámynd: Jón Valur Jensson

    "og" vantaði !

    Jón Valur Jensson, 19.10.2016 kl. 13:12

    6 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Þessi spádómur þinn sýnir fyrst of fremst haveð þú ert illa að þér um Rússland,en ekki hvernig framtíð Rússlands lítur út.

    Ég er ekki fyllilega að átta mig á af hverju þú skrifar áróðursgreinar af þessu tagi ,frekar en að styðjast við staðreyndir.

    Það er að vissuleyti skiljanlegt að þetta sé gert í Bandaríkjunum af því þeir eru í stríði við Rússa,en við erum það ekki og það væri nær að þú reyndir að upplýsa lesendur þína ,frekar en að blekkja þá

    .

    Rússneskka hagkerfið er ekki útflutningsdrifið ,eins og t,d. Þýska hagkerfið og ég tala nú ekki um  Íslenska hagkerfið.

    Ég hugsa að þessi ruglingur hjá þér geti að einhverju leiti stafað af því að þú ert að skoða Rússland með sömu gleraugum og þú skoðar okkar hagkerfi.

    Rússland vantar ekki gjaldeyri ,þeir eiga nóg af honum,og fer vaxandi.

    Rússar hafa aðgang að öllu því erlenda fjármagni sem þeir kæra sig um.

    Á þessu ári hafa erlendar skuldir Rússa ekki lækkað.

    Samt hafa fjölmörg risa fyrirtæki sem eru undir viðskiftaþvíngunum þurft að borga upp skuldir sínar.

    Þetta segir okkur að Rússar eru einhversstaðar að fá fjármagn erlendis frá,jafn mikið og þeir eru að borga.

    Á sama tíma er gjaldeyrisvarasjóður þeirra að aukast og nálgast hægt og rólega að vera jafn hár og heildarskuldir allra Rússneskra lögaðila og einstaklinga.

    Þess má til gamans geta að gjaldeyrisvarasjóður okkar er um 25% af skuldum,sem er alls ekki slæmt í alþjóðlegu samhengi,en gjaldeyrisvarasjóður Rússa eru um 80% af heidarskuldum þeirra.

    Rússland er því ekki á leiðinni að verða gjaldþrota eins og þú hefur oft spáð.

    .

    Eins og oft áður ertu fastur í mítum ,en hefur ekki fyrir því að aðgæta staðreyndir.

    Árið 2014,áður en öll þessi ósköp riðu yfir var olía 12.8 % af Rússneska hagkerfinu. I dag er hún væntanlega komin niður í ca.8% af GDP.

    Þá hafði þetta hlutfall lækkað úr rúmlega 20% árið 2000 sem er einmitt árið sem Putin tók við.

    Mikilvægi olíu í hagkerfi Rússlands hafði því lækkað um helming á valdaferli Putins.

    Samt sem áður er olía mikilvæg ,einkum til gjaldeyrisöflunar,en mikilvægi hennar þar fer að einnig minnkandi.

    Það er ekki af því að olíuframleiðsla væri að dragast saman eða verð að lækka,þvert á móti var olía að hækka verulega og framleiðsla Rússa að aukast að auki.

    Það sem skýrir þetta er að þrátt fyrir verulegar auknar tekjur af olíuvinnslu var mikilvægi annara greina að aukast margfalt meira.

    Það sem var því að gerast er að mikilvægi olíu var að minnka verulega inan Rússneska hagkerfisins.

    .

    It is time to drive Russia bankrupt,again.

    Þetta er fyrirsögn á grein sem var rituð af efnahagssérfræðingi ,í Forbes á síðasta hluta 2014.

    Þetta er eins og talað út úr þínum munni Einar ,og sýnir algert skilningsleysi höfundarins á málefninu.

    Í augum þessa sérfræðings er þetta bara formsatriði,enda spurði Hillary eftir 5 vikur. Er Rússland ekki að verða gjaldþrota?

    Við heyrðum líka eina af mannvitsbrekkum Bandarískra stjórnmála segja að Rússland væri bara bensínstöð með kjarnorkuvopn og foringinn sjálfur tikynnti okkur að Rússar framleiddu ekkert.

    Það virðist vera að þetta lið trúi þessari vitleysu sjálft og það gæti skýrt af hverju það hagar sér svona heimskulega.

    Ætluninn var að svelta Rússneska borgara til hlýðni .í bókstaflegum skilningi.

    Ætlunin var að hreinlega gera Rússa vannærða og láta þá rísa upp gegn Putin til að fá aftur mat.

    Gallinn er sá að Rússar muna ennþá greinilega að síðast þegar Rússneskir borgarar sultu til bana í stórum stíl var ekki undir stjórn Putins ,heldur undir stjórn efnahagssérfræðinga sem Bill Clinton hafði sent að aðstoða Yeltsin við að svelta fólk og ræna auðæfum þess.

    Rússar muna ágætlega þá tima þegar þeir voru undir stjórn Clintons og þeir hafa engann áhuga á að endurtaka það.

    Borgþór Jónsson, 19.10.2016 kl. 13:40

    7 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Einari verður oft tíðrætt um að það hafi engar framfarir orðið undir stjórn Putins.

    Ég hofði ekki fyrir löngu á viðtal við konu sem var við nám í Moskvu á valdatima Yeltsin skömmu fyrir síðustu aldamót.

    Vissulega var það keppikefli fyrir hana að mennta sig ,en það var akki síður hvatinn til að komast að í háskóla,að nemendurnir fengu að borða í háskólanum.

    Mörgum sinnum varð hún þess áskynja að nemendur hættu að koma. Þeir höfðu dáið úr hungri.

    .

    Það er oftast talað um Yeltsin sem umbótasinna á vesturlöndum.

    Staðreyndin er að Rússland var á þessum tima sandkassi fyrir öfga nýfrjálshyggjusinna,og þeir fóru hamförum gegn Rússneskum almenningi.

    Það var ekki bara að efnahagur Rússlands væri í molum,heldur var Rússneska ríkið orðið valdalaust og var búið að missa möguleikana á að innheimta skatta.

    Afleiðingarnar voru til dæmis að það ríkti alger lögleysa í landinu.

    Þeir sem höfðu efni á leigðu sér einkaheri til að framfylgja hagsmunum sínum og verslanir og önnur fyrirtæki voru varin af fyrrum hermönnum sem höfðu misst vinnuna í hernum.

    Almenningur var með öllu varnarlaus í þessu umhvefi.

    Rússland framleiddi mikla olíu á þessum tima,en líka þar var spillingin og arðránið í algleymingi.

    Þegar Putin tók við varð eitt hans fyrsta verk að stoppa það af að Rússneska ríkið væri að borga Exxon fyrir olíuleit. Rothchild feðgum var ekki skemmt.

    Skömmu áður hafði Kodorkovsky svikið álitlegan part af rússneska olíauðnum út úr ríkinu með aðstoð Nemtsovs og Goldmann Sachs,fyrir um það bil 7% af verðmæti og það er langt í frá versta dæmið í þessu samhengi ,en kannski frægara en mörg önnur. 

    .

    Þetta var ríkið sem Putin tók við.

    Spillingin og lögleysið var algert og fólk dó úr hungri þúsundum saman.

    Rússar eru ekki ríkir í dag ,en þeir eru ekki deyjandi á götum úti og börnin eru ekki lengur betlandi og seljandi sig í neðanjarðarlestunum.

    Þetta eeru ástæðurnar fyrir að Putin er vinsæll.

    Það eru bara 16 ár síðan að þessir atburðir og þett ástand varði.

    Rússar segja einfaldlega .Aldrei aftur Clinton

    Borgþór Jónsson, 19.10.2016 kl. 14:26

    8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Jón Valur Jensson Sagði - einn versti, ekki versti.
    Hinn bóginn, hafandi í huga að hann hefur þjóðnýtt nánast allt atvinnulíf landsins.
    --Sé ég ekki mikinn mun á honum og kommunum er ríktu fram til 1991.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 19.10.2016 kl. 18:36

    9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Borgþór Jónsson það vita allir, að Pútín hefur stórelft miðstjórnarvaldið. Hinn bóginn, hefur hann nærri því - snúið landinu til baka í - sovéskt hagkerfi sbr. að 70% hagkerfisins sé ríkisvætt.
    --Síðan skiptir meira máli en aukning miðstýringar að hann skuli ekki hafa aukið fjölbreytnina í hagkerfinu - svo séð verði.
    Það þíðir í samhengi við ríkisvæðingu nánast alls þess atvinnulífs er skipti máli --> Að Rússland starir fram á stöðuga hnignun hagkerfisins og vaxandi fátækt.

    Miðað við að fátt bendi til þess að Pútín ætli í bráð að snúa frá miðstýringu alls hagkerfisins í sovéskum stíl - í bráð, eða snúa frá einangrun landsins í bráð.
    --Bendi fátt til annars en að hnignunin haldi áfram að ágerast.

    Þetta geri hans stjórnun ekki einungis - misheppnaða, heldur þíði þetta það að landið stefni fram af bjargbrún -- ekki á ógnarhraða en jafnt - þétt og örugglega.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 19.10.2016 kl. 18:40

    10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Borgþór Jónsson ægi þú ert pikkfastur í afneituninni - það sem skiptir máli, er það að olía og gas er 70% gjaldeyristekna - þ.e. algerlega fáránlegt að halda því fram, að þetta skipti engu máli -> En augljóslega skiptir það óskaplegu máli, ef maður skoðar þróun gjaldmiðilsins --> Sem jójóar í andvirði í takt við minnstu sveiflur í virði olíu á mörkuðum --> Á sama tíma jójóa lífskjör landsmanna, eins og hér á Íslandi gerist, er krónan jójóar til og frá!

    Þ.e. virkilega alvarlegt að Pútín stjórni landinu með þessum hætti - þ.e. 70% hagkerfisins í höndum ríkisins, ekki ósvipað og í Venesúela -- landið er gersamlega einangra, fær enga erlenda fjárfestingu - ekki einu sinni frá Kína; né landsfyrirgreiðslu - ekki einu sinni frá Kína.

    Hafandi í huga tækniþróunina erlendis er ógnar framtíð olíuiðnaðar í heiminum --> Er algerlega klárt að Pútín er að leiða sína þjóð inn í öngstræti.
    --Á einhverjum punkti, munu Rússar ekki þola þetta frekar -- en nokkur ár til viðbótar af stöðugri hnignun getur þurft, áður en rússn. þjóðin fær nóg - af hyskinu og þjófunum er stjórnar landinu.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 19.10.2016 kl. 18:46

    11 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Sko Einar.

    Það getur verið ákaflega erfitt að komast til botns í hvernig efnahagsmálum Rússa er háttað vegna þess að flestar greinar eru ekki skrifaðar til að upplýsa lesandann,hedur til að sanna að Rússar séu ömurlegir,þeir eigi enga framtíð ,þeir muni ekki gera neitt til að bæta sinn hag og svo framvegis. Þetta er í sjálfu sér einhverskonar nútima útgáfa af hinu fornkveðna að Rússar séu svokölluð hálfmmenni eða "Untermenchen" eins og það var kallað.

    Ég fór þó á stúfana af því mér fannst þessar 70% tölur hjá þér svolítið skrýtnar,einkum af því að mörg af alstæðstu fyrirtækjum Rússlands eru að hluta eða að öllu í einkaeigu.

    Þá rakst ég á glærukynningu á þessu máli sem var kynnt á  hringborðsumræðum hjá OECD ,þar sem þetta var hlutað niður á ótal vegu,en niðurstaðan var að hlutur Rússneska ríkisins á hlutabréfamarkaði væri um 40%

    .

    Samkvæmt reglum OECD eru fyrirtæki sem er meira en 10% í eigu ríkisins talið ríkisfyrirtæki.

    Það hvarflar jafnvel að mér að höfundur þessarar tölu hafi af "hagkvæmnisástæðum" sleppt því að reikna með að til dæmis Gasprom er nánast í helmings einkaeign ásamt stæðsta símafyrirtæki Rússlands og Bank og Moscow. Mörg önnur Rússnesk ríkisfyrirtækii eru einnig a minni hluta í eigu einkaaðila.

    Þessi 40% ná eingöngu til fyrirtækja á markaði,sem eru stæðstu fyrirtækin í landinu.

    Flest þeirra eru sambærileg við fyrirtæki sem eru í Ríkiseigu hér á landi ,eins og Rarik,Landsvirkjun og Landsbankinn ,svo eitthvað sé talið.

    Eignir Rússneska ríkisins í bankastarfsemi er Samkvæmt OECD 64% í bönkum og fjármálastarfsemi,í  Olíu og gasi, 47% og veitufyrirtækjum 37%

    Til samanburðar má geta að Íslenska ríkið eða sveitarfélög eiga nánast 100% í Íslenskka orkugeiranum og veitufyrirtækjum, stæðsta bankann í landinu og hlut í hinum tveimur.

    Við eru samkvæmt þessu algerlega á ystu nöf hvað þetta varðar.

    .

    Að þessu athuguðu held ég að það sé óhætt að segja að það sé alger firra að segja að 70% af hagkerfi Rússlands sé í höndum Ríkisins.Ef tekið er tillit til þess að utan við nefnd fyrirtæki er allur einkageirinn sem er ekki í kauphöllinni ,sem gerir þessa fullyrðingu ennþá vitlausari.

    Þar er verktakaiðnaðurinn,verslunin og landbúnaðurinn ,næst stærsta útflutningsgrein þeirra,svo eitthvað sé nefnt

    .

    Ég vil næst vikja nokkrum orðum að Útflutningstekjum.

    70 % talan í útflutningi hjá þér er líka kolvitlaus,samt ekki jafn vitlaus og hin.

    Af því að þú gleymir stundum að hugsa ,þá tyggurðu oft upp allskonar vitleysu úr áróðurspésum sem þú rekst á í hinum svokölluðu fjölmiðlum.

    Ef þú hefðir gefið þér tíma til að stoppa aðeins við og hugsa hefðirðu áttað þig á að ef verð á afurð sem telur 7o% af útflutningstekjum einhvers ríkis lækkar um meira en helming þá viktar hún ekki lengur jafn mikið í útflutningi,nema annar útflutningur minnki líka um helming.

    Nú vitum við að það gerðist ekki ,t.d. kornútflutningur sem er nú næst stæsta útflutningsgrein Rússlands þvert á mót jókst,verulega.

    Samkvæmt seðlabanka Rússlands var heidarútflutningur landsins 341 milljarður dollara 2015

    Útflutningur á hráolíu,unnum olíuvörum og gasi nam samtals 194 milljörðum dollara sem er um 57% af útflutningi Rússa. 57% er ekki sama og 70% þannig að vægi olíu er að minnka í útflutningi Rússa eins og ég benti þér á.

    .

    Nú skaltu í framtíðinni reyna að vanda þig betur þegar þú fjallar um þessa hluti.

    .

    Nokkur orð að lokum.

    Þegar olíuhagnaðurinn fór að aukast styrktist Rúblan að sjálfsögðu verulega og það var hætta á að Hollenskka veikin mundi stinga upp kollinum.

    Við þekkjum hvernig Norðmenn gátu lágmarkað hana í sínu landi.

    Þá kom upp ágreiningur milli Kudrin sem vildi fara Norsku leiðina að fullu ,sem hefði án vafa verið sniðugra fyrir efnahaginn, og Putins sem vildi fara blandaða leið.

    Putin vissi alveg að Kudrin hafði rétt með þetta ,en hann svaraði Kudrin með eftirfarandi hætti.

    "Fólkið út á götunni líður mikla neyð og við getum ekki látið það þjást meðan við söfnum fé í sjóði".

    Kudrin sagði af sér í kjölfarið, hann gat verið býsna sperrtur af því hann þurfti ekki að svelta sjálfur.

    Afleiðingarna urðu síðan að erfiðleikarnir við að endurreysa Rússland urðu meiri enn ella ,og eru ekki að baki.

    Munurinn á Kudrin og Putin er að þrátt fyrir að Kudrin hafi verið afbragðs fjármálaráðherra þá vantar í hann mannlega þáttinn.

    Hann hafði ekki rænu á að kíkja yfir brúnina á bókinni og sjá að það voru allir að drepast fyrir framan hann 

    .

    Þú veist alveg hvað það er erfitt að eiga við Hollensku veikina ,af því ég hef séð þig skrifa um það.

    Gallinn er að þú skrifar ekki af heilindum,þú skrifar þvert á betri vitund.

    Ástæðan virðist vera að einhverjir stríðsóðir vitleysingar eru búnir að gefa það út að okkur eigi að vera illa við þennan forseta og þesa þjóð.

    Rússar eru á öðru máli og það eru þeir sem hafa réttinn til að velja.

    .

    Putin er ekki dauður og ekki gott að segja fyrir hvað hans verður minnst.

    .

    Kannski verður hans minnst fyrir að hafa tvöfaldað þjóðarframleiðsluna

    Lækkað ungbarnadauða um 65% með bættu mæðra og ungbarnaeftirliti

    Lengt lífslíkur karla um 9 ár. með bættri heilbrigðisþjónustu og forvörnum

    Aukið fjósemi landsmanna úr 1,17 í 1,77 sem er 50% aukning. með bættum aðstæðum fyrir foreldra,barnabótum og sérstökum húsnæðisíviljunum fyrir heimili með 3 börn eða meira

    Brotið á bak aftur Bandaríska heimsveldið 

    .

    Það er ekki gott að segja hvað verður talið markverðast.

    Borgþór Jónsson, 19.10.2016 kl. 23:06

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (25.4.): 3
    • Sl. sólarhring: 66
    • Sl. viku: 86
    • Frá upphafi: 846724

    Annað

    • Innlit í dag: 3
    • Innlit sl. viku: 85
    • Gestir í dag: 3
    • IP-tölur í dag: 3

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband