Malasíska farþegavélin sem fórst yfir Kyrrahafi 8. mars 2014, er talin hafa flogið þangað til eldsneyti þraut síðan hrapað í hafið

Þetta eru niðurstöður þeirra greininga er liggja fyrir á þeim gögnum sem unnt hefur verið að finna! Hafnað er fullyrðingum kanadísks sjálfstæðs greiningaraðila, er heldur fram umtalsvert annaarri söguskýringu, sjá:

Söguskýring, Larry Vance'There Is Absolutely No Mystery To What Happened'

Harðorð gagnrýni með mótrökum - Why the 60 Minutes TV programme was wrong

Umfjöllun um líklega lokaniðurstöðu - MH370 plummeted out of sky 'at up to 20,000ft a minute'

 

Flugmenn og flugvél!

http://i.telegraph.co.uk/multimedia/archive/02859/Malaysia_MH370_2859611k.jpg

Sú niðurstaða að vélin hafi orðið eldsneytislaus eftir að hafa flogið klukkustundum saman, að því er talið -- án þess að nokkur væri við stjórn. Á þeim klukkutímum hafi vélin flogið þúsundir kílómetra.

Ekki er vitað, af hverju vélinni var snúið við frá upphaflegri flugleið, frá Kuala Lumpur til Peking -- þess í stað flogið til baka, síðan yfir Malasíu og áfram suður yfir Kyrrahaf.

Sennilega verður það aldrei vitað!

En yfirvöld telja að vélin hafi verið á sjálfstýringu, er hún fórst - eftir að hafa klárað eldneytið. M.ö.o. að áhöfnin hafi ekki stjórnað henni á þeim punkti.

Það virðist því blasa við, að einhverjum tíma eftir að vélinni var snúið við frá upphaflegri flugleið -- hafi áhöfn einhverra hluta vegna, orðið óvirk.

Ástæður þess verði sennilega aldrei þekktar.

Ekki hafa fundist nokkrar áreiðanlegar sannanir þess, að áhafnarmeðlimur hafi - rænt vélinni, og síðan vísvitandi myrt farþega og áhöfn. Svo vísvitandi flogið vélinni í hafið!

 

Niðurstaða

Ef maður gerir ráð fyrir því að niðurstaðan sé rétt - þá hefur malasíska vélin splundrast í milljónir smáhluta við höggið er hún lenti á gríðarlegri ferð á hafinu. Slíkt högg hafi enginn getað lifað af. Síðan sé sennilega ólíklegt að nokkur tæki eða búnaður, t.d. flugritar - geti hafa sloppið óskaddaðir frá slíkri lendingu. Fyrir utan að afar ólíklegt sé að mögulegt væri yfir höfuð úr þessu að finna þá, þ.s. þeir séu löngu búnir að klára rafhlöður.

Líkur virðast á að aldrei verði unnt að svara með fullkomnu öryggi, hvað akkúrat gerðist sem leiddi til þeirrar atburðarásar er leiddi síðan til hins langa og á endanum, banvæna flugs vélarinnar fyrir áhöfn og farþega!

  • Vegna skorts á sönnunum um annað, verða flugmenn að teljast saklausir!

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er til dæmi í flugsögunni um þotu, þar sem allir um borð dóu af súrefnisskorti og vélin flaug áfram þar til eldsneytið þraut og hún hrapaði til jarðar. 

Ómar Ragnarsson, 16.8.2016 kl. 21:53

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Datt þetta einmitt í hug, en það má ímynda sér að bilun hafi orðið einhvers staðar í byrðingi eða hurð eða glugga, og loftþrýstingur fallið.
Ef ekki er brugðist nægilega fljótt við, geta allir um borð misst meðvitund.
Ef síðan er flogið klukkustundum saman í 15km. hæð með sama loftþrýsting innan vélar sem utan.
Þá látast væntanlega allir úr súrefnisskorti - m.ö.o. kafna!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.8.2016 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 846645

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband