Trump ítrekar loforð sitt að eyðileggja Parísarsamkomulagið gegn hitun lofthjúpsins, og vill afnám allra takmarkandi regla er tengjast nýtingu orkuauðlynda

Stefnuræða Trumps um efnahagsmál -- kveður á um miklar skattalækkanir á fyrirtæki, á hagnað einstaklinga, afnám erfðaskatta, lækkun tekjuskatta -- en einnig afnám margvíslegra takmarkandi regla.

Trump heldur enn í hugmyndir um að taka upp gildandi viðskiptasamninga Bandaríkjanna við önnur ríki -- Trump gerir enn kröfu um að viðskiptahalli Bandaríkjanna verði afnuminn.
--Viðskiptasamningum breytt þannig, að viðskiptaumhverfi verði að hans mati, hagstæðara fyrir Bandaríkin, að hans mati.

  • Heilt yfir verð ég að samþykkja þá gagnrýni - að heildaráhrif hugmynda Trumps --> Séu á þá leið, að útkoman verði mun líklegar í þá átt; að draga frekar úr hagvexti.
    --Reyndar, að líkleg útkoma verði kreppa!
  • Sem þíðir ekki, að ekki neitt sé í þessu, sem hafi öfug áhrif -- þ.e. til eflingar hagvaxtar.
  • Á hinn bóginn, séu neikvæð viðskipta-hugmynda Trumps það stór, að þau mundu vega upp og gott betur, öll þau önnur hugsanleg jákvæð áhrif sem sumir þættir efnahagsstefnu hans, geta skilað.

Donald Trump, Hoping to Change Subjects, Says He Will Bring Prosperity

"And on energy policy, Mr. Trump reiterated his pledge to tear up the Paris climate agreement and halt the United States’ payments to United Nations for programs to reduce global warming. He said energy regulations were killing manufacturing jobs."

  1. Trump virðist hafa ákaflega einhliða afstöðu -- til skuldbindinga Bandaríkjanna gagnvart öðrum löndum.
  2. Þ.e. að engu sé til fórnandi.


Tæknilega geta sumir þættir skattalækkunarhugmynd hans, hjálpað hagvexti

En engin leið er t.d. að sjá annað en að afnám erfðaskatts - einungis gagnist auðugu fólki, sbr:

"He did not mention that the estate tax currently exempts the first $5.45 million for an individual and $10.9 million for a married couple..."

M.ö.o. menn þurfa að vera afskaplega auðugir - til að lenda í þessum skatti.
__Afnám þessa skatts t.d. án vafa mundi gagnast börnum Trumps, síðar meir.

Tekjuskattslækkanir virðast einnig gagnast mun meir þeim sem hafa mestar tekjur en öðrum.

"Analysis by the Tax Foundation found that it would increase after-tax income for middle-income families (those in the 40th to 60th percentile) by 0.2 percent. It would increase after-tax income for the wealthiest 1 percent of Americans by 5.3 percent."

--------------

Ég kem ekki auga á það, að tekjuskattslækkanir sem einna helst gagnast þeim, er þegar eiga meiri peninga en þeir geta - nokkru sinni eytt.
--Skapi frekari hagvöxt.

  • En lækkun tekjuskatts á hagnað fyrirtækja í 15%.

Raunverulega gæti verið góð hugmynd.

 

Vandinn er barasta sá, að á móti -- þá eru neikvæð áhrif hugmynda Trumps er varðar viðskipti við útlönd, yfirgnæfandi!

  1. Hann segist ætla að -- hætta við samninga við ESB um fríverslunarsvæði yfir Atlantshafið.
  2. En einnig að hætta við sambærilegan samning, við fjölda landa við Kyrrahaf.
  3. Að auki, segist hann ætla -- að endursemja um NAFTA!
    --Sem hann telur ekki nægilega hagstætt Bandaríkjunum.
  4. Ef það er ekki nóg, vill hann enn -- taka upp viðskiptasamninga aðra í gildi, til að breyta viðskiptajafnvægi Bandaríkjanna við þau lönd -- sem Bandaríkin haga lengi haft viðskiptahalla gagnvart.

Trump m.ö.o. hefur ekki bakkað frá -- Zero/Sum -- hugsun sinni gagnvart utanríkisviðskiptum.

  1. Þetta er afskaplega einfalt, en til þess að færa til viðskipti t.d. milli Kína og Bandar. úr viðskiptahalla -- þyrfti verulegan toll.
    --Ég hef enga trú á því, að Kína samþykki slíkan, þ.e. það mikinn toll sem til þyrfti.
  2. Síðan fullkomlega misskilja -Trump-istar- afleiðingar slíkrar tollastefnu.
  • En afleiðing þess að setja verndartolla á þau lönd sem Bandaríkin hafa viðskiptahalla gagnvart.
  • Eru ekki þær að skapa hagvöxt.
  • Heldur þær, að skapa -- algerlega tafarlausa kreppu.

En viðskipti milli landanna eru í dag svo afskaplega flókinn vefur.
Að það er ekki á skömmum tíma unnt að vinda ofan af þeim vef á skömmum tíma.

  1. Í mörgum tilvikum er framleiðlan ekki til innan Bandar.
  2. Eða, að framleiðslugeta er langt undir því sem til þyrfti.
  3. Að auki, er orðið algengt að íhlutaframleiðendur -- þróa íhlutinn í samvinnu við endanlegan framleiðanda --> Sem þíðir, að ekki er unnt að fá sambærilegan hlut frá annarri verksmiðju.


Tollarnir hans Trumps muni því án nokkurs minnsta vafa - valda kreppu!

Vandinn er sá, að þeir skila neikvæðum áhrifum sínum --> Nánast samstundis.
--Þ.e. að hækka verðlag á því sem er framleitt í þeim löndum, sem lenda í tolli.

  1. Vegna þess að mikið af framleiðslunni -- er einfaldlega ekki mögulegt að færa til Bandaríkjanna á skömmum tíma.
  2. Þá væru það einmitt megin áhrif slíkrar tollastefnu:
    A) Að hækka verðlag, sem leiði til lækkaðra lífskjara.
    B) Að eyða störfum í verslunargeiranum, því hækkað verðlag mun að sjálfsögðu skila samdrætti í neyslu.
    C) Samdráttaráhrifin af tollastefnunni væru slík -- að þau drekktu öllum hugsanlegum jákvæðum áhrifum af stefnu Trumps.
  3. En í besta falli skila meint jákvæð áhrif sér á mörgum árum.
    A) Það tekur tíma að reisa nýjar verksmiðjur í Bandar.
    B) Það þíðir sannarlega nýja fjárfestingu -- en einnig að verðlagið helst hátt áfram, þ.s. að framleiðslan í nýju verksmiðjunum yrði að borga niður kostnaðinn af því að reisa þær + plús vegna hærri launa innan Bandaríkjanna.
    C) Sem þíðir að - lækkun lífskjara vegna hækkaðs verðlags; skilar sér ekki til baka! Ég meina --> Aldrei.
  4. Það tæki í besta falli mörg ár að vinna upp þau störf er mundu tapast í verslun, með hugsanlegum nýjum framleiðslustörfum.

Í stað þess að aukinn hagvöxtur skili ríkinu auknum veltutekjum.
Til að bæta því upp -- skattalækkanir.

  • Þá í staðinn, mundi efnahagssamdráttur vegna samdráttar í neyslu.
  • Leiða til minnkunar veltutekna ríkisins í Bandaríkjunum.
  • Þar með því, að er skattalækkanir leggjast þar við -->
    Væntanlega valda gríðarlegum rekstrarhalla alríkisins.
    Því hratt vaxandi skuldasöfnun alríkisins.

___Því má ekki gleyma, að Trump vill enn auka útgjöld til varnarmála!
Þ.e. færa þau til baka í það hlutfall af þjóðarframleiðslu er var 1993.

Þá að sjálfsögðu verðu hallinn -- enn enn stærri.
Og því skuldasöfnun!

  1. Trump gæti því tekist að hækka skuldir alríkisins það mikið.
  2. Að loksins bili traust heimsins á dollarnum.

 

Niðurstaða

Heildarútkoma efnahagsstefnu Trumps virðist enn vera sú sama og áður: A)Ný kreppa, innan Bandaríkjanna og einnig heimskreppa. B)Vegna efnahagssamdráttar mundi ríkishallinn í Bandaríkjunum óhjákvæmilega aukast - þar við bætast skattalækkana hugmyndir er frekar draga úr skatttekjum, og ekki má gleyma hugmyndum Trump um aukningu útgjalda til hermála. C)Það blasi því við -- algert met í hraðri skuldasöfnun hins sameiginlega ríkissjóðs Bandaríkjanna.

Þannig að Trump gæti hugsanlega tekist það sem fyrri forsetum Bandaríkjanna hefur fram að þessu ekki tekist - þ.e. að kalla fram missi á tiltrú heimsins á dollarnum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vona að Trump nái að eyðileggja þetta Parísarsamkomulag með þessi loftslagsmál enda ekkert sem mannkynið getur gert í þeim málum. Ekkert nema rifist og með hótanir út í hvern annan.

Valdimar Samúelsson, 9.8.2016 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 105
  • Sl. sólarhring: 167
  • Sl. viku: 188
  • Frá upphafi: 846826

Annað

  • Innlit í dag: 98
  • Innlit sl. viku: 180
  • Gestir í dag: 97
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband