Verða óeirðir í bandarískum borgum daginn eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum? Sumir óttast fullyrðingar Trumps um kosningasvik leiði til átaka ef Trump neitar að viðurkenna úrslitin sem sanngjörn!

Rétt að nefna fyrst, að það er mjög sérstakt að frambjóðandi komi fram með fullyrðingar um kosningasvik -- fyrir kjördag! En vanalega koma slíkar ásakanri fram, a.m.k. degi eftir að kosning hefur farið fram!

Trump -- "The election is absolutely being rigged by the dishonest and distorted media pushing Crooked Hillary - but also at many polling places - SAD,"

Einnig er vitnað í orð Trumps á kosningafundi í sl. viku:

"This election will determine whether we are a free nation or whether we have only the illusion of democracy, but are in fact controlled by a small handful of global special interests rigging the system, and our system is rigged," he told a rally in West Palm Beach last week. "This is reality. You know it, they know it, I know it, and pretty much the whole world knows it. The establishment and their media enablers will control over this nation through means that are very well known. Anyone who challenges their control is deemed a sexist, a racist, a xenophobe, and morally deformed."

Rétt að taka fram -- að konurnar sem ásaka Trump eru orðnar, 12 - talsins!

Þetta er algerlega einstakt innan Bandaríkjanna, eins og USA Today segir frá - Rigged election? A chorus of complaint from Team Trump - en fjölmiðillinn vitnar í stutta ræðu Richard Nixon eftir að hann tapaði naumlega fyrir John Kennedy:

"Here's what Nixon said in 1960:  "As I look at the board here, while there are still some results still to come in, if the present trend continues, Mr. Kennedy, Sen. Kennedy, will be the next president of the United States. I want, I want Sen. Kennedy to know, and I want all of you to know, that certainly if this trend does continue, and he does become our next president, that he will have my wholehearted support and yours too.""

Nixon hefði getað gert úrslitin umdeild - vegna þess að það höfðu komið upp vandamál á stöku stað er töldust alvarleg - og úrslitin voru naum!
--En hann kaus að sýna gott fordæmi!

Donald Trump redoubles ‘rigged election’ claims

Trump says election being rigged 'at many polling places'

Fears mount on Trump's 'rigged election' rhetoric

Donald Trump amplifies 'rigged election' claims, citing Saturday Night Live 'hit job'

Politico segir síðan frá því, að stjórn Repúblikana flokksins, hafi ekki stutt framboð Trumps fjárhagslega: RNC TV ad spending for Trump: $0

 

Málin líta þannig út fyrir mér -- að Trump sé að viðurkenna fyrirfram að Clinton verði kjörin forseti þann 8/11 nk!

Það er eiginlega eina leiðin sem ég sé út úr því - að tengja ummæli Trumps við rökhugsun.

Hinn bóginn getur það verið afar hættulegur leikur hjá Trump - ef hann viðurkennir ekki úrslitin daginn eftir kjördag, eða þaðan í frá. En hópurinn í kringum Trump - þó sá sé ekki meirihluti Bandaríkjanna, er samt sem áður - fjölmennur minnihluti.

  1. Það gæti hreinlega orðið sjálfstæð alvarleg ógn við lýðræðiskerfið bandaríska ef 30% kjósenda eða rúmlega það -- verða sannfærð um að, kosningakerfið sé ósanngjarnt!
  2. En það gæti ýtt undir neðanjarðar hreyfingar - - ef það fjölmennur hópur, verður sannfærður um það, að eina leiðin --> Sé að rústa kerfinu, m.ö.o. - bylting.

"At a campaign town hall in Newton, Iowa, last week, Trump's running mate, Mike Pence, faced a woman who said she was "ready for a revolution."" - ""Our lives depend on this election," she said with emotion. "Our kids' futures depend on this election and I will tell you just for me, and I don't want this to happen but I will tell you for me personally if Hillary Clinton gets in, I myself, I'm ready for a revolution because we can't have her in."" - ""What are we going to do to safeguard our votes? Because we've seen how the Democratic Party is just crooked, crooked, crooked.""

  1. Þetta er alveg nægilega fjölmennur hópur til þess - að það gætu alveg orðið fjölmennar óeirðir í bandarískum borgum!
  2. Síðan gæti skapast "civil disobedience" hreyfing, er gæti gert stjórnvöldum erfitt um vik - um að stjórna landinu, eða a.m.k. - svæðum innan landsins.

Það er jafnvel unnt að -- búa til borgaraátök með slíkri aðferðafræði!
--En þetta er alveg nægilega fjölmennur hópur, til að skapa a.m.k. tæknilega möguleika á þróun yfir í borgaraátök.

Það má alveg ímynda sér, að "civil disobedience" hreyfing, reyndi að ná stjórn á svæðum -- lenti í átökum við "national guard" hermenn.

Slík átök, gætu síðan jafnvel leitt til -- hættulegra neðanjarðarhreyfinga!
--Ef maður ímyndar sér slík átök leiði fram nokkuð mannfall, er "national guard" mundi brjóta tilraunir til að taka staði eða svæði á bak aftur.

  • Maður gæti séð fyrir sér - skipulögð hryðjuverk, eða jafnvel skæruhópa.

En þetta er alveg nægilega stór hópur meðal þjóðarinnar, að ef það fjölmennur hópur fylgdi aðilum er boðuðu það --> Að kerfið væri "hopelessly rigged" að eina leiðin væri að brjóta það niður, að það gæti leitt til átaka er stæðu árum saman, er gætu orðið hörð.

  1. Einn hugsanlegur samanburður, hópar kommúnista sem boðuðu - byltingu, jafnvel þó að byltingar hugmyndir aðila með svipaðar skoðanir og Trump væru aðrar, gætu afleiðingarnar orðið svipaðar og í löndum þ.s. fjölmennir hópar þó ekki meirihluti þjóða gengu byltingarsinnum kommúnista á hönd.
  2. En í löndum þ.s. kommúnistar náðu 30-40% fylgi, fylgdi því gjarnan - beinar tilraunir slíkra hópa, til að ná völdunum í þjóðfélagi - með valdi!

----> En kommúnistar boðuðu einmitt það, að eina leiðin til að búa til sanngjarnt kerfi, væri bylting -- þó að útkoman hafi leitt annað í ljós að kerfi kommúnista væri allt allt annað en það sem þeir boðuðu!

Eitt besta dæmið um sambærilega hægri sinnaða byltingu með fjölmennri uppreisn, er sennilega það er Franco reis upp gegn stjórnvöldum í Madríd á 4. áratug 20. aldar!
**Hættan grunar er einmitt sú að ef ofur hægri sinnar hefja byltingartilraun, að þeir mundu líklega - ef þeir næðu völdum - leiða fram form af einræðiskerfi - kannski ekki ósvipað ríki Franco!

Kommúnistar boðuðu að tilteknir hópar væru óvinir fólksins - mér virðist hægri menn Trumps einnig vera að nefna - óvini sína.

  1. Trump er búinn að nefna marga óvini - þ.e. alla helstu fjölmiðla + eigendur þeirra, risafyrirtæki er hann virðist trúa að grafi undan honum - þ.e. talað um elítur í Washington og auðvitað - pólitíska andstæðinga, flokka þeirra!
  2. Mér virðist rökrétt, að það leiddi til einhvers konar - ógnarstjórnar, ef hópar með þetta marga skilgreinda óvini næðu völdum.
  3. En rökrétt, mundu þeir vilja - gera þá óvini, annað af tvennu meinlausa sbr. fangabúðir, eða hreinlega - drepa þá er væri aðferð Stalíns t.d. eða Mao.

M.ö.o. yrðu þá strax hreinsanir - fjöldahandtökur - auðvitað gæti verið sagt að neyðarlög mundu standa í skamman tíma; en þ.e. slæm reynsla af slíku sögulega á 20. öld þ.s. margir valdaræningjar hafa ríkt árum jafnvel áratugum saman með neyðarlög.
-- --> Franco og Falange hreyfing hans er sennilega það sem mest líkist því er gæti gerst!

 

Niðurstaða

Ég er ekki að grínast, en ég sé það sem tæknilega mögulegt að Trump búi til eitt stykki borgarastríð innan Bandaríkjanna - í kjölfar ósigurs þann 8/11 nk. En ef hann neitar að viðurkenna ósigur - heldur áfram að tala um "rigged result" gætu hafist verulega útbreidd borgara óhlýðni meðal fjölmenns hóps sem þó er ekki meirihluti. Á sumum svæðum væru þó þeir hópar fjölmennari en annars staðar, þannig að tæknilega gætu slíkir hópar reynt að taka stjórnina á svæðum þ.s. þeir hafa einna mest fjöldafylgi. Þá mundu þeir án vafa lenda í "national guard" sem alltaf er kvödd til - ef skapast ástand innan Bandaríkjanna stærra en svo að venjuleg lögregla ráði við málið!

En "national guard" fyrirkomulagið var tekið upp eftir borgarastríðið á 7. áratug 19. aldar, mig grunar að m.a. til þess - að hindra einmitt þann möguleika í því síðar meir, að minnihluti Bandaríkjamanna -- gæti reynt að hrifsa til sín stjórn mála á svæðum.
--En ef það yrði mannfall í kjölfar þess að "national guard" tæki í taumana!

Þá gæti slík andstöðuhreyfing er styddi hugmyndir um -- hægri sinnaða byltingu, ekki ósvipað því sem -- Franco gerði á 4. áratugnum á Spáni; orðið enn róttækari og þar með varasamari.

Trump m.ö.o. gæti valdið miklum óskunda -- þó hann verði undir!

En þ.e. einnig mögulegt, að hann skipuleggi -- friðsamt andóf, frekar en það róttækar aðgerðir sem ég nefni sem hugsanlegar!
Það gæti samt falið í sér - borgaralega óhlýðni hreyfingu, sem mundi hugsanlega skipuleggja mótmælastöður í fjölda borga og leitast við að viðhalda þeim.
Þá væri sennilegt að aðrir hópar andvígir þeim hægri sinnuðu hópum, mundu mæta á svæðið. Sem þíddi stöðuga hættu á óeirðum.----> Átök af þannig tagi, gætu síðar meir leitt fram þá meiri róttækni sem ég nefndi.
Þó hreyfingin byrjaði á friðsömum mótmælastöðum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar þú veist að Trump hefir ekki þann aðgang að medíunni sem þarf en aftur á móti ef hillary tapar þá verður uppþot á landsvísu.

Valdimar Samúelsson, 17.10.2016 kl. 07:23

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar, Trump "campaign" hefur miklu minna fjármagn - aðgangur þ.s. fjölmiðlar eru í einkaeign eins og í Bandaríkjunum - kostar peninga!

Clinton hefur ekki gefið yfirlýsingar af sambærilegu tagi, að -- fyrirkomulagið sé "rigged" eða að hennar fólk hafi fundið vísbendingar á kjörstöðum sem benda til líklegra svika.
-- -- Það bendir einmitt til þess, að Trump sé að undirbúa það að - grafa undan trúverðugleika niðurstöðunnar.
Að sjálfsögðu getur það leitt til uppþota - ef hann sáir þeirri trú meðal milljóna fylgismanna, að sá sem það fólk studdi - hafi tapað vegna svika eða vegna þess að kerfið sé - "rigged."

Þar sem eru ríkismiðlar - t.d. þarf RÚV að gefa öllum framboðum sama tíma!
--Það aftur á móti, þurfa ekki - einkamiðlar!
-- --> Eins og ég benti á, kostar aðgangurinn - peninga!
Trump framboðið hefur einfaldlega miklu minna fé til umráða!
Það skýri algerlega örugglega, ef Trump er minna áberandi í fjölmiðlum innan Bandaríkjanna - þ.s. allir miðlar eru í einkaeigu!

Trump hefur ekki sett fram kröfur á þann veg, að fjölmiðlar verði að veita öllum framboðum - sama tíma, eða sömu athygli!
--En miðlar sem hann sjálfur tengist persónulega, hafa nú ekki hagað sér með öðrum hætti en aðrir miðlar, að heimta fé af aðila sem vill fá umfjöllun.
**Þú kaupir m.ö.o. athyglina - þá þarftu peninga.

_________
Sá þennan áhugaverða hlekk sem ég ætla að lesa síðar: http://www.reuters.com/article/us-russia-sanctions-commentary-idUSKBN12H0A6

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.10.2016 kl. 08:55

3 identicon

Það er ekkert sanngjarnt í kosningum bandarikjanna. Og ólíklegt að það hafi nokkurn tíma verið. Allir hafa vitað að Elektronik ráðið velja frambjóðendurna og nú er ljóst að þeir stjórna kosningunum frá á til ö, einnig í gegnum fjölmiðlana.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 09:08

4 identicon

Elektor ráðið 

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 09:08

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Einar. Já eins og segir í þessari grein http://www.reuters.com/article/us-russia-sanctions-commentary-idUSKBN12H0A6 sem þú sendir þá standa rússarnir í veg fyrir Global power og þar með verða þeir alltaf útskúfaðir og eins með Trump hann passar bara ekki inn þi global systemið. 

Ég er líka ansi hræddur að það er mikið að pening hér frá Soros vegna Global activista en það er viðurkennt að þeir sem vinna eftir þessari stefnu fá styrki. Þetta kom fram í skýringum vegna Illimuanti sem ég las fyrir einhverju vikum. Spurning hvað olli því að NoBorder hurfu nú fyrir nokkrum vikum

Valdimar Samúelsson, 17.10.2016 kl. 12:20

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það verður væntanlega aldrey hægt að koma þessari mafíu frá völdum nema með vopnavaldi.

Talningafyrirtækið er í eigu Hillary.

Sameinuðu þjóðirnar sjá um all eftirlit og talsmaður þeirra er búinn að segja opinberlega að Trump megi aldrei verða forseti.

Mér sýnist að "Nú falli öll vötn til Dýrafjarðar"

Það verður aldrei liðið að Trump verði forseti, það er allt of mikið í húfi fyrir klíkuna.

Það er miklu þægilegra fyrir þá að rigga kosninguna heldur en að drepa kallinn seinna.

Ef kemur upp ágreiningur ,verður málið sent til FBI (sem er í eigu Hillary) sem gefur út að svikin hafi ekki verið nógu mikil til að það leiði till sakfellingar.

Að lokum verður svo saksóknari (sem er í eigu Hillary) látinn gefa út að hún sjái ekkert athugavert við þetta. 

Borgþór Jónsson, 17.10.2016 kl. 20:10

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skrítnar túlkanir, Valdimar, Rússland hefur  haft vilja til þess að vera meiriháttar veldi - a.m.k. síðan á 18. öld.
Vandinn í samsk. Rússl. og Vesturvelda, er það -- að Rússland heimtar "áhrifasvæði" sem samanstæði af þei löndum sem eru næst Rússlandi!
Vesturveldi, neita að eftirláta það þeim!

Þetta tel ég kjarna deilunnar!
Svo geta menn rifist um það hvort þ.e. réttlátt að hafa áhrifasvæði eða ekki.

En það þíðir, að þá lítur stórþjóð þannig á, að hún hafi rétt til þess - að vasast með mál þeirra landa, sem það lítur á sem sitt áhrifasvæði -- t.d. er kunnuglegt að hafa sögu Mið-Ameríku í huga, ef menn velta fyrir sér hvað ég á við.
--Deilan um Úkraínu - stendur akkúrat um þetta atriði, hvort landið á að vera leppríki Rússlands - sem Rússland ráði að mestu yfir, eða hvort þ.e. sjálfstætt land - er sennilega mundi sjálft kjósa að halla sér að Vesturlöndum.

Eðlilega hafa Vesturlönd ekki áhuga á að Rússland - eflist með þeim hætti, að ná aftur umráðum yfir fj. landa, beint eða óbeint, næst sér!
--En saga þess er Rússland er mjög öflugt, er óþægileg! A.m.k. frá sjónarhóli V-Evr.

Fyrir utan að Pútín er hættulegur maður, er gæti virkilega látið freystast um of, ef gefið er eftir honum!

Ég styð það að Rússland sé skipulega einangrað - og leitast við að halda því niðri, svo lengi sem Rússland viðhefur þá stefnu - að vilja endurreisa sitt veldi á kostnað sinna næstu nágranna landa.

    • Þ.e. ekkert undarlegt við það að Vesturlönd skipulega haldi Rússlandi niðri - meðan það fylgir stefnu af slíku tagi.

    • Þ.e. eiginlega algerlega rökrétt - ég mundi að auki segja, eðlileg - viðbrögð.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 17.10.2016 kl. 20:16

    8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Bjarne, ég er orðinn leiður á þessu tali þínu, að það sé enginn munur á vesturlöndum og t.d. Rússlandi eða Kína -- ég held að þú sért óbeint að afsaka það að þú styður einræðislönd af slíku tagi, með því að ímynda þér að Vesturlönd séu eins spillt og þröngt elítustjórnuð og Kína eða Rússland er.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 17.10.2016 kl. 20:18

    9 identicon

    Trump, er ekkert "forsetaefni".  Að mörgu leiti er það ráðgáta, haf hverju maðurinn er að þessu ... eins og ég hef svo oft sagt áður, maðurinn tilheyrir "elector" hlutanum, annaðhvort beint eða óbeint.  Og veit vel, hvað er í gangi.  Að hann sé beinlýnis að "básúna" þessum "staðreyndum", lætur frekar annarlega í eyrum.  Fyrir mér, eru þau bæði "Manchurian Candidate".

    Ef bandaríkjamenn vilja almennilegt forsetaefni, þá ættu þeir að kjósa Jill Stein.

    En, allt öngþveiti og vitleysa er í kringum þessa tvo fáráðlinga.  Trump, hvað ætlar þessi maður að gera þegar hann kemur í embætti.  Hann hefur enga "almennilega" pólitíkusa, sem un verða færir um að sjá um stefnumál Bandaríkjanna.  Það er augljóst, að maðurinn er "Manchurian Candidate", var þá frá upphafi ... hann er þarna með ljóta kjaftinn sinn, og stæla, sem gerir aðeins eitt að verkum.

    Fólk kýs Hillary.

    Og þó svo, að hann hafi unnið kosningarnar og "algert" kosningasvik verði í tafli ... mun enginn taka mark á bullinu í honum, því hann er svo dónalegur.

    Allavega ekki hér erlendis.

    Hillary Clinton, er "Manchurian Candidate", því hún þarna einungis til að tryggja áframhaldandi "stríðs" stefnu Bandaríkjanna.  Stefnu, sem almenningur er þegar orðinn þreyttur á og hefur kostað þá aleiguna.

    Hillary er þarna, til að "skýla" þjófum og morðingjum.

    Ekkert annað.

    Ef kosningarnar í Bandaríkjunum, væru með "eðlilegum" hætti ... myndi sjónvarpið hætta að sýna þessa Kandidata og sýna af Jill Stein í staðinn.  Manneskju sem hefur eitthvað á milli eyrnanna, annað en skít.

    Það, að "enginn" stöð skuli hampa Jill Stein ... sýnir, svo ekki verður um villst ... að kosningarnar í Bandaríkjunum eru "rigged".  Það er ekkert annað gert, en að hampa hálfvitanum ... og stríðsglæpamanninum.

    Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 20:23

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (19.4.): 1
    • Sl. sólarhring: 3
    • Sl. viku: 758
    • Frá upphafi: 846639

    Annað

    • Innlit í dag: 1
    • Innlit sl. viku: 694
    • Gestir í dag: 1
    • IP-tölur í dag: 1

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband