Ég held að það sé nauðsynlegt að takmarka með lögum - réttinn til að heimta greiddan arð úr einkafyrirtækjum

Vandinn sem ég vísa til, er hvernig arðgreiðslur hafa sl. 20-25 ár í vaxandi mæli virst vera úr tengslum við - raunverulega velgengni þess rekstrar, sem látinn er greiða arð.
Málið er, að ef greiddur arður er umfram þá eiginfjármyndun sem er í fyrirtæki --> Þá óhjákvæmilega, er eigið fé þess þar með - skert! Síðan skert áfram, ár frá ári!
Það hefur að sjálfsögðu margvíslegar neikvæðar afleiðingar!
Og sérstaklega ef þetta er útbreidd hegðan innan viðskiptalífsins!
Þá ná þær neikvæðu afleiðingar að hafa umtalsverðar þjóðfélagslegar afleiðingar!


Málið er, að þessi hegðan, geti vel hugsanlega að einhverju umtalsverðu leiti, skýrt tiltölulega lélegan hagvöxt á vesturlöndum sl. 20-25 ár eða svo!

Sannarlega geta aðrar skýringar - einnig komið til.
En ég tel að full ástæða sé að - of greiddur arður, geti verið hluta skýring!

  1. En ef eigið-fé fyrirtækis er skert, vegna þess að arðgreiðslur eru umfram ný-myndun eigin fjár. Tölum ekki um, ef þetta er gert - ár eftir ár.
  2. Þá hefur fyrirtæki lakari getu, t.d. til að fjármagna þróun nýunga, með eigin rektrarfé.
    --Það getur auðvitað skert samkeppnishæfni þess til lengri tíma litið.
  3. Að auki, þá grunar mig að skerðing eigin fjár, einnig skerði getu viðskiptalífs til launagreiðsla.
    --Sem einnig getur skert langtíma samkeppnishæfni fyrirtækja, með þeim hætti, að þau geti síður greitt eftirsóttum starfskröfum þau laun sem slíkir eftirsóttir starfskraftar óska eftir, þar með síður haldið í - mikilvægt starfsfólk.
  4. En til viðbótar þessu, ef sú hegðan er útbreidd innan viðskiptalífsins, að greiddur er út arður til eigenda hlutafjár, umfram ný-myndun eigin fjár - til komna fyrir tilstuðlan hagnað af rekstri félagsins eða fyrirtækisins.
    --Þá sé vel hugsanlegt, að slík útbreidd hegðan, hafi einnig lamandi áhrif í víðara samhengi, á getu fyrirtækja - til að standa undir launagreiðslum!
    --Þannig, að ef of-greiðsla arðs, er raunverulega mjög útbreidd -- jafnvel almenn; þá gæti þar með slík hegðan, að verulegu leiti skýrt launastöðnun á Vesturlöndum.
  5. Síðan að auki, geti útbreidd of-greiðsla arðs, með því að skerða eigið fé.
    --Einnig orsakað skerta samkeppnishæfni atvinnulífs, með því að draga úr getu atvinnulífs til að fjármagna rannsóknir og þróun, með eigin-fé.--Það geti einnig verið orsakaþáttur, í öfugþróun hagvaxtar - og lífskjara, þar með launa.
  6. Þar með, geti sú hegðan, ef hún er nægilega útbreidd --> Verið hluta skýring, í hnignun atvinnulífs á Vesturlöndum <--> Í vaxandi samkeppni þess við Asíulönd.
  7. Þetta allt að auki, þíði að of greiddur arður, ef útbreidd hegðan innan viðskiptalífs; geti verið hluti af skýringu á vaxandi popúlisma á Vesturlöndum, með því að eiga sinn þátt í hnignun viðskiptalífs á Vesturlöndum seinni ár, og eiga sinn þátt í hnignun eða stöðnun lífskjara á Vesturlöndum - seinni ár.
  8. Svo auðvitað bætist við --> Að sennilega til viðbótar við þetta allt --> Sé of greiddur arður, ef útbreidd hegðan --> Hluta skýring á þeirri öfugþróun, að bilið milli ríkra og fátækra fer víkkandi á Vesturlöndum!
  9. Þar með, geti þessi hegðan, ef útbreidd - og því almennari; skýrt að verulegu leiti, vaxandi samfélags átök á Vesturlöndum!
  • Það sé þar af leiðandi, mjög nauðsynlegt að taka á þeirri hegðan -- sem greiðsla arðs umfram rektrarlegar forsendur einkafyrirtækja sé!
  • Að sjálfsögðu, ef réttur til greiðslu arðs, væri takmarkaður við rektrarlegar forsendur, þá hefst ramakvein frá eigendum hlutafjár --> T.d. að banna að prósenta arðs t.d. ef miðað er við heildar-rektrartekjur; sé umfram prósentu arðs af rekstri fyrirtækis miðað við heildar rekstrartekjur - áður en tekið sé tillit til skatta af reiknuðum arði.

 

En af mínu mati, sé þetta mjög nauðsynlegt aðgerð!

  1. Þetta muni bæta stöðu fyrirtækja, með því að gera þeim betur mögulegt að byggja upp sitt rektrarfé.
  2. Það með bæti það þeirra samkeppnishæfni, þ.s. þau geta betur haldið í mikilvæga starfskrafta - þ.e. þau hafa efni á hærri launum - auk þess að það einnig bæta samkeppnishæfni þeirra með þeim hætti, að þau ráði yfir meira fjármagni til að fjármagna rannsóknir og þróun - sem að sjálfsögðu er réttast að sé fjármagnað með fjármagni sem myndast af rekstrinum sjálfum.
  3. Þannig --> Að þessi aðgerð, tel ég að til lengri tíma litið; mundi stuðla að bættum hagvexti.
  4. Þar með, betri lífskjörum - til lengri tíma litið.

 

Hverjum er þetta að kenna?

Líklega útbreiðslu - fjárfestingasjóða, sem keppa sín á milli - í arðsemi. Sú samkeppni rökrétt leiði til þess, að þeir sjóðir leita allra leiða til þess að stuðla að sem mestum arðgreiðslum. Margir af þeim sjóðum í dag, ráða yfir ógrynni fjármagns - og gjarnan eiga hluti í mjög mörgum fyrirtækjum.

Það þíði, að áhrif þeirra nái sennilega vítt yfir gervallt viðskiptalífið á Vesturlöndum. Þeir hvetji til þeirrar hegðunar, að arðgreiðslum sé kippt úr samhengi við rektrarlegar forsendur. Til þess að auka sína eigin arðsemi --> Þá að sjálfsögðu, að kostnað -- langtíma aðrsemi viðskiptalífsins, þ.e. fyrirtækja almennt.

  1. Risastórir fjárfestingasóðir sem hafa stækkað gríðarlega á Vesturlöndum sl. 20-25 ár.
  2. Geta þar af leiðandi, í vaxandi mæli, hafað virkað sem --> Dauð hönd á atvinnulíf á Vesturlöndum almennt.
  • Þetta sé málefni lögjafans að fást við.
  • Og ég tel að lagasetning geti lagað þessa stöðu -- verulega.

Að sjálfsögðu lagar hún ekki öll vandamál!

  1. En þó að með lögum væri arður takmarkaður við mælanlegar rekstrarlegar forsendur.
  2. Þá gætu fjárfestingasjóðir -- samt áfram hvatt til þess, að fyrirtæki taki mikla áhættu með rekstur, í því skyni að auka -- rekstrarlegan hagnað til skamms tíma.
  • Á hinn bóginn, sé það þó ekki eins varasamt -- þ.e. sú tiltekna hegðan.
  • Ef þeir geta ekki lengur, krafist arðgreiðsla umfram -- raunverulegan mælanlegan rekstrarhagnað.

Þ.s. þá geta fyrirtæki frekar ráðið við áhættusamar ákvarðanir!
Án þess að það leiði til þess að þau fari í þrot.

En eitt sem fyrirtæki geta frekar gert!
Ef þeirra eigið fé vex -- þ.e. tekið á sig töp, án þess að það leiði þau í þrot.

 

Niðurstaða

Ég vísa því til næstu ríkisstjórnar - hver sú verður. Að taka á því vandamáli, sem of greiddur arður sé líklega fyrir viðskiptalífið á Íslandi.
Þó að ég telji þetta vera almennt vandamál á Vesturlöndum, þá getur litla Ísland einungis tekið á því vandamáli heima fyrir -- en þ.e. auðvitað möguleiki að með góðu fordæmi geti Ísland vakið athygli.

En ég er viss að á þessu vandamáli þurfi að taka á - alls staðar.
Það sé vel hugsanlegt þar af leiðandi - að gott fordæmi hér fái athygli.
Og hvetji fólk í öðrum löndum til dáða.

En einstaklingar í öðrum löndum hljóta einnig að átta sig á þessum vanda!

  • Þetta gæti virkilega verið þáttur í því, að endurreisa samkeppnishæfni Vesturlanda gagnvart löndum í Asíu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú meiri komúnista ræfillinn ... sko, þetta eru mínir peningar.  Ég hef þrælað fyrir þeim, og greitt af þeim skatta og meira að segja borgað undir þig belyjuna þína. Og síðan ætlar þú að fara að skifta þér af því, hvernig ég hagræði ávöxtum á þessu fé.  Sko, fyrir utan skatta álagninu, sem er og hefur alltaf verið hreint arðrán ... þá segi ég bara, "burtu með helv. fasisman". Þú ert bara að tala fyrir lögleiðslu rányrkju, og afturhaldssemi þar sem lögum og landi er hagrætt fyrir hönd "ræningjabaróna".  Ríkið í dag, er ekki "lýðveldi" og þetta veistu sjálfur.  Sem dæmi um lýðveldis-delluna, má nefna 2008 og "privatisering" á eignum almennings, þar sem almenningur var og hefur verið rændur um víða Evrópu.  Þessar hugmyndir eru fyrst og fremst, beindar gegn smá fyrirtækjum sem eiga í hættu að koma út með tap, og geta ekki bjargað lausafé sínu, áður en í ódæmi er komið.  Það er kaupmaðurinn á horninu, sem var hornsteinn samfélagsins ... sem þarf að líða fyrir þessa dellu hugmynd.  

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.8.2016 kl. 10:08

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, ég er að tala um að -- banna rányrkju.
Þ.e. ekkert annað en skipulagt rán, er fyrirtæki eru -- tæmd af eigin fé.
Rænd í raun - rekstrarfé.

Þegar menn heimta -- arð, langt umfram rekstrarforsendur. Á það ekkert skilt við -- annað en, skipulagt rán á rekstrarfé og eiginfé fyrirtækis.

Fyrirtæki er í skilið eftir með stórskerta getu til að fást við ytri áföll, því það skortir eigið fé, þar með líkur á gjaldþroti auknar mikið - ef e-h snögglega neikvætt gerist.

Auk þess eins og útskýrt að ofan, samkeppnisgeta þess - stórskert.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.8.2016 kl. 10:41

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar Björn, vandinn er að ríkið/skatturinn hagnast á arðgreiðslunum, 20% fjármagnsskattinum.  Eigið fé myndast af rekstrarhagnaði eftir skatta - óhreyft skilar það engum aukasköttum.
Hið opinbera fær því einnig vænan bita af arðgreiðslum sem getur varla verið hvati til skerðingar.  Hitt er svo rétt að eigið fé er varasjóður fyrir framþróun og hagræðingu rekstrarins.  Á móti kemur svo að nýting þess í því skyni fer á rekstrarreikninginn, er þannig frádráttarbært sem dregur enn úr skattgreiðslum.

Kolbrún Hilmars, 22.8.2016 kl. 11:49

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún, ég trúi því ekki að ríkið raunverulega tapi á því, að fyrirtækjunum vegni - heilt yfir betur. 
Þ.e. hafi úr meira fé að moða, því þá eins og ég benti á - geta þau betur ráðið við að greiða laun, ríkið fær auðvitað þar aftur til baka, síðan staðið sig betur yfirleitt í rannsókn og þróun, og ekki síst - samkeppni út á við sem og inn á við.
_Þar með sé atvinnulífið líklegra að vaxa meir og hraðar!
M.ö.o. að líklega skili meiri veltu-aukningu viðskiptalífsins.
Það auðvitað þíði, enn fleiri störf og auknar skatttekjur.
________
Að horfa á þetta með þeim hætti sem þú bendir á, væri herfilega skammsýn nálgun, þ.e. ríkið hljóti að tapa á skerðingu hags fyrirtækja - lélegri samkeppnishæfni, því lakari skilyrðum þeirra til vaxtar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.8.2016 kl. 18:02

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég veit, enda var ég aðeins að tala um arðgreiðslur af eigin fé. Sjálf er ég þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem reka sig á "núllinu", þ.e. ráðstafa hagnaði jafnóðum í reksturinn séu best reknu fyrirtækin.  En þau greiða auðvitað enga skatta til hins opinbera.

Kolbrún Hilmars, 22.8.2016 kl. 19:31

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einmitt, fyrirtæki sem svipt eru sínum hagnaði -- þ.e. sá fer beint til eigenda, geta þá ekki byggt upp sinn rekstur með - uppsöfnun eiginfjár í gegnum hagnað. Slík fyrirtæki eiga þá í augljósum erfiðleikum með það að auka við sinn rekstur - að auki eins og ég hef bent á, eru mun viðkvæmari ella fyrir ytri áföllum. Að auki, eins og ég hef bent á, síður samkeppnishæf - líklegri að verða undir.

Heilt yfir held ég að ríkið hljóti að græða meir á ástandi -- sem leiðir til aukins þrifnaðar atvinnulífsins, þ.e. hraðari vaxtar þess - þ.e. þá fjölga þau starfsmönnum, laun hækka -- þar með vex neysla í samfélaginu og velta almennt.

Mun meir en ríkið sé líklegt að græða á beinum sköttum af greiddum hagnaði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.8.2016 kl. 00:53

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála.  Fyrirtæki sem gera vel við starfsfólk, halda vel við öllu sínu með innkaupum á rekstrarfjármunum jafnóðum og spara ekki heldur aðkeypta þjónustu, velta hagnaði sínum beint útí samfélagið.  Reyndar hefði ég hér að ofan átt að skrifa "enga BEINA skatta". Þetta þarf heldur ekki að þýða að eigendur njóti ekki góðs af.

Kolbrún Hilmars, 24.8.2016 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 845417

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband