Kem ekki auga á neitt sem réttlæti stuðning við valdaránstilraunir Tyrklandshers gegn stjórn AKB flokksins í Tyrklandi - jafnvel þó Erdogan hugsanlega stefni á íslamskt ríki

Þeir sem þekkja sögu Tyrklands -- vita að í 20. aldar sögu þess tók herinn völdin í nokkur skipti, og lengi tók sér það vald - að hafa nokkurs konar yfir umsjón með stjórn landsins.
Aftur á móti hefur Erdogan síðan hann náði völdum í landinu, í gegnum fjöldahreyfingu sína AKB flokkinn - unnið skipulega að því að -- veikja tak hersins á landinu.

  1. Sennilega er óhætt að segja -- að valdaránstilraunin hafi verið fjörbrot hersins hvað þá getu hans varðar, að ákveða hvernig landinu sé stjórnað.
  2. En eins og mátti við búast -- eru hafnar gríðarlegar hreinsanir innan hersins.
  • Má reikna með því, að herinn verði nú endurskipulagður innan frá, þannig að í öllum mikilvægum stöðum, verði einungis -- einstaklingar sem séu stuðningsmenn AKB.

Turkey crackdown on rebels goes to heart of Erdogan’s inner circle

"At least 29 generals and more than 20 colonels are among the nearly 6,000 arrested..." - "...while 3,000 more remain at large, according to Turkish officials."

"As the arrests gathered pace, Mr Erdogan called the coup “a gift from God to cleanse the army”."

Erdogan virðist einnig vera að notfæra sér tilefnið -- til að gera slíkt hið sama innan dómskerfisins.

"More than 2,700 judges and prosecutors have been fired, including two members of the highest court."

 

Af hverju segi ég að óskaplegt blóðbað hafi verið óhjákvæmilegt?

Hafið í huga -- mátt og megin internetsins!
Herstjórarnir er reyndu að taka völdin -- tóku hina klassísku staði, þ.e. forsetahöllina, þinghúsið - síðan megin fjölmiðil landsins.

  • Vandamálið er að í dag -- þá skiptir þetta ekki nærri því sama máli og áður.

En - Erdogan sendi skilaboð til flokksmeðlima í gegnum netið.
Og netið var síðan notað af flokksmeðlimum, til að safna liði.

Svo var gripið til þess ráðs, að auki - að nota moskurnar til að kalla fólk út.
--En kall til bæna heyrðist vel.

  • Það þarf að muna að - að baki Erdogan er fjöldahreyfing, AKB flokkurinn.

Fjölmennir hópar almennra borgara reyndust fámennu herliði sem þátt tók í valdaránstilrauninni, yfirsterkara.

Sennilega er dæmið sem er næst því að vera sambærilegt, blóðugar hreinsanir Suharto í Indeónesíu -- fyrstu ár hans við völd!
__Að einhverju leiti, má einnig nota valdatöku -- Pinochets einnig.

  • Í þessum dæmum, var verið að brjóta niður -- stórar fjöldahreyfingar, þ.e. sósíalískar hreyfingar sem höfðu fjöldafylgi.
  1. Málið er að ég er ekki í nokkrum vafa, að eina leiðin sem herinn í Tyrklandi hefði getað beitt til þess að -- ná til sín völdum, og síðan tryggja þau.
  2. Hefði verið sú -- að hefja mjög víðtækar og mjög blóðugar hreinsanir, gegn meðlimum AKB flokksins.

Þá meina ég, að hefja skipulagðar fjöldahandökur í miklum mæli - það miklum að opna hefði þurft bráðabirgða svæði til að geyma allan fjöldann, í sérhverri borg Tyrklands.
Eða m.ö.o. - fangabúðir.

Síðan hefði þurft að hefja réttarhöld yfir föngunum, með það markmið að dæma sem flesta til dauða, og í kjölfarið að framkvæma þær aftökur með sem skjótustum hætti.

  • Að sjálfsögðu hefðu margir flokksmeðlimir flúið til fjalla.
  • Og gripið til vopna.

Þá hefði í kjölfarið -- eins og í Indónesíu geysað stríð í nokkur ár a.m.k.
--Ef maður gefur sér, að eins og t.d. Suharto í Indónesíu vann -- með skipulögðum hrannmorðum, og ítrustu hörku sem unnt er að ímynda sér --> Að þá hefðu tyrknesku hershöfðingjarnir haft betur með algerlega sambærilegum aðferðum.

 

Ég bendi á þetta -- því mjög margir virðast þeirrar skoðunar að stjórn Erdogans sé það hræðileg, að nánast allt sé leyfilegt til að koma henni frá!

  1. Tyrkland er að verða að Íran!
    Þessi fullyrðing sést oft? En ímyndum okkur að það sé rétt, af hverju væri það svo rosalega hræðileg útkoma?
    --Ég óska eftir útskýringum þar um!
  2. Við skulum muna eftir því, hvaða aðferðum Íran var beitt í kjölfar byltingarinnar þar 1979?
    --En sá sérkennilegi atburður gerðist, að í kjölfarið - ég held að það sé algerlega einstakt í sögu Kalda-stríðsins.
    Að bæði risaveldin studdu árásarstríð Saddams Hussain gegn Íran.--Saddam Hussain þáði peninga frá Bandaríkjunum og Saudi Arabíu, og Flóa aröbum.
    --En keypti svovésk vopn fyrir -- tja, þau voru ódýrari og Sovétríkin voru til í að selja að því er virðist, í ótakmörkuðu magni.
    **Takið eftir -- Íran var beitt stuðningi við árásarstríð, sem kostaði samanlagt bæði löndin nærri milljón manns.
  • Hversu ólýðræðislegir eru stjórnarhættir í Íran?
  • Og hversu í Tyrkandi AKB flokks Erdogans?

Í Íran hafa verið kosningar -- þ.e. umdeilt hve miklu máli þær skipta.
En til að fá að bjóða sig fram -- verða frambjóðendur að fara í gegnum -rýniferli- á vegum stofnunar sem rekin er af klerkaveldinu í Íran!
--Þannig að einungis frambjóðendur sem klerkarnir treysta -- fá samþykkt framboð.

  • Þetta er augljóslega ekki -- vestrænt lýðræðisfyrirkomulag.

Á hinn bóginn, virðist samt sem áður -- að þeir sem bjóða sig fram, standi fyrir stefnu sem sé misjöfn að einhverju leiti.
En þ.e. augljós munur á núverandi forseta Írans.
--Og Mahmoud Ahmadinejad -- sem vitað er að var frambjóðandi - Íranska byltingarvarðarins.

  • Fólk m.ö.o. hefur valkosti sem fela í sér einhvern raunverulegan stefnumun.

Kosningar hafa því einhver stefnubreytandi/stefnumarkandi áhrif.
--Lýðræði er m.ö.o. -- verulega skert, en samt ekki -- ekki neitt.

  1. Höfum í huga að Íran hefur ekki gert innrásir í nágrannalönd.
  2. Íran er auðvitað að styðja við minnihlutastjórn Assads í Sýrlandi, er orðið beinn þátttakandi í þeim átökum.

En þ.e. a.m.k. ekki augljóst - að Íranar séu verri en aðrir sem hafa skipt sér af þeim átökum.
--Enginn hafi algerlega hreinan skjöld sem hafi þar einhver afskipti.
________________

Augljóslega er Erdogan að þrengja að lýðræðiskerfinu innan Tyrklands!

  1. Þ.e. alveg hugsanlegt að hann ætli að hafa -- nokkurs konar, stýrt lýðræði.
  2. Það þarf samt ekki að vera, að hann ætli sér svo langt sem tíðkast innan Írans.
  • Rétt að hafa í huga - að ég kem ekki auga á að Erdogan t.d. geti talist verri eða hættulegri, en Pútín.

En ég hef tekið eftir því, að það fer oft saman -- þó ekki alltaf.
Að þeir sem tala með mjög harkalegum hætti um stjórn Erdogans -- séu samtímis stuðningsmenn Pútíns.

  • Þ.e. að sjálfsögðu mjög mikil skynhelgi í því!
  1. En frelsi fjölmiðla í Tyrklandi - þó skert, er þó samt meira en í landi Pútíns.
  2. Og kosningar a.m.k. enn sem komið er - frjálsari en í landi Pútíns.
  3. Völd Erdogans, þó stórfellt aukin frá því sem áður var, standast a.m.k. ekki enn samjöfnuð við þá -- þjöppun valda um sína persónu sem Pútín hefur náð fram.

Ég er algerlega viss um -- að þeir fjölmörgu sem munu fá án nokkurs vafa mjög langa fangelsisdóma í Tyrklandi.
Verði alveg óhultir um líf sitt!Það má vel vera, að Erdogan noti tækifærið og fangelsi töluvert fleiri en þá sem voru sekir um valdaráns tilraunina.

  • En hann muni ekki standa fyrir - skítugu stríði.

 

Niðurstaða

Ég er ekki að halda því fram að Erdogan sé engill - eða að aðferðir hans séu sanngjarnar, eða að hvernig hann virðist nú - stöðugt auka sín persónulegu völd - sé ekki ógn við lýðræði.

En á sama tíma sé ég ekki þessi augljósu teikn á lofti sem töluverður hópur heldur á lofti, að það sem Erdogan stefni að --> Sé svo hræðilegt, að allt sé réttlætanlegt til að stöðva hann.

En það voru einmitt skoðanir í þá veru, að --> Allt væri réttlætanlegt.

Sem fékk menn til að styðja valdarán sem valdarán Pinochets, eða herforingjanna í Argentínu á sínum tíma -- og þær þrautskipulögðu morðherferðir sem þær stjórnir stóðu fyrir.
--Eða valdarán Suhartos á sínum tíma, en það skítuga stríð sem hann stóð fyrir, og Bandaríkin studdu -- má vera að hafi kostað allt að milljón mannnslíf.

  1. Punkturinn er einmitt sá, að ég sé ekki að unnt sé að bylta AKB - flokknum, og síðan tryggja völd byltingarstjórnar - án þess að skipulögð væri sambærileg fjöldamorða herferð á hans helstu stuðningsmönnum.
  2. Og ég einfaldlega get ekki komið auga á neitt það svo hryllilegt við AKB flokkinn - sem réttlætti eitthvað í þá veru.

En fram að þessu hefur AKB flokkurinn ávalt verið stærsti flokkurinn á þingi.
Það var einnig í það skipti er hann missti sinn þingmeirihluta.
Andstæðingum hans, hefur ekki tekist að stöðva áform Erdogans -- með því að leitast við að afla sér fylgis meðal almennra kjósenda.

--Það má vera að okkur sem búum á Íslandi, eða í V-Evrópu mislíki þá stefnu sem Tyrkland er að feta --> En er það raunverulega okkar að ákveða vegferð Tyrkja; þegar þeir virðast enn flykkjast um Erdogan og AKB flokkinn?

Ef þ.e. virkilega ósk Tyrkja - að verða íslamst lýðveldi.
Er það þá ekki einfaldlega réttur Tyrkja að velja þá vegferð - þegar það virðist þeirra vilji?

Það verður þá síðar meir að koma í ljós hvernig það virkar hjá þeim.

  • Jafnvel ef maður ímyndar sér fulla samlíkingu við Íran -- sé ég ekkert sem réttlæti stuðning við blóðuga byltingu til að hindra slíka vegferð.

Það þarf ekkert að vera að sem íslamskt ríki verði Tyrkland hættulegra en Íran hefur verið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 846656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband